Lögberg - 01.11.1900, Page 1

Lögberg - 01.11.1900, Page 1
■ Air-Tight Ofnar ^ fyrlr við $3.00 og upp. Red «t Blne Trading Stamps. ANDERSON & THOMAS, 538 Nain Str. # Lampar i Vid h")fam fengid n^tt «p af nýjtitu lHinp. mn fyrir gott verd, * «. wu)h seMir n jjg ódýrt komid og skoðið þá. Red A B/ue Trading Stamps. ANOERSON&THOMAS, Hardvvare Merchants, 538 Main Str, 0 13. AR. Winnipeg, Man., flmmtudaginn 1. nóvember 1900. KR. 43. Mið-Winnipeg-kosningin. Eins og vér höfum áSur skýrt frá, fer fram kosning til fylkisþings í dag í Mið-Winnipeg-kjördæminu. Stjórnarnefnan hefur notað sér það, að hugir almennings eru sem stend- ur fastir við sambandsþings-kosning- arnar, svo að kjósendur gefa fylkis- málum lítinn gaum. Fylkisstjórnin álítur, að með því að skella þessari kosningu á svona undirbúningslaust, þá sleppi hún við ásakanir þær sem hún verðskuldar fyrir svik sín við kjósendur og hina skammarlegu ráðsmensku sína, síðan hún tók við völdunum fyrir nál. 10 mánuðum. Afturhalds-flokkurinn lofaði að koma jöfnuði á tekjur og útgjöld fylkisins með sparnaði, en i stað þess hefur Macdonald-stjórnin lagt beina og óbeina skatta á fylkisbúa. Skattar þessir á ibúa Winnipeg-bæj- ar nema um $9,000, auk þess að bærinn hefur, eins og önnur sveita- félög, verið sviftur þeim rétti að leggja nokkra skatta á jfirnbrauta- félög og gróðafélög. En hið versta af öllu er, að i staðinn fyrir að koma jöfnuði á tekjur og útgjöld fylkis- ins, þá er nú auðséð að tekjuhalli fylkisins á næsta nýári nemur um fjórðungi úr milj. doll. þrátt fyrir þessa nýju skatta. Macdonald- stjórnin lézt ( fyrstu ætla að leggja skatta á járnbrauta-fólögin, er gæfi af sér $100,000 tekjur á ári, en svo þorði hún ekki að gera það þegar til kom og breytti frum- varpinu þannig, að skattar þessir gefa einungis um tíu þús. dollara af sér! Hræðileg eyðslusemi og spill- ing hefureinkent Macdonald-stjórn- ina slðan hún tók við, eins og vant er að vera um allar afturhalds- stjórnir, og það er enginn vati á, að fylkisstjórnin heimtar á næsta þingi leyfi til að taka til láns hálfa miljón doll. í viðbót við þá hálfu miljón, er hún þegar hefur tekið til láns síðan hún komst til valda i síðastl. janúar. Og í staðinn fyrir að útlitiö batni við það að Mr. R. P. Roblin taki við formensku stjórnarinnar, þá versnar það mikið, því hann er þekt- ur að því að vera enn bruðlunar- samari og óprúttnari með opinbert fé, en Mr. Macdonald. þetta eina mál—fjárhags-spurs- málið og svik Macdonald stjórnar- innar viðvíkjandi því—ætti að vera nóg til að fordæma hana og þing- mannsefni hennar, Mr. Taylor. En svo hefur sú stjórn aðra ogjafn þunga syndapoka á bakinu, svo sem falsið í vínbanns-málinu, svikin um að leggja járnbrautir sem séu eign fylkisins, kosningalaga-hneykslið, friðdómara-farganið. Hún lofaði að öetja enga aðra sem friðdómara og lögreglud<imara en menn sem væru lausir við flokka-pólitfk, en hefur í þess stað rekið þvínær alla heiðar- lega frjálslynda menn úr þessum embættum og sett I staðinn römm- Ustu afturbalds tiokksfylgis-durga sem margir eru algerlega óhæfir sökum mentunarleysis og hlutdrægni og hafa ekki traust sveitunga sinna. Macdonald-stjórnin hefur I stuttu máli svikið þvínær hvort ein- asta loforð sitt og troðið undir fót- Um stefnuskrá afturhalds-fiokksins. Kjósendur í Mið-Winnipeg ættu að sýna það I dag með atkvæðum sín- Um, að þeir láta ekki þannig að sér hæða. þeir ættu að greiða eindreg- jð atkvæði með Mr. Robert Muir, sem mótmæli gegn hinni skammar- legu ráðsmensku Macdonald-stjórn- arinnar. Að endingu viljurn vér sér- stakl. minna ísl. kjósendur í Mið- Wpeg á eitt atriði, og það er, að Macdonald stjórnin hefur rekið úr embætti hinn eina íslending, sem var á skrifstofum fylkisstjórnarinn- ar— sérlega hæfan mann, þótt hann sé of fatlaður til að geta unnið al- menna vinnu—og veitt stöðuna ó- hæfum, enskumælandi manni. Aftur- haldsmenn lofuðu ýmsum ísl. stöðu við síðustu alm. kosningar, ef þeir kæmust til valda, en stjórnin hefur gersamlega svikið þetta loforð og sýnt þjóðflokki vorum þannig dýpstu fyrirlitningu. Munið eftir „the Maine,“ sögðu Bandaríkjamenn. Munið eftir A. Freeman, segjum vér, og greiðið atkvæði með Mr. Muir en á móti Taylor og afturhalds- farganinu. Sanibandsþings-kosning- arnar. Alt bendir til, að frjálslyndi flokkurinn vinni kosningarnar 7. þ_ m. með miklum meirihluta og að Laurier-stjórnin haldi áfram að stjórna Canada næsta kjörtímabil. Afturhalds-málgögnin guma, og ýkja fréttirnar að austan um fundi þeirra Tuppers og MacdoDalds, en hin helztu þeirra játa samt, að fund- ir Sir Wilfrid Lauriers í Montreal, Toronto og annarsstaðar þar eystra hafi verið miklu fjölsóttari og stór- kostlegri. öllum, sem skyn bera á málið og sanngjarnir vilja vera, kemur saman um, að frjálslyndi flokkurinn fái 15 til 20 þingsæti umfram í Ontario-fylki, 35 til 40 sæti umfram ( Quebec-fylki, 6 sæti umfram ( New Brunswick, 7 sæti umfram í Nova Scotia og 2 sæti umfram á Prince Edwards-ey. þá eru eftir 17 kjördæmi hér fyrir vestan stórvötnin, nefnil. 7 í Mani- toba, 4 í Norðvesturlandinu og 6 í British Columbia. þótt Laurier- ^tjómin ekki ynni eitt einasta af þessum 17 sætum, þá mun hún hafa fult svo mikinn meirihluta og hún hefur haft ( þinginu, nefnilega um 50. En það fer aldrei svo, að hún vinni ekki yfir helminglnn af þess- um 17 sætum. Nú skulum vér með fáum orð- um minnast á þingmanna-efni frjáls- lynda flokksins í þeim kjördæm- um hér vestra, sem (slenzkir kjós- endur eru Qölmennir í. í Brandon-kjördæmi er innan- ríkis-ráðgjafi Clifford Sifton, og er enginn vafi á að hann er langtum mikilbæfari og sjálfstæðari maður en Mr. Hugh J. Macdonald, sem er einungis tól í höndum Sir Charles Tuppers—hins hættulegasta manns fyrir hagsmuni Canada. ísl. ættu að greiða atkvæði eindregið með Mr. Sifton, sem ætíð hefur verið þjóð- flokk vorum sórlega hlyntur. í Selkirk kjördæmi er Mr. W. F. McCreary, sem er alþektur sem gáfu- og dugnaðarmaður, og sem æfinlega hefur verið ísl. hlyntur, sem bæjarráðsmaður og borgarstjóri hér í Winnipeg og sem innflutninga- „commissioner". Hann hefur þar að auki lofað að taka að sér kvartanir tiskimanna hér í fylkinu gegn hin- um ríku einveldis fólögum, og er manna líklegastur til að rétta hluta fiskimannanna. Mótstöðumaður hans virðist byggja vonir sínar á hinum gömlu afturhalds-meðulum, ósann- indum, fé og whiskey, sem er hið sama og að svívirða (sl. kjósendur í kjördæminu. Vór vonum að ísl. sjái svo sóma sinn og hagsmuni, að þeir greiði W. F. McCreary atkvæði sem me3t eindregið. þeir skaðast á að láta afturhalds-smalana ósvífnu tvístra sér. í Macdonald-kjördæmi er dr. J. G. Rutherford, sem hefur verið þingm. undanfarin ár og reynst mjög hæfur maður. Bann hefur ætið verið ísl. mjög hlyntur og er bezti dreDgur. Mótstöðumaður hans varð að segja af sér eftir síðustu kosningar fyrir allskonar kosninga- svik, sem höfð voru í frammi. Vér skornm þv( á ísl. I kjördæminu að greiða eindregið atkvæði með dr. Rutherford. í Lisgar-kjördæmi er A. E. Winkler, og er hann hæflleika mað- ur og góður drengur. Mótstöðu- maður hans er liðhlaupi úr frjáls- lynda flokknum og á ekki skilið fylgi kjósendanna, því hann siglir undir fölsku flaggi og er eitt af verkfærum Tuppers. Vér vonum að (slenzkir kjósendur greiði ein- dregið atkvæði með Mr. Winkler. I Assiniboia East er dr. J. M. Douglas, sem að undanförnu hefur verið þingmaður fyrir kjördæmið og reynst ágætlega. Hann kom þvi í kring, að útsæðis-skulda ábyrgð var létt af bændum þar vestra, og hefur sérílagi reynst fsl. hinn bezti drengur í fjöldamörg ár. Vér von- um því að ísl. styðji hann eindregið til endurkosningar. 1 Alberta er Mr. F. Oliver, og hefur hann verið þingm. að undan- förnu. Hanner ágæturmaður, berst fyrir hag bændanna og er mjög sjálfstæður og óháður í skoðunum. Vér vonum að ísl. í Alberta fylgi Mr. Frank Oliver eindregið. í Winnip eg er Mr. A. W. Puttee, og komu verkamenn honum á þing sem sórstökum fulltrúa sínum, en hann hefur fylgt Laurier-stjórninni »ð málum vegna þess, að hann sá, að frjálslyndi flokkurinn er verkalýðn- um miklu hlyntari en afturhalds- flokkurinn. Vér vorum á móti Mr. Puttee þegar hann bauð sig fram i fyrstu, en framkoma hans I þingi hefur verið þannig, að vór höfum al- gerlega breytt skoðun vorri og mæl- um óhikað með Mr. A. W. Puttee við alla ísleozka kjósendur í Wpeg. Vér vonum að þeir greiði honum eindregið atkvæði sem sérstökum verkamanna-fulltrúa, án tillits til hvaða pólitískum flokki þeir hafa fyigt- €kkat borpr sx§ búnx fgrir ttngt folk Heldnr en ad ganga & IVINNIPEG • • • Business Co/lege, Corner Portage Avenne and Fort Street Leltld allra upplýslnga hjá skrifara skdlans Ga W. DONALD, MANAQER Miss Bain’s FLÓKA HATTAR OG BONNETS. Lljómandi upplag af spásér-höttum frá 50c. og upp. Rough Riders, puntaðir með Polka Dot Silki, á $1.25. Ilsczt móðlns puntaðir hattar œfln- lega á reiðum höndum fyrir $1.60 og þar yflr. Pjaðrir hreinsaðar. litaðar og krull- TRADING 8TAMP8. 454 Main St. *************************** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * The Northern Life Assurance Company of Canada. Hon- david mills, q c., Ddmsmálarádgjnfl Canada, forseti. Adai.-.skrifstoka: Lonhon, Ont. LORD STRATHCONA, meðrádandi, JOHN MILNE, yðrnmajdnarmadur. HÖFUDSTOLL: 1,000,000. Lífsábyrgt'arskíneini NORTHERN LIFE félrgsios ábyrgja handhöfum alhn |iann HAGNAÐ, öll þau RETTINDI og alt það UMVAL, sem nokkurt lélag ge ur staðið við að veita. Félagið gefur öllum skírteinishöfum. fult andvirði alls er þeir borga J>v í. Áfur en þér tryggið líf yðar ættuð |)ér að biðja undirskrifaða um bæk'ing fé- lagsins og lesa hann gaumgæfilega. J. B. GARDINER l Provincial Monager, 507 McIntyre Blocr, WINNIPEG. TH. ODDSON , Ceneral Agent SELKIRK, MaNITOBA. The Trnsl & Loan Coiiiiiaiiv OF CANADA. LÖGGII,T~MED KONUNGLKGU BRBFI 1845. HOFUDSTOLL: 7,500,000. Félag þetta hefur rekið starf sitt í Canada í hálfa öld, og í Manitoba í sextán ár. Peuingar lánaðir, gegn veði í bdjörðum og bæjalóðum, með lægstu vöxtum sem nú gerast og með hinum þœgilegustu kjörum. Marvir af bændunum í íslenzku nýlendunum eru viðskiftamenn félagsins og þeirra viðskifti hafa æflnlega reynst vel. I I TJmsóknir um ián meva vera stílaðar til The Trust & Loan Company of Canada, og sendar til starfstofu |>ess á Portage Avenue, nærri Main St. Winnipeg, eða til virðingamanna þess tít um landið:. Fred. Axtord, Glenboro, Frauk Schultz, Balduv. J. B. Gowanlock, Cypress River. J. Fitz liay Hall, Belmont. Eldividar-verzlun mín er ntí byrjuð, ogég ertilbtíinn að taka á móti pöntunum í smáum og stórum stíl. Komið að . . . P.W.Reimer’s stable 326 ElginAve. A. W. fíEIMEfí, - - Vidarsali. Mrs. Björg Anderson hefur byrjað verzlun á EUico ave. nr. 559 Hún selur p»r ýmsar parfar vörur fyrir lágt verð. Opifl til kl. 10. Komið og kaupið! ******************************

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.