Lögberg - 03.08.1905, Síða 6

Lögberg - 03.08.1905, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN . 3. ÁGÚST 1905. " SVIKAMYLNAN \ Skáldsaga eftir \ ARTHUR IV. MARCHMONT. mmt ^awtm»«wwtaw«wwwt:jViVjiijvii/jiMwwwiíiivji!iiviiviHViijJiftwa „Eg ætla að fara rakleiðis til Cýrusar þegar eg kem heim og segja hotium álit mitt á konu þessari.“ ,„Eins og maöurinn sem brendi góminn á einum fingrinum á sér og rak svo allan handlegginn inn í eldinn til þess að draga úr sviöanum. Gerðu þa8.“ „Þú ert held eg sá lang-leiðinlegasti maður sem eg hefi nokkurn tíma kynst.“ „Því miður greiðir það ekkert fram úr vandræð- unum.“ „Eg skal ekki fara að ráðum þinum í neinu.“ „Ekki er eg vonlaus um það, því eg veit hvað gera á, en þý ekki.“ „Þú ráðleggur náttúrlega etthvað, stm er auð- mýkjandi fyrir mig; það er eg viss utn.“ Eg svaraði engu, og við gengum þegjandi um stund; en loks kom spurningin sent eg beið eftir. „Hvað ræður þú mér til að gera?“ „Annað hvort lækka seglin og éta ofan í þig alt sem þú hefir sagt—“ „Eg vildi heldur láta lífið en gera það frammi fyrir ,slíkri amgbátt. Kom ekki að orðum mínum, að það vrði eitthvað auðmýkjandi ?“ „Eða sanna orð þín,“ bætti eg vjð. „Það er ekki nema um þetta tvent að gera nema þú flýir. Þú get- ur farið heim til New York.“ „Ætti eg að flýja og yfirgefa hann í klónum á lienni? Eg þakka þér kærlega fyrir.“ „\'æri ofurlítið minni asi á þér þá skyldi eg setja þetta greinilegar fram.“ „Eg hlusta á það sem þú segir.“ „Já, og gripur alt af fram í áður en eg get talað út og gert mig skiljanlegan. Eg lít þannig á: Hafir þú — eða á eg að segja við — á röngu aö standa, þá <?r alls ekki auðmýkjandi að gangast við því. En höf- um við rétt fyrir okkur og getum fengið sannanir, ef, segi eg, þá réttlætir slíkt tortrygni þína, þótt það •ekki réttlæti hvernig hún kom fram hjá þér.“ „Ep' v e i t að eg hefi rétt fyrir mér.“ „Eg efast ekkert um það—allir vita, að þeir hafa rétt fyrir sér á meðan þeir eru æstir og reiðir, en get- um víð dregið fram sannanir? Sé þér nokkur Jjœgð í hjálp minni, þá skal eg gera alt sem eg get; en eg er enginn snillingur, jafnvel ekki sem spæjari. Og eitt set eg upp, sem ekki er víst að þér falli sem allra bezt.“ „Hvað er það?“‘ „\'ið verðum að tala hreinskilnislega. um þetta við Cýrus. Þú verður að segja honum> að þú s’jáir eftir—“ „Eg skal ekki; eg skal ekki. Hvernig dirfist þú að biðja mig unt annað eins?" „Eg dirfist Jæss af því þú opinberlega svívirtir unnustu hans. Svo skulurn við segja honum, að við álítum hana ekki hans verða. og hreinskilnislega láta hann vita, að við ætlum okkur áð sanna þpð, og að hann verði að gefa okkur hæfilega langan tíma til þess.“ Hún hlýddi á þetta með þolinmæði og svaraði engu. Og eftir að við bæði höfðum þagað svo sem tvær minútur, þá leit eg á hana og sá mér til undrun- ar og sorgar, áð augu hennar voru tárvot og hún var af öllum mætti að reyna að leyna því. Eftir litla stund sagði hún með svo mikilli viðkvæmni, að eg komst við: fvrir mína — út af þessu?“ „\rildir þrú eiga það á hættu. að þið færuð í ilt, „Við Cýrus förum ekki í ilt. Hann er alt of mikill maður til þess að misskilja mig. Þar á eg ekk- ert á hættu. Það gæti fremur verið um hættu aö tala frá hendi grísku konunnar.“ \'ið áttum nú skamt eftir heim að Hvita húsinu, og mér var ant um að fá hana til að aðhyllast tillögu mína; en hún þagði þangað til við vorum komin heim undir hliðið, þá nam hún staðar og sagði: „Eg skal lofa þér að ráöa, \I r. Ormesby, og mér —mér finst það undur vel gert af þér—og eg—eg—“ „Hugsaðu ekkert um mig. Eg er ekki þess virði. En mér þýkir vænt um að þú ætlar að gera þetta. Það er eina úrlausnin," og svo gengum við inn í hús- ið án þess að segja meira. Þegar eg kom til herbergja minna kom flatt tipp á mig að sjá Grant sitja þar og bíða mín. Hann var brúnaþungtir og órólegur og reykti í ákafa. „Komdu sæll, Cýrus. Kominn heim. Svo þú hefir liætt við að fara út í Sel?“ sagði eg glaðlega, fleygði frá mér hattinum og kveikti í vindling. „Kom Edna heim með þér?“ ,,Er það ekki auðvitað? Hvert annaö hefði hún átt áð fara hér í Peru?“ „Eg gleynti því aldrei, Mervyn,“ sagði hann gremjulega. „Aldrei er býsna langur tími, vinur minn; en eg sagði henni, að hún hefði farið skammarlega að ráði sínu. Kvenfólki hættir til þess á stundum, ekki síður en okkur karlmönnunum.“ „Hún verður að fara héðan. Unnusta mín getur ekki búið við sífeldar wtóðganir frá Ednu.“ „Það væri auðvitað ómögulegt, algerlega ómögu- legt; en—“ „Hér er um engin ,en‘ að tala,“ tók hann snögg- lega fram í. „Það, er æfinlega um ,en‘ og ,ef‘ að tala, að minsta kosti hér á Tyrklandi; og í svona vöxnu máli—“ „Þá hvað?“ spurði hann óþolinmóðlega af því eg þagnaði við. „Svei ^essum vindling, hann er mesta óhræsi. Eg er hræddur um eg hafi kveikt í röngum etida. Það er rétthverfa og ranghverfa á öllum hlutum,jafn- vel á tyrkneskum vindlingum — og í rauninni á öllu, hver fjandinn sem er, hér á Tyrklandi.“ „Hvað áttu við ?“ spurði hann snöggíega og leit tíl mín. „Satt að segja hdd eg eg viti naumast sjálfur livað — er rétti endinn.“ Og svo horfði eg illilega á vindlinginn og kveikti í öðrum. „Við skulum halda okkur við málefnið, Mervyn. Með hvoru okkar ætlar þú að verða i þessu?“ „Ó, það var afbragð,“ hrópaði eg og hló. „Hugs- i anir ættarinnar falla nákvæmlega saman. Þetta er einmitt fepumingjn,# sem hún systir þán lagði fyrir mig, og það jafnvel með enn þá meiri áherzlu; en þegar eg sagðist annað hvort verða með ykkttr báðum' eða hvorugu. þá sagði hún, eins og eg býst við þú segir, að það væri ómögulegt. Náttúrlega hló eg að slíkri fjarstæðu.“ „Það e r ómögulegt," sagði Grant með áherzlu. „Þá hlýt eg að sætta mig við það að vcra álitinn ómögulegur rnaður, Cýrus. Eg kannast við að þú getur séð meira en lítið lengra en eg í gegn um þykkvan múrvegg, en eg get lesið snfátt letur eins langt frá mér og þú; og það sem nteira er: eg get lesið það þó það sé tyrkneskt letur — og það getur þú ekki.“ „Hvað eð þýöir, að þjú sérð veg fram úr þessu, en eg ekki? Haltu áfram.“ „í fvrsta lagi sagði eg systur þinni, að við vær- um ekki líklegir til að lenda í illindum, hvað sem á gengi/‘ „Þú ert þó að fara í kring um það, í stórum hring, Mervvn.“ „Sé hringurinn mjög lítill þá er hætt við mann svimi.“ „Eg vil að menn fari beint. Ætlir þú að segja, að þú sért á móti konuefninu mínu, þá vil eg að þii segir það blátt áfram.“ „Auðvitað. En þó þp viljir komast upp á hús- þak þú er ekki nauðsynlegt að þú setjist við fallbyssu- kjaft og látir skjóta þér upp; það gæti orðið til þess þú gleymdir, að til er stigi til að komast niður eftir. „Eg er ekki í þannig skapi núna, að eg hafi neina skemtun af orðaleik þjnum, en hver er þessi stigi þinn?“ „Að systur þínní verði gefinn tími til að atta sig á því, að jlað,. sem hún sagði í dag, hafi verið á- stæðulaust — hún veit nú, að það var ástæðulaust að segja það eins og hún gerði." „Biður þú mig að vera með í leynilegri rannsókn til þess að grafast eftir athæfi unnustu minnar ? Lang- ar þig til að neyða mig út t illindi vjð þjg, eftjrað þú befi'r sagt, að slíkt væri ómögulegt? Ertu genginn af vitinu ?“ „Eg tala ekki um ncina' levnilega rannsókn. Eg kysi helzt að Mademoiselle Patras vissi um þfað alt saman. Hafi systir þín rangt fyrir sér, þá elskar hún þig alt of mikið til þess að iðrast ekki og kannast við yfirsjón sína; en hafi hún rétt fyrir sér „Sussu, sussu. Eg vil ekki heyra líetta. Eg hefi ráðið við mig hvað eg geri. Edna verður aö fara héðan; og þafi með er málinu lokið.“ „Þú um það — en livað mig snertir, þá er mál- inu e k k i lokið.“ „Er þér það alvara, og það þó þú yitir livað það hlýtur að kosta? Hugsaðu þig um.“ „Er eg hinn eini sem þörf hefir á að hugsa sig um ?“ „Eg hefi afráðið hvað eg geri.“ „Þá svara eg ekki spurjúngu þjnni í dag. Vindlingur baþiar ekkcrt á bragöið þó maður jeki brennandi endann á honum framan í andlit vúiar síns, Cýrus.“ „eari vindlingar þínir til fjandans.“ „Einmitt það sem sá mundi segja sem sársauk- ans kendi,“ svaraði eg með l^egð. „Eg vil ckkert meira um þetta hqyra.“ „En það er einmitt það, sem þú ekki kemst hjá.“ Eg stóð upp um leið og eg sagði þetta, gekk til vinar míns og lagði hendina á öxl hans. „Cýrus minn góð- ur. V'ið skulum ekki láta Jjað koma illu á stað og að- skilja okkur þó þú elskir konu, sem eg ekki elska — einhverja fegurstu konuna, sem guð hefir skapað, og sem eg veit ekki nema sé að sama skapi góð. Við erum þroskaðir menn, eins og þú veizt, en ekki börn, og það eru tvær hliðar á máli þqssu; annarsVegar við- skiftahagsmunir, hinsvegar persónulegar tilfinningar. Því miður hefir þetta flækst talsvert hvað í annað; en ættum við ekki til samans að vera færir um að greiða það í sundur aftur?“ „Eg vil ekki heyra eitt orð á nióti henni.“ „Hefi eg nokkuð ilt um hana sagt? Við skulum nú sleppa þessu í bráðina og tala heldur um önnur mál okkar.“ „Eg hefi gengið í nýja flokkinn.“ „Auðvitað hefir þú gért það. Eg bjóst við þjað yröu skilmálarnir sem hún setti ef hún ætti að — trúlofast þér. Með þiví átti eg viö viðskiftahliðina. Það hefir tekið þig nokkura daga aö ráða þetta við þig — þjg^ sem venjulega ekki þarft nema fáeinar mínútur til að hugsa þig um; og þó vilt þú láta mig óumhugsað segja já og amen til alls. Þú veizt það dável, að eg er öllu hér til muna kunnugri en þú, og auk þess rekur ekki ástin eftir mér; geturðu þá láð mér þó eg vilji ofurlítið skygnast fram í veginn? Þú mátt ekki vera ósanngjarn, Cýrus.“ „Hvað meintir þú með því, að þú byggist við að þetta hefðii veriö trúlofunar-skilmálarnir ?“ „Eg heyrði hvað Mademoiselle Patras sagði um samsærið þarna um nóttina, og auk þess hefir Stefán greifi sagt mér lwert áhugamál flokknum væri aö fá hjálp þína, peninga og áhrif. Stefán er í flokknum." „Fari Stefán til fjandans.“ „Enginn hefir á móti þvi. Hann hefir. til þjess unnið með gjörvöllu lifi sínu. En ekki hjálpar það okkur naitt. Við erum að takast býsna-mikiö í fang. Náttúrlega hefir þú gert þér grein fyrir því?“ „Eg hefi í marga daga naumast um nokkuð annað hugsað.“ „Abdúl hefir verið okkur fremur vænn; finst þér það ekki nokkuð harðneskjulegt af okkur að snúast á móti honum?“ „Þú skilur þetta ekki. Ekkert getur frelsað hann frá samsærinu. Helmingur þjóðarinnar er með í þvi, og hinn helmingurinn gleðst af því ef Abdúl er ,rek- innn frá. Völdin missir hann þvi, og nema eitthvað sérstakt gerist þá verður hann liflátinn. En nú ætla eg mér að láta þetta sérstaka gerast og frelsa líf hans. Það skal engin blóðsúthelling verða.“ „Heldurðu þú getir konúð í veg fyrir það?“ „Eg Veit það. Eg hefi gert það að afdráttarlausu skilyrði. An þess tók eg þvert fyrir að ganga í flokkinn.“ „Og Mademoiselle Patras gekk að því og skuld- hatt alla aðra til hins sama ?“ „Eg á að finna Marabúk pasja á morgun.“ „Það ætti að Verða fróðlegur fundur," sagði «g kuldalega. „Við skulum tala betur um þetta á morg- un; eg vildi ee gæti snúið því öllu við.“ „Hvað ætlar þú að gera, Mervyn?“ „Við höldum saman, Cýrus, eins og þú komst að orði í dag; en hvort heldur bandalag okkar verður langt eða skamvint, þá ætti það að verða viðburðaríkt ef ekki hættulegt.“ Eg þóttist sjá, að það mundi revn- ast okkur Jjannig; og eg sat uppi langt fram á nótt, ekki til að hugsa um Ednu og grísku konuna eða fjandskapinn þpirra á milli, heldur til aö hugsa um hættuna fram undan, sem okkur öllum var stofnað í með þessari æðislegu niðurstöðu Grants. Því að sumir elskendur eru vissulega óðir. VII. KAPITULI. Skuggi guðdómsins Iíinir truflandi, viöburðir dagsins, hin dirfsku- •fulla niðurstaða sem Grant hafði komist að, and- vökur og óvær svefn um nóttina og of margir sterkir vindlar hjálpaðist alt að til þess að mér leið illa næsta morgun. Það var einhver kvíði í mér fvrir yfirvofandi hættu, sem sumir kenna lifrarveiki, en oftast á rót sína að rekja til einhvers annars. Eg oskaði'að gríska konan væri komin niður á sjávafbotn, og mér lá viö að bannsyngja alla kven- lega fegurð, vegna þess að fegurð grísku konunnar haföi svo töfrandi áhrif á vin minn, að hann sá ekki hvað hættulega stefnu hann hafði tekið. Ekki geröi það heldur útlitiö áltilegra þegar sendimaður kom um morguninn og boðaði Grant á fund soldáns. Á liádegi áttum við að heimsækja Marabúk pasja, og var því auðvitað ferð þerirri frestað þar til sí ðar um /daginn; og á leiðinni til Yildiz Kiosk sá eg að Grant leið ekki öllum betur en mér. Þeg«r Grant kom fram fyrr soldáninn þá var eg ætíð viðstaddur sem túlkur. Þar þurfti ætíð á túlk að halda af þeirri heintskulegu ástæðu, að heima hjá sér mátti soldán- inn ekkert skilja eða tala annað eti tyrknesku og ara- bísku, jafttvel þp kunnugt væri, að hann var rnæta vel að sér t frönsku. Hvorugur okkar mintist á þt^ð sqm gerst hafði daginn áður; og satt að segja töluðum við svo sent ekkert saman á leiðinni annað en fáein orð um það, hvað soldáninn gæti viljað Grant. • Ýildiz Kiosk er að líkindum fegursta fangelsið .eða höllin, vilji maður fremur nefna það því nafni, sem nokkur heigull nokkuru sinni hefir reist sér til verndar. Höll er það nefnt, en fangelsi er það í raun og veru, þvi að stjórnarinn, sem annars he^r meira persónulegt vald yfir þegnum sínum en nokkur annar einvaldur heimsins, er svo fyrirlitlega hræddur um líf sitt, að hann þorir aldrei út að koma nema Við ein- stöku hatíðleg tækirfæri; og þá hefir hann ætíð sterk- an lífvörð ttm sig og ber eins hraðan á og unt er með alt sem gera þarf til þess að komast sem fyrst inn fvrir hallarveggina aftur. Hallargarðurinn er nálægt tuttugu þúsund ekrur, og einhver fegursti blettur í öllum heirni, á Yildiz hæðinni og hallar niður aö Bosfórus bökkunum. Byggingarnar rúma þúsundir manna og em því fjölda margar, smærri og stærri, tengdar saman með skemtigörðum, gangstéttum og brúni. Umhverfis sjálfa höllina eru þrennar veggjaraðir og milli þeirra byggingar, sem herforingjar og þjónar búa i. Þar eru prennir h’ermannaskálar, sem fimm þúsundir af úrvalaliði Tyrkja búa í. Kvennabúriri eru í skraut- legum aldingörðum inni í skemtigarðinum. Við ókum beint þangað, sem soldáninn tekur á móti sendiherrum, konunglegum gestum og vild- arvinum sínMin. Eins og eg hefi áður sagt, haföi eg búið í mörg ár á Tyrklandi, en aldrei hafði eg fengið að líta sold- áninn fyr en Grant kom til sögunnar. Eg var honum því lítt kunnur, en eg fékk þaö álit á honum, að ekki einasta væri hann frábærlega laðandi, kurteis og viö- feldinn, heldur hæfileikamaður mikill, en tortrygginn og síhræddur um sig. Heföi hann ekki viö þessa tak- markalausu, meðfæddu lífhræðslu að stríða þá væri hann mikilmenni. Það er virðingar viðkvæði hjá Tyrkjum, að „tím- inn standi kvr fyrir soldáninum“ og þess vegna eldist hann aldrei; og til þess að gera viðkvæðið sem senni- legast er hár lians stöðugt litaö svart. Á flestunt mönnum mundi slikt gera ósamkvæmni í útlitinu, en honum fer það vel. , Aö öðru Ieyti — og í rauninni að þessu levti líka —líkist hanu mörgum viðmótsþýðum og göfugum Norðurálfumönnum á efra aldri. Hann er oftast bú- inn í stutt-treyju meö nýjasta sniði, og brjóstið al- þakið glóandi heiðursmerkjum; og, eins og Grant komst að orði, manni líður engu ver frammi fvrir honum en forseta Bandaríkjanna. Við alla eftirlætisgesti sína — og í þeirra hópi var Grant — var soldáninn kurteisin sjálf. Hann lét Grant setjast á sófa vjð lilið sén, kueikti sjálfur í vindlingi og rétti lionum, kveikti í oðrum handa sér og lét síðan á sér skilja, að hann væri tilbúinn að taka til máls eða hlusta, eftir þvl sem á stóð. Þjónunum, sem við voru, benti hann að færa sig fjær svo Jæir Æki gætu heyrt, hvað fram færi, og yfir höfuð fór hann að öllu, eins og þó Grant hefði veriö jafningý hans. Eg túlkaði; en til þess að soldáninn gæti skilið alt sem vi$ sögðum, þó hann ekki mætti láta merkj- ast að hann skildi það, þá töluðum við Grant saman á frönsku. en ekki ensku. Og þó ekki væri mkið í þá aðferð okkar varið, >»á held eg hún hafi aukið traust soldánsins á Grant; að núnsta kosti var það honum þægilegra, því aö á meðan eg var að útleggja það sem Grant sagði, gat soldáninn verið að luigsa sig um svar. Ef til vill er rétt að taka fram hvaða álit Grant hafði a soldáninum. Aðal-dráttinn í lifi og karaktér soldánsins áleit Grant lífhræðslu. Dómgreind kannað- ist Grant við að hann hefði; hrefileika til að gera grein- armun á réttu og röngu, góðum manni og vondum, góðri stjórnaraðferð og illri; en að liann skorti alger- lega þrek til að halda fram áliti sínu. Hann vissi nær hann átti aö segja já eöa nei, og hann vissi, aö orð hans voru lög; en þrek Og hugrekki til að segja það, sem við átti, hafði honum ekki verið gefið. Ilvað sem við hann var sagt og hvað sem honum var ráölagt, þá var það ætið fyrsta og helzta atriðið, hvaða hætta honum gæti af því staöið. Þeir sem honum stóð mestur ótti af, voru vægðarlaust líflátnir; þeir sem gátu talið lionum trú. um, að þeir gætu varðveitt hann fyrir yfirvofandi hættu, Joieir áttu hann algerlega í hendi sér. Það var þetta, sem leiddi lil svo margra ranglátra morða og gerði stjórn soldánsins svo óvin- sæla. Erindi okkar í þetta sinn á fund soldáns tók ekki lengi. Hans hátign vildi heyra það af Grants eigin vÖrum, hvernig fyrirtæki hans gengju,og hann hlýddi á með athygli þegar Grant skýrði honum frá þyí á frönsku og eg útlagði það á tyrknesku.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.