Lögberg - 09.08.1900, Page 4

Lögberg - 09.08.1900, Page 4
4 LÖOBERQ, FIMTUDAGINN 9. ÁGUST 1900. LÓGBERG. GefiC fit að 309 J*, Elgin Ave.,WlNNlPBG,MAN af Th* Lögberg Print’g & Poblising Co’y (Incorporated May 27,1890) , Rititjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Busincss Manager: M. Paulson. aUGI.YSINGAR: Smá-auglýeingar í elHskifti25c fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkelengdar, 76 cts nm mánndinn. A stærri anglýsingnm nm lengri tima, afsláttnr efiir samningi. BÓSTAD \-SKIFTI kanpenda verdur ad tilkynna skridega og geta um fyrverandí bústad jafnfram Dtanáskripttil afgreldslnstofnbladsins er: The Logberg Printing & Publishing Co. p. O.Boz 1292 Wlnnipeg.Man. G'.tJtanátkrlptttlrltstjórans er: Edttor LOgberg, P -O. Box 1292, Winnipeg, Man. __ Samkvsemt landslðgnm er nppsðgn kanpenda á oladi óglld, nema hann sje sknldlans, þegar hann seg r upp.—Ef kanpandi, sem er í skuld vid bladld flytu V lstferlnm, án þess ad tllkynna heimllaskiptin, þá er þad fyrir dómstólnnnm álitin sýnlleg sðnnnmfyrr — ÍTMTUDAGINN, 9. AGUST 1900.— Fjárhagur Canada. Hinn 7. f. in. (júlí) lagöi fjár- málaráðgjati Canada fram fyrir þingið skýrslu er sýndi, að tekjur sambands-stjórnarinnar, á fjllrhags- árinu sem endaði 30. júní síðastl. hefðu verið meiri en nokkru sinni áður í sögu landsins og að mikill tekju-afgangur hefði orðið. þetta er enn eftirtektaverðara og ánægju- legra vegna þess, að það hefur ein- ungis tvisvar komið fyrir í sögu Canada-sambandsins, áður en Laur- ier-stjórnin tók við, að tekjurnar hafi verið svo miklar að þær hafi jafnast við útgjöldin á tjárhagsárinu, eða að ríkisskuldin hafi ekki aukist neitt. þessar undantekningar á stjórnarárum afturhaldsmanna áttu sér stað 1871 og 1882. En öll hin árin, sem afturhalds-stjórnin sat að völdum, jókst ríkisskuldin stórkost- lega, og var hún orðin um 260 milj- ónir dollara þegar Laurier-stjórnin tók við fyrir fjórum árum. Síðan frjálslyndi flokkurinn tók við völd- unum hefur fjúrhagur Canada verið að komast í betra horf með hverju árinu, og útkoman síðasta fjárhags- ár var langt um betri en nokkru BÍnni hefur átt sér stað í sögu lands- ins. Tekjurnar nægðu ekki einung- is til að jafnast við öll útgjöldin, heldur varð svo mikill afgangur, að hægt er að minka ríkisskuldina um meira en 7 milj. dollara. Útkoman hefur orðið þannig þr 'tt fyrir að ýmsir tollar hafa ver- jð algerlega afnumdir, tollar yfir höfuð lækkaðirmjög mikið og burð- argjald á bréfum lækkað meir en um þriðjung að meðaltali. Utkom- an hefur ennfremur orðið þannig án þess að stjórnin hafi sparað fó til nauðsynlegra fyrirtækja almenningi í hag, og án j?ess að hinar ýmsu stjórnardeildir hafi liðið nokkurn skort. þetta hljóta andstæðingar Laurier-stjórnarinnar að viðurkenna að er satt, ef þeir vilja gæta nokk- urrar sanngirni. Hver maður, sem athugar málið hltítdrægnislaust, hlýtur að sjá og viðurkenna, að þessi æskilega útkoma er afieiðing af hinni viturlegu tjármálastefnu frjálslynda flokksins. Á meöan tollverndunarstefna afturhalds-flokksins var í gildi, rann mikið af tollunum, er hefði átt að renna í ríkissjóö, í vasa verksmiðju- eigenda og annara tollverndaðra vina hans og gerði þá að miljóna- eigendum. En síðan tollverndunin —hún var ekki annað en lögboðið rán frá almenningi—var numin úr gildi, renna allar tekjurnar í ríkis- sjóð, svo stjóminni er unt að lækka tollana yfir höfuð og hefur samt meiri tekjur en nokkru sinni áður til nauðsynlcgra umbóta í landinu. Síðastliðið fjárhagsár voru tekj- urnar $49,034,597, eða $4,336,441 meiri en árið áður; þá voru þær $44,698,156. Til júní-loka voru tekjurnar $14,208,197 meiri en út- gjöldin. En þá voru ýmsar óborg- aðar skuldir, sem ekki höfðu verið fram bornar, sem líklega minka þessa upphæð niður í $8,000,000. Eins og menn muna, gerði f jár- málaráðgjafi Fielding þá áætlun í vetur, að afgangur fram yfir útgjöld mundi verða um $7,500,000, og það er enginn vafi á að hann veröur svo mikill. þrátt fyrir að stjórnin hef- ur orðið að mæta ýmsum ófyrirsjá- anlegum útgjöldum á árinu, svo sem kostnaði við að senda hersveitir til Afríku, er nam töluvert yfir 1 milj. dollara, þá liafa fjárveitingar á árinu verið nær því 1 miljón doll. minni en í fyrra, sem rnest liggur I því hvað litlu hefur verið varið til þess að styrkja járnbrauta-félög til brautalagninga. f síðastl. maí voru tekjurnar um hálfri miljón meiri en 1 sama mánuði í fyrra. Hefur Laurier-gtjórnin gtaðið við loforð sín? því er stöðugt haldið fram í afturhalds-raálgögnunum; „stórum og smáum“,að frjálslyndi flokkurinn hafi ekki viðhaft þ& sparsemi, sem vænta hefði mátt eftir loforðum hans og stefnuskránni frá 1893. Auðvitað hcfur lítill hluti þjóðar- innar lagt trúnað á flestar þær ákær- ur, sem Laurier-stjórnin hefur orðið fyrir. En til þess að lesendur vorir geti sóð hve mikil ósanngirni það er, að ásaka stjórnina fyrir eyðslusemi, þurfa þeir einungis að kynna sér málavöxtu. Vér viljum því skýra tnálið nokkuð í þessari grein. Árið 1886, voru útgjöld Can- ada $39,011,000, og tekjurnar á sama tíma $33,177,000, eða $5,834,- 000 minni en útgjöldin. Frjáls- lyudi flokkurinn hélt því fram, að þar sem tekjurnar voru svooa litlar, þá hefði afturh.-stjórnin eytt langt of miklu af fé landsins. Næsta ár voru útgjöldin færð niður í $35,657,- 000. Stjórnin hafði þá fram yfir útgjöld $97,000 en frá 1893 til 1896 nam tekjuhallinn $5,694.000. þann- ig voru útgjöld Canada árið 1893, $37,585,000, en allar tekjurnar námu aðeins $36,374,000. Árið 1894 voru útgjöldin $38,122,000, en allar tekjurnar einungis $33,978,000. þegar frjálslyndi flokkurinn athug- aði þessar tölur, áleit hann skyldu sína að mótmæla því, að stjórnin hefði nokkurn rétt til, að sóa þannig peningum þjóðarinnar, peningum, sem stjórninni hafði verið trúað fyr- ir. Frjálslynda flokknum fanst, að þessar tölur sýndu eyðslusemi og illa ráðsmensku. Og einmitt þá voru afturhaldsmenn að telja þjóð- inni trú um, að ráðsmenska þeirra hefði komið landinu í velsæld ! Fyrsta stjórnarár Lauriers voru öll útgjöldin $38,349,000, og tekj- urnar, það ár, voru $519,000 minni en útgjöldin; en menn verða að at- liuga, að fyrsta árið eftir að Laurier- stjórnin tók við, gat hún auövitað ekki farið með fjármálin eins og henni sýndist. ÁætlunÍD um tekjur og útgjöld landsin hafði verið samin af stjórn afturhalds-manna, og sam- þykt áður en frjálslyndi flokiurinn komst til valda. Laurier-stjómin varð að fullnægja ýmsum kröfum og löglegum skuldbindingum, sem fyrirrennarar hennar höfðu látið eftir sig. það var því ekki fyrri en 1898, að Laurier-stjórnin gat haft algert vald á fjármálum landsins. Fjárhagsárið sem endaði 30. júní 1898, voru tekjurnar $40,555,000, og útgjöldin $38,832,000. Á þvl ári hafði þá landið grætt $1,722,000, sem wýnir, að stjórnin var sparsöm og kunDÍ að fara með fó þjóðarinnar. Næsta ár voru tekjurnar $46,741,- 000, og útgjöldin $41,908,000. það ár tókst Laurier-stjórnirini að spara $4,837,000. þó að útgjöldin fyrir árið 1899 væru um $2,500,000 hærri en árið 1894, þá sannar það alls ekki að stjórnin hatí farið ósparlega með fé landsins. Árið 1894 varð aftur- halds-stjórnin að fá til láns y.fir $4,000,000, til þess að geta haldið áfram búskapnum, en áriö 1899 hafði Laurier-stjórnin $5,000,000 í afgangi, sem hún varði til opinberra verka, er nauðsynleg voru fyrir landið. Svo er annað, sem menn gerðu vel í að athuga í sambandi við þessi vaxandi útgjöld, og það er, að þessir peningar voru að mestu leyti lagðir í arðberandi fyrirtæki, svo sem í Intercolonial-járnbrautina, 1 Yukon- landið, og ýmsar almennar stofnan- ir. þegar maður sór, að þessir pen- ingar koma aftur inn í fjárhirzluna og að tekjurnar aukast um $6,000,- 000, þá fer maður að átta sig á að Laurier-stjórnin hefur ekki ausið peningum út að óþörfu og að hún hefur efnt þau loforð viðvíkjandi fjármálum, sem hún gaf í stefnu- skrá sinni árið 1893. Árið 1893 stóðu sakir þannig í inntíutningamálum, að við síðasta manntal sást, að afturhalds-stjórnin hafði í rauninni ekki haldiö fólks- fjöldanum við; fólkið í landinu hafði flutt svo mikið burt, að það var aug- ljóst, að stjórninni hafði ekki tekist hin síðustu tfu árin aö viðhalda hinni eðlilegu fólks fjölgun. þráít fyrir að 886,000 innflytjendur höfðu átt tð hafa flutt inn í landið, fjölg- aði fólkið tkki neitt. Á þessu sagð- ist frjálslyndi flokkurinn geta ráðið bót, enda hefur hann gert það. Nú er fólk ekki einasta hætt að streyma frá Canada til Bandaríkjanna, held- ur streymir fólk þaðau til Canads í tuga þúsunda tali. Opinberar skýrslur sanna enn fremur, aö af $3,000,000, sem verja átti til að endurbæta Quebec-höfn- ina og Esquimalt-skipakvína, var $1,000,000 sóað til annars; og Sir Adolphe Caron meðgekk, að hann hefði þegið $25,000 af þeim, sem penÍDgalega voru riðnir við Lake St. John-járnbrautarfélagið, sem áður hafði fengiö stórar upphæðir af almennings fé fyrir hans tilstilli hjá afturhalds-stjórninni sálugu í Ott- awa. Hann meðgekk einnig, undir eið, að þessum $25,000 hefði verið eytt til hjálpar afturhalds-flokknum við kosningar. þegar þannig var íarið að, áleit frjálslyndi flokkurinn óþarft og óhafandi að útgjöldin skyidu fara vaxandi og hélt því, fram, að meiri sparnað þyrfti að hafa- Nú liggur fyrir að svara því hvort það er rangt af Laurier-stjórn- inni að eyða $41,000.000 í þarfir landsins af tekjum er nema $46,- 000.000—hvort hún með því víkur hið minsta frá stefnuskrá sinni og loforðum sínum frá 1893. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur aldrei sagt að útgjöldin mættu ekki hækka, en hann hefur haldið því fram að hægt væri að halda þeim í jafnvægi við tekjurnar. þetta hefur hann sann- að með því, að hafa miljónir dollara í afgang fram yfi öll útgjöld, þrátt fyrir það þó hann hafi orðið að mæta ýmsum uýjum kröfum og þörfum. sem ekki voru til á dögum aftur- halds-flokksins og sem nerna svo miklu, að ef þær upphæðir væru dregnar frá útgjöldunum eins og þau eru nú, mundu þau ekki verða bærri en þau voru á stjórnarárum aftur- halds-fiokksins. Enda hafa and- stæðingar Lauriers í þinginu aldrei vefengt neina af útgjaldaliðunum. sem sýnir, að engu hefur verið eytt sem ekki þurfti að eyða, landinu til gagns og framfara. Hefði Laurier- stjórnin sóað peningum út til ónýt- is, mundu afturhaldsmenn ekki hafa þagað yfir því, og af því að þingtíð- indin sanna engar sakir í þá átt á Laurier-stjórnina, verðum vér að álfta, að hún hafi staöið við stefnu- skrá sína frá 1893 að því er fjár- mála ráðsmenskuna snertir. Auðvitað spara afturhaldsmonn og málgögn þeirra ekki hinar göndn lygar sínar og róg, en það er engin ástæða til að álíta að nokkur skynsamur og upplýstur maður láti flekast af þvílíku. það er því rninni ástæða til fyrir kjósendur að láta nú blekkjast af ópi og ólátum aftur- haldsmanna um eyðslusomi og óráð- vendni frjálslynda flokksins,eftir að rannsóknarnefnd þeirra sjálfragerði þá svo átakanlega að ósannindfl- möunum hvað snerti ráðsmensku Greenway-stjórnarinnar. Nýmæli. Mjög skrítnr.m dórni, sem felduf var 1 Cbicago, er lýst í jónfnúnieii blaðsins The American Lawyer. „Konan má ekki dsemast fyf'f iðjuleysi og (lakk, því bún var ekki sköpuð til að vinna“. I>annig hljóð- aði úrskurður kviðdóms 1 Chicago ný- lega. I>egar vitnaleiðslu var lokið fór Mrs. Rossi, er varði hina ákærðOi að skyra málið, en tókst ekki að sanD- færa dómarann um, að konan v®fl ekki sköpuð til að vinna. Pegar MfS' Ro8SÍ varð Jiess vör, að rétturinn le’1 öðruvísi á málið, heimtaði hún kviðdómur væri settur, og var hanf skipaður tólf mönnum. Hún skyrði málið fyrir þeimi sagði að lögin um iðjuleysingja köll* uðu iðjuleysingja alla þá, sem ekk' virna, ekki hafa unnið, og neita vinns. ,Konan‘, sagði hún, ,getor aldrei tilheyrt þeim flokki, af þvi hú° var ekki sköpuð til að vinna*. HúD 128 „Unisjónarmaður leiguherbergja-hússins hafði undarlega sögu að segja. Hann sagði að þessi kona, Rose Mitchel, hefði verið í húsinu um þrjár vikur' Hún hefði ekki verið reglulegur leigjandi, heldur búið í herbergjum Mr. og Mrs. Comstock, sem eru á ferðalagi 1 Evrópu. Konan afhenti umsjónarmann- inum bréf, sem átti að vera riti ð af Mrs. Comstock og sem mælti svo fyrir, að hann leyfði handhafa bréfsins að búa I herbergjum Mre. Comstock þangað til hún (Rose Mitchel) gæti fengið sér herbergi annarsstaðar, og mæltist ennfremur til, að kona umsjónarmannsins sæi um, að Rose Mitchel fengi nægilega þjónustu. Umsjónarmaðurinn efaðist ekki um að brófið væri ófalsað, en nú hafa ættingjar Mrs. Comstock, sem eru vel kuunugir rithönd hennar, borið það, að bréfið l#é falsað. „Eftir nokkra frekari vitnaleiöslu, sem enga sér- lega pyðingu hafði, var rannsókninni frestað þangað til I dflj{- Pað er auðaéð, að leynilögreglumennirnir botna ekkert 1 þessu máli. Einn fréttaritari vor hef- ur nú náð í óvæntar upplysingar 1 málinu, upplysing- ar, sem ef til vill geta orðið leiðaivlsir. I>etta er bvorki meira né minna en það, að hinir tyndu gim- steinar hafa fundist. Lesendnr vorir muna sjálfsagt eftir, að Mr. Barnes var á le.-tinni, þegar þjófnaður- inn var framinn, og skipaði svo fyrir, að Ieitað væri á bllum farþegunum. En ekkert fanst; og er óhætt að Alykta af því, að tveir hafi verið riðnir við þennan |>jófnaö. Annar þeirra hefur atolið gimsteinunum í 137 fá að tala við hann. !>ess ber að geta, að Mr. Rand* olph var ekki kunnugt, að nokkur maður hefði heyrt tal hans og Mitchel’s I svefnvagninum. I>egar hann atóð augliti til auglitis við Mr. Barnes, var Rand- olph þvl nokkuð ruglaður, og hikaði sér. „Ég byst við að þér séuð Mr. Randolph“, sagði leynilögreglumaðurinn og leit á nafnspjaldið, er hon- um hafði verið fært áður en gesturinn kom inn. * Gerið svo vel að fáyður sæti. I>ór eruð hingað kotn- inn til þess að tala við mig um þetta Mitchels-mál?“ Mr. Randolph virtist hinn hækkandi rómur, sem Barnes viðhafði á slðasta orðinu, nærri þvl ónauðsyn- legur. I>vl að úr þvl Barnes gat spurt annarar einB spurningar, þá hefði hann eins vel getað gert ákveðna ■taðhæfiDgu I sömu átt, I>essi vottur um kunnug- leik á erindi Randolphs styrkti álit hans eða trú & fimleik leynilögreglumanna yfir höfuð, en sérilagi á fimleik mannsins, er hann var að tala við. ,.I>ér vitið erindi mitt?“ sagði Randolph. „Vilj- ið þér gera svo vel að segja mér, hvernig þér fóruð að vita það?“ „I>að er talið sjálfsagt, að við leynilögreglumenn vitum alla hluti, eða er ekki svo?“ sagði Mr. Barnes. Hann sagði þetta með vingjarnlegu brosi, en svarið syndi samt ljóslega, að Mr. Barnes vildi slður að hann væri spurður spurninga. Mr. Randolph komst því að þeirri niðurstöðu að ljúka sem allra fyrst hinu óþægtlega erindi sínu, og sagði: „Mr. Bames, ég er hingaö kominn til að gera játningu, og—“ 132 mundi koma, að þér munduð heyra um einhvefD glæp, sem drygður hefði verið, og koma til mID spyrja mig um hann. Ég varaði yður við því fyf,r" fram, að ég mundi neita að gefa yður nokkrar upp' lysingar. Ég að eins held orð mln“. Báðir þögðu um hrlð. Mr. Randolpb vifÁst eiga 1 mikilli baráttu við sjálfan sig. Hann stfl^ höndunum hranalega niður I yfirfrakka-vasa slD*’ gekk yfir að glugganum og horfði út um b»Dl1' Mitchel horfði á hann í'nokkur augnablik með kát bros á vörunum. Síðan sagði hann snögglega: „Ónáðar samvizkan yður, Randolph?“ „I>að er enginn minsti vafi á þv|I“ sagði BftD' dolph hvasslega og sneri sér að vini sínum. „t>vl farið þér þá ekki til lögreglunnar og lótt’ & samvizkunni?“ sagði Mitohel. „Ég állt að það sé skylda mín, að gera p9® ’ sagði Randolph. „En mér finst á hinn bóginn, a® væri heigull ef ég geiði það. Mór finst, að það vfefl hið sama og að svíkja vin sinn I trygðum“. „Ó! þér teljið mig þá vin yðar ennþá?“ s*# Mitcbel. „Jæja, kæri vinur minn—þvl ég fulH'*®* yður um, að ég met Unarhug yðar mikils—þá s^ ég s gja yður hvað þór skuluð gera til þess »ö á samvizku yðar, án þess að skaða mig“. „í hamingjunnar bænum gerið það þá“» ss£ Randolph. „Enginn hlutur er fvrirhafnarminni en ’ sagði Mitchel. „Farið til Mr. Barnes, og segi® D° um alt sem þér vitið um þetta efni“,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.