Lögberg - 16.11.1905, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.11.1905, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER 1905 írabýlin. Eftir Einar Bcnediktsson. [Þessi fróðlega og skemtilega grein, sem Einar sýslumaður Bene- diktsson ritar í „Fjallkonuna", er hinn háttvirti höfundur beðinn vel- virðingar á þó tekin sé orðrétt upp hér í blaðinu.] I. Eg hefi lengi haldið það víst, að áður en Norðmenn, feður vörir, fundu eyjuna, sem vér byggjum, hafi mannavist og mannvirki fundist víðsvegar um ísland, miklu meiri, er. sagnir eru enn orðnar ljósar um. Hingað og þangað hefi eg leitað að stuttum frásögum á víð og dreif í ýmsum ritum um hina eldri byggj- endur íslands; eg hefi fundið margt, sem bent hefir á, að hér hafi lifað menn í landi mörgum öldum fyrr en viðurkent er alment enn sem komið er og hefi leitast við að safna því saman fyrir mér í eina heild, er eg gæti bygt á rökstudda og fasta sannfæring. Eitt af því, sem mér hefir virst mega styðjast við í þessu efni, er uppruni Thulenafnsins. Eg hefi leitast við að sýna fram á, að það væri af keltneskum stofni kom- ið og að merking þess gæti ekki átt við önnur lönd að öllu athug- uðu, heldur en einmitt Island. Eins og Isidorus frá Seville seg- ir og einnig er um getið í íslend- ingabók, dregur Thule nafn af sól- inni og meginhluti nafnsins, eins og það er ritað að fornu, ýmist Thule, Thyle eða Thile fellur saman við nafn sólarinnar í ýmsum keltnesk- um málýskum. Eftir því sem eg hefi haldið fram, merkir Thule upphaf- lega Sólarlandið eða Sólareyjan, en að því er snertir önnur rök þessa atriðis, verð eg að vísa til ritgerðar minnar um fyrirlestur, er eg hélt í Lundúnum 1896 í fo'rnfræðafélagi j Clrkneyja (sbr. Academic Review j s. á.ý Nú þykist eg íyrir skömmu hafa til viðbótar við sagnir og skýrslur gamalla rita fundið sýnilegan vott þess.að hin almenna landfræðissaga rekur Islandsbygðina langt of skamt aftur í tímann. Hér er ekki rúm til þess að fara út í öll hin mörgu atriði úr gömlum ritum, sem mér virðast benda í sömu átt; eg ætla einungis hér að skýra stuttlega frá þessu nýja sönnunargagni, er eg hefi fundið fyrir skoðun minni um aldur Thulebygðarinnar. Eg bregð smáu vaxljósi eins hátt og eg fæ undir hvelfinguna í hinum fyrsta jarðhelli er eg hefi fundið með glöggum merkjum þess, að þar hafi verið kristnir einsetumenn. Skinið af þesum smákyndli get- ur naumast rekið skuggana út að veggjabrúnunum. Eg sé eins og í gegn um dimmar slæður móta fyrir axarhöggunum, sem með þolinmæði, löngum tíma og miklu mannafli hafa holað út hvelfingu sandhellis- ins. Hæð þessa kynlega einsetuhofs og önnur vegsumerki sýna, að byggjendur þess hafa ekki látið sér nægja að gera sér jarðhús til skjóls fyrir veðri og frostum, heldur hafa þeir viljað gera sér veglegt hús til dýrkunar hinum mikla Gyðinga- | drotni. Þessi hellir er á Ægisíðu viö . Ytri-Rangá, og er nú hafður til heygeymslu áfastur við fjósið. All- löng göng liggja niður í hellinn og þegar inn er komið, er hellirinn myndaður á sama hátt með axar- ^ höggum og feikna-mikilli vinnu í víða forhöll, er liggur beint inn í sandbergið, hækkar þegar innar dregur og þrengist síðan inst, þann- ig að Hkast er nokkurskonar kór með beinu, slétthöggnu sandþili, þar sem hellirinn endar. Jíg leit eftir því í strykum og gárum veggjanna, hvort lesið verði nokkurt letur eða merki frá hendi þeirra er bygt hafa hér. Víða er líkast því sem rist hafi verið Ogham í sandbergið, en strykin eru svo máð mest af heyi því, sem geymt hefir verið í hellinum, að ekki verð- ur neitt ákveðið lesið út< úr þeim línum. Á einni stoð er þó hægt að greina stafina G. E. siðast í línu, en allur fremri hluti línunnar er af máður. Þessa Ogham-stafi hafa engir getað ritað i bergið nema hinir írsku einsetumenn, sem hér . dvöldu löngu áður en landnáms- mennirnir norsku slógu eign sinni á ísland. Á miðju kórþilinu er krossmark allstórt höggvið út í bergið, og styrkir það mjög þá skoðun, að það sé ekki af tilviljun einni, hver lögun er á hellinum; þótt engin verksummerki önnur væri að finna til sönnunar þvi, sem að framan er sagt, heldur en þessi hellir einn, held eg að menn mundu hiklaut af honum einum láta sannfærast um tilveru einsetumannabygðarinnar. Krossmerki eru höggvin á víð og dreif um hvelfingu hellisins og það sem mestu um varðar er, að merkin eru sýnilega og ómótmælanlega jafn gömul og axarhögg þau og meitla- för, sem myndað hafa hellisbygg- inguna sjálfa. Mörgum öldum áður en þrælasægur norrænu höfðingj- anna reistu hin heiðnu hof hér í landi hafa skjálfandi magrar munka hendur starfað hér djúpt niðri í fylgsnum jarðarinnar, alfrjálsar og engum háðar nema guði einum. En þar sem ráðið hefir verið alment af frásögum Dicuils munks hins írska og íslendingabók, að fá- ir menn einun^is hafi dvalið í Thule fyrir landnámstíma, virðist mér hellir þessi ásamt fjölda mörgum i öðrum af sama uppruna benda i aðra átt. Engum manni getur kom- ið til hugar að halda að hinir feiknamiklu hellar víðsvegar um Suðurland, er bera samskonar vegs- ummerki, hafi verið bygðir af örfá- um einsetumönnum. Miklu senni- legra er, að eitthvað sé tilhæft í hinni gömlu sögu,sem höfð er eftir fcrnu skinnhandriti íslenzku, að ír- ar hafi komið hingað á átta skipum fáum öldum eftir Krists burð og stofnað hér nokkurskonar nýlendu. Er mjög liklegt, að eftir því sem menn vita víst um bústaði íra, er landnámstíð hófst, eftir staðanöfn- um á Suðurlandi og hinum mikla fjölda fornhellanna í ýmsum Suður- lands bygðum, að íranýlendan hafi einmitt dreifst yfir þetta sama svæði, og að elztu bústaðir þeirra hafi verið jarðhús þau, sem hér er skýrt frá. Eg get sannað það með rökum, sem ekki verða hrakin, að margir af hellunum eru eldri en hin norræna landssaga, — hefi eg ætlað mér á öðrum stað að fara rækilega út í það mál, en vil þó geta þess hér, að eg hefi séð stórkostleg mannvirki af þessu tægi og mannahíbýli á þeim stöðum, er ekki voru, bygðir á sögutíma vorum. Síðari tíma menn hérlendir hafa að vísu fundið hell- ana og eru sumir þeirra mjög ritað- ir með rúnum, sem eru allvíða enn full læsilegar. En það er víst einS og þegar er sagt, að rúnaletrin eru mörgum öldum yngri heldur en jarðhúsin sjálf. Þau hafa verið bústaðir kristinna manna áður en landnám hófst. Á því er enginn efi. II. I einum helli þykist eg hafa fundið rómverskt letur frá 4. öld eftir Krist; það er í Hellutúni í Ásahrepp. Sá hellir er stórmerkileg- ur að ýmsu leyti, bæði er lögun hans einkennileg og hvergi hefi eg séð hinn háa aldur þessara jarð- hofa jafn-greinilega merktan á veggi og hvelfingar. Letur hefir einnig varðveizt furðu vel í þcssum helli, enda er bergið með harðara móti. Á einum stað stendur skýrt höggvið S. I. G IV, sem getur verið skammstafað: Seculo Jesu Gener- ationis Quarto. I Árbæjarhelli í Holtum hefi eg fundið glöggvastar og merkilegast- ar rúnir mjög blandaðar afbökuðu rómversku letri. Því miður hefir verið höggvið mikið af letri úr þessum helli og hefir mér ekki tek- ist enn að lesa greinilega úr rúnun- um þar, annað en skammstöfuð nöfn. Þess skal getið, að í þeim' helli, eins og /íðar, er rúmstæði og sæti einsetumanns höggvið út úr berginu og krossmörk viða höggvin og meitluð í hvelfinguna. Mestur hluti þessa hellis hygg eg að liggi til suðurs út úr skúta þeim, sem enn er eftir, en þar hefir hrunið niður bergið og fylt göngin, svo ekki verður komist að því að sjá nein verksummerki af manna hönd- um. Merkilegt er það, að ókenni- Ieg bandrún höggvin á stein við Snjallsteinshöfða er mjög lík ann- ari slíkri rún, er eg hefi séð í Ár- bæjarhelli. Neðsta part rúnarinnar hygg eg áreiðanlega vera S. En liking beggja rúnanna virðist mér mæla á móti því, er menn hafa get- ið til, að bandrúnin á Snjallsteins- Framh. á 3. bls. THE BLUE STORE. Lodskinnavara. KALDA veöriö ÚTHEIMTIR LOÐFATNAÐ. OKKAR VFRÐ á loöskinnavöru gerir ykkur mögulegt að kaupa hér. Við seljum BETRI VÖRUR fyrir minna verö en nokkur önnur búð f vesturlandinu. — KOMIÐ OG SJÁIÐ. Karlm. fatnaðir sem líta vel út og eru hald- góðir. Við höfum ekki rúm hér að lýsa hverri tegund og verði, og getum heldur ekki gefið yður hugmynd um hvað margar tegundir við höfum að sýna. — Sjáið hve góð kaup við höfum fyrir yður. KARLM. D. B. FÖT—Heavy Scotch Tweeds: góð föt $7.50, $8.50 og ?Q.50virði. Stærðir 36 til 39. Nú seld á...... ..............*5. OO KARLM. GÓÐ TWEED FÖT. $7.50 virði. Fyrir............... 5.75 KARLM. BUSINESS FÖT ÚR DÖKKU TWEED. $10.50 virði. Fyrir.......................8-75 KARLM. DRESS SERGE FÖT $12.50 virði. Fyrir........ 9.95 KARLM. ENGLISH WOKSTED FÖT. $16.50 virði. Fyrir...12.50 KáRLM. FÍN SVÖRT FÖT, með hvaöa gerð af buxum sem óskað er. $18.50 virði. Fyrir... ....14,00 Karlm. yfirfrakkar. Hér getið þér fengið yfirfrakka sem eru í alla staði boðlegir hverjum aðals- manni; fara vel og eru búnir til eftir nýj- ustu tísku. KARLM. YFIRFRAKKAR. 50 þml. langir, úrdökku Tweed og Frieze. $9.50 virði. Okkar verð....$7-5° YFIRFRAKKAR einhneftir; úr Scotch Tweed, með flauelskraga og belti að aftan. $12.50 virði. Okk- ar verð ...................10.00 YFIRFRAKKAR «13.50 virði. Okkar verð.......................11.50 YFIRFRAKKAR úr svörtu og bláu Bever klæði. $12,50 virSi. Okkar verð.......................10.50 STÓRKOSTLEG KJÖRKAUP á D. B. Dark yfirfrökkum með storm- kraga, úrsamaefni; 50 þml, löng. $16.00 virði, Okkar verð.12.50 Karlm. loðtatnaður. I öllum tegundum—frá karlm. kápu til kvenm. Ruffs—er Bláa búðin góðkaupa- staðurinn. Þú veist það og vinir þínir vita það, að við ábirgjumst hvern þml af loðskinna- vöru, sem við mælum með. BROWN SHEARED CAPE BUF- FALO—$16.50 virði. Okkar verð $12.00 GREY COAT—Sió.sovirði. Okkar verð..................... 13.00 AFRICAN CLIPPED BUFFALO. —$18.50 virði. Okkar verð. 14.00 BUFFALO CALF—$31.50 virði. Okkar Verð................ 23.00 BULGARIAN LAMB og WOM- BAT—$32.00 og $37.00 virði, Okkar verð............... 26.00 CANADIAN COON Nr. 2,—Okkar verð................... 48.00 CANADIAN COON—55.00 "virði. Okkar verð............... 48.00 SlLVER COON — $80,00 virði. * Okkar verð............... 65.00 Karlm. loðfóðraðir yfir- frakkar. LABRADOR SEAL LINED-Ger- mau Otter kragi. $46.50 virði. Okkar verð..... ........$37-50 LABRADOR SEAL LINED—Jý Persian kragi. $48.50 virði. Okkar verð......... 38.50 RAT LINED—Otter kragi. $62.50 virði. Okkar verð..... 48.50 BEZTU LOÐFÓÐRAÐIR YFIR- FRAKKAR með Otter eða Persian kraga. $100 virði. Okkar verð.... 75.00 LOÐHÚFUR á $1.00 og upp. LOÐVETLINGAR á $3.00 og upp. LOÐKRAGAR af öllum tegundum fyrir kvenfólk og karlmenn á $3.00 og upp. FUR ROBES á...........$7.00 og upp. Kvenm. loðtatnaður Nýtísku snið. Agætar vörur. Stórkostleg kjörkaup. Þetta gerir loðskinnavöru okkar útgengilega. I þessu kalda veðri þarfnist þér loðfatnaðar. Því ekki að hafa hann góðan fyrir lítið verð? Komið og finnið okkur. WALLABY JACKETS, 24 þml. $21.50 virði.Okkar verð $15.00 WALLABY JACKETS, 36 þml. $30 virði. Okkarverð.. 23.00 ASTRACHAN JACKETS, 36 þml. $32 viiði. Okkar verð.. 26.00 BULGARIAN LAMBJÁCK- ETS. $38.50 virði. Okkar verð................ 29.00 COON JACKETS. $40 virði. Okkar verð.......... 35 00 ASTRACHAN, Nr. 1. Colared Sable trimmed. $57.50 virði. Okkar verð......... 45-°o ELECTRIC SEAL, á $30, $35, $40 og............. 45.00 X PERSIAN LAMB JACK- ETS á.............. 35.00 og upp. RICH GREY LAMB JACK- ETS á........ ...... 35 00 og upp, Sérstakt, KVENM.,LOÐFÓÐRAÐAR YFIRHAFNlR altfrá...$45,00 KVENM. LOÐFÓÐRUÐ HERÐASLÓG á........ 12.50 og upp. KVENM. YFIRHAFNIR ÚR BLACK PERSIAN, sléttar eða skreyttar með mink eða Sable. KVENM. SEAL SKINN YFIR- HAFNIR, Merki: BLÁSTJARNA. Chevrier & Son. The Blue Store, Winnipeg:. 452 Main St. Á raóti pósthúsinu. “EIMREIÐIN” Fjölbreyttasta og skemtilegasta tímaritið á íslenzku. Ritgjörðir, myndir, sögur og kvæði. Verð 40C. hvert hefti. Fæst bjá H. S. Bardal cg S. Bergm. no. Gallsýki læknud fljótt. „Fyrir nokkrum vikum síðan varð eg svo veikur af gallsýki að eg var ekki fær um að vera á fót- um í tvo daga. Læknirinn sem eg lét sækja gat ekki hjálpað mér neitt, svo eg keypti mér Chamber- lain’s Stomach and Liver Tablets og tók þær inn. Næsta dag var eg orðinn alfriskur. — H. C. Bailey, útgefandi „The News, Chapin S. C.“ Til sölu hjá öllum kaupmönnum. THE CANADIAN BANK ©T COMMERCE. h horninu & Itom ov Ivabel Höfuðstóll $8,700,000.00 Varasjóður $3,500,000.00 SPARISJÓÐSDEILIIIJi Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur lagðar við höfuðstól á sex mánaða fresti. Vlxlar fást á Englands hanka sem eru borgaDleglr 6 /,'apjj. Aöalskrifstofa í Toronto. Bankastjóri í Winnipeg er 0----JOHN AIRD------o THE DOMINION BANK. Borgaður höfuðstóll, $3,000,000 00 Varasjóður, - 3,500,000.00 Eitt útibúbankans er á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin tekur við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borg- aðar tvisvar á ári, í Júní og Desember. T. W. BUTLER, Bankastjóri. Imperial BankofCanada HöfuSstóIl.. $3,500,000 Varasjóöur.. 3,500,000 Algengar rentur borgaðar af öllum inn- lögum,— ÁVÍSANIR SELDAR X BANKANA X ís- LANDI, ÚTBORGANLEGAR f RRÓNL'M. Utibú í Winnipeg eru: Aðalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne ave. N. G. LESLJE, hankastjórl. Norðurbæjar-deildín, á horninu á Main st og Selkirk ave. E, P, JARVIS, bankastjóri. Dr.ffl, HALLDORSSON, Pa.i*]E Rltrei*, N D Er að hitta á hverjum rniðvikudegi í Grafton, N. D,, frá kl. 6—6 e. m. STÆKKAÐAR MYNDIR, 16x20iCrayons á $2.00 hver 16x20 með vatnslitum $3.00. MYNDARAMMAR: 16x20 rammar frá $1.00 og þrr yfir. Vér búum til myndaramma af öllum stæröum. Komiö og skoöiö þá. GOODALL’S Myndastofur 616/í Main st. Cor. Logan ave. 536^ Main st. cor. James st. Taylor st. Louise Bridge. ORKAR MORRIS PIANO Tónninn og.tllfinninginer framleitt á hærra stig og með meiri list en á nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgst um óákveðinn tfma, Það ætti að vera á hverju heimili. S L BARROCLOUGtí & Co. 228 Portage ave, Winnipeg. Milton.. ND LYFSALI H. E. CLOSE prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Rit- föng &c.—Læknisferskriítum nákvæm- n gaumur.'gefinn. MapIeLeaf Renovatiog Works Við erum nú fluttir að.,96 AlbCPt St. Aðrar dyr norður af Mariaggi hotelinu. Föt hreinsuð.lituð.pressuð og bætt. TUL. 48». Dr. W. Clarence Morden, TANNLŒKJIIR Cor. Logan ave. og Main st. 620'A Main st. - - ’Phone 135. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanngjarnt verð. Alt verk vel gert. Thos. H. Johnson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skripstopa: Room 83 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. Utanáskript: P, O. box 1364, Telefón.423. Winnipeg, Manitoba jflmúíi íftii — þvi að — Edflu'sBugolngapapplr heldur húsunum heitum' og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, Ltd. ágrnts, \yiNNIPEG. I %*s***i Winnipeg Picture Frame Factory, Búö: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Viö þurfum umboösmenn víösvegar til aö selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. ! P. Ceok, Eigaudi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.