Lögberg - 09.11.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.11.1905, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9 . NÓVEMBER 1905. SVIKAMYLNAN Skáldsaga eftir ARTHUR W. MARCHMONT. XIX KAPITULI. Eldur, cldur ."' Brennan 5 Yildis Kiosk var fyrir svo skömmu, aí5 hún er enn þá jafnvel minnislitlum mönnum i Ev- rópu í fersku minni; og jafnframt er það á almenn- ingsvitund, að eldur sá var ávöxturinn af yfirgrips- miklu samsæri til þess að ráöa soldáninn af dögym og stjóm hans. En tildrögin til veikinda soldánsins einmitt þá hafa ekki orðið almenningi ljós', og verða ef til vill aldrei. Ekki heldur er það á neinna vitund annarra en þeirra, sem þátt tóku í þessum æsandi viðburði, og nokkurra við æðstu embættin í Konstantinópel, að samsærjstjltækjð hafði næstum hepnast, svo tyrk- neska stjómarfyrirkomulaginu lá við falli, sem að líkindum einnig hefði komið miklum hluta Evrópu í uppnám. Að þetta mishepnaðist var að þakka eintómri hendingu eða öllu heldur slysi—starfi eins manns, Ibrahims gamla, og sjálfsfóm annars manns, sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir málefnið. Sá maður var Grant vinur minn. Þeir, sem ánægju hafa af því að komast fyrir öil upptökin til stórviðburða, ættu að kynna sér vel sögu þessarar áminstu nætur í Konstantinópel. Samsærinu hafði veriö komið á og um alt blýið með frábærri kænsku og snild, og aðal maðurinn sem öll ráðin og framkvæmdirnar hafði í hendi sér, var sá, sem eg þegar hefi gert lesaranum kunnan sem Marabúk pasja. Hanu haföi haldið fyrirætlunum sínum leyndum með ekta austurlanda undirferli; á þann hátt tókst honum að sameijia svo mörg andstæð öfl og gera samsærið öflugra og ægilegra fyrir Abdúl Hamicf og stjórn hans en nokkurt annað á undan gengið. Fyrst hafði liaain lagt á ráðin með trúnaðar- mönnum sínum; þeir voru pasjar, sem eins og hann voru íhaldssamir Tyrkjar og ólu dauðlegt hatur i hjörtum til Norðurálfumanna og allra Norðurálíu- siða. í eigin liagsmuna skyni höfðu þeir eins og hann.misbeitt stoðu sinni og valdi. Og þjó þeir þannig með breytni sinni sjálfir væru óyfirstíganleg ljón á veginum fyrir framförum og endurreisn tyrkneska rikisins í öllum þess fyrri blóma, þá langaði þá innilega og ákaflega til þess að láta ríkið ná sér, og því ætluðu þeir að fá framgengt með sinni eigin einkennilegu aðferð. Abdúl Hamid hötuðu þeir ekki einasta af þeirri ástæðu, að þeir höfðu fallið í ónáð við hann, heldur vegna þess þeir sáu, eins og Marabúk hafði réttilega tekið fram við Grant, að stjórn hans var óðum að flýta fyrir falli tyrkneska ríkisins; og þeir ásettu stír því að velta honum úr sæti. En Riechad Effendi, næsti ríkiserfinginn, mundi, að þeirra áliti, stjórna enn þá ver, en Adúl. Hann hafði sömu skoðanir eins og Abdúl á vissum umbótum ,til dvvmis á mentamálum, og auk þess skorti hann ýmislegt, sem Abdúl ligfði til síns ágætis sem sannur Tyrki, til dæmis það,hvernig hann lét fara með Armeníumenn, Gyðinga og aðra, sem, að hans áliti, voru vantrúar- hundar. Rechad vildu þeir því ekki sjá, heldur sneru sér til War edi n , sem var miklu yngri bróðir soldáns- ins. Marabúk hafði sjálfur eitt sinn verið höfuð gæzlumaður hans og þóttist þá hafa náð allmiklu valdi yfir honum. Marabúk hafði augsýnilega þá trú, og þá sömu trú hafði honum tekist að innræta öðrum, að með Waredin í hásætinu yrði ástandið einmitt eins og æskilegast væri. í þessu efni hafði liann eflaust verið gabbaður af öðrum eða sjálíum sér, enda er slikt alls ekki torskilið, því að ef samsærið hepnaðist þá yrði hann svo.sem að sjálfsögðu, að minsta kosti i bráðina, lang voldugasti maðurinn í öllu ríkinu. En fjölmennasti og voldugasti framfaraflokkur inn í ríkinu, Ungi tyrkneski flokkurinn, var í einu hljóði Recliad Effendi hlyntur; þess vegna var það Marabúk og vinum hans til svo ósegjanlega mikils liðs að látast ætla honum völdin. Að Marabúk hafi gabbað leiðtoga framfara flokksins, á því leiktir enginn minsti vafi. Þeir voru Abdúl andstæðir; en í vesturlöndum mundi slíkit ekki Iiafa verjð kallað persónulegt. Þeir æsktu þess, sem samkvæmt stjómarfari austurlanda ekki er fáanlegt: að skifta um stjórn án ofbeldisverka. Marabúk lézt því vera á þ'eirra máli þótt hann meö lífi og sál aðhyltist gömlu aðferðina. Ilann þekti landa sína alt of vel til þess að vita ekki með viissu, að sá, sem öflugast fylgi hefir, hefir vöjdin í hendi sér, og að vald, og ekkcrt annað, getur sannað, að rangt sé rétt. Hægt og hægt þreifaði hann fyrir sér með undraverðit lagi; með loforöum, mútum^ Lrögðum, ógnunum og rógi kom hann ár sinni fvrir borð þangað til fullur helmingur s’jálfrar hirðarinnar var kominn í netið og að því var komið, að alt Værj undirbúið. Aðferð hans við íbúa Hvíta hússins nægir til þess að sýna slægð hans og óhlutvendni þegar hann j ætiaði sér að koma sínu ftam. Ekki einasta hajði j Grant komið inn hjá honum dauðlegú hatri til sín, ■ heldur megnum ótta. Spæjarar hans höfðu sagt Iionum margt og mikið um það, hvað við h|e:fðum , fyrir stafn, og það tók hann ekki lengi aö lesa út úr þessu friðsamlega verzlunar fyrirtæki okkar það, sem Grant einnig sá. í augunt hans stóð öllum framtíðar áforntum hajts hætta af því; hann leit á það sem ráðabrugg, sem Islam stæði hætta af. Og því var ekki um annað að gera en koma í veg-fyrir framgang fyrirtækis okkar og það í tíma, hvað sem þaö kostaði, En það var þó fremur óttinn en nokkuð pnnað, sem knúði Marabúk til að koma Grant úr vegi. Og óttinn stafaði af áhrifumi þeim sem Graiit hafði á Abdúl og svo því, hvað auðugur liann var og ötull að koma sínu fram. Síðar komst eg að því, að margir áhangendur framfaraflokksins voru hjartan lega hlyntir fyrirtæki Bandaríkjamannsins og álitu, að það væri spor í rétta átt ríkinu til viðneisnar; og Marabúk leit á þessa skoðun þeirra sem hættulega mjög. Hann óttaðist, að einhverjir þeirra mundú áður en tími væri til kominn opinbera Grant leynd armálið eöa að minsta kosti gefa nóg í skyn til þess jafn hygginn maður og hann var kæmist á snoðir um hið sanna og hlypi óðar með það til Yildis Kíosk. Hann hafði því ásett sér að gera út af við mann- inn, sem honum stóð ótti af og hann áleit hættulegan og sér og Islam óvinveittan. í þvi augnamiði lét hann þessa grísku Ilaidée verða á vegi Grants og hafði koniið því þannig fyrir, að hann gæti látjð tvent af sínum eigin óþjóðalýð fara meö henni heim í Hvíta húsið til þess að framkvæma ódáðaverkið. Haidée hafði hins vegar tekist að koma því fram, sem hann ekki bjóst við. Hið mikla og skað- vænlega vald hennar vfir Grant hafði unnið hann til þess að verða með í samsærinu; og þess vegna hafði dottið svo sýnliega ofan yfir Marabúk þegar þeir j fundust. Hann hafði ekki gert slíku skóna og aldrei I búst við að sjá Grant. Og við \>d óvæntu samfundi, scm Haidée hafði án hans leyfis gengið inn á samr j kvæmt kröfu Grants, kom fvrst í ljps óeinlægnin og j svikin, sem sajnsærið var bygt á. Marabúk hafði rétt of langt fram skjalið með falsaðri undirskrift | Rechads Effendi, svo Grant náði því og stakk í vasa j sinn. Það var fyrsti hlekkurinn í svikakeðjunni, þó lít- ill væri, sem bilaði. Skjali því varð að ná, eða það ■varð að eyðileggjast áður en það kæmist í mínar hendur, og kom Marabúk því tafarlaust orðum til Kópríli um það hvað af honum útheimtist. Það,sem til þess leiddi, að annar hlekkur bilaði, var gremja, mín þegar'Grant ekki vildi lofa mér að líta á sk|al- ið áðut; en hann sýndi Haidée það, er leiddi til þes$, aö eg var að heiman þegar Kópríli lét eitrið inn í herbergi mitt. Að eg uppgötvaði hvað Kópríli hafði gert, leiddi aftur til þess, að eg fékk J Itrahim til að segja mér hver Kópríli væri og setja út rnpnn sína til þess að hafa stöðugar gætur á öllu, sem Marabúk gerði. Síðar komst eg eftir því, að Ibrahim hataði Mara- búk fyrir mar]gvíslegt rajiglæti og illa meðferð, og, t>ess vegna lagði hann fúslega fram alla krafta sína við starf þaðl, skm eg fól honum. En þrátt fyrir allan dugnað hans og slægð, þá hefði hann engu til leiðar komið neraa fyrir vissan atburð, sem af ein- tómri hendingu barst honum upp í hendurnar. Atburður þessi var ekki annað en það, að skap- stygg kona gaf vinnukonu sinni löðrung fyrir að styggja hana. Mikið er úr því gert, og það ekki ástæðújaust, hvað aum og ófrjáls staða tyrkneska kvenflóksins sé. En þrátt fyrir það hafa þær þó litlu eða engu minni áhrif, og það jafnvel í stjórnmálum, heldur en konur í vesturlöndum. Það ber auðvitað ekki jafn mikið á þvi, en engu að síður er því þó í rauninni þannig varið, og því neitar enginn, gem kunnugur er undiröldu félagslífsins í austurlöndum. Hátt standandi í innri samsærishring Marabúks, eins og rétt er að nefna það; var viss pasja, sem giftur var hámentað.ri tyrkneskri konu. Hann hafði verið giftur tveimíur öðrum, en skilið við þber á þefinan einfalda og auðvelda liátt ,sem tyrkfiesk lög leyfa. Konan, sem hann hélt eftir, var með lífi og sál í samsærinu vegna þess henni hafði verið talin trú um, að það mundi stórum bæta hag kvenfólks- ins; og maður hetnnar, sem var ósjálfstæður mjög og undir áhjrifum hennar svo mikið kvað að, hafði með ánægju tekið þátt í starfinu til þess að létta undir með henni. hvað á gengur í tyrkneskum kvennabúrum er ekki ætíð lýðum Ijóst, jafnvlel ekki eigendum þcirra og herrum; og það hafði borið við, að ein af þernum konunnar, Gyðingastúlka, komst á snoðir um eitt- hvað, gat sér margs fleira til og fór síðan, eins og kvenfólki er eiginlegt, að dylgja yfir því, hvað hún vissi uin hagi húsmóður sinnar. Þegar að því var komið, ajð samsæriö brytist út og allir, sem við það voru riðnir, voru í æstu skapi, þá hnakkrifust þær, stúlka þessi og húsmóðir hennar; og hin síðarnefnda gaf hinni fyrnefndu löðrung og hótaði henni enn þá miklu verri refsingu. Óð af reiði og gremju hljóp stúlkan til vinkonu sinnar, dótturdóttur Ibrahims gamla, og með alls konar heitingum 'um að hefna sín með því að gera húsmóður sína veika meö kynjameðulum eða jafnvel gera út af við hana með eitri, kom hún með dylgjur um það, hvað hún vissi, svo dótturdóttirin, sem var slæg og sk’ilningsgóð, eins og hún átti ætt til, fór með’ hana til Ibrahims afa síns. Hvort hann beitti vi^ hana illu eða góðu, veit eg ekki; en hami trúði því, sem hún sagði honum, og starfaði samkvæmt því. Og það starf hans varð til þess að ráða úrslitum hins ógurlega sainsæris. Alt þetta hafði skeð á meðan eg var fangi í húsi Marabúks, og takmarkinu bafði verið náð einmitt þegar mér var hjálpað á þann hátt, sem eg hefi frá skýrt. Mér var alt um æði að ná sem fyrst hpám til Hvíta hússins, og tróðst áfram í mannþrönginnj, sem öll stefndj i áttina tjl rauða glampans á loftinu hinuV megin við Peru; qg allir hrópuðui „Huangen Var! Huangen Var!" (elclur, eldur!), sumir fagnandi og sumir hrvggir og skelfdir, eins og tyrkneskum slcríl lætur svo vel þegar eitthváð mikjð er itm að vera, Eg stefndi á nýju brúna, en ekki þá görnlu, íi | þeirri von, aö eg næði þar í vagn tjl þiesis að flytja mig heint; en þá nótt var ekkj fnemur vagn að fá en kristinn mann er að finna á bæn í tyrknesku musteri. Allir vagnar voru farnir þangað sem fólkið stefndi, og eg tróðst þvi fótgangandi yfir um brúna. En sá troöningur! Og það samsafn af fólki: Múhameðs- trúarmenn, Gyðingar, Armenxumenn, Norðurálfu- menrt.Grikkir; hermenn, lögregluþjónar, sjómenn og. allra annarra stétta ínenn; allavega búnir. Hver stjakaði öðrum og tróðst með ragni og óbænum, og allir höfðu augun á rauða glampanum fram undan.; Þó roðinn hefði verið glóandi gull og sá ætti að eiga það.sem fyrstur kænxjst þangað.þá lnefðj troðn- ingurinn og ákefðin í fólkinu ekki getað verjð meirj. Skötnmu eftir að yfir um bi;úna var komið, beygði fólksfjöldinn til hægri, eftir neðrj veginum, en leið mín lá beint upp á hæðina; og þegar eg slapp út úr mannþrönginni, flýtti eg mér áfram, áhyggjufullur út af því hvernig eg mundi sækja að í Hvíta húsinu og hverja þýðingu þessi eldsvoði t Yildis Kíosk mundi bafa fyrir okkur öll. í bráðina átti eg örðugt mpð að komast inn, því 1 að McPherson, sem ekkj þekti mig vegna þess hvað dúðalega eg var búinn, skelti hurðinni í lás. „Snáfaðu burtu, óþverra Tyrkinn þinn,“ sagði hann þegar eg ætlaði að ganga orðalaust inn. Jafnvel eftir að eg talaði til hans starði hann, lengi og vand- lega á mig áður en hann varð viss í sinni sök; en þegar hann þekti mig.þá tók hann mér með ósegjan- legum fögrxuði. Eg stóð ekkert við hjá lionum, held- ur fór rakleiðis til herbergjs míns, og mér til mestu undrunar var Grant þar fyrir. Eg varð svo forviða, að eg kom ekki upp orði, og hann, sem í fyrstu ekki þekti mig fremur en Mc- Ph'erson, spurði býsna hvatskeytlega hvern þremil- inn það ætti að þýða að vaða svona inn. „En þvað ert þú hér að gera, Cýrus minn góð- ur?“ spurði eg þegar eg loksins kom fyrir mig orði. „Mfcrvyn, það veit guð, að það er mjkjls vjrði að , fá að sjá þig; hérna er handarskarnið;“ og svo tókum við hlýlega höndum saman, og nuin báðum | hafa verið of heitt um hjartaræturnar til þess að segja mikið. En mér féll allur ketill í eld þegar eg sá framan í hann; horaöur, 'tekinn, þjreyttur, grá^ og ósegjanlega sorgbitinn. Sorgin og dauðinn höfðu sett merki sitt á andlit lians. „Þ'.ví ert þú hér, Cýrus?“ „Eg kom til þess að fylgja málinu til enda,“ svaraði hann í átakanlega veikluðum róm, þö hann nxinti á gamla dugnaðinn og alvöruna. „Og Edna, er hún á óhultum stað?“ „Edna?“ át halm eftir mér og brosti. í ógátj neifnd eg hana með skírnarnafni og hafði eg aldrei áður gert það í áheyrn Grants. „Það gleðnr mig. Þú hefðir átt að giftast hetini í New York fyrjr mörgum árum. Þú hefir gert hana dálítið óírólega, hún kom til mín og sagði mór það; en úr því þú ert korninn heill á hófi þá nær hún sér.“ „Það á ekk við á þesum tíma að tala um slílc mál, Cýrus.“ „Maður ræöur ekkr við hugsapir sínar, og það brýzt fram, sem efst er í huga manns, og þegar þ,ú spurðir eftjr heiuij svona, þá skjldi eg þig.“ „Og er hún óhult?“ „Já, úti í Seli. Það held eg að minsta kosti. Eg, kotm hingað í kveld, og við höfum sjálfsagt farist hjá.“ _ i „En þvx komst þú?“ g „Af þvi eg gat ekki haldist þar viö. En segðii mér fyrst livað fyrir þig hefir komið. Og hraðaðu þér, því það getur verið, að við verðum þegar minst varir að bregða við og fara.“ Eg sagði honum í sem fæstum orðum, hvað fram fór heima hjá Mara- búk pasja. „Hanú er mesti bragðarefur; eix eg ætla nxér að leika á hann. Bruninn i Yildis Kíosk er verk hans og ætlaður til Jness að hylja burtnám soldánsins". „Eg bjóst að nokkuru leyti við að svo væri; en livað hugsar þú þér að gera?“ „Gamli Gyðingurinn, hann Ibrahim, komst ein- hvern veginn a(ð þvi, og hann kom hér í dag til þqss að finna þig; og þegar þig ekki var hér að finn^ þá kom hann út í Sel til min. Þeir hafa tekist hættulegt verk í, fang; en svo er líka mikils von i aðra hönd. Sumt af hirðinni er með þeim og þegar eldurinn kxenxi upp, átti að slá Abdúl í rot, klæða liann í kvenmannsföt og flytja hann burtu sjóteiðis; og síðan átti að geyma hann í haldi þangað til séð væri fyrir endann á öllu.“ ,,Sjóleiöis ?“ spurði eg undrandi. „Já, sjóleiðis. Undrun þín sýnir einmitt hvað slungnir þeir eru. Hverjum mun,di til hxxgar koma að leita að hans hátign á bak við andlitsskýlu kven- nxanns, sem yfir hefði liðið af geðshrpsring við eld- inn ? En eg lofaði því, að liann skyldi qþkert saka, og það ætla eg mér að efna, þó það verði síðasta verk rnitt á jörðunni. Eg kannast við það, a;ð eg liefi verið gabbaður, en það mega vera flókin viðskifti eigi eg ekki að geta rétt hlut mimx. Eg ætla mérað taka þátt í leikmim, og það skal hundur heita í höfuðið á mér ef. eg ekki ber hæsta hlut.“ j „Og eftir hverju bíðum við nú?“ „Eftir fréttum af farinu, sem á að bera hans hátign. Þessi Ib. gamli er sporvís og hann hefir sökt sér niður í málið með lifi og sál.“ „En þú ætlar þó ekki sjálfur út í nótt, Cýrus? Úr því eg nx'rer kominn heim þá get eg farið.“ „Eg ætla sjálfur að sjá um það.“ „En þú ert enn þá ekk'i nógu hraustur til þess, maður.“ „Jafixvel til að geðjast þér, Mervyn, get eg ekki orðið hraustari en jíetta áður en leikurinn byrjar. En eg' ætla sanxt að fara. Þú kcmur náttúrlega með; og héldur þú ekki, að betur færi á því, að þú klæddir þig í einhvern annan búning?“ Það tók mig ekki lengi, með aðstoð Stuarts, að skiíta um föt; og\ þegar eg kom inn í herbergið aftur, þá sat Grant við borðið og laut áfram með hendum- ar fyrir andlitiuu. „Það er eitt nafn, Mervyn, siem vð ek,ki höftxm nefnt — Haidée.“ „Hvar er Hún ?“ spurði eg. „Eg veit það ekki.“ Það var festa í þessum orðum haxis, en hann hrökk við og lokaði augujnum ósjálfrátt eins og hann hefði fiexigið sáran sting í sig. Með sýnilegri áreynslu opnaði hann augun aftur, leit til mín og sagöi: „Þú hefir átt tal við þrælntenniðt hann Marabúk. Hver er sannleikurinn hvað hana snertir? Eg vil fá að heyra sannleikann — pg er maður til að bera það.“ „Eg álít, að liann hafi notað hana sem verkfæri —án hennar vitundar.“ „Segir þú þetta x einlægni, Mervyn?“ spurðil hann, og augu hans tindruðu, og nýtt f jör og ákafi færðist í horaða og raunalega andlitið lians. „í hreinustu einlægnj, Cýms.“ „Guði sé lof, a,ð það ekki var verra,“ sagði hann innilega. „Hann Arbuthnot gamli segir, að mér hafi veriðí gefið eitur, og hún Edna—en hún veit ekkj hvað hún segir—stendur á því fastara en fótununr, að Haidée hafi gert það. En eg er óhræddur að sverja það, að hún er sak'Iaus.“ „Eitrið var mér ætlað, Cýrus—til þess að koma í veg fyrir að eg sæi falsaða skjalið, sem þú komst með írá pasjanum—eg veit það;“ en eg þagði yfir því sem eg vssi um fyrri tilraunina við hann. „Það var gott að eg varð fyrir þvx fremur en þú, Mervyn, því alt þetta er mér að kenna.“ „Bæði eg og Edna tókum hart á henni, því aðl við bæði álituni lxana seka—í fyrstu.“ „Guð hjálpi mér. Hafi það komið henni til að fítfa, þá get eg aldrei fyrirgefið þér það, vinur minn,“ svaraði hann í lágum róm og með átakanlegri viðkvæmnj. „Eg skal finna hana og komast fyrir allan satin- leikann,“ sagði eg einbeittur. „Þáð getur orðið of seint, Mervyn. Eg á sktxmt eftir ólifað og get dáið án þess að vita hvað ,er satt og rétt.“ Hann hikáði, en bættj svo vjð í hálfum hljóðum: „Og án þess að fá að sjá hana.“ Eg gat engu svarað, mér var svo þungt af að sjá og heyra, hvað rnikið hann tók út; og við sátum því þegjandi þangað til, okkur báðutn til fróunar, einhver barði að dyrum, og þegar við opnuðum kom sendiboði inn til okkar. Fréttirnar af' sqldáns farinu voru kornnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.