Lögberg - 22.06.1905, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.06.1905, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. Júní 1925 Þann 14. Júní. Kl. 7 að morgni þess 14. var y.s 1 og þys á vagnstöð C. P. R. Mátti þar sjá að eitthvað óvanalegt var í vændum. Hinn fyrsti maður er eg þekti þar var Árni kaupm. Frið- riksson. En sjðan fór eg að þekkja ýrnsa tieiri, svo sem Ölaf læknir Björnsson, Tótnas lögm. Jónsson, Guðjón gullsmið Thomas, W. H. Paulson og nú hvern af öðrum góða og gilda íslendinga. Var flýtt sér að ná landi á hinni næstu vagnlest, gekk það vel sem vandi er til. Lestin saman stóð af 7 e*a 8 ferðavögnum. Urðu þeir þægilega skipaðir af um 200 manns. Eftir að við höfðum tekið sæti, | —eg var sætisvandur, útgefandi Freyju — kom til mín maður með hvíta húfti, kringlótta, og bauð til; kaups bláa reirn, með þessum orð- 1 um prentuðum á: „íslendingar viljum vér allir vera“. Mér þóttu orðin svo falleg, að eg hefði keypt ræmuna þó kostað ^iefði meira; verðið var ioc. Á ræmuna var lika þrykt mynd, sem átti að tákna val, en mér fanst meir líkjast íslenzkri rjúpu. Eg hefi ekkert á móti rjúpunni, og álít að i raun og veru sé rjúpan eins heiðarlegur og veglegur fugl og valurinn, nema fremur sé, en þó fanst mér eins og mynd hennar að tákna ísl. þjóðerni ekki eins á- nægjuleg og góð valsmynd, og rniður benda á hernaðarhæfileika ísl. en geta þá í þess stað „repres- cnterað" þann hluta þjóðarinnar, sem ber gjaldabyrði landsins, og lætur stjórnar valina reka sig á- fram lifandi og plokka sínar blóð- fjaðrir, og sem kennir þá fyrst er kemur að hjartanu. F.r. svo var myndin nógu lík val til þess að vera hér um bil á- nægður og það urðu allir eftir litla stund. Lestin brunaði áfram með tign- a legum hraða gegn um loftið og nam ei staðar til muna fyr en í Gicnboro. Á leiðinni var fólkið að skemta sér, sumir við spil.aðrir við nð syngja þjóðlögin sin, og ýmsir v’ð að skrafa saman. í Glenboro beið okkar heill her- skari af bændum Argyle-bygðar, ineð hesta sina og keyrsluvagna, og tóku þeir okkur glóðvolga úr vögnunum og keyrðu með okk- nr í flugferð suður að Grund, um 7 milur vegar. Það var skemtilegur túr; landið b'asti við „fagurt og frítt“ ; akr- a:nir alklæddir i sílgræn föt, er fóru svo aðdáanlega vel. Vegirnir voru þurrir og sléttir, hestarnir fjörugir, útsýnið ginnandi, menn- írnir glaðir og alúðlegir. Eitthvað milrið lá í loftinu. Allir sáust rtefna að Grur.d. Og þangað kom ; ’lur skarinn innan stundar. Fjökli af hestfm stóð austan vert við býl- ;ð. Norðanvert var stór tjörn, en umhverfis heimilið var fagurgrænn éikarskógur; var það mjög fögur sýn. Er það eitt hið fegursta heimili, sem eg hefi séð í þessu landi. Þar býr Sigurður Kristó- fersson, og var það skaði að hvor- ngt þeirra hjóna var heima ; þau voru vestur við Kyrrahaf. Það fyrsta sem mætti auganu á staðnum að undanteknum hesta- grúanum og mannþyrpingunni, var samkomuhús; var það troðfult af fólki og skipað matborðum alla vega. Stóð kvenfélag safnaðarins þar fyrir beina. Voru bornir ýms- ir réttir, svo sem ostur, kjöt, brauð og álls konar bakningar,— einnig skyr og rjómi. Hið fínasta kaffi og ljúfasta te. Gátu menn orðið þar líkamlega alsælir á stuttum tima fyrir ein 25 cents! Klukkan 2 að deginum var fólk- inu boðin tilbreyting á prógrammi og hersingin lokkuð út i skóg, með sqnglist frá hornum og lúðrum hornleikaraflokks frá Winnipeg JThe City Band). Steig þar í stól maður að nafni K.istján Jónsson, bróðir Tómasar lögmanns. Kvaðst hann vera forseti þtssa dags, sagði ÚPP lög og reghir, nefnir á hvaða ékemtun væri von og sagði þýð- ingu þessa samkvæmis. Kvað það 25 ára afmaelishótíð Argyle-bygð- ar. Að svo mæltu sagði hann sam- komuna setta. Kristján er tilkomumikill maður í sjón. Fremur lágur maður en vel þrekinn og fjörugur á fæti. Hann er glaðlegur á svip, góðmannlegur, en eins og dálítil gletni skíni út úr svipnum. Er hann líka vel gaman- samur og fyndinn í orði. Hann kallaði á Friðjón Frið-1 riksson sem fyrsta ræðumann; átti j hann að rnæla fyrir minni bygðar- innar. Voru honum sett ströng lög að tala ei yfi'r 20 mínútur. Braut hann eigi þau lög að mínum dómi, en fór aðdáanlega í kring um þau og talaði í alt að hálftíma. Sagðist honum mjög vel og skipu- j lega; las hann upp kafla af land-j námssögú Argyle úr Almanaki Ó. Þorgeirssonar. Fékk hann hið bezta hljóð. 1 Friðjón er bróðir Árna Friðriks- sonar í Winnipeg. Er hann kaup- maður í Glenboro og búinn að vera um langan tíma. Hann er lágur maður þrekimi, gáfulegur, staðfestulegur og gæt- inn. Hefir góðmannlegt og þýtt viðmót og vekur á sér traust og tiltrú. Hann er friðleiksmaður og þó, við aldur. Næst kallaði forsetinn á Friðrik prest Hallgrímsson. Talaði hann fyrir minni íslands. Var það stutt og laggott, hispurslaust og biátt áfram. Endaði hann með því að mælast til samskota fyrir holds- v< ikraspítalann á íslandi. Sagðist honum það svo innilega og hlýlega að tilfinningar allra voru tendraðar af mannúðartilfinningu. Kom það og fram í verkinu því yfir $40.00 komu saman á svipstundu. Friðrik er friður maður, ndckuð bár, er. grannur. Svipurinn léttur og fremur glaðlegur, þýðlegur og laus við hroka. Hann er svo blátt áfram, að maður laðast að honum ósjálfrátt. Hann er óskabarn síns safnaðar eftir því sem hægt er að sjá og sýnist vera vel lagaður leið- togi. Nettmenni í framgöngu og sannur reglumaður. Þá éar kall^ð á W. H. Paulson; skyldi hann ’ mæla fyrir minni Canada Hélt hann snjalla, hvín- andi læðu, góða og sanna með dá- iitlu saman við af brezkum hroka, scm var nærri fyrirgefanlegt við þetta tækifæri. Hann minti á hvað larfdið hefir verið fyrir oss ísl — góð fóstra er gekk oss í móður- stað, og annaðist oss betur en móð- irin hefði getað gert. — Það er satt. Mælska Vilheims er stór og mál- ið gott, en heldur mikil ferð á höfðinu. Vilhelm er snotur maður, frem- ur smár vexti, samsvarar sér vel. Kvikur á fæti og ber sig vel. Aug- un eru töfrandi og gjetnin skín úr þeim. Hann er glaðlegur og blátt j áfram við alla, og allir víkja að honum sem kunningja. Hann virð-, ist hafa áunnið sér traust. meðal fólksins. Einhvers staðar þarna á milli 1 var M. Markússon frá Winnipeg I smeygt með kvæði, sem var fyrir minni Argyle. Var gerður góður! rómur að því, enda hljómaði það! rel. Magnús er fremur í hærra lagi, en grannur, ljóshærður, og j slær rauðum blæ á yfirskegg hans. j Hann er skarplegur maður og j fjörlegur og sýnist ekkert hafa elzt síðan hann vann kappgönguna! miklu i Winnipeg fyrir mörgum j árum síðan. Á hann fáa sína líka í j fráleik. Hann stundar landsölu í j Winnipeg og er orðinn mikið vel kunnur í þeirri verzlunargrein sem I i drííandi starfsmaður. Var svo lokið prógrammi, að j undanteknum knattleik milli Bald- j ursmanna og Winnipeg-manna. Unnu Baldursmenn. Einnig toguðu á kaðli Winnipeg-menn á öðrum enda og Argyle-menn á hiiium. j Fór svo að Argyle-búar unnu, en mistök urðu á og ágreiningur og urðu sumir óánægðir út úr úrslit- um. Þó barðist þingheimur eigi: og eigi fór í mál; hlýddu allir lög- um Tómasar iBgmanns. Leið nú að kveldi, og fóru menn að-tínast heim. Var öllum hernum aftur ekið til Glenboro, hvaðan hann var tekinn. Þess urðum við útgefendur Freyju vör, að hún átti þar marga 1 v'ni. Hefðum við kosið að mega j : ciga dvöl í bygðinni heila viku.! 1 Kvenfrelsismálið hefir náð djúp- Hvaðsegið þér um það að fá eina af þeásum klukkum ókeypis? Nýkominn heill farmur af karl- manna fat.naði og til þess að gera hann mönnum kunnan sem fyrst ætlum viö aö selja mestan hluta hans á aðeins þessa viku. Til þess aö fá sem flesta til þess aö kaupa þenna fatnað gef- um viö með hverju viröi sem keypt er mjög fallega gylta stoíuklukku, sömu tegund og þér oft hafiö séö í gluggunum hjá úrsmiöunum og óskað aö þér ætt- uö. Komiö og skoöiö hvoru- tveggja, klukkurn^r og fatnaöinn. IMPEIAL GLOTH- ING HOUSE ---611---- Main St. Austanvert á Main St. Milli Logan og Alexander Ave. N. B. Viö gefum einnig afslátt á öllu sem til fatnaðar heyrir, hött- um, skóm, stígvélum, o. s. frv., aöeins þessa viku. DR A.V. PETERSON Norskur tannlæknir. 620A Main st. jgié^Ef þér þurfið aö láta hreinsa, fylla eða gera viö tennurnar þá komiö til mín. Verö sanngjarnt. A.E. BIRD SHOEGO. Sérstök sala á Karlm kvenna og barna skóm. Karlmanna Balmoral skór úr rúss- nesku kálfskinni vanal. S5.00, nú á $4.00. Kvenna Pbn Oxford, nýjasta tegund.vana- loga$3.50, nú á $3. Einnig mikið af sýnis- hornum af skóm, sem við seljum á $1,25, $1,00, 750. og 50. Nýkomið mikið af ferðakoffortum, ferða- kössum og fatakössum. A. E. Birds & Co. Eftirmenn Morrison Shoe Co. Cor. Notre Dame & Spence. The Cfown Co-operative Loan Compaoy Ltd. Viö höfum enn til nokkurar bygginga-lánveitingar, sem fást meö sanngjörnu veröi. LÁG NÚMER. Ef þér ætliö aö byggja bráölega borgar þaö sig aö finna okkur. $1.000 lán kostar $100 í 200 mánuði. Nákvæmari skilmálar hjá Crown Co-operative Loan Co. Ltd. Tep Floor Bank of British North America. The Winnipeg Laundry Co. Limited. DYERS, CLEANERS & SCOURERS. 261 Nena st. Ef þér þurfið að láta lita eða hreinsa ötin yðar eða láta gera við þah svo þau verði eins og ný af nálinni"’þá kallið upp Tel. 966 og biðjið um að láta sækja fatnaðinn. Það er sama hvað fíngert efnið er. ELDIVIÐUR # af öllum tegundum: Tamar- ack, Pine, Poplar, Slabs og Birki, meö lægsta veröi. Ætíö miklar birgöir fyrir hendi. KING EÐWARD REALTY CO. 449 Main St. Room 3. Eignir í bænum og út um land. Góð tækifæri. Peningalán, Bæjarlóðir til sölu. Jíærid cnúu. The Western Business Col- lege ætlar aö koma á k v e 1 d- s k ól a til þessaö kenna í sl e n d- ingum aö TALA, LESA og SKRIFA ensku. Upplýsingar aö 3o3 Portageave. M. HALL-JONES, Cor. I'onaldst. forstoOum aOu THE C4NADI4N BÁNK 01 COHHERCE. á hornlnu á I(om ng lnnhel Höfuðstóll $f,70o,ooo.oo Varasjóður $3,500,000.00 8I>ARIS.IÓDSI1EILIM\ Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur lagðar við höfuðstól á sex mánaða fresti. Vfxlar fást á Knglands hanka sem eru horganlegir á fslandi. Aöalskrifstofa í Toronto. Bankastjóri í Winnipeg er j °---JOHN AIRD——0 TI1E DOMINION BANK. Borgaður höfuðstóll, $3,000,000 00 Varasjóður, - 3,500,000.00 THOMPSON, SONS & CO., Mikil eftirspurn er nú eftir HÖFRUM. Skrifið oss og fáiö að vita um verölag og flutninga. Utanáskrift: THOMPSON & SONS CO., Grain Commission Merchants. Grain Exchange, WINNIPEG. Yöar einl. THOMPSON SONS & GO ORKAR MORRIS PIANO Tónninn og.tllfinninginer í.-amleitt á hærra stjg og meameiri list en á nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgst um óákveðinn tíma. Það ætti að vera á hverju heimili. S L BARROCLOUGH & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. M. P. PETERSON, Tel. 798. Horni Elgin & Kate. \\ % James Birch 329 & 359 Notre Dame Ave. Eg hefi aftur fengið gömlu búðina í Opera Block og er nú reiðubúinn að fullnægja þörfum yðar fyrir rýmilegt verð. Pemjið \ið mig um skrautplöntur fyrir páskana. Eg hefi alskoaar fræ, plöntur og blóm gróðursett eða upp- skorin. Ef þér telefónið verður því tafarlaust gaumur gefin. .Telephone 3638. (' '' \i <> o < i \i $ * NT CABINETMYNDIR $3.00 tylftin, til loka Júnímán- aðar hjá GOODALL’S 616yí Main st. Cor. Logan ave. Viö erum nýbúnir aö fá inn mikið af skrám og því sem þeim tilheyrir, (Lock sets) úr kopar sem viö getum selt fyrir 50C. 25 prct. afsláttur á öllum ís- skápum (refrigerators) í eina viku. Beztu kaup á Granite og tin- vöru. WYATT s CLARK, 495 NOTRE DAME XBLEPBIOIffE 3G31. Eitt útibú bankans er á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin tekur við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borg- aðar tvisvar á ári, í Júní og Desember. T. W. BUTLER, BmkattjtfrL Imperial BankofCanada Höfuöstóll. .$3,000,000 Varasjóöur.. 3,000,000 Algengar rentur borgaðar af öllum inn- lögum.—ÁvfSANIR SELDAR k BANKANA k ís- LANDI, ÓTBORGANLEGAR í RRÓNUM. Utibú í Winnipeg eru: Aðalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne ave. N. 6. LKSLIE, hankastjóri. Norðurbæjar-deildin, á horninu á irfain st og Selkirk ave. F, P. JARVIS, hankastjóri. I. E. ALLEN, Ljósmyndari. Tekur alls konar myndir, úti og inni. Tekið eftir eldri myndum og myndir stækkaðar Tel. 28ia. 503 Logan Ave., cor, Park 5t. WINNIPEG. Dp.M. hallðorsson, PaislE R.l-vep, TBS Z> Er að hitta á hverjum viðvikudegi rafton, N. D., frá kl. 5—6 e. m. MÍltOU, »rx> LYFSALI H. E. CLOSE prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Rit- föng &c.—Læknisforskriftum nákvæm- n gaumurigefinn. BELL ORCIEL °S Einka-agentar Vlinnipeg Piano & Organ Co, Manitoba Hall, 295 Portage ave, * Dr. W. Clarence Morden, TANNLŒKNIR Cor. Logan ave. og Main st. 620,12 Main st. - - ’Phone 185. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanngjarnt verð. Alt verk vel gert. Thos. H. Johnscn, fslenzkur lðgfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstopa: Room 33 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. UtanXskript: P. 0. box 1864, Telefón.423. Winnineg, Manitoba ittiuúb cftir — því að — heldur húsunum heitum’ og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn um og verðskrá til TEES & PERSSE, LTD. áGENTS, WINNIPEG. NÝTT og SALTAÐ • • í Winnipeg Picture Frame Factory, !' IKZCrOT Hér verður alt eftir nýjustu tízku. Við ætlum okkur að reyna að gera öllum til hæfis. Ágætlega góðar Roasts, Steaks o. s. frv. Reynið okkur. Fljót afgreiðsla. Geo. A. Shute, 118 Nena st. 7e/. 3373. Rúð: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Viö þurfum umboösmenn víösvegar til aö selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. P. Cook, Eigandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.