Lögberg - 07.04.1910, Page 6

Lögberg - 07.04.1910, Page 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. APRÍL 1910. Erfðaskrá Lormes eftir Charles Garvice Þau höfðu numið rtaðar hjá fortuvm hæginda- 6tóli, og er hún leit við, laut hann fram að henni. Iivíldi anhað hnéð á .stólnum og lagði höndina biðjandi á handlegg henni . “Leola,”’ sagði hann, “eg get ekki þagað lengur yfir því sem mér býr í hug. Þetta kveld er ánægju- Jegasta kveldið, sem eg hefi lifað; þér eruð þess ráð- andi, að láta framhald verða á ánægju minni, og eins hins að isvifta mig henni strax, svo að þetta kveld verði mesta harmakveld æfi minnar. Leola—hlustið á mig andartak!” sagði hann í bænarrómi, því að hún hafði hrokkið frá honum skelfd af hitamim í orðum Jians, og horfði nú á hann eins og forviða “Hlustið á mig!” «agði hann innilega. “Breytið •svo við mig eins oig yður þóknast—gerið mig ham- ingjusaman eða sendið mig á brott aumari en noklt- urn mann á jörðunni. Þetta er á yðar valdi, en um það megið þér vera fullvisar, að enginn maður hvort lieldur hann er góður eða illfur, elskar yður heitar og innilegar heldur en eg. Litið framan í mig og segið mér hvort þér sjáið þar svik eða undirferli? Vera má, að margir hafi þegar tjáð yður, að þeir elskuðu yður af heilum hug, en enginn getur unnaö yður jafn- heitt eins og eg. Eg vildi alt leggja í sölurnar yðar vegna! Mér er það fullkunnugt, að óvænt atvik hafa orðið til þess, að þér hafið litið kuldalega til mín. En í kveld finst mér sem þér hafið verið blíðlegri við mig, en nokkru sinni áður, og þess vegna hefi eg árætt að leggja lif mitt fyrir fætu.r yðar, þó að það megi kannske kalla fifldirfsku. Ástin, sem eg býð yöur, Leola, er ekki kvikult uppþot tilfinninga í ótömdum liuga. Eg þekki ejálfan mig, og hjarta mitt talar ekkert dularmál. Eg elska yður Leola, og eg bið yð- 11 r að veita mér að öðlast það ðmetanlega hnoss, að fá að vera stoð yðar í lífinu, að vernda yður í andstreymi veraldarinnar svo að þér getið sí og æ haldið hrein- leik yðar og ástúðar viðmóti. Þetta er bæn min — teðin í einlægri auðmýkt, og aldrei mun slík Ixen fara fram af vörum minum, ef þér daufheyrist við henni. f kveld legg eg líf mitt í yðar hendur. Gerið við það hvað yður gott þykir. Gerið mig hamingju- saman, ef yður sýnist, eða steypið mér í viðreisnar- Uausa ófarsæld. Gætið að,“ mælti hann, “hversu eg h>ið. Eg krefst ekki ástar yðar, eins og heimtufrekur 6kóladrengiur, eg fer að eins fram á það, að þér þiggið ást mína, og leyfið mér að verja allri æfi minni til þess að reyna að öðlast ofurlitinn hluta af ást yðar i staðinn. Trúið mér, Leola, eg skal reynast tryggur! Talið, Leola!” mælti hann. “Segið hvert hlutskifti mitt á að verða. Ætlið þér að þiggja ást mína og lífsforsjá?” Leola leit snöggvast upp, en svo strax aftur nið- ur fyrir sig. ? “Og ef eg,” tók hún til máls með einkennilegri röddu, sem hún naumast J>ekti sjálf, — “og ef eg segi já, hvers krefjist þér þá í staðinn?” “Einskis,” isvaraði harwi fljótt og bar ótt á. “Einskis enn þá. Segið ‘eg þigg ást yðar—skal verða konan yðar — einhvern tíma — einhvern tima eftir nokkur ár, ef yður svnist að hafa það svo, og tslík ■ ummæli mundu fylla brjóst mitt ðsegyaniegum fögn- uði. Leola, þér þurfið manns við, er gætir yðar og verncfar yðlur; fjegurð yðar og hreinleikur heimtar urnsjá.” “Við hvað eigið þér?” spurði Leola. “Ekkert nema — eg býð yður alla ást mína og ðskifta! Þiggið hana, T eola, eg sárbæni yður! Gerið yður i hugarlund fögnuð minn, Leola, drotning- ín mín, ástin mín, elskan min! Eg hefi elskað yður — svo lengi!” “Farið frá mér. Á'iljið þér ekki sækja sjal handa mér?” sagði hún og reyndi að tala stilliega. “Hvað hefi eg gert? Hvað hefi eg gert? ’ sagði liún óttaslegin við sjálfa sig. “Dreymir mig? Hefi og lofað því að verða konan hans?” og hrollur fór um liana. “O, Cyril! þú hefir komið mér til að grípa til örþrifsráða, til að steypa mér í glötun!” “Hér er sjalið yðar, Irotningin mín,” sagði Philip Ðyce, og laut ofan að henni og horfði í augu hennar. '“’Eruð þér veik?” spurði hann kvíðafiullur. “Nei,“ svaraði hún eins og utan við sig, “ekki veik, en — fjanska — fjarska — þreytt — held eg.” Ein um leið og hún lagði hond sína á handlegg konum reyndj hún að brosa. En í sama mund sem þetta gerðist, var Cyril að ganga um gólf í herbergi stnu í gistihúsinu, bæði hryggur og reiður, bölvanli heimsku sinni og ,ergj- andi sig út af því, hve hann kæmist seint af stað með lestinni til Motmtsford. XXXII. KAPITULI. Litlu eftir hálegi rann lestin frá Lundúnum liægt Gg seint inn á stöðina við Mountsford. Þetta var ekki farþegalest eingöngu, heldur full af mjólkur- dunlouift og appelsínukössum, og öðru ski ani. Ekki þurfti Cyril, sent kom með þessari lest, að búast við neinitm i Mountsford er flýtti ferðum hans, og hann hnepti því að sér treyjunni, þvi að livass austanvindur var, og að því búnu hljóp hann út á stöðarpallinn og á stað heimleiðis. Hann var næsta þumgbúinn og raunalegur á svip er hann kont að hliði búgarðsins. Hann hratt upp hliðinu og þaut inn í húsið Sú smjörgerðar-túlkan, sent hann rakst tyrst á, hljóðaði upp yfir sig, þegar hún sá hann. Mrs. Tibbett heyrði hljóðin þar sem hún var við vinnu sína i eldhúsinu, leit við og sá þá Cyril standa í dyrunum, og fleygöi hún 'sér þá niður á stól og fór að vagga sér aftur og fram veinandi. Cyril hnikti við að sjá þessar aðfarir. “Hvaða ósköp eru að sjá þetta?” sagði hann og þerði, svitann af enni sér. “Æ, eruð þér kominn aftuir, Mr. Cyril?” sagði Mrs. Tibbett snögtandi. “Kominn aftur! Já, vitaskuld er eg kominn aft- ur!” sagði Cyril. “Er það nokkuð undarlegt? Hvernig stendur á, að þið glápið öll á mig, eins og eg væri risinn upp frá dauðum?” “Mr. Cyril, hvernfg gátuð þér fengið af yður að gera þetta?” sagði Mrs. Tibbett og snögti enn meir. “Hvernig gat eg fengið hvað af mér?” taiuitaði Cyril og fleygði sér úr frakkanum og settist niður. “í hamingjunnar bænum, liættið þér nú að gráta og segið mér hvað þér eigið við! Hvað hefir komið fyrir? F,r”—hann brá lit er liann bar upp spurning- una — “er nokkur — veikur?” Nýjan grát setti að Mrs. Tibbett. “Já, víi~t er hún veik,” svaraði hún þóttalega, “og er það ekki niótvon. Það er nægilegt tilefni til að gera út af við fólk að_hugsa til þess, að þér skuluð liafa rokið burtu og leyft \-ður að gera annað eins og þér gerðuð — þér, sem við treystum öll í fylsta máta. Drottinn, minn, drottinn minn !” Cyril beit á vörína. “Eigið þér við það, að Leoa — Miss Dale — sé veik?” sagði hann og tók til yfirfrakka síns. “Já, mjög veik, blessúnin sú ama. Nei, verið þér kyrrir, Mr. Cyril, það er ekki til neins fyrri yð- ur að fara til Lormesetursins,” því að Cyril var að leggja af stað til dyranna. “Það er ekki til neins lyrir yður að fara! Þér fáið ekki að sjá hana. Eg efast jafnvel um að yður verði hleypt inn í húsið. Drottinn minn góður!” Cyril gekk að henni og lagði höndina þungt á öxl henni og sagði alt annað en vingjarnlega: “Heyrið þér kona! Sjaið þér ekki, að þér eruð að gera mig bálreiðan?. Getið þér ekki talað og sagt mér hvað hefir kornið fyrir?” “O, Cyril, hvernig getið þér farrö að segja þetta, eirts og yður sé ekki mikLu' kunnugra um þetta en ckkur? Hvernig getið þér fengið af yður að raska hjartafriði húsfreyjunnar? Að þér, sem henni — ckkur, ætlaði eg að segja — þótti svo værit um, skyld- uð hafa gert þetta, og það vegna þessara: líka þokka- círósar!” “Þér ætlið að gera mig vitlausan,” öskraði Cyril. “Um hverja eruð þér að tala? Hvað er það, sem eg hefi gert mig sekan í? Svarið .spurningum mrnum, eða þegið að öðunm kosti!” “Blessaðir, Mr. Cyril, verið ekki- svona vondur við mig,” sagði Mrs. Tibbett kjökrandi. “Eg hefi haldið uppi svörum fyrir yðanr þangað til bréfið kom; það er þýðingarlaust fyrir vður að horfa svona á mig. Misis Leola — allir vita það; það hefði verið miklu betra fyrir að konra aldrei aftur hingað. Þér ættuð að snúa strax aftur til stúlkunnar.” “Til lrvaða stúlku?” “Og til lrennar Polly Marsden,” sagði Mrs. Tibb- ctt vælandi. “Hvað er.uð þér að segja?” öskraði Cyril og hristi hana. “Hvað kemur mér Polly Marsden við; eruð þér að ganga af vitinu, kona?” Mrs. Tibbett glápti á hann bæði undrar.di og með þóttasvip. O, Mr. Cyril!” mælti lurn, “mér aettur ekki í Img, að þér muncluð reyna að blekkja mig? Hvar er hún? Þér ættuð að vita það manna bezt, sem strukuð með hana — þá dáindis-dró's!” “Eg — að hafa istrokið með Polly Marsden!” endurtók CyriJ forvifía. “Hamingjan hjálpi jiðivr! Er hún ekki kyr heima í ]x>rpinu?” Mrs. Tibbett starði á hann opnum munni. “í þorpinu. Nei, hún er þar se mþér skilduð við liana, Mr. Cyril.” ' “Einmitt það!” sagði Cyril reiðulega. “Og er það þá ætlun manna hér. að eg hafi farið burt nteð Polly Marsden? Dæmalaust hafið þið verið væn við mig, kunningjarnir hér. Uffl engan arman gat uátt- úrlega verið að ræða.” Cyril stcxð frammi fyrir ÍTenni knfrjóður af reiði, cg alls ekki líkur fyrir að vera isekur. “Hverju öðru áttum við að trúa?” sagði hún. “Fór hún ekki með síðustu lestinni eins og þér?” “Nei,” grenjaði Cyril; “eg skal sverja, að hún íór ekki—” Hann þagnaði, þvi að hann mintist nú istúlkunn- ar, sem komið hafði inn í lestina með þykka blæju fyrir andliti og hafði horfið 9Íðan í mannþröngina í I.undúnum. “Svona, nú sjáið þér að alt er komið upp,” sagði Mrs. Tibbett. “Haldið þér áfram,” sagði Cyril með hægð; hann virtist nú ekki lengur reiður, heldlu.r djúphugsaður. “Haldið þér áfram. Þér segið að hún hafi farið méð síðustu lestinni eins og eg. Hvað meira?” “Og var hún ekki sí og æ að snuðra hér í kring um yður? Kom hún ekki hér að hliðinu þetta sama kveld? Og sátuð þér ekki öðru hvoru þar heima hjá henni að tedrykkju og—” “Haldið áfram,” sagði Cyril ótrúlega rólegur. “Og var ekki öllum kunnugt um það, að hún hefir verið að draga sig eftir yður frá því að þér komuð hingað fyrst? Fin hvernig getið þér fengið af yður að standa hér frammi fyrir mér með þessum sakleysiissvip? Stóð ’ekki skýrum stöfum í bréfi stelpuskammarinnar, að hún hefði strokið með yður?” Og im leið og Mrs. Tibbett bar fram þessa síð- ustu fullnaðarsönnun sína, baðaði bún út hönlunum með miklum sannfæringarsvip. “Sömu lest — bréf. Hvar er það bréf?” spurði hann og varð ekki hverft við. “Bréfið — ja, það veit eg ekki. “Það ætti að vera konúð i eldinn,” sagði Mrs. Tibbett. “Kannske Mr. Dyce hafi það.” “Philip Dyce!” endurtók Cyril gremjulega og tók að ganga hart um gólf. Síðan nam hann staðar og spiurði: “Hvar er Marsden gamli?” “Gamli Marsden er farinn til Lundúna með Ed- ward Young, eftir stelpu ókindinni. isem ekki á skilið að cftir henni sé leitað. O, Mr. Cyril, látið þá fá hana aftur; hún er ekki þess verð að leysa skóþvengi yðar!” “Þegið þér!” saeði Cyril alvarlega. Þvi næst sneri han nsér að henni og sagði: “Lítið þér framan i mig.” Og er Mrs. Tibbett leit á hann grátþrungn- um augunurn, spurði hann: “Haldið þér að eg hafi þann man'n að geyina að eg hafi getað framið þetta tuddabragð ?” “N-e-e-i—” svaraði Mrs. Tibbett. “En—” “Allir halda þetta, Mr. Cyril; og litið þér á á stæðurnar, hvað þær eru líklegar.” “En hvað ?” “Allir!” endurtók liann. “Haldið þér að Mias Dale hyggi mig sekan?” Rómurinn var svo alvarlegur og Iiranalegur, að Mrs. Tihbett var bálfsmeik að svara. “Já.” svaraði hún loksins. “Hvernig gat hún annað ?” Cyril sneri sér undan og tók höndum fyrir and- litið. Og þegar hann leit upp aftur, varð Mrs. Tibbett hverft við að sjlá, hvað hann var orðinn fölur, svo mikið hafði fregn þessi fengið á hann. “Hverniig gat hún annað?” enliuirtók Mrs. TiM>- ctt. “Hún hafði ekki séð yður og ekki átt tal við yður eins og eg hefi átt nú,” sagði hún bamalega. “Og hún trúði því!” tautaði Cyril. “Hún!” Hann greip hatt sinn, en lagði hann niður aftur, og fór að stika fram og aftur um herbergið. “Og Beaumont lávarður — trúði hanti því að eg hefði hlaupiist á brott með þessari stelpu?” Mrs. Tibbett hristi höfiuðið raunalega. “Hver.nig átti hann að geta annað? Það er sagt, að þeim hafi lent saman út af þessu, Mr. Dyce og honum, því að llávarðurinn hélt uppi vörn fyrir yður alt þangað til Mansden garnili kom með bréfið frá stelp- unni. Þlá tók Cyril hatt sinn. “Bíðið hérna og fáið yður eitthvað að borða,” sagði Mrs. Tibbett; “þér eruð svo fölur og þreyttur.” “Eg ætla strax yfir að Lormesetrinu.” “Það er þýðingarlaust — að minsta kosti strax,” sagði Mrs. Tibbett, er sagt hafði honum allan sann- leik og var nú' kvíðafull. “Eg ætla til Lormesetursins,” svaraði Cyril al- varlega og för út úr húsinu. Hann varð þess var að fólkið, er hann fór frarn hjá, glápti á hann undrandi, jafnvel vinnumennirnir; einir tveir nefndu nafn Polly Marsden, en í hæfi- legri f jarlægð; en Cyril 'skeytti því engu — hann var alt af að hugsa um Leolu. Áfram reikaði hann með sorg og beiskjui i sál sinni. Hann hefði getað hltgið að öllu þessu, ef hún að eins hefði ekki mist traust á lionum. En það féll honum sára þungt að hún skyldi hafa látið blekkjast af þessum kænlega lyga-uppspuna. Honum fanst það nú unlarlegt, hvensmi hann hafði getað fengist til að ganga i þeasa gildru. \ritaskuld liafði svikum og fölsun verið beitt. En h.ver var upphafsmaðurinn, isem fyrir þessu réði? Hver annar gat það verið en Philip Dyce? En þetta voru aukaatriði, er koiniui honum í hug, þvi að mest hugsaði hann um Leolu. Hann gekk upp á kambinn við Lormesetrið — og hringdi. Hann hafði mætt einum vinnumannin- um, en ekki hafði hann heilsað Cyril, heldur látið eins og hann sæi hann ekki. Dyravöröurinn opnaði og gretti isig ólundarlega þegar hann sá Cyril. Maðurinn sýndi engin undrijyiannerki á sér, því að fregnin um heimkomu Cyrils hafði flogið um alt þorpið, löngu áður. “Gott kveld, Simmonds,” sagði Cyrd og ætlaði inn í fordyrið. En Simmonds fór i veg fyrir hann. “Eg bið yður afsö'kunar, Mr. Kingsley,” sagði hann, "en mér hefir verið skipað( að hleypa engum inn í Lormesetrið.” VEGGJA - GIPS Vér leggjum alt kapp á að búa til TRAUST, VEL FINGERT GIPS. „Empire“ \ f Sementsveggja Gips, Viðar Gips Fullgerðar Gips, o. fl. o. fl. Einungis búið til hjá Manitoba Gypsum Co„ Ltd. WINNIPEG, MAN. Ckrifið eftir bók um þetta efni, yður ^ mun þykja gaman að henni. “Emmitt 'það!” sagði Cyril og fölnaði, en beit á jaxl og reyndi að sýnast rólegur. “Hver gaf yður þær fyrirskipanir, má eg spyrja?” “Húisfreyjan sjálf, Mr. Kingsley,” sagði maður- inn hranalega. “Er Miss Dale heima?” spurði Cyril og lá viö að hann væri skjálfraddaður. “Jó, hún er heima, en þér getið ekki fengið að sjá hana. Hún er svo veik, að hún getur ekki tekið á móti neinum gestum, og þó að hún gæt það, þá—” Hann þagnaði, en auðskilið var það sem hann lét ósagt. “Ætli eg geti fengið að tala við Mrs. Wetherell?” spurði Cyril. “Nei, Mr. Kingsley,” svaraði maðurinn. “Mér er óhætt að segja, að hún er ófáanleg til þess. Hún er uppi hjá húsfreyjunni. Cyril vék sér m/ndan til að dylja það, hve honum félst til urn þetta. * Simmonds.” sagði hann. “Hér hefir verið beitt Ijótum brögðum.” “Já, það eru engin ósanninli, Mr. Kingsley,” svaraði maðurinn með áherzlu. ‘ En eg á engan þátt í þvi, Simmonds, þó að mér sé ætlað það; viljið þér fara með orð trá mér til Miss Uale — eða Mrs. Wetherell?” “Ef þér eruð fáanlegur til að bíða úti, herra minn,” svaraði Simmonds þttrlega. “Það var lagt ríkt á við mig að hleypa yður ekki inn í Lormesetrið.” Cyril gat ekki að sér gert að brosa. “Eg skal bíða úti, Simmonds,” sagði hann, “en yötir er óhætt að trúa því, að gull og silfur stássinu skal óbætt fyrir mér.” “Yður er ekki kent um að hafa strokið burt með gull eða silfur, Mr. Kingsley.” “Nei,” sagði Cyril. “Farið inn og segið þernu Miss Dale, benni Maríu, að eg bíði úti og vilji hafa tal af Miss Dale eða Mrs. Wetherell.” “Eg skal fara, en það er þýðingarlaust, Mr. Kingsley,” isagði Simmonds og lokaði dyrunum. Cyril settist niður á steinstéttarröndina og kross- lagði hendumar. og hafði einsett sér að bíða rólegur; en alt í einu sá hann hávaxinn mann koma gangandi vfir grasbalann og fara inn um gluggann á morgun- verðar herberginu. Það var Philip Dyce. Cyril spratt á fætur. Philip Dyce var leyft að fara inn unt glugga inn í Lonmesetrið, en Cyril haldiö utan dyra. Þoliénmæði. Það þurfti þolinmæði Jobs til þess að stcndast þetta. Fimm mínútur liðu þangað til Simmonds opnaði dyrnar. Hann hristi höfuðið alvarlegur framan í Cyril. “Það fór eins og mig grunaði, Mr. Kingsley. Hvorug konan “er heima” til að taka á móti vður, en Miss Dale sagði, að ef þér færuð heim á búgarðinn munli hún senda yður skeyti.” “Gott,” sagði Cyril, “þakka yður fyrii ómakið, Simmonds.” “Verið þér sælir; eg býst ekki við að við sjáumst fyrst wn sinn aftur sagði Simmonds og stundi við, er þunga hurðin Iaukst aftur á eftir Cyri’ Og Cyril reikaði aftur til húgarðsiu'', og var í næsta þungu skapi. Skyldi Leola senda þjón sinn eða Mrs. Wether- ell ? Um það var hann að hugsa. Hvað lengi mundi þann þurfa nð bíða? Hvað lengi skyldi standa á því að hann fengi að finna hana að máli? Var hún mjög veik — liættulega veik? Hann fyltist niiklium kvíða er hann fór að hugsa um þetta. Hvemig átti hann að fá þrek til að biða í þessari óvissu? Hann fór inn í hús Mrs. Tibbett cg kallaði á bana afsíðis, settist niður og fór að fpyrja hana ‘vpjörunum úr, en varð einskis vísari um þorpara- brögð Mr. Dyce. Alt í einu var hurðin opnuð. Cyril spratt á fætur og mætti í dyrunum Philip Dvce. ö *■* : • 1 ■

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.