Lögberg - 25.10.1900, Síða 4

Lögberg - 25.10.1900, Síða 4
4 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 25. OK.TOBEK 1900. LÖGBERG Refið nt hvern flmtndae af THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO., (löggilt), a<J 309 Kiiria Ave , Wlnaipeg, Man.— Koetar $2.00 um ário (á íslundi 6 kr.]. Borgist f) rirfram, Einstök nr 6c. Pnblished every Thursday by THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO., (lncorporatedj, at 3 9 Klgin Ave., Winnipeg,Man — Subscription price i.2.00 per year. payable in advance. Singíecopies 5c Ritstjóri (Editor); Sigtr. Jónasson. Business Manager: M. Paulson. aUGLYSINGAR: Smá-auglýsingar í eltt skifti26c fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 76 cts um mánudinn. A stærri auglýsfngnm um lengri tíma, afslúttur efiir samningi. BUSTAD A-SKIFTI kaupenda verdur ad tilkynna skriflega og geta um fyrverandibústad jafnfiram Utanáskript til afgreidslustofn bladsins er: The Logberg Printing & Publishing Co. P.O.Box 1292 Wlnnipeg,Man. Z tanáskripfttil rltstjórans er: Edltor Légberg, P 'O. Box 1292, Winnipeg, Man. ■w Samkvœmt landslögnm er nppsögn kaupanda 6 bladióglld, nema hanneé skaldlaus, þegar hann seg 1 upp.—Ef kaupandi,sem er í sknld vid bladid flytu t stferlum, án þess ad tilkynna heimilaskiptin, þá er ad fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnumfyrir prettvísum tilgangi. — FIMTUDAGINN, 25. OKT. 1900. — Loforft frjálslynda flokks- ins. I síðasta númeri Lögbergs var ritstjúrnargrein með sömu fyrirsögn og hér fyrir ofan, og birtum vér í henni fyrstu greinarnar í stefnuskrá frjálslynda flokksins og sýndum, að í staðinn fyrir að svíkja þau loforð, sem innifalin eru f þessum greinum (eins og afturhalds-málgögnin, „stór og smá“, staðhæfa, án þess að færa minstu sönnur á mál sitt), þá hefði Laurier-stjórnin uppfylt þessi loforð flokksins eins framarlega og unt hefur verið að uppfylla þau hing- að til. Eins og vér tókum fram i nefndri grein í slðasta blaði, þá ber frjálslyndi flokkurinn einungis á- byrgð af þeim loforðum sem inni- falin eru i stefnuskrá þeirri, er sam- þykt var á hinu mikla flokksþingi haDS f Ottawa árið 1893, en ekki af lygskrám þeim sem afturhalds- málgögnin eru að hurðast með, til að blekkja kjósendur. Ef vér vild- um hafa oss tii, að semja skrár yfir alt sem einstakir menn í afturhalds- floknum hafa sagt að þeir álitu að ætti að gera, en sem flokkurinn ber enga áhyrgð af sem flokkur og dett- ur ekki í hug að bera ábyrgð af eða uppfylla — eins og t. d. loforð Hugh J. Macdonalds um að afnema allan toll af akuryrkju-verkfærum, sem Sir Charles gerði einungis gys að í ræðu austur í Ontario síðasti. laug- ardag—, þá yrði það stórkostleg og hlægileg skrá. En vér berjumst ekki með jafn óheiðarlegum vopn- um og afturhalds-hákarlarnir, og berum því aldrei neinar lygar á mótstöðumenn vora. Vér ætlum þvl nú að halda áfram með stefnu- skrá frjálslynda flokksins og gefa upplýsingar um, hvað Laurier- stjórnin hefur gert í þá átt að upp- fylla lotorðin í hinum ýmsu grein- um hennar, svo hver og einn geti sjálfur dæmt um, hvað mikill eða hvort nokkur sannleiki er í því, að flokkurinn haíi svikið öll loforð sín. Greinarnar í stefnuskránni eru 10 í alt, og höfum vér þegar tekið 3 þeirra til íhugunar. Vér komum því nú að 4. greininni, er hljóðar sem fylgir: UM STRANGAN SPARNAD. „Vér getum ekki annað en litið á hina miklu aukning ríkisskuldar- innar með (Stta, og lítum einnig með ótta á hina miklu árlegu aukningu hinna viðráðanlegu útgjalda Canada, sem orsakar að þessi stjórn, er verið hefur sífelt við völdin sfðan árið 1878, hefur ofþyngt fólkinu með sköttum, og vér heimtum að hin strangasta sparsemi sé viðhöfð hjá stjórn landsins.“ Hvað sem afturhalds-málgögn- in segja, þá hefur Laurier-stjórnin uppfylt þessa sparsemis-yfirlýsingu. Níska í að leggja fram fé til þarf- legra fyrirtækja, almenningi í hag er engin sparsemi, og það er ekki eyðslusemi hjá einni stjórn.að l'eggja fé ríflega til þess sem bætir atvinnu- vegi almennings, greiðir fyrir verzl- un landsins og hefur það í för með sér, að bændurnir fá meira fyrir af- urðir búa sinna. það er heldur ekki eyðslusemi,að leggja fé í fyrir- tæki sem flytja aftur eins mikið eða meira fé inn í landssjóð, en hann leggur í þau, eins og t. d. kostnaöurinn við Yukon-landið, lenging Intercolonial-járnbrautar- innar (sem er ríkiseign) til Mont- real, o.s.frv. Útgjalda-upphæðin vex að vísu, en tekjurnar aukast að sama skapi eða meira. það er þar á móti eyðslusemi hjá hvaða land- stjórn sem er, þegar hún ver tiltölu- Jega mestum hluta af tekjum lands- ins til launa handa embættismönn- um, sem margir eru óþarfir og ónýt- ir—sannkallaðir landsómagar—, eða borgar gæðingum s'num langt um hátt verð fyrir að vinna opinber verk, af hvaða tagi sem eru, og lætur þaunig féfletta landsjóð. það var einmitt þesskonar eyðslusemi, er átti sér stað í voðalega stórum mæli hjá afturhalds-stjórninni, sem frjálslyndi flokkurinnmótmælti með ofanprentaðri samþykt. Engum manni með heilbrigöri skynsemi kemur til hugar, að upphæð útgjalda Canada aukist ekki með vaxandi fólksfjölda, með vaxandi verzlun og vaxandi starfsfjöri í landinu, því þetta alt hefur aukinn kostnað í för með sór. En það er eitthvaö bogið þegar aukning stjórnar-kostnaðarins og útgjaldanna fer upp úr öllu hlut- falli við fjölgun og þróun þjóðar- innar. 10 railj. doll. rniuna fyrsta ár sitt en afturhalds-stjórnin ætlaði að eyða það ár. Laurier-stjórnin hefur því vel og samvizkusamlega uppfylt 4. gr. í stefnuskrá frjálslynda flokksins, yfirlýsinguna um sparnað á landsfé. þá kemur 5. greinin 1 stefuu- skrá frjálslynda tiokksins, og hljóð- ar sem fylgir: samhandi við samninginn, og vildu ekkert eiga við málið! En þrátt fyrir að þingtíðindin sýoa þetta, er „Hkr.“ og önnur jafn óráövönd aft- urhalds málgögn að japla um það mál, eins og stjórnin hefði þar fram- ið einhvern glæp. þá kornum vér að 6. greininni í stefnuskrá frjálslynda flokksins, er hljóðar sem fylgir: Afturhaldsmenn eru að reyna að gera kjóspndum missýningar með því, að útgjöld afturhalds-stjórnar- innar hafi einungis verið um 38 milj, doll. síðasta ár hennar, en hafi verið nærri 42 milj. doll. annað ár Laurier-stjórnarinnar (fyrsta árið sem frjálslyndi flokkurinn samdi fjárlög landsins), en þessir herrar sleppa því vísvitandi, að skýra frá, að einmitt þetta ár féllu tveir afar þýðingarmiklir útgjaldaliðir á land' ið, sem ekki voru til áöur, nefnilega kostnaðurinn við Yukon-landið og viðbc' tar-kostnaður við Intercolonial- járnhrautina, þegar hún var lengd alla leið vestur til Montreal, til þess hún gæti kept við brautir félaganna og borgað sig—landsjóður tapaði sem sé stórfé á henni árlega á með- an afturhalds-stjórnin var við ráðs- menskuna. Utgjöld stjórnarinnar í sambandi við Yukoi-landið nefnt ár (1898—99) voru $2,372,340.74, en tekjurnar voru $2,572,646.35. Lands- sjóður græddi þannig yfir $230,000 á Yukon-landinu, í staðinn fyrir að þessi auknu útgjöld væri skaði fyr ir hann og vottur um eyðslusemi. það er hægt að sýna, að það stóð svipað á með öll viðbótar-útgjöldin, að féð kom ýmist til baka í land- sjóð eða fór í vasa almennings, bein- linis eða óbeinlínis. þess ber einn- ig að gæta, að Laurier-stjórnin gat eytt meira fé en fyrirrennarar hennar án þess að hleypa landinu i meiri skuldir, því í staðinn fyrir tekjuhalla, er nam $5,649,759.34 þrjú síðustu ár afturhalds-stjórnarinnar, var tekju-afgangur hjá Laurier- stjórninní, er nam $6,561,461.33, fyrstu þrjú ár hennar, þrátt fyrir að tollar voru lækkaðir mjög, burðar- gjald á bréf lækkaö um þriðjung, o. a frv. þótt tekjur landsins og starf stjórnarinnar hafi þannig auk- ist mjög, þá er kostnaðurinn við stjórnina sjálfa (embættismanna- laun o.s.frv.) tiltölulega miklu lægri en hjá afturhalds-stjórninni sálugu. — Afturhaldsmenn upplýsa menn heldur ekki um það, að síðasta fjárlaga-frumvarp afturhalds-stjórn- arinnar fór yfir 50 milj. dollara, og var það upphæðin er hún ætlaði sér að eyða og hefði eytt það áriö, ef hún hefði ekki hröklast frá völdum. Laurier-stjórnin eyddi hér um bil UM AÐ SAMBANDS-ÞINGIÐ SÚ ÓHÁÐ. „þingi þessu (flokksþinginu) þykir fyrir, að sökum aðgerða ráð- gjafanna og fylgismanna þeirra ( sambands-þinginu, hefur í einu til- felli verið algerlega neitað um rann- sókn útaf alvarlegum sakargiftum, er hornar hafa verið á einn ráðgjaf- ann, og í öðru tilfelli var kærum gegn ráðgjafa er komu fram I þing- inu, breytt'og þær fengnar í hendur utanþings rannsóknarnefnd.sem sett var eftir tillögum ráðaneytisins sjálfs og sem er gagnstætt gömlum siðvenjum í sambands-þinginu; og þess vegna samþykkir flokksþing þetta: „AS það sé gamall og skýlaus réttur neðri deildar sambands-þings-1 ins, að gera rannsóknir viðvíkjandi i öllum útborgunum af opinberu fé, og viðvíkjandi öllum kærum gegn : ráðgjöfunum um afglöp í ernbættis-1 færslu þeirra, og að það að fá þv'Iík ] mál í hendur konunglegum rann-1 sóknarnefndum, sem settar eru eftir! tillögum hinna kærðu, komi alger-l lega í bága við þá réttu ábyrgð, sem 1 ráðgjafarnir bera fyrir ne*ri deild ; þingsins, og’að það stefni í þ4 átt að j veikja vald það sem neðri deildin hefur yfir stjórninui (ráðanaytinu), og flokksþing þetta lýsir jifir þvl, að vald fulltrúa fólksins I þessu tilliti verði að haldast við lýði“. Laurier-stjórnin hefur ætið breytt samkvæmt þessari yfirlýsing í stefnuskrá frjálslynda flokksins, hefur boðið mótstöðumönnum sfi u u þingnefndir og sett þingnefndir Lve -, nær sem þeir hafa komið fram með, alvarlegar kærur útaf meðferð opin- bers fjár eða útaf embættisfærslu ráðgjafanna. það er ekki þing- nefndaleysi að kenna, að afturhalds-, flokkurinn I sambands-þinginu hef- ur ekki getað sannað neitt vítavert ^ á Laurier-stjórnina eða nokkurn meðlim hennar, heldur hiau, að kærurnar voru algerlega ástæðu-1 lausar- þannig fór það t. d. með ákærurnar útaf Drummond county járnbrautar-samningnum (brautinni, er varð framhald af Intercolonial- járnbrautinni til Montreal), sem hið óumræðilega afturhalds-málgagn „Hkr.“, hefur verið að drótta þjófn- aði að stjórninni útaf, að þegar þing- nefnd var sett til að rannsaka mál- ið, þá sögðust afturhaldsmenn ekki hafa komið með neinar kærur í LANDNÁMSMENN. „það er úlit þessa flokksþings, að hið opinbera land Canada-sam- bandsins ætti einungis að vera selt þeim sem 1 raun og veru gerast landnámsmenn, en ekki handa fjár- gróðamönnum (speculators), með skilyrðum um sanngjarna áhúð eða umbætur, og í þannig stykkjum, að landnámsmaðurinn geti sanngjarn- lega notað eða yrkt þau.“ Loforð það, sem innifalið er í þessari grein í stefnuskrá frjálslynda flokksins, hefur Laurier-stjórnin samvizkusamlega uppfylt, eins og sést á breytingum þeim á landlög- unum, sem stjórnin hefur fengið þingið til að gera og sem vér höfum birt í Lögbergi fyrir skömmu. Eins og vér höfum margsinnis tekið fram í blaði voru, hefur Laurier-'tjórnin ekki getíð járnbrautafélögum eina einustu ekru af opinberu landi síðan hún tók við völdum, og ekki selt fjárgróða-mönnum neitt af því— einungis gefið og selt verulegum landnámsinönnum það. þrátt fyrir þetta segir „Hkr. ‘,að Laurier-stjórn- iu hafi svikið öll loforð sín! Síðustu 3 greiuar stefnuskrár- innar verða að bíða næst i blaðs. Á öðrum stað ( þessu blaöi birt- ist grein frá „Bandár. ísl.“, með fyrirsögn „Dalmann kaffærður", og sýnir hún hvaða mcðulum mótstöðu- tii inn repuhlikana beita í kosninga- bardaganum í Bandaríkjunum, ó- svífnustu lygum og blekkingum— 3Ömu meðulunum sem afturhalds- meun og fylgifiskar þeirra beita hér nyrðra gegn frjálslynda flokknum. Vér höfum ættð haldið því fram, að demókratar syðra séu af sama bergi brotnir sem afturhaldsmenn hér— afkomendur „tOry“-anna gömlu á EDglandi—enda sverja þeir sig í ætt hvorir til annara. „Margt er líkt með skyldum". Afturhalds-málgagnið íslenzka hefur verið að böglast við að sanna lesendum sínura, að eitthvað sé bog- ið við tjármála-stefnu Laurier- stjórnarinnar, með því, að tolltekj- urnar, hafa verið mörgum miljónum doll. meiri síðan verndartollar voru afnumdir, tollar numdir algerlega af ýmsum vörutegundum, lækkaðir 260 bil viku slðan og sagði mér, að hingað ( borgina væri kominn leynilögreglumaður úr Norðurríkjunum, sem væri að nasa eftir þessum Mitchel. Hann sagði, að það væri þýáingarmikið fyrir mann sem hann þekti 1 New York, að hindra rannsóknir þessa leynilögreglu- manns að norðan; að hann hefði verið fenginn til að gera það; að þvl væri einhvern veginn svo varið, að það væri þýðingar nikið að tefja tfmann sem mest'. „I>ór segið“, greip Barnes fram í fyrir mannin- um, „að Sefton hafi sagt yður, að hann væri leigður til þess af einhverjum I New York, að leiða mig á villistigu?“ „Það er einmitt það sem hann ssgði mér“, svar- aði Chambers, Mr. Barnes var ekki I neinum vand- ræðum með að gizka á, hver hefð! leigt Sefton til að gera þetta, og enn einu sinni dáðist liann að var- kárni og kænsku-ráðum Mr. Mitchels. „Haldið áfram“, sagði Barnes. „Sagan er nærri búin“, sagði Chambers. „Seft- on leigði mig til að látast vera Mitchel, og hann sagði mér reglulega tröllaaögu um konu nokkra, Rose Mitchel að nafni, og átti ég að koma yður til að gleypa söguna“. „Hvernig var sagan?-1 spurði Barnes. „Heyrið mig“, sagði Chambers, sem hafði nú aftur náð sjálfstrausti sfnu og slægð við það, að hann var úr allri hættu fyrir að vera tekinn fastur, „þér kærið yður ekki um þá tiöllasögu. I>ér vilduð miklu fremur heyra hina sönnu sögu, eða er ekki svo?“ 269 og er á spftala hér 1 útjaðri borgarinnar. En það er enginn vafi á, að þessi náungi norðurfrá er maðurinn, sem þér eruð að leita að. I>að er sagt að þessi mað- ur á spftalanum hafi orðið vitlaus útaf þvl, að unn- usta hans sveik hann.“ „Fenguð þér að vita hvað stúlkan hét?“ spurði Barnes. „Nei, ég gat ekki fengið að vita það,“ svaraði Chambers. .,Dað virðist vera eins vel falið eins og það væri ríkis-leyndarmál. Detta gefur yður hug- mynd um hvað creofe-drambið er.“ „Gott og vel,“ sagði Barnes. hafið þjónað mér með trúmensku. hundrað dollara seðill handa yður. ur með borgunina?“ „Já, hæst ánægður,“ svaraði Chambers. „Ég óska yður allrar velgengni, og verið þér sælir.“ Að klukkutíma liðnum var Barnes afhent tele- „Ég álít að þér Hérna er eitt Eruð þér ánægð- graf-skeyti, er hljóðaði sem fylgir: „Hef fundið barnið. Lucette.“ Síðari hluta daosins lagði Barnes á stað til New York, og var Mr. Neuilly með honum. Sama kvöld- ið fékk Mr. Robert Leroy Mitchel telegraf skeyti, er hljóðaði sem fylgir: „Barces lagður á stað til New York. Neuilly gamli er með honum, Ef síðarnefndi veit nokkuð, verðið þér að vera varkár. Sefton.“ 264 borga yður það vel. í millitfðinni megið þér með engu móti láta Sefton vita, að þér séuð ekki að koma fram ráðagerð hans“. „Heyrið þór, félagi, ég skil nú hvað þér eruð að fara“, sagði Chambers. .,Dér grunuðuð Sef'.on, og hafið hagað spilinu þannig, að þér hefðuð alt saman upp úr mér. Jæja, þér gerðuð það la-lega, og nú er ég líka með yður. Verið þér sælir. Degar ég finn yður næst, þá skal ég hafa einhverjar fréttir handa yður“. Daginn eftir gerði Barnes sér ferð til húss þess er Mr. NeuiUy bjó í. Hann var ógiftur og var orð- inn gamall, en var samt enn fallegur og fyrirmanD- legur maður. Mr. Neuilly tók á móti Mr. Barnes með tignarlegu látbragði, og bað hann kurteislega að skýra erindi sitt. Mr. Barnes vissi varlafyrstu augnablikin, hveru- ig hann ætti að byrja á erindinu; en loks tók hann til máls og ssgði: „Mr. Neuilly, ég kem að heimsækja yður vegna málefnis réttvfsinnar. Ég hef hikað mér við að gera það, til þess að gera yður ekki ónæði. Að ég geri það nú orsakast af því, að allir aðrir vegir, sem óg hef reynt, hafa mishepnast.“ „Haldið áfram, herra minn,“ sagði húsbóndinn og hneigði sig. „Ég er að leita vissra upplýsinga um konu sem nefndist La Montalbon, og-----“ sagði Barnes. En pegar hann nefndi þetta nafn, kom & augabragði

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.