Lögberg - 28.12.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.12.1905, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG flMTUDAGINN 28. DESEMBCR 1905 >■ » • •* t S'óðberg er gefiS út hvern flmtudaB af The Liögberg Printlng & Publishing Co., (löggilt), aS Cor. William Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar »2.00 um áriS (& Islandi 6 kr.) — Borglst fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Prlnting and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price »2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 6 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PAUIiSON, Bus. Manager. Augiýslngar. — Smáauglýsingar 1 eltt skiftl 25 cent fyrir 1 þml.. A stærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskifti kaupenda veröur aS tilkynna skriflega og geta um fyr- verandl bústaS jafnframt. Utanáskrift til afgreiSslust. blaSs- ins er: The BÖGBERG PRTG. & PCBL. Co. P. O. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaSi ógild nema hann sé skuldiaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er I skuld vlS blaSIS, flytur vistferlum án þess aS tilkynna heimilisskiftin, þá er þaS fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvtslegum tilgangi. Ástandið á Rússlandi. Rás viðburðanna á Rússslandi þrjá síðastliðna mánuði, hefir ver- ið svo ör og fréttirnar þaðan svo ósviplíkar oft og tíðum, að erfitt hefir verið fyrir lesendur þeirra að gera sér glögga grein fyrir hinu, verulega ástandi, því oftlega hefir ein fréttin borið það til baka, seni önnur hefir fullyrt, en alt stafar af hinni hamslausu og staðfestulausu hringiðu og glundroða, sem er, bæði í stefnu stjórnarfjenda ogi stjórnarinnar sjálfrar, svo og ó- efnum þeim, sem alt félagslífið er í komið og sem enn er eigi séð fyrir enda á. Rennim vér huga yfir þenna, alt annað en glæsiiega þriggja mánaða lífsferil þjóðarinnar.mæta oss alt annað en heillavænlegar myndir í félagslífinu, það sem fyr- ir augu ber eru: fjölmörg fundar- höld beggja flokkanna, uppþots- ákvarðanir, verkföll, her-upp- hlaup, morð og mannskaðar. Fyrirboði ástandsins, sem nú er' á Rússlandi, var hið yfirgripsmikla verkfall, sem hófst þar í Októ- bennánuði, og stóð vfir nær tveggja vikna tíma, og endaði með því að hnekkja einveldið og neyða keisarann til að gefa út, i samráðii við Witte greifa, keisaratilskipun- ina frá 31. Okt. þ. á., þiar sem Nikulás II sleeppir tilkalli til ein- veldisréttinda þeirra er keisara- tigninni tfylgdu. Yar þá Witte- gjörður að forsætisráðgjafa, og fetigið í hendur stjórnmálaeftirlit alt. í sama mujid var linað á öll- um ófrelsisböndum bæði í Iöggjaf- arfonnitui, ræðum, ritum og alls- konar félagsskap, og kosningar- málum. Þrátt fyrir þessar umbæt- ur var þjóðin cigi ánægð, og kom -óánægjan bcrt fram á Zemstvo þinginu í Moskva, cr saman kom um miðjan Nóvcmlxrmánuð. Þar var samþykt frv. til laga urn al- mcnnan atkvæðisrétt við kosning- ar eftirleiðis og lagt fyrir stjórn- ina. Lnn fremur voru tilraunir gcrðar til að fá Witte vikið úr em- bætti, því að það var hald margra stjórnaróv’na á þinginu, að liann mundí standa gegn því, a/ð at- kvæðaréttar frumv. fqngi frant að ganga. Nú cr beðið eftir andsrör- um Witte, Og er sagt að hann hafi svar sitt á reiðum höndum, en eigri liefir þ'að cnn verið aagíýst., Það lítur út fyrir, að stjórnin muni ekki ætla að ganga að því að samþykkja frumvarpið eins og það liggur fyrir, en hvaða breyt- ingar hún vill gera og að ganga er enn eigi hægt að vita. I>enna síðasta mánuð hafa að- gjörðir þingsins og málaflutningar þess við stjórnina, algerlega horf- ið af sjónarsviðinu, sakir hinnar ægilegu uppþota- og óeirða-öldu, sem efln á ný hefir geysað yfir landið, og tekið nær því til allra stétta þjóðarinnar, alt frá her- mönnunum til verkamannanna. — Hermanna uppþotið i Sebastopol sýndi ljóslega að eigi var alt liðið trygt stjórninni. Óx þá uppreist- ar sinnum hugur, og komu þeir á nýjum verkföllum, einkum meðál póstþjóna, hraöskeytastarfsmanna og járnbrautarþjóna. Þessi verk- föll hafa verið svo mögnuð og víð- tæk, að slíks liafa aldrei verið dæmi til fyr í nokkru þjóðfélagi, enda hefir Rússland verið slitið úr sambandi við mentaða heiminn i fleiri daga, síðasta mánuð. í Póllandi og Lithaníu, og víðar hafa hinir ýmsu þjóðflokkar bar- izt sín á milli með afskaplegri grimd og óstjórnlegum morðhug, svo að hinir fámennustu og þrótt- minstu mannflokkarnir liafa verið brytjaðir niður unnvörpum, og alt af smáþyngist byrðin á herðum Witte, sem áður var þó fullþwng, og naumast er nokkrum mensk- um manni. Eins og nú stendur er ástandið og útlitið á Rússlandi eitt hið hræðilegasta sem hugsast getur. Pólland og Eystrasaltslöndin í einu uppreistarbáli; og þegar að hlé verður á ósköpunum, getur þingið og stjórnin eigi komið sér saman um að ráða til lykta lög- gjafar og atkvæðaréttar rnálinu, sem alt virðist nú velta á. öðru megin standa stjórnarbyltingar- sinnar, sem heimta algert stjórn- leysi og eyðilegging, hinu megin íhaldsmenn stjórnarinnar og hún. sjálf, haldandi dauðahaldi í leifar íornra réttinda. Eina von stjórnarinnar er það, að Zemstvoþingið kunni að draga úr kröfum sínum, bæði til þess að fyrra hana því að þurfa algerlega að láta undan,og til þess að sporna við því, að almenn stjórnarbylting verði, sem eigi er annað sýnna en’ fyrir liggi, ef samkomulag ekki kemst á. Enn fremur kvað stjórnin bera þá tálvon í brjósti, að vetrarrílcið, sem nú er farið í hönd, sem og at- vinnuskortur og bágindi verka- mannanna, muni sefa uppreistina, en sagan bendir jafnaðarlega á hiö gagnstæða. Neyð og bágindi hafa í öllum innanlandsóeirðum alt til þessa tíma verið öflugustu banda- í menn byltingaflokkanna, og aldrei | úr þeim dregið. En sem komi ðer hefir uppreist aldrei orðið almenn, né svc viðtæk að mögulegleiki væri eigi fyrir stjornina að bæla hana niður með herliði. Uppþotin hafa verið svo dreifð cnn sem komið er. En það sem heldur henni við öllu fremur, er þ^ð, að mestur hluti hersins er algerlega á hennar bandi. Meðan svo er, getur hún að sjálfsögðu mætt fieiri uppþotum, slíkum sem nú hafa orðið, en verði herinn henni fráhverfur, þá verð- ur líka á Rússlandi stærsta blóð- bað, sem nokkurn tíma hefir fyrir komið í heiminum. Laun prestanna í Canada. Rétt fyrir skemstu hafa fnlltrú- trúar eins hins stærsta af kirtóju- deikhimum hér, haft fmnd naeð sér til að ratða mál pr«6ts og kirkju.' Komu þar til athugungr hin sára-' litlu laun, er prestar hér sem víða annars staðar, hafa við að búa, og var fundurinn einhuga um það, að gera tilraunir, tl að fá hag þeirra bættan í þessu tilliti, ef auðið væiri, eigi að eins hér um slóðir, heldur og í öllu vesturlandinu. Líkar hneyfingar hafa komið fram í hinum öðrum stærstu söfnuðum landsins. Fæstum sem málið athuga með skynsemd og laust við allan presta ríg, mun geta blandast luigur um það, að trúbragðafræðendurnir eru með öllu óhjákvæmilegur og um leið mikilsverðasti hlekkurinn í keðju hins þjóðmennilega og sið- ferðalega lífs í landi hverju. — Eins og í öðrum löndum hins mentaða heims eru háar kröfur gerðar hér til prestanna ; af þeim er heimtuð viðtæk þekking í vís- indagreinum þeim, er undir verka hring fæirra heyra, svo og öll al- menn mentun og menning í ríkum mæli. Sá sem ætlar að helga kirkjunni starf sitt hér í landi,' verður því fyrst að afljúka lög- ákveðnu námi við háskólann, og síðan að stunda guðfræðisnám „technicalt". Er slíkt nám í heifd sinni bæði langt og kostnaðarsamt, og það er sjaldan tekið meö í reikninginn, hvað miklu hlutað- eigendur hafa tilkostað,þegar ver- ið er að skjera laun þeirra við' nögl sér, og þ'ó er það viturra og. nákunnugra manna mál, að þetta land hafi fleiri ágætismönnum þessa flokks, á að skipa, en flest önnur, þegar tillit er tekið til fólks fjölda og annarra ytri ástæðna. I Vestur-Canada, að undantekn- um prestum stór safnaða í bæjun- um, eru laun prestanna frá 700 doll. upp í 900 á ári, og þó eru eigi allfáir, sem hafa talsvert minna en 700, og fæstir hafa full 900, en ör- fáir þar yfir. Af þessum liflu launum eiga þeir að lifa, og það töiuvert breyttu lífi frá því, sem alment gerist. Það er samkvæmt viðtekinni venju heimtað,að prest- urinn gangi vel og sómaáamlega til fara, eigi talsvert aðgengilegra heimili en alþýða fólks, og styðji og styrki á ýmsan hátt allskonar mannúðleg velgjörðafyrirtæki, að meiru eða minna leyti, og margt og margt fleira. Sé óvilhalt tillit tekið til undir- búningsins undir embættisstarfið, og krafanna, sem til prestanna eru gjörðar, mun öllum réttdæmum og skynsömum mönnum það aug- ljóst, að launin, sem þeim eru boðin hér, eru mikils til of Iág.svo lág, að óhjákvæmileg prestafæð hlýtur að verða í landinu, einkum þar sem íbúatalan þýtur óðfluga á- fram. Með þessum launum, að loknum námskostnaði, munu fáir nema efnuðustu menn geta ráðist í það, að læra guðfræði, og þeir’ eru eigi ætíð bezt kjörnu verkfær- in, til að prédika guðs orð fyrir lýðnum, eða til að kOmast að hjartarótum fátæklinganna og al- múgans, vanalegast lítt kunnir honum og hans lífskjörum. — Sérhverri beiðni þess efnis, áð greiða eitthvað hag prestanna hér ætti því að vera vel tekið af öllum þeim, er bera framtíð kirkjuunar, trúarlífsins og siðmenningarinn- ar fyrir brjósti. Bókafregn. Eins og getið var um í síðasta blaði barst Lögbergi rétt nýlega almanak Ólafs S. Thorgeirssonar fyrir komandi ár. Er það með svipuðu sniði og stserð og áður. Pa6 byrjar á mánaðþrdagataiinu eins og fóg gera rái fyrir,en aiflH hverra tveggja mánaðardaga heilt blað af auglýsingum, sem gjarnan mættu missa sig, er þar fylgt enska almanaks sniðinu, sem er óuppbyggilegt og fróðleikssnautt fyrir lesendurna, og gerir daga- talið grautarlegt í tilbót. Lesmálið byrjar á' Páli Briem, með mynd, eftir séra Friðrik J. Bergmann. Þar er söno og fallega skrifuð lýsing á æfiferli og lífs- starfi þessa ágætismanns, sem með réttu hefir verið talinn með allra fremstu sonum íslands i seinni tíð, en til mikils harms og skaða fyrir landið, var burtu svift „frá hálfunnu ætlunarverki“ fyrir lið- ugu ári síðan. Næst er Ralph Connor, sömu- leiðis með mynd, og eftir sama höfund. Ralph Connor er dular- nafn mannsins, en réttu nafni heitir hann C. W. Gordon, og er prestur St. Steplians safnaðarins hér í bænum. Prestur þessi er nafntogaður rithöfundur og and- ans maður, og sein slíkum lýsir höfundurinn honum. Þriðji kafl- inn er skáldsaga eftir J. Magnús Bjarnason, allsnotur, efnislítil, en eigi ófrumleg lýsing á tryggri vin- áttu. Þá er næst hið fróðlegia og skemtilega áframhald af safni til sögu íslendinga hér vestan hafs, sem nær til ársins 1887- og endar á vígslu Fyrstu lútersku kirkjunn- ar hér í Winnipeg það ár. Er kaflinn hinn ánægjulegasti aflestr- ar, og verður g<aman að sjá alt safnið sérprentað þegar svo langt er komið. Fimta ritgerðin e-r um Nelson Iávarð, eftir Hjört Leo. Er þar sagt frá hreystiverkum sjógarpsins mikla alt til dauða hans við Tra- falgar, sömuleiðis mannkostum hetjunnar, svo öfgalaust og sann- gjarnlega lýst, að varla er þar nokkurt orð ofsagt eða ósagt, enda var höfundinum vel til þess trú- andi, því að hann mun vera einn með hinum efnilegustu yngri mentamanna hér um slóðir, af því að dæma, sem vér höfum eftir hann séð. Síðast í almanakinu eru helztu viðburðir ársins, sem leið, svo og mannalát íslenzkra hér vestra. Yfir höfuð að tala lízt oss vel á almanakið, og þar sem það er ritað af prýðilega pennafærum mönnum, um fróðlegt og skemti- Iegt efni, er næstá líklegt að það hafi hraðbyri inn á allflest íslenzk heimili. Ljóðaaerð Yestur-íslendinga. Að hverju ætlar alt þetta að stefna? Þannig hlýtur hver hugs- andi maður að spyrja sjálfan sig. Þegar liann lítur yfir blöðin, og ljóðakverin, sem alt af fara fjölg- andi, en þó er Ijóðaruglið í blöð- unum ýerst, Maöur tekur varla nokkurn tíma svo upp vestur-ís- lenzkt blað, að ekki sé mcira og< minna af einhverjum skáldskap í því, og það vanalega eftir ein- hverja höfunda, sem enginn veit minstu deiii á; en þó held eg Heimskringla flytj i meira eftir þessi skiottu-skáld, heldur en öll hin blöðin til samans. Það virðist nærr þ,ví vera nokk- urs konar andlegur sjúkdómur, þessi skáldskaparfýsn, hjá fjölda af fólki hér vestra, og hann illur eða: ólæknandi. Nú orðið deyr nálega aldrei svo maður, kona eða jafrtvel nýfeett barn, að ekki rísi upp einhver af Jjessum skúma skots höfundum og riti heillöng eftirmæli, sem oftast enda nteð ljóðum, og svo er næst að konu: j þessu í Wöíin, og láta þau flytja þetta djásn út «m allan heim. Það er víst óhætt að fullyrða, að allur þorri af þeim örmul af kvæð- um, sem út koma í blöðum og tímaritum hér vestra, hefir sáralit- ið gildi; það er ekkert á þeim að' græða, og mér næst að halda að almenningur sé hættur að lesa þau, og þó svo kynni að vilja til, að gott kvæði kynni að koma með, þá yrði það ekki lesið af fjöldan-1 um, áf þeirri ástæðu,að men* bú- ast ekki við neinu nema leirburði. Það er heldur illmögulegt, að vita hverjir eru höfundar að flest- um þessum kvæðum, því fæstir af þeim láta sitt rétta nafn uppi, og í því gera þeir víst réttast, því mig grunar, að sumir af þeim mundu seint fá viðurkenningu sem skáld. Þeir .fáu, sem fengið hafa við- urkenningu sem skáld hér vestra, eru nú að mestu leyti þagnaðir; eftir St. G. Stehpanson hefir ekk- ert, sem hcitir sézt í háatíð; Kr. Stefánsson þegir, Hannes Blöndal lætur aldrei til sín heyra, nema helzt á miðsvetrarsamsæti Helga magra. Það þarf engum lifandi manni að detta í hug, að þessir men séu alveg hættir að yrkja, en. það Ií.tur út fyrir, að þeir séu hættir að yrkja í blöðin, og þeim er það alls eigi Iáandi. Svanur- inn og hrafninn hafa aldrei og munu aldrei syngja saman; þjeir eru óbeinlínis hrópaðir niður, af þessum sígargandi leirskáldasæg, sem Cems og þar stendur) : „Á hrokatindi hreykir sér, með hræ- fugls vængjataki“. Og svo er Hagyrðingafélagið, móðir, og í andlegum skiluingi, fóstra allra þessara skáldmæringa. Stefna þess er að allir yrki, sem á annað borð -geta lamið saman bögu, og svo að gagnrýna hver hjá öðrum, og máske enginn í fé- laginu verið viðurkendur sem; skáld, og eg efast um að þeir, sem gagnrýna kvæðin hafi næga þekk- mgu eða nógu góðan smekk fyrir skáldskap, tfl þjess að vitaj hvað hefir gildi og er ósjúkt og heil- næmt fyrir þjóðina. Það lítur helzt út fyrir að sum- ir í hagyrðingafélaginu ætli sér að læra að verða skáld. Það er eins og Þeir segi við sjálfa sig; „Eg skal verða skáld, hvað sem hver segir"; en eg er hræddur um aö. það i'ari fyrir sumum þeirra eins og kerlingunni, sem ætlaði að bera sólskinið í askinum sínum inn í &higgalaust lijís, að þeir beri aldr- ei skáldskapargáfuna inn í sálu sína, ef hún er þar .ekki fyrir af náttúrunnar hendi. Engin af góðskáldunum okkar hafa lært að verða skáld; þáu Þurftu þess ekki, náttúran gerði þau svo úr garði. Kristján Jóns- son hefir naumast verið búinn að æfa sig í neinu hagyrðingafélagi þegar liann orti kvæðin Dettifoss og Vonir og fjölda mörg flciri kvæði, að eins 19 ára gamall vinnu piltur norður á Fjöllum, 0g hygg eg að hvort af þeim sem er, standi óhrakið og feimulaust fyrir öllum skáldskap þessara sjálfgcrðiu Vesturheimsskákla. Ekki svo að skilja að mentun sé ekki góð og nauðsynleg fyrir skáldin; hún eyk- ur imyndunaraflið og víkkar sjón- deiklarhringinn, gefur þeim vald á málinu og gerir þeim þannig léttara fyrir að koma hugsunum sínuni í fagran og hrífandi bún- ing. En cg þori að fullyrða, að fjöldamargir, og það gáfumenn gcngju á skóla alla sína æfi og nytu allrar þeirrar mentunar, scm lKegt væri að láta þeim í té, yrðu þcir samt aklrei skáld. Af hvcrju? l'yrst og íiymst af því, að >eini cr þtá ckki gefið, og sto þi ai þeir kynnu að geta komið saman vísu eða erindum, þá segði sjálf- dæmis tilfinning sjálfra þeirra þeim, að þetta þyldi ekki gagn- rýni þeirra, sem væru sköpuð skáld, og hefði ekkert bókmenta- legt gildi. En hjá vestur-íslenzku „Dalaskáldunum“ er þetta öfugt; þar er einn dropi af dómgreind á1 móti heilu hafi af sjálfsáliti. Þeim þarf að fækka, en ekki fjölga, þessum smáskáldum; þessi leirburðarelfa er til minkunar fyr- ir þjóðina. Við þurfum að þign- ast skáld, stórskáld, sem tekur eins rækilega í lurginn á þessum leirskáldum eins og Jónas Hall- grímsson á rimnaskáldunum forð- um. Og bezta og öruggasta ráðið tl að sýna þeim fram á hversu hlægilegir Bakkabræður þeir eru, mun verða: „Háðið nógu napurt og nógu biturt.“ /. B. H.--------. Segulskautið. Það er orðið svo vanalegt, að heimskautaleiðangrar séu farnir, og tíðast hafa ferðir þær borið svo litinn árangur, að menn eru fvrir það mesta hættir að veita þeim nokkurt athygli þótt þjer liggi fyrir, eða þótt slíkir leiðangra- farar komist aftur til mentaða heimsins, sem því miður oft hefir orðið misbrestur á. Engum blandast sem sé lntgur um það, að Jætta ferðalag um ó- bygðir og endalaus ísflæmi sé1 nokkur gamanleikur, eigi heldur eru slíkar farir arðvænlegar, aif neinu leyti,frá almennings sjónar- miði, og því eigi ónáttúrlcgt, þó alþýða hafi smásaman vanist á, að skoða heimskautaferðirnar sem nú tímans Bjarmalandsferðir, áræð- inna afkomenda hins forna vík- ingakyns, sem eigi gefa þó neitt gull í skó, heldrír svelgja í sig feykimiklar fjárupphæðir, sem auðmennirnir leggja til, handa þessum ótrauðu víkinganiðjum, sem Iangar til að geta sér frægð og frama af þessum svaðilförum. En alt að þessu liafa heimskauta ferðirnar, og þau mörgu hudruð þúsunda, sem til þeirra hefir ver- ið varið, að óglevmdum öllum þeim mannlífum, sem þær hafa kostað, orðið heiminum til svo lít- ils gagns, að mesta furöia er á þvíy að þær skuli ekki fyrir löngu vera gengnar úr móð. Þar sem hingað til hefir verið svo lítið á þeim að græða, en þeim samt alt af haldið áfram, þá er mjög ánægjulegt að heyra, að ný- lega hefir einn af þessum heim- skautaleiðangrum, að öllum lík- indum tekist svo, að þar hefir veru Iegu og áætluðu takmarki veriö náð. Sá leiðangur, sem hér er um að ræða, er ferð Norðmannsins Ro- alds Amundsens, er yfirmaöur er á skipinu „Gjöa,“ og sem fyrir fá- um dögum lét til sín heyra ál norðurströnd Alaska,eftir að hann 'liafði komist fyrstur manna alla leið austan úr Hudsonsflóa norður um meginland Ameríku og vestur þangaf). Að skipaleið-sé norður um Ame- ríku, er þó eigi aðal uppgötvun Amundsens, því að bæði höfðu menn fulla ástæðu til að halda það áður en hánn fór för þessa, þó að nú sé reyndar sönnun fengin fyrir því, og í annan stað er það auð- sætt, að slík skipaleið mundi aldrei fá neina rerulega þýðingu. En það sem hr. Amundsen hefir aðal- lega borið úr býtum í ferð þessari, er uppgötvunin á legu segulskauts- ■ins. En segulskautið er sá staður, er sagulnálin bendir til, hrar sem er á boettinum. Og hsfir Aman4-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.