Lögberg - 18.10.1900, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.10.1900, Blaðsíða 4
i LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OK.TOBER 1900. L'ÓGBERG er aefið íit hvern flmtnðae af THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO , (löggilt), ad 309 KIkhi Avo , Winoipeg, ftfan.— Kostar $2.00 um ário lá ÍrIhikíí 6 kr.]. Borgist f>rirfram, Einstðk nr 5c. Pnblished every Thursday hy THE LÖGBERG PKÍNTING & PUBLISHING COM {lncorporatedj. at 3t>9 Klgin Ave., Winnipeg,Man — Subscription price 1^.00 per yeur. payablo in advance. Singlecopies 5c Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: M. PAULSON. a' GLVSINGAR: Smá-auglýsingar í eltt skifti25c fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um mánudlnn. A stærri auglýsiugnm um lengri tíma, afsláttur efiir samningi. BUSTAD \-SKIFTI kaupenda verdur ad tilkynna sk riflega og geta um fyrverandibúetad jafnfram Utanáskripttil afgreidslustofubladsins er: The Logberg Printing & Publishing Co. P. O. Box 1 292 Winnipeg,Man. 1 Utanáakrip ttil ritstjörans er: JEditor LAtberfr, P -O. Box 1292, Winnipeg, Man _ Samkvœmi landslögum er uppsögu kaupanda á biadiógild,nema hanntíc skaldlaus, þegar hann seg i upp. —Ef kaupandi,sem er í sknld vid bladld flytu v iíerlum, án þesu ad tilkynna heimilaskiptin, þá er r d fyrlr ddmetólunum álitin sýnileg sönnumfyrir prettvísuro tilgangi. — FIMTUDAGINN, 18. OKT. 1900. — Loforð frjálslynda ílokks- ins. Aí'turhalds-málgögnin, „stór og smé,“ stagast sífelt á því, aö frjáls- lyndi flokkurinn hafi svikið öll lof- orð sín. þau færa engar sönnur á mál sitt, og eru ekki einasta sv® ó- sv fin að Ijúga og gera missýningar vitvikjandi því hvað Laurier-stjórn- in heíur gert í þá átt, að uppfylla loforð flokksins.á þeim fjórum árum, sem hún hefur haft til að koma á hinum afar-þýðÍDgarmiklu hreyt- ingum, er flokkurinn iofaði, heldur flytja þessi óráðvöndu leigutol lang- ar skrár yfir loforð, sem þau segja að tiokkurinn hafi gert, en sem hann hefur aldrei gert, og segja svo, að þessi loforð liafi verið svikin! ís- lenzka afturhalds-skriðkvikindið hefur þannig nýlega birt langa lyga- skrá yfir loforð, sem frjálslyndi flokkurinn aldrei hefur gert, og get- ur þess vegna ekki hafa svikið. Vér ætlum ekki að vera að eltast við lygaskrá skriðkvikindisins, heldur skulum vér hiita stefnuskrá frjáls- lynda flokksins, sem samþykt var á hinu mikla flokksþingi í Ottawa í júní 1893, stefnuskrána, sem inni- heldur Öll þau loforð er frjálslyndi flokkurinn hefur gert, og svo getur hver sanngjarn maður dæmt um það af þeirri þekkingu, sem hann hefur aflað sér eða vill afla sér, hvort flokkurinn, eða stjórn hans, hefur svikið loforð sín eða ekki. Vér æskjum einungis, að kjósendur fáj að vita sannleikann og byggi skoð- anir sínar og dóma á sannleikanum, en ekki á lýgi. Ef þeir hyggja á sannleikanum, getur þeim ekki skjátlast þegar þeir faraað inna hina þýðingarmiklu skyldu sína aðskera úr, hvaða stjórn sé hollust fyrir hagsmuni þeirra sjálfra og líftdsins sem þeir eru borgarar í. En hyggi kjósendur skoðanir stnar á lýgi, get- ur ekki farið vel. þeir ldjóta þá að stórskaða sjálfa sig og meðborgara s'na. ]>að er þannig meiri vandi að greiða atkvæði rétt og hyggilega en sumir virðast álíta, og meiri ábyrgð- arhluti að greiða það rangt, en marg- ir virðast hafa hugmynd um. í Lögbergi sem út kom 4. þ. m. birtum vér 1. grein stefnuskrárinn- ar frá 1893—um tollspursmálið— og höfum gengið svo frá því máli að undanförnu, að óþarfi er að fara frekar út í það efni í þetta sinn. Vér byrjuin því nú á 2. grein stefnu- skrárinnar, er hljóðar sem fylgir: Yfirlysing um vidskiftasamning vid Bandarikin. „Samþykt, að með hhðsjón af því að Canada og Bandaríkin liggja hvort við hliðina á öðru, og hags- munir þeirra eru að mörgu leyti saineiginlegir, þá er það æskilegt að samkomulagið sé sem vinsamlegast; og að mikil og frjálsleg verzlunar- viðskifti eigi sér stað milli þessara landa. „Að Canada og brezka rikið í heild sinni mundi hafa mikinn hag af því, að sl:k viðskifti kæmust á. „Að tlmabilið, sem gamli við- skiftasamningurinn milli þessara landa stóð, var sérstök hagsæld í hinum brezku nýlendum í Norður- Ameriku. „Að það var villandi ogóheiðar- legt af stjórninni, að láta kosningar fara fram 1891 undir því yfirskyni að viðskiftasamningur við Banda- nkin væri í vændum, og að það var gert til að blekkja kjósendurna. „Að engin einlæg tilraun hefur verið gerð til að ná þeim samningi, heldur er það þar á móti augsýni- legt, að núverandi stjórn, sem ein- okunarmenn og auðmannasambönd hafa vald yfir, æskir ekki eftir að slíkur samningur komistá. „Að fyrsta stigið til að ná því takmarki er að fá völdin í hendur þeim flokki, fem hefur einlægan á- huga á að fá komið á samningnum, með skilyrðum, sem heiðarleg séu fyrir bæði löndin. „Að sanngjarn og frjídslegur tollafnáms-samningur mundi leiða fram hin iniklu auðæfi, sem Canada hefur þegið af náttúrunnar hendi; mundi auka verzlunarviðskifti milli þessara tveggja landa afarmikið; mundi stuðla að vinsamlegu sam- komulagi milli þessara tveggja þjóða; mundi nema burt margar orsakir, sem að undanföinu hafa valdið gremju og deilum milli stjórna beggja landanna, og mundi stuðla að því vinsamlega samkomulagimilli brezka ríkisins og lýðveldisins, sem er bezta tryggingin fyrir friði og hagsæld. „Að frjálslyndi flokkurinn er reiðubúinn til þess að leitast við að koina slíkum samningi á, og sé þar í innifalið tollafnám á tilbúnum vör- um, og vér erum þess fullvissir, að sérhver slíkur samningur muni fá samþykki stjórnar hennar hátignar, sein nauðsynlegt er til þess að nokk- ur samningur verði gerður.“ Laurier-stjórnin hefur gert alt, sem í hennar valdi stóð, til að koma á frjálsari viðskiftum milli Canada og Bandarfkjanna, og augnamið hennar er að koma á tollafnáms- samningi milli landanna. Skömmu eftir að Laurier-stjórnin tók við völdunum, sendi hún hæfa menn til Washington, til þess að komast eftir hvernig lagi í stjórninni þar í þessu efni, og hafði þessi sendiför þann árangur, að Bandaríkja-stjórnin gaf nokkru síðar til kynna, að hún væri viljug til að taka tollafnáms-málið til íhugunar og að sameiginleg nefnd væri sett til að ræða þetta mál og öll þrætumál milli Bandaríkjanna og Canada. Nefndin var s'ðan sett, og voru í benni, af hálfu stjórna Bretlands og Canada, Herschell lá- varður (háyfird imari Bretlands), Sir Wilfrid Laurier, Sir Richard Cart- wright, Sir Louis Davies og Mr. John Carlton, sambands-þingmaður. En þegar nefudin tók til starfa kom það í Ij^s, að áður en hægt væri að byrja á tollafnáms-samningum væri nauðsynlegt að gera út um öll þrætu- mál milli Bándar. og Canadai, þrætu- mál, sem afturhalds-stjórnin hafði enga viðleitni sýnt í að útkljá öll þau ár, er hún sat að völdum. Hið þýðingarmesta af þrætumálum þess- um var þrætan útaf landamærunum milli Bandaríkja-hjálandsins Alaska og Norðvestur Canada, og er nú verið að ákveða þau landamæri Hin sameiginlega nefnd hefur ekki verið uppleyst, og heldur vafalaust áfram starfi sínu eins fljótt og unt er. þótt tollafnáms-samningar hafi þannig enn ekki komist á, þá er samkomulagið milli stjórna Banda- ríkjanna og Canada miklu betra en áður og þær bliðra til hver við aðra á ýmsan hátt, til að greiða fyrir verzlun og samgöngum. Stefna afturhalds stjórnarinnar var sú, að byggja einskonar Kfnanmr í 'cring- um Canada og leggja öll möguleg höft á verzlun Bandaríkjanna við Canada. þetta fundu Bandaríkja- menn, og stjórn þeirra fór að gjalda líku líkt. þannig bannaði Banda- ríkja-stjórnin algerlega innflutning nautgripa frá Canada eftir lok febr- úarmánaðar 1893, nema gripirnir væru í sóttverði í 90 daga (3 mán- uði) á landamærunum, áður en þeim væri hleypt suður yfir þau. Eins og hver maður skilur, eyðilag^i þessi reglugjörð þvínær algerlega nautgripa-verzlun Canada við Bandaríkin. Eitt hið allra fyrsta verk Laurler-stjórnarinnar, eftir að hún tók við völdum, var því það, að reyna að fá Bandaríkja-stjörnina til að upphefja þessa skaðlegu sótt- varðar-reglugjörð gagnvart Canada, og með því Bandaríkja-stjórnin fann, að andi Laurier-stjórnarinnar var alt annar í verzlunarmálum en andi afturhalds-stjórnarinnar hafði verið, þá lét hún tilleiðast að upp- hefja reglugjörðina, með því móti auðvitað, að Canada-stjórn næmi úr gildi samskyns bann gegn nautgrip- um frá Bandarfkjunum. þetta varð svo að samningum, og gekk þessi samningur í gildi 1. febr. 1897— innau 6 mánaða frá því að Laurier- stjórnin tók við völdunum. þessi samningur var eingöngu Canada í hag, því svo að segja engir naut- gripir eru sendir frá Bandaríkjunum til Canada til sölu. Hér um bil hinir einu nautgripir, sem koma til Canada þaðan að sunnan, eru naut- gripir sem innflytjendur frá B.ríkj- unum hafa með sér, og eru þeir lireinn gróði fyrir Canada. En þessu er alt öðruvfsi varið hvað snertir nautgripa-verzlun Can- ada við Bandaríkin. Fyrst og fremst flytja þvínær engir núorðið búferlum frá Canada til Bandaríkj- anna, og svo er bezti nautgripa- markaður Canada þar syðra. Til þess að sýna, hvaða þýðingu afnám sóttvarðarins hafði fyrir nautgripa- verzlun Canada, skulum vér geta þess, að samkvæmt opinberum verzlunar-skýrslum voru einungis 3,762 nautgripir seldir frá Canada til Bandaríkjanna þau 4] ár, sem sóttvarðar-reglugjörðin var í gildi, og feugu Canada-búar þá miklu upphæð $52,606 fyrir þá. En á næstu 3| ári eftir að sóttvarðar- reglugjörðin var upphafin— sam- kvæmt samningi Laurier-stjórnar- innar—voru 301,073 nautgripir seld- ir til Bandaríkjanna, og fengu Can- ada-búar $4,377,852 í hörðum pen- ingum fyrir þessa gripi sína. Mis- munurinn er fjórar milj, þrjú hundruð' tuttugu og fimm þúsund, tvö hundruð fjörutíu og sex dollar- ar, og þetta á einu ári minna en hitt tímabilið! það m4 vera að sum- ir hafi ekki gert sérgrein fyrir hvern- ig stóð á verðhækkuninni á naut- gripum hin síðustu 3 til 4 ár, en þetta er ráðnmg gátunnar. Mr. Ironside, sem er í nautgripa-verzl- unar- og slátrunar-félaginu Gordon & Ironside, hér í Winnipeg, hefur lýst ytir því opinberlega, að það, að sóttvarðar-reglugjörðin var upphaf- in, hafi þýtt 10 do'l. á hvern naut- grip að jafnaði, sem seldur hefur verið í Canada og út úr landinu sið- an. Hver bóndi getur reiknað út hvað þetta þýðir fyrir hann, en það þýðir nálægt tíu miljónir dollara á ári fyrir alla bændurna í Canada til samans. þi komum vér að 3. greininni í stefnuskrá frjálslynda flokksins. Hún hljóðar sem fylgir: ILL MEDFERD Á LANDSFé „þing þetta kvartar undan hinni stórkostlega illu meðferð á fó almennings, sem ’nefur átt sér stað undir stjórn afturhalds-flokksins um undanfarin ár, og kastað hefur ó- virðing á hið fagra nafn Canada, síðan hinar ýmsu þingnefndir komu henni upp. Stjórn sú sem hefur haft pólit’skan hag af þessari eyðslu á almennings fé, sem svikið hefur verið út úr þjóðinni, og aldrei hefur hegnt hinum seku, verður að teljast bera ábyrgðina á þessum syndum. „Vór ásökum stjórnina fyrir að halda í embætti ráðherra, sem sann- ast hefur um, að hann hefur þegið mjög mikla peninga til kosninga af járnbrautarfólagi einu, sem þáði stjórnarstyrk með annari hendinni jafnframt því sem það greiddi hon- um, meðlimi stjórnarinnar, fó til pólit'skra þarfa. Breytni þessa ráð- herra og samþykki embættisbræðra hans, eftir að sannanirnar fyrir henni urðu þeim kunnar, óvirðir Canada í augum heimsins og verð- skuldar stranga fyrirdæming hjá þjóðinni. „Vér getum ekki annað, en litið með ótta á hinn mikla vöxt land- skuldanna og árlegra stjórnarút- gjalda, og þá óhæfilegu skatta, sem þar af leiðandi eru á fólkið lagðir undir þessari stjórn, sem stöðugt hefur setið við völdin síðan 1878, og vér heimtum hina ströngustu sparsemi af stjórn landsins." Stjórnarsaga afturhalds-flokks- ins sýnir og sannar, að það var full ástæða til þess fyrir frjálslynda flokkinn að gera þessa samþykt út- af ráðsmensku afturhalds-stjórnar- innar. þótt afturhaldsmenn hafi borið ýmsar sakargiftir á Laurier- stjórnina, þá hafa þær allar reynst tilhæfulaus lýgi við rannsóknir, sem gerðar hafa verið út af þeim, bæði af þingnefndum ogsérstökum nefnd- um, er settar hafa verið til að rann- saka þær. En skráin yfir hneykslin, svikin og þjófnaðinn, sem sannaðist á afturhalds-stjórnina -og vini hennap, stjórnina, sem Sir Charles Tupper var meðlimur í, er svo löng, að vér höfum ekki plftss fyrir neitt nema nöfnin á því í þetta sinn. Landsjóður Canada tapaði tugum miljóna við svik þessi og þjófnað, og skulum vér síðar birta tölurnar í sambandi við sumt af því. þeesi fallega skrá ytir helztu skamma- 248 sem hann hefði svo lengi átt von á, væri loks komið. Póstmarkið á bréfinu sýndi, að pað hafði verið sett í póstinn f smábænum East Orange, i New Jersey-ríki. „Nú, svo það er staðurinn, sem unginn er falinn á“, fagði Mr. Barnes við sjálfan sig, þegar hann fékk pessar upplýsingsr. Síðan gerði hann J.ucstte boð að finna sig, og sendi hana til East Orange. Hann gef henni eftirfylgjandi fyrirskipanir: „Hitna nú, stúlka mfu, ég ætla að gefa yður eitt tækifæri enn til að bæta fyrir brot yðar. f>ér skul- uð fara til East Orange og hafa upp á hinni ungu Rose Mitchel. Lfklegasti staðurinn, til að komast á snoðir um hvar hún er niður komin, er pósthúsið par. Ég skal láta yður hafa miða til póstmeistarans, sem mun verða yður að liði. Ef annaðhvort Mitchel eða Miss Remsen skyldi skrifa stúlkunni, pá mun póst- meistnrinn láta yður vita það. Hið annað verður auðvitað létt fyrir yður“. „En setjum svo“, sagði Lucette, „að bréfin til Rose litlu verði send til hennar í umslagi til fólksins, sem hún er til heimilis hjá, hvað á ég þá að taka til bragðs?“ „Nú, beimskingi, ég sendi yður einmitt þaDgað til þess að ráða fram úr því“, sagði Barnes. „Með þvf póstmeistarinn þar er kunningi minn, þá gæti ég fengið utanáskriftina, ef skrifað væri utan á bréf til bennar, án þess að senda yður þangað, En ég hef litla von um, að skrifað verði utan á bréf til hennar sjálfrar. Við vitum, að stúlkan er í East Orange; 257 inn. „Ég bjó saman við hana þangað til hún bafði eyðilagt mig.“ „Vitið þór hvar hún er nú?“ sagði Barnes. „Nei, það veit ég ekki, og kæri mig heldur ekki um að vita það,“ svaraði maðurinn. „Setjum svo, að ég segði yður, að hún væri dáin, og að hún hefði lát’ð eftir sig eitt hundrað þús- und dollara, sem enginn gerir kröfu til?“ sagði Barnes. Maðurinn stökk á fætur eins og hann hefði verið stunginn, og stóð og glápti á leynilögreglumanninn, Svo blfstraði hann lágt og largdregið, og slægðar- legt leiftur kom f augu hans, sem Barnes veitti eftir- tekt. Loks tók maðurinn til máls og sagði: , Búa engir hrekkir undir þessu?“ „Ég er að segja yður sannleikann,“ sagði Barnes. „Konan er dauð, og eignir, sem nema upphæðinni, er ég nefndi, eru þar sem ég get náð þeim handa þeim manni sem sannar, að hann sé réttur erfingi að þeim.“ „Og hver skyldi það vera?“ sagði maðurinn og beið óþolinnióður eftir svarinu', en Mr. Barnes sá, að hann var hér að spila út góðum trompum. „Nú, Mr. Mitchel, ég er einmitt hingað kominn til þess að komast eftir, hver er hinn rétti erfingi,14 sagði Barnes. „Ég Itryndaði mér að hann, hver sem hann er, mundi verða viljugur til að borga mér vel fyrir að sanna, að hann væri erfinginn, og það er á- stæðan fyrir, að ég er að leita að honum. Ég lagði 252 reyna að fá einhverjar upplýsingar um Leroy Mit- chel. Hef ég rétt fyrir mér í þessu?“ „Áður en óg svara spurningu yðar, Mr. Sefton, verð ég að fá einhverjar frekari sannanir fyrir, að þér viljið mér vel og að þér séuð maður sem mér er óhætt að treysta“, ssgði Barnes. „Hvernig á ég til dæmis að vita, að þér séuð leynilögreglumaður?“ „Það er alveg satt,“ sagði Sefton. “Hérna er einkenni mitt. Eg tilheyri deildinni hér íborginni.14 „Dað dugir, eins langt og það nær,“ sagði Barn- es, „en hvernig getið þér sannað mér, að þér hafið gilda ástæðu til þess að aðstoða mig?“ „Þér eruð maður sem erfitt er að hjálpa, það veit hamÍDgjan,“ sagði Sefton. „En hvaða annaC angnamið gæti ég haft en vinsamlegt augnamið?“ „Ég er ekki reiðubúinn til að svara þeirri spurn- ingti,“ sagði Barnes. „Ég get ef til vill gert það sfCar“. „Jæja, þá!“ sagði Sefton. „Dér getið leitað yður allra þeirra upplýsinga um mig, sem þér viljið. Ég þoli það vel, það megið þór vera viss um. En sannleikurinn er, að mig langaði til að hjálpa yður, þó ég hafi auðvifað engan rétt til að troða mér upp á yður. I>ar som þér segið, að þér þurfið mín ekki með, þá ætla ég----“ „Ég sagði ekki, að ég vildi ekki þiggja aðstoð yðar,“ greip Mr. Bsrnes fram í. „Þér megið ekki álíta mig ruddalegan. Ég er blátt áfram leynilög- reglumaður, og er varkár af vana. Ég mundi auQ*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.