Lögberg - 01.06.1905, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.06.1905, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUGINN i. JÚNÍ 190«, Svivirðileg misbrúkun auðsins. ('Framh.) Margir halda því fram, að þýð- mgarlaust sé að vera að finna að ohófinu í klaeðaburði, því engin tir.ista ríkiskona í Bandarikjunum mundi vikja hársbreidd frá þvi sem henni gott þykir i þvi efni. þrátt fyrir allar mótbárur og að- finningar karlmannanna. Og leit- ist maður fyrir- hjá kvenfólkinu sjálfu til þess að komast fvrir hverjar séu hvatirnar til þessa mikla iburðar og sundurgerðar i klæöaburðinum, þá svara þær spurningunni jafnvel oftast nær á þá leið, að þær klæði sig á þann hátt sem karlmönnunum geðjist bt:.t að. En þetta er ekki rétt. Karl- mer.rirnir gefa ekki kjólunum kvemnannanna nærri því eins niikinn gaum og þær virðast i- mvnda sér að þeir geri. Með sindurgerðmni i klæðaburði þjóna konurnar eingöngu sinni æigin lund og þeirri ímyndun, að þæf með þvi muni vekja meiri o> almennari eftirtekt. Væri til- gangurinn eingöngu sá að draga að sér augu karlmannanna, augna- rráðið að eins það að vera sem út- gengilegust, þá þyrftu ekki giftar konur að taka þátt í sliku óviti. lín nú vill einmitt svo vel til, að sá hluti kvenþjóðarinnar, sem mest óhófið sýnir í klæðaburðinum, eru giftar konur. Enn fremur vita allir, og kannast við þann janm leika, að falleg og elskuverð stúlka )>arf ekki aðra eins tálbeitu og skrautlegan fatnað til þess að komast í hjónabandið. Sannleik- urinn er sá,að karlmaðurinn geng- ur að eiga konuna annað hvort af ást til hennar eingöngu, sakir feg- urðar hennar og yndisleiks, eða sökum þess að hún er rík,en aldrei sökum þess að hún sé í fallegum kjól eða skreytt dýrindis gim- steinum. Höfundur þessara lína dvaldi einu sinni um tima á hótelli einu í New York og veitti þar hjónum einum nákvætr.a eftirtekt, sem aldrei borðudu við sama borð og hinir gestirnir, hddur sátu jafnan tvö ein að máltíð. Eg tók eftir því, að á hverju kveldi var konan 4iv jvm kjól, sinum i hvert skiftið og var hver öðrum skrautlegri. Þetta gekk á meðan eg var á hó- tellinu, tæpan mánaðartíma, og eg er viss um, að konan á því tíma- bili fékk sér að minsta kosti þrjá- tiu nýja kjóla, dýra kjóla, alla inn- flutta frá Paris, saumaða úr ýms- um dýrum , vefnaði, og skreytta með fínum og verðmiklum knipl- ingum. Þó eg ekki gerði það, þá lang- aði mig samt tit að gera mig svo j heimakominn að ávarpa þessa eyðslusömu frú með Jæssum orð-J um: „Frú mín góð! Leyfið mér að benda .yður á, að þér verjið 1 peningum yðar mjög óskynsam- lega. Yið skulum nú setja svo, að í staðinn fyrir þrjátíu kjóla hefð- uð þér keypt að eins tíu, sem mér sýnist vera nægilegt til þess að komast af með í þrjátíu daga. Andvirði hinna, sem þá eru eftir, og láta mun nærri að væri u*a tíu þúsund dollarar, væri nægilegt til þess að búa til fyrir hlýjar vetrar- kápur handa tvö þúsund fátækum | og klæðlitlum börnum.“ I»etta vwri alls ekki of hörð : ræða til þess að reyna að tekja J þetta fólk til umhugsunar um á- standið, eins og það í raun og veru er. Rithöfundurinn Ruskin leggur út af þessu efni í einni af bókum sínum, og farast honum þar orð á þessa leiðþ „Kona! Ef skýlan væri dregin frá augum þinum, þá mundir þú sjá, — á sama hátt og englarnir sjá það, því ekki er það hulið fyr- ir þeim—, svarta og blóðrauða bletti hingað og þangað á skraut- lega kjólnum þínum. Með hvers- dagsaugum þínum sérðu þá ekki né verður vör við þessa blóðdropa, sem öll höf jarðarinnar og upp- sprettulindir ekki nægja til að þvo af.“ A öðrum stað segir Ruskin: „Á meðan Jiað á sér stað á einu ein- asta heimili í landinu að kuldi og klæðleysi ami að, er oflæti hinna i klæðaburði glæpur, — glæpur, og ekkert annað. A meðan það á sér stað, að á einhverju heimili sé ekki til nægjanlegt af rekkjuvoðum op ábreiðum i rúmin, né nægjanlegur klæðnaður handa fólkinu til þess að hylja með nekt sína,—á meðan svo er ástatt er það rúmfatnaður og klæðnaðim, sem allar Hendur verða að vinna að að búa til, en ekki — kniplingar.“ „Eg man eftir sérstaklega bág- bornu ástandi i leiguklefa einum að 120 á Delancy stræti í New York,“ segir höfundurinn. „Það er stutt síðan. Húsbóndinn hafði verið fluttur þaðan á sjúkrahúsið, aðfram kominn af tæringu, og konan sat eftir með börnin, bjarg- arlaus að heita mátti. Nú fékk eitt af börnunum barnaveiki, og var sent á sjúkrahúsið líka. Yngsta barnið veiktist af lungna- bólgu og var flutt á annað sjúkra- hús og móðirin látin fara með því til þess að stunda það. Þriðja barnið varð eftir heima. Það átti hvorki til skó né sokka og varð að ganga berfætt, þó þetta væri um háveturinn og ekkert eldsn^yti væri til i ofninn til þess að halda herberginu heifu Barnið stakk sig í iljina á ryðguðum nagla. Drep hljóp i sárið, sökum þess að enginn var til að hirða um það, og óhjákvæmilegt varð að taka fótinn af f)?!r ofan öklaliðinn. Þetta atvik, að bamið skyldi missa fótinn, sökum þess að það átti hvorki til skó né sokka, minnir n:g á nokkuð, sem kom fyrir í Chicago ekki alls fyrir löngu. Sú saga er áreiðanlega sönn, þvi eg þekki persónulega konuna, sem á þar hlut að máli. Hún er dóttir einhvers hins auðugasta manns i heimi. Hún lætur litla drenginn sinn ætíð brúka hvíta geitarskinns skó, og bæðHsökum kolareyksins, sem ætíð er Chicago, og þess, að strætin eru þar ætið í slæmu ásíg- komulagi hvað hreinlæti snertir, var mjög erfitt að halda þessum hvítu skóm viðunanlega hreinum. En einn góðan veðurdag rnætir svo1 þessi frú einni af vinkonum sínum og er þá mjög hróðug yfir að nú sé hún búin að ráða farsæl- lega fram úr þessu vandantáli með skóna drengsins. „Eg ætla,“ sagði I.ún, „alveg að hætta við að láta hrejnsa skóna hans. Eg ætla held- ur að kaupa handa honum nýja skó á hverjum degi. Er það ekki ágæt hugmynd ?“ í þessari ritgerð hefir hingað til að eins verið talað um óhófið í klæðnaði. F.n nú skal með fáein- um orðum minst á við hvaða tæki- færi þéssir skrautlegu kjólar eru notaðir, — minnast á hinar dýru matarveizlur og dansleiki, sem haldnir eru á ári hverju í New York, og óhófið sem þar kemur fram. Fyrir skömmu síðan bauð rikis- maður einn i New York, Hyde að nafni, kunningja sínum til kveld- skemtunar, og var þar bæði dans og matarveizla. Kostnaðurinn við þetta gildi varð nálægt þrjátíu þúsundum dollara, án þess veizlu- búningar fólksins séu taldir þar með. Matartegundirnar kostuðu nálægt fimm þúsundum, vinteg- undirnar um fimm þúsund, blómin til að prýða með borðin og salina sex þúsund, hljóðfærasláttur og leiguvagnar um fjögur þúsund og ýms annar kostnaður um tíu þús- und dollara. En þó komst Hyde þessi ekki i hálfkvisti við annan auðmann þar í New York, Brad- ley Martin að nafni, sem fyrir nokkurunt árum síðan gæddi vin- um sínum á kveldverði og danslek sem kostaði rúm eitt hundrað þús- und iollara. Geta má nærri. livað búningarnir hafi kostað, sem brúkaðir voru viO það tækifæri. Veizlan var haldin í Waldorf- Astor hótellinu, og strætunum í kring var lokað fyrir öllum nema boðsgestunum. Þrjú hundruð lögregluþjónar voru leigðir til þess að sjá um að enginn óvið- komandi færi tin þessi stræti á meðan á veizluníi stoð. „Þetta er í fyrsta sinn,“ sagði eitt af blöðunum i New York daginn eft- ir, „að það kemur fyrir í New York, að lögreglulið, sem borgar- búar gjalda kaup.hefir verið feng- ið til Jæss að verja þeim umgöngu um opinbert stræti.“ Maður nokkur,sem neitaði að hlýða banni lögreglunnar og hélt áfram ferð sinni, um eitt af þessum forboðnu strætum, var tekinn fastur og dreginn fyrir dómara. En dómar- inn skipaði að láta manninn tafar- laust lausan, og bætti við þessum orðtim: „Önnur eins aðferð og þetta leiðir af sér ákveðna flokka- skiftingu í daglegu lifi, sem jafn- an hefir verið öllum sönnum Ame- rikumönnum hin mesta viður- stygð, og spáir engu góðu uni framtið þjóðarinnar.“ * En svo tekur fólkið lika stund- um í taumana. Þannig varð þetta óhóliega veizluhald og skraut, sem Hyde þessi, er minst er á hér að frarnan, var að slá um sig með, orsök í því að hann ekki gat orðið formaður lífsábyrgðar- félags eins J»ar í bænum, sem var bæði tekjumikil staða og hann stóð næstur til þess að fá. Menn fóru að stinga saman npfjum og segja sín á milli: „Manni, sem þaunig heldur á peningum, viljum við ekki trúa fvrir þvi fé, sem viö höfum dregið saman með súrum sveita, til þess að sjá konum okk- ar og börnum borgið þegar við föllum frá." Þegar áhrifin, sem ekki er nema cðlilegt, koma nú þannig fram hjá þeim hluta fólksins, sem er efna- lcga sjálfbjarga, hvernig áhrif mun þá allur þessi gegndarlausi peningaaustur hafa á íátækling- ana,scm ekki eiga málungi matar? Engan þarf að furða á þvi þó slíkt kvciki i kirjósti þeirra óslökkvandi hatur til auðntannanna og rnunað- arseggjanna. Vér skulum írnynda oss, að vér stæðum eitthvert vcizlukveldið kaldir, hálfnaktir og hungraðir á strætinu, j»ar sem liallir rikismannanna eru, og sæj- um sjálfhreyfivagnana’ og langar lestir af skrautlegum hestayögn- um þjóta fram hjá,fermda skraut- búnum veizJugestuim Hverjair mundu vera þær tilfinningar, sem hreyfðu sér i brjóstum voruns? Hvað ntundi oss detta í hug? Gcgn um hina afarstóru glugga má sjá inn í skjautlegu salina. í mjúkum hægmdastólum eða legubekkjum rná sjá kvenfólkið. sitja og liggja letilega, klætt í ó- Tbe Crown Co-operative Loan Compaoy Ltd. Viö höfum enn til nokkurar bygginga-lánveitingar, sem fást meö sanngjörnu veröi. LÁG NÚMER. Ef þér ætliö aö þyggja bráölega borgar þaö sig aö finna okkur. $1.000 lán kostar $100 í 200 mánuöi. Nákvæmari skilmálar hjá Crown Co-operative Loan Co. Ltd. Merchants Bank Bldg. The Winnipeg Laundry Co. Limited. DYERS, CLEANERS & SCOURERS. | 261 Nena st. Ef þér þurfið að láta lita eða hreinsa ötin yðar eða láta gera viö þau svo þau verði eins og ný af nálinni þá kallið upp Tcl. 966 og biöjiö um aö láta sækja fatnaöicn. Þ>aö er sama hvaö fíngert efniö er. ELDIVIÐUR af öllum tegundum: Tamar- ack, Pine, Poplar, Slabs og Birki, meö lægsta veröi. Ætíö miklar ^birgöir fyrir hendi. M. PJ PETERSON, Tel. 798. Horni Elgin & Kate. James Birch 339 & 3S9 Notre Dame Ave. Eg hefi aftur fengið gömlu búðina í Opera Block og er nú reiðubúinn að fullnægja þörfum yðar fyrir rýmilegt verð. Semjið \ ið mig um skrautplöntur fyrir páskana. Eg hefi alsko’aar fræ, plöntur og blórn gróðursett eða npp- skorin. Ef þér telefónið verður því tafarlaust gaumur gefin. .Telephone 3638. GOODALL’S Ljósmyndastofa 616J4 Main st. Cor. Logan ave. Viö höfum meiri birgöir af gullstássi til aö geyma í myndir en nokkurann- ar í bænum, og seljum meira af því en allir hin- ir til samans af því viö seljum meö betra veröi. Komiö og finniö okkur. WYATT1CLARK, 495 NOTRE DAME [ONE 3631. Viö höfum til alls konar ,HARÐVÖRU, sem til bygginga ! heyrir. Þér ættuð aö skoöa hjá i okkur hurðarskrárnar áöur en þér I ' kaupiö þær annars staöar. NÝTT og SALTAÐ Hér verður alt eftir nýjustu tízku. Við ætlum okkur að reyna að gera öllum til liæfis. Ágætlega góðar Roasts, Steaks o. s. frv. Reynið okkur. Fljót afgreiðsla. Geo. A. Shute, 118 Nena st. Tel. 3373‘ KINC EÐWARD REALTY GO. 449 Main St. Hoom 3. Eignir í bænum og út um land. Gc<5 tækifæri. Peningalán, Bæjarlóðir til sölu. THOMPSON, SONS & CO., Xczrid ensku. The Western Business Col- lege ætlar aö koma á kveld- s k ó 1 a til þess aö kenna í s 1 e n d- ingum aö TALA, LESA og SKRIFA ensku. Upplýsingar aö 3o3 Portageave. Cor.Donaldst. M. HALL-JONES, forstOOum aDu THE CANADIAN BANK Of COMMCRCC. á horuinu á. Kom oc DhIm-I Höfuðstóll ff,700,ooo.oo Varasjóður $3,500,000.00 SPARISJÖDSDEILBIS Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur lagCar viC höfuöstól á sex mánaöa fresti. Vfxlar fást á England* banka t»em eru borganlegir á /uland-i. Aöalskrifstofa í Toronto. Bankastjóri í Winnipeg er °----JOHN AIRD-----o THC DOMIINION BANK. Borgaður höfuðstóll, $3,000,000 00 Varasjóður, - 3,500,000.00 Eitt útibú bankans er á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin tekur við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borg- aðar tvisvar áári, f Júm' og Desember. T. W. BUTLER, BaÐkastjdri. Imperial BankofCanada Höfuöstóll. .$3,000,000 Varasjóöur.. 3,000,000 Algengar rentur borgaðar af öllum inn- lögum,— ÁVÍSANIR SELDAK X BANKANA X IS- LANDI, ÚTBORGANLEGAR f RRÓNUM. Utibú f Winnipeg eru: Aðalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne ave. N. G. LESLIE, bankastjórl. Norðurbæjar-deildin, á horninu á Main st og Selkirk ave. F. P, JAKVIS, bankastjóri. I. C. ALLEN, LjÓ8myndarl. Tekur alls konar myndir, úti og inni. Tekið eftir eldri myndum og myndir stækkaðar la. 503 Logan Ave., cor, Park St. WINNIPEO Dp.M. halldorsson. er, 3KT X> Er að hitta á hverjum viðvikudegi rafton, N. D., frá kl. B—6 e. m. Mikil eftirspurn er nú eftir HÖFRUM. Skrifiö oss og fáiö aö vita um verölag og flutninga. Utanáskrift: THOMPSON & SONS CO., Grain Commission Merchants. Grain Exchange, WINNIPEG. Yöar einl. THOMPSON SONS & CO ORKAK MORRIS PIANO Tónninn og^tilfinninginer framleitt á hærra stig og með meiri list en á nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjörwm og ábyrggt um óákveðinn tíma. Það ætti að vera á hverju heimili. S L BARROCLOUGtí & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. LYFSALI 9 H. E. CLOSE prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Rit- föng &c.—Lækniaforskriftum nákvæm- n gaumur gefinn. BELL P I ANO ORCEL Og Einka-agentar V/innipeg Piano & Organ Co, Manitoba Hall, 295 Portage ave, Dr. W. Clarence Morden, tannlœknir Cor. Logan ave. og Main st. 620J4 Main st. - - ’Phone 135. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanngjarnt verð. Alt verk vel gert. Thos. H. Johnson, islenzkur lögfræðingur og mála- íærslumaður. Skrifstofa: Room 33 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. TTtanXskrift: P. O. box 186i, TYlefón.428. Winnipeg, Manitoha Jftimtb cftir — þvi að Eddy’sBuoQinoapappir heldur húsunum heitum’ og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn um og verðskrá til TEES & PERSSE, Ltd. \gents, WINNIPEG. r Wínnipeg Picture Frame Factory, Búð: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. n Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Viö þurfum umboösmenn víösvegar til aö selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. P. Cook, Eigandi. I V , -J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.