Lögberg - 04.10.1900, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.10.1900, Blaðsíða 2
2 LÖUBKKO, FIMMTUDAUINN 4 OKTÚBER 1900. Kosnin};a-leiðan}í'ur Banda- rikjanna. I þessu blaði endar hin langa og a'ar-fróðlega ræða eftir fyrrum r'k isstjóra í Minnnsota Knute Nelson (sem nú er meðlimur efri deildar congressins í Bandaríkjunum) um Rhilippine-eyja málið, og vonum vér að allir, sem vilja vita sannleikann í því málí, lesi ræðuna með athygli því þar fá lesendurnir ekki einasta samandregna sögu Philippine-eyja ófriðarins, heldur færir Nelsonsena- tor órækar sannanir fyrir staðhæf- ingum s'num með útdráttum úr opinberum skýrslum og skjölum. William Jennings Bryan, for- setaefni samsuðu-flokksins (demókr. populista,o.s.frv.),og fylgismenn hans hafa gert Philippine-eyja málið að einhverjuhelzta þrætumálinu í kosn inga-leiðangrinum og eru að reyna að húa til úr því grýlu, til að hræða hina lítilsigldari kjósendur frá að grtiða atkvæði með flokki repuhlik ana við kosningarnar 6. næsta mán aðar (nóv.). Demókrata flokkurinn i congressinum var æstastur í þá átt að Bandaríkin færu ( stríð við Spánverja, svo það er honum mest að kenna að ófriðurinn, sem hafði það í för með sér að Bandaríkin tóku Porto Rico-ey og Philippine-eyjarn- ar, var hafinn, og eins og Nelson senator sýnir ljóslega í ræðu sinni þá hlynti Mr. Bryan að því af al- etii að efri deild congressins sam þykti friðarsamninginn sem Mc- Kinley-stjórnin, gerði við Spftn samninginn, sem það er partur af að Spánn afsali sér öllum rétti ti Philippine-eyjanna og að þær verði eign Bandaríkjanna gegn því, að þau borguðu Spáni 20 milj. doll. En nú heldur Bryan því fram, að Banda ríkin ættu að fá binum kínverska kynblendingi, svikaranum Aguin- aldo, og uppreistar-foringjum hans, sem einnig cru kínverskir kyn- blendingar, eyjarnar í hendur til eignar og umráða fyrir ekki neitt, og ábyrgjast öðrum þjóðum vernd fyrir líf og eignir þegna þeirra, sem Aguinaldo-flokkurinn ætlaði að myrða skilmálalaust eftir að hann væri búinn að strádrepa Bandaríkja- liðið & eyjunum—um 14,000 menn ! Eins og Nelson senator sýnir, þá lét Aguinaido Spánverja kaupa sig fyr- ir 8800,000 til að hætta uppreist- inni 1896 og fara burt af Philippine- eyjunum,hann og uppreistar-foringj- ar hans brugguðu svikræði gegn Bandaríkjunum strax og ófriðurinn milli þeirra og Spánar byrjaði, reyndi að gera bandalag við Spán- verja á Philippine-eyjunum gegn Bandaríkjunum á meðan á friðar- samningunum stóð, og hóf uppreist gegn Bandaríkjunum strax og efri deild congressins hafði samþykt friðarsamningana. Aguinaldo er Kínverji í hugsunarhætti—svikráð- ur, grimmur og blóðþyrstur. Ta- gala-kynflokkurinn, sem uppreistar- menn tilheyra, er ekki fimti partur af öllum eyjabúum, og hinir aðrir kynflokkar—fjórir fimtu af eyja- búum—vilja með engu móti hafa Aguinaldo og Tagala fyrir drotna sina. þeir vita sem er, að uppreist- armenn mundu þrælka þ& enn sví- virðilegar en Spánverjar gerðu, að stjórn þeirra mundi verða eins og ef hinn kínverski óaldarflokkur, „Box- ers,“ ætti að stjórna. „Boxers" hafa drepið milli 40 og 50 þúsundir af varnarlausu fólki í Kína, á hinn grimdarfylsta og svívirðilegasta hátt, síðan í júni í sumar, og þessir Philippine eyja „Boxers," Aguinaldo °g uppreistarflokkur hans, hefðu drepið jafnmargt eða fleira af fólki á eyjunum, ef Bandaríkja-liðið hefði ekki hindrað það. þair gerðu til- raun til að brenna Manila og fleiri borgir, og ætluðu að myrfa íbúana og ræna öllu fémætu. þetta eru mennirnir— þessir Philippine-eyja “Boxers“—sem Bryan ætlar að gefa1 eyjarnar og íbúa þeirra—eyjarnar, sem hafa kostað Bandar. marga tugi milj. (auk þeirra 20 milj. doll. er þau borguðu Spáni) og líf tveggja til þriggja þúsunda af hraustum her- mönnum. það er Bryan og flokk hans að kenna, að uppreistin á Philippine-eyjunum er ekki bælc niður fyrir löngu. Hann og flokk urinn hefur blásið að uppreistar- kolunum í pólit'sku skyni, og ef Bryan kemst til valda, ætlar hann að umbuna vinum sínum, svikaran um Aguinaldo og Philippine-eyja „Boxers," með þvi, að gefa þeim eyj- arnar og íbúa þeirra. Bryan ætlar ekki að spyrja eyjarbúa að því hvort þeir vilji hafa Aguinaldo og ræningjaflokk hans fyrir herra, held- ætlar hann að borga Aguinaldo kosninga-fylgi sitt með eyjunum og búunum, með miljónunum og mannslffunum, sem þær hafa kostað Bandaríkin. Maður skyldi ætla að Bryan væri höndheiðinn keisari í Kína, ( staðinn fyrir mentaður Bandarikja-borgari og forsetaefni einnar mestu og mentuðustu þjóðar heimsins. Yér minnumst ekki að hafa heyrtgetið um skammarlegri fyrirætlun en þá, að ætla að fá hálf- viltum ræningjum og morðvörgum eyjar þessar til umráða, og að gera það yrði ævarandi svívirðingar- blettur á Bandaríkja-þjóðinni í aug- um allra siðaðra þjóða. Yér vonum, að enginn íslend ingur láti glepjast til að greiða at kvæði með þeim manni sem ætlar að setja þann svívirðingar-blett á hina göfugu Bandaríkjaþjóð, að fá hið vopnlausa og varnarlausa fólk á Philippine-eyjunum í hendur vopn- uðum morð- og ræningja-flokki, sem hefur bruggað svikráð og verið í uppreistgegn Bandaríkjunum. ís- lenzkir kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú fengið tækifæri til að vita sannleikann ( þessu Philippine-eyja máli, svo þeir geta ekki barið við þekkingarleysi á því. þeir þurfa ekki annað en lesa ræðu Nelsons senators, sem birtist í 37., 38. og þessu (89.) númeri Lögbergs, til að fi allan sannleikann í málinu. Vér efumst ekki um, að flestir þeirra vilji vita sannleikann í þv£ og vilji landi s£nu vel, en ábyrgðarhluti þeirra, eins og annara kjósenda, verð- ur þungur, ef þeir láta eigingjarna pólitíska skúma glepja sér sjónir með ræðum sínum eða með leigðum málgögnum. I Lögbergi, séin kom út 13. f. m., mintumst vér á rauð'bleikt viku- blað, „The Oak Leaf,“ sem flytti „ís- enzka dálka“ um pólit’k og væri gefið út í smftbænum Neobe, í Norð- ur-Dakota. Vér viltumst dálítið á alaðtetrinu, því það er eins viðsjált að útbúnaði eins og það er £ pólitík. það er sem só tvöfalt aS útbúnaSi— eins og i pólitík. þaS er í fjögra blaði broti, og það er komið undir þv£ hvernig það er brotið saman, hvort það ber með sér aS það heiti „The Oak Leaf“ og sé gefið út í Neche, eða að það heiti „The Pink Paper“ (rauðbleika blaðið) og sé gef- ið út £ smábænum Bathgate, £ NorS- ur-Dakota. „íslenzku dálkarnir“ eru undir „Oak Leaf‘-nafni þess, og tilheyra því Neche. þar kemur meiri tvöfeldni fram; þv£ stðan vér rituðum nefnda grein vora höfum vér séS á blöðnm að sunnan, að Mr. Magnús Pétursson, sem um nokkur ár var riðinn við mannlasts- og saur- blaSið „Hkr.“, hér £ Winnipeg, só ritstjóri „islenzku dálkanna," enda bentum vér ft i grein vorri, að „ís- lenzku dálkarnir" væru keimlikir „Hkr.“ Eins og getiö hefur verið um í Lögbergi, þá fór M. Pétursson fyrir nokkru síðan suSur til Bath- gate, og hefur hann verið þar stðan og er þar enn í þjónustu blaðsins ,,The Pink Paper.“ það eru þv( sjónhverfingar, að láta „fslenzku dalkana" vera undir „Oak Leaf“- nafninu. Jæja, ritstj. „íslenzkudálkanna“ í rauSbleika, tvöfalda blaðinu, dálk anna með „Hkr.“*rithættinum, seg- ir 26. f. m., að Knute Nelson (senat or) só „keyptur málsvari stjórnar- innar og au5valdsins.“ En ekki sýnir ritstj. „dálkanna" neinn lit á að sanna þett, ané önnur gífuryrði sín, enda er það ekki „Hkr.“-siður að færa nokkur rök fyrir orðum sínum. Vér höfum það fyrir satt að ritstj. „islenzku dálkanna" í rauð bleika blaSinu hafi skrifað mest af hinum svívirðilegustu dóna- og lygagreinum, er birtust í „Hkr. sem ritrtjórnargreinar á meðan hann var riðinn við það al- ræmda sorp blað, enda sverja „£s- lenzku dálkarnir" sig greinilega í ættina. Ef líklegt er að Nelson senator só „keyptur málsvari," þá eru ekki minni líkur til aS ritstjóri „íslenzku dálkanna" í rauSbleika, tvöfalda blaðinu í Bathgate sé ,,keyptur“ af vinum Richards Crok- er og hins alræmda Tammany-þjófa félags í New York—sem erbakhjarl Bryans og samsuðu-flokksins—til að fleka landa sína, íslenzka kjósendur í Norður-Dakota. Eða skyldi rit- stjórinn ímynda sér að menn trúi þvi, að hann hafi komiS norðan frá Winnipeg af eintómum mannkær- loika, til að fræða landa sína ( Da- kota um Bandaríkja-pólitik ? Ef hann ímyndar sér að isl. kjósendur ( N. Dak. trúi því, að honum gangi ekkert annað til en tóm sannleiks ást, þá élítur hann þá grunnhygnari en vér álítum þá.—Oáfaður og mjög vel ritfær ungur íslendingur að Akra, John J. Samson, ritaði fyrir nokkru bréf er birtist í blaðinu „Pioneer Express," sem getið er út ( Pembina, N. Dak., og minnist hann á þennan innflutta ritstj. „íslenzku dálkanna" í rauðbleika blaðinu. þótt Mr. Samson sé þeim mun kurteisari en ritstjóri „íslenzku dálkanna", að segja ekki að hann sé „keyptur" til að fleka landa sína með ósannind- um, mannlasti, níði og moldviðri, ,,frá sjónarmiði demókrata," þá er enginn vandi að skilja það á bréfinu að Mr. Samson trúir því ekki, að þessi ex-rithákur „Hkr.“ hafi farið suður til Bathgate af einskærri ást til landa sinna í Dakota, til að leiða þá ( allan sannleika i pólitík. Hann meira að segja dregur engar dulur á, að þessi innflutti ritstj. hafi klætt sig í hræsnis-kápu, þar sem hann þykist ætla að ræða aðal kosninga- spursmálin „óhlutdrægt," en beri slðan á borð fyrir landa sína eintóm- an demókrata missýninga-graut. Hann segir, að ritstjóri dálkanna reyni að draga landa s(na á eyrun- um að demókrata-troginu, og fá þá til að drekka úr þv£ hið grugguga samsull þeirra. Mr. Samson segir jetta alveg satt. Ritstj. „dálkanna" er að reyna að fleka landa sína í Da- rota, eins og hann reyndi að fleka lá hér nyðra. það er atvinna hans. Rauðbleika blaðið gefur í skyn, að ritstjórar fslenzku Winnipeg- blaðanna beri ekki mikið skyn á Bandaríkja-pólitík, og þess vegna sé nauðsynlegt að það fræði íslendinga Dakota um hana á móðurmáli æirra. það má vera, að öll rit- stjórnarleg þekking hafi horfið frá Hkr.“—þir var nú aldrei miklu fyrir að fara—þegar ritstjóri „dálk- anna“ hristi duftiö af fótum sér og yfírgaf ísl. afturhalds-málgagnið í Canada fyrir nokkrum mánuðum síðan og gerðist ritstj. „fslenzku dálkanna" i rauðbleika afturhalds- m&lgagninu í Bathgate. En að hinn leytinu lítur út fyrir, að rauð- bleika blaðið sé með þessu að gera tilraun til að slá ryki í augu lesenda sinna, sé að reyna að breiða yfir það, að ritstjóri „ísl. dálkanna" er ný- ega kominn frá Canada þangað suður, sé að reyna að fá menn til að áKta, að ritstj. „(sl. dálkanna" sé Bandaríkjamaður, sem viti meira um Bandaríkja-pólitík en Winni- peg-íslendingar. þetta er í sam ræmi við missýninga-aðferð blaðs- ins í heild sinni. Augnamið blaðs ins er ekki „óhlutdræg“ fræðsla, heldur atkvæða-veiðar. Mr. G. A. Dalinann ( Minneota ritar langt mál í síðustu „Hkr.,“ og er að fjasa um hættu á að grund- vallarlög Bandaríkjanna verði eyði- lögð, konungsveldi stofnað, o. s. frv, þessi grýla samsuðu-flokksins er svo frftmunalega ómerkileg, að það er ólíklegt að hún hræði nokkurt barn, hvað þá fullorðna, upplýsta kjósend- ur. En útaf jafnréttis-hjali Mr, Dalinanns leyfum vér oss að spyrja hann að, hvernig á því stendur, að demókratar hafa hin síðustu ár svift flestalla svertingja í Suður- ríkjunum kosningarrétti ? Demó- kratar ráða þar algerlega lögum og lofum, og svona er jafnréttis-kenn- ing þeirra í reyndinni. öllu lengra getur hræsnin naumast gengið. 18 ARA... BAKVERKUR. Dj&ðist mikið — Gat hvotki unnið né sofið— Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills settu hann upp. Of margir kveljast af bakvérk án pess að vita það, að hann er órækt merki um nýrnaveiki. Sé yður ant um líf yðar f>4 leiðið eigi bakverkinn hjá yður. Hann bendir á upptökin til hinnar banvænustu veiki—nýrna tæringu. Mr. D. C- Simmons, Mabee, Out., skrifar:—„É</ var svo slæmur f nýr- unum og og bakinu, að ég’gat hvorki unnið né sofið. t>að var sandur í pvaginu og varð ég að fara ofan 3—4 sinnum á nóttu. Ég sá Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills auglýstar og réð við mig að revna þær. Ég get sagað við og gert hvað sem er án pess að finna t í í bakinu eða nýrunum. Éo nýte:n ; ig góðrar hvfldar og svefns, sem er nokkurs virði eftir 18 ára prautir.“ Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills, ein pilla er inntaka, 25c askjan í öllum búðum; eða hjá Edmanson, Bates & Co , Toronto. NYR OG GrAMALL BUSBD9AD0R. H sbúnaður fóðraður (Upholstered). AUskonar húsbúnaður keyptur fyrir hœsta verð í j eningum. Viðgerð og fóðrun á húsbúnaði. Pianos póleruð. Umhengi og gluggatjöld gerð sem ný. Alt gert fljótt og vel fyrir sanngjarnt verð. Látið Perguson pólera pianos yðar, setja upp umhengin og gluggatjöldin, hreinsa og leggja gólfteppin. Látið Perguson setja ný sæti í stólana yðar og pólera þá. Hann kann lagið á því. Þér getið gert yður peninga úr göml- um sofum, legubekkjum og liægindastól- um metS því að selja Mr, Ferguson það. Reiðhjól og húsgögn geymd fyrir sanngjarna þóknun. Ferguson er rétti maðurinn. J. FERGUSON, 483 ROSS AVE. W. J. BAWLP, SBLUB oc Vindla Æskir eftir við- 8kiftum yðar. Exchaoge BuildÍDg, 158 Princess St Telefón 1211. Canadian Pacifie Hailway Table. Allir VHja Spara Peninga. Þegar þið þurflö skó þá komið og verzlið við okkur. Við höfum alls konar skófatnað og veröið hjá okk- ur er lægra en nokkursstaðar bænnm. — Við höfum Sslenzkan verzlunarþjón. Spyrjið eftir Mr. Gillis. The Kilgour Rimer Co„ Montreal, Toronto, New York & east, via allrail, dai'y..... Owen Sound.Toionto, NewYork, east, via lake, Mon., Thr.,Sat. OwenSnd, Toronto, New York& east, via lake, Tucs.,Fri..Sun.. Rat Portage, Ft. William & Inter- mediate points, daily ex. Sun.. Portage la Prairie, Brandon.Leth- bridge.Coast & Kootaney, dally Portage la Prairie Brandon & int- ermediate points ex. Sun..... Portagela Prairie,Brandon,Moose Jaw and intermediate points, dally ex. Sunday............. Gladstone, Neepawa, Minnedosa and interm. points, dly ex Sund Shoal Lake, Yorkton and inter- mediate points... ,Tue,Tur,Sat Shoal Laká, Yorkton and inter- mediate points Mon, Wed. Fri Can. Nor. Ry points......Tues. Thurs. and Sat............... Can. Nor, Ry points......Mon, Wed, and Fri................. Gretna, St. Paul, Chicago, daily West Selkirk. .Mon,, Wed,, Fri, West Selkirk. .Tues. Thurs. Sat, Stonewall ,T uelon.Tue. Thur, Sat. Emerson.. Mon. Wed. and Fri. Morden, Deloraine and iuterme- diate points.... .daily ex. Sun. Glenboro, Souris, Melita Alame- da and intermediate points daily ex. Sun................ Prince Albert......Sun., Wed. Prince Albert......Thurs, Sun. Edmonton LV, 21 5O 2l lo 8 00 7 15 19 10 8 30 8 30 8 30 7 15 14 Io 18 30 12 2o 7i4° 7 3° 8 60 7 15 7 \5 AK. 6 30 6 30 18 00 20 2o i5 lo I9 lo 2l 2o 13 3if Io OO 18 50 17 10 2o 20 17130 21 20 Mon.Wed. ,Thur,Sun Edmonton. Su#,,Wed,Thur,Sat 21 2q Cor. Main &. James Str., w..whyte, robt. kerr, WINNPE G Manager. Traflic Manager, í í t t t Aetina Undur aldarinnar. Enginn uppskurður. Engar inntökur. Ef þór þrautum í augum, eyrum, kverkum eða höfði, af hvaða ástæðu sem er, þá fáíð þér linun þrauta yðar og lækning með |>ví að brúka ACTINA, meðal sem staðisthefur rannsókn í 19 ár. ACTINA læknar sjóndepru, sárindi í augnalokunum^ catarrh, hæsi, höfuðverk og suöu fyrir eyrunum. Hún varnar blindu og gefur sjónina aftnr; og gerir yður mög-ileg að sjá gleraugnalaust. AOTINA er snildarlega gert rafmagr.s-„battarí“. Hvert barnið getur, án minstu hættu, potað sér hana og hún getur með góðri meðferð enst mannsaldur. ACTINA kostar aðelns $10.00. Þeir sem kaupa að mór á næstu 15 dögum, fá peninga sína endurborgaða, ef þeir eru ekki ánægðir eftir að bafa reynt Actina í sex mánuði. Ráðleggingar og prófun ókeypis. Skrifið eftir geö*18 bækliug : „Augu og augnveiki“. KABi K. ALBBBT, 268 McDermot Ave., WINNIPEG, MAN. $

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.