Lögberg - 21.12.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.12.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1905 pgberj er geflS út hvern flmtudag af Tlie Ixigberg Printing & Publishing Co„ (löggilt), aö Cor. William Ave og Nena St„ Winnipeg, Man. — Kostar J2.00 um 4ri5 (&. Islandi 6 kr.) — Borgist fyrirfram. Elnstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St„ Winnipeg, Man. — Sub- scriptlon price »2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJðRNSSON, Kditor. M. PAULSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar I eitt skiftl 25 cent fyrir 1 þml.. A stærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskiftl kaupenda verður a5 tllkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslust. blaðs- ins er: The LÖGBKIIG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjörans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaöi ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er I skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að ttlkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvlslegum tilgangi. Landnám í Vestur-Canada. Aldrei hefir aðsókh landnámsA manna veriö jafn mikil til Vestur- landsins, og í ár, og aldrei álitiö meira á þvi og sterkari fullvissan, uin ótvíræöa uppgangs-von, þessa víðlenda kostalands, sem enn þá getur tekið á móti þúsundum manna, á þú'sund ofan í skaut sitt, veftt þeirn ágætis aðsetur, og látið þeim liða vel. Skýrslurnar fyrir síðasta fjár- hagsár, sem endaði 30. Júni næstl., sýna ljóslega, að <eigi er ofsögum sagt af því, að landið gangi i augu manna, því að á nefndu ári1 fluttu hingað fil Vest- ur-Canadai 15,140 manna, til að setjast hér að.nema lönd og kaupa, alt eftir atvikum og kringumstæð- um. Af þessari fólksmergð voru 46,210 frá Evrópu, 46,372 frá Bandaríkjunum og 22,559 frá Austur-Canada. Siðan höfum vér eigi skýrslur, nema yfir fjóra mán- uðina fyrstu, af yfirstandandi fjár- hag^ári, nfl. Júlí, Ágúst, Sept. og Oltí. og sýna þær, að á þeim fjögra mánaða tíma liafa til Vest- urlandsins flutt 46,474 innflytj- enda. Evrópumenn voru 10,984 aí þeim, 25,442 Bandaríkjainenn og 10,048 frá Aus.tur-Canada. Sagðir voru 14, 785 að hafi ætlað .að setjast að í Manitoba og 12, ý 461 að flytja vestur í nýju fylkin Alberta og Saskatchewan. Stjórnin hefir á allan hátt reynt að greiða fyrir innflutningnum og með margskonar umbótum, hefir hún lagt kapp á, að fá hið frjósama Vesturland numið og ræktað, svo að þaif gæti borið á- vöxt, einstakiinguntim og allri þjóðinni til happs og heilla. Ennfremur hefir innflytjenda stjómardeild'in lagt sinn skerf til •ómældan, að hlynna að innflutn- íngum eftir mætti, enda hefir hún fengið stórar þakkir, víðsvegar að, fyrir framkomu sína á liðandi ári, sem og oft áöur fyrri. Henni hefir líka i ár heppnast langt yfir vonir fram, að leysa af hendi mikilvægt starf, sem öll stórmenni og mann- vinir Evrópu þakka henni og lofa hana fyrir, og það að maklegleik- um. Innflytjenda stjórnar-deildin hefir gert út menn með ærnum kostnaði til að leiðbeina flokkþm fólks veaíur um haf bæði frá Bret- landi, Frakklandi, Þýzkalandi, Norðurlöndtun, íslandi og víðs- vegar annarstaðar frá, úr Norður- álfu heims. Allmikill hluti af þessu fólkí hefir verið verið blá- íátækur, vonlaus og þróttlaus orðinn af erfiðum lífskjörum, og ótrú á framtíð sína, þar sem hann var. — Þessir menn hafa verið litils virði, bæði sjálfum sér og þar sem þeir áttu heima, og því sannarleg velgjörð að koma þeim undir breyttar kring- umstæður, og gagnstæð lífskjör einhver staðar annarstaðar, til að reyna * að rétta þá við, hrífa þá upp úr kviksyndi dáðleysis og dreyfðar ,og hrinda þeim fram á skeiðvöll þann, er hér stendur op- ínn hverium þrÍM, sun nota vill hönd sína og heila til að bjarga sér, og komast áfram og veröa nýtur maður bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Þessum mönnum hefir verið fvlgt alla leið frá heimkynnum þeirra yfir Atlanzhafið og gegn- um Austur-Canada og hingað til Vefíur-landsins. Hér hafa þeir fengið ágætis lönd gegn sama sem engu iðgjaldi, og þúsundum sam- an liafa þeir reist hér blómleg bú á ótrúlega stuttum tíma; farsæld, velmegun og fagrar fram- tíðarvonir ríkja nú í huga þeirra og híbýlum í stað vonleysis, ör- birgðar og ótrú á lífið og sjálfa sig, sem þeir höfðu áður við að búa. Ef það *r ekki1 velgjömingur, að stuðla að þjv'í, að koma mönnum í slíkar kringum- stæður, er áiður hafa búið við eymd og volæði, þá er ómögulegt fyrir nokkra stjórn að gera nokkr- um einstaklingi þægt verk. Af þessu má Canada stjórnin hrósa sér, þetta er hennar verk i þessu máli, sem aldrei verður hrakið, hvað sem ófróðir og ofstækisfull- ir þröngsýnismenn, sem eigi fvlgjast með í þjóðframförum, og hanga vilja alt af í sömu horrim- inni, kunna að segja bæði heima á íslandi og annarstaðar, en sem betur fer fara þeir með hverju ári fækkandi, því að framfarirnar og velmegunin hér vestra mælir svo með sér sjálf, þegar tillit er tek;- ið til hins mikla innflytjenda- stratims að efasemdir og ófróðra manna hjal um erfiða afkomu hér, hlýtur að falla máttvana til jarð- ar. ------o------- ToIImála-endurskoðunin. Þar sem tollmálin að sjálfsögðu vcerða eitt af fyrstu málunum á dagskrá næsta. þjóðþingis, virðist eigi óviðurkvæmilegt að minnast nokkuð á endurskoðun þeirra, sem þar til kjörin nefnd af stjórnhini hefir nú með höndum. Svo má heita, að tollmála-fyrir- komulagið hafi í öllum aðal-atrið- um haldist óbreytt síðan árið 1897 —98, að hin minnisstæða endurbót var gerð af LauriecJstjórninni, lögtekitin forgangs (preferential) tollurinn fyrir brezka veldið og hinar miklu umbætur gerða-r í landinu, með hnekking allra ein- okunar og ófrelsis sambanda, sem áður höfðu klemt vrzlunarmálin í járnklær sín, og höfðu það að markmiði að undiroka og eyði- legRJa aHa frjálslega samkepnr. Siðan hefir öllu fleygt fram í Canada; í iðnaði og akuryrkjur rækt hefir landið á síðustu árum stigið svo stórum fetum fram, að vart munu þess dæmi finnast í sqgu nokkurrar þjóðar. Þessi feikimikli mismunur á ástandinu, sem er og því, er var, gerir það bersýnílega nauðsynlegt aö ná- kvæm a/thugun tollmálanna fari fram, og umbætur verði gerðar samsvarandi farmförunum. Þetta sá stjórnin og því valdi hún þessa nefnd, og fól henni að gera endur- bótatillögur þær sem hún áliti heppilegastar, eftir nákvæma at- hugun málanna víðsvegar um land alt. í þessari nefnd eru: fjármála- ráðgjafi Fielding,f fyrv.) verzlun- armálaráðgjafi Sir Richard Cart— wright og tollmálastjóri Patterson. Þær tegundir tolla, sem til at- hugunar koma, og nefndin byggir "tillögur sínar á, eru hámarks- lágtnarks og forgengistollurinn við brezka veldið. Hámarkstollinum verður að eins beitt gegn þjóðum,sem eru svæsn- ir andstæðingar Canada í verzlun- ar-pólitík, eða gera verzlunarskifti lítt möguleg sakir geysihárrar tollálögu, enda er eigi nema nátt- úrlegt, að þeim þjóðum sé gert erfiðara fyrir með innflutning á vörum sínum.heldur en hinum,sem mæta oss á miðri leið með rétt- mætum og sanngjörnum skilmál- um. Við þær þjóðir, sem æskja verzlunarvfðskifta vorra, og sjálf- ar fylgja lágmarksstefnunni í toll- lögum, kemur okkar lámarkstoll- ur til greina; er hann áætlaður á- líka hár og sá, sem nú er. Forgangstollurinn gildir eins og áður að eins fyrir Bretland og þær nýlendttr hins brezka veldis, sem veita vilja Canada lík hlunn- indi. Á þessum grundvelli er ætlan nefndarinnar að semja umbótatil- lögur sinar, og verður því eigi neitað að vel er með málunum farið, og sanngjarnlega. Og þó að hámarkstolli sé beitt gegn þeim þjóðum, sem sýnilegast vilja engin verzlunarmök við Canada eiga, er það langt frá því að stigjC sé nokkurt spor í afturhaldsátt, held- ttr ntiklu fremur er það framfara- spor til að reisa skorður gegn því, að erlendir andstæðingar okri á landinu voru. Upplýsingar þær og athuganír. sem nefndin hefir gert í Vestur- landinu, gera það mjög svo liklegt, að tollur á öllum akuryrkjuverk- færum verði niður færður að tölu- vcrðum mun. Ekki er enn þá hægt að segja um það, hvc hár hámarkstollur inn verður, en útlit er fyrir að hann fari alt að því 25 prct. upp fyric lágmarkstollhæðina. — Eft- ir því sem nú liggur fyrir, er eigi líklegt, að víða þurfi að beita hon- ttm, og þær þjóðir, sem á honuin kenna, binda sér þann bagga sjálfar með þröngsýni og þver- gyrðingsskap í verzlunarsökum, því að Canada mun aldrei fara hærra í tollalögum en nein önnur þjóð, er það á skifti við. Hátollurinn er sjáanlega stílað- ur aðallega gegn „ultra protec- tional“ löndttnum Bandaríkjunum og Þýzkalandi, og þó að líkindum fremur til hins fyrnefnda ríkisins, þvi að þrátt fyrir itrekaðar til- raunir bæði í ríkintt sjálfu, og enn fremur af hendi stjórnarinnar í Ottawa, hefir Washington-stjórn- in með engu móti verið fáanleg til að slaka til á tollhæðartauginni, og engir þolanlegir sa;: ningar hafa þaðan verið fáanlegir. Hún hugsar um sig stjórnin sú, og heimtar alt að þvi helmingi hærri toll af cana- diskum vörum, en tekið er af Bandaríkjavörum í Canada Það er þessi þrautseigja Wash- ingtonstjómarinnar við hátollana, sem gerir Canada ómögulegt ann- að, en grípa til þeirra örþrifráða, aftur á móti, og gjalda líku líkt, þó aldrei verði jafn langt gengið frá þess hendi, enda alls eigi óliklegt, ef næsta Bandaríkjaþing stigi eitt- hvert spor í jafnaðaráttina, að sant komulag komist á, svo að aldrei þylrfti ul þessa hámarkstolls að. taka. -------0------ Hreint loft og heilbrigöi. Það eru flestir, sem eru fullvissir um það, að gott sé og heilbrigðis- legt, að nærast á kjarngóðri og kraftmiklu, fæði, en þó að það sé mikilsvert atriði til viðhalds góðri heilsu, þá er samt eigi alt þar með fengið. Það er til annar stór og atkvæðamikili liður,í viðhaldi heil- brigði líkamans, sem mönnum er því miður svo hætt við að gleyma, og það er: háilnœmt andrúmsloft. Hreina loftið er líkamanum engu síður nauðsynlegt, en fæðan. Það endurnærir og uppbyggir hann, og færir honum þau efni (lífsloftið o. fl.), sem enginn getur lifað án. Slæmt loft, aftur a móti, er nteira og minna blandað kolsýru, og öðr- um óheilnætnum efniun, setn lík- amanum eru beinlínis skaðleg, og það er mönnum aldrei of ríkt á huga, en alt of margir hirðulausir um, hvort það er gott eða vont loft sem þeir anda að sér. — Hugsun- arlaust hrúgast fjöldi fólks, oft dg tíðum saman, , einkum á vetrum, í örsmáum herbergjum, þar sem engin smuga er á fyrir hreint loft inn 4ð komast. Hér í Winnipeg t. d. hafa eftir- litsmenn í heilbrigðismálum, fund- ið t smáhúsum í haust, eigi stærri en 15 feta breiðum og 18 feta löng um, 20 íbúa, sem hafa hniprað sig saman í þessum krubbum, og víða þessu líkt, þó þetta sé ein með dökkustu hliðunutn. — Lifáloftið (súrefnið) eyðist skjótt í slíkum vistarverum,en kolsýruloftið ,verð- ur svo magnað og yfirgnæfandi, að þungar sóttir hafa eigi óspald- an kviknað innan slíkra veggja. Þess vegna er svo afar nauðsyn- legt fyrir alla, sem húsum hafa að ráða að ætla eigi of lítið húsrými fyrir íbúana, og í annan stað, að haþa heppilegan útbúnað og engu síður reglu á því, að láta sem oft- ast hreina loftstrauma leika um híbýli sín. En slíkir hreinir loft- straumar eru mörgum sérlega hvimleiðir, og næsta erfitt að sann færa sumt fólk um nytsemi þerra, jafnvel þó auðsæ skaðvænisdæmi af óhreinu lofti séu! við hendina. En þar sem hreina loftið er einn (tf hyrningarsteinum heilbrigðinn- ar, þá er líka nauðsynlegt að lík- aminn fái sem mest af þvi sér til viðhalds. Allir, sem meta og vernda vilja heilsu sína, ættu því að venja sig á að draga djúpt and- ann úti í hreinu lofti. Það þenur út lungun, styrkir þau og stælir, eins og hvert annað líffæri, sem æft er hæfilega og á réttan hátt, enda fer eigi hjá því, að þeir, sem gera sér þetta að reglu, fá að nokkrum tíma liðmun bæði hraust og hvelft brjóst, sem getur stað- ist ýms áföll og skaðvæna sjúk- dóma, t. d. lungnatæringuna, sem veikbrystingar þola ekki. Frægur læknir einn hefir sagt, að svo liti út, sem margt fólk ekki nenti að anda —og því miður hefir hann ntikið til síns máls. Það er alt of alment að sjá menn ganga nteð bakið út en brjóstið inn, af því menn eins og hafa ekki dug eða dáð í sér, til þess að draga að sér lofíið, nenta svo að þeir hálf- fylla Iungun með því. Vaninn og loftskorturinh beygir þá saman, ur veikt brjóst, og tíðura tæring eða aðrir lungnasjúkdómar, sem drepa menn fyrir tímann.—Marga skortir þekking til að gæta þessa, og enn aðra brestur kærusemi og hugsun á því. Hvorttveggja er ilt, en út kemur það sama. Nýlega hefir það verið haft að spaugsyrði heima á Fróni, t sam- bandi við loftskeytasendingar Mar coni, að fara ætti að leggja höml- ur á notkun loftsins, og þykir þar heldur ójafnaðar kenna, en eitt er víst, og það er það, að hefði fólk þurft að borga fyrir loftið, sem það andar að sér, þá mundi enginn hafa efast um nytsemi þess, og líklega margur dregið djúpt and- ann, en af því það er frítt af guði gefið, virðist það fremur vefjast fyrir mönnum, að skilja og meta gildi þess, og færa sér það í nyt á réttan hátt. Hreint ioft hefir örfandi og end- urnærandi áhrif á taugakerfið og heilann, dómgreindin skerpist og nýjar hugsanir, áðttr fólgnar, leið- ast frant úr djúpi sálarinnar. Það er ómetanleg uppsprettu- lind heilnæmis og hreysti. Fréttabréí. Spanish Fork, Utah, 4. Des. 1905. Herra ritstjóri:— Eg held eg verði nú að ráðast í, að senda þér fáar línur, og reyna að skýra frá því helzta, sem skeð hefir síðan héðan var ritað sein- ast, en það er nú samt ekki mikið, þvi yfir höfuð er stórtíðindalítið í héraði voru. Tíðarfarið hefir verið hér hið mesta öndvegi í alt heust; gekk því öll haustvinna í bezta lagi. —Heilsufar er gott, og líðan fólks í fremur góðu lagi.— Fyrsti snjór á þessum vetri' féll hér hinn 30. f. m., að eins lítið föl um láglendi, en falsvert meira til fjalla; en frost og kuldi er því nær enginn. Pólitík eða kosningamálefni heyrast nú ekki nefnd á nafn. Hjá löndum vorum ber ekkert sérátakt til tíðinda, sem í frásögn er færandi; þó mætti, held eg, geta þess, að það hefir kontið eitthvað ti'l orða að hér yrði haldin mikils- háttar santkoma ttm ntiðjan vetur; nokkurs konar Þorrablót,'þó litið af þessleiðis verði haft um hönd, þyí þeir sem standa aðallega fyrir þessu, eru vel kristnir rnenn, qg hafa aldrei blótað neinu, að því er vér framast vitum, og gerum vér því ekki ráð fyrir, að þetta verði blót, heldur ein mikilsháttar sam- konta til fróðleiks og skemtunar fyrir fólkið, en samt í fornaldar- sniði. — Fyrir samkomu þessari standa aðallega þeir herrar: Gísli E. Bjarnason og B. J. Johnson, og á samkoman að fara frarn áHlíðar- enda—heimili Gunnars gamla Há- mundarsonar. Ætlar hra Bjarna- son sjálfur að leika Gunnar; en hverjir taka þátt Njáls og sona hans, Þráins og annarra Sigfús- sona, Höskttldar og Dalamanna, eða Þorgeirs, Flosa, Kára og Marðar, og fleiri af söguhetjum Njálu, höfunt vér ekki heyrt. — Fornaldarbuningur og vopn verða höfð þar eftir föngum, og alt, sem þar fer fram, verður náttúrlega ram-íslenzkt, bæði veitingar og aðrar skemtanir. í enda samkomu þessarar, svo sem til að „klikkja út“ með, og máske til að skemta kvenfólkinu sem allra bezt„ höfum vér heyrt að forstöðumennirir ætluðu að láta leika undur spaugilega „kom- ntedíu, sent nefnd er „Biðillinn“. —Það er gamanleikur í fjórunt þáttum, sem eitt af skáldum vor- um hefir nýlega samið. Meiri fréttir nenni eg ekki að skrirfa yður í þetta sinn, en ef alt gengur vel, þá skal eg hugsa til yðar upp úr nýárinu. Með beztu óskum um gleðilegar hátíðir, farsæla framtíð, og lanea lífdaga, er eg Yðar með vinsemd, Obses. að beita hátollum við Bandarikin lungun rýma, og afleiðingin verð- ODÝRAST I BÆNUM. 16 þúsund dollara virði af vörum má til að seljast á 6 vikum móti peningum. Kaupið hjá Árna Fredericksyni. i sekk sykur, ioo pund.... $4 85 15 pd. kúrennur...........1 00 12 pd. rúsínur............1 00 15 pd. rúsínur nr. 2......2 00 12—15 pd. sveskjur . 1 00 23 pd. hrísgrjón .. ..N.. 1 00 20 pd. sago..................1 00 5 pd. kanna B. Powder.... 65 1 pd. kanna B P.............. 20 4 pakk Jelly Powder .. .. 25 2 pd. Lemon ogOrange Peel 25 I pd. súkklaði............... 35 10 könnur tomatoes........1 00 12 könn. corn.............I 00 13 könn. Peas........... 1 00 9 könn. perum................1 00 II könn. plums............I OO 12 könn. bláber............1 00 3 box handsápu .............. 25 7 pd. fötur jam..35c., 45C. og 60 Dinner sets..........$5-50—12 00 Te-set.................$3— 6.50 Lemonade set........$1— 2 50 Gler borð set.....45C— 2 50 JÓLA VARNINGUR. Album. Saumakassar. Myndaramntar. Munnhörpur. Brúður. Undur falleg jóla cards og ó- talmargt fleira. Alt má til að selja^t fljótt, og með miklum afslætti. Fólk ÚTI Á LANDI getur sent pantanir og peninga, og skal það vel afgreitt. 15—25 prct. afsláttur á öllum skófatnaði. ------o------ Þá, sem skulda mér, bið eg borga alt sem þeir geta fyrir jólin. A. rrederickson, 61 I Avc. Fyrirlestur um ísland og sýndar ágoetar myndir af ganila Fróni. Hr. Vilhjálmur Stefánsson, sem nú er aðstoðarkennari við Har- Ward háskólann, heldur fyrirlest- ur um ísland í Unítarakirkjunni þriðjudagskveldið 26. þ. m. og fimtudagskveldið 28. þ. m., ' kl. 8 e. h. Hann sýnir þar einnig fjölda margar alveg nýjar myndir af frægum sögustöðum á íslandi og merkustu núlifandi íslendingunt. Allar þessar myndir verða sýndar með ágætri stækkunarvél. — Hr. Stefánsson hefir nú í tvö sumur ferðast ttm fsland, kynt sér landið °g þjóðina, og sjálfur tekið flestar af þessum myndum. Hann er, eins og mörgum er kunnugt, prýði lega vel máli farinn, og hinn mesti smekkmaður, og er óhætt að lofa því, að þessar samkomur , verði einkar fróðkgar og skemtilegar. Aðgangur verður 35 cent og aðgöngttmiðar til söltt víðsvegar um bæinn. Vér biiSum »100 I hvart lina sem Catarrh l»»kn- &st ekki meÖ Hall s Catarrh Cure. W. J. Cheney & Co.. eigendur. Toledo. O. Vér undirskrifaðir höfum Þekt F. J. Cheney r1an’t ' h*Dn miöí áre'8»nleean mann ( öllum vtSskiffum oc æfinlega færan aB efaa öll þau loforð er télag hana gerir. M,Tru“/ Wholesale, DruetUt, ToIedo.O Waldlng, Kinnon &Marvin, Wholesale DruggieU, Toledo. O. Líiu i1 Care ertekið inn og verkar beia o . , allmhimnum&r. VerÖ 7íc, flaakai Selt < hvern lyfjabúÖ. VottvrÖ send frftt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.