Lögberg - 20.07.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.07.1905, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ 1905. SVIKAMYLNAN' " Skáldsaga eftir ARTHUR W. MARCHMONT. Anna’ð sem með þessu mælti var ríkiserfinginn, Kechacl Effendi. Eins og flestnm er kunnugt við- gengst sú einkennilega aðferS á TyrkJandi að varö- veita alla þá i nokkurs konar farigelsi, .sem nokkurt tilkall geta átt til ríkjs, svo þeir ekki geti komið á stað samsæri gegn soldáninum. Fyrr á fimum var það f\rsta verk soldánanna eftir að þuir tóku við rik-i aö íáta lífláta alla karlmenn soldánsættarinnar því til tryggingar aö synir þeiiH'a fengju völdin eftir þeirra ciag; og þegar það var lagt niður, þá var farið aÖ gevma þá konungbornu innilokaöa í köstulum, þar sem þeir ekki fengu aö hafa neitt samneyti viö þjóö- ina. Rechad Effendi, elzti bróðir soldánsins, hafjði þannig verið geymdur ; en mönnum var liaö kunn- ugt, a.ð hann var sérlega frjálslvndur i skoðunum, og Grant hafði tekist aö skýra fyrir honum mál sitt, bg fengið frá honum þad loforö, að kæmist hann til valda. þá skyldi hann veröa okkur hjálplegur. Einu sinni hafði Grant meira að segja fengið svö megna ótrú á Abdúl Hamjd, að hann hafði við orö aö fresta fvrirtækjum sínum þangaö til Rechad yrði soldán. Alt j»etta er nauðsynlegt að skýra til þess lesar- inn viti hvernig ástatt er fyrir Grant þegar hann kemst undir áhrif Haidée Patras; og eg þóttist sjá margt,. sem nieö því mælti, aö hún fengi hann í liö meö sér. En því hlutu að fvlgja alls kona rhættur. Orð Stefáns klingdu í eyrum mér,—..tré uppreistarinnar verður að vökvast með blóöi.“ Þaö hlutu aö veröa blóösúthcllingar. hvor flokkurinn sem ofan á yröi aö lokum. Þótt soldáninn væri að upplagi huglaus, staðfestulaus, hikandi og veiklaður af stjórnlausri líf- hræðslu, sem hélt honum lokuöum inni eins og fanga íYildiz Kíosk höllinni, þá var hann grimmur harö- stjóri. sem mundi koma fratu. miskunnarlausum hefndum ef tiltækið mishepnaöist. Ktemist stjórn- byltingin aftur á móti á, þá mundu þeir, sem völdun um næðu, láta deyða alla þá sem áður heföu haft þau, samkvæmt því sein tiökast hafði við satns kon- ar byltingar hjá Tyrkjum. Hver mttndu forlög okkar verða í þess konar umbrotum? Hverjar likttr vortt til þess, að fyrirtæki æ.kkar kæmtt ósÆödduð út úr þeirn hreinsunareldi ? Engar, að þvi ^er eg fékk séð; og hafði eg þó dvaliö nógu lengi í landintt til þess að kynnast þjóðarand- anttm. Auk þess var njikil persónuleg hætta vofandi yfir okkur öllttm, og þá hvarflaði htigur minri til Ednu: Það sem Stefán sagði úm hana gerði mig ó- rólegan. En þó hefði eg verið þúsund sinnum óró- legri hefði mig grunað það, sem eg fékk síðar að vita, að óvinir okkar höfðu þegar ráðstafað fratutíð henhar. Menn geta því imyndað sér hvernig sálarástand mitt var og hvernig mér leið dagana sem eg beið þess í óvisstt hvað Grant afréði að gera. t.; V. KAPITULI. 'r Hvad ger'ist á Gullhorni. Næstu tiu dagana eftir að við björguðum Haidée f’atras grúfði einhver ókyrlwki yfir Hvlta húsinu. Alt virtist benda á að óre’ðttr lægi í loftinu, sem dvndi yfir þegar minst varði. Allir voru því í þttrigu skapi, r.ema Haidée; hún var glaðvær og róleg. Grant og s\ stir haiis höfðtt oftar en eintt sinni átt í harðofðuin deilum, og álit mitt var, að Edna hefði ltagað sér mjög óviturlega. Fordóntur hennar á móti grísktt konunni og ótrú á henni hafði ekki ein- asta sett hana upp á móti bróður sínum, heldur kotnir' henni til að reyna að koma sinttm skoðunum ilnn hjá honum og fá hann á sitt mál. ilarnalegasta aðferð sem unt var að hugsa sér. Eins og ákaíamönnum hættir til, þoldi Grant það *ekki. aö neinn setti sig upp á móti persónulegutn vilja hans. í starfsmálum var hann ætið fús að taka skyn- samlegum bendtngum; en ástamál ertt annárs eðlis,' og ást hatts til grísktt konunnar hafði svo gagntekið hjarta hans og fylt hann svo miklum ákafa, að þar ikomust engar bendingar að. Samtal systkinanna um ITaidée ejidaði ]>\ í ætíð á einn veg; þau skildu i reiði og Grant ságði sysíur sinni það i styttingi, að væri !uin ek'ki ánægð, þá væri bezt fvrir hana að fara li. in til Ameríku. „En eg fer ekki — ekki eitt einasta spor. Hún skal ekki hrekja mig h'ðan úr húsjnu," sag'i Edna oftar en einu sinni við mig. Það var eins og hún fyndi svölun í því að jagáctt um» þetta við mig. Satt að segja varö eg eins og nokkurs konar þrumuleiðari, sem álitið var óhætt að beina öjlum rafmagnsstraum- um að án þess til vandræða leiddi. „Alt sýnist vera breytt hér, síðan þú komst með hana hingað." „Það ltefir æði-margt breyzt,“ sagði eg í hugg- andi róm. „En finst þér það ekki nokkuð hart og raiiglátt að halda þvi alt af fram, að eg hafi komið með rrana ?“ „Ilún skal ekki hrekja 'mig héðan, hvort helditr ]>að er rétt eöa rangalátt.“ „Hefir hún nokkurn tíma sýnt sig í þvt?“ „Ó, hvað heimskur þú getur verið, Mr. Ormes- by. En ]>a<3 eruö þið.reyndar allir þegar um hana er atð ræða. Hún er stöðugt að reyna það í gegn um Cvrus. Ert ]>ú alt i einu oröinn, steinblindur ? En ]!ú, aifðvitáð, heldur hennar taum.“ • „Þér hlýtur að vera það nteira en lítil hugnun að hafa einhvern til að skella allri skuldinni á; og eg býst við það geri minst til hvort sá hinn sami verð- skuldar það eða ekki. En hvers á Angus lávarður að I njóta? Það var frenutr honum að kcnna en mér, að } Haidée kom hingað; eg mótmælti þyí þó, og það er meira en hann gerri.“ „Atigus Markwell lávarður er ekki stöðugt að reyna aö láta nng álíta, að liann sé hreinn og flekk- laus,“ svaraðf hún i hálf illu. „Hann er þá ef til vill eitthvað annað að reyna, sem ekki er betra,“ sagði'eg með hæg'ð. „Þú ert blátt áfram óþolandi að tala sVona um eina óeigingjarna vininn, sem eg á í heimtnum.“ Angtts Markwell lávarður var etiis c>g eg yngri son- ! ur aPalsmanns,sem ekki átti meira af hinum þétta leir j en gc ðtt hófi gengdi; og erindi ltans t Konstantinópel j var kunnugt mijrgiim, og enginn þeirra mundi | hafa leyft sér a/5 halda því frani, að það væri óeig- ingjarnt meí ölltt. Hann var að því sem mér hafði eitt sinn verið sett fyrir að gera; a:ð reyna aö ná i Edntt og miljónirnar hennar; og það fór ónota hrollur um mig þtgar eg sá til lians og dró af því hvaða álit fólk mttndi liafa haft á mér uín árið þegar eg var í .sporum hans. Auk þess var mér satt að segja ekkert tim hann gefið, og eg vildi ó- gjarnan verða að trúa því að Edna heíöi ntikið álit á honum. ,,Það tekur á mig ef'eg styggi þig ; en þó vil eg heldur aö þú reiðist mér fyrir það sem eg segij um lávarðinn eti aþ þú sért reið við hann bróðtfr þinn.“ „Þetta er heimskulega talað; eg er ekki reið við hann Cýrtts. -\lér vist veitir ekki af að láta alia reiði mina koma fram á Jæssari grísku upp- gjafa ambátt. Úh! svikadrósln sú arna.“ „Ilefir þér aldrei hugsast nein Onnur aðferð en þessi?" „Ne', og eg vil enga aðra aðferð. Eg vil tala eins og tnér býr í brjósti. Eg álít liana svikanorn og mér dettur ekki annað i hug en segja það.“ „En þér dettur ]jó ekki í hug, að þú snúir bróður þínttm og látir hann fá sama álit á henni með því að vera alt af aþ staglast á þessu ?" „Ne'i, auðvitalö ekki.“ „Því ertu þá altaf að því?“ „Þú ætlast kannske til þess, tjð eg stökkvi upp um hálsinn á henvii og kyssi hana—úh !—og segi henni að ákafttr fögnuður hafi gagntekiö sál mína yfir tilhugsun JjeÍTri að eignast jafn fagra, saklausa og elsk-Nverða systur? Eg er orðin dauðþreytt á því hvernig þú talar um þetta." „Hvaíða álit hefir Angus .lávar'ur á hennri?" „Mr. Ormesb.v, eg veit ekki hvað eg geri ef þú heldur þessu áfram. Eg kem til þin til þess aö leita hjálpar og ráða í þesu óttalega mótlæti, svo getur þú i ttm ekkert anáð talað en Angus Markwell lávarð." „Finst þér ckki nafn lávarðarins og gó'ar ráð- j leggingar eiga vel sarnan?" Með limaburðum sínum gaf hún til kynna að þetta væri ekki svara vert, en svo starði hún á núg og bros kom fnrm i andliti hcnnar. Finst þér ]»að?“ spttrði htin. . „Eg er ekki kivarðinum eins kunnugttr og | þú.“ . „Eg er óttalega reið við þig þó eg brosi," sagöi lutn. og brosiö færðist svo í vöxt og varö svo glaö-1 legt. aö eg brosti meö henni. „Þarna sérðu, að Angus lávarður getur gert} þáð. sem eg ekki get; það þarf ckki annaö en tiefna • hann til Jtess ]>ér renni öll reiöi og |>,ú farir að | lilæja." Hún þag’ði litla stttnd og sneri sér undan, ei bráðnm sagði hún: „Yiltu nú tala i .alvöru og segja mér hvað gera j A?“ „í alvoru? Eg tala óftast i alvörti nú á dögum;’ en viö getum ekkert gert, eöa fama sem ekkert, ann- að en að bí'a cg sjá hverju fram vindttr." „Og það er einmitt biðin og óvissan, sem gerir út af við mann,“ hrópaði hún með ákafa, og þó var hætt- an, sem biöinni var samfara, þúundsinnum meiri en hana eða mig dreymdi um. En satnt var Edna í rólegra skapi ]>egar lutn yfirgaf tnig, og haföi ntér þannig 'tekist að dreyfa einum rafmagnsstraumnum enn þá. Næsta dag varð eg á sama hátt að koma til sög- unnar. Þaö var föstudagur; sabbatsdagur Múha- meðstrúarmanna, og einhver hafði fundið upp á skemtiferð yfir ttm Gtdlhorn. Eg ímynda mér, að hugmyndin hafi komið frá Angus Markwell lávarðt, aðferðin virtist sverja.sig í ættina. Það var Grant sjálfur sem kom mér til að vera með í ferðinni. Hann kom til herbergja tninna, og eg vonaiði, að erindi hans væri að tala um fvrirtæki okkar og ráöa fránt úr einhverjtt, sem vanrækt liafði vcriö; en i staö þess sagði liann: „Eftir miðjan tlagínn í dag ætlum vi:ð að skreppa á „þeitn röndótta“ upp eftir Gullhörni og svo ef til vill út aö Seli; eg vildi aö þú vildir koma trteö okkur, Mervyn.“ - - , !■> *' „Sá röndótti" var einhver hraðskreiðasti gufu báturinn okkar, og Sel var hús á smáey. sem Grant l afði leigt tiÞafnota í sambandi við fyrirtæki okkar. Ey þessi lá i Marntarahafinu nokkurar piílur fyrir neðan Stambúl. Þess má geta, að Grant hafði fengið umráð yfir miklu stærri ey noröarlena i Grikklandshafinu ekki 'langt fráThasos. Hún lá mátnlega nálægt Mase- ■dóníuströtldinni til þess að vera aðal-starfstöð okkar þar. A ey þessari höfðum við safnað saman ógrynni af vörum og vopnum. Utn vopnin vissu Tyrkjar auðvitað ekkert. Engir vissu hverskonar vörur við áttum á eynni, nema Grant og eg og Ilandaríkja- maöur, Klúffer að- nafni. sem við höfðum ráðiö ttil aö lita eftir öllu þar. Eyjan sem nær var—Sel—var aöallega ætluö f<*rir bráðabirgða griöastaö ef okkur skyldi koma vel að yfirgefa höfustaðinn skyndilega. Grant trúði æfinlega á það að hafa„ nógar bakdyr," eins og hann komst aö oröi, og Sel var eitt á meöal þeirra. „Heldur þú eki, aið viturlegra væri fvrir okkur að sitja kyrrir heima og afgreiða eitthvað af þessu ?“ s)>uröi eg og lyfti upp bunka af óafgreidum skjölum. „Jú.eg býst við því,“ sagöi hann; „en við skulum lofa því að eiga sig í dag. Eg hevrði sagt aö Edna ætlaði að fara rneð mérðtirsystur okkar og Angus lá- varði; og svo ákvaið eg að fara með, og ‘Mademoiselle I’atras ætlar líka. Það venða engir aðrir en heima- fólkið." Mér finst Mademoíselle l’atras ganga nokkttð langt og taka u]>p allmikið pláss, Cýrus,“ sagði eg með hægð. „Heldurðu hún taki ttpp of mikið pláss á „þeim röndótta’ ?*‘ Grant spaugaði aldrei og hafði aldret léttúð í tali, og sýndi því þetta svar hans hvað breytt- ur hann var. „Fagurt andlit tekur stundifm ii]>i> mjikíið pláss í heiminum.“ „Satt er það, Mervyn — og andlit ltennar er fagurt, þvkir þér ekki?" sagði Grant' nujð ákafa, og eftir dálitla þögn bætti hann við hálf-áhyggjufttllur: „en satt að segja er eg dálítið daufur og lamaður, og svo áhyggjufullur að eg ekki er með sjálfttm mér.“ „Eg hefi tekið eftir þvi, eins og þú getur nærri.“ Hann stóð við gluggann og starði út, fölur i and- liti og áhyggjufullur á svipinn. Það tók á mig að sjá hvaö hrjáöur hann Var og þreytulegur; en htns vegar þottist eg skilja, að þegar annar eins maður og Grant væri freistaðttr til þess:, sem hann í hjarta sinu fynrdæmdi, þá hlytu sliku stríði að fylgja sýnileg* merki. Beint fram undan, þegar horft var út um gluggann, lá stóri grafreiturijin: litli akurinn hinna framliðnu, sem Tyrkjar kölluðn það. Þaö var ekki hughreystancf útsým fyrir mann i því skapi sem Grant var; en eg efast um að hann hafi s^ð grafreit- inn tvAa vitaö á hváð hann harfði. „Eg veit ekki livað yfir mig er komið,“ sagöi hann eftir langa þöng og stundi þtingan. „Alt þetta er orðið mér svo ógeðfelt," bg hanri benti ,á óaf- greidda skjalabunkann á boröinu. „Það kemttr yfir okkttr flesta fvr Cjða síðar á lífs- leiðinni, Cvrus." „Hvað áttu vió?" sþurði . hann snögglega og næstum í illtt. ,.Þa sem fleStir menn hlæja a,ð hjá öðrum, en ánnað( hvort hala yndi af eða eru reiðir v>fir hjá sjálf- u n sér, og halda þá, að enginn aainar haii nokkurn tíma reynt það." „Það er kveljandi." ()rð ]> ,:tppu eins og ósjálfrátt fram af vörttm harts. „Hvað ætlarðu að gera?" vEg ætla aö giftast hcnni," svaraði hann ein- i eittnr. „Og hvað verður ttm stícir okkar hér?“ „Þar í liggja örðugleikamir." „Þú verður að ráða það við þig bráðlega — því fyr því betra.“ „Ráða hvað vi.ð mig?" og hann snerist á hæl og horfði á mig næstum illilega eins og eg liefði móðg- að hann, og hann ætlaði að reka mig í gegn meö attg- untttíi. „Eg held þú farir nærri um það vfð hvað eg á,“ svaraöi eg með hægð og horföi rólegur á fnóti. „Það er óþarfi fyrir okkur að látast ekki skilja hvor annan. F.f við báðir vitum hvaö liggur fyrir þér aö ráöa frant úr, þn er luigsanlegt að eg viti betur en þú hvað það hlýtur að þýða fyrir okkur öll." „Dettur ]>ér í hug, að eg ekki hafi um það ltttgs- a'i?" spttröi hann með ákafa. „Ett segjum að þatð væri eina úrræöiö ?“ „Þaö er til annað úrræðt — en ekki nema eitt anna',ð.‘‘ „Hvað er það ?“ „Draga ttpp tjaldhælana, hafa sig á burt og fyr- irbyggia hættuna." > „Ertu vitlaus?" , 4. * # „Það gettir verið ttm annað nieira en vit eða vit- leysu aú ræða — það getur verið um lif eða dattöa aö ræða.“ - - *; „Ert þ ú einnig á móti henni? Hafiö-þiö öll geng- ið í bandalag á mótí henni?“ „Eg held þtt ættir að rá/ða eitthvað viö ]>ig. Það cr ölciungis ekki hættulaust aö leggja árar i bát og láta sig reka hér á Tyrklandi." \ Hann hló; en ekki dátt eða innilega og ekki meíð neinni beiskju, heldttr eins og ltann væri ekki sem á- nægðastur við sjálfan >g og félli illa að geta ekkt skelt skuldinni á enhvern annan. „Hún virðist bera traust til mín.“ „Þér einttm mtmcli eg ætið treysta," svaraði eg með áherzlu. • „Þá ert þú á móti h e n 11 i, eins ag eg sagði.“ , „Eg hevrði þie segja það áðan; en þó þú endur- takir þaö, þá er þaðtngin sönnun, Cýrus.“ Hann stundi við og hristi höfttðið ]>re\tulega. „Eg skal saint fara að ráöttm þintuu. Eg skal ráða af í dag hvað eg geri,“ agðd hann óg hló aftur kuldalega. „Ætlar þú þá aö fylgja' ráöum míntim í öllu?“ „Hvernig ?“ „Segjttm aö þú afráðir að gifta ]>ig, viltu ]>á slá hinu frá þér?“ „Gera sjálfan mig ómerkan og verða öllttm ajl athlægi ?“ „Nei; slá einungis því frá þér, sem þú hefir verið að velta fyrir þér núna síðustu dagana?“ „En segjttm twð eg áliti það réttast og bezt?“ „Þá óska eg áð eg ætti kost á jafn fögrum, gáf- tt.ðttm og duglegttm félaga, ef mig langa.ði til að steypa etnhverjum í ógæfu.“ « „Eg vil ekki heyra meira af þessu,“- svaraði hann í vonzktt og rauk fram úr stofunni; og sýndi þannig að hotaum höfðu sviðið oíð mín. En hann kom inn aftur að vörmu spori, og þó honttm væri það egJlilegt að hafa taum á tilfinningum sínum, þá rétti hann tnér hendina og sagði nteð við- kvæntni: „Láttu ekki þetta spilla á milli okkar; við höfum haldiö vel saman.“ „Ekkert skal spilla á mili okkar, vinur ntinn,“ svaracði eg og tók hlýlega í hönd ltans. „Gerðu hvafí þér gott þykir, við skulum halda saman.“ Það var alt og sumt, s*n við sögðum, en það nægði til þess. viö sldldum ltvor annan. Og svo hló Grant innilegar en ájðttr, og sagði; „ ,Su röndótta* fer frá lendingttnni viðytrfbrúna kkikkan tvö. Þú gleymir því ekki?“ Það var ekki sérlega rnikil hætta á að eg gleymdi þvi, með því eg bjóst við að eitthvað sérlegt mundi hera til tíðinda á leiðtnni. Naumast var hægt að segja, að fólkið; á „þeirri röndóttu" væri meö gleðibragöi, og hafi lífsglaða fólkiö í skemtikátunum, sem svo að segja þóktu Gullhorn um daginn, öfundað okkur af hraðskre’ýða og stiotra gufubátnum okkar, þá hefðum við haft á- stæðu til aö öfttnda þaö af glaðværöinni. Það er ekki til yndislegri blettur í öllum hctimi til a<ð sigla um en Gullhorn er um það levfli ár,s, þar sem áin felhtr í tnjódd og bugðum milli fagurgnenna grasfláka með skógarrunnum hér og þar og margs konar litbreytingu af fjólgresi og skrauijurtum. Skemtibátarnir voru liver öðrum skrautlegri. og allir hlaðnir af skrautbúnu, háværu og kátu fólki; kven- fólkið haföi kastaö austurlandabúningum sínum og klæðst þannig, aö sem mest bæri á fegurö þess. Það sat aftur í og hló og flissaði og hafði augun á öllum. En fram í barkanum húktu geldingarnir, er þeirra áttu að gæta. En á „Þeirri röndóttu" fylgdi fólkið si''"'n;tt h.nglendinga: var átalaö og alvarlegt. Aftur u þau Grant og Haidée; frani í sátu ]>au Edna og Angtts lávaröur — og virtist hann skemta sér hiö l ezta: Mrs. W ellings og eg vorttm miöskipá eins og viö heföum veriö sett til þeés aö gæta regltt og gc>öra J siöa.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.