Lögberg - 28.12.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.12.1905, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28 . DESEMBER 1905. gæfusömu föngunum—eg gat látið þá fá aukaakerf af lireinu k)fti, og skipaði eg þvi Bey að láta þá ganga um út í forgarðinum svo eg gæti yfirlitið þá. En það lá við að jafnvel þessi litli greiði yrði þeim. *i>jáningaauki vegna grimdar fangavarðanna, sem undir eins og þeir komu inn í klefana létu höggin dynja, með höndum og fótum, á þeim, sem voru svo veikir eða langt að fram komn'ir, að þeir ekki gátu óðar brugðið við og komist á fætur, þegar til þeirrá' var talað. Hljóðin og veinin í aumingjunum kváðu við um alt fangahúsið, svo átakankg, að eg stóðst það ekki. Eg tapaði mér af reiði, og skipaði Bey að láta hætta þessu djöfullega gjrimdaræði, síðan kipti eg í einn mannhundinn, sem eg sá sparka i and- lit eins aumingjans, lagði svipuna mína með öllu afli utan um hann og fleygði honum á höfuðið niður steintröppurnar. „Hans hátign skal frétta þetta,“ sagði eg neiðu- lega,- „Og næsti fangavörðurinn, sem eg sé fara illa með fanga, skal verða tafarlaust skotinn hérna i fo.r- garðinum.“ Þessj orð mín höfðu svipuð áhrif eins og ef sprengikúlu hefði verfð fleygt niður á meðal mann- anna. Allir kiptu að sér hendinni og störðu á mig undrandi og óttaslegnir. „Það er ómögulegt aö stjórna svona stað; nema með harðri hendi, eksellensa,“ sagði Bey. „Svona löguð stjórn er ekki einu sinni hundum samboðin, Bey Effendi. Hans hátign skal frétta um þetta frá mínum eigin vörum; og þú skalt vana þig,“ svaraði eg í hita. „Eg hefi á móti þjví, að þú skiftir þér af málum þessum, eksellensa,“ sagði hann fýlulega, „Og þú getur reitt þig á það, að eg skal; láta hans hátign vita um þau mótmæli þín, og lýsa því vandlega fyrir hontim hvað kappsamlega þú hlynnir að og mælir með svívirðilegum grímdarverkum, Þú geriir nú svo vel að láta fangana ganga um garðinni frammi fyrir mér, og eg vil ekki sjá m,eira af þessari miskunnarlausu meðferð.“ Það var gert. Þeir voru látnir ganga út fimtíu saman, og aðra eins hörmungasjón vildi eg eg þyrfti I aldrei framar að líta. Alls konar sjúkdómseinkenni báru þessir uppþornuðu, hungurmorða, örvænting- arfullu attmingjar á andlitum sinum. Þó þar hefði veríð komin fylking af beinagrindum, sem dauðimr hefði kallað fram af gröfum þeirra til þess að leggja * á stað í f.erðina yfir um ána Styx, þá hefði það ekki getað verið ömurlegra en að sjá liópa þessa skjögr- * andi og haltrandi draga sig áfram. Þótt yfirskoðun þessi væri í mesta máta ömur- 1 leg og óáfiægjuleg, þá lét'eg hana standa lengur yfir en þörf gerðist til þess að aumingjarnir gætu sení ; lengst teygað hreina loftið, sem þeir þörfnuðust 9Vo. átakanlga. En ekki var Stefán á meðal þeirra, og þegar hinir síðustu úr neðanjarðar-klefunum, nær dauða eu lífi, höfðu verið leiddir út, og inn aftur — þegj- andi og óáreittir af ótta fangavarðanna fyrir reiði soldáns — þá vék eg mér að höfðingjanunt og spurði' hvort þetta vænt allir fangarnir. „Allir, eksellensa,“ svaraði hann með fýlu og kuldalega. „Segðu mér það, Said, hvort þetta eru allir fangarnir?“ sagði eg og vék mér að .spæjaranum. „Það eru enn þá eftir pyndingaklefarnirí, )eksell- ensa,“ hvíslaði hann. * ,,Allah hjálpi okkur, er mögulegt að til sé hér enn þá verra en við erum búnir að sjá? Fyfgjdu okk- ur þangað:“ „Eg hefi uppfylt skipun þína, eksellensa," hróp,- aði Bey og gekk í veg fyrir mig þegar eg var kominn að dyrunum á neðsta loftinu. „Eg hefi sýnt þér a,lla« fangana.“ „Eg trúi þér ekki og ætla sjálfur að gera frek- ari leit.“ 1' „Fangahúsið er undir minni stjórn, eksellensa, °g eg ver® að biðja þig að fara út.“ „Setur þú þig upp á móti boðum hans há- tignar ?“ „Eg hefi hlýtt þeim, en nú rná eg ekki láta gera föngunum frekara ónæði.“' Eg kallaði á flokksforingjann. „Samkvæmt boði soldáns ætla eg að leita í fang- elsinu að manni ,sem eg held að þar sé falinn,“ sagð? eg við hann. „Höfðingi fangahússins, Reshid Bey, bannar mér að ganga inji. Viltu greiða mér veg, og; láta skjóta hvern þann mann, jafnt höfðingjann og aðra^sem leyfa sér að taka fram fyrir hendurn m'mar? Eg býð þér að hlýða þeirri skipan minni.“ Útlitið varð skúggalegt um stund, því að Reshid Bey kallaðl sex menn til liðs við sig. En flokksfor- inginn var hermaður í húð og hár; hann var með mér i Yildis Kiosk, þar sem allir lutu mér, og kallaði hann orðalaust menn sína. „Til reiðu,“ hrópaði hann harður og einbeittiú' eins og prússneskurJ herforingi. „Eg hlýt að hlýða því, sem mér er sagt fyrir, Bey Effendi. /Etlar þúí ekki að láta unldan. Eg læt mfennina skjóta ef þið ekki víkið tafarlust úr vegi.“ Allra snö jggvast var eg hræddur um, að hann ætlaði að þ.verskallst og við mundum neyðast til blóðsúthbllinga, er hefði getað orðið mér óþægilegt eftir á. Hann hefði setið við sinn keip, en menn hans voru ekki á þvi. Það er sitt hvað að berja og sparka í ósjálfbjarga fanga. og að standa frmmmi fyrir byssukjöftum hirðliðs soldánsins; og þeir hörfuðu undan óttaslegnir. Flokksforinginn lagði þá hendina á öxl Reshids Bey, og hættan var á enda og eg gat óhindraður gfengið inn. Said fór með mig niður stigann, inn ií bannýænt andrúmsloft, og nam staðar úti fyrir einum klefan- um, sem eg hafði áður farið inn í. „Þárna hefi eg áður komið', sag?5i eg. „Ekki í undirklefana, eksellensa. Þéir eru undir klefa þessum.“ í klefanum voru þrír fangar hælaðir við vegg- inn til vinstri hándar, en Said gekk með fram veggn- um hægra megin. „Hérna cru þeir,“ sagði hannr Eg bauð að kveikja ljós og afhenda mér lyklana; og með því framganga hermannanna hafði éytt allri mótspyrnui þá var mér umýrðalaust hlýtt. Stórum' steini var lyft upp úr gólfinu og kom þá niðurgangan í ljós. Eg gekk niður í gegn um andrúmsloft, sem var svo þrungið af fýlu óg óheilnæmi, að slíku verð- ur ekki með orðum lýst, og þar niðri fann eg þrjá klefa. Einn þeirra var tómur. í öðrum lá mannræfill krossfestur á gólfinu, þar sem hann engdist sundur og saman af kvölum, biðjandi, formælandi, veinandi, grátandi, og bauðst tjl að meðganga. „Gaktu ekk’i of nærri honum, eksellensa,“ sagði lylgdarmaðúr minn. „Hann er að líkindum alþakinn maurum.“ Þaý var ein pyndinga-aðferðin. Said sagði mér, að fullir kassar af þessum viðbjóðslegu pöddum væru æfinlega við hendina; og þegar ein- hvern fanga þurfti að pynda þá var hann klæddur úr öllum fiðtum; krossfestur allsnakinn með járnkeðjum á gólfinu og maurunum lielt yfir hann. Hann sagði mér, að aðferð þessi mishepnaðist sjaldan, því að hvort heldur menn væru sekir eða ekki, þá með- gengju þþir venjulga alt sem á þá væri borið til þess að leysast úr þessum logandi kvalaeldi. Eg sá óðar, að þetta var Stefán. I bráöina þekti hann mig eklci,, og bauð eg pfnsvifalanst \ að leysa hann, fara með hann undir bert loft, þvo sár hans og fípra hann í föt. Þar næst gekk eg inn í þriðja klefann. V'oru þar tveir fangar inni, annar þeirra festur innan í járngrindar-hnút, sem mest liktist kvalafærinu í Lundúna-turninum, sem gengur undir nafninu „Dóttir kamarmokarans“; hinum var troðið í afkima, of lágan til að. sitja flötum beinum í og of lítinn til að Hggja í, og voru hendur hans báðar festar í gapastokk. Báðir voru fangar þessir með- vitundarlausir og sýnilega komnir í dauðann. Eftir að eg hafði boðið að leysa Þá, hraðaði eg mér út, yfir- kominn af fýlunni og öllu því hryllilega, sem fyrir augu mín bar, gramur við stjórn þá, stm leið slíkt athæfi, og djöfla þá í mannsmynd, sem létu hafa sig< til að framkyæma grimdarverkin, og þakklátur við guði fyrir það, að eg ekki var Tyrki. Reshid Bey beið nýn og var órólegur í * meira lagi. Hann vissi, að hann stofnaði sér í. mikla liættu með leiyniklefum iþessum; og reyndi eg með augna- ráði mínu, orðum og látbragði að gera hann sem allra hræddastan. Eg var órólegur vegna fanganna tveggja í síð.- asta klefanum. Eg gat ómöguleega tekið þá með mér, en skildi eg þá eftir, þá mátti við þýí búast, að þýælmennin svöluðu sér á þeim með enn verri meðferð. Stuttur í spuna og með embættisþótta kallaði eg Reshid Bey fyrir mig ásamt fangavörðunum 0g her- mönnunum. „Þú sagðir mér óeatt, Bey Effendi; eg fann- þrjá fanga. . Legðu nú fram skjölin, sem þér voru afhent með þeim.“ „Það er dálítill misskilningur—“ „Þögn,“ hrópaði eg og viltfi ekki hlusta á neinar skýringar. „í nafni hans hátignar, sem eg er hér fulltrúi fyrir, býð efeg þer að leggja fram skjölin/ Það varð sfeinhljóð, og hann hengdi niður höf- uðið skjálfandi af hræðslu. „Eg hefi engin skjöl, eksellensea," sagði hann stamandi. „Þá hefir þú gert þig sekan í að misbeita stöðu þinni og reynast þín.um tigna herra ótrúr með því að; nota fangahúsið til þess að misþjyrma pærsónulegum' óvinum þínum.“ „Nei,“ svaraði hann hiklaust og leit upp; en svo varð hann niðurlútur aftur og sagði f lágum róm: „Má. eg fá að tala ,við þíg einjslega, ekseSlensa, og skýra þetta fyrir þér?“ Eg vesi undir etss bvað þýddi—hann ætlaði að reyna að múta mér til þessí að þegja. „Nei, eg bíð skýringar þinnar hér í viðurvist allra þessara votta.“ „Þeir voru sendir hingað,“ tautaði hann. „Hver sendi þá?“ Það var engin furða þó hqftin hikaði, því hanm var hér á milli tveggja elda. Nefndi hann Marabúk’' á nafn, þá styggði hann manninn, sem hann bjóst við að yrði stór-vezír — með því liann ekki vissi, áð Marabúk var úr sögunni; en segði hann ekkert, þá) játaði hann á sig með Þögninni glæp þann gegrv' feol- dáninum, sem eg bar á hann. „Eg veit það ekkí,“ stundi hann upp skjálf- andi. „Eg skal minna þig á,“ sagði eg harðneskjulega. „Um einn fangann veit eg allan sannleikann; við- vákjandi hinum gef eg þér þriggja minútna um- hugsunartíma ;og neitir þú að segja mér sannleikr ann, þá sver eg þ|að við legstað spámannins, að þú skalt verða látinn niður í klefann, sem einn fang- anna fanst í, og kvalinn á sama hátt og hann var kvalinn.f' Og svo tók eg upp úrið mitt til þess að' telja mínúurnar. Aldrei hefi eg séð nokkurn mann bera sig yer af hræðslu en hann gerði. Svitadropar stóðu á enni hans, og illilega andlitið hans varð veiklulegt og öskugrátt; varirnar urðu bláar og nötrandi og kjálk- arnir sktilfu eins og hann hefði köldusótt; krampa- drættir færðust í andlitið og hann skimaði í allar átt- ir, stundum á mig, stunduin niður fvrir fætun sér ogi stundum i kring um sig eins og hann væri að líta eftir mannhjálp eða tækifæri til að sleppa; og liann skalf á beinunum svo hann gat naumast staðið á fót- unum. „Marabúk pasja,“ sagði hann loks. „Sendi hann þér þá a|lla þrjá?“ spurði eg meðf svo mikilli harðneskju, að hann hörfaði á bak aftuf. „Já, eksellensa.“ „Þú hefir þá verið, í bandalgi með manni þeim,' sem dirfðist að gera uppreist gegn hans hátigu sol- dáninum. Vánþakkláti mannhut^dur. Marabúk héfir nú látið lífið fyrir svik sín. Fyrir náð Aliah varð kom- ið í veg fyrir svikráð hans, og .svikararnir, sem hon- um fylgdu, bíða nú dóms. Einnig yfir þér verðtir dómur upp kveðinn. Eg rek þig hér með frá embætti þínu í nafni soldáns; honum skýri eg frá því, sem eg hefi hér uppgötvað—skipun hans viðvíkjandi þér kemur hingað á morgun og þangað til verður þú hér að vera. Snáfaðu frá augum mínum svo eg ýekki1 leggi þig í gegn í reiði minni.“ Eg get hælt mér af því, að állir dáðust að því—• jafnvel eg sjálfur—hvað vel eg lék tvrkneskt yfir- vald, og var það aðallega vegna þþss hvað mér ógn- aði meðferðin á vesalings föngunum. Vitaskuld gekk eg hér miklu lengra en eg hafði levfi til, en fyrir það áaskaði eg mig ekki, heldur ástandið í fangels- inu, sem neyddi mig til úrræða. Nú gat eg ekk;i hjá því komist að setja annan mann til þess í bráðina að stjórna fangelsinu, og bannaði eg lionum harðlega að láta fara miskunnarlaust með fangana, og auk þess gerði eg sérstakar ráðstafanir viðvíkjandi þeim tveimur, sem þangað höfðu ivleríð sendir án dómsl og* laga. Reshid Bey réð sér bana um nóttina, frétti eg! síðar. Um kveldið hafði frézt þangað, áð samsæriði hefði mishepnast, og með því hann vissi sig sekani að því að viera við það bendlaður, þá kaus hann þann kostinn að láta ekki taka sig lifandi. Mér var þannig ekki um dauða hans að kenna, þó eg mundi ekki hafa tekið mér slíkt nærri eftir alt það, sem eg var1 bú’inni að sjá af grimd hans og fúlmensku. Á meðan eg átti tal þetta við Reshid Bey háfði Stefán a<> nokkuru leyti náð sér, og bauð eg nú að' fara með hann inn í herbergi þar sem eg gæti talað' við hann í einrúmi. Hann hafði ekki verið nema tvo sólarhringa í fangelsinu, en svo var hann veiklaður’ og beygður, að þegar eg gékk inn í herbergið til hans og hann þekti mig^ þá starði hann fytst á mig öld- ungis forviða og brast síðan í grát, því hann hélt eg^ ætlaði að yfirheyra sig og senda síðan til baka í saina kvalastaðinn. Eg lét hann gráta um stund og lagði síðan hend- ina vingjarnlega á öxl hansi, því að allur fjandsíkap- ur, 9em eg bar til hau6, varð að engu þegar eg sá hvað bágt hann hafði átt. „Vertu hughraustur, Stefán,“ sagði eg; „eg era hingað kominn til þess að gefa þér frelsi.“ Hann le*t upp snögglega, roði færðist í kinnar hans og gleði kom fram í tárvotum augum hans við þessi orð mín. „Frelsi?“ sagði hann í lágum og óstyrkum róm- eins og hann tryði ekki eyrum sínum. „já, anðvitað. Þé vfcrður mér samferða héðan. Vertu hughraustur og óhræddur." „Frelsi,“ endurtók hann í hærri og hressari rómi; og svo greip hann hönd mína, sem lá 3t öxl hans, og þrýsti henni að vörum sínum og t£r- votum kinnum. • ►

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.