Lögberg - 21.07.1910, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.07.1910, Blaðsíða 3
LÖOB&RG, FIMTUÐAGIMN 21. JÚU 1910. .. .íL tÍ Gullbrúðkaup við Mouse River. Gullbrúökaup hjóna eru sjald- gæfir viðburöir í sögu þjóðar vorr ar hér vestan hafs, og mega slik til- felli heita harla merkáleg, þar sem þau koma fyrir, og þá ekki síður er tvenn hjón 'halda í einu gull- brúðkaup sitt i sömu bygðinnú Þannig lagaður atburður hefir nú nýlega átt sér stað i þessari litlu bygð. Föstudagánn 3. Júli héldti Islendingar hér við Mouse River hátiðlegan til minningar um fimtiu ára hjónabandsafmæli þeirra valin- kunnu hjóna Sveinbjarnar Sigurðs- sonar og Sigriðar iSveinsdóttur, er siðast bjuggu á Ási í Eyjafirði. og Jóhannesar Magnússonar og Slein- unnar Jónsdóttur frá Hóli i Tungu- sveit í Skagafirði, er dvalið bafa hér i’ bygð síðastliðin 12 ár. Hátiðarhaldið hófst kl. 1. e.m. á samkomuhúsi bygðarinnar þar sein athöfnin fór fram, og byrjaði með því að söngflokkur safnaðarins undir forustu organista Magnúsar Jónssonar, söng hinn alkunnu sálm í sálmabókinni “Hve gott og fagurt og inndælt er”. Að því búnu hélt núveramdi prestur safnaðarins, séra Kristinn K. Ólafsson, gullbrúð- kaupsræðu fagra og vel samda, sem honuim er lagið; þá var sunginn sálmur og svo óskað brúðhjónunum til lukku. Þá voru gullbrúðhjón- unum afhentar gjafir af formanni dagsins, Stefáni S. Einarssyni, fyr- ir hönd bygðarinnar. Gjafirnar voru: gullmedalíur, með árituðum nöfiium hjónanna, ártali og gifting- arári, og hélt hann jafnframt snjalla ræðu um þýðingu gjafanna. Sálmur var sunginn á eftir. Auk bygðarmanna höfðu sótt úr öðrum héruðum heiðurssamsætið nokkrir vinir og vandamenn heið- ursgestanna. Frá Garðar í Norður Dakota voru: hr. Trausti Kristjáns- son og kona hans, hr. Sigmundnr Laxdai og systir hans ungfrú Guð rún Laxdal. hr. Hannes Bjömsson og kona hans frá Mountain og iMrs. Kristján Halldórsson einnig frá Mountain. Þar næst var gengið yfir i ská!a, sem reistur hafði verið meðfram iiúsinu og tjaldaðúr yfir með lfr- eftum að fornum sið, alsettan txirð- um með vistum, er kvenfélag bygð- arinnar hafði tilreitt. Settust menn svo að borðum og tóku til snæðings eftir að borðsálmurinn var sunginn og var þar stutt líðandi stund. Að máltíð sátu 160 manna auk 60 ung- menna, sem vistir voru veittar i öðru tjaldi, og var það þriggja kvenna hlutverk að annast þairn hluta veizlugestanna. í hinum stóra borðsal sátu menn af öllum stéttum: bændur og konur, yngis- meyjar og yngismenn ; 10 konur gengui um beina auk nokkurra þjón ustumeyja. Þar næst fóru fram núnni. Þor- steinn Jphannesson las kvæði, á- varg til gestanna. Séra Magnús T. Skaptason mælti fyrir minn.i gull- brúðhjónanna; Þorsteinn Jóhann- esson las kvæði er hann sjálfur hafði ort til heiðursgestanna; f.yr- ir minni bygðarinnar mælti Sigurð- ur Jónsson, minni Bandaríkjanna Þorsteinn Jóhannesson og organ- isti Hallgrimur Jónsson fyrir minni Islands; fyrir minni kvenna talaði séra Kristinn Ólafsson, og Sigurð- utr Jónsson las brúðkaupskvæði. rr ort hafði skáldið Þ. Þorsteinsson. Því næst mælti séra Kristinn Ólafs- son fyrir minni þingmanns þessa kjördæmis, Guðmundar Frímauns. Að svo mæltu var sungið hið hið alkunna kvæði "hvað er svo glatt? ’ Það luku allir upp einum rnun.ni um það að veizlan hefði geugið skörulega út og verið hin vegleg- asta i alla staði, og að slík skemt; samkoma hafi ekki haldjn verið í þessari sveit siðan bygðin myndað- ist, og verður hún lengi i minnum höfð í þessu héraði. Hinar fjölhæfustu matreizlukon- ur bygðarinnar sýndu i því snild sina að leysa hlutverk sitt prýðilega af hendi með veitingunum; pró. gramiði þótti takast vel, enda var það tilbreyting frá öðrum skemti- samkomumi að hafa tvo presta, hinn einkar lipra ræðumann og prest bygðarinnar séra K. K. Ólaifsson, og hinn fjölfróða öldung séra M. Skaptason. Bygðin geymir lengi hlýjar endurminningar um heiðurs samsæti þetta, og óskar þess marg- ur að slíkt tækifæri komi sem oft- ast fyrir i framtíðinni. I sambandi við frásögnina um heiðurs samsæti þetta, er vel við- eigandi að sýna myndir af hinum öldruðu hjónum og jafnframt geta helztu æfiatriða þeirra. Sveinbjörn Sigurðsson er fædd- ur 30. Seþt. 1837 að Þverbrekku í Öxnadal. Voru foreldrar hans Sig- urður bóndi þar Sigurðsson prest.s frá Auðkúlu og Valgerður Björns- dóttir Björnssonar frá Hofi í Svarf aðardal. Sveinbjörn ólst upp með , foreldrum sínum á Silfrastöðum í Skagafirði þar til hann kvæntist 29. Maí 1860 frændstúlku sinni Sigríði Sveinsdóttur, sem var dóttir hinna góðkunnu hjóna Sveins.Bjömsson- ar á Hofi og Elínar Sigurðardótt- ur prests frá Kúlu; hin fyrstu, 4 hjúskaparár sín dvöldu þau hjón á Hofi, fluttu svo á óðalseign sina Ós í Amarneshreppi i Fyjafirði og bjuggu þar við veg og rausn mikla í 18 ár. Ein af helztu einkennurri islenzku þjóðarinnar að fornu og nýju er sú almenna gestrisni og mannúð; þessi fagra og lofsverða diygð hefir að kunnugra manna sögn óvíða verið á hærra stigi en á Ósi i Eyjafirði á þessu tímabili, og hafði mátt svo að orði kveða, að þar hafi verið reistur skláli uin þjóðbraut þvera að fornum sið, er laðaði gesti. Þarn hjón Sveinbjörn og Sigriður tóku sig upp vorið 1882 og fluttu til Ameríku. Þau 'komu til Garðar i N. Dak. og sett- ust þar að; þar bjuggu þau þár til vorið 1898 að þau fluttu hingað vestur til Mouse River, og hafa búið hér síðastliðin 12 ár. Þessi sæmdarhjón hafa í gegn um alt sitt líf sýnt hverjumi manni sem á !e:ð þeirra he(ir orðið óvanalega mik- inn kærleika og mannúð. Þatm forna íslenzka skála endurreistu þau brátt í þessu landi og að jieim skála hafa allir átt frjálsan aðgang án manngreinarálits, jafnt ókunn- ugir sem kunnugir, aJlir jafnir; hin síðustu ár.in hefir kona þessi hrum og heilsulítil að eins kornist út fyri" dyrnar á húsi sínu til að rétta kær- leiksarminn á móti hverjum sem að garði hefir borið, og aldrei brosir ánægjan betur við þessum öldruðu hjónum en er hús þeirra er fult af gestumi. Þau hjón eiga einn son á lífi, sem Sveinn heitir, og sem lifir ókvæntur með foreldrum. sínum. Jóhannes Magnússon er fæddur i Valadal i Skagafjarðarsýslu hinn 12. Júní 1834; voru foreldrar hans Magnús bóndi á Hóli i Tungusveit í Skagafirði og Guðrún Sveins- dóttir frá Völlum. Jóhannes kvænt- ist 6. Okt. 1857 ungfrú Steinuntii Jónsdóttur frá Skardalskoti í Siglu- firði fæddri 1827. Þau hjón Jó- hannes og Steinunn Ibyrjuðu bú- skap að Merkigili i Tungusveit og hjuggui þar 10 ár. Því næst á Hóli i sömu sveit 21 ár; fluttust þaðan með alt sitt skyldulið til Ameríku 1888 og settust að við Hallson í N. Dak; komu til Mouse River 1898 ásamt Guðrúnu dóttur sinni og manni hennar Rögnvaldi P. Hilman og hafa dvalið með þeim síðan. Börn þeirra hjóna voru þessi: Ás- miundur búsettur i Winnipeg, Jón bóndi við Hensel, N.D, Pétur bóndi í Ámesbygð í Nýja Isl. Helga -nú dáin Jfyrrum gift Fríman Hannessyni hér í bygð, Anna gift Hannesi Björnssyni að Moutain,N. Tóhannes Magnússon og Steinunn Jónsdóttir. D, Guðrún gift Rögnvaldi Hilman bónda hér við Mouse Rivær. Því miður þrýtur fregnritarann þekk- ingu tíl að lýsa þessurn öldruðu heiðurshjónum, en upplýsingar ekki við hendina um hin fyrri æfiatriði þeirra, meðan þau vorui sjálfstæð. En með frábærri atorku og hagsýni hefir þeim tekist að ala upp mörg og vel gefin börn, þótt fé væri oft lítið fyrir hendi, og er það hiið mesta og lofsverðasta dagsverk hvers eins, sem leysir það vel af hendi. Þessi öldruðu hjón eru enn hraust á sál og líkama, ung i anda og glöð og fjörug er gesti ber að heimili þeirra. Að endingu óskar sá er þessar línur ritar fyrir hönd sveitunga sinna, hvorumtveggju gömlu hjón- unurn langra og góðra lífdaga, og að þeim megi auðnast að taka þátt í hinu næsta heiðurssamsæti bygð- arinnar. Bantry, N.N., 18. Júní 1910. iSgúrður Jónsson. Vormorgun. • Grima hljóð er horfin braut, hrundið góðu næði, hlírnisglóðar gyllir skraut, granaslóð og flæði. Fylla unni, loft og láð lífsins brunnar tærir, , náttúrunni dug og dáð dýrðleg sunna færir. Alt, semi lifir, lágt og liátt, lífs er hrifið glaurni, helgan skrifar herrans mátt heimsins yfir straumi. Flefjum snjallir hönd og geð. hlýtt við kall á ntorgni, tökum allir undir með' árdags Gjallarhorni. M. Markússon. ÞAKKLÆTI. “Þess ber að geta, sem vel er gert.“ Þegar eg i haust eð var varð fyrir þvi mótlæti, að missa elskulegan eiginmann minn, Jón Friðriksson, stóð eg alein uppi með þrjú kornung ibörn og alls- laus undir veturinn. Þá var það, að tengdasonur minn Ágúst og kona hans Guðrún Stefánsson, í Winnipeg, komu mér til hjálpar, og veittu mér ásamt börnunum heimili og forsjá allan síð- astliðinn vetur, þótt af litlum efn- um væri að taka. Og sannaðist þar að “mikið má góður vilji.” ,— Þessa hjálp þakka eg hér með af hjarta, og bið guð að launa þeim. Una Friðriksson. Chamberlains magavedö og liír- artöflur ('Chamberlain’s Stomach and Liver Tabletsj, hjálpa lifrinni og innyflunum til að útreka eitur- efni. hreinsa líkamann, lækna stiflu og höfuðverk. Seldar hvervetna. KENNARI getur fengið atvinnu •við Kjarnaskóla nr. 647 frá fyrsta Okt. 19x0 til fyrsta Júní 1911 ( í átta mánuðij. Umsækjendur til- greini kaupgjald og mentunar stig (qualification). Tilboð ættu að vera send til undirritaðs fyrir 5. September 19x0. Ágúst E. ísfeld, sec.-treas. Husavick P. O., Man. Ekkert betra þakefni er búið til en PRESTON Safe-Lock Shingles BeriB þaðsaman vi8 hvað annaö þakefni sem þess í öllum greinum, Safe-Locks á fjórum hliSum wí—......- ---------- ------- er. Gætið aö kostum svo að það er algerlega IATNSMBLT, SNJOHELT og VINDHELT. - Preston Safe-Lock Spónn er búinn til úr hreinu plölustáii og er gal - vansérað samkvœmt fyrirskipunum brezku stjórnarinnar. Stenzt sýruraun. Eldingar trygt ! “ACORN QUALITY“ Preston Safe Lock Spónn er al- GalVanÍZed gerlega trygg gegn skemdum af eidingum. — Baru Jarn Skrifið eftir ókeypis bæklingi vorum: ' 'Truth About Roofing. Clare & Brockest, Limited. 246 Princess Street, Wir)t)ipeg, Caqada Umboðsmenn fyrir ofannefnt ,,Acorn Qaality'' plötu járn. Tilbúið af PRESTON SHINGLE and SlDINQ CO. Ltd., Preston, Ont. The Stuart Machinery Co., Ltd. WINTlSriPEG-, MANUTOBA. SOGUNARMYLNU ÁHÖLD Vér höfum nú hinar beztu sögunarmylour sem nokkru sinni hafa fengist fyrir — að eins $350.00, fyrir mylnu meö 3 Head blocks spring Receeder. Rope Feed og 46 þml. sög. Komiö og sjáiö þetta. Vér höfum Edgers hefla o. fl. meö kjör- kaupa veröi. The Stuart Machinery Co., Ltd. Phones 3870, 3871. (J' 4S 764-766 Main Street. Eldsábyrgð er nauðsynleg, angum hugsandi manni dettur i hug að láta búslóð sína vera án ábyrgðar gegn ELDI Bíðið ekki eftir því að kvikni í, þá er of seint aðfá ábyrgð. SST Nú er tíminn. 1 rir. Winnipeg Fire InsnranceCo Banl\ of Hanyilton Bld. Winnipeg, ^an, Umboðsmenn vantar. PHONE Main 5312 Árni Eggertsson, umboðsmaður, Winnipeg ÍLLiN Llffi Konungleg: pöst-Kufuskip St. Lawrence leföin* MONTREAL til LIVERPOOL Tunisian.. ........20. maí, 17. júní Victorlan (“Turbine*') 27. maí, 24. júní Corsican............3. júní, 1. júlí Virginian (“Turbine').... 10. júní, 8. júlí Farejöld: Fyrsta farrými $77.50 og þaryfir; öðru rými $47.50 or þar yfir ; og á þriðja rými $28.75 og þar yfir. MONTREAL til GLASGOW Ath.— Fyrsta flokks gufuskipin, Ionian og Pretorian, hafa aðeins fyrsta og þriðja farrými, fargjald $45 00 og þar yfir; þriðja farrými $28.75- PRETORIAN......2:. maí, 18 júnf HESPERIAN.....28, maí, 25. júní ÍONIAN....... 4. júnf, 30. júní lIí^fPTtr . r 1*3 ?s:g c' J 3 c c n ftpfi fy:ítaiar:ýs 5! 5 1- .>5;:. MONTREAL til HAVRE og LONDON Fyrsta fiokks gufuskip, Sicilian, Corin- thian Sardinian og Lake Erie; fargjald $42 50 og þar yfir til London og $45.00 og þar yfir H1 Havre, A þriðja farrými til London $27 75. og til Havre $35,00. Ef menn vilja fá tiltekin herbergi eða önnur þæg- indi, geta menn sótt um það til járnbraut- ar umboðsmanna, eða til W. R. ALLAN, General Northwestern Agent, WINNIPEG, ........ MAN. .j,, Canadian Renovating Company 612 Ellice Ave. Gerir við, pressar föt og hreinsar. Ábyrgst að þér verðið ánægðir. alsimi IVJain 7183 612 Ellice 4venue* Þegar þérbyggið nýja húsiö yðar þá skuluö þéi ekki láta hjálíöa aö setja inn í þat Clark Jewel gasstó. Þaö er mik- ill munur á ,,ranges“ og náttúr lega viljiö þér fá beztu tegund. r.iprþ iewel gasstóin hefir margt til síns ágætis sem hefir gert hana mjög vinsæla og vel þekta. Gasstóa deildin, Winnipeg Electric Railway Co., 322 Main St. Talsími 2522. A. L HOUKES & Co. elja og búa til legsteina úr Granit og marmara lals. 6268 - 44 Albert St. WINNIPEG PIANO ÓKEYPIS TIL YÐAR. Lesið þetta Þetta hefir ávalt veriö orö- tak þessa félags: ,,Vér ger- um yöur ánægöa eöa skilum fénu. “ Vér getum nú boö- ið hin beztu boö, sem nokk- urpíanó-verzlun heflr nokkru sinni boöiö í þessu landi, þar sem vér bjóöum algerlega ÓKEYPIS REYNSLU á hljóöfærum Planó vor með .I.OUÍS style'eru hin lang-°S Seljum þau SÍðan meö LZfegursta 11 anaua Sendtil30daga HEILDSÖLU - VERÐI ökeypis RKYKSLU VERKSMIÐJUN NAR, og líka meö góöum kjörum. ef óskaö er. Vér biðjum ekki um cent af peningum yöar fyr en þér eruö ánægöir. BOÐ VORT Fyllið út eyöublaSið hér að neðan og sendiðoss tafarlaust, og vér mun- um þegar senda verðlista vorn með myndum af öllnm vorum hlióðfærum á samt verði hvers þeirra. Þér kjósið yður pianó, gerið oss aðvart og vér mun- KE?Pll £»S-kOS,na0,°r greidudur' °K leyfum y8ur 30 daga ó- BEYFI^ RANb^ÓKN og reynslu, Að því loknu getið þér sent oss b yðar kostnað, eða borgað HEILDYÖLUVERÐ VERKSMlÐJUNNATt eignast það. Er það ekki vel boBið? “ W. DOHERTY PIANO & ORGAN CO , Ltd. Western Braqeh: WINMIPEC, N|AN. Faotories, CLINTON, ONT. T1T TT „ CXHJPON W. DohbRtv PiaNo & Organ Co. Ltd.' 288 Hargrave «S’t. Winnipeg, Man. Herra:—Gerið svo vel aö senda mér þegar myndir af hljóöfærum rðar ásamt verðlista og öllum upplýsingum viðvíkjandi BOÐI UM ÓKFYPtS REYNSLU, er sýnir, bversu eg má fá piano til ÓKEYPlS REYNSI II í 30 daga, mér að kostnaðarlansu. >að á •g Nafn. Heimili.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.