Lögberg - 08.06.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.06.1905, Blaðsíða 6
\ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ 1905. LUSIA aOSFREYJAN Á DARRASTAÐ. Hún brosti. „Ekki kvendjöfull,“ sagði hún, „heldur met- orðagjörn kona, lávarður minn—eigið þér við hjóna- band Lúsíu? Já, þvi réði eg. Getið þér ekki skilið Jað, að eg vildi koma henni úr vegi?“ „Guð fyrirgeti vðttr,“ sagði Harry og hengdi niður höfuðið; „eg get það ekki!“ „Ríðið þangað til eg bið yður þess, lávarður minn,“ sagði hún. „Og þó sé eg nú enga ástæðu til þess, að þér ekki fyrirgeflð mér. þegar þér fáið’ að vita, hvað eg ætla nú að gera næst,“ og hún gekk að dyrunum. Harry stökk á fætur. „Hvert eruð þér að fara?—hvað ætlið þér að gera ?“ „Eg ætla til Lúsíu,“ sagði hún. „Ekki til þess að biðja hana fyrirgefningar — í þess konar heimsku geri eg mig ekki seka; en eg ætla mér að hreinsa yður í augum hennar — aði láta hana vita, að .eins og a stóð gátuð þér ekki hjá þvi komist að giftast mér. Eg neyddi yður til þess að biðja mín, var ekki svo?" „Veriðt þið sælir, herrar mínir,“ sagði hún hlæj- andi. „Mr. Merle, með klaufaskap yðar hafið þér slegið gæfuna úr hendi okkar beggja, og það get eg ekki fyrirgefið yður. Að falsa ávísun! — það var óðs manns æði!“ Við þessi síðustu orð kom fram fyrsti geðshræringar vottur hjá Maríu, og um leið og hún fór leit hún gremjulega til Merle. í>eir heyrðu, að hún gekk þýðlega og léttilega upp stigann í áttina til herbergja Lúsíu. María hafði það fram yfir flest illkvendi og illmenni, að hún var ekki .heigull. Head lögmaður gekk til Harry og studdi hend- inni á öxl hans. „ Þetta eru undarlegar og óvæntar fréttir, lá- varður mmn,“ sagði hann hátíðlega. „Lengi hefi eg haft einhvern óljósan grun um leyndarmál í sambandi við æfiferil markgreifans sáluga; en eg vona þér kannist viði, að það var ekki í mjnum verkahring aö—“ Harry hristi höfuðið þreytulega. „Hvað á að gera?" sagði hann. „Eg býst naumast við að reynt verði að mót- mæla þessu," sagði Head logmaður með áherz.lu og leit til markgreifans. „Eg ráðlegg. samkomitlag.“ Markgreifinn rak upp hæðnvshlátur og hallaði sér aftur á bak i stólnum. „Samkomulag!“ sagði hann. „Eg skal láta minn síðasta pening ganga til að inótmæla kröfu þessari. Eg gef það aldrei eftir. Ald«;i.“ Head lögmaður gekk til lians, laut niður að hon- um og sagði: „Verið þér stiltur, yðar vegna. Reitið hann ekki til reiði; það hefir ilía verið með hann farið. Lítið til baka, herra minn, ti! áranna sem hann hefir mátt ganga með skugga á mannorði sínu og þola ilt um- tal. Hvað kröfu hans viðvíkur þá er hún rétt, .og eg sé, að þér vitið það. Það verður vandalaust að «inna j>að. Það er úti um yður.“ „Spæjarirjn hafði allan Jjennan tima staðið graf- kyrr og veitt öllu nákvæma eftirtekt; en nú gaf hann sig fram og gekk með hægð til markgreifans. „Eg hlýt að gæta skyldu minnar,“ sagði hann. „Eg handtek yður fyrir að hafa skrifað falska ávísun á Coutt’s bankann." Markgreifinn tók viðbragð og greip um borðið'. „Lér — þér getið J>að ekki,“ »agði hann. ,Það er einfaldasta og skemtilegasta skjalfölsun- armál sem eg hefi átt við,“ sagði spæjarinn með’ á- nægjubragði. „Sannanirnar eru órækar. Maðurinn þarna" — hann benti á Sinclair—•„hefði ekki getail það; hann er ekki maður til þess. Komið þér og sýnið enga óþægð.“ * „Bíðóð Jær ögn við,“ sagði Harry. „Viljið þér leyfa mér að tala við hann afsíðis fáeinar minútur?“ Spæjarinn leit til Head lögmanns. mínútur, láv'arður minn," sagði hann, og svoi gengu þeir, spæjarinn og lögmaðurinn, fram i ganginn. Harry læsti stofunni á eftir þeim, og á meðan tók hann eftir því, að Sinclair smevgði sér xit um gluggann, en hann lét sig það engu skifta. Náfölur og alvarlegur gekk hann að borðintt þar sem mark- greifinn sat. . „Þú verður hér ekki nema tíu mínútur,“ sagði Harry með skjálfandi rödd og horfði í andlit manns- ins sem svo miskunnarlaust hafði ofsótt hann, en var nú á valdi hans. „Ritaðu í snatri. Gefðu henni frelsi sitt og—“ hann benti á hálfopinn gluggann. Markgreifinn hló. „Og láta þig taka við öllu — verða Merle mark- greifi,“ sagði hann og nísti tönn'um. v „Eg hirði ekkert urn nafnbótina né auðintt; eg er einungis að httgsa um að frelsa Lúsíu frá þér. Eg trúi þér ekki fyrir henni framar, og neitir þú að gefa henni hér skriflegan skilnað þá skal'enginn mannleg- ur kraftur fá frelsað þig frá hegningu þeirri, sem þér ber með réttu. Fljótt nú!“ Markgreifinn þorði ekki að þrjózkast lengur; hann sá, að Harry meinti það sem hann sagði, og ritaði þiví eins og fvrr harin var lagt. Aið því búnu tók hann hatt sinn og yfirhöfn, semkvæmt bendingu Harry,'og forðaði sér út um gluggann. „Þrátt fyrir þetta er Lúsia konan mtn,“ sagði hann og glotti illmannlega framan i Harry. „Eg veit það,“ sagðí Harry. „Eg skal ekki gleyfna því. Farðu nú!“ Glugginn lokaðist með hægð, og Harry beið þegjandi eftir mönnunum. Þegar tíu mínútur voru liðnar var barið að dyrutn. Hann opnaði stofuna og þeir Head lögmaður og spæjarinn komu inn. „Farinn?“ spurði spæjarinn eftir að hann hafði gengið úr skugga um, að Harry var einn i stofunni. Harry hneigði sig alvarlega og spæjarinn beit á vörina. „Þér um það, lávarður minn; en það hefði verið óv'iðjafnanlega skemtilegt og auðvelt mál.“ XXXVI. KAPITULI. ’ Úálftíma síðar stóð Harry úti fyrir húsinu og rendi augunum út yfir grasflötinn og skemtigarðinn og skógana umhverfis. Head lögmaður var fatmn til London með spæj- at anum; en áðitr en hann lagði á stað átti han-n tal í ' ið Harry og sýndi honum fram á, að á því léki lítill setn enginn vafi, að 4tann væri rétti og löglegi tnark- greifinn, og maðurinn, sem hingað til hefði boriði | aðalsnafnið ,yrði frá a hverfa félaus og umkomulaus. „Þér eruð tnarkgreifinn, Harry, og kjör hans og—hennar eru í yðar höndum. Það er yðar að segja hvað gera skal.“ Harry studdi hendinni undir ennið og hlýddi með athygli á orð gamla og gætna lögmannsins. „Eg get ekki ákveðið það núna,“ sagði hann. , Þetta ber alt svo bráðan að, er svo óvænt og undar- legt.“ „Og þó svo undur einfalt þegar maðlur hugsar um það,“ sagði Head lögmaður. „Spæjarinn sagði tnér, að þpð hefðj óðar slegið sig þegar hann heyrði í markgreifann tala og horfa á yðrir, að þér væruð lög- ; lcgi eigandinn alls hér og falsaða ávísunin væri borg- un handaöeinhverjum íyrir að þegja um það. Og nú í ætla eg að bregða tnér til London,“ sagði hann að endingu. „Eg ætla að fá útdráttinn úr kirkjubókinni staðfestan og líta eftir vitnum, ef til kemur að þeirra verði krafist, og — ja, hvað annað get eg fyrir yður gert?“ ,,Tvent,“ svaraði Iíarry. „Finnið þér — mark- greifann og fullvissið hann um það, að hann skuli engan skort liða það sem hann á eftr ólifað. Eg skal eftirláta honum riflegar tekjur, með því skylyrði þó“—og það seig á Harry brúnin—„að hann komi aldrei nærri konunni sinni nema hún geri hönum boð að koma. Hitt er að koma við i húsi þessu“— hann rétti lögmanninum pappírsblað—„þar finrtið þér Súsý. Segið henni að Lúsía húsfreyja Inarfnist henn- ar og sendið hana tafarlaust hingað.'f • Og þegar Head lögmaður var farinn, gekk Harry út á svalirnar og horfði yfir landareignina, sem hann átti nú — hann, sem nú var orðinn Merle markgreifi. En viði það færðist engin glaðværð í svip hans. Það var honum nú alt einskis virði—nafnbótin, lönd- in, húsin, gullið — úr því hann hafJíi mist af því i eina, sem honum var meira virði en alt annað; úr því hann hai'i mist af Lúsíu. ' Sklnaðarorð fals-markgreifans: „Þrátt fyrir þetta er Lúsía konan mín“, kváðu við í eyrutn Harry eins og likhringing og minti hann óaflátanlega á það, að á milli þeirra var staðfest djúp, sem ekkert neina dauðinn gat brúað. Hawn hafði mist Lúsiu, og aldrei hafði umhug«- unin um það fengið meira á hann en nú. Nafnbótin og auðlegðin gerði honum Jvetta margfalt tilfinnan- legra og varð honum því harmabrauð. Þúsund sinnum heidur hefði hann kosið sér að ^ vera óskilgetinn bóndi og fá að njóta konunnar sem hann unni, heldur en að vera Merle lávarður og vita ] unnustu sina öðrum gefna, og það einmitt mattni Jæm sem hann hafði velt úr sessi. Alt í enu heyrði hann fótatak að baki sér og j María Verner nam staðar við hlið hans. „Jæja, lávarður minn,“ sagði . hún og brosti j gletnisilega; „þér eruð að blína á eign yðar, lönd yðar og akneyti, þjúna yðar og þjónustukonur. Hvað snögglegri breytingu alt hefir tekið, finst yður ekki ? Töfrastafnum slegið tiiður á jörðina, og Merle mark- greifi fellur niður í botnlausa niðurlæging og eymd, og í sama Vetfangi nium lítils virt Harry Herne lyft upp til auðs og metorða. Er það ekki skrítið ? Og svona er þetta líf okkar mannanna barna.“ Ilarry horfði á brosleita og hæðnislega andlitið hennar með undrun og viðbjóð. Var það hugsanlegt, að stúlka þessi, tilfinningarlaus og hlæjandi yfir öllu, sem uppvist var orðið, væri sama stúlkan, sem fyrir fáum vikutn hafði kropið grátandi við rúmstokkinn lians og kallað guð til vitnis um það, að1 hún elskaði hann, og var nærri búin að gabba hann til að giftast sér ? „Þér eruð alvarlegur eins og dómari, lávarður' minn,“ sagði hún. „Hvernig víkur því við ? Nú ættuð þér að) fieygja hattinum yðar upp í loftið og ‘nrópa af öllum mætti: ,Eg hefi sígrað!1; en í þess stað eruð jiér svo stúrinn, að: það lítur fremur út fyr- •* ir, að þér hafið mist af greifadæminu en eignast það. Lítið þér á hvað vel li’ggur á mér, og mundi þó marg- itr segja, að eg hefði ástæðu til að barma mér. En eg lít þannig á. að skemtunin, sem eg hefi haft af ölþt þessu, sé nokkurs virðé. Vitfð þér-fivað eg hefi verið að gera. lávarður minn? Eg hefi verið að segja henni Lúsíu satt og rétt frá öllu; hefðuð þér heyrt óhljóðin í þem frú Dalton og Lady Famley og séð viðbjóðinn uppmálaðati í andliti þeirra , þá munduð þér geta farið nærri um það hvað skemt mér var. Já, Harry —fyrirgefið—lávarðitr minn, átti eg að segja, eg hefi skýrt nákvæmlega frá öllu. Þegar maður rifjar upp fyrir sér alt ráðabruggið í næði, þá getur maður ekki neitað því, að það var alt of gott og skemtilegt til þess að vera eyðilagt i miðju kafi mleð fífldirfsku markgreifans — sem var, á eg við. Hvað á maður nú annars að kalla hann? — Mr. Merle?“ Hún hló og haliaði sér fram á grindumar rétt við hliðina á Ilarry, og gaf engan gaum alvarlega fyrirlitningarsvipnum á andlitf hans. „Já, það var sniðugt, og það var eg, sem fann upp á því öllu. Eg gerði þpð alt, eða það mátti svo h.eita. því eg held markgreifinn hefðj aldrei haft hug i sér til þess að fela silfurkerið í húsinu yðar, og eg er sannfærð um þiað, aðí hanti hefði aldrei við hana Súsý ráðið. Aumingja Súsv! Segið þér henni, að eg fyrirgefi henni jað þó hún ropaði þessu í yður; það er ekki nema Jað sem yið mátti búast.“ „Og þér gerðuð alt þetta — og hefðuð—“ hann þagtiaði við, og gat ekki fengið sig til að segja þaðl sem honum bjó í huga. „Gifst yður? Auðvitað, Og vitið þér livað? Mér kom það aldrei til hugar fvr en eg heyrði gamla manninn segja ltonum Sinclair, að þér væruð löglegi markgreifinn. Alt ráðabrugg mitt þangað til var til þess gcrt eingöngu að koma yður úr vegi og láta markgreifann giftast Lúsíu.“ „Til hvers?" sjntrði Harrv alvarlega. María vpti öxlum. ' • „Vegna þess ráðabrugg á vel við mig, og til þess að hafa markgreifann framvegis i *hendi mér. En til hvers er að fara fleiri orðum um þetta? Lúséa segir yðu? Iiákvæmlega frá því öllu. Þá liggur næst íyrir að hugsa um fratntíð mina. Ætlið þér að giftast mér, lávarður minn?“ og'lutn hneigöi sig fyrir Harry. Hann virti hana fyrir sér öldungis forviða. . „Ekki það ?“ sagði hún. „Eg bjóst naumast við því, en eg áleit það skyldu mina aðl gefa yður kost á því. Þér gætið þess, að þér getið ekki gengið að eiga Lúsíu.“ Harrv varðl náfölur og augu hans tindruðu. „Kona, kona! hrópaði hann. „Hafið þér enga meðaumkvun ? Nægir yður það ekki að hafa gert okkur bæði ófarsæl, þó þér nú ekki bætið því ofan á að hlakka yfir öllu satnan?“ Hún horfði þegjandi á Harry allra snöggvast, og eitthvað óvanalegt kom fram í svip hennar. „Elskuðuð þér hana svona heitt?“ sagði hún lágt. „Lndarlegt! Hvað er það annars, þessi ást? Eg þakka skapara mínum fyrir það, að eg hefi ekkert af henni að segja. Hvernig hún getur ger.t ykkur, karla ekki síður en konur, a?5 flónum. Hefðuð þér elskað Lúsíu ofur lítið minna, þá hefðuð þér ekki stokkið í burtu; alt ráðabrugg mitt hefði að engu. orðið, og }>ið væruð nú gift hjón. Og nú — verið þér sælir. Lúsía og báðar kerlingarnar ráku mig í burtu frá sér með eins miklum óbænum eins og konur í þeirra stöðu leyfa sér aðl láta sér um munn fara, og eg býst við þér farið eins að. Verið jnér sælir. Eg ætla að reyua á ný að leita gæfunnar. Æ, æ! hvað skyldi þá ciga eftir að verða úr Maríu Vemer?“ og lutn rak upp ónotalegan kuldahláaur og fór. „Bíðið þér við,“ sagði Harry. „Finnið þér Head Mgma'nn; ráðstafanir skulu verða gerðar_______“ meira gat hann ekki sagt. „Er j«ðl mögulegt ?“ sagði María og leit til hans. „Ætlið þér að rétta mér hjálparhönd? Harry“— hún Jjokaði sér nær honum og lækkaði málróminn — „Harry — lávarður minn — það var jafngott þó eg ekki giftist yðiur til þess að — verða ógæfusöm.“ Það voru síðustu orðin, sem hann nokkum tíma heyröi af vörum Maríu. Þegar hann var búinn að ná nógu tnklu valdi yfir skapsmunum sínum til þess að segja henni aðl vera sælli, þá var hún öll á burt. Hann stóð þama enn þá við um stund til þess að ná sér, og gekk síðan inn í húsið. Fréttirnar flugu frá manni til manns á. heimilinu, hamingjan veit hvemig ,og fólkið var alt búið að vita, að| húsbóndinn, sem það hataði, var falsgreifi, og að Harry Herne var löglegi markgreifinn. Öllum á heimilinu, körlutn og konum, hafði æfinlega verið vel við hann, og hrósuðki nú happi. Fagnað&róp mundu hafa heyrst úr hverju horni ef fólkið ekki hefði vitaði, og tekið sér það nærri, að húsfreyjan sat syrgjandi upp á lofti. „Spurðu markgreifafrúna hvort hún vilji finna mig allra snöggvast,“ sagði Harry við eina vinnu- konuna. „Já, lávarðiir minn,“ sagði vinnukonan og hneigði sig. „Þei,“ sagði hann og hélt upp hendinni. „Eg: er ekki—“ hann þagnaðd við og ygldi sig. „Kallaðu mig það ekki. Eg er Harry Herne.“ „Já, lávarðlur minn,“ sagði vinnukonan og fylgdi honum upp á loft og að dyrunutn á herberginu þar sem Lúsía sat inni. Lúsia sat þar á tnilli þeirra Lady Farnley og frú Dalton; og j>egar þær stóðu upp til þess að ganga fram úr herberginu, þá rétti hin fyrnefnda Harry hendina og sagði: „Harry! Þetta er svo óvænt, að það er eins og maður geti naumast trúað því; en — en nú lægi vel á mér ef það væri ekki vegna hennar. Vertu góður við ■ hana.“ Hann tók vingjamlega í hendina á Lady Farnley, en svaraði ltenni engu oröi. Hann hafði ekki augun af Lúsíu, og fanst hún aldrei hafa verið jafti fögur og elskuverð eins og einmitt nú þegar engin von var til þess að hann fengi að njóta hennar.. Og hann komst svo við af hinu margfalda mótlæti hennar, að hann ásetti sér að gera kjör henar eins bærileg og unt var. Ilann féll á kné frammi fyrir henni og sagðS: „Lúsía!“ Hún grúfði sig á handlegg hans og sagði: „Iíarry! Harry! Getið þér fyrirgefið mér? Æ, Harry, hvað hefi eg látið koma mér til að gera? Hvað liefi eg gert?“ „Talið þér ekki svona,“ sagði Harry blíðlega. „Á milli okkar skal ekki vera um neina fyrirgefningu að ræða ef þér viljið minnast þess sem á bak við er. Hér er ekkert að fyrirgefa. Eg má ekki til þess ] hugsa hvað mikið ilt hefir leitt af þeirri heimsku | nipini að stökkva í burtu héðan—“ það’ kom einhver | kökkur í háls hans, svo hann varð að þagna uím stund. „En eg kom ekki ltingað til þess að) tala um fortíðina, heldur framtíðina." „Framtíðina, framtíðina!“ endurtók Lúsía ör- væntingarfull. „Já,“ sagði hann/ „Verið þér ókvíðin, Lúsía. Eg fer nærri um það, hvað yðttr skelfir mest. En verið þér óhrædd. Hann hefir gefið yður skilnað' eftir.“ Hún kiptist við og leit upp. „Lítið þér á,“ sagði hann. „Hérna er það. Hann lofar að koma ekki á fund yðar fyr en þér sendið eftir honum.“ „Ekki fyr en eg sendil“ Hún tók meðl hendinni fyrir kverkar sér. „Þegar eg lutg.sa til þess, Harry,. að eg er eiginkona manns þessa, þá finst mér enginn dauðdagi vera svo ógurlegur eða kvalafullur, að lífið hljóti þj ekki aðl vera enn þá meira óþolandi. En eg skal fara — þér eruð nú húsráðandi hér. Það er mín eina huggun mitt í allri ógæfunni, Harry. Eg skal fara og leynast einhvers staðat á afskektun/ stað þangað til dauðinn sér aumttr á mér og bindur enda á mótlæti mínu.“ „Talið þér ekk svona,“ sagði Harrj' aftur og rétti henni hendina. „Haldið þér kannske, að þér standið í nokkttrri skuld við mig, Lúsía?“ „Skuld.“ „Sé svo, þá getið þér greitt liana alla, já, og það með vöxtum. Viljið þér ganga að kostum þeim, sem eg set yðmr?“ „Eg vet ekki hvað' það gæti verið, sem eg ekki vildi fyrir yður gera,“-sagði hún í lágum en enbeitt- um rótn. „Eg bið yðlur þess þá að vera hér í staðinn minn. Haldið áfram að vera húsfreyjan á Darrastað. Lítið eftir fólkinu mínu — nei, það eti fólkið yðar. Lifið fyrir aðra, gleymið því, sem á bak við er, gleymið honum og — gleymið mér.“ Hann lét höfuðið síga niðttr á bringuna. Og Lúsia svarað engu. „Viljið l>ér gera þetta fyrir mig?“ 1 *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.