Lögberg - 14.12.1905, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.12.1905, Blaðsíða 1
Byssur og skotfaeri. Takiö yöur frídag til þess að skjóta andir og andarunga. Viö höfunt vopnin sem með þarf. Við höfura fáeinar byssur til leigu og skotfæri til sölu. i Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main Str. Tetephone 339. Steinolí uofnar, í kveldkulinu er þægilegt að geta haft hlýtt í herberginn sínu. Til þess að geta notið þeirra þaeginda ættuð þer að kaupa hjá okkur steinol- íuofn. Verð $5 00 og þar yfir, Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 63« Main Str. Telephon* 83«. 18. AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 14. Desember 1905. NR.^50 Bannerman's ráöaneytiö. Sir Henry Campbell-Bannerman hefir nú myndað nýtt ráðaneyti á Englandi, og konungurinn fallist á og samþykt ráðaneytismyndun- ina. Þessir menn eru i ráðaneyt- inu:— Ráðaneytisforseti: Sir Henry Campell-Bannerman. Fjármálaráðgjafi: Herbert H- Asquith. Innanríkismála-ráðgj.: Herbert John Gladstone. Utanríkismála-ráðgj.: Sir Ed- ward Grey. Nýlendumála-ráðgj.: Jarlinn af Elgin. Hermála-ráðgj.: Richard Bur- den Haldane. Há-kanslari: Sir Robert Thre- shie Reid. Indlands-ráðgj.: John MorleV. Flotamála-ráðgj.: Bar. Tweed-i mouth. Verzlunarmála-ráðgj.: David 'Lloyd-George. Stjórnarnefndar-form.: John Burns. Skotlands-ráðgj.: John Sin- clair. Akuryrkjumála-ráðgj.: Carr- ington jarl. Póstmála-ráðgj.: Sidney Char- les Buxton. írlands-ráðgj.: James Bryce. Stjórnarráðs-forseti: Jarlinn af Crewe. Innsiglis-ráðgj.: Markgreifinn af Ripon. Mentamála-ráðgj.: Austin Bir- rell. Ráðgjafi fyrir hertogadæmið Lancaster: Sir Henry Hartley Fowler. Myndun ráðaneytisins þykir hafa tekist sérlega vel. því eitit hundraö þúsund tons af járnbrautarteinum i hina fyrir- huguðu tvöföldu sporbraut á milli Winnipeg og Fort Willíam. Verða brautarteinarnir , fluttir til Fort William vatnaleið jafnskjótt og ísa leysir í vor. Kóreubúar virðast ekki vera mjög upp með sér, eöa ánægðir yfir því, að vera nú komnir undir verndarskjól Japansmanna. Ýms- ir hinna fyrverandi æðstu embætt- ismanna í Korea hafa nú tekið til þeirra örþrifráða að ráða sjálfum sér bana, í þyí skyni að mótmæla á þann hátt yfirráðum Japans- manna. Ókyrð mikil er alls staðar í landinu og viðbúið að landslýð- urinn muni hefja uppreist gegn Japansmönnum Þegar minst varir. fylkisformaðurinn hafi lofað að I Með kærri kveðju til kunningj- bera fé á hann til fylgis sér og á- anna i Pipestonebygð hrifa. Alt útlit á, að ritstjóri þessi verði sekur fundinn, eftir því sem fram hefir komið i málinu. Forseti Frakklands, Lo'ubet,kvað eigi ætla að taka kosningu þó æskt ytði. Hann ætlar að hætta a* gefa sig vi« öllum stjórnmilum, eftir að forsetiatími hans er út- runninn, og lifa í friði og spefcf. það sem eftir er lífdaganna. A. Guöjónsson.. „Sál Tapana. Bæjarstjó rnar-kosningarnar. Tollmála-stríð virðist vera í þann veginn að byrja á milli Bandaríkjanna og Þýzkalands. — Til þessa hefir sá samningur verið í gildi á milli þessara þjóða, að hver hefir vilnað annarri í hvað toll á ýmsum vörum snerti. En nú hefir þýzka stjórnin látið stjórnina í Washington vita, að h|ún ekki óski að endurnýja samninginn, þó óskir í þá átt hafi komið frá B. - ríkjamönnum. Fréttir. Nýlega hafa borist frettir um mikinn gullfund í Wabigoon hér- aðinu í Ontario. Er náman sögð miklu auðugri að gulli og öðrum málmum, en áður eru dæmi til þar um slóðir. Meira stormviðri og sjógangur en menn muna dæmi til i síðas-tlið- in þrjátíu ár geisaði kring um strendur Nova Scotia, einkum í grend við Cape Breton, á sunnu- daginn og mánudaginn var. Þar brotnaði fjöldi fiskiskipa og húsa, er stóðu nálægt sjó, en manntjón v-.rð c!;kert. Kosningar til bæjarstjórnar hér í Winnipeg, á þriðjudaginn var, lyktfuðu þannig, að Thos. Sharpe var kosdnn til borgastjóra í þriðja sinn með 1,129 atkvæðum fram yfir gagnsækjanda sinn, John Ar- buthnot, fyrverandi borgarstjóra; Fyrir bæjarfulltrúa voru kosnir: í 1. kjörd. C. Campbell, endurk. I 2. kjord. J. R Wynne, endurk. í 3. kjörd. A. H. Pulford í 4. kjörd. A. T. Davidson. í 5. kjörd. A. A. McArjíhur. í 6. kjörd. F. J. C. Cox, ; í skólanefndina voru kosnir:— G W. Donald í 2. kjörd. og Dun- can Sinclair í 3. kjörd. Margar bækur hafa verið ritað- ar hin síðastliðnu ár um þjóðern- ishætti, sögu og lífsskoöanir Jap- ' Syngja þeir oftlega sviplík kvæði ana. Skulu hér tilfærðar fáeinar og Ragnar Loðbrók: fyrir land sitt og lávarð eru þeir allra manna vopndjarfastir og á- valt fúsari að falla og láta lif sitt, en bíða ósigur. Það er trú þeirra, að meir en tólf fylkingar forfeðra þeirra sé sjónarvottar að íramgóngu þeirra, þótt orðnir séu að dufti fyrir öldum siðan. Fréttabréf. Des. 1905. Hálf önnur miljón punda smjörs hefir í sumar verið framleidd á smjörgerðarstofnunum í Alberta. Tuttugu og átta eru þær stofnanir alls nú í því fylki. Átta grímuklæddir menn komu til smábæjarins Reading í Massa- chusetts á laugardaginn var og tóku fasta tva lögreglumenn er á veröi voru þar á aðalstrætinu. Síð- an fóru þeir og brutu upp banka- hús bæjarins, sprengdu upp pen- inga^kápínn ogj stálu þaðan all- rmiklu af peningum. Nokknfm skammbyssuskotum skutu þeir á bæjarmenn, sem hefta vildu för þeirra, er þeir lögðu á stað aftur, en enginn hlaut þo bana í þeim viðskiftum. Fyrra miðvikudag, hinn 7. þ.m., varð járnbrautarslys á Can. Pac. járnbrautinni, milli Minnedosa og Brandon, nálægt Rabid City. Þar meiddust margir farþeganna tölu- vert, og fjórir þeirra að minsta kosti svo mikið, að (tvísýnt þykir hvort þeir muni lifa það af. Hækkun tolla á Þýzkalandi er útlit fyrir að verði gífurleg, því aö ríkið er skuldum vafið.sem leið- ir af hinum mikla herkostnaði o.fl. Ariö 1875 var ríkið skuldlaust, en nú eru skuldirnar 875 miljónir, sem af er krafist 25 milj. vaxta. Margir af helztu ráðgjöfunum á Rússlandi treystast nú ekki til að fylgja Witte að endurbótunum, er hann vill koma á þar í landi í ýmsum, eða flestöllum, greinum. Segja þeir nú af sér, hver á eftir óðrum, og leikur enda jafnvel sá orðrómur á, að Witte sjálfur sé farinn að gugna og örvænta um að hann muni fá miklu til leiðar komið til þess að bæ,ta hin mörgu og stóru mein rússnesku þjóðar- innar. Myrtur hefir verið fyrverandi hermálaráðgjafi Rússlands, Saka- roff herforingi. Kona nokkur óskaði eftir að fá að tala við her- foringjann, fékk aðgönguleyfi og heilsaði upp á hann með þremur skambyssuskotum, sem riðu hon- um að fullu. Hún var tekin föst þegar í stað, og er sagt hún til- heyri þeim flokki uppreistarmanna er nefnir sig „fylkinguna fljúg- andi." Kverkaskurður var gerður á leikJiússitjóra einum i Chicago og skorin úr honum tungan upp við kok. Orsök var krabbamein í tungunni, sem kent er að stafað hafi af of miklum reykingum. Unnvörpum flytja Rússlands Gy^ingar til Ameríku. Nýlega fluttí línuskipið Patricia 200 af þeim á þriðja farrúmi til New York. Enginn griðastaður fyrir þá á Rússlandi. í örði er að ný járnbraut verði lögð frá Portage la Prairie um Westbourne og þaðan í norður meðfram Manitobavatni að ves^an verðu. Skipunarbréf hefir Scott stjórn- arformaður í Saskatchewan feng- ið út gefið, til að láta taka fastan Gert hefir Can. Pac. járnbraut- ritstjóra blaðsins „Standard" í arfélagið samning viö félag eitt í Regina, og er sökjn meinsæri, út Bandaríkjunum um að kaupa af af þeim framburði ritstjórans, að Winnipeg, Kæra Lögberg! Þar eð eg er nýbúinn að ferð- ast vestur í Pipestone-bygð, bið eg blaðið að færa Pipestone-búum bezta þakklæti frá mér, fyrir góð- ar viðtökur og alla gestrisri mér sýnda, þar vestra. Mér er það mikið gleðiefni, að geta frætt lesendur Lögb., einkum þá af þeim, er héldu því fram, að að þetta landsvæði væri öðrum ó- vænlegra til búsetu fátækum mönnum, að þeim hefir mjög skjátlast í því efni. Reyndin hefir sem sé orðið sú, að Pipestonebygð hefir á stuttum tíma komist í flokk beztu og fram- faramestu bygða íslendinga. Járn brautir þrjár liggja nú yfir bygð- ina. Liggur ein brautin um miðju nýlendunnar, alla leið vestur til Regina. önnur þeirra frá Reston 60 mílur norður í land. Báðar þessar brautir á C. P. R. félagið. Þriðju brautina er Can. Northern a8 byggja frá Harthey vestur í land. Sú braut á að leggjast sunnan við Islendinga. Uppsbera hefði orðið með lang- mesta móti þar í bygð í sumar, hefði haglið eigi komið og skemt hana. Hvergi sá eg torfbýlin, er þar voru bygð, þegar fyrsí voru num- in þar lönd, en í þeirra stað sá eg stór og reisuleg timburhús, einna mest og myndarlegust hjá Jóni Halldórssyni og Albert Guðmunds syni. Landeignir eru komnar í býsna hátt verð þarna vestur frá, ekran 12—15 dollara af óunnu landi. Þreskivélar eru þar mjög víða. Suðurbyggjar eiga þreskivél og þneskja fyrir þann hluta bygðar- innar. Sömuleiðis eiga Bardals- bræður þreskivél og þreskja fyrir sambygðarmenn sína. Er bygð- in því komin talsvert vel á veg í þessu efni. Ekki vantar giftingarhuginn í fólkið þarna vestur frá. Fimm lausamanna kvæn/tust af í'slend- ingum í Pipestonebygð í sumar, og má það. telja ólastanlegt á- framhald. Hefðu þeir ekki gert þaö fyrri part sumarsins, mundi bygðin hafa hlotið litlar skemdir af hagl- inu, því það hefði alt bráðnað af ástarhitanum. greimr ur nýjustu ritum þeirra, sem bezt þykjast þekkja þessa bráðgáfuðu og tápmiklu þjóð. Hvað trúarbrögð snertir, er aðal- tiú Japana hinn svonefndi „sjin- toismus". Það er forn trú og marg-endurbætt; var hún upphaf- lega einskonar náttúru- og feðra- dýrkun, en smásaman fékk hún heirrispekis og siðgæðisblæ. Næst er Búddatrúin almenn í landmu, en þó er mælt að hin trúin sé oft- ast undirlagið, og slíkt hið sama gildir um kenningar þeirra Kon- fúcíuss og Mencíuss, sem flestir Japanar þekkja. En eru margir Japanar, sem ýmist eru kristnir eða þekkja og heiðra kris-tin fræði. Svo segja flestir, að yfir- náíttúrleg fræði eða opinberanir annarra þjóða en þeirra sjálfra fái litla áheyrn hjá þeim, en siða- speki og mannfræði sé þeim vel- komin hvaðan sem komi. Þeir þykja og yfirleitt vera siðfræðing- ar miklu meiri en trúmenn, eins og flestar aðrar þjóöir en þeir og Kínv. kalla. Jap. háskólamaður, Inazo Nitobe að nafni, segir að hin mikla endurfæðing Japana 'sé mörgum tildrögum að þakka, en engum fremur en fræðum þeim er Búsjídó kallast, og menn hafa nefnt „sál Japans" eða Japana. Itvp8 er'Búsjídó? Fræðin eru kend við Búsjí, en svo hét hin forna riddarastétt Japana, en aðr- ir kalla hana Samúra. Sú stótt samdi sér snemma lög og lífs- reglur og bundu við líf 'sitt og diengskap að halda. Þeim lög- um fylgdu lengi nokkrar öfgar,og var helzt þeirra hin svo nefnda „seppúkú", reglur sem ákváðu hvenær og hvernig menn skyldu •t'aka sjálfir af sér lífið. Nú em flestar þær öfgar lagðar niður og hin forn-helgu siðalög eru nú svo endurbætt, aukin og fullkomnuð, að þau eru siðafræði í óllu land- inu, og kend í öllum skólum. Eru þar samankomin boðorð og lífs- speki nálega allra heimsins trúar- bragða, og kristindómsins ekki sízt, og þó segja Japanar, að þeirri siðbók sé síður en ekki lok- ið, en segja þeir svo, að þjóðirn- ar séu flestar enn á æskuskeiði, sé fyrir því' einsætt að bíða og þ'reyja, taka feginsl^endi við. hyerju nýju, sem finst eða fram- býðst, hvaðan sem aðfengið kunni að vera, en binda engin fræði svo fást, að hvergi megi bótum að konia, ef þess þurfi. Eru Japanar sú þjóð, sfem öllum taka fram að umburðarlyndi. Sjálfa sig meta Japanar, nálega án undantekning- ar, minna en þjóð sína og ættjórð. Mannorð og drengskapur eru þeim helgari orð en guðanna sjálfra. Margir Japanar eru anda- trúar (spírístistarj og trúa ódauð leik sálarinnar á sinn hátt, og þykir sú fræði torskilin nokkuð á \'esturlöndum. Guð er þeim sama sem þaö vald s'em viðheldur alheiminum, sem hans betri mað- ur eða íbúandi siðavald. Að óðru leyti kenna þeir Karma, þ. e. um- bun og hegning annars heims fyr- ir lífsbreytni, og eru alkunnir trú- menn á endurburð sálnanna(sálna flakk). Öðrum trúarfræðum halda þeir ekki til streytu, enda þekkja ekki aðra sáluhjálp en heilagt líf- erni, og segja það endi í Hirvana. Það er ástríðulatrs tilvera sálar- innar oftast fyrst eftir dauðann. Þegar Japanar ganga í „Glaðir skulum öl með ásum í öndvegi drekka" og „Lífs eru liðnar stundir; hlæjandi skulum deyja." Matth. Jochumsson. —Gjallarhorn. aðan rakhníf, og veitt sér þenna áverka. Maðurinn var mjög að- fram kominn af sárum þessum og lézt eftir þriggja daga legu. Lög- reglan hefir höndlað illmenni þaS er á hann réðist og bíður hann dóms í fangelsi. P Ur bænum. Samkvæmt auglýsingu í f. blaði um dansleik Islendinga á annan í nýári er í óða önn verið að undir- búa samkomuna. Nefnd hefir verið kosin til að hrinda þessu á- formi fram; í henni eru: S. W. Melsteð, F. Stephenson, J. K. Johnson, Sk. Hall, Dr. Ó. Björn- son, Charl. Vopni, T. Gillies, J. Laxdal, J. G. Snidal, S. Björns- son, Chas. Clemens, G. Sigurðs- son. Boðsbréf verða út send.eftir því sem frekast verður við komið, en þar sem engar nafnaskrár eru við hendina, er eigi að búast við að nefndin geti náð til allra með boðsbréfi, en það skal tekið fram eftir ósk nefndarinnar, að a 11 i r íslendingar eru velkomnir, og fagnað skal þeim eftir föngum. Nefndin heldur fund á fimtudag- inn kemur kl. 8.30 e. m., að 650 Wjlliam ave, og óskar eftjir að scni flestir þessari samkomu sinn- andi láti sjá sig þar. Aðgöngu- miðar 'fást hjá nefndinni og sömu leiðis við innganginn samkomu- kveldið, og kostar fyrir hvern karlmann ásamt með ótiltekinni kvennafjöld $1.50. Ágætis kveld- verður ef um er beðið. T. Wilson, féhirðir New York Life félagsins. Kæri herra! Nú samstundis hefi eg veitt móttöku $6,992.00 frá New York Life lífsábyrgðarfélaginu,sem var var full borgun á $5,000 lífsá- byrgð mannsins mín «41., L. S, Roberlfs. að viðlagðri þeirri upp- $1,992, sem hann hafði borgað fé- laginu frá byrjun. Dánarkrafan var send félaginu hinn 27. Okt. síðastliðinn og peningarnir send- ir áleiðis til min fjórum dögum síðar. Cora B. Roberts. Vatnslœkning við harðlífi. Drekki maður eina mörk af heitu vatni hálfri stundu fyrir morgunmat, heldur það innyfiun- unum í góðri reglu. Áhrifamikil hreinsunarmeðul ættu menn að forðast. Þegar hreinsunarmeðala þarf með þá skal brúka Chamber- lain's Stomach and Liver Tablets. Þær skemma ekki en hafa hin beztu áhrif. Til sölu hjá kaup- mönnum. Gullmiður og gimsteinasali, hr. Th. Johnson, 292^ Main st. hefir ui>draverð ógrynni af alls kona,r heppilegum og fáséðum jólagjöf- um, sem hann óskar eftir, að menn geri svo vel og líti á, áður en þeir festa kaup annars staðar. —Ef menn langar til að kynnast öllum þeim margvíslegu d>-rgrip- um, sem þar eru á boðstólum, fyr- irhafnarlítið, þurfa menn að eins aö líta á auglýsinguna, sem um þá stendur í þessu blaði. Hér með viðurkennist, að eg hefi meðtekið $1,000 í peningum frá kvenstúku Foresjter félagsins „Fjallkonan". Konan mín sáluga var í stúku þessari. Og votta eg hér með stúkunni þakklæti fyrir greið skil á fénu.—Það er sann- færing mín að sem flestar íslenzk- ai konur æftu að fylla hóp þeirra ísl. kvenna, sem mynda stúkil þessa. Winnipeg, 11. Desember 1905. Bcncdikt Clcftnensson. Framvegis tökum við að okkur að sauma bæði drengjaföt og all- an kvenfatnað. Sömuleiðis saum og aðgerð á loðfatnaði gerum við ódýrara en aðrir. Við vonum, að gera alla ánægða. Komið og reynið verkstæðið okkar, það er á Simcoe 790 Halldóra Sveinsson, Anna Steinsson. Reynið, og þá munuð þið sann- færas/t um, að við höfum ætíð á reiðum höndum eins góðar og ó- dýrar vörur og aðrir kjötsalar. Sérstaklega höfum við ger t okk- ur far um, að viða að okkur mikl- ar birgðir af hinu bezta og ljúf- fengasta jólakjöti; meðal annars hangið sauðakjöt, einkar bragð- gott, og margar tegundir af a'i- fuglakjöti. Enn fremur egg og smjör, með lægra verði en nokk- urs staðar er fáanlegt hjá öðum. —Nautakjöt í „kvörtum" af allra bezt'u tegund, „uppskorið", seljum við fvrir líkt verð og þið borgiö fyrir lélegt frosið kjöt annarsstað- ar. — Komið og sjáið okkur áður en þið festið kaup hjá öðrum. Virðingarfylst, EGGERTSON & HINRIKSON Cor Victor & Wellingiton. Æði ferlega sjón bar fyrir augu þeirra, sem snemma voru á ferli fösíurlagsmorguninn næstliðinn á Main st. skamt frá Higgins ave. Þar æddi hálfnakinn svertingi út úr Zimmerman „blockinni" flak- andi í sárum, hrópandi á mann- hjálp og kvaðst að dauða kominn. Brátt tókst að ná í lækni og binda um stærstu sárin og því næst var hann fluttur í sk}-ndingu á sjúkra- húsið. Eftir að hann hafði náð sér lítið eitt, skýrði hann frá því, að hann væri ökumaður og héti W. M. Cooper, og um morgun- inn hefði ruðst lnn í herbergi sitt blókkumaður, Henry S. Clay að nafni, sem verið hefir rakari hér í bænum með köflum og áður að illu þektur. Kvað hann rakarann orustu hafa ráðisrf: að sér í rúminu, vopn- Xýkomnar bækur í bókaverzl- un H. S. Rardals:— Björnstjerne Björnson, eftir O. P. Monrad .. $0 40 Sambanilici við framliðna E.H 15 Litla sálmaókin........65 og 80 Passíusálmar H.P. . .40, 60 og 80 Mannkynssaga P.M. i b.....1 20 Matth." Joch. IV.......... Páls Jónssonar .......... 75 Austrasögur:— Bjarnargreifinn........ 75 Tvöfalt hjónaband...... 35 Huldufólkssögur........ 50 Æfisaga Karls Magnúss . . 70 Andatrú, með myndum, í b Emil J. Ahrén........1 00 Ferðaminn,ingar með myndum í b., eftir G. Magn. skáld 1 00 70 ára minning Matth. Joch. 40 Rímur af Hálfdani Brönu- fóstra................ 30 Æfinintýriö Jóhönnuraunir 20

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.