Lögberg - 21.09.1905, Síða 1

Lögberg - 21.09.1905, Síða 1
Lawn rólur, fyrir tvo. Vanaverð $10,00. Við seljum þær á $7.00, sterkar og vel málaðar. Þær geta ver- ið yður $20.00 virði það sem enn er eftir af sumrinu. Anderson Sc Thomas, Hardware & Sporting Goods. B38 Main Str. Telept)one 338. Gasstór. Við erum nú að selja þessarstór, sem svo mikill vwmusparnaður er við, og setjum þær upp kostnaðarlaust. Þér borgið aðeins pípurnar verkið kostar ekkert. Finnið okkur. Anderson & Thomasr Hardware & Sporting Goods. B38 Maln Str. Telephone 839. 18 AR. II Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 21 September 1905. NR. 38. Fréttir. Vi8 árekstur járnbrautarvagna, skamt frá borginni York í Penn- sylvaniu, fórust fimm menn og sjötiu og fimm meiddust fyrra laugardag. I púðurverksmiðjum, skamt frá borginni Connellsville í Penn- sylvaníu, kom upp eldur fyrra laugardag, og sprungu þær í loft upp á svipstundu. Nítján manns af þrjátiu og tveimur er þar voru við vinnu, biðu hana. Tilraun var gerð til þess að ráða landstjórann á Finnlandi af dögum nýlega. Var landstjórinn keyrandi i vagni og var tilræðið framið á þann hátt að sprengi- kúlu var fleygt í veg fyrir hann. En óskemdur komst landstjórinn þó undan í þetta sinn. Maður nokkur, vinnumaður hjá bónda skamt frá St. Paul, Minn., hvarf nýlega og er ætlun manna að hann hafi fyrirfarið sér. Skyldi hann eftir, á heimili bóndaþs er hann síðast vann hjá, bréf þess efnis að hann hefði fyrir þrjátíu árum siðan myrt stúlku nokkura og annar maður verið af sinum völdum dæmdur sekur um þann glæp og hengdur fyrir. Segir maðurinn enn fremur i bréfinu að í öll þessi þrjátiu ár, sem liðin eru siðan hann iframdi' glæpinn, hafi hann hvergi haft ró né frið fvrir ásökunum samvizku sinnar, og andlitsdrættir stúlkunnar, sem hann drap með hengingu, af- skræmdir af ógn og dauðateygj- um hafi jafnan síðan staðið sér fyrir hugskotssjónum. Segist hann því fullráði»i i þvi að stytta nú loksins eymdarstundir sínar.og biður að skila kveðju til móður sinnar, sem enn er á lífi, *fjörgöm- ul orðin. Nýlega hefir verið lokið við að leggja ritsíma milli Newfound- lands og meginlands. Var síminn lagður á land í bænum Canso í Nova Scotia, og var fyrsta skeytið sent með honum þann n. þ. m. Við sjálft liggur nú, ef til vill, að Grikkir og Rúmenar segi hvor- ir öðrum strið á hendur. Hefir hvor þjóðin um sig kallað heim sendiherra sina. Deilurnar rísa nú í þetta sinn út af því að Rúm- enar neita að borga skaðabætur fyrir að hafa raant og farið illa með griska þegna, sem gríska stjórnin segir að ekki megi vera óhultir uin sig í Rúmeníu. Lausafrétt hefir nú alveg nýlega borist um það, að fjölskylda Kom- wra baróns hafi öll verið af lífi tekin í Tokio. Áreiðanleg gögn fyrir því að fréttin sé sönn eru þó ekki enn fyrir hendi þegar þetta er ritað. I japanska her.4;ipinu Mikasa, sem var foringjaskip í bardagan- um við Rússa á Japansbafinu, kviknaði fyrra þriðjudag inni á höfn í Sasebo í Japan. Sökk skipið mjög fljótt eftir að eldsfns varð vart og druknuðu þar ná- lægt sex hundruðum manna. Síðan friðurinn komst á milli Rússa og Japansmanna hefir ó- slitin lest af Kinverjum verið á ferðinni til Manchuria, og eru þeir allir mjög glaðir í bragði yfir því að mega nú aftur t friði vitja stöðva sinna, er þeir urðu að flýja frá meðan á stríðinu stóð. Vitaskuld er það að mjög hefir verið spilt eignum þeirra og óðulum, en ekki virðist svo sem ieir láti það mjög á sig fá. Fögnuðurinn yfir því að geta horfið heim aftur yfirgnæfir alt annað. Svartur veitingaþjónn, á hót- elli einu í Baltimore í Bandaríkj- unum, hefir nýlega verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að ráðast á hvíta stúlku þar á hótell- inu og kyssa hana. Hafði ann- ar svertingi þar á hótellinu veðjað um það við þjóninn að hann ekki mundi hafa áræði i sér til þess að stela þessum dýr- keypta kossi. í bæ einum í Ontario,, sem Merlin heitir, hefir nýlega orðið vart við bóluveiki, og hafa nú verið gerðar strangar ráðstafanir til þess að varna útbreiðslu hennar. Sannanir hafa verið færðar fyrir því að ýmsum stórbvgging- um í Chicago sé hætta búin af undirgöngum þeim, sem verið er að grafa víðsvegar um borgina, til þess að greiða fyrir umferð- inni. Hefir því, fyrst um smn að minsta kosti, verið lagt bann fyrir að halda greftinum áfram. í höfuðborginni í Búlgaríu komst nýlega upp samsæri, sem að því stefndi að ráða af dögum Pétur konung í Serviu, Ferdínand prins í Búlgaríu og Tyrkjasol- dán. Banatilræðið við Tyrkja- soldán, sem nýlega átti sér <&tað, er sagt að eiga muni rót sínk að rekja til samsærisinanna þessara. í vikunni sem leið komu saman átta hundruð kjörnir fulltrúar, viðsvegar að á Finnlandi, í höf- uðborg landsins, Helsingfors, til þess að ræða helstu áhugamál landsmanna. Fundurinn fór mjög friðsamlega fram, en samt sem áður sendi landstjórinn vopnað herlið til þess aö tvistra fundar- mönnum og banna samkomuna. Hefir þeta atvik vakið svo megna óánægju á Finnlandi að óspart rignir nú yfir landstjórann hótun- um um að kasta að honum sprengikúlu við fvrsta tækifæri. í Pétursborg á Rússlandi hefir nú verið lagt bann við þvi að selja einstökum tnönnum marg- hleypur og skotfæri. Sömuleiðis er bannað að selja nokkurum hermanni vopn eða skotfæri nema sá hinn sami hafi í hönd- um frá vfirmanni sínum skriflega heimild til kaupanna. Amerískt ritsimafélag hefir nú komist að samningum við í&jórn- irnar í Japan og Kína um að leggja þangað sæsíma. Á önn- ur grein sæsímans að liggja til Yokohama í Japan, hin til Shanghai í Kína. í bæntfn Alarlboro í Massachu- etts varð tíu ára gamall drengur nýlega fyrir því óláni að festa annnan fótinn milli járnbrautar- teina, er hann var að stytta sér leið með því að ganga yfir braut- ina skamt frá járnbrautarstöðinni. Lest var á ferð eftir brautinni skamt frá honum, er nálgaðist hann með fullri ferð. Sá drengur- inn að lestin mundi hljóta aö renna yfir sig áður en hann gæti losað fótinn, og verða sér aö bana netna hann tæki eitthvað til bragðs. Varð honum það þá fyrir, til þess «ð bjarga lífinu, að hann fleygði sér á hliðina, beint út frá brautar- teinunum, og lét lestina renna yfir fótinn. Hjólin mörðu fótinn sundur rétt fyrir ofan öklann og varð að taka íótinn af fyrir ncðan hnéð. Drengurinn er nú á göðum batavegi. Land-agenta eftirlitsmaður Do- minion-stjórnarinnar, R. E. Leach, hefir nú gefið út aðvörun til allra þeirra sem taka, eða tekiö hafa heimilisréttarlönd, um það að selja ekki né farga á annan hátt réttindum sínum til landanna né selja umbætur sem gerðar hafa verið á þeim áður en þeir hafa fengið fullkomin eignarréttindi. Slik sala er ekki lögmæt og varð- ar hegningu. Hingað til Canada kom í vik- unni sem leið sendimaður frá stjórninni í Japan í þeim erinda- gerðum að kaupa nautgripi. Sem stendur er mikill skortur á naut- gripum í Japan, og auk þess er nautgjjipakynið þar mjög smátt vexti, og hugsa Japansmenn sér nú að koma á hjá sér kynbótum með því að flytja inn nautgripi frá Canada. Uxar eru mjög mikið notaðir i Japan til ýmsrar vinnu, en sökum stríðsins 'hefir orðið að slátra óvenjulega miklu af naut- pöriingi sem nú þarf að fylla i skörðin fyrir. Landbúnaður og griparækt hefir verið i fremur smáum stil ijapan til þessa, en nú ætlar stjómin sér að leggja stund á að hvorutveggja komist í betra horf. Ekki hefir enn tekist að stemma stigu fyrir útbreiðslu kóleruveik- innar á Prússlandi. í hverri viku gerir hún vart við sig á fleiri og fleiri stööum þn -, sem hún ekki hefir verið áður komin. Mjög mannskæð er veikin þó ekki, enn sem komið er. Eftir seinustu fréttum frá New Orleans heldur „gula pestin" á- fram að drepa fólkið þar í borg- inni. Reynt hafa menn að flýja burtu þaðan, en af ótta fyrir út- breiðslu sýkinnar á þann hátt hafa flóttamennirnir wrið fluttir til baka jafnóðum eða settir í mjög stranga gæzlu. Hættunni, sem á því hefir verið að Svíum og Norömönnum lenti saman í ófriði út af aðskilnaðar- málinu.er nú afstýrt. Á fundi þeim er fulltrúar beggja þjóðanna liafa setið á í borginni Karlstadt, hefir samkomulag komist á um aðskiln- aö ríkjanna, en hvað þar hefir frekara orðið að samningum vita nienn ekki enn. Eftir ferðamönn- um, sem verið hafa á ferð í Noregi i sumar.er J>að samt haft að Norð- menn séu í óða önn að bæta her sinn og styrkja landvarnirnar. Sérstaklega segjast þeir hafa orð- ið þess varir, siðari hluta sumars- ins, að varnarvirki hafi verið bæði trevst og reist af nvju hingað og þangað um landið og helzt við sjávarsiðuna. Hirm 8. Október næstkomandi leggja eitrt hundrað konur og börn, ásamt fleiri útflytjendum, á stað frá Englandi áíeiðis til Canada, undir umsjá Sáluhjálparhersins. < reneral ‘Bootli, forstöðumaður hersíns, hefir lýst yfir því að hann hafi i hyggju, i nálægri framtíð, að senda á stað frá Englandi tutt- ugu þtisund atvinnulausa fátækl- mga, karla, konur og börn, til Can- ada.Ástralíu, New Zealand og Ar- gentina. Hinn tuttugasta og fyrsía ár- lega Labor Congrcss er nú verið að halda í Toronto. Eitt hundrað og fimtíu fulltrúar sitja fundinn og eru þar meðtaldir allmargir leið- andi menn frá ýmsum borgum i Bandarikjunum, sem sendir liafa verið til þess að taka þátt í um- ræðum og ályktunum. Canadíska verksiniðjumanna- félagið er nú að halda tuttugasta og fjórða ársþing sitt í Qnebec. Þrjú hundruð fulltrúar, víðsvegar að úr landinu, eru mættir á þing- inu. Siðastliðið fjárhagsár, sem cnd- aði hinn 30. Júni þ. á., námu verzl- unarviðskifti Canada við útlönd fjögur hundruð og fjörutiu milj- ónum og rúmu eitt hundrað fimtíu og einu þúsundi dollara. Frá því var sagt hér í blaðinu i vikunni sem leið,að Tartarar hefði veitt áhlaup og rænt og drepið fjölda manna í ýmsum stöðum á Suður-Rússlandi. Árásum þess- um heldur enn áfram og er líf og eignir manna í þ/essum héruðum i sífeldri hættu. Á mánudaginn var fann vagn- stjórinn á strætisvagni í Ottawa handtösku, spm einhvcr hafði skil- ið þar eftir í ógáti. í töskunni voru fjörutíu þúsund dollarar i á- visunum og seðlum. Yagnstjór- inn var svo ráðvandur og hrekkja- laus að halda töskunni til skila, enda leið ekki á löngu þangað til eigandinn kom með öndina í háls- inum, til þess að spvrja eftir hvort ta.skan hefði fundist. Til þess að vj-tta vagnstjóranum þakklæti sitt í^ir fundinn og ráðvendnina gaf Æíssi vellríki heiðursmaður vagn- ítjóranum — tvcggja dollara seðil. i fundarlaun. Presbvteraprestur nokkur í Ed- Tiionton, Alta., gerði bindindismál- ið að umræðuefni í prédikun sinni á sunnudaginn var. Hann lét í ljósi i ræðunni, að hver maður hefði að vísu persónulegt frelsi til þess að drekka ölföng, ef honum svo sýndist, en persóntilegt frelsi, notað á þann hátt, væri hættulegt fyrir mannfélagið. Hann sagði, enn frernur, að söfnuði sínum rnundi ekki geðjast vel að því að sjá og vita prestinn sinn koma daglega á veitingahúsin til þess að fá sér þar í staupinu,og samt hefði pnesturinn sama persónulega frels- ið til þess og hver annar meðlimur safnaðarins. „Þér hafið,“ sagði presturinn, „engan rétt til aö heimta að mismunandi siðgæði skuli eiga sér stað hjá prestinum og hinum öðrum, sem kristna trú játa og í kristnum söfnuði standa. Sé það rangt af mér að ganga inn að veitingaborðinu og drekka þar, þá er það eins rangt af yður og gerir yður eins brotlega gagnvart kristilegu framferði og siðgæöi." 1 resturinn varaði húsmæðurnar alvarlega við því að liafa vin um hönd í heimabúsum til þess aö veita gestum sínum og kvað það eitt oft og mörgum sinnum liafa orðið fyrstu orsökina til þess að gera margan unglinginn að drykkjumanni. í Kansas City í Bandaríkjunum og héraðinu þar umhverfis, hefir frá því í byrjun Sept«nbermánað- ar rignt meira og minna á hverj- um iginasta degi. t vesturhluta Missouri-ríkisins hefir veðráttan verið mjog svipuð þessu, það sem af er mánuðinum. , Óvatalega ákafur stormur með stevpiregni gekk yfir Minneapolis síðastliðinn mánudag að kveldinu. Kvað svo mikið að úrkomunni að saurrerinur og kjallarar fyltust og lilauzt af því eignatjón svo þús- undum dollara skifti. National bankinn i Minot, N.D., hætti störfum um síöastliðna helgi, og nemur sjóðþurð hans sextán þúsundum dollara. Ótrygg útlán er sagt að ltafi valdið faíli hans. Nan Patterson, konan sem í morðmálinu átti í vetur sem leið og mikið var þá talað um i blöð- untun, giftist á mánudaginn var fyrverandi eiginmanni sínum, er Leon Martin heitir, og hún hafði skilið við fyrir þremur árum síð- an. Hjónavigslan fór fram í Washington og voru að eins nán- ustu ættingjar hjónanna við þá athöfn staddir. I Colombia ríkinu í Mið-Ame- ríku eru nú óieirðir miklar. Hefir forseti ríkisins með tilstyrk her- liðsins tekið sér alræðisvald í hend ur og látið taka fasta æðstu dóm- ara landsins. Af óánægju yfir þessum tiltektum gerði lýðurinn í höfuðborg ríkisins aðsúg að for- setahöllinni. Lét forsetinn þá skjóta á mannfjöldann og særðust >ar margir. Þegar þessar aðfar- ir spurðust út um landið var þegar hafin uppreist í flestum borgum og er landið nú alt í uppnámi. Nýlega hafa borist fréttir um mikinn eldsvoða í Nome í Alaska. En svo óljósar eru fréttirnar enn, að ekkert verður með vissu um >að sagt, bvað miklu tjóni eldur- inn hafi valdið. Við strendur Finnlands varð nýlega vart við gufuskip, fermt með kúlubyssum og skotfærum, er stefndi til hafnar á Finnlandi sunnanverðu. Á teyðiey fyrir vest- urströnd Finnlands, og skamt frá landi, fundu tollþjónar nýlega ná- Iægt sjö hundruð kúlubyssur og bvssustingi, og eitt hundrað og tuttugu þúsund skothvlki. Hvern- ig á þessunr útbúnaði stendur, hvaðan hann er kominn og hver hefir pantað hann eða kevpt, er ekki lýðum ljóst, en getið hafa menn sér þess til að Finnlending- ar muni hafa ætlað sér að vera við búnir ef Norðmönnum og Sví- um lenti saman, og veita öðrum hvorum, í því skyni að fá aftur liðveizlu til þess að losast undan yfirráðum Rússa. Fregnir Jiær berast frá Eng- landi, að Fcdcration of Meat Tra- ders Association-s hafi skorað á Ieiðandi bændur í Canada að sker- ast í leikinn og fá brezku stjórnina til þess að nema nautgripa inn- flutningsbannið úr lögum. Hefir Dominion-þingmaður í Montreal lýst yfir því, að ef Bretar ekki nemi þetta móðgandi bann úr lög- nm. skuli verða alvarlega á Do- minion-stjómina skorað að nema úr tolllöggjöfinni ákvæðið um toll- afslátt á brezkum vörum. Ur bænum. Eftir síðustu fréttum frá Ott- awa að dæma er helzt útlit fyrir, að C anadian NortJíern og Grand Trunk Pacific járnbrautarfélögin hafi sameiginlegar járnbrautar- stöðvar hér i Winnipeg. -------------V Joseph Martin hélt pólitískan fyrirlestur í Selkirk Hall í vikunni sem leið, og gekk hann aðallega út á það, að báðir pólitísku flokkarnir í Canada væra gjörspiltir og ó- hafandi, svo brýna nauðsyn bæri til, að mynda nvjan flokk sem hreinsaði pólitiska andrúmsloftið. Eldur kom upp í nýju Ash- downs búðinni á sunnudags morg- uninn var. Af rigningunni um nóttina hafði kalkhrúga, sem þar lá úti fyrir, kveikt í borðvið og eldurinn komst inn um bráða- birgðahurö. Ska^inn varð ekki til- finnanlegur. Mr. Steingrimur Jónsson héðan úr bænum kom á mánudagskveld- i5 vestan frá Quill Plains, Sask., þar sem hann var að byggja og á annan hátt búa sig undir að ! flytja búferlum þangað vestur í haust. Hann segir, að sérlega góð uppskera hafi orðið þar vestra af öllu sem sáð var og það þó jörðin væri illa undirbúin, og ekki hafði næturfrosta orðið vart þar fyr en eftir 10. Sept., á sama tíma og þeirra varð vart hér. Eftirspurn eftir landi segir hann að fremur fari vaxandi; bæði káúpa menn oddalönd fyrir $8.00 el^runa og jafnvel meira, og svo er káppsani- lega fram í því giengið að ná hcivh- ilisréttarlöndum sem áður hafft. tekin verið, en landtakendur ekkt' hafa uppfylt skyldur sínar á. Mr_ Jónsson biður Lögberg að taki það fram, að íslendingar, sem þar vestra hafa skrifað sig fyrii; landi, en eru hvergi nærstaddir og ekki hafa uppfylt ábúðarskyldur sínar, missi landið og l'keimilisrétt sinn nema þeir bregði tafarlaust við, svo vandlega séu landtakend- ur vaktaðir af öðrum sem vilja ná í landið. Enn þá er hægt að kaupa land þar á $8.00 ekruna, en eftir þetta góða sumar er búist við að það hækki til muna í verði. Hinn 9. þ. m. voru þau Friðrik Júlíus Ólafsson og ungfrú Ágústa Jónsdóttir gefin saman í hjóna- band að Vestfold, Man., af séra Jóni Jónssyni. -------0------ Bandalag Breta og Japans- nianna. Samningar um endurnýjun brezk-japanska bandalagsins eru sagðir fullgerðir, og þó þeir ekki hafi verið gerðir opinberir form- lega þá vita menn í liverju helztu brevtingarnar liggja, sem gerðar hafa verið. Gömlu samningarnir voru þann- ig, að bandalag Breta og Japans- manna náði ekki lengra en með- fram Kínaströndum. Því hcfir verið þannig brevtt, að það nær nú til Asíu allrar að linu sem ligg- ur frá suðri til norðurs eftir Persa landi og táknar 51. Jwigdargráðu. Er slikt mikilsverð breyting, þvi þá nær bandalagið til Indlands og enn fremur til Indó-Kína þar sem Frakkar nú eiga itök og hafa gefið i skyn, að Japansmenrt mundu vilja koma in»i fætinum. Ætti þetta að tryggja Bretum frið fyrir yfirgangi Rússa á Indlandi. Samkvæmt gömlu samningun- rim voru Bretar og Japansmenn ekki skyldugir aö veita hverjir öðrum lið nema tvö ríki sæktu að öðrumhvorum. í nýju samning- unum er svo ráð fyrir gert, að þó ekki sæki nema eitt ríki að öðrum hvorum, þá veita hinir lið ef á þarf að halda. Ákvæði það er bú- ist við að verði tilþess, að Rússar rjúfi ekki friðarsamningana við Japansmenn þó þeir aö öðru leyti sæju sér það fært. Týndur flntningur. Eg undirskrifaður kom frá Is- landi til Winnipeg 13. Júní í sum- ar. Um kveldið fór eg mei fjöl- skyldu mina til manns, sem bauð okkrir að vera hjá sér um nóttina. Morguninn feftir fór eg að vitja flutnings míns. Þá vantaði mig koffort með fatnaði okkar og bók- tnn; einnig poka nieð tveimur yfir- sængum og fatnaði. Þetta hafðt eg hvortveggja i vagninum hjá okkur. Það var merkt: Sigurður Kristjánsson, Winnipeg, Man. Þetta bið eg Lögberg að auglýsa, og ef einhver kynni að ha)fa oröið flutningsins var, þá bið eg þann, vinsamljegast, að láta mig vita um það sem fyrst. Baldur, Man., 12. Sépt. 1905. Sigurðnr Kristjánsson, frá Akur«9'ri.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.