Lögberg - 31.08.1905, Síða 1

Lögberg - 31.08.1905, Síða 1
Lawn rólur, fyrir tvo. Vanaverð $10,00. Við seljura þær á $7.00, sterkar og vel málaðar. Þær geta ver- ið yður $20.00' virði það sem enn er eftir af sumrinu. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 6J8Maln Str. Teiepf)one S39. Gasstór. Við erum nú að selja þessarstór, sem svo mikill vicnusparnaður er við, og setjum þær upp kostnaðarlaust. Þér borgið aðeins pípurnar, verkið kostar ekkert. Finnið okkur. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 658 Main Str. Telephone 338. 18 AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 31. Ágúst 1905. NR. 35- Friður. .. Japansmenn vinna það til friðar að láta kröfurnar um fébætur falla i niður; þeir gefa Rússum eftir norðurhluta Saghalín - eylandsins og setja þeim engar skorður við- viðvíkjandi herskipaafla á KyrÆ- hafinu. hessi mikla tilslökun vek- . ur almenna aðdáun og þykja Jap- ansmenn hér sem oftar gera kristn- um mönnum skömm til. Rússar eru gleiðir yfir sigrinum? og sýha með því hvað borginmannlega Ix-ir mundu hafa borið sig ef þeim hefði nokkurn tíma veitt betur á örustuvellinum. Friðartíðindin eru gleðitiðindi um ahan heim, og við þessa miklu tilslökun, til friðar, hafa Japans- menn enn þá vaxið i augum þjóð- anna. Fréttir. Verkfallið ií Crow’s Nest nám- unum er nú á enda kljáð, og lykt- aði því á þá leið, að námamenn fengu framgengt kröfum þeim um kauphækkun, er þeir fóru fram á. Tilraun var gerð til þess ný- lega að ráða ,af dögum ekkjudrotn- inguna á ítalíu, móður Ítalíukon- ungs. Var hún á skemtiferð er tilræðið var framið, |en ómeidd komst bæöi hún og samfylgdar- fólk hennar undan. Svo er sagt.að stjórn Banda- rikjanna hafi látið Kínverja vita, að engar likur séu til að neinar breytingar verði ,gerðar á innflutn- ingslögunum viðvikjandi Kínverj- um né þau tekin til endurskoðun- ar á ný fyr en Kinverjar jhefjii bannið um innflutning á amerisk- um verzlunarvörum. Jafnframt hefir stjórn Bandarikjanna jgert Kínverjum aðvart um að þeir muni verða látnir bera ábyrgð á öllu því peningatjóni, sem bannlög þeirra hafa valdið einstökum mönnum og félögum. Stjórnin i Kína’hefir svarað því að.hún muni hafa nákvæmar gætur á að banna alt sem stríði gegn lögum .og reglu, en samtökin um einangrun- ina geti hún ekki stöðvað né ráðið við. •Borgarstjórinn í Chicagp, Ed- ward Dunne, var tekinn fastur, hinn 2o. þ. m., fyrir að keyra á automóbíl harðara en lög leyfaum stræti borgarinnar. G. H. Strevel í Winnipeg hefir teVið að sér firntiu mílur af lagn- ingu Grand Trunk Pacific járn- brautarinnar vestur frá Portage la Prairie. 1 rússnesku héruðunum við Eystrasalt fer ástandið ekki batn- andi enn sem komið er. Morð ai pólitískum ástæðum aru þar nú allmjög að færast í vöxt ög þykir full sönnun fyrir að þau séu á- kveðin og framkvæmd af öflugu félagi með föstu fvrirkomulagi, er hafi aðsetur sitt í borginni Riga. Forgöngumönnum þess félags- skapar hefir hingað til tekist svo vel að dyljast, að lögreglan hefir ekki getað haft hendur á þeim. Nýlega handsamaði lögreglan ' i Riga þrjá karlmenn og einn kven- mann, er grunuð voru um að heyra til óaldarflokki þessum, og jafn- vel hafa þar forstöðu á hendi. En ekki hefir þó enn tekist að sanna neinar sakir á hendur þeirn. Can. Pac. jámbrautarfélagið kvað hafa hreyít umkvörtunum við stjórnina yfir því að sam-( kvæmt mælingum þeim er Grand Trunk Pacific félagið hafi gera látið í Norðvesturlandinu yrði það Can. Pac. félaginu of nærgöngult. Er sagt að stjórnarnefnd Can.Pac. járnbrautarfélagsins hafi látið þá skoðun sína í»ljósi, að i hverju því héraði, sem vel getur náð til brauta Can. Pac. félagsins, sem þegar eru lagðar, ætti ekki að leyfa keppi- nautum að komast að,en ekki kvað stjórnin hafa verið fáanleg til að fallast á þá skoðun. ” i ------------ Prestur nokkur 1 bænum North- field i Massachusetts, Dr. Camp- bell Morgan að nafni, hélt því ný- lega fram í prédikun, • sem hann flutti í kirkju sinni, að prótest- anta söfnuöirnir í Bandaríkjunum þyrftu að láta sér fara meira fram í því en nú viðgengst, að skeyta méira um guð og trúarbrögðin en minna um það að ganga skraut- lega klæddir við guðsþjónusturn- ar. Sagði presturinn afdráttar- laust að kirkjan í Bandaríkjunum væri nú orðið ekki annað en skemtiklúbbar, enda létu áhang- endur hennar sér jniklu mun ann- ara um íramfarir í þeim ;efnum en í guðrækni. Kom presturinn mjög óhlífnislega við kaun hinna ríku og efnuðu meðlima kirkjunn- ar og sýndi fram á, að þeir svikj- ust um að efna sérhvert heit, sem þeim bæri að uppfylla sem kristn- um mönnum. Kvað hann söfnuð- ina skorta mjög tilfinnanlega'anda kristindómsins ,en vera of auðuga af peningafýsn og munaöargræðgi. Eouis prinz af Battenburg kom til Ottawa með fylgdarliði sínu i vikunni sem leið og var þar fagn- að með hinum mestu virktum. Jóhanni Hoch, morðingjanum, sem hengja átti í Chicago á föstu- daginn var, hefir enn verið veittur frestur. og leyft að mál hans yrði rannsakað á ný. 1‘egar Hoch var birtur þessi úrskurður svaraði hann því, sem fyr, að haim væri saklaus af ákærunum og þessi frestur á málinu mundi gefa hon- um tækifæri til að leiða sýknu sína í ljós. í rússnesku þorpi skamt frá borginni ()dessa við Svartahafið gerði skríllinn aðsúg að kaup- mönnum i, vikunni sem leið. Voru sölubúðirnar rændar af öllu því, scm fémætt var og burtu varð flutt en hinu af vörununvspilt. Að því búnu veitti skríllinn kaup- mönnunum sjálfum atför og lék þá mjög illa, stakk úr þeim augun og skar af þeim eyrun o. s. frv. Síðan lagði óaldaflýðúr þessi eld i þorpið og brendi það til ösku.— Borgin 'Warsaw á Póllandi hefir verið sett í hervörzlu, því svo mikið hefir kveðið að óeirðum þar að undanförnu, að nærri hefir leg- ið opinberri uppreist, og ekki virð- ist nú vanta annað á almenna upp- reist á Póllandi en öruggan for- ingja, sem fær væri um að sám- eina kraftana og stjórna hinum æsta og óánægða landslýð. . Tvö gufuskip, annað brezkt og hitt frá Japan, rákust á í kínverska hafinu í vikunni sem leið. Sökk japanska skipið á svipstundu ög fórust þar eitt hundrað og sextíu manns. ' í suðurhluta Iowa-ríkisins í Bandaríkjunum gerði ákaft hagl-. veður í vikunni sem leið. Varð þar mörg þúsund dollara skaði á ökrum manna og húsum. Þrumu- veður var haglinu samfara og drap elding yfir tuttugu gripi hjá einum bónda á þessu svæði. Víðsvegar, þar sem illviðrið fór yfir, urðu eldingar gripum að bana þó hvergi kvæði eins að því og hjá þessum eina manni. Atkvæðagreiðslan um aðskilnað Noregs og Sviþjóðar hinn 13. þ. m. féll þannig að með a«ðskilnaði voru þrjú hundruð sextíu og.átta þúsund og tvö hundruð átkvæði, en eitt hundrað áttatíu og fjögur atkvæði á rnóti. Þannig er íala atkvæðanna auglýst í norska blað- inu „Decorah Posten“ þó ekki beri henni saman við ensk blöð og timarit, sem segja frá úrslitunum. Það slys vildi til á bóndabæ ná- lægl Brandon, Man., i vikunni sem leið, að tveggja ára gamall dreng- ur varð fyrir sláttuvél sem faðir hans var að slá hveiti með. Skar sláttuvélin annan fótinn af drengn- um fyrir ofan hnéð og blæddi hon- um til ólífis áður en hægt væri að ná i læknishjálp. Voðafréttirnar af hungursneyð- inni á Spáni verða ægilegri dag frá degi. Börn og gamalmenni falla þar unnvörpum af afleiðingum hallærisins, enda er aðal viðurværi fólksins fólgið i rótum og trjá- berki. Forstöðumenn hallæris- sveitanna hafa gert stjórinni að- vart um aö þeir sæi engin ráð til að bæta úr neyð fólksins með þeim meðulum, sem í þeirra hendi væru, en hvernig stjórninni muni takast að gr.eiða úr vandræðuntim er enn ekki séð. Þrir ungir menn voru teknir fastir skamt frá Glenlxtro, Man., og færðir þangað til bæjarins um síðastliðna helgi. Hafði sést til þeirra að þeir voru að grafa eitt- hvað niður meðfram járnbraut- inni, og þegar að var gæ.tt kom það i ljós að það var ýmiskonar guflstáss og skartgripir, lyklar, skammbýssur og fleira af áhöldum, sem innbrotsþjófar vanalega nota. Enginn þekkir nein deili á mönn- unt þessum né veit hvaðan þá hefir borið að. Sir Wilfrid Laurier heldur hátíðlegan 64. aímælisdag sinn 20. Nóvember næstkomandi. í Fernie, B. C., varð eldsvoði allmikill á laugardaginn var og brann þar„ auk margra annarra bygginga Baptistakirkja og stórt hótel. Yfir bæinn Souris, Man., gekk stórviðri mikið hinn 28. þ.m., snemma dágs, og gerði það all- mikinn skaöa á ibúðarhúsum 0g öðrum byggingum þ«ar. Akrar í grend við bæinn skemdust einnig nokkuð i þessu ofviöri. All rniklum örðugleikum ætlar það að veröa bundið fyrir Roose- velt Bandaríkjaforseta að koma á- fram verkinu við Panama-skurð- inn. Mikið hefir gert verið til þess að tryggja og bæta heilbrigð- isástandiö, en ekki hefir það nægt til þess aö fyrirbyggja vandræði. Starf það verður, segja menn, að ná út yfir alt Panama-skurð belt- ið. Talsverður hnekkir í bráðina varð það, að yfirmannvirkjafræð- ingurinn sagði af sér, þvi að' enn hefir því ekki verið slegið föstu, hvort skurðurinn skuli grafast nið- urjafnt haffleti eðaekki. Það virð- ist ekki liggja á lausu að fá laæfa menn. Forsetanum hefir verið i falin öll yfirumsjóninM hendur og hvílir því allur vandinn á honum. ! Er nú jafnvel við því búist, að ' hann muni kalla saman aukaþing til þess að ráða fram úr vissum vandamálum í sambandi við fyrir- • tækið. Þykir ekki sérlega mikið útlit á, eftir því sem gengið hefir, að skurðurinn verði fullgerður innan tíma Jæss sem við var búist þegar loks var ákveðið .að grafa hann. Ur bænum'. Um sólaruppkomu á miðvikudag- inn var skýjað austurloftið svo sólmyrkvinn sást ekki í Winnipeg. Mesti fjöldi kaupamanna.austan úr fylkjum hafa flykst hingað vest- ur til að fá vinnu við uppskeruna í Manitoba og Norðvesturlandinu. Næsti mánudagur er labor day og hefir verið hafður viðbúnaður jnnnytjendastraumurinn hingað til Canada fráj Bandaríkjunum heldur stöðugt áfram,og með svip- uðu áframhaldi er óhætt að áætla að full átján þúsund manns muni flytja sig þaðan á þessu sumri og taka sér bólfestu i Vestur-Canada. mikill tjil iþess 'hátiðalialdið verðjj sem myndarlegast. Búist við stór- kostlegri sktúðgöngu. Mesti fjöldi af verkamönnum kemur nú austan úr landi til þess að vinna að uppskerunni í Mani- toba og Norðvesturlandinu. Á þriðjudaginn var lögðu á stað frá T oronto vestur sex jjrnbrautar- lestir er í voru sjötíu og fimm fólksvagnar, allir hlaðnir með verkamenn. Að kveldi hins sama dags átti önnur lest að leggja á •stað þaðan vestur með fjölda af verkamönnum, mestmegnis ítöl- , Síðastliðinn vikutínia hefir tíðin mátt heita hagstæð þó hér og þar hafi regn tafið lítið eitt fyfir upp- ; skerunni. Hitar hafa verið miklir • þangað’ til núna tvo síðustu dag- ana. I Goodtemplara stúkurnar ísl. í j Winnipeg ætla að halda pic-nic I vestur í St. Charles á mánudaginn t kemur. Strætisvagnarnir, sem farið verður með fara á stað frá j horninu á Sherbrooke og Sargent strætum kl. hálf eitt. um. Hvað segir tólkið? Nú er byrjað á Grand Trunk Pacific járnbrautinni fyrir vestan Portage la Praírie og ákveðiö hefir . jrið hvar hún á að liggja yfir tvö hundruð milur þaðan vestur. En þá kemur nýtt upp á ieningn- um. C.P.R. félaginu þykir bratjK in leggjast of nálægt braut sinni, er hrætt um, að það muni rætast, sem lofað var þegar fyrst var íal- að um að leggja G. T. P. brautina: að með henni fengist samkepni sú seni vesturlandið þarfnast svo Menn úr forstöðunefnd Grand Trunk Pacific járnbrautarinnar hafa verið hér á ferðinni til þess að líta :eftir með hverjum kjörum hægt v.æri að hafa sameiginlegar vagnstöðvar union dcpot með C. N. R. eða C. P. :R. félögunum. Ekki hefir neitt um það heyrst, hvort samningar hafa tekist. Allkappsamlega er nú að því gengið aö reka eftir mönnum að leiða vatn inn í húsin þar sem því veröur við komið, og að útbúa kamra samkvæmt fyrirskipan heil- brigðisnefndarinnar þar sem ekki nær til vatnsleiðslunnar. Eru nú fleiri og færri daglega <lregnir fyr- ir rétt fyrir að humijia fram af sér að gera þetta lengur en lögin levfa. mjög. C. P. R. félagið hefir sent stjórninni bænarskrá um að láta færa brautina fjær sér svo það geti haldið áfram að vera eitt 11111 hituna og hafa alt effir eigin höfði í þéttbvgðasta parti lamls- ins. Og afturhaldsflokkurinn ber sig átakanlega illa í gegn um blöð sin yfir því hvað C. P. R. félagið sé hart leikið. Winnipeg Morning Tclcgram ber sér á brjóst yfir því hvað dauflega stjórnin hafi tekið bænarskrá félagsins, 'og segir, að nú sé ekki tirrr annað að gera en fá f ó 1 k i ð til þess að andm.æla þess- ari óhæfu. Grand Trunk Pacific járnbraut- in á að leggjast þar sem hún getur orðið að sem almennustum notum og liaft bætandi áhrif á járnbraut- ir þær sem fyrir eru. Og nú ætlar afturhaldsflokkurinn að fá fólkið til að reisa sig upp á móti þessu vegna þess C. P. R. líði við það: verði að færa niðuf fargjald og flutningsgjald, hafa fleiri lestar á brautunum, betri vagna, kurteisari járnbrautarþjóna, betri vagnstöðv- ar o. s. frv., o. s. frv. Skyldi það ekki vefjast fyrir flokknum að fá fólkið til að gera uppreist á nióti þessu? Oss kemur það mjög á ó- vart ef fólkið ber svo hlýjan hug til C. P. R. félagsins eða þykist eiga því svo mikið gott upp að unna, að það vill ekki þiggja það ! að kjör þess verði bætt ef nokkur hætta er á aö það kosti félagið eitt eent. C. P. R. félagið liefir ákveðiö að hér eftir fái ekki ferðafólk, sem ferðast með lestum þess frá ’Win- nipeg, að hafa með sér jafn mikinn farangur inn í vagnana ’eins og leyft hefir verið að undanförnu. Ferðafólk er því ámint um að láta chccka sem mest af farangri sin- um og hafa sem minst með sér, lil þess pað ekki verði gert afturreka þegar ]>að ætlar að stiga upp í vagninn. í kapptaflinu, sem staðið liefir \ fir i Minneapolis, Minn., og er nú lokið, varð ’ Magnús Smitli sá sjötti i röðinni að ofan. Fyrst frarnan af leit út fyrir, að hann «ætlaöi að vinna, eftir venju, cn þegar á leiö var eins og hann tap- aði sér gersamlega. Maður frá St. Louis. Shroeder að nafni, vann sigur og næstur honum varð maö- ur frá Winnipeg Blake að nafni. P kirkju -Fríkirkjii- og Frelsis- safnaða i, Argyle-bygð var sunnu- daginn 20. þ. m. haldinn trúmála- samtalsfundur. og var umtalsefnið hið jsama og á fundttm þeim er skönimu áður voru haldnir t lút. kirkjunum islenzku í Winnipeg: guðsþjónustur í heimahúsum. Séra-Jón Bjarn.'wion og séra Björn B. Jónsson voru þar viðstaddir og tóku þátt i umræðunum. Fundur- inn var ágætlega vel sóttur iog hinn uppbyggilegasti i alla staði. Nýmœlt heimilisréttarland. Uppdráttur yfir nvmælt heimilis- réttarland er nú nýkominn liér á landskrifstofu Dom.-stjórnarinnar og mönnum þannig gert hægt a5 taka þar land. Alt land þetta er austan Rauðár, sumt austur frá Emerson suður undir landamerkja linU, meðfram C. N. R. brautinni sem verið er að leggja frá Emer- son austur til Vassar; en sumt af því er rétt suður af C. P. R- brautinni, meðfram Whitemouth og Black ánum, og er þar mælitig- unni þannig hagað.að löndin liggja að ánum, en ekki :yfir þær, og eru því misjafnlega stór. Mikið af landi þessu er sagt að vera gott og byggist því ugglaust fljótt. Ólafsmessu-hvöU _____ « Eftir Björnstjcmc Björnson. [Á „Ólafsdag“, 10 Júní síðastl., stóð þetta kvæði (á frummálinu) í norskuni Moðum og þaut óðar út ir' o!l '’.c ■ ðurlönd. Þá höfðu Norðmenn sagt sig úr bandalögum við Svíana.] Þú fólk, sem Ólafs helga hönd úr hlekkjum braut er skíröust lönd, s ‘in fékk þér kristnu fræðin þín og fermdi þig meö blóöi sín: til Ólafs guðs! með efni og hag. á Ólafs lielga messudag! Ilafirðu ei lög og licimaráö, og hcima þína „konungs-náð‘‘, þá verður raunin ráðvilt böl, þá riðar þú á völtum kjöl. Af Ólafs lögum lærðu það: „Land mitt og guð er citt!" liann kvaö. Fyrir guð og lana hann gcistist fram, fyrir guð og laud sitt falla nam. En at’tur hló inn helgi krans í hetjuaugum sonar- hans. Þá svall um Noreg sigurhrós, þá söng hún „GlöÖ"* viö Niðar- ós. Hið sama lögmál lífs og hags, það llfir enn til þess dags, þrátt fyrir kvíða, kur og stans— cf kóngurinn situr utanlands. Hevr þú, sem Ólafs vígðir verk, veri nú með oss hönd þín sterk! Hvelf ljóssins þrá yfir láiids vors bú; lyft vorri þjóð í styrkleiks trú; lát móður hverja sjá í svn í sigurkufli bÖrnin sín ; ‘ ger alt hið dreifða eina bvgð: svo eflumst vér fyrir, kraft og trygö! Matth. J. * Klukkan i Kristskirkju, sem menn þóttust hevra hljóma á und- an orustunni suður á Hlýrskógs- heiði í Slésvik. þegar Magnús góði barðist við Yindaherinn mikla. l'm þá orustu kvað Amór jarla- skáld: Yitt lá \ inda flótti, varð þars Mlagnús barðist höggvinn valr at hylja heiði rastarbreiða. 1‘akklæti. Hér ir.-ð votta eg öllum þeim i.uvlegt þal 1 'œti mitt, sem á einn eða annan Iv’tt vikvi góðu að mér ‘og manninum mínum sáluga og réttu oþkur kærleiks og hjálpar- hönd, og einnig þeim, scm mér liafa verið vel siðan maðurinn minn lézt. ÖHu þessu góða fólki er eg af hjarta þakkl.át og bið af heilttm hug guð aö launa þreí á þann hátt sem hann sér því hent- ugast og bezt. Winnipeg, 28. Ágúst 1905. Margrct Jacobscn.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.