Lögberg - 14.09.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.09.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1905 cpðberg er Refið út hvern fimtudag aí Thk Lögberg PlUNTING & PuBLISHING Co.. (löggilt), aS Cor, William Ave., og NenaSt. Winnipeg, Man.—Kostar $2.00 um árið (á Islandi 6 (kr. Borgist fyriríram. Einstök nr. 5 cts, Published every Thursday by the Lög- Derg Printing and Publishing Co. (IncorMr- ated), at Cor. -William Avenue & Nena St., Winnipeg, Man —Subscription price Í2.00 pér year, payable in advance. Single copies 5 cts. M. PAVLSON, Editor, J. A. BLONOAL, Bas. Mana ger, Auglýsingar.— Smá-augjýsingar í eitt- skiíti 25 cent iyrir 1 þml. A stærri auglýs- ingum um lengri tíma, afsláttur eftir samn ‘“g'.-., Bústaðaskifti kaupenda verður að til- kynna skriflega og geta úm fyrverandi bú- stað jafnframt. Utanáiskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The I.ðQBERQ PRINTING A PL'BL. Co P.O, Boxl3«.. Wlnnlpeg. Man. Telephone 221. " ’ Útanáskrift tií ritstjðrans er: , Kdltor LOgherg, P.O.Box 136, Wtnnlpeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaups an'da á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.-Ef kaupandi, sem er í slpild við blaðið, flytur vistferlum án þessað tilkynna heimilisskiftin, þá er það fýrir dðmstólunum álitiö sýnileg sönn- ub fyrir prettvíslegum tilgangi. Hvernig Japansmenn taka friöarskilmálunum. Blööin á Japan og alþýða manna þar tóku dauflega friðar- fréttunum, þótti súrt í brotið, að Japansinenn ekki skyldu fá þþð er þeim bæri með réttu sem sigur- vegurum, og kenna því um, að sáttafundurinn hafi of snemma veriö haldinn. Með því að sleppa kröfttnum um endurborgun stríðs- kostnaðarins þótti útséð um að stjórnin gæti hlynt að og bætt fjölskyldum þeim og einstakling- um, jsem mest hafa við stríðið liðið. I Tókio var byrjað með því að halda almennan fund í aðal skemtigarði bæjarins til þess að mótniæla samningunum vegna þess, þeiy væru læging fyrir rikið og þjóðina. Lögregluliðið kom til sögunnar og dreifði mannfjöld- anum og var þá reynt að koma saman í leikhúsi, en lögreglan leyfði það ekki. Þá gekk mann- fjöldinn ógnandi til prentsmiðj- unnar, þar sem aðalblað stjórnar- innaý er gefið út, og fleygði stein- um inn um gluggana svo nokkur- ar skemdir hlútust af, og vonuðu menn, að þar með yrði öllum ó- eirðum lokið. En það reyndist á annan veg. Uppþotið breiddist út og skríls- hátturinn fór versnandi. Fólkið æddi um, reyndi að grýta Ito markgreifa, leyndarráðs - forseta, braut niðitr margar lögreglustöðv- ar, og eyðilagði margar kristnar kirkjur og missiónsskóla. Ekki htuj út fyrir, að miklir mannskað- ar hafi orðið við uppþot þetta,_en þó nokkurir. Margn- þeir,~sem frenjstir voru í flokki í 'uppþotiriu hafa verið settir í Varðhald og er búist við, að þeir fái þunga hegn- ingti. Blöðin rnörg skella skuldinni á lögreglustjórnina og landstjórn- ina, og segja, að þær ættu báðar aö segja af sér.' Að ekkert hefði úr uppþotinu- orðið,' hefði fólkið ferigið að koma saman og halda fundi .sína í skemtigarðinum. Fólkið hefir tekið niður mynda* styttu Ito markgreifa og dregið I' ’Vá í s'mánar skvni öm göturnar; það skorar á stjómina að leggja niður völdin- og á míkadóánn að láta ékkert verða af friðarsamn- ingunum. að þarna sýni Japansmenn, aí þeir standi Rússum sízt framar, en þess ber að gæta, að það sem því þykir er annars og göfugra eðlis heldur en rússnesku uppþot- in. Japansmenn sýndu föður- landsást sína meðan á stríðinu stóð, -vo.ru boðnir og húnir að leggja fraiu eignir sinar og Jíf til þess að frelsa laridið sitt. Og því fer fjarri, að sömu möntiunum sé það láandi þó þeir byggjust við 'annarri útkomu við friðaysamninga. Óánægjan er svo eðlileg, að allir hugsandi menn bjuggust við henni, töldu hana vísaj, og þjvi göfugra var það talið af stjórn mikadóans að slaka til friðar vegna þegar vitanlegt var að hún, að minsta kosti í bráðina, mundi með því baka sér óþpkk sinna eigin vina og ef til vildi veyða að leggja niður völdin. Það hefir verið sagt um Rússa, að það væri stjórnin, en ekki þjóðin, sem berðist við Japans- menn. Þjóðin hataði stríðið eins og hún hatar stj'órn sína. Mætti hún ráða, þá hætti striði(f tafar- laust. Henni væri ósáyt þó rúss- neska stjórnin fengi skell. Alt þetta er sjálfsagt rétt og satt. Þ.ví er meira að segja lialdið fram, að þessu sé þannig varið í flestum löndum þegar á ófriði stendur þjóðirnar séu keyrðar nauðugar út í stríðin, og mættu þœr ráða þá yrðu engar blóðsúthellingar á orustuvellinum; deiluefni stjórn- anna yrðu þá að útkijást á annan hátt. En þetta verður ekki um Japansmenn sagt. Stjórnin vill fyrir hvern mun fá frið, fyrir hvern mun ekki leggja fleiri líf í sölurnar en óhjákvæmilegt er; en þjóðin vill halda áfyam að berjást nema stjórnin fái sigurvegaralaun sem föðurlandinu þeirra séti full komlega samboðin. Liti ekki stjórnin lengra fram í veginn, þá' nnindi hún hafa farið að vilja fólksins Og haldið stríðinu áfram, og væri fóikinu gefið þöð, að sjá eins langt fram uridan éins og helztu stjórnmáilamenn þess, þá samþvkti það gjörðir stjórnar- innar umyrðalaust. Japanska þjóðin bjóst við, að stjóyn sin mundi auðmýkja Rússa á friðarþinginu eins og hún auð- mýkti þó á vopnaþingintt. Að það varð ekki, hlaut i svipinn að verða henni vonbrigði og reiðiefni. En það verðttr vonandi ekki riema í svipinn. Roosevelt og friðarsamning- arnir. Sem stendur er Roosevelt for- seti hinn ástsælasti maður af al- þýðu, sem heimurinn á til. Lofinu rignir yfir hann úr öllum áttum og á allra vörum er nafn hans i heiðri haft. jSíðaai Triða^samningarnir milli RÚssa og Japansipanna komust á hafa hraðskeytin, með hamingju- óskum, þakklæti og aðdáun komið til hans í stórhópum, þar sem hann dveltir nú í sumarbústað sín- tim á Sagamore-hæð við Oyster- flóann. Á meðal hinna fyrstu, sem sendu forsetanum slík hraðskeyti, voru þeir Edward konungur VII. og Vilhjálmur Þýzkalandskeisarí. Hraðskeytið frá keisaranum er orðað á þessa leið: „Hefi samstundis fengið hrað- skeyti frá Ameriktt tim að friðar- mála ftindurinn liafi leitt til sam- komulags um undirbúningsatriði friðarskilmálanna. Eg er hugfang- inn. Eg framber eirilægustu heilla- óskir yfir hinum mikla og góða á- þreytandi viðleitni yðar. ’ Alt mannkynið ætti, — og mun einnig sameinast um að þakka yður fyrir hinn mikla velgernirig, sem þér með þesu liafið kotnið í fram- kvæmd.“ Forsetinn svaraði þessu hrað- skeyti þannig: „Eg þakka yðar hátign innilega fyrir heillaóskirnar og vil um ltið nota tækifæriö til þess að láta í ljósi einlæga þakklætis viður- kenningu fyrir hvernig þér, á hverju einasta stigi málsins, voruð samverkandi í því að koma friðn- um á i Austurálfunni. Mér hefir verið hin mesta ánægja i því að vera. í samvinnu með yðar hátign til þess að leysa úr þessu vanda- máli.“ \ Loubet forseti á Frakklandi sendi Roosevelt þannig orðað hraðskeyti: „Þér hafið, hágöfugi herra.unn- ið mannkyninu mjög þarft verk, og eg flyt yður hjartanlegar þakk- ir. Frakkneska lýðveldið gleðst af þvi hvern þátt systurlýðveldið, 3andaríkin, á í þessum sögulega v:ðbnrði.“ Nikulás Fússakeisari scndi for- setantim hraðskeyti frá Peterhoí, og er innihald þess á þessa leið: „Roosevelt forseti! Meðtakið hamingjuóskir mínar og innilegasta þakklæti fyrir að leiða friðarmálin til heppilegra úr- slita, og er það að þakka yðar perrónulegu, áhrifamiklu viðleitni Lar; l mitt viðurkennir með þakk- læti þann þátt sem þér hafið átt í friðarfundinum í Portsmouth.“ Franz Jósef Austurríkiskeisari simritaði forsetanum þannig: „í tilefni af því, að friður er nú kominn á ntilli Rússa og Jaþans- ntanna langar mig til, herra för- seti, að senda yður vinsamlegustu hamingjuóskir fyrir hlutdeild yð- ar i því máli. Óskandi er að heim- urinn fái framvegis i niörg ár áð njóta þeirrar blessunar ,sem leiðir af óslitnum friði.“ Nobel - verðlaunanefnd stór- þingsins norska t Kristjaníu sendi Roosevelt einnig árnaðaróskir „fyrir starf hans fyrir málefni heimsfriðarins og maitnúðarinn- ar.“ Um þetta leyti ltafa og þær fréttir borist út um heiminn, og „góð heimild“ sögð fyrir þeim. að talið sé mjög liklegt að friðar- mála verðlaunin úr Nobels-sjóðn- um verði hinn 10. Desember næst- komandi veitt Roosevelt forseta. En jafnframt segir norska hlaðið „Verdens Gang“, að þó leiðinlegt sé, þá sé það ómögulegt fyrir Nobel-verðlaunanefnd stórþings- irts að veita Roosevelt friðarmála- verðlaun þessa árs. í skipulags- skrá Nobel-sjóðsins er sem sé þannig ákveðið, að nöfn þeirra manna, sem umtalsmál geti verið að veita verðlaun úr sjóðnum ár hvert.verði að vera kontin til verðr- launanefndanna fyrir 1. Febrúar það ár, sem þatt eigi að . veitast. „Ef þetta ákvæði væri ekki fyrir hendi,“ segir blaðið, „væri Roose- velt sjálfkjörinn til þess að hljóta þessi verðlaun, og efalaust verða þau honunt veitt árið 1906. Norð- menn ntunciu, með hin1 i niestu á- nægju ög innilegasta fögnuði, vilja heiðra l>ar.n mann, sent engin þjóð fremur en þeif dáist að og virðir hið stórfengilega manngildi íans. Norska þjóðin skoðar hann sem ímýnd og pcrsónugjörvinp' tinnar AÖnnu stjórnvi2.ku.“ Annars er óhætt að segja svo. að úr óllum heimsins .ítfum hafi torsetanuir rið send óteljaridt skota i því skytii að láta búa til heiðurstákn úr gulli, annað- hvort eftirlíkingu af lárviðarsveig eða olíuviðargrein, til þess að senda Roosevelt í þakklætisskyni vfyrir hin áhrifamiklu og affara- sælu afskifti hans af friðarmálun- um. Og Vlhjálmur Þýzkalandskeis- ari' lýsir yfir þvi háttðlega, að þetta hrós og þessi hylling sé full- komlega að verðleikum. Nýlega sendi hann, frji baðstaðnum í Kissingen, þar sCm hann heldur til um þessar ntundir, e.ftirfylgj- andi hraðskeyti til sendiherra Bandarikjanna í Berlín: ,,Eg óska eftir að láta yður t ljósi fögnuð minn yfir hinni frá- bæru hepni forsetans. Eg er svo innilega gláður yfir, að hin ó- þreytandi barátta hans fyrir jafn góðu.málefni er nú sigri hrósandi á enda kljáð. Hrósið og ánægjan með gerðir hans, sem nú heyrist úr öllum áttum, er sannarlega vel Verðskuldað.“ Blöðin í öllum löndum' hæla for- setanum a hvert reipi. Sérstak- lega eru erisku blöðin, eins og við er að búast, óþreytandi í því að ltæla forsetanum fyrir hinn kapp- samlega áhuga hans í þarfir frið- armálanna. Jafnvél tvö ensk blöð, „The Speaker“ og „,The Out- look“, sem annars eru mjög mót- fallin Bandarikjamönnum, segjast ekki vilja standa neinum öðrum á baki í því að viðurkenna þakklæt- ið og heiðurinn sem Roosevelt beri af öllu. Blöð Frakka og Þjóðverja taka í sama strenginn. Blaöið „Gazette“ á Norður-Þýzka . landi.sem álitið er málgagn stjórn- arinnar, segir að hinar þrautgóðu tijratinir Roosevelts að koma friði á í Austur-Asíir sé fegursta verkið sem nútíðarsagan eígi til í eigu sinni, og tekur blaðið það fram um léið, að alt mannkynið muni minnast nafns Roosevelts með heiðri og innilegu þakklæti. Þegár Píus páfi frétti um hin góðu úrslit friðarfundarins í Portsmouth varð honum að orði: „Þettu eru þær beztu fréttir, sem eg hefi fengið á æfi minni. Guði sé lof fyrir hugrekki Roosevelts forseta.“ , Rúgsneska blaðið ^Rttsskoi Slovo“ varði til þess mikiu rúmi aö vegsama starf Roosevelts, síð- astliðna þrjá mánuði, í þarfir frið- armálanna. Tekur blaðið þaö réttilega frarn, nteðal annars, að fyrst og fremst séu það báðar þjóðirnar.Rússar og Japanar, sem um alla ókomna tínia hafi gildustu ástæðu til að minnast frant- kvæmda forsetans með undrttn, aðdáun og viröingu. Og það, að Rossevelt forseti bar gæfu til að stöðva "hinar voða- legu blóðsúthellingar og ógnir þessa langvinna stríðs, slær nýj- jmt frægðarljóipg yfif landið og þjóðixja sem .ól hann- og þefir sett liann í hið æðsta tignarsæti, s^nt hún getur veitt sonum sínunt. Til eru þeir, og Jjqö ekki svo fáir, sem halda því fram.að Roose- velt eigi ekki heiður þann, sem honum hefir hér hlotnast. Jafnvel Rússarnir, sem honum eiga mest að þakka, fara um hann og af- skifti hans af málunum illurn og sm.'uarlegum orðum, segja hann hafi kornið friðarfundinum á til þess að gera sig frægari, og svo sé honum þakkað það, sem hann verðsknldi ámæii. cn ekki þakkir færir. , En sé það þak’harvert, að friður kcmst nú a 'g hiria-r ógurlegu enda, þá verður Roosevelt forseta eklci ofþakkað, að því er séð verð- ur. Fréttirnar frá Portsmouth sýndu á meðan fundurinn stóð yf- ir, eða, réttara sagt, lengi fram eftir fundinum, að litlar likur voru til samkomulags, og loks var svo komið, að á hverjum degi bjuggust menn við að frétta, að fundinum yrði slitið án þess nein tilslökun kæmi fram, og hefði þ_á fundurinn orðið verri en gagns- laus. Japansmenn héldu kröfum sínum frarn, sem þeir og aðrir á- litu í alla staði eðlilegar, og Rúss- ar, sem ekki kunna eða hafa skap til að beygja sig, jafnvel þá þegar þeim sjálfum er það fyrir beztu. voru ófáanlegir til að mæta nein- um kröfum óvina sinna. Menn geta svona nokkurn veginn hugs- að sér ósköpin sem á hefðu dunið í Manchúríu ef þannig hefði lykt- að fundjnum, að fulltrfúarnir í Portsmouth hefðu skilið ósáttir. Eri þá kom Roosevelt forseti, með allan sinn alþekta dugnað og sin frábæru hyggindi. Ekki ein- asta tók hann fulltrúana tali og reyndi að hafa áhrif á þá til góðs, heldur setti hann sig t persónulegt samband viíi keisarana á Rúss- landi og Japan. Hvað þeirra fór á nlilli veit maður ekki með fullri vissu enn þá, en árangurinn vita menn, og það nægir. Fyrir milli- göngu hans er það, á því er eng- inn vafi, að friður er að komast á. Og þó meðhaldsmönnum Japans- ntanna þyki þeir vera nokkuð hart leiknir, þá gerir slíkt ekki svo mikið. Menn verða að lita þann- ig á, að keisari Japansmanna og stjórn hans hafi viljað vinna það til friðar að sleppa kröfum sínum —álitið frið meira virðj sér og þjóð sinni heldur en endurborgun herkostnaðarins eða líkurnar fyrir því, sem ekki voru sérlega rniklar, að hann fengist endurborgaður með því að halda ófriðnum áfram ef til vill svo árum skifti. Menn verða að líta þannig á, að keisar- anum og stjórn hans hafi verið það kunnugast, hvað landi þeirra og þjóð var fyrir beztu og, að þann veginn hafi þeir kosið. Og þeir, ekki síður en aðrir, eru Roosevelt forseta þakklátir fyrir afskifti hans af málunum. Bandaríkin hafa heiður af því hverju Mr. Róosevelt hefir til leiðar komið, enda ber þeim heið- ur sá að allmiklu leyti, þvt að sem prívatmaður hefði hann auðvitað Hví skyldu menn borga háa leigu inn íbænum.meö- an hægt er aö fá land örskamt frá bænum fyrir gjafvirði? Eg hefi til sölu land í St. James mílur frá ptsthúsinu, fram með Portage avenue sporvagnabraut-. sem menn geta eignast meö $10 niöurborgun og $5 á mánuöi. Ekran aö eins $150. Land þetta er ágætt til garöræktar. Spor- vagnar flytja menn'alla leið. Bakers Block, 470 Main st. WlNNIPEG. N.B.—Skrifstofa mfn er í sam- bandi viö skrifstofu landa yö- ar, Páls M. Clemens, bygg- ingarmeistara. engu slíku til leiðar komið og ekki hvert annað embætti sem hann hefði skipað en forseta embættið. Sum Bandaríkjablöðin óttast, að Mr. Roosevelt kunni með þe9s- um afskiftum sínum að hafa veikt þá stefnu, sem Bandaríkin hafa sett sér og fylgt, að leiða hjá sér mál rikja þeirra.sem utan Vestur- álfunnar Hggja og ætlast til að Norðurálfustórveldin leiði hjá sér ágre fningsmál Vesturálfuríkj- anna. En hér ber þess að gæta, að forseti Bandaríkjanna var helzt eini maðurinn sem urn gat Verið að ræða til þess að sætta Rússa og Japansmenn. Muniö eftir sjúkrahúsinu. Á undanförnum árum hafa ís- lenzkar konur í Winnipeg tekið sig fram um að inna það góðverk af hendi að safna gjöfum á meðal landa sinna handa Almenna sjúkrahúsinu ('Winnipeg General Hospital), og vonum vér að kon- urnar taki sér það ekki til þó Lög- berg bendi þeim á, að nú fer hent- ugasti tíminn í hönd til slíkrar fjársöfnunar. Eins og vant er verða enskar konur á ferðinni í sams konar erindagerðum, og er þá óskandi, að þeir Islendingar, sem til sjúkrahússins .vilja gefa, láti tslenzku konurnar sitja fyrir gjöfunum. Einnig leyfir Lögberg sér að minna konurnar í íslend- ingabygðunum á sjúkrahúsið, sem margar þeirra hafa reynst svo vel á undanförnum árum. VERZLUN OG VERZLUNAR-STADUR A FRIDRIKSSONAR, 611 ROSS AVE, WINNIPEC, c . , ~ ~ hraðskeyti. Borgarar í Lyons á l bló*S’'thellingar með öllu þvi humir bera ser það nú í munn, rangri, sem er að þakka hinni ó- Frakklandi lia'a stoínað til sam-J'rú^.MK, sem Jæim fylgiý, elzta og fyrsta íslenzk vérzlun í bænum, er nú TIL SÖLU MEÐ ALLMIKLUM VÖRUM. Eg hefi rekiö verzlun á sama staðnum ( nál. tuttugu og fimm ár; staöurinn því betur þektur en flestir aðrir og sér- lega álitlegt tækifæri fyrir efnilegan íslending aö sæta boöi þessu. íbúðaihús mitt, og tvaer lóöir áfastar búöinni, er einnig tll sölu. Eg get gefiö rýmilega söluskilmák, einkum ef eg sel bráölega. Á. FRIÐRIKSSON. Winnipeg 12. Sept. 1905.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.