Lögberg - 24.03.1910, Side 6

Lögberg - 24.03.1910, Side 6
 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 24. MRAZ 1910. Erfðaskrá Lormes eftir Charles Garvice XXVIIr. KAPITUU. I Áöur en kvöid var komiö vissti þaö allir á Lonne- setrinu, í Westburv ogf i Mountsford. aö Polly Mar- deti heföi strokiö meö Cyril Kingsley. Þ'aö er kannske helzt til mikiö sagt, aö allir hafi vitaö um þaö, þvi aö ttndantekningar voru á þvi; Beaumont lávaröur liaföi t. d. ekkert um þaö heyrt. Þessi atburöur olli allmiklu umtali, þvi aö fólk þar i nágrennrnu ltaföi alt af taliö Cyril framar en bændur alment, og þaö var orðiö kunnugt, aö Beau- ntont lávarður breytti viö hann sem jafningja sinn og vin. Ein^töku maöur vefengdi fréttina. En hvaö máttu þessir fátt sin gegn öllum fjöldanunt, meö því líka að það var sannanlegt, aö Cyril hafði farið með síð- ustu jámbrautarlestinni kveldiö fyrir — sömu Iest- inni sem Polly Marsden — og engar skýringar gefið á þessari óvæntu burtför'sinni. Þaö spáöi ekki góðn. En Leola trúöi þvi ekki. Hún reikaði fram og aftur um hitia fögru sali Ixtrmesetursins og»endurtók fyrir mitnni sér: ‘ Það er ósatt! 'Það er er ósatt!" Og skrautið umhverfis hana, er hún hafði áöur verið svo upp meö sér af, var henni nú eirtgöngu til leið- inda. Hana langaöi til aö vera eina og bíöa þess aö hann kæmi og segöi henni satt frá málavöxtum. En hún var húsfreyja Lormesetursins! Henni sæmdi ekki aö fara í felttr, eins og dóttur einhvers vinnumannsins hennar. Ef trúlofun þeirra hefði verið orðin heyrin kunn, þá gat verið öðru máli aö gegna; þá hefði hún getað leitaö einverunnar; en hann hafði viljað leyna trúlofuninni. Hvernig stóð á því? Hún roðnaði og fölnaði á víxl, því svarið kom henni í Intg, það að þó hann heföi eigi viljaö segja skilið viö fyrri kærustuna, þá lieföi hann ekki viljað gera húsmóöur sinni ojnnbera minkun. En hún revndi aö hrekja brott þessa hugsun úr huga sinum. Hún unni honum >vo heitt og innllega, að efinn haföi ekki enn náö að festa djúpar rætur í brjósti hennar. Það vildi nú ‘svo til þenna dag, að íleiri bar að garði á Lormesetrinu, en venja var til; nokkrir' þeirra höfðu vitan'ega heyrt um hina sviplegu' brottför ráðs- mannsins á búgarðitntm óg komu til að útvega sér frekari upplýsingar þvi viðvikjandi, en hvorki Mrs. Wetherell eða Leola mintust á þaö einu orði, svo að gestirnir fóru aftur án ]>ess aö verða nokkurs vísari. Þeir stungu samt saman nefjum utn þaö að Le- ola væri mjög föl, og stilt, en á ]>ví var reyndar lítið mark takandi, þvi að lu'tn var sjalclan mjög rjóð eða umsvifamikil. Loks kom Hovvth greifafrúin, en hún kunni sig alt of vel til aö minnast á ]>etta og var mjög alúðleg. Daguritnn ieið hægt og seint. Leola beið og hlustaöi og vonaði að heyra fótatak Cyrils eða rödd hans, en það brást. María tók eftir því, hvað húsmóöir hennar var stúrin á svip og mintist þess oft síðar, þvi 'sorgin beygöi hana, ^vo að hún var eins og brotin lilja; Maríu langaði ti.l að minnast eitthvað á harmsefnið, en hún hafði ekki í fullu tré að gera það. Lcola fór ofan í Ix>rðsalinn til miðdegisveröar og var þungbúin á svip, en bar sig vel. Llún treysti þvi, að hún mundi fá bréf með j>óst- inum frá unnusta sínum. Hún reyndi aö borða róleg og tala viö Mrs. Wetherell eins og ekkert væri, en Mrs. W'etherell var hvorki skrafhreifin eða kát, þvi að hana tók sárt til Cyril, og var hrygg yfir siðustu fréttunum, sem heyrr-t höfðu af honum. Þegar máltíðinni var lokið, varpaði Mrs.Wether- ell mæðilega öndinni og sagði: “Það liggur illa á mér í dag, góða mín.” “Já,” sagöi Leola, “er það vegna—” Hún gat ekki nefnt nafnið. Vegna Cyril Kingsley,” sagði Mrs. Wetherell.” í’Hún hugsaði ekkert imv Pollyj. “Eg get ekki trúað þessum ljótu sögum — og þó er þetta svo grunsam- iegt.” Leola stundi við; hún haföi ákafan hjartslátt. "Hvað er grunsamlegt ” spurði hún. “Hann hefir fariö til borgarinnar í verzlunarerindum.’' Mrs. Wetherell leit upp. “Haldiö þér það?” •spurði hún. “Eg vona það 'líka. En hvers vegna gerði hann engin orð — hvers vegna var stelpan alt af að flækjast á búgarð- inum og hvers vegna hefir hann verið svo oft seint á ferli úti á kvöldin? Og svo hefir liann sézt koma út úr húsi Marcdens og margt fleira mætti telja.” “Sem hægt væri að skýra fullnægjandi,” svaraði Leola kafrjóð. Ilenni fanst það einhver hugléttir aö halda uppi svörum fyrir hann. “Hvað var á möti því, aö hann kæmi inn í þetta hús? Hann þekkir alla vinnumennina og fer um alt! Og þessi stúlka,” —röddin varð harðneskjuleg — “hún fór til búgarðs- ins til aö kaupa smjör og egg.” “En hún hefir sézt þar seint á kveldin,” svaraði Mrs. Wetherell. Iæola stóö á fætur — þvi að þær ætluðu inn í setustofuna,— og hún var tiguleg ásýndum, þar sem hún gekk út úr borðsalnum fögur og föl með mikinn þykkjusvip. “Þér eruð farnar að nota röksemdir Lady \'aux”. sagöi hún kuldalega. Mrs. Wetherell leit upp og lá viö að henni vöknaði um augu. “Já, eg geri þaö rétt til þess að heyra yður hrekjö þær, kæra Leola. Satt að segja get eg ekki trúað þessu á hann. og langar eklci til að trúa því á liann. Hann er of mikið prúðmenni — of góður og göfug- lyndur maöur til þesis að geta gert sig sekan i ööm • „ , ft eins. “Alt of göfuglyndur,” sagði Leola með áherzlu. Þær voru nú komnar inn í setustofuna. Leola gekk yfir að arninum og fór aö orna sér því henni fanst eins og hrollur fara titn sig. í þvi kom vinnu- n aöur inn og lagöi eitthvað á borðið. Það var pósttaskan. Mrs. Wetherell leit upp, en Leola hrærði sig ekki, þó aö hún hefði ákafan hjartslátt og blóðið ryki fram í kinnarnar á henni. “Þarna er pósturinn kominn,” sagði Mrs. Weth- eiell blíðlega. Leola leit upp kæruleysislega og gekk yfir að pianoinu. Hún þorði ekki að opna töskuna, þó að hana blóðlangaöi til þess. Hún lék fyrst eina sonnettu Sclmberts frá upp- bafi til enda hægt og rólega, og því næst gekk hún yfir gólfið og tók upp töskuna. Hún sneri bakinu að Mrs. Wetherel og gat hún þv iekki séð hversu Leola nábliknaði er hún skoðaöi i annað sinn ]>au þrjú bréf, sem voru í töskunni. Þetta voru voðaleg vonbrigöi. Og fyrst í stað fanst Leolu eins og ætlaði að liða yfir 'sig, varimar skulfu, augun uröu sviplaus og hún greip bá'ðum höndum fyrir brjóstið. Mrs. Wetherell litaðist um. "Er—er nokkurt bréf frá honum?” spurði hún með ákefð. Leola vætti varirnar. “Það er ekkert bréf frá Mr. Kingsley, ef þér hafið átt við hann,” svaraöi hún Mrs. Wetherell nv'ð einkennilegri ró. "Ekkert bréf — ekki nokknr lína?” spurði hún. "Er það ekki undarlegt! Hann hefði átt aö skrifa, Leola, finst yður það ekki?” Leola svaraði ekki. Hún lagði bréfin á borðið og gekk yfir að arninum, en andlit hennar var kukla- legt og hörkulegt eins og andíit líkneskis. Það varð ofurlitil þögn. En *svo sagði Mrs. W'etherell: “En vera má, að þetta sé ekki svo undarlegt þeg- ar íarið er að athuga það. Karlmenn eru sjaldnast rr.ikið gefnir fyrir skriftir, og hann hefir ef til vill ekkert haft að skrifa. Okkur hefir falliö svo vel viö hann, að við furðum okknr á því, að hann skuli hafa farið svona skyndilega burtu og án þess að gera greiw fyrir því; en var honum þaö ekki frjálst? Hann var alls ekki skyldugur til að skýra okkur neitt frá því. Það er ekki umtalsmál, að manni í hans stööu er frjálst að bregða 'sér til Lundúna án þess að hann geri grein fyrir því, og Cyril Kingsley er einmitt þess kyns maður, að honum er illa við öll umsvif. Og til hvers hefði liann eiginlega átt að vera að skrfa?” Leola kinkaði kolli til samþykkis um að það b.efði verið óþarfi; en með sjálfri sér fann hún glögt hvers vegna hann hefði átt að skrifa. Hún, stúlkan, sem hvílt hafði í faðmi hans, stúlkan, 'sem enn fann kossa hans brenna sér á vörifm, stúlkan, sem hann haföi lofað að finna þá strax um morguninn, hún vissi, hvers vegna hann hefði átt að skrifa. Horfurnar voru óglæsilegar. Mrs. Wetherell var óf æst og óróleg til þess að geta lagt sig út af eins og hún var vön. Hún sat og saumaði, og horfði á eldinn og var að skoða í huga sér mynd fallega, prúðmannlega unga mannsins , sem hafði brugðist vonum þeirra svó hraparlega. Leola sat með bók, en henni varð ekki mikið úr lestri, því að annað veifið var hún a't af að lita út i gluggann og horfa út í rökkurmóðuna. \’eðrið var heldur óyndi'.-legt og klukkutíma fyr en vant var sagði Mrs. Wetherell: “Eg ætla að fara að hátta, góða mín; eg er þreytt og í slæmu skani i kvekl.” Hún kysti Leolu og faðmaði hana aö sér, stúlk- una, sem hún hafði viljað ganga í foreldra stað, og hún ugði, að huldir harmar mundtt nú sækja heini. "Þér eruð þreytulegar,” sagði hún; “þér hafið tekið yður þetta nærri.” “Já, eg er hálfþreytt,” sagöi Leola og reyndi að brosa. “Eg ætla að fara að hátta, rétt strax.” En í stað ]>ess opnaði hún lestrarsalinn og fór þar inn. Þar var kalt og óvistlegt, eins og herbeigið minti á fjarveru Cyrils. Hún gekk að borðinu, leit á skjöl hans — á bókina, sem hann hafði verið að lesa i, og pennann sem hann var vanur að skrifa með; en ekkert af þessu snerti hún—henni fanst þetta vera eins og munir dáins manns. Dvölin þarna inni fylti brjóst hennar nýjum kvíða, harmi og hugstriði. Hrollur fór um hana og hún lokaði dyrunum í flýti og fór inn í svefnherbergi sitt. María sat við eldinn og var að fitla við hann- yrðir, og henni brá þegar hún sá framan í húsmóðnr sína. “Viljiö þér ekki setjast viö eldinn?” sagöi hi n við Leolu. “Mér sýnist yður muni vera kalt.” “Já, mér er kalt, María,” sagði Leola, kraup niður að aminum rétti hendurnar að eldinum. María sótti 'S'jal og sveiflaði þvi um heröarnar á húsmóður sitini. “Má eg ekki færa yður glas af Madeiravíni spurði hún svo. Leola brosti. “Nei, þakka þér fyrir, María; mér er nú orðiö vel heitt.” Og það var satt- roðinn i andlitinu á henni var líkastur veikindaroöa. María var kvíðafull á svipinn meðan hútt var aS spretta upp fallega, s.varta hárinu á húsmóöur sinui. “Skelfing er yður heitt á hálsinum,” sagði hún; “eg er hrædd um, aö þér hafið fengiö aðkæling.” “Það er ekki ómögulegt,” svaraði Leola. “Lofið mér að færa rúmið mitt inn í herbergið yðar, mér þykir svo leiðinlegt að skilja yðtir jma eftir,” sagði María. Leola hló uppgQrðarhlátur. “Það er stakasti óþarfi; eg kenni tnér einslcis meins. Mér dettur ekki í hug aö vera að gera þér þau óþægindi.” “Þá skuluð þér kalla til mín, ef þér þarfnist ein- hvers. eða ef þér getið ekki sofið,” sagði Maria i bæn- arrómi. VEGGJA - GIPS Vér leggjum alt kapp á að búa til TRAUST, VEL FINGERT GIPS. „Empire“ Sementsveggja Gips, Viðar Gips Fullgerðar Gips, o. fl. o. fl. Eioungis búið til hjá Manitoba Gypsum Go.. Ltd. WINNIPEC. MAN. Skrifið eftir bók um þetta efni, yður mun þykja gaman að henni. “Já, sjálfsagt,” sagði Leola og kinkaði ánægjtt- lega kolli til Maríu ttnt leið og hún fór út. Þá var hún nú loksins orðin ein. Hún féll á ktté framan við arininn og starði á hvítglóandi glæðutnar og sá þar svip hans í hverju gneistabliki; sá uann rétta hendurnar til hennar innilegan og ástúðlegan eins og hann var þegar bann hélt á benni í í fanginu og sagði: “Leola, eg elska þig!” Henni fanst hún heyra enn hljóm raddar hans; henni fanst htin finna kossa hans á vörtinttm, og handtök hans föst og hlýleg, og hún vissi ekki fyr en hún sló saman höndunttm, skreyttum skinandi de- möntum og hrópaði angistarlega: “Ó, elskan mín, elskan mín, komdu aftur til mín ! Yfirgefðu mig ekki, nokkurrar annarar vegna! Komdtt aftur til mín, og eg skal fyrirgefa þér! Eg skal ekkert stygðaryrði til ]>in tala. Alt skal eg fyr- irgefa, ef ]>ú kemur aftur til mín! Cyril, elskatt min, það er eg, sem þú elskar, og engin önnur. Komdu aftur til mín, og eg skal gefa þér hönd mína og hjarta, hvað sem fyrir kann að koma! Elskan mín, eg get ekki Iifað án þín! Komdu aftur til mín! Komdtt aftur!” sagði hún lágt í bænatromi, hneigði höfuðið i hendur sér og setti að henni grát. Vera má, að þú álasir henni, lesari góður. Þér kann að finnast, að henni hafi farið ómaidega, og ó- kvenlega. að hún hefði átt að sýna meira sjálfstæði, að hún hefði átt að hætta að hugsa itm hann, af því að hann væri ómaklegur ástar hennar, að hún hefði átt að slíta endurminning hans úr brjósti sér, jafnvel þó að henni félli það afarsárt. og að hún hefði átt að fyrirlíta hann — hann, sem var langt fyrir neðan hana, — bændaættar og svikari í tilbót! Þetta heföi hún sjálfsagt átt aö gera, en hún gat þaö ekki. Þetta var fyrsti maöurinn, sem hún hafði elskað, hún unni honum svo heitt og inni lega, að íhvorki ruetnaður eða sjálfstæði kom ti! greina, og tæpast afbrýðisemi heldur. “Komdu aftur til mín. elskan mín I” sagöi hún í sífelht. Ung og reynd heintsmær mundi ekki hafa látiö stjórnast svo mjög af tilfinningum sínum. Játaö skal þaö. En Leola var engin reynd heimsmær, og því hrópaöi hún úrvinda af vonbrigöum og harmi: “Komdtt aftur til mín. elskan mín — komchi!” XXIX. KAPITULT. Það Þaö birti seint morguninn eKtr, því aö hrá- slaga þoka grúföi yfir mýrunum og skógarbeltunum umhverfis Lormesetriö. í sama mund sem Cyril sat æstur og órólegur aö snæöingi í einu gistihúsinu i Lundúnttm, vaknaði Leola viö dapra drauma. Hana hafði veriö aö dreynta ]>á alla nóttina. .Einu sinni hafði henni þótt hann liggja dauður viö fætur '?ér, en aldrei haföi henni fundist hann hafa brugðið trúa ö viö sig. Hún vaknaði raunamædd og hrygg, og svo hafði hún aldrei fyrri vaknaö á Lormesetrinu. “Þér litið hetur út núna en í gærkveldi,” sagöi María, því aö hún haföi komið inn til aö gera að einum kjól Leolu. “Eg er betri, Maria,” sagði Leola brosandi. “Eg er alfrísk, en — er pósturinn ekki kominn ?” “Nei, ekki enn þá,” svaraði Maria og Leola fór síðan ofan. Þegar hún kom ofan, var Beaumont lávarður þar fyrir og heilsaði henni bliðlega; en henni duldist þaö ekki, að honum var mjög órótt í skapi, þó að hann reyndi að leyna þvt. Leolu mundi hafa orðið hverft við konru hans, ef öðru vísi hefði staðið á, því að henni var ekki úr minni liðið, aö Gerald Beaumont haföi beöiö hennar. En vegna harms þetss, sem henni haföi aö höndum borið, og alt annaö hvarf fyrir eins og skugga, glacldist hún viö komu Beaumonts heldur en hitt, ef tif vill vegna þess, aö hún þóttist viss um, aö sá mað- ttr mundi ekki hafa mist tratvst sitt á Cyril hennar. Hún rétti honunt kafrjóð höndina og bauð hon- um góðan daginn. Beaumont lávarði brá við er hann tók í ntjúka hönd hennar og sá hvað liún var rjóö. “Hvernig líður yður í dag, Miss Da'le?” spurði hann. “Hafið þér verið úti að ganga yður til skemt- unar?” “Nei, eg er rétt að koma á fætur,” svaraði Leola, “er ekki heldur mollulegt veður í dag?” sagði hún og la við skjálfta, svo að það kom í beina mótsögn við orð hennar. Það er hráslagalegt og kalt,” sagði Beaumont lávarður. “Eg er hræddur um, að þér hafið fengið aðkæling, Miss Leola,” sagði hann með óróleik. "Þaö getur vel verið,” sagöi hún. ““Viljiö þér ekki snæöa morgunverð með okkur?” sagði hún og fylgdi honum inn t borðsalinn. Beaumont lávaröur gekk að arninum og 'strauk hundinn. “Jú, eg er kominn til að þiggja hér morgunverð,” sagði hann, “ef eg má ; eg hefi verið aö vinna síöan í birtingu, og heima kemst fólkiö aldrei á fætur, en eg er oröinn í meira lagi matlystugur.” “Geriö þér svo vel,” sagöi hún lágt og vék sér um Ieið aö brytanum og saögi: “Beawmont lávaröur borðar með okkur i dag.” Beaumont lávarður gaf brytanum nánar gætur meðan hann var að leggja einum diski fleira á borðið; það var auðséð, að Itommt var mikið i huga, ]>ó að hann léti það ekki ttppi, en talaði um bitt og þetta, veðrið og þoktma o. s. frv. Loks kom Mrs. Wetherell. "Eg er hér óvæntur gestur,” sagði hann, og leiddi Mrs. Wetherel! að arnimjm. “Eg vona, að þér afsakiö, aö eg er í gömtum frakka.” Mrs. W’etherell brosti og gekk yfir til Leolu og kysti hana. Henni brá við er hún fann hvað heitt andlitið á Leoltt var. “Eg hugsa oft hingað, þegar við sitjum að nux>g- unverði heima,” sagði Beaumont lávarður. Þau sett- ust nú að borðinu og brytinn rétti honum svínslæri á fati. “Morgunverðurinn í Howthkastala er alt af eitt- hvað svo viðhafnarmikill og hátíðlegur og enginn sýnist að geta sagt neitt, nema helzt Sesselía. Hér finst mér alt svo óbrotiö og tskemtilegt, jú, eg vil syk- ur t kaffiö, Mrs. Wetherell, stóran sykurmola.” “Þér ættuö aö koma hingaö oftar,” sagöi Mrs. Wetherell, því aö henni féll hann vel í geö. “Eg vildi helzt vera hér heimagangur,” svaraöi hann. “Ekki heföi eg neitt á rnóti því, --varaði Mrs. Wetherell. Svo varö stimdarþögn. Þó að Beaumont reyndi aö sýnast eins óg hann átti aö sér, var einhver óskiljanleg friðleysi yfir hon- um og hann hafði ekki augun af dyrunum í hvert skifti ‘sem um var gengið. Bæði Leola og Mrs. Wetherell hiðu með óþreyju eftir póstintim og hann gerði það líka. Loks var eins og hann gæti ekki stilt sig lengur og sagði með uppgerðar kæruleysi: “Eg er að hugsa um að skreppa yfir á búgarðinn og finna Cyril Kingsley.” Dauðaþögn varð ofurlitla stund. Leola lyfti bollanum upp að vörunum til að dylja að hún roðnatfi 'v Mrs. Wetherell stundi viö. “Mr. Kingsley er ekki heima, Beaumont lávarð- ur,” sagði hún. “Á—á—á?” sagði hann með illa dulinni órósemi, “eg ltafði reyndar heyrt það, en httgði það fara milli mála — hann hefir hvergi farið frá búgaröinum fyrri. Ætli hann komi t dag?” Þær báðar, Leola og Mrs. Wetherell, þóttust nú skilja, aö hann heföi heyrt kvisiö sem á var komið. “Eg — viö vitum varla,” svaraöi Mrs. Wrether- el', “pósturinn er ókominn enn þá.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.