Lögberg - 16.11.1905, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.11.1905, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER 1905, 3 liöfða eigi að tákna legstað Snjall- steins. Á Hellum á Landi er afarfornt letur, er eg hygg hljóti að vera leifar af Oghain-stöfum, mjög máð- ar; þar hefi eg lesið orðið „ábóti" á einum hellisveggnum með róm- versku letri, en eg hafði ekki tima til að gæta að öðrum máðum stöf- um þar í kring nema lauslega. Einnig var mikið letur hulið þar af heystabba, er eg fór þar um. Einn helli hefi eg séð á Geldinga- læk á Rangárvöllum, al'.einkennilcg an. , I>að er afklefi nokkur með út- höggnu rúmstæði og hefir verið ram byggilega gengið frá dyrum að þeim klefa með slám, er hleypt liefir verið út í bergið. I brík rúm- stæðisins eru höggvin göt, likt og sá hafi verið bundinn, er í rúminn lá. Mætti geta þess til, að þar hafi sekir munkar verið geymdir, meðan á refsingu þeirra stóð, fyrir brot á móti klausturreglum eða því um likt Þess má geta, að einnig hafa sfár eða slagbrandar verið festir i bergið fyrir framan rúmstæðið. Eg hefi ekki rúm til þess hér að lýsa fieiri hellum, er eg hefi séð af þessu tægi. Paradísarhellir svolcall- aður undir Eyjafjöllum er sagður að hafa verið bústaður sekra manna og ekki hefi eg séð nein krossmerki þar né önnur verksummerki þess, að kristnir einsetumenn hafi hafst þar við. Hella nokkur er þar öll útkrotuð með rúnum og las eg þar mörg mannanöfn, að því er eg liélt útkrotuð af fornmönnum, er komið hafa í hellinn og hafa viljað láta sín getið. í einni línú las eg skýrt ritað með rúnum: Hér kom séra Steinmar ? þó er eg ekki alveg viss um lestur síðara hluta nafnsins. Sá, sem hefir kynt sér rit þau, er lúta að þvi, hvert hafi verið hið íorna Thule-land, hlýtur að meta mjög mikils hinn sýnilega vitnis- burð munkahellanna á Suðuriandi. Þvi hefir eklti verið nægilegur gaumur gefinn áður, að vér höf- um sannanir fyrir því, bæði frá Beda presti hinum helga og Dicuíl- us, að lærðir menn írskir voru hér á íslandi fyrir lándnámstíina og kölluðti landið Thule. Þjessir menn hafa leitað landsins og fundið það eftir frásögnum um Thule. Mér er óskiljanlegt hvernig t. d. Þorv. 'I'horoddsen í landfræðissögtt sinni fer fram hjá því mikilvæga atriði, Munkarnir írsku hafa vafalaust haft þekkingu af afspurn af Thule, sem oss er nú ókunnugt um. Úr því þeir fundu landið, er að mínu áliti alveg óleyfilegt að dæma einkisverða þekking þeirra á því, hvar nafnið átti rétt við. Því skyldi ekki rit þau eða frásagnir, er þeir fóru eftir og hafa hlotið að leiðbeina þeim til íslands, jafnframt hafa hermt rétt frá því, hvar Thule- nafnið réttilega átti heima? Eg tel engan efa á því, að rann- sóknir komandi tíma muni leiða betur í ljós, hvernig háttað var bygð Þýlingjanna. Uppruni orðsins og aldur eináetuhellanna eru mikil- væg atriði til sönnunar því, að hið eldra nafn íslands var Thule. En þar af leiðir aftur, að landfræðis- saga vor verður að fara svo langt aftur í tímann,sem fyrst er getið um fyrst er, getið um hið forna Thule- land. Hjá Persuin hefir það ,nafn verið þekt áður Pytheas frá Mass- iliu fór í sína frægu landaleit, cnda er það mjög eðlilegt að nafnið hafi borist til verzlunarþjóðanna í Suð- ur og Austurálfu,er skiftu við Bret- landseyjar. Engin ástæða virðist vera til, að efast um það, að brezkir sjómenn hafi þekt Island áður en irsku einsetumcnnirnir tóku sig upp til þess að setjast hér að, og hvað er þá eðlilegra, ,en suðrænir og austrænir sæfarendur, cr verzluðu við ýmsar Bretlandseyjar í fyrnd- inni hefðu hefðu Haft spurnir af hinu fjarlæga landi í úthafi heims. Eg hefi ekki getað fundið Thule- nafnið nefnt fyr en hjá rithöfundi einum við hirð Artæxerxes Persa- konungs hins minnuga; en þess skal þó getið, að sá rithöfundur tekur fram, að hann fari eftir enn þá eldri frásögnum um Thule, er liann hefir bygt á og klætt í skáld- legan búning. Mér fyrir mitt leyti virðist ekkert mæla á móti því að álíta, að Fönikíumenn hafi flutt nafnið með sér inn í ritment og munnmæli hinna eldri verzlunar- þjóða, jafnsnemma sem þeir fyrst hófu viðskifti við Bretland. Einar Jónsson myndhöggyari. Eftir Ódnx.. Ritstj. Óðins fékk í sumar að sjá Ijósmyndir af ýmsum myndaverkum Einars Jónssonar frá síðari árum. Einar hefir unnið rnikið; það liggur mikið eftir hann jafnungur og hann er. Hann hefir lítið haft í aðra hönd, því myndir hans hafa ekki selst vel. Kemur það af því, að hann hefir ekki farið almannaieiðir; hann hefir ekki lagað sig eftir smekk þeirra sem kaupa, heldur valið sér efni eftir eigin höfði og farið með þau eins og honum sjálf- um hefir þótt réttast, án tillits ti.1 þess, hvernig um það kynni að verða dæmt. Hann hefir lika lagt út í stór verk og dýr, sem ekki er öðrum fært en auðmönnum að kaupa fullu verði. Af þessu er hann í fjárþröng og á erfitt uppdráttar. En hann hefir úr ýmsum áttum hlotið viðurkenningu fyrir verk sín. Bæði í þýzkum og dönskum blöðum hefir verið lokið lofsorði á sum þeirra, þó þau falli mönnum alment ekki í smekk. Einar hefir á siðari árum farið víða; hann hefir verið suður í Róma- borg, í Austurríki og Ungverja- landi. Sumt af myndum* hans er enn geymt suður í Róm, t. d. upp- kast af minnismerki yfir Snorra Sturluson. Hann hefir ekki haft efni á að flytja myndirnar með sér. Ein af nýjustu myndum hans er „Forneskjan" fAntiken). Það er gyðjulíkneski stórt, í grískum stíl, í- mynd listar Forn-Grikkja. En fram- an á brjóstunum heldur gyðjan á Medúsuhöfði, en því átti að fylgja sú náttúra, að það gerði alla að steingervingum, sern á það horfa.. Með myndinni vill Einar sýna hvert vald gríska listin hafi haft yfir smekk manna og hafi enn; hún geri listamennina að steingervingum. Það er þessi hugsun, sem í mynd- inni felst, er sætt hefir mótmælum, en myndin sjálf þykir mjög vel gerð, jafnvel einhver hin bezta eft- irlíking af forngrísku myndagerð- inni, sem hún er fædd til að for- dæma. Eins og þegar er sagt, hefir Ein- ar gert uppkast að minnismerki yf- ir Snorra Sturluson. Það hugsar hann sér mjög stórt, eg man ekki hve stórt. En það er hringmyndað svæði með vegg umhverfis. Breið- ar dyr eru á veggnum, eða inngang- ur, en veggkambarnir beggja megin dyra eru gríðarstór ormahöfuð í fornnorrænutn stíl, en veggjunum er síðan skift í kafla, sem verða lið- ir í skrokkum ormanna. Beint á móti inganginum, hins vegar á svæðinu, er mynd af sijgugyðjunni á stóruni fótstalli úr steini, en bak við myndina er sléttur veggur og þar á upphleypt kort yfir Norður- lönd, en súlur beggja vegna. Bak við eru háir veggfietir þrir, tveir lægri til beggja handa, en hinn þriðji lang hæstur, og er hann fyrir miðju svæðinu móti innganginum. Minnistnerki hefir Einar gert ný- lega yfir færeyskan mann. Það er bönd (gerð auðvitað mjög stórj.sem kernur upp úr jörðu dálítið upp fyr- ir úlnlið og heldur á gríðarmiklu grjótstykki. Þetta á að tákna kraft og dugnað. í sumar hefir Einar verið hér * Mörg hundruð rnanns . . . * * & * * * * hafa sparaö peninga meö því aö verzla viö C. B. JULIUS, síöan ^ hin stórkostlega afsláttarsala byrjaöi. Muniö eftir, aö allan Nóvembermánuö, verður hægtaö $ ía skjólgóðan $ vetrarvarning & * * meö þessu sama niðursetta verði sem fólk varö aönjótandi síöast- liðinn mánuö. Búiö yöur því undir vetrarkuldann meö hlýan búning * * & frá * ira * C. B. JULIUS, - Gimli, Man. * & * * * * * Eldavélar Q úr tómu stáli á cþÖ0« Gætiö að! Ekki ódýr eldavél, heldur eldavél sem viö á- byrgjumst aö sé úr tómu stáli. Viö fengum þær með mjög niöursettu veröi og ætlum aö selja yöur þær fyrir þaö. Orö- tak okkar er; Lítill ágóöi, fljót sala. Komiö og finniö okkur. FRASEF?$cLENNOX Phone 4067. 157 Nena St. Cjor. i:ig:in Ave. The Winnipeg Laundry Co. Llmited. Vörumar fást lánaðar, og með vægum borgunarskilmálum. DYERS, CLEANERS & SCOURERS. 261 Nena »t. “Ef þér þurfið aið láta lita eða hreiusa ‘ötin yðar eða láta gera við þau svo þau verði eÍDs og ný af nálinnilþá kallið upp Tel. 9ÖÖ og biðjið um að láta sækja fatnaðinn. Það er sama hvað fíngert efnið er. Gearhart's prjónavélar 1 hinar nýju, eru þær einu, sem prjóna alt, hvort heldur er lykkju- snúið, tvíbandað algengt prjón Við erum útsölu- menn fyrir' þær og óskumeftirað þér. snúið yður til okkar því við getum sparað yður algerlega flutningsgjald frá útsöluhúsunum, Komið eða skrifið til okkar eftir upplýsingum. G A. Vivatson, Svold, N. D. heima í átthögum sínum, en er nú nýfarinn til Kaupmannahafnar aft- ur. Myndir hafa kornið af ýmsum af verkum hans til og frá í útlend- um blöðum. Þegar hann kemur aftur til K.- hafnar fer hann að vinna að líkn- eski af Jónasi Hallgrímssyni, sem ísl stúdentafélögin í Reykjavík og Kaupmannahöfn hafa pantað hjá honum, og keypt verður fyrir sam- skotin, sem undanfarin ár hafa farið fram til þess. Uppkast af þeirri mynd gerði hann hér í sum- ar, en varð þar að fara að miklu leyti eftir fyrirsögn þeirra, sem myndina pöntuðu og var ekki sem bezt ánægður með það. Þessi mynd á að verða líkneski af Jónasi í meir en náttúrlegri stærð, en hann vildi hafa þetta alt á annan veg; taka hugmynd úr einu eða fleirum minnismerkinu. Innan skamms mun Óðinn flytja myndir af sumum verkum Einars. C>að eru fleiri, sem þjáðst af Catarrh í þessum hlutp landsins en af öllum öðrum sjúkdömum sam- anlÖKÖum, og menn héldu til skamsitíma, að sjúk- ddmur þessi væri ólæknandi. Læknar héldu því fram í mörg ár, að það væri staðsýki og viðhöfðu staðsýkislyf, og þegar það dugði ekki, sögðu fþeir svkina ólæknanai. Vísindin hafa nú sannað að Catarrh er víðtækur sjúkddmur og útheimtir því meðhöndlun er taki þaðtil greina. ..Halls Catarrh Cur,“ búið til af F. J. Dheney & Ce., Toledo Ohio er hið eina meðal sem nú ertil. er læknar með þv. að hafa áhrif á allan líkamann. Það tekið inn í 10 dropa til teskeiðar skömtum.það hefir bein áhrif á blóðið, slímhimnurnar og alla líkamsbygginguna, Hundrað dollarar boðnir fyrir hvert tilfelli sem ekki hepnast. Skrifið eftir upplýsingum til F. J. Cheney & Co.. Toledo, O. Til sölu í lyfjabúðum fyrir 750. Halls Family Pills eru beztar. New York Furnishing House Alls konar vörur, sem til hús- búnaðar heyra. Olíudúkur, linoleum, gólfdúk- ar, gólfmottur, gldggatjöld, og myndir, klukkur, lampar, borð, dúkar, rúmstæði, dýnur, rúmteppi, i koddar, dinner sets, toilet sets, þvottavindur og fleira. JOSEPH HEIM. eigandi. Tel. 2590. 247 Port agt ave MUSIK. Viö höfum til sölu alls konar hljóðfæri og söngbækur. Piano. Orgel. Einka.agent- ar fyrir Wheeler & Wilson saumavélar. Edisons hljóðritar, Accordeons og harmo- nikur af ýmsum tegundum. Nýjustu söng- lög og söngbækur ætíð á reiðnm höndum. Biðjið um skrá yfir ioc. söaglögin okkar, Metropolitan Music Co. 537 MAIN ST. Phone 3851. Borgun út í hönd eöa afborganir. ORR. Shea. J. C. Orr, & CO. Plumbing & Heating. 625 WiUiam Ave. Phone 82. Res. 3788. UNITED ELEGTRIC COMPANY, 349 McDermot ave. TELEPHONE 3346- Byggingamenn! Komiö og fáiö hjá okkur áætlanir um alt sem að raflýsingu lýtur. Þaö er ekki víst aö viö séum ódýrastir allra, en engir aörir leysa verkiö betur af hendi. The Winni peg Paint£> OUlss. Co. Ltd. H A M A R K vörugæöanna, lágmark verðsins, er það sem veldur því hvaö húsaviöar verzlunin okkar gengur vel. Ef þér efist þá komið og sjáið hinar miklu birgöir vorar af allskonar viö og fá- ið aö vita um verðiö, Ráöfæriö yð- ur síöan viö einhvern sem vit hefir á, Þetta er sanngjörn uppástunga. Er ekki svo? The Winnipeg Paint & GlassiCo. Ltd. VöruhiSs á horninu á St. Joseph Street og Gertrude Ave. l'ort Kouge. ’Phones: 2750 og 3282. The Olafsson Real Estate Co Room 21 Christie Block. PÁLL M. CLEMENS byggingameist a’ri. Bakbr Block. 468 Main St. WINNIPEO — Lönd og bæjarlóöir til sölu. — 536^ Main st. - Phone 3985 A.S. Bardal selur líkkistur og annast Um ýtfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Telephone 3oG. A.ANDERSON( SKRADDARI, 459 Notre Dame Aye, KARLMANNAFATAEFNI.—Fáein fataefni, sem fást fyrir saDngjarnt verð. Það borgar sig fyrir Islendinga að finna mig áður en þeir kaupa föt eða fata- efni. CANADA NORÐVESTURLANDIÐ Reglur við landtöku. Af öllum sectionum með jafnri tölu, sem tilheyra sambandsstjórninni i Manitoba og Norðvosturlandinu, nema 8 og 26, geia fiölskylduhöfuð og karl- menn 18 ára gamlir eða eldri, tekið sér 160 ekrur fyrir heimilisréttarland, það er að segja, sé landið ekki áður tekið, eða sett til siðu af stjórninni til við- artekju eða ein hvers annars. lanritun. Menn mega skr sig fyrir landinu á þeirri landskrifstofu, sem næst ligg. ui landinu, sem tekið er. Með leyfi innanrikisráðherrans, eða innflutninga- um boðsmarniiB* í Winnipeg, eða næsta Dotrinion landsamboðsmanns get* menn gefið öðrum umboð til þess að skrifa sig fyrir landi. Innritunargjald ið er $10. Hei milisréttar-sky Idur. Samkvæmt núgildandi iögum v<" ða landnemar að uppfylla heimilisrótt • ar skyldur sínar á einhvern af þcjm vegum, sem fram eru teknir í aftir fylgjandi töluliðum, nefnilega: [ij Að bua á iandiau og yrkjalbad aí minsta kostí; í sex mánuði & hverjti ári 1 þrjú. ár. [2] Ef faðir (eða móðir, ef faðinnn er látínn) einhverrar persónu sem hefi rétt til að skrifa sig fyrir heimilisréttarlandi, býr á bújörð í nágrenni við land- ið, sem þvilík persóna hefit skrifað sig fyrir sem boimilisréttar landi, þá getw persónan fullnægt fyrirmælum .aganna, að þvi e. ábúð á landinu snertír áðui en aísalsbréf er veitt fyrir því, á þann hátt að hafa beimili bjá föður sínum eða móður. Ef landnemi hefir fengið afsalsbréf fyrir fiyrri heimilisréttar-bújörj sinni eða skírteini fyrir að afsrlsbréfið verði gefið ut, e sé undirritað í sam- ræmi við fyrirmæli Dominion ÍandLganna, og befir skrifað sig fyrir síðar heimili#réttar bújðrð, þá getur hann fullnægt fyrirmælum laganna, að því er snertir ábúð á landinu (síðari heimilisréttar-bújörðinni) áður en aícAlsbréf sé gefið út, á þann hátt að búa á fyrri heimilisróttar-bújörðinni, ef síðari heim ilisréttar-jörðin er í nánd við fyrri heimilisréttar-jðrðina. (4) Ef landneminn býr að staðaldri á bújörð sem hann á fhefirkeypt tea ið erfðir o. s, frv.] í nánd við heimiusrot6arland það, er hann hefir skrimð shr fyrir þá getur hann fullnægt fvrirmælum laganna, að þvi er ábúð á h«imiu«. réttar-jörðinni snertir, á þann hátt að búa á téðri eignarjðrð sinni (keyptula ndi o. s. frv.) r Beiðni um eignarbréf ætti aðvera gerð strax eftír aðBáiin eru liðin, annaðhvort hjá næsta um- boðsmanni eða hjá Intpector sem sendur er tíl þess að skoða hvað unnið hefir verið á landinu. Sex mánuðum áður verður maður þó að hafa kunngert Dom- inion landa umboðsmanninum í Ottawa það, að hann ætli sér að biðja um eignarréttinn. Leiðbeinin gar. Nýkomnir linnflytjendur fá á innfiytjenda-skrifstofunni í Winnipeg og a ðllum Dominion landaskrifstofum innan Manitoha og Norðvasturlandtíns’ leið- beiningar um það hvar lönd eru ótekin, og allir, sem á þessum skrifstofum vinna veiU innttytjendum, kostnaðarlaust, leiðbeiningar og hjálp tíl þess að ná i löndsem þeim eru geðfeld; ennfremur allar upplýsingar vidvíkjanditímb ur, kola og náma lðgurn. Allar slikar reglugjörðir geta þeir fengið þar nef- ins, einnig geta menn fengið reglugjörðina um stjórnaríönd innan járnbrautar- heltisins I Bntnb Columbia, með því að snúa sér bréflega til ritara innanríkii beildarinnar i Ottawa. innflytjenda-umboðsmannsins í Winnipeg eða til eiu dverra af Dominion landi umboðsmönnum í Manitoba eða Norðvesturlandinu W. W. CORY, iDeputy Minister of tbe Interior, DrG. F. BUSH, L. D.S. TANNLAKNIR. Tennur fyltar og fdregnarl út án sársauka. Fyrir að fylla tönu $1.00 Fyrir aðdraga út tönn 50 Telephone825. 527 Main St. MARKET HOTEL 146 Princess St. á móti markaðnum ElQANDI - P. 0. CONNELL. WINNIPEG. Beztutegnndir af vínfðngum og vindl- maðblynninar o’AA ~ ELDID VID GA8 Ef gasleiðsla er um götuna yðar leið ir félagið pipurnar að götu linunni ókeypis, Tengir gaspípur við eldastór sem keyptar hafa verið að því án þess að setja nokkuð fyrir verkið. GAS RANGE ódýrar, breinlegw. ætíð tíl reiðu. Allar tegundir, $8.00 og þar yfir, K nið og skoðið þær, The WiMÍpeg Eteetric Sl-eet EUiIway C*. G&'íoiáj j.aildin 216 PoKRTACia AVKNUK. ]VÍ, Paulson, 660 Ross Ave., selur Giftingaleyflsbréf »

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.