Lögberg - 21.12.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.12.1905, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1905. Skáldsaga eftir ARTHUR W. MARCHMONT. Tt „Og hvert er dauöameinið ?“ „Eitrun; en þó ekki á þann hátt sem þú ímyndar ,þér. Þú hefir heyrt talað. um hinn bannvæna tyrió- neska kaffibolla “ „Meö eitri í, já.“ „Þaö er djöfullegra en eitur. Austurlandamenn svifast einskis þegar þeim liggur á. Kaffibollinn, sem eg á við, er útbúinn þannig, að í hann er látið steytt gler eða smásaxað hár. Við Mr. Grant hefir gler verið notað; við höfum ‘fundið merki þess.“ „Hvaða djöfullegt athæfi!“ hrópaði eg. „Tilgangurinn er að drepa, en láta þó ekki sjást nein eitrunarmerki. Þú geAir ímyndað þér hvernig íer. Líffærin bólgna, og að lokum falla göt á þau. Eberhardt læknir uppgötvaði þetta, og það skýri* það, sem áður var óskiljanlegt. Mr. Grant hefir ver- ið gefið þetta inn nokkuru áður en hann drakk eitrið; og þó okkur tækist að bæta honu.m það, þá er ekki nema eðlilegt, að honum slægi niður aftur. Með meðulum og algerðu næði var ekki vonlaust um að öðru eins hraustmenni heföi mátt bjarga; en með ferð sinni um nóttina, gerði hann slikít ómögulegt; áreynslan og kulið reið honum að fullu.“ „Veit hann það, að öll von er úti ?“ „Hann vissi það áður en hann fór út um nótt- ina. Við sögðum honum það afrdáttarlaust, að færi hann, þá væri úti um hann.“ „Guö minn góður! En slíkt inikilmenni! Og slík fúlmenska!“ hrópaði eg, hrifinn af karlmensku og göfuglyndi Grants og forviða yfir slægð og sví- virSing fjandmanrfa hans. XXV. KAPITULI. Tyrkneskur kvalasiaSur. Hans hátign soldáninn, sem eg skundaði tafar- arlaust til eftir að eg yfirgaf læknirinn, lýsti inni- legri ánægju sinni yfir skýrslunni, sem eg gat gefið honum, og eðlilega hlýddi hann með sérstakri gaumgæfni á fréttirnar af Marabúk pasja. Fanst mér honum fremur falla það illa, að Marabúk skyldi búast við þungri hegningu frá stjórnarinnar hendi. Hann spurði einkar ítarlega og viturlega um það, hvað eg vissi um samsærið og hverjir þátt hefðu átt í því; en með þ[ví eg vildi síður til þejss verða að koma öllu upp, þá lét eg hann það á mér skilja, aö eg vissi ekki annað en það, sem eg heyrði af Mara- búks eigin munni; og um nöfn samsærismanna sagð- ist eg ekkert vita. Og svo bætti cg því við, að hkís Marabúks væri nú i höndum lögregluliðsins, sem ekki mundi 'lá*a tækifæri það ónotað til þess að afla sér upplýsinga. Það tók sérlega miki ð á hann að heyra um á- stand Grants, og að hann hefði vísvitandi lagt lífið í sölurnar til þess að bjarga honum. Máýti heyra það á orðum hans, að hann leit á þetta afreksverk Grants sem vott um persónulega velvild hans til síns ,og á- leit eg þarflaust að gera neina athtigasemd þar við. „Hann hefir þjónað mér með meiri trúmenskú en trúbræður tnínir, sem eg hefi veitt óteljandi vel- gjörðir. Slíkt er undravert,“ sagði hann. „Dauði hans verður mér persónulegt sorgarefni og tjón; fjandmenn hans eru fjandmenn mínir og skulu fá á reiði rninni að kenna. Geti eg ekki bjargað honurn, þá get eg þó að minsta kosti hefnt hans. Viltu segja honum það?“ „Slíkt yrði honum engin huggun, yðar hátign. Ilann hefir alt of göfugan hugsunarhátt til þess að ala grimdarverka og hefndar þrá í brjósti sér.“ „Hann er (mikilmenni, miðað við kristna menn,“ sagði soddán með sinni einkennilegu gætni. „Hefði honum enzt aldur til, þá hefði hann orð- ið mesti velgjörðamaður lands þessa og þjóðar." Hann hikaði við og hristi höfuðið með hægð. „Það átti ekki að verða. Vér erum börn Allah! Hans vegir eru huldir og órannsakanlegir, og vér verðum að ganga þá í barnslegri blindni og transti á hann. Enginn er mikill nema Allah, og hann einn veit hvað oss er fyrir beztu. Þetjta hefir ekkú átt að fá framgang." Frábær lotning og alvörugefni fylgdi þessum orðum hans. Og rr>eð tilhlýðilegri lotningu fyrir forlagatrú þeirri og undirgefni undir vilja æðra valds, sem ætið kemur fram hjá austurr landamönnum þegar um ógæfu annarra — og jafn- vel sflmdum þeirra sjálfra — er að ræða, hneigði eg mig og fór. Hjá Hvíta húsinu beið flokksforinginn mín með skyTslu yfir leitina eftir Abdúllah Bey, og var eirtkar lítið á henni að græða. Hann fann ekká manninn, og engin merki þess, að Edna hefði á heimili hans kom- ið. I raun og veru gerði eg mér aldrei mikla von um árangur af leitinni,ien samt datt stórum , ofan yfir mig við frénirnar. Það leit út fyrir, að nú væri ekki nema um eitt að gera—að finna Stefán, fá upplýsingar um hvað liann vissi og vita að hvað miklu leyti hann gæti revnst mér hjálplegur. Án hjálpar vissi eg ekki hvernig eg átti að snúa mér eða hvar líklegast mundi að leita Ednu; og drátturinn hlaut að gera ástand hennar meira og meira hættulegt. Það gat tekið mig svo klukkutímum og jafnvel clögum skifti að finna Stefán eins og allir þeir geta skilið, sem nokkuð vita um fangahús-stjórn Tyrkja. Einhvern tírna kemur að þvi, að þeir dimmu og djöfullegu kvalastaðir verða kunnir, og þjóðirnar muriu fyllast viðbjóð og skelfingu þegar þær fá að vita um allar svívirðingarnar og grimdárverkin, sem þar fara fram. Eg vissi ekki hvar eg átti Stefáns *.að leita né undir hvers oknar kæru liann hafði verið handtekf- inn; ekki heldur vissi eg undir hvers nafni hann var tekinn né undir hvaða nafni hann var látinn ganga. Eg vissi, að þegar rnenn, sem mega sín mikils eins og IMarabúk pasja, vdlja losast við einhvern vesaling, sem hent hefir ógæfa sú að sjtyggja þá á einhvern hátt, þá tiðkast að afhenda hann einhverjum fanga- verði, sem þeim er vinveittur eða að einhverju leyti háður, og það án nokkurs minsta lagaforms; og þeg- ar maður er á þann liá'tt einu sinni inn fyrir hlið fangahúsanna kominn, þá á hann aldrei framar það- an útkvæmt. Fullnæging dauðadóms slíks manns tekur lengri tíma heldur en sé hann lagður á högg- stokkin, en hún er engu að síður jafn áreiðanleg. Ekki var ólíklegt, að Marabúk hefði þannig fleiri fangaverði en einn eða tvo í hendi sér eða jafnvel í félagi við sig, sem orðálaust veittu móttöku hverjum þeim manni, sem hann sendi þeim. Eg áleit réttara að snúa mér fyrst til yfirvald- anna og fór eg þiví inn á skrifstofu lögreglumála- ráðgjafans i Sjambúl, lagði þar fram umboðsbréf soldáns, gaf lýsingu af Stefáni og spurði í hvaða fangelsi hann væri. Embættismaðurinn, sem eg átti tal við, var sérlega þægilegur og kurteis og hlýddi á mig með austurlanda þolinmæði eftir að hann hafði með djúpri loíningu lesið bréf soldánsins. En liann var, eða virtist vera, vantrúaður á sögu mína. „Þetta hlýtur að vera algerður misskilningur, eksellensa. í þessu landi er enginn maður settur í fangelsi nema samkvæmt löglegu ákvæöi. Við könnumst wel við Stefán greifa, og væri hann í varð- haldi, þá mundum við vita um það, hvar i landinu sem væri. Án okkar vitundar væri slíkt ómögulegt." „En nú veit eg, að hann er einhvers staðar í fangelsi,“ sagði eg. „Eg fullvissa þig um það, eksellensa, að slikt er ómögulegt. En hvað helzt, sem þú vilt að við ger- um, skal með ánægjúu verða gert; þótt eg hins vegar ráðleggi þér að búast við vonbrigðum. Fyrirkomu- lag okkar er betra og fullkomnara en í nokkuru öðru landi. Stefán greifi gettir hafa horfið á burtu úr borginni; en líklegti stafar slíkt þó af því að hann hefir álitið það hyggilegt vegna hættunnar, sem hér vofði yfir. Eg er sannfærður um það, að þú finnur hann ekkí í neinu tvrknesku fangelsi.“ „Hefir þú aldrei heyrt þess getið, að menn hafi verið afhentir neinum fangavörðum án dóms og laga?“ „Fyrir tuttugu árum síðan gat slikt hugsasl, og einu sinni eða tvisvar heyrðist slíks getið. En vor tigni herra hefir gert slíkt ómögulegt nú á tímum. Fyrirkomulag okkar nú er svo fullkomið, eins og þú veizt, að slíkt gæti ekki skeð. Við fáum skýrslu frá liverju eina^ta fangelsi yfir þá, sem þar eru. Viltu gera svo vel að líta á?“ og hann lagði fram fyrir mig margar skýrslur og brosti góðlátlega yfir því, að eg skyldi vera svona fáfróður. „En i slíkum skýrslum ge*a ýms nöfn verið dregin undan,“ sagði eg. „Hvað viltu láta okkur gera, eksellensa?" spurði liann eins og hann áliti gagnslaust að reyna lengur að koma vitinu fyrir mann, sem lét sér koma aðra enis fásinnu til hugar. Eg var auðvitað sama hugar og sagði honum þvi hvers eg óskaði. „Eg vil fá skýrslu yfir öll fangahúsin og nöfn fangavarðanna." ',„Eg slcal láta búa það út og senda með það heim til þín“. „Eg þarfnast þess nú Þegar og sknl því biðþ eftir því hér;“ og hann skipaði í mína áheyrn að út- búa skýrsluna. „Svo vil eg að þú komir tafarlaust lýsingu af Stefáni til allra fangavarða og látir þar með fylgja Iskipun í nafni soldánsins um það, að þú verðir tafarlaust látinn vita hvort hann sé í fang* dsi.“ Hann vissi, að eg vildi flita öllu og bjó því skip- unina’oðar út og lét mig ráða því, hvernig hún var orðuð. Mátti sjá það á öllu, að hann hlýddi mér fremur vegna stöðu minnar heldur en af því, að hann héldi, að það hefði nokkura þýðingu.“ „Loks fer eg fram á, að þú látir mig fá mér til hjálpar bezta og æfðasta umboðsmann þinn til leynilegra rannsókna;“ átti eg þar auðvitað við lög- regluspæjara, en nafn það mundi hafa fremur leitt til óþíarfa orðalenginga. . Það var kallaður inn spæjari, sem hét Kúltúk Said (litli Saidý, og Þegar búið var að afhenda mér skrá yfir fangelsin og fangaverðina, bað eg þess, að öll svör þeirra yrðu send heim til Hvíta hússins. Flótasti og vissasti vegurinn við óæðri embætt- ismsenn á Tyrklandi er að vera ör á fé við þá, og lét eg ekki á mér standa með þá aðferð við litla Said. „Eg þarf á öllum hyggindum þinum að halda, Said,,“ sagði eg; „og reynist þú mér vel, þá skal eg launa þér það ríflega og mæla með því við soldán- inn, að þú fáir betri stöðu. Eg er á heimullegri rann- sóknarferð fyrir hans hátign, og honum er það sérr loga hugleikið, að mér hepnist hún vel. Það er mál, sem honum er áríðandi mjög.“ „Þú mátt treysta þjóni þínum, eksellensa,“ svaraði hann og varð píreygur af vohinni um auð og upphefð. Til þess að árétta loforð mitt rétti eg honum guljpening, og á meðan liann var að koma honum fyrir í vasa sínum lét hann það á sér skilja. að hann skyldi leggja fram alla krafta sína mér til hjálpar. „Komum við erindi okkar heppilega fram þá verða laun þín rnikil og upphefð þín viss,“ sagði eg. Síðan fékk eg honum skrána yfir fangaverðina og sagði enn fremur: „Fyrst af öllu verður þú að segja mér hverjir manna þessara voru vinir Marabúk pasja og hverjum þeirra hann mundi helzt hafa sent mann til geymslu á laun.“ Hann lcit upp úr skjalinu, sem hann var byrj- aður á að lesa og skotraði til mín augunum tor- tryggnislega. „Þú má,tt trúa þvi, eksellensa—“ tók hann til máls, en eg greip fram í fvrir honum. „Hcyrðu migf, Said. Ef þú ætlar ekki öðru að svara en að endurtaka það, sem eg er búinn að heyra marg-ítrekað inni á skrifstofunni, þá vil eg fá pen- ingana aftur, þú getur slept allri von um bætt kjör nokkurri tíma á æfinni, og eg fæ mér annan mann mér til hjálpar til að reka erindi hans hátignar. Eg meira að segja skýri soldáninum frá hvert álit eg liafi á þér sem embættismanni — að þú sért óhæfur til stlarfs þessa. Þú átt því um tvent að velja;“ og eg stöðvaði hestana eins og eg ætlaði mér að snúa aft- ur heini á skrifstofuna. Allra snögvast sat hann agndofa og hugsaði sig um, og svo stakk hann hendinni niður í vasann og handlék gullpeninginn. „Enginn skal fá að vita neitt urn það, Said, sem þú gerir fyrir mig eða segir mér,“ bætti eg við, þvi mér datt í hug, að hann héldi, að þetta væri alt gert til þess að reyna trúmensku lians sem leynilögreglu- þjóns. „En segir þu mér ekki sannleikann, þá er mér ekkert lið í þér.“ Enn þá var hann hikandi, og eg sá, að höndin, sem hann hélt á gullpeningnum með, kom hægt og hægt upp úr vasantim eins og hann væri að slíta eitf- livað frá hjartanu á sér. „Ldstu þetta," sagði eg og réit'ti honum bréf soldánsins. Iíann las það með áfergi, og að því loknu dró hannr flmngt andann, eins og byrði hefði víerið af honum létt, og stakk peningnum niður af|túr. Eg hafði unnið björninn. '’„Orð iþin, eksellensa, eru mér eins og orð Kór- an'sins." „Ágætt, hrópaði eg. „Líttu nú yfir skrána í því skyni að gqta svarað spurningu| minni. Eg þyk- ist sjá, að þu sért trúlyndur þjónn okkar tigna herra, Said,“ og avo bætti eg við hann tveimur gull- peningum ti! að tryggja mér hann enn þá betur. Mér til undrunar merkti hann við sex nöfn og ,við þrjú þeirra tvímerkti hann. Þessir þrír menn sagöi hann mér, að hefðu ver- ið embættismenn Marabúks á meðan hann var fylk- isstjóri og ættu honum núverandi stöðu þeirra að þakka. Eitt íangahúsið var norðarlega á Makedóníu; °g vegna þess hvað afskekt það var áleit spæjarinn líklegast fyrir mig þar að leita. „En það tæki okkur hálfa viku að ná þangað," sagði eg órólegur; „og það getur ekki verið lengra en þrir dagar síðan maðurinn var itekinn." „Þú talar viturlega, eksellensa. Þá er réttara af okkur að leggja leið okkar fil Regridjch fangahúss- ins, sem Reshid Bey ræður yfir.“ Það var liklegri staður, lét hann mig skilja, vegna þess það lá upp til fjalla og lang|* frá jarnbraut, og slapp oft hjá málamynda-eftirliti lögreglustjórnarinar vegna þjess hvað afekekt það var. Þangað varð að ferðast fjöru- tíu mílur með jarnbraut og auk þess langan veg á hestbaki; en þ'að var ekki um annað að gera og beygðum við því til járnbrautarstöðvanna. Næstu fjóra klukkutíma átti engin lest að fara til Múradly, næstu vagnstöðvanna við Megridjeh; en soldánsbréf, ásamt nokkurum gullpeningum, og einbeittur vilji getdr látið jafnvel tvrkneska járn- brautar embætrfsmenn undan sér ganga; og þannig var aukalest til reiðu aður en eg var ferðbúinn. Eg asetti rnér að fara vel mannaður, og sendi því heim, td Hvita hússins eftir Hassim Bey og tólf mönnum hans. Það tók nokkurn tima að koma mönnunum og hestum þeirra fyrir í lestinni; en loks %-ar þó lagt á staö, og flaug fregn sú á undan okkur með telegraf- þræðinum, að embættismaður soldáns með fullu valdi væri á ferðinni; hann hefði nieð sér ærna peninga og þyrfti að líkindum á ýmsri hjálp að halda, þar á meðal þrjá eða fjóra góða hesta. Hestarnir voru til taks, og eftir að eg hafði sagt svo fyrir, að lestin biði okkar, þá lögðum við á stað ríðandi og létum hestana fara það sem þeir komust. Á leiðinni spurði eg spæjarann, hvernig bezt mundi að haga leitinni, og var svar hans einkenni- ■egt. „Sé Stefán greifi nokkurs staðar í fangahúsinu. þá mátt þ|ti trúa Said fyrir því að finna hann. Eg kannast viö hvern klefa, þar á meðal leyniklefana. En fyrst ræð eg herra mínum að snúa sér til Reshid Bey og Iátast treysta honum.“ Sá litli var að vinna fyrir launum sínum. Koma okkar heim á þenna skuggalega stað vakti alltnikla eftirtekt, og hermenn og undir-fanga- verðir roðuðu ser við hliðið þegar eg reið heim að því og spurði eftir yfirmanninum. í fyrstu var þeim ekki um að hleypa fylgdar- mönnum mínutn inn; en eg lét þá sjá, aö eg gat beitt valdi mínu, og í nafni soldáns skipaðí eg þeim að opna tafarlaust hliðið. Ef til vi 11 hefir einkennisbúningur hirðliðsins haft enn þá meiri áhrif á þá en skipun rnín; en mér var hlýtt, og þegar við höfðum riðið inn í forgarðinn, fór eg af baki og sagðist umsvifalaust vilja finna Reshid Bey. Mer var fylgt inn í privatsíofu hans, og hann kom þangað til mín undir eins, og sýndist mér hann ekki vera sem rólegastur. „Eg er Ormesby pajsja, liingað kominn í erinda- gjörðum hans hátignar, Bey Effendi, og mér er for- vitni á að vita með hvers leyfi hundarnir við liliðið hafa umyrði um að leyfa sendiherra hans hátignar inngöngu ?“ Eg lét hann sjá, að eg ætlaðist til að mér væri hlýtt. „Eg skal sjá um, ekfeellensa, að þeim verði hegnt. og auk þess bið eg auðmjúklega fyrirgefningar. Við vorum ekki látnir vita að þín væri von hingað, ek- sellensa, og vafalaust hafa mennirnir ekki vitað hver þú varst.“ „Einkennisbúningur hermanna minna hefði átt að nægja.Bey Effendi. Eg er hræddur um eg verði að skýra mínum tigna herra frá því, að menn þínir séu svo illa vandir, að þeir svífist ekki að svívirða jafn- vel herlið hans.“ Hann var allra manna illmannlegasfur, með lágt cnni, kjálkamikill og dýrslegur; og eins og slikuni niönnum er tamt, skreið hann nú í duftinu fyrir mér með margrítrekaðar afsakanir og forlátsbænir. Hann var andstyggilegur, en nú beygður og undirgefinn eins og eg ætlaðist til. „Eg er hingað kominn til þess að leita eins fang- ans þíns. Það hafa verið glæpir drýgðir í höfuð- staðnum, og óguðleg illmenni hafa jafnvel gert sam- særi gegn okkar heitt elskaða höfðingja, sem eg bið spámanninn að varðveita. Einn svikarinn hefir verið 3endur hingað, og býð eg þér að leiða hann frarrt fyrir mig. Hann heitir Stefán—Stefán greifi frá Pristína.“ „Þér hefir ekki verið skýrt rétt frá, eksellensa, eg hefi engan fanga hér mejö því nafni.“ „Hvaða föngum hefir þú veitt móttöku hér síð- astliðna þrjá daga?“ Eg hafði auga á honum og sá hann hrökkva við þegar eg spurði að þessu. „Eg skal sýna þér fangaskrána, eksellensa;“ og svo kaliaði hann aðstoðarmann sinn og sendi hann eftir skránni. Nafn Stefáns stóð þar ekki. „Hafa engir aðrir komið?“ „ Engir, auðvjtað ekki. Hvemig stendur á því. að þú spyrð þannig, eksellensa?" „Eg er ekki hingað kominn,Bey Effendi, til þess að segja þér hvers vegna hans hátign gerir eitt eða annað,“ sagði eg reiðulega. „Eg skal rannsaka fang- elsið. Eg hefi með mér mann, sem þekkir fangann." „Þú veitir mér >>á æru að drekka hjá mér kaffi- bolla?“ sagði hann, því að án kaffibolla og vindlinga eru engin embætis, verzlunar eða félagsmál afgreidd 4 Tyrklandi. „Eg má lítið tefja," $varaði eg, en drakk þó iqaffið og stóð síðan tafarlaust á fætur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.