Lögberg - 09.11.1905, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.11.1905, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER 1905 Ógnir stríösins. Mt^iriennis vitfirring í stríði. Herforingi nokkur í rússneska hernum ritaði nýlega einu rússneska blaðinu í Pétursborg eftirfylgjandi grein, sem sýnir ljóslega eina sér- staka tegund af öllum þeim ógnum og skelfingum, sem striðunum eru jafnan samfara. Innihald greinar- innar er á þessa leið: „Þessi atburður kom fyrir að kveldi dags eftir að háð hafði verið cin af þessum árangurslausu orust- um. Árangurslaus var hún að því leyti, eins og mörg önnur orustan, sem háð var í viðskiftum vorum við Japansmenn, að hún hafði eng- in áhrif á endileg úrslit stríðsins, breytti engu í þá átt. Vér vorum komnir aftur til her4 búðanna. Alt í kring mátti sjá andlit sem hrygðarsvipurinn og sorgin stóð afmáluð á, banasærða menn og úttaugaða af áreynzlu og illri aðbúð. Ofan á aðrar hörmung- ar vorar bættist það nú einnig að matarforði vor var gersamlega þrot- inn, enginn bráðabirgðat- eða her- spítali var við hendina og vér höfð- um engan eldivið svo vér gætum kveikt eld til þess að verma oss við. Farangurslestin var týnd og engin vissi hvað um hana mundi hafa orðið. Það var engu líkafa cn að hún hefði sokkið niður í jörðina. Frostið var tuttugu og fimm stig og skinnið á höndum og andliti sprakk í sundur og datt af í stórum flögum. Oss fanst eins og blóðið vera að frjósa í æðunum. Að nema staðar eða láta þreytunua yfirbuga sig var sama sem dauðinn. Það er tæpast mögulegt fyrir þá, sem aldrei hafa í þetta komist, að gera sér í hugarlund hversu ógurlegt ástand vort var. Þeir sem dregist höíðu afturúr og siðastir komu til herbúðanna sögðu frá þvi, að úti á sléttunni hefðu þeir úr öllum áttum heyrt hróp um hjálp, stunur og vein allra hinna særðu og máttvana hermanna, sem ekki höfðu getað fylgst með herdeildinni og orðið eftir í mvrkr- inu úti á víðavangi. Aftur og aftur hafði verið að því komið að þeir snéru við og færu að leita þeirra. En til hvers var það? Þeir höfðu engin áhöld til að geta flutt me<V sér þess^ ósjálfbjarga, vesalinga og þess vegna varð að láta þá eiga sig. Og til hv'ers hefði það verið að vera að flytja þá til herbúðanna? Hvað hefði átt að gera við þá þar? Á hvaða hátt hefði verið hægt að verða þeim þar að liði ? „Við megum til að reyna að safna þessum særðu mönnum saman , hrópaði eg upp. „\ ið megum ekki yfirgefa þá og láta þá deyja án þess að reyna neitt að hlynna að þeim”. Enginn svaraði einu einasta orði. Eg vék mér að herdeildarfor- ingjanum en hann snéri aðeins við mér bakinu. Eg fór þá til yfirfor- ingjans og bar þetta upp fyrir hon- um, en hann gekk í burtu án þess að segja eitt einasta orð. Þegar einn af yfirlæknirunum heyrði hvað um var að vera kom hann til mín og segir: „Hvað ættum við að gera með þessa særðu menn? Við höfum engar börur, eng>« meðul, engin verkfæri, ekki nokkurn skapaðan hlut til þess að líkna þeim með. Látum þá vera í næði. Góða nótt!“ Ekkert einasta hluttekningarorð! Réttlætis og meðaumkvunar-tilfinn- ingin var kulnuð út í hjörtum þess- ara manna. Engum ofbauð neitt lengur, hvað hryllilegt sem það var. Kærulaust tilfinningarleyíi yfir- gnæfði alt annað. Hvað átti eg að taka til bragðs? Eg vildi ekki hætta við svo búið. Eg fór að leita og fann fáeinar hálf-ónýtar börur, og með því að beita ýmsum fortölum gat eg um tíðir fengið nálaegt því eitt hundrað manns með mér. Við gengum nú út úr herbúðun- um. Niðamyrkur var á svo við urðum að kveikja á kyndlum. Þegar við vorum búnir að ganga stundar- korn fórum við að heyra veinin og stunurnar og þurfti þá ekki framar á kyndlunum að halda til þess að vísa okkur leið að valnum, enda blöktuðu ljósin á þeim til og frá fyrir frostnepjunni og lýstu þau okkur því sára lítið. Við og við rákum við okkur á hrúgur af hesta og mannabúkum. Alt í einu var gripið í fótinn á mér og eg komst ckki úr sporunum. Tvær hendur læstu sig með heljartaki, eins og stálfjaðrir, utan um fót minn. Það var bitið í stígvélið mitt og reynt af alefli að rífa það í sundur með tönnunum, og um leið hljómaði í eyrum mínum æðisgengið og voða- les>t org eins og t villidýri. Eg rak upp skelfingar óp, nxenn mínir komú hlaupandi til þess að gæta að hvað um væri að vera. Nú urðum við þess varir að fyrir fótum mínum lá hermaður, scm skotnir voru undan báðir fætur, og var hann allur blóði drifinn og afmyndaður í framan af kvölum. Það var ómögulegt að losa heljartakið sem hann hafði gripið með utan unt fótinn á mér svo einn af mönnum mínum gerði útaf við hann á þann hátt að rota hann með byssuskeftinu. Eg skil ekki t því enn að eg skildi lifa af þcssi voða- legu augnablik, sent ekki verðttr með orðttm lýst. Mér fanst eins og hjartað í brjósti mér niundi þá og þegar hætta að slá. Til þess að komast hjá því að verða sjónarvottur að meiru af þessu tagi reyndi eg að herða misr svo upp, að eg gæti kall- að saman menn mína og snúið aft- ur. Við vorum í þann veginn að snúa við aftur til herbúðanna þegar við alt í einu heyrðttm, á hægri hönd við okkur, hróp og köll, sem vortt enn voðalegri en köllin um hjálp höfðu áður verið. Mér fanst ómögulegt að ganga fram hjá þesum hrópandi og vein- andi mönnum og snérum við því í áttina þangað. Við ljósglætuna af kyndlunum sá eg nú framundan mér, —*já það var enginn hugarburður, engin sjón- hverfing —, eg sá tíu, tuttugu,hundr- að, ntáske tvö hundruð menn, sem alsnaktir og blóði drifnir veifttðu höndunum, Iétu ýmsum látum og bölvandi og ragnandi ráktt ttpp voðalegustu öskur, um Ieið og þeir stigu dans, naktir, særðir, frá hvirfli til ilja ataðir í blóðlifrum og svart- ir af púðttreyk, voru þeir að dansa þarna innan um valkestina í tuttugu og fimtn gráða frosti. Þeir voru að dansa! Sumir þeirra gátu aðeins með naumindum skreiðst áfram á blóöug'um stúfunum. Sumir vortt vopnaðir með skammbyssum eða sverðum. Þeir börðust og ráku upp voðaleg, skerandi öskur og þegar þeir komu auga á okkur réðust þeir á okkur. Þeir veittust að okkur, sem kontum til þess að frelsa þá! Þeir hrópuðu til okkar: „Komið ekki hingað ! í öllum bænum komið ekki hingað! Flýtið ykkur í burtti sem allra fyrst!“ Þeir voru allir orðnir vitskertir. Nokkurum skotum skutu þeir á okkur og tveir af mönnum mínum féllu. Hvað átti eg að ráða af? Eg sá að tilgangslaust var fyrir mig að fara að berjast við þéssa aumi ingja tnenn og reyna að konta þeim til herbúðanna. Eg skipaði því mönnum mínum að snúa við. Vér heyrðum ópin og köllin á eftir oss. Smátt og smátt dró úr þeim eftir því sem fjarlægðin Vftrð meiri, og að síðustu varð dauða\ þögn í kringum oss. Vitfirringin sem hafði gripii þessa aumingja dvínaði smátt og smátt undir áhrifum kuldans. Und- ir morguninn voru öll ópin dáin út Ekki einn einasti þessara manna lifði nóttina til enda. Daginn eftir varð eg sár. Kúla fór gegnum vinstri öxlina á mér og eg varð óvígur. Að þetta sár ekki varð mér að bana skoða eg enn í dag sem hvert annað kraftaverk. En jafngóður verð eg aldrei á meðan eg lifi. Ilvorki nótt né dag hefi eg getað rekið þessar voöasjónir úr huga mínum, sem eg var vottu,r að þessa skelfilegu nótt. Mér finst oft og tíðum að eg með hugskotsaugum mínitrn sjái þessar hryllilegu rnanns- leifar, sem læstu sig utanum fótinn á mér. Og oft hrekk eg upp við það að mér þykir sem eg heyri óp- in og köllin í þessum trylta, blóði drifna, bera og dansandi skara. Eg get ekki útrýmt þessari voðasjón úr huga mtnum. Enginn getur í- ntyndað sér hvað eg má líða, og oft verður mér það að leggja fyrir mig svolátandi spurningar: Mun ekki þessi vitfirring einnig grípa mig? Er eg ekki lika farinn að verða eitthvað geggjaður? /Etli það, hefði ekki verið það bezta fyrir mig að eg hefði einnig hnígið í valinn ásamt liinutn, sem nú sofa sætj og vært tþar austurfrá' t 'stórtt sameiginlegu gröfinni, sem að þeim var tekin“. -------o------- Framfarir Islands 1885—1902. Hann má eiga þpð, stórkaup- maöur Thor E. Tulinitts í Kaup- nlartnahöfn, aö alt hiö bezta hefir honum gengiö til afskifta þeirra, er hann hefir haft af „hjáleigu* sýningunni" svo nefndri, það ,er til íslands kemur, eins og fleirum rattnar, þótt svo óhöndulega tæk- ist til með stofnun hennar og blæ þann, er Danir gáfu henni að upphafi, sem kunnugt er orðið. Þess hefir áður getið verið, að hann lét reisa á sinn kostnað og gaf til sýningarinnar allmikinn skála undir íslenzku sýnisnunnina, til þess að þ.eir gætu verið alveg út af fyrir sig og þeim væri ekki grautað saman við grænleifzkt dót, eöa færeyskt eða það frá Vesturheimseyjum. Annað, sem hann hefir gert til að hlynna að sýningunni íslenzku og reyna að láta hana bera góðan ávö^t o)ss til hajnda, er ákaflega aðgengilegt yfirlit yfir framfarir Is- lands á siðustu '20 árum hér um bil, það er skýrslur ná, er hann hefir samið og prenta látið á sendtbréfs- spjöld ( og einnig í stærra sniði) með ntyndum, þann veg, er nú er farið að tíðkast um landshags- skýrslur og gerir þær stórum fljót- legri og girnilegri til fróðleiks al- menningi heldur en töflusniðið!. — Myndunutn er þann veg háttað, að framför eða afturför í þeirri eða þeirri atvinnugrein er sýnd með misstórum myndttm af einhverjum hlut, en hana jarðtegnar sérstak-' lega, landbúnaður t. d. með mis- stórum myndum af kindum, kúm og hestum, siglingar með misstórum skipum, verzlunarmagn með ntis- stórum peningapokum, og þar frani eftir götum. Myndir þær eru nú allar ntiklu stærri á þessu myndablaði árið 1902 heldur en árið 1885 — þáð eru aðal-samanburðarárin—, allar, nenta ein: brennívínsflaskan. En þar er nú samanburðartímabilið haft tölu- vert lengra: 1865 til 1902. Flaskan sýnir, hvað mikið var drukkið hér af brennivíni á mann hvort árið þeirra tveggja. Hún er geysistór 1865, því þá var í henni nær 9 pott- ar; það var árseyðslat* þá á hvert mannsbarn í landinu. F.n 1902 er það ofurlítill peli í samanburði við Jiitt—tekur ekki netna 2 1-3. pott. Það er eina afturförin í varnings- eyðslu í landinu, og hún satt að segja stórmikil framför í raun réttri—stórmiki! og stórum gleðileg framför jafnvel i augum Bakkusar- vina; þeir geta hvor um sig látið sér vel líka að aðrir drekki lítið, ef þeir mega gera það ótæpt sjálfir. Meiriháttar embættismenn sumir, sem enn skipa sér yfirleitt undir merki Bakkttsar, geta vel þegið það að almenningur eyði ekki miklu í áfengi, með þvi að hann er þá bet- ur vaxinn riflegri launagreiðslu til þeirra, og líkt er unt kaupmcnn, þá er bættir eru við áfengis-verzlun, þótt áfengi ltafi utn hönd sjálfir. Hinir vilja vitaskuld hafa það hins vegar. All's staðar annars staðar en í á- fengiseyðslunni sýna myndirnar mik inn vöxt og viðgang, og hjásettar tölur tiltaka það nánar. Verzlunarpeningapokinn, sá er sýnir hvað landsmenn hafa fcngið fyrir útfluttar vörur, er helmingi stærri 1902 en 1885. Það voru í honum fyrra árið 5ýý milj. króna, en hið síðara I0J4 milj. Þetta var á mann 77 kr. fyrra árið — fólk færra þá—, en 132 kr. hið síðara. Þilskipaeign vor nam fyrir 10 ár- um 84 skipum 20 smálesta eða það- an af stærri, er tóku 3,782 smál. alls, en 7 árum síðar, 1902, 170 skiputn, er voru samtals 9,561 smál. Þeim hafði með öðrum orðum fjölg að á þeint tíina ttm helming að töl- urtni til, en stærðarmunurinn sá, að þatt tóku þrefaldan flutning. Fiskiskútur tslenzkar voru árið 1895 7°’ en J44 árið 1902. Meir en þrefaldur stærðarmunur er á gufuskipi, er jarðtegnar gufu-i skipaferðir hingað frá Danmörku árið 1895, og hinu, sem sýnir tölu þeirra 1905. Þær voru 20 fyrra ár- ið, en 70 síðara árið. Úr 18 þús, upp í 27 þús. hefir nautgripum fjölgað á árunum 1885 —1902, hestum úr 34 þús. upp í 45 þús., sauðfé úr 414 þús. upp t 700 þús. o. s. frv. Landsmenn áttu 1885 í sparisjóð- um 437 þús. kr., en 2,505 þús. árið 1905. Tekjur landssjóðs voru 611 þús. fjárhagstímabilið 1876—77, en 2,065 þús. árin 1902—1903. Margt er fleira til týnt á þessu sýningarblaði, þótt hér sé ekki um getið. — Isafold. —,----o-------- Er barniö vaknar. Það ætti að vera móðurinni gleði- efni þegar barnið vaknar. Það ætti jafnan að vakna brosandi, fult af kátínu, endurnært eftir svefninn og fúst á að leika sér. Hversu margir foreldrar kvíða ekki fyrir því þegar barnið vaknar, af því þau vita að á meðan það er vak- andi er það síorgandi og önugt og enginn friður er í húsinu fyr en það sofnar aftur örmagna af þrevtu. Þessi óværð barnsins er mesta kvöl fyrir móðurina. Ogþó er barnið ekki að gráta sér til skemt- unar, — eitthvað gengur að því þó móðirin geti ekki séð að neitt sé að. Reynið Baby's Own Tablets þegar svona stendur á og vér þorum að segja að barnið þá muni vakna brosandi og ánægt og eins og alt annað barn. Hér er góð sönnun fyrir þessu frá Mrs. John Suther- land. Blissfield; N. S., sem segir: „Barnið mitt var ákaflega óvært og hélt mér oft vakandi hálfa nótitin'a áðttr en eg fékk handa því Baby’s Own Tablets. Síðan eg fór að gefa því Tablets líður því vel, sefur vel alla nóttina og vaknar brosandi og ánægt á hverjum morgni.” Baby’s Own Tablets ertt hættulaust meðal fyrir börn á öllutn aldri. Þær geta ekki gert þeint annað en gott eitt. Þér getið fengið þær hjá öllum lyf- söluni eða sendar nteð pósti á 25C. öskjuna ef skrifað er til „The Dr. Wiíliams Medicine Co., Brookville, Ont. -------o-------- / A fridartímum. Fyrstu mánuðina sem stríðið milli Rússa og Japansmanna stóð yfir komu í ljós mörg glögg dærni um það hversu nauðsynlegt það er að vera vel undirbúinn hvað sem að höndum kann að bera. Þessi reynsla, að vera ætíð undirbúinn, er það sem skapað hefir mikilmenni sögunnar. Einstaklingurinn, engu síður en þjóðarheildirnar, þarf að vera við öllu búinn. Ert þú undir það búinn að mæta ásókn krefsins í vetur? Það er miklu auðveldara að lækna kvefið fljótt ef því er sint undir eins og það gerir vart við sig og áður en það hefir fengið tíma til þes að festa rætur. Chamber- kain’s Cough Remedy er frægt fyrir að Iækna kvef og ætti þvt ætíð að hafa það við hendina. Til sölu hjá öllum kaupmönnum. “EIMREIÐIN” Fjölbreyttasta og skemtilegasta tímaritið á íslenzku. Ritgjörðir, myndir, sögur og kvæði. Verð 40C. hvert hefti. Fæst hjá H. S. Bardal og S. Bergmcon. THE CANADIAN BANH Df COMMERCE. á. horninu á Koiit ogr Ivabel Höfuðstóll 18,700,000.00 Varasjdður $3,500,000.00 SPARISJÓDSDEILDIN Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur lagðar við höfuðstól á sex mánaða fresti. Vlxlar fást á Englands banka seœ ero borgaolegir i í»'andi. Aöalskrifstofa f Toronto. Bankastjóri í Winnipeg er 0---JOHN AIRD——o THE DOHINION B4NK. Borgaður höfnðstóll, $3,000,000 00 Varasjóður, - 3,500,000.00 Eitt útibú bankans er á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin tekur við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borg- aðar tvisvar áári, f Júní og Desember. T. W. BUTLER, Bankastjóri. Imperial BankofCanada Höfuöstóll.. $3,500,000 Varasjóöur.. 3,500,000 Algengar rentur borgaðar af öllura inn- lögum.—ÁvíSANIR SHLDAR X BANKANA X ís- LANDI, ÓTBORGANLEGAR f RRÓNUM. Útibú í Winnipeg ertí: Aöalskrifstofan á horninu á MaÍD st. og Ðannatyne ave. N. G. LESLIE, bankastjóri. Norðurbæjar-deildin, á horninu á Main st og Selkirk ave. F, P, JARVIS, bankastjóri. DB A.V. PETERSON Norskur tannlaeknir. Room 1 Thompson Bloek PÍIONE 2048. opp. City Hall. jg@“Ei þer þurfið aö láta hreinsa, fylla eða gera viö tennurnar þá komiö til mín. Verð sanngjarnt. Df.M. HALLDORSSON, Parlc Bl'vei*, SST X> Er að hitta á hverjum miðvikudegi í Grafton, N. D., frá kl. 6—6 e. m. STÆKKAÐAR MYNDIR, 16x20*Crayons á $2.00 hver 16x20 með vatnslitum $3.00. MYNDARAMMAR: 16x20 rammar frá $1.00 og þrr yfir. Vér búum fil myndaramma af öllum stærðum. Komið og skoðið þá. GOODALL’S Myndastofur 616jí Main st. Cor. J.ogan ave. 536^ Main st. cor. James st. Taylor st. Louise Bridge. ORKAR MORRIS PIANO Tónninn’og;tiIfinninginer framleitt á hærra stig og með meiri list en & nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgst um óákveðinn tima, Það ætti að vera á hverju heimili. S L BARROCLOUGtí & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. H. E. CLOSE prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Bit- föng <feo.—Læknisfsrskriftum nákvæm- n gaumurigefinn. M a [ileLeaf Ren o vatin g Works Við erum nú fluttir að 96 Albert st. Aðrar dyr norður af Mariaggi hotelinu. Föt hreinsuð.lituð.pressuð og bætt. cTEL. 482 Dr. W. Clarence Morden, tannlœknir Cor. Logan ave. og Main st. 620ý4 Main st. - - ’Phonel35. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir saungjarnt verð. AÍt verk vel gert. Thos. H. Johnson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstopa: Room 88 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. TJtanáskrift: P. O. box 1864, Telefón 428, Winnipeg, Manitoþa . 4¥l u n ib cftiv — þvi að — Eflflg’s Byggingapappir heldur húsunum heitum* og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, Ltd. áGENTS, , WINNIPEG. I Winnipeg Picture Frame Factory, Búö: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. AMar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Við þurfum umboösmenn víðsvegar til aö selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. P. Ceok, Eigandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.