Lögberg - 17.02.1910, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.02.1910, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1910,. Erfðaskrá Lormes eftir Charles Garvice “Ó, þaö er engin liætta,’’ sagtSi Iveola. “Hvert bamiS ræ«ur viS hana. Eg ætla aS hleypa henni. Eg er óhrædd. SjáiB þér til.” Og áBur en Cyril gat stöövaS hana sló hún aftur i hryssuna og hieypti henni á stökk. Cyril sló i hest sinn og kallaBi til hennar. En Leola var orBin gröm viS hann, og skeytti ekkert' rá«um hans, en leit viB hlæjandi og gaf hryssunni lausan tauminn. En hún var nú farin aö kunna allvel að sitja á hesti, og hefBi því veriB öldungis óhætt á góöum og traustum hesti. En Cyril var hvorki á því að hryssan væri góö eBa traust, og hleypti á eftir sem harðast. Þau riðu þannig yfir mýrina í einum spretti. Hún kippkorn á undan, en hann á eftir. En þá vildi svo til, að klettur stóB viS veginn frani undan hryss- unni og fældist hún hann strax, og Ihljóp út undan sér en hélt sprettinum með ofsa hraða. Hann keyrBi hest sinn sporum til að ná henni; en hryssan var af hreinu kyni og hesta fljótust. Hestur- inn, sem hann reiS, var miklu þyngri og hafBi auk þess miklu þyngri byrBi aB bera heldur en hryssan. Og sá Cyril skjótt, aS þó aB hestur hans gerBi sitt ítr- asta, dró hryssan alt af undan. Cyril tautaSi alt annaB en blessunarorB yfir | Philip Dyce og rak sporana i síBurnar á hesti sínum. En þaB var eins og hófadynurinn á eftir hryss- unni gerði hana enn hræddari og herti á henni, svo að ihún þandi sig nú alt hvað hún gat. Cyril hallaBi sér áfram á hesti sínum, sem þaut á- fram á fullri ferB, og hrópaði: “Haldið vel við hana!” Leola heyrði til hans og leit við. Hádegisbirtan féll á andlit Leolu og brá Cyril við aB sjá framan í hana. Hún var náföl og alvarleg, og hann vissi að hryssan haföi náB að teygja hausinn niBur svo að Leola Iiafði mist alt vald yfir henni. Hann rak svipuna á ný um hest sinn pg þeysti á eftir hryssunni, sem hann mátti mest, og sá hann nú, að hún hljóp ofurlítiB út undan sér til vinstri handar. LítiB eitt veik hún út af réttri leið, en afleiðmgarnar af því urðu háskalegar, þvi i staB þess að stefna að skemtigarðinum, stefndi hryssan nú á akbraut all- breiöa, en á leiðinni þangað lá sandgígur, er skeð gat aö hryssan sæi og forSaðist; ef hún gerði það eigi, ;hlaut hryssan og sú, sem á 'henni sat, aö lenda i gígnum. Cyril fanst eins og hjartað í brjósti sér ætla aB hætta að slá, l>egar hann sá hryssuna snúa þessa leið. En hann varB skjótur til ráBa og sneri hesti sínum í áttina til hægri handar. Það var óðs manns æði, að ætla sér að ná hryss- unni meS því að hleypa á eftir henni, önnur eins ferö og á henni var, og því hkast, sem hún herti þvi meir á sér, sem hún heyröi betur hofatakiB aftan \ iö sig. Það var ekki nema um eitt aS gefti. Honum kynni aB takast aö komast á gígbarminn áBur en hryssan stingist þar fram af, meö því að fara aöra leiö, og ríBa alt hvað af tók. Um leiS og hann keyrSi hest sinn sporum leit j hamr til hryssunnar. Hún var orðin ramfæld, og Leola réð ekki vitund viB hana. Cyril beit á jaxlinn og sló fast í hest sinn, og það var eins og blessuB skepnan skildi aB nú yrBi hún aö gera sitt sárasta. En þó að hestur Cyril legöi sig vel á sprettinum virtist hryssan ætla aö verða fyrri aö ■giígnum. Hrörleg girBingarbrot umhverfis sund- gíginn fóru nú að sjást gerla. Hryssan nálgaðist þau óBfluga. Hún hafBi teygt höfuöiB niSur milli fót- anna og þaut áfram hamslaus. Leola sat hana enn þá. En föla andlitiö á henni sneri biBjandi í móti Cyril. Hún þagöi en þaö var auBséB á svip hennar, aB hún sá hættuna og hafði gert sér grein fyrir henni. Oft hafBi Cyril komist t hann krappan á hestbaki, en aldrei eins og nú. “Bara eg væri komirm á bak hryssuskrattanum,” tautaöi hann gremjulega. Hann hallaöi sér fram á makkann og knúöi hest sinn áfram af ölkun mætti. Hann smáfærðist nær girBingunni. F.ftir eina minútu útkljáBist um hversu færi. Alt í einu virtist, sem hryssan sæi hættuna. Hún kipti upp höfSinu, þeytti út úr sér hvitum froBuflyks- urn, en hún gat ekki stöBvaB sig, svo stutt átti hún eftir að gignum. læola sá fúna giröinguna fram undan sér, gap- andi sandgnginn og fann síöan a!t í einu til hræðh legs hristings, og henni fanst hryssan kastast út á aöra hliBina, cg samstundis sá hún alvarlega andlitiö á Cyril Kingsley hallast ofan að sér. “BjargaBu mér, bjargaöu mér!” hrópaði hún veiklulega og um leið féll hún af baki, en ekki ofan í giginn, eins og hún hafði ímyndað sér og óttast, held- ur í fangið á Cyril. ÞaB rnátti ekki seinna vera. Um leið og hann koan á harða spretti að ldiBinni á hryssunni, nam höf- uB hennar við girðinguna; én nú hélt hann á Iæolu í fanginu en hryssan byltist um í grasinu. Hann hélt á henni í fanginu og liárið á henni hafði losnaö úr hnútnum og hrundi niðúr um brjóst honum; höfuB hennar hvíldi við vanga lians og fölar varirnar á henni komu við lmappana á yfirhöfn lians. Henni var nú bjargað! Sterkbygði maðurinn titraði ofurlítið. Hann, vafði hana þétt að sér og þrýsti kalda andlitinu á lienni að brennheitu andlitinu á sér. Hún hafði fallið í öngvit, en nú fann hann aö lienni fór að létta uin andardráttinn og roði tók að færast í kinnar henni, og þróttur færðist í máttvana handleggina og hún hélt sér í hann; þannig hélt hann á henni sæll og glaður. Smátt og smátt tók hún að rakna við, veikhnleg og barnslega bljúg. Hún opnaði augun, titraði og fól andlit sitt upp við hann. Þá misti hann sem snöggvast vald yfir sér. Hann þrýsti henni fastara að sér, strauk hárið frá enni hennar og kysti liana. % “Elskan mín, elskan mín!” sagði hann lágt og sundurlaust. Hún hrökk ekki frá honum en byrgði andlit sitt enn betur. Hún tók enn þéttara um há!s lionum og h^úfraði sig fastar aB hon,um. “Cyril,” sagði hún lágt, “ó, Cyril, bjargaðu mér!” . “Elskan mín,” sagði hann hikandi, “þú ert úr ailri hættu,” og um teiB beygði 'hann sig ofan að henni og kysti hana aftur. Það var eins og hún vaknaði nú til fulls við orð hans og ástaratlot, og leit nú framan í hann mjög bliðlega. SíSan losaði hún sig með hægð úr faðmlögum hans, en liann lá á hnjánum og hjálpaði henni til að rísa á fætur. Hún strauk hendinni um mjallhvítt ennið, litaðist um og hrollur fór uin( liana. SiBan leit hún niður fyrir sig og varð augnaráðið óumræðilega bliðlegt, en nún þagöi þó. “Líður ySur betur, Miss Dale?” sagði hann svo. Hún hrökk saman þegar hún heyröi hann nefna "Miss Dale”. “Já,” svaraði hún og var orSugt um mál. “Nú er eg miklu betri. Er hryssan dauð?” Þá vaknaði gremjan hjá Cyril á ný; en hryssan var ekki dauð, en var orðin hölt og af henni öll fælni. “Minnist þér alls ekki á þann titjufjanda,” sagði Cyril. “Huigsið um yður sjálfa. Eruö þér vissar um það, aB þér séuð hvergi meiddar>” Hún færði sig ofurlítið nær honum þegar hann bar upp spurninguna. “Það var mikil áhætta, en það var ekki um ann- að að gera en að hleypa hestinum á bóginn á henni. Er það víst, að eg hafi ekki meitt ySur ” Leola vék sér hægt við aö honum, því að hún hafði snúiö sér þegar liann nefndi Miss Dale. “Eg er öldungis ómeidd,” sagBi hún og leit niöiuc fyrir sig. SíBan leit hún upp og framan í hann og sagði: “Hvernig átti eg að rneiSa mig? Þér gripuð mig svo að eg féll í fangiS á yður.” XXI. KAPITULI. Það heföi verið steinhjarta í þeim manni, er ekki heföi fundiS til hlýju í brjósti sér viö.þessi orð, sem ögS voru meB blíðu og innileik. Cyril færði sig nær og virtist enn ætla aS segja jitthvaB er honum lægi þungt á hjarta, en svo nam hann staöar, en auBséð aö hann tók þaö nærri sér og agBi lágt og skýrt: “Mér þykir vænt um aö ráB mitt hepnaBist.” SiBan gekik hann aö hryssunni og tók af henni söBulinn. “ÞaB skal aldrei oftar veröa lagöur sööull á þig,” tautaöi hann um leiB og hann spretti af sínum hesti >g lagBi söBul Leolu' á hann. “Hvers vegna er.uB þér aö þessu?” spurði Leola en leit ekki upp. . Af því aB eg ætla aö skjóta hryssuna eftir svo sem eina. klukkustund.” “Nei!” sagði Leola í bœnarrómi; “gieriB þaB ekki, eg vil ekki ldta skjóta hana. “Mig langar til aB eiga hana enn.” Hann leit í kring um sig. “Eiga hana!” endurtók hann. “Já: veriö þér ekki vondur,” sagöi Leola blíBlega. Eg skal lofa yöur þvi, aB ríöa henni aldrei oftar, ef þér skjótiB hana ekki.” “Þér eigiB hana auBvitaö, Miss Dale,” sagBi hann kuídalega. Leola brá Htum. “GetiB þér ekki skiliB hvers vegna eg vil ekki farga hryssunni?” sagöi hún svo lágt aö varla eyrBist. Cyril teymdi hest sinn til hennar. “Þér eruö of máttfarnar til að geta gegniB heim, svo aö þér veröiB aB ríBa þessum hesti. EruB þér nokkuð hræddar?” “Nei,” sagði hún niBurlút. Leola hikaði. Hann hjálpaði henni á bak. "Hvað ætlið þér aS gera við hrjssuna?” spuröi hún. “Láta hana sjálfráða um, hvort hún fer heim eða ekki,” svaraði hann. “Ekki græt eg þaö, þó aS hún viltist og lenti heim til Euirustaöa bóndans,” sagði hann gremjulega. Leola þagði, og þau héldu áfram leiðar sinnar; Cyril gekk við hliS hestsins. Leola leit beint fram undan sér, en tiorföi ööru hvoru á þrekvaxna manninn, sem var svo skamt frá henni, að hún hefði auBveldlega getaö náö til hans, ef hún hefði beygt sig áfram, en hún undraöist hvað hann var þögull og alvörugefinn. Þögnin varð löng og þreytandi, en Leola hafði um margt að hugsa, Hafði hana dreymt það, eða haföi hann í raun og veru kallað hana elskuna sína — og kyst hana? Blóðið þaut fram í kinnar hennar þegar hún bar þessa spurningu upp fyrir sjálfri sér. Henni fanst ekki bet- ur en kossar hans brenna enn á kinnum sínum, og aS þaS hlyti að sjást rauðu blettirnir eftir — ef hann á annað ,borð hefði nú kyst hana. Og hún vissi ekki betur en a B hún hefði kallaB hann Cyril og þúað hann. En hvernig stóð þá á því, að hann var svona þög- ull? Hvers vegna hafði hann þá ávarpaS hana svo kuldalega þegar hún: var röknuð við til fulls, og kallað hana “Miss Dale“? En ekki mátti nú sjá á Cyril hvað honum bjó i brjósti. Hann leit að eins stöku sinnum til hennar til að fullvissa sig um, að hún væri óhult, en aldrei leit hann framan í hana. Hvorugt þeirra sagði nokkurt einasta orð alla leiðina heim á grasbalann rétt hjá Lonnesetrinu, en þegar komið var heim hjálpaöi Cyril Leolu af baki. Leola studdi hendinni þyngra á öxl honum þegar hún fór af baki, en vant var, og hönd hennar skalf. “Þér eruð þreyttar,” sagði hann og leit upp. “YBur er bezt að hraða yöur inn og hvíla yður.” “En hvemig á eg að fara ið þakka yður? Mér er vel kunnugt um, hvað þér hafið gert fyrir mig í morgun og —” Áður en hún gat sagt meira kom Philip Dyce og gekk hratt á móti þeim ofan kambinn/ “Miss Dale!” lirópaði hann meB ákefð. “Hefir nokkuð komið fyrir ” Leola roðnaði. “Já, mig henti slys.” Philip Dyce leit af LeoLui til Cyril með þótta- svip. “Henti yður slys? Hvernig var því variB, Mr. Kingsley?” Cyril var i þann veginn að fara burtu, en hann stóðst ekki þessa þóttalegu áskorun. “Eg get sagt yður þaö í fám orðum,” Mr, Dyce. Hryssan, sem þér gáfuð Miss Dale, þetta metfé, sem átti að vera, fældist með hana og lá við sjálft að Miss Dale biöi bana af.” Phiiip var nábleikur í framan af gremju, en hann stilti sig aödáanlega. “Kæra Miss Dale!” sagði liann auðmjúklega, en vék sér síðan aö Cyril og sagði fyrirlitlega: “Fældist hryssan ? Eg á bágt með að trúa því. Og hvar vor- uð þér? Miss Dale var í yðar ábyrgð. Vafalaust heföuð þér gétað stilt hryssuna. Líkast til aö hestur yðar hafi fælt hana. Eg skil ekkert í þessu. Þaö heföi ekki þurft nema að snerta hana að eins til aS stööva hana.” “Það má vera, aB >iiur hefðl tekist það, ef þér hefSuð setið á henni, og ef ekki þarf nema að snerta hana til aö stöðva hana, þá vildi eg óska aS þér hefð- uð mátt reyna þaö,” sagði Cyril fyrirlitlega. “Eg er hræddur um, aö þér séuB ekki mikill hestamaður, Kingsley.” “Mr. Kingsley bjargaöi lífi mínu og stofnaði sínu eigin lífi í háska við það, Mr. Dyce, sagði Leola með leiftrandi augum. * “Þá er eg — og viB öll í þakklætissguld viö Mr. Kingsley,” sagði Philip Dyce og var fljótur aB breyta röddinni, og rétti fram hönd sína, en Cyril sneri sér undan frá hvítu framréttu hendinni, lyfti hattiiium í kveöjuskyni til Leolu og gekk af staö og teymdi eftir sér hest sinn, en þá loks var hestasveinninn kominn með höltu hryssuna. “Eg get aldrei fyrirgefiB sjálfum mér aB gefa yöur þessa hryssu, Miss Dale; en eg segi yöur þaS satt, aB eg var búinn aB margreyna hana,” sagöi Philip Dyce. “Eg hefBi heldur viljað láta lífiB, en aö stofna yöur í nokkra hættu. Eg vona aS þér trúiB mér?” “Já, eg efast ekki um þaS,” svaraBi Leola. “En Mr. Kingsley sagöi alveg satt,” mælti hún enn fremur og roBnaSi. “Hryssan fældist, og hann bjargaöi lífi mínu.” “Eg trúi þvi,” sagöi Philip Dyce, “og hann hefir gert svo mikið fyrir mig með þessu, að eg fæ þaö aldrei að fullu launaB. Eg segi yBur þaB satt, Miss Dale, aB eg dauösé nú eftir því hvaB eg var harBorB- ur viB hann. Kingsley er mesti fullhugi, þó hann aldrei nema sé skapstyggur.” “Skapstyggur!” “Sáuö þér ekki hversu hann neitaði aö taka í hönd mína?” “Eftir aB þér böfBuö snrinaö hann,” sagBi Leola snúBugt. “Hvemig getur yBur komið til hugar, aB eg gæti fengiB af mér aB rnóBga eBa smána mann, sem hefBi bjargaB Hfi yöar, hvað lítilfjörlegur sem hann kynm aS vera ” “Já, hann bjargaöi lífi mínu,” sagöi hún viB sjálfa sig. Þau voru nú komin aö stiganum í fordyrinu og Leola bjóst viö aö fara upp í herbergi sitt. “Eruð þér búnar að fyrirgefa mér, Leola — Miss Dale?” spurBi hann og horfBi fast á hana. GIPS A YEGGL ®aF“ Þetta á aö minna yöur á aö gipsiö sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstcgundir vorar eru þessar: „Empire“ viöar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold Dust“ fullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifiö eftir bók sem segir hvaö fólk, .sem fylgist meö tímanum, er aö gera. Manitoba Gypsum Go., Ltd. SKHIFSTOFA Ofi JIVWA WINNIPCö, MAN. “Það er ekíkert að fyrirgefa, Mr. Dyce,” sagði hún. Hún elskaði manninn sjálfan, ekki svip hans eBa ásýnd, og konuást getur verið ægileg, ást konu eins og Miss Dale var í innileik sínum og trygglyndi sínu. “Eg elska hann!” sagöi hún við sjálfa sig, um leið og hún leit í spegilinn. “Eg elska hann! ó, en ef hann skyldi nú elcki elska mig!” sagði hún og stundi Síöan tók hún að vinda hár sitt aftur upp í harð- an linút, og gerði það hægt og mjúklega. “Skyldi hann elska mig?” sagði hún lágt viB sjálfa sig. “Kallaði hann mig ekki elskuma sína, og kysti hann mig ekki? Getur það veriö, að mig hafi dreymt það alt? Ó, Cyril — ó, clskan mín. Eslkaðu. mig ofurlítiB, af því að eg ann þér Svo heitt.” “Eg ann þér, Cyril!, Elskaðu mig líka.” En hann var aS hugsa um Beaumont lávarS, góSa göfug'ynda manninn, sem gerst hafSi vinur Cyrils. “HvaS hefi eg gert? HvaS ætlaði eg að gera?” spurði hantn. “Er eg að svíkja vin minn? ÞaS veit guð, að eg elska hana af öllu hjarta; en þaS gerir hann líka! Hatin, maðurinn, sem hefir heitið mér vináttu sinni og trausti; mað.ur, sem er henni sam- boönastur, en eg—” hann þagnaði og stakk höndunum í vasana og fór aS ganga um gólf i þungu skapi. “Guði sé Iof!” sagði hann lágt, “að hún heyrði ekki hvað eg sagði — vissi ekki að — að eg kysti l ana! — ÞaS var rangt — rangt!” tautaði hann í iðrunarrómi. “Eg hafði enga heimild til að gera þaB. AnnaS eins og þaS var aö setja blett á hana, barnsíega, saklausa, hreinhjartaða. En hvernig átti eg að geta stilt mig um aö kyssa hana, jafnmikiö eins og eg elska hana, þegar hún hjúfraSi sig aS mér og eg fann hlýj- ?n anda hennar leika uim andlit mér. Ó, elskan mín! já, svo nefndi eg hana. Elskan min!” endurtók hann og hló kuldahlátur. “Rétt eins og um þaS gæti veriö aS ræða, að hún hefði nokkurn tíma hugsað hlýlega til mín — þjónsins hennar; eg var heimskingi að fara aB flytja hingaB í nágrenni viS hana. Eg hefi hl>'.'S að vera farinn að elska hana strax fyrsta morguiiiv.n scm við fundumst, þegar hún sagöi mér að hún væri húsfreyjan á Lormesetrinu. Þá heföi eg átt að snúa stiax aftur til Ástralíu, fara eitthvað burt frá henni, cg ekkert on hana að hugsa. Nú ætti eg aS fara, ef eg virti nokkurs helgi vináttunnar.” “Nei, eg get ökki skiliS við hana og látiö hana falla í tálsnörur Philips Dyce. Eg veit þaB, finn þaö ósjálfrátt á mér, að hann er þorpari, og hann er að brugga einhver vélráö gegn henni ? Væri það nokkuö ólíkiegt, aS hann væri aB reyna aS ná henni frá Bean- mont lávarSi? ÞaS skal aldrei verða. Eg vildi held- ur vita hana í gröfinni en konu Philips Dyce. Þar aS auki er innbrotsmáilð þáS í nótt óútkljáö. Eg verS að ráða einhvern veginn fram úr því. Eg ætla aB bíSa viB og gæta hennar. Eg hugsa aS hún giftist Beau- mont lávarSi og veröi hamingjusöm og' þá get eg snúiö aftur út í skógana og byrjaB villimannalífiB á ný.” En er hann hafSi ráBiS þetta viB sig, fleygði hann ferðatösiku sinni á gólfiö og spyrnti henni inn undir rúmiS meB fætinum, og gekk út. “HvaB ert þú að gera hér, Sline?” sagBi Cyril snúBugt er hann kom út í dymar. “Eg hefi eins mikinn rétt til aB vera hér eins og þú, ofsinn þinn!” tautaBi Sline þóttalega. “Eg er for- stjóri til mánaSarloka.” “Já, vitanlega,” svaraöi Cyril fyrirlitlega, “og þeim mun betra fyrir búgarðinn, sem þú ferB fyr. En þrátt fyrir þaö hefir þú enga heimild til aB ganga hér um snuBrandi eins og þjófur. Þú ert líka fullur. Þú ættir aB skammast þin.” “Fullur, já. En hver hefir komiB mér til aB drekka SvaraBu því. ÞaB ert þú, sem hefir svift mig stööunni. En þú skalt ekki ímynda þér, aB eg HBi þaB bótalaust. ÞaB kemur senn að skuldadögun- um fyrir okkur, Mr. Kingsley, og þú skalt fá aö kom- ast aB raun um, aB eg er fær um aB borga fyrir mig.” Cyril hræddist ekki hótanir manngarmsins, en honum lá viB aS kenna í brjósti um hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.