Alþýðublaðið - 15.03.1921, Síða 1

Alþýðublaðið - 15.03.1921, Síða 1
Alþýðublaðið ©eflð út af Alþýðuflokknum. 1921 Þriðjudaginn 15. marz. 61. tölubl. Nú er aflaveðrið! Hvað liggja togararnir iengi kyrrir fram yfir jiann 15. (daginn i dag)? Hvaða áhrif mundi það hafa almeat, ef sjómenn samþyktu að lækka kaup sitt? Það mundi að iíkindum hafa þau áhrif, að kaup allra annara stétta, sem vinna fyrir kaupi, mundi iækka á eftir. Alment verkamannakaup mundi lækka, kaup verkakvenna mundi lækka, og siðan mundi koma lækkun eða tilraun til lækkunar hjá hverri stéttinni á fætur annari: steinsmiðum, trésmiðum, skósmið- um, prenturum, verzlunarmönnum o. s. frv. Það er vert að benda á það atriði, að sjómenn bera hér skjöldinn fyrir allan verkalýðinn, um leið og þeir halda fram sinum eigin málstað. Og fyrir verklýðian í heiid sinni er gott til þess að vita, að sjómenn munu hér hvergi víkja; enda gerist þess engia þörf: Þeir hafa samningana að halda sér við. Það er sagt að útgerðarmenn hafi samþykt að láta togarana liggja inni fyrst um sinn til 15. marz, Og nú er sá dagur kominn. | En hvað gera útgerðarmenn nú? Hvað ætla þeir að láta togarana biða lengi í höfn núna um bezta fisldtima ársins, í blfðviðri því sem er nú hvern dag? Svarið er vafa{aust: Ef þeir gera sér áfram- haldandi von um Iækkun, bíðs þeir dálítið enn. Skiljist þeim aflur á móti nú strax, að það fæst eugin lækkun, þá verður það ekki lengi sem þeir bíða úr þessu. Það er að segja þeir togarar, sem hafa rekstursfé, en það er ekki kunnugt hvort það éru aílir. Séu þltð eiuhverjir af togurunum, seio vantur rekstursfé, þá liggjn |eir jafnt í höfn, eftir sem áð- ur, þö kaupgjald verði lækkað. Togararnir leggja þvf áreiðan- lega þvf fyr út á miðin, því greini- j íegar sem það kemur í ljós frá sjómönnunum, að þeir vilji enga iækkun, að þeir vilji ekki breyta þeim samningum sem nú gilda, þar eð þeir heldur tkki geta lækkað kaupið nema á kostnað barnanna og fjölskyldunnar, því kaufiið má ekki Imgra vera en það er nú. Á fundi sínum í Bárunni á sunnudaginn, samþykti sjómanna- félagið með á fjórða hundrað sam- hljóða atkvæðum, tillögu, um að félagið héldi fast við gerða samn- inga. Það er gott fyrir aðrar verkalýðsstéttir að vita þetta. A því sjá þær, að það er enginn bilbugur á sjómönnum. Og það er gott fyrir útgerðarmenn að vita það. í kvcld er aftur fundur í sjómannafélaginu. Tilefnið er það að Jón Magnússon, sem enn- þá er forsætisráðherjra, hefir gert tillögu um það að lifrarpremian verði færð niður um helming, en sjómenn fái uppbót, eí meðalverð | aflans, þar með talið alt sem salt- að verður, verði yfir 150 kr. skp. Þar sem hér er um tnikla lækkun að ræða á tekjum sjómanna, en það sem í staðinn á að koma, alveg óvíst að gefi eyrisvirði, hefði ( raun og veru verið óþarfi að bera þessa tillögu fram fyrir félagið, tveim dögunt eftir að fyr nefnd tillaga var samþykt. En af kurteysi við tillögumann verður það gert á fundinum í kvöld, en auðvitað hafa félagsmenn ekki skift um skoðun siðan á sunnu- dag, svo niðurstaðan mun vera sú sama eins.og þá. Verkalýðurinn fer nú að ókyrr* ast úr þessu, ef skipunum er áframhaldandi haídið í höfn. Er nokkur útgerðarmaður sem heldur að það verði þolað, að togaraiotinst liggi í. höfn yfir ver- tiðina og verkaiýðurinn standi hér með tómar hendur? Alþingi. (I g*r) Hri ðelld. Frumv. tii laga um heimild fyr- ir ríkisstjórnina til þess að ábyrgj- ast fyrir hönd ríkissjóðs nýtt skipa- veðlán Eimskipafélagsias afgreitt sem iög. Sömuleiðis frumv. um sendiherra í Kaupmannahöfn. Frv. tO laga um samvinnnfélög var tiS fýrstu umræðu og vfsað tii *. umr. Neðri deild. Breyting á bæjarstjóraarlögum Akureyrar samþykt og vfsað tii ed. Umræður urðu nokkrar um sam- þyktir á landsreikningunum og tóku tii máls Sveinn f Firði, fjár- máiaráðherra, fimm sinnum til and- svara árásum þeirra Jóns Þorláks- sonar ©g Jakobs Möller; M. J. Kristjánsson svaraði nokkru af því sera beint var tii landsversl- unarinrtar. Frv. til laga um vexti, frá Gunn- ari Sigurðssyni, fer fram á að vextir af fasteignaiánum séu hækk- aðir, og var því vfsað til 2. umr. Breyting á bæjarstjórnarlögum Sigiufjarðar vfszð tii allsherjar- nefndar. Samþykt, að fara skuli fram ein umræða um vantraustsyfirlýs- inguna á stjðraina. Erinii m tryggingar hélt Héðinn Valdimarssoui cand. polit. á Sjómanffiaféiagsfundinum á sunnu- daginn. Sjóm&nnafélaggfnnðar er f kvöíd kl. 7 f ferunni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.