Lögberg - 05.10.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.10.1905, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER 1905. —hhmmshwwiwwww SVIKAMYLNAN Skáldsaga eftir ARTHUR W. MARCHMONT. „Já, en m'i veit eg ekki alt—eins og þú kemst aö orði.“ „Og mér er ómögulegt að segja þér þjað. En jjuð veit, að við nóg er að stríða þó við ekki setjum okktir út til þess að auka það.“ Eg býst við eg hafi sagt þetta raunalega, því að látbragð Ednu Ibreyttist alt í einu og hún varö blíðlegri. ,,Eg veit þér er sama hvað eg segi eða hugsa, en—-“ hún þagnaði, og mér fanst augnaráð hennar bera vott um umhyggjusemi. „Að ntér sé sama? Hvernig veizt þú það?“ spurði eg. „Er þér þá 'ekki sama?“ Hún bar upp spurn- íngu þessa blíðlega, og eg var að því kominn að svarn henni samkvæmt tilfinningum mínum; en eg gætti mín í tíma, fór eitthvað að fitla viö skjöl á borðinu og svaraði með uppgeröar léttúð: „Fæstum er sama um það, hvað aðrir álíta um j>á; en svo getur maður ekki í því fremur en öðru ráðið gangi hlutanna. Auðvitað félli mér illa að verða aö ímynda mér að þú ímyndaðir þér, að eg gæti ímyndað mér — þfctta er að verða eitthvað flókið hjá mér,“ og eg hætti og reyndi að gera; mér upp hlátur. „Ert þú sérlega órólegur, Mr. Ormesby ?“ spurði hún blíðlega eftir nokkura þögn. „Já, eg er sannarlega mjög órólegur.i Allir hhitir eru í því óttalegu ólagi, og þér að segja er eg hrætldur um að eg sé ekki maður til að kippa þeim í lag “ „Get eg ekki hjálpað þér?“ „Hjálp sú væri mér kærust að koma ykkur öll- tim tim borð í fyrsta gufuskipið sem sig'lir frá Stambúl og sjá ykkur snúa bakinu við austuflönd- orn til fulls og alls.“ „Og þú ?“ „Það gerir minst til um mig, Miss Grant, og auk þess er eg fær um aö líta eftir ntér.“ „Og þó átti banatilræðið að koma fram á þcr.“ „En bróðir þinn varð fyrir því. Eg á við, bafi um nokkurt banatilræði verið að tala.“ „Það er óþarfi að reyna lengur að halda þessu leyndu fyrir mér. Ó, eg vildi þú vildir segja mér meira.“ „Eg vildi sannarlega óska, að eg vissi það sjálfur.“ „Heldur þú eg viti ekki, að þú ert persónttlegai I hættu.‘‘ „Eg er það ekkí. Eg hefi lokað dyrumtm gegn allri hættu.“ „Með því að hafa grísktt konttna og vinnuhjú Íicnnar í gæzluvarðhaldi ? Gerðu þau þetta? Setti hún þau út til þess?“ „Nú ert þú farin að spyrja mig í þattla, finst j»ér ekki ? Eg held hún hafi ekki gert það — eg cr meira að segja viss um, að hún gerði það ekki.“ „Þú trúir henni?“ „Eg trúi því að minsta kosti. Sannleikunnn *irðist vera sá, að maðttrinn hafi þózt eiga eitt- hvað sökótt við mig og — já, það er alt og sumt.“ „Og með þetta á eg að vera ánægð, vita að |iú sért í svona mikilli hættu og láta sem eg viti fcað ekki, opna ekki munninn og vera hin róleg- asta ?“ „Það bætír ekkert að þú sért óróleg — út af snér. En eg ætla að leggja kapp á að fræðast um ymislegt. Eg efast ekki um, að mér takist það. Og á rneðan er annað handa þér að gera. Álíti lækn- amir Grant flutningfæran, þá vikli eg láta sem allra ívrst flytja hann út í Sel. Alt er til reiðu á eynni <ag i húsinu, og þar fengi hann betra næði og yrði i minni hættu, ef til vill; og þú líka.“ „Eg? Er eg fyrir þér hér? Eg fer ekki.“ „Hvers vegna, ekki? Það ber engan vott um ómensku eða ístöðujeysi að fara með Cýrusi.“ „Ekki að flýja undan hættunni?“ „Eg vil ekki að þú setjir það þannig fram.“ „En eg set það nú þannig fram, vegna þess eg skil það þannig. En getur þú ekki talað um þetta ’BÍS læknana? Ert þú einnig að far^? Þú gerir snig dauð-hrædda.“ . „Eg veit eg tala eins og flón. Sannleikurinn er sá, að ógurlegt uppnám vofir yfir i Konstantinó- pel, og eg vildi helzt, að þú værir farin þaðan. Eg er einungis um það að hugsa að forða þér.“ „Eg skal þá fara — ef þú ferð.“ „En það er ómögulegt í bráðina að minsta &osti.“ „Og þú heldur', að eg yrði fremur fyrir en til góðs? Eg þakka þér kærlega fyrir, Mr. Ormes- by.“. r / „Eg hélt við hefðum rétt áðan komið okkur þegjandi saman um að misskilja ekki hvort annað af 'ásettu ráði. Satt að segja er mér ant um þig — að þér mæti engin ógæfa; sérlega ant,“ sagöi eg einlæglega. „Ef til vill segi eg þetta klaufalega, en trúðu mér til þess, að í því er þó einlægni." „Eg trúi þér,“ svaraði hún með hægð. „Eg vildi eg væri jafn viss um alt annað.“ „Alt annað?“ „Að þér væri til dæmis jafn ant um sjálfan þig. Sérðti ekki —“ sagði hún með ákafa, en þagnaði svo alt í einu. „Eg vildi bara eg sæi dálítið lengra en cg sé um þessar mundir.“ ,,Eg skal fara, Mr. Ormesby, álítir þú það nauðsynlegt; en eg set eitt skilyyði. Þú verður að lofa því að senda eftir mér geti eg komið aö nokk- uru liði ?“ „Já, álíti eg óhætt fyrir þig að koma.“ „Við skulum þá taka saman höndum upp á það,“ og hún rétíi mér hendina. „Þú reynir mig æði mikið, stundum," sagði hún þegar hendur okk- ar komu saman; „en eg veit hvað trúfastur vinur okkar þú ert.“ „Minstu ekki á það, Miss Grant,“ svaraði eg eins og flón. Handabandið og httgurinn til mín, sem kom fram í orðttm hennar, truflaði mig. Svo vænt þótti mér um liana, að eg óttaðist, að eg af klaufasakp, kynni að láta hana sjá þess einhver merki og koma henni meö því í vanda. Eg sneri mér þvt undan og lézt vera að líta eftir einhverjn á borðinu. „Þú ert sérlega einkennilegur maðtir, Mr. Ormesby,“ sagði hún og horfði síðan þegjandi á tnig fáein augnablik. Eg fann það, að hún horföi á mig, þó eg ekki sæi það. Síðan stundi hún og gekk til dyranna. Eg leit upp til þess að sjá liana um-leið og hún færi, 0g horföi hún þá í augtin á mér. „Ó, Eg hélt þú værir farinn,“ sagði eg veiklu- lega og reyndi að brosa. „ Þ ú tekuij það ekki nærri þér að senda mig í burtu frá þér,“ svaraði hún með hægð og eins og hún vildi ávíta mig fyrir það að hafa ekki treyst sér betur; og J>að bók mig lengi að gleyma þessu síðasta augnatilliti hennar. Hún var skynsöm og hugnökk stúlka, sem átti miklu meira stríð fyrir höndum en hún hafði minstu hugmynd um; og eg—já, eg hafði ttm alt of margt alvarlegt að lntgsa til þess að fara að opna hjarta mitt frammi fyrir henni eins og flón. Eg lét þvt hér við sitja og reyndi að festa all- an httgann við vandamál okkar; en það gekk erfitt í fyrsVu. Það var svo undur hugðnæmt að vita, að hún treysti mér og, að gremjuorð hennar komu af engu öðru en óánægju yfir því, að eg ekki sagði henni meira en eg geröi. En hvernig átti eg að gera það? Til hvers gagns hefði slíkt getað komið? Eg er hræddtar um, að heilmikið hafi verið i því sem hreinskilnustu vinir mínir sögðu mér — að eg aldrei yrði jálfttm mér að liði, og hefði ekki nógu gott höfuð til þess að ráða fram úr vanda- málum. Mér fttndttst örðttgleikarnir óyfirstigan- leg‘E og ábyrgðin óþolandi, sem á mér hvíldi. Alt hafði gengið eins og í sögtt meðan Grant sat við stýrið og réði öllu, og mér hafði fundist alt ganga sinn rétta veg án nokkurrar fvrirhafnar; og mér fanst, að væri Grant orðinn heilbrigður, þá mundu allir þessir nýju örðugleikar hverfa eins og af sjálfu sér, á sama hátt og eg oft áður hafði átt að venj- ast. En ógæfan var sú, að nú var Grant varnað þcss að geta meðhöndlað vandantál okkar og ráðið fram ttr fyrir okkur. Ugglaust hafði honum skjátlast þegar hann lét grisku konuna leiða sig inn í þetta óálitlega pólitiska samsæri; en aftur á móti var honum öllum mönntim fremur til þess trúandi að komast út tir því aftur og láta það verða sér spor til gæfu. En það gat eg ekki. Mér fanst eg vera utn- kringdur af tálmunum og gersamlega ráðþrota; og svo sat ieg þarna og reyndi ad hugsa einhver ráð. Væri þessi einkennilega saga Stefáns greifa sönn, þá var ástandið enn þá fremur auðmýkjandi og ó- bærilegt fyrir mig, þvi þá var það einmilt 1 minni starfsdeild — upplýsingadeiklinni, sem eg kallaði — sem okkur hafði sérstaklega skjátlast. Þar hafði eg einn ölht ráðið og oftar en einu sinni verið hróðugur yfir því hvað vel væri eftir öllu litið. Og nú Kt út fyrir, að ílt það stari hefði verið gagnslaust kák; að þar heföi verið að okkur veizt, sem ’g bjóst alls ekki við og við vor- um grunlausir næð öllu. Það var sízt að undra þó mér grenrdist slíkt. Það lá í augum uppi, hvað fyrst af öllu varö að gera. Eg varð á einhvern hátt að vita hvort Stefán hefði sagt mér satt eða ekki. Og eg varð að fá upplýsingar þær frá fyrstu hendi, þó aldrei nema því yrði nokkur hætta samfara; og svo kom mér í fyrstu ráð til hugar. Eg varð að komast í dularbúningi í hús Marabúk pasja og grafa þar upp sannleikann. Slíkt var ekki jafn örðugt fyrir mig eins og marga aðra, því að eg var því vanur aö látast vera Tyrki og mér hafði ætíð tekist það. Dvöl mín í austurlöndum og ferðalög mín hafði gert hörundslit minn dökkan, svo þar var litlu við að bæta, og svo vel var eg að mér í málinu, að í samtali hafði eg í því efni lítið að óttast. Auðvitað var- alt ónýtt nema eg fengi að ganga á fund pasjans, og eg var lengi að velta því fyrir mér á hvern hátt því yrði til leiðar komið. Ekki var óhugsanlegt, að eg gæti leikið á hann og hjátrú hans með þvi að látast vera töframaður eða spá- maður; eða eg þættist hafa komist að samsæri gegn honutn og erindi mitt á fund hans væri að vara hann við óvinum sínum. En að hvorugu þessu geðjaðist mér. Alt í einu hugsaðist mér það, sem eg áleit hið eina rétta. Eg ætlaði að látast vera hundurinn hann Kópríli og færa Marabúk pasja fréttir af því hvern- sakir stæðu í Hvíta húsinu. Það var ýmislegt sem hjálpaöi til þess, að gera mér þetta mögulegt. I fyreta lagi var Kópríli að því leyúi hávaða Tyrkja ólíkur, að hann var ætíð klæddur í gamaldags aust- urlanda búning, og mundi felíkt verða ákjósanleg- asti dularbuningur handa mer og gera pasjanum erfiðara að þekkja mig þó hann að öllum líkindum væri því vanur að hafa Kópríli inni hjá sér á eiti- tali. En’þótt eg byggist við því, að mér mundi tak- ast þetta, þá varð eg auðvitað að búast við, að svo gæti farið, að hann þekti mig. Lengi braut eg því heilann um það, hvað hægt væri að gera til þess að draga úr hættunnni, bæði fyrir mig og vini mína í Hvíta húsinu, ef illa kynni að fara. Hið örðugasta í sambandi við þessa ráðagerð mina var það, að í rauninni vissi eg alls ekki hver þessi Kópríli var eða um samband hans við Mara- búk pasja. Sva skammsýnn hafði eg verið, að mér hafði aldrei til lutgar komið, að hann væri annað en þjónn grísku konunnar og því aldrei gefið honum neinar gætur. En bending Stefáns greifa vakti hjá mér tortry’gni, og ásetti eg mér því að fá allar mögulegar upplýsngar um hann áð- ur en eg gengi út í hættuna. Án allra upplýsinga gæti eg þegar í byrjun flaskað á einhverju sem mér og málefninu yrðijil falls. Mér komu tvær aðferðir í hug. Önnur var sú að hræða Kópríli og jafnvel pína hann til sagna og hóta að drepa hann ef hann ekki segði mér allan sannleikann. Hin aðferðin var, að vita hvort spæjararnir, sem eg hafði í þjónustu minni, ekki könnuðust við hann. Eg hallaðist að hinni síðari sem fljótari op- áreiðanlegri, og vegna þess einn af njósnarmönnum mínum var líklegur að geta gefið mér allar nauðsynlegar upplýsingar um hann. Það var gamall Gyðingur, Ibrahim að nafni, sem á yngri árum hafði margt braskað, og flest ljótt. Hann hafði um nokkur ár gefið sig við ó- heiðarlegttm og glæpsamlegum störfum og þannig átt í illdeilum og komist í kunningsskap við allra stétta menn í höfuðstaðnum. Hann var samvizku- laus og ófyrirleitinn og hafði aflað sér upplýsingar um menn, sem hann svo aftur notaði til þess að hræða út úr þeim fé fyrir að þegja yfir. Eg gerði honum einu sinni greiða með því að frelsa dótturdóttur hans.sem hjá honufn var,frá óálit- legum forlögum, og hafði hann ætíð síðan vottað mér þakklátsemi sína á allan hátt. Það hefir mér ætíð þótt einkennilegasta lyndiseinkunn austur- landa-búa. Ef manni tekst á einhvern hátt að vekja þakklátsemi hjá þeim, þá fylgja þeir manni upp frá því eins og tryggvir lmndar, og það þó þeir séu lvgarar, morðingjar, þjófar og bófar. Ibrahim gamli bjó í óttalegasta óþverrabæli heimsins: Balat—Gyðingahverfinu í Konstantinópel; og til þess að láta sem allra minst bera á ferð minni þangað, þá lét eg ekki aka með mig alla leið, held- ur gekk eftir óþverrabakstígum heim að húsi ltans. Enginn fær með orðum útmálað óþrifnaðinn og ó- þefinn þar sem Gyðingarnir þyrpast saman og draga frant lífið. Óþverrinn er alls staðar — óþverri á götunum; óþverri í opnum rennunum meðfram götunum; óþverri i húsunum og á — utan og inn- an; óþrverri á fólkinu — karlmenn, konur og börn loðrandi í óþverra; óþverri í and rúmsloffinu — ó- hollur og viðdjóðslegur; óþverralegt það sem fólk- ið étur og drekkur og óþverraleg bæli sem það sef- u í. Og þó óskiljanlegt sé þá þrífst fólkið vel og fjölgar í þessum afskaplega óþverra. Og hús Ibrahims gamla var litlu þrifalegra en hin húsin þó það væri stærra; og hún dóttur- dóttir hans, sem til dyrannna kom, var engu þokka- legri en húsið, sem hún gekk um. „Komdu sæll, herra,“ hrópaði Ibrahim þegar hann sá ntig, og stóð upp og hneigði sig djúpt. Hann var höfðinglegur maður, teinréttur og upplitsdjarf- ur, og hefði hann þvegið hendur sínar og skegg og klætt sig í hrein föt, þá hefði hann beinlínis verið fríður ásýndum. Eg heilsaði honum, og fáeinar mínútur sátum við og spurðum hvor annan almæltra tíðinda. Eg gaf honum ávalt gilda ástæðu til að gleðjast af því þegar eg heimsótti hann, því jafnvel þó eg þættist þess fullviss, að hann hefði fúslega gert mér greiða ókeypis, þá vissi eg hvað vænt honum þótti um pen- ingana og borgaði honum því æfinlega vel. „Eg þarf hjálpar þinnar við, Ibrahim,“ sagði eg loks. „Fyrir eitt orð stendur herra mínum aleiga mín til boða.“ „Eg er ekki kominn til þess að biðja þig um peningalán,“ svaraði eg. Hann var peninga okr- ari og græddi stórum á þvi að lána Gyðingum smá- tipphæðir gegn hárri leigu. „Alt sem herra rninn biður um skal til reiðul, Ibrahim er fátæklingur, en hann gleymir aldrei.“ „Það er minni þitt, Ibrahim, sem eg vil fá lánað. Viltu koma með mér heim til Hvíta liúss- ins?“ Hann varð niðurlútur. Honunt var ekki vel við að láta sjá sig þar sem sérlega rnikil tunferð var. „Herra minn, þjónn þinn er orðinn gamall, og ^r hrumur í spori og kraftarnir litlir;“ satt að segja var hann fleygur og fær eins og tuttugu og fimm árum yngri menn, en eg lofaði honum að afsaka sig og endurtók síðan orð min og bætti því við, að á engan annan hátt gæti hann hjálpað mér og, að eg skyldi borga honttm hálfan líra gulls fyrir hverjar fimtán mínútur sem hann yrði að heiman, og tvö- falda upphæðina ef hann gæti gefið mér upplýsing- ar þær sem eg leitaði. Við þetta létti yfir svip hans og næsta afsök- unarræðan varð hálfu styttri en hin fvrri. Eg nátt- úrlega gaf liann engan gaum. „Eg ætla að vita livort þú ekki þekkir mann. sent Kópríli heitir og nýlega reyndi að korna ofan í ntig eitri. Vagninn minn bíður skarnt héðan; enginn skal sjá þig, ekki einu sinni maðurinn sem eg ætla að svna þér; og eg skal láta það vera heil- au líra. Enginn getur hjálpað mér í þessu efni annar en þú, og gættu þess, að líf mitt getur verið í hættu ef þú neitar mér.“ „Herra minn þarf ekki annað en skipa og þá hlvðir þjónn hans.“ Með öðrum orðum: þetta síð- asta reið baggamuninn; og eftir fáar mínútur ók- um við á stað til Hvíta hússins. Eg fylgdi honum inn í herbergi mitt, og eftir að eg hafði þannig um búið, að hann gat séð Kópr- íli án þess Kópríli sæi hann, þá sendi eg Stuart og annan mann eftir fanganum. Eg lagði spurningar fyrir illmennið og notaði jafnframt tækfærið tíl þess að kynna mér málróm hans, áherzlur og limaburð; og svo lét eg fara með hann aftur, og bauð Stuart að klæða hann úr öllu og færa mér föt hans, en láta hann fá einhver önn- ur föt. „Jæja, Ibrahim?" spurði eg gamla Gyðinginn með ákafa, því eg þóttist sjá, að hann byggi yfir einhverju. „Hvað segir herra minn, að hundurinn nefni sig?“ spurði gamli maðurinn bólginn af hatri. ^Kópríli, þjónn Mademoiselle Haidée Patras hinnar grísku.“ „Hundurinn lýgur að herra mínum,“ svaraði Ibrahim illilega og eldur brann úr augum hans. „Þetta er Hamdi sonur Sarim, og verkfæri harð- stjórans Marabúk pasja hins blóðþyrsta;“ og siðan sagöi hann mér margar ljótar sögur af Kóprtli. „Er hann enn þá einn af mönnum Marabúk pasja og líklegur til að standa í sambandi við hann?“ spurði eg. „Á það getm; herra minn reitt sig — hvernig öðruvísi gæti staðið á því, að hann er hér?“ „Ertu viss um, að þetta sé sami maðurinn?" „Gleymir Ibrahim þeim, sem reyna að vinna honum og hans mein?“ „Einmitt það; svo þú átt eitthvað sökótt vií5' hann ?“ „Hann er hundur og verðskuldar að deyja hunds-dauða,“ hrópaði gamli maðurinn í reiði. „Átt þú nokkura vini í húsi Marabúk pasja, Ibrahim?“ „Eg á marga vini, herra minn, ekki síður en óvini.“ „Hvað eð þýðir, að þú átt þar vini; jæja, eg treysti þér, og ætla, ef til vill, að eiga líf mitt í hendi þér. Eg ætla að látast vera Hamdi, eðai Kópríli eins og eg nefni hann, og sem Kópríli ætla eg að fara heint til Marabúk pasja og reyna að fræðast um vissa hluti, serii ómögulegt er að" fræð- ast um á neinn annan hátt. Eg vona mér hepnist það án þess eg þekkist; en bregðist mér það, þá get eg orðið hjálparþurfi. Getur þú fengið v ni þína þar til að rétta mér hjálparhönd ef illa fer?“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.