Lögberg - 22.09.1910, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.09.1910, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGI'NN 22. SEPTEMBER 19x0. LÖGBERG g ;fiö ót hvern fimtudag af Thb Lög- BBRG PRINTING & PUBLISHING Co. Cor. William Ave. & Nena Kt. WINNIPEG, - MaNIToba S. BJÖRNSSON, Editor J. Á. BLÖNDAL, Bus. Manager Utanáskrift: Tl« Logberg Printing & Publishkg C«. »*. O. BOX ÍJOH4 WINNIPEG UUuiáskrift ritstjórans: Editor l;«gberg p.(). DOXBOHi WlNNIPBG PHONE MAIN Fagurt fyrirtæki. Eitthvert fegnrsta starf og veg- legasta atvinna, sem menn geta kosið sér, er að yrkja jörðina. Jarðyrkjan er sú atvinnugrein, sem veitir heilnæmastan og réttastan arð hlutfallslega við fyrirhöfn- ina, og víst er það ánægjulegt þeim, sem þá atvinnu stunda, að sjá ávöxt rðju sinnar vaxa að þroska og fegurð dags daglega undir ylgeislum sumarsólar og svalandi regni. Jarðræktin er og jafnaðarlegast vissasta og lífvænlegasta atvinnu- grein, sem menn stunda, og fram- för hverrar þjóðar má glögt af því marka, hve langt hún er kom- in í akuryrkju, því að mestu menta þjóðirnar hafa fyr og síðar verið kunnáttumestu akuryrkjuþjóð- þjóðimar. Bretar eru mikil akuryrkju- þjóð, og mikil mentaþjóð. 0>eir líta svo á, að sjálfsagt sé að glæða áhuga á jarðrækt hjá unglingunum og það, sem allra fyrst. Margskonar tilraunir hafa verið gerðar í þá áft í ýmsum löndum Breta og þá eigi síður í Bandaríkjunum. Jafnvel hér i Winnipeg má sjá ofurlítinn vísi til þessa. Á tveim stöðum hér í hænum, í Weston og Elmwood, voru mæld viss svæði, sem ætluð voru til skemtigarða. Stjómin gerði engar timbætur fyrst í stað og garðstæðið stóð óyrkt og ónotað. Það þótti íhúunum í grendinni ilt og komu að máli við bæjarstjómina og beiddu hana að plægja <0g girða blettina ,en leyfa síðan börnum skattgreiðenda þar í grendinni að sá í reitinn meðan bæjarstjómin léti ekkert rækta þar. Bentu þeir á, að bæði yrði þetta til þess að glæða áhuga hjá unglingunum fyrir jarðyrkju og eins til að halda þeim frá illum solli á sumrum í skólafríunum, en (fálítill arðt^r gæti þetta orðið foreldrum hvers unglings er uppskeruna fengi, og enn fremur væri skemtilegra að sjá garðstæðið notað til einhvers og fegurra á það að líta ræktað en óræktað, Bæjarstjórnin tók vel undir þetta og fanst tillagan góð og lét girða og plægja garðstæðið. Síð- an varð það að ráði gert, að börnin þar i grendinni fengju á- kveðið svæði hvert um sig af garðstæðinu til yrkingar. I sumar var t. a. m. bömum í Westongarðinum afmarkaö hverju blettur 25 fet á hvem veg, en alls er garðurinn þar þrjár ekrur að stærö. Sá er þetta ritar hefir ný- skeð skoðað garðinn, og virðist þar vera mjög vel um gengið. Reitimir eru merktir með tölum, og garðurinn grænn á að sjá til- sýndar og einkar fagur. Þar standa enn margar jurta tegundir, einkum garðjurtir, þó að sumar sé famar að sölna, og í stöku stað er búið að taka upp ávextina. En tilhögun yrkingarinnar, enn sem komið er, hefir oss verið sögð sú, að bæjarstjómin hefir útvegað fræ að nokkru leyti til sáningar- innar, en foreldrar lagt sumt til, og leiðbeina þau svo bömunum um sáninguna og alla yrkinguna, en verkið er að öllu leyti ætlað börnunum sjálfum, og öll hirðing um reitina. Enn fremur hefir verið efnt til verðlauna handa þeim bömum, er bezt hefir hepnast garðyrkjan; hafa bæði verið gefnir til þess munir og peningar. í Weston fengu æði mörg böm verðlaun í peningum, frá 50C. og upp í rúma sex dollara hvert. Eldra fólkið. sem býr þama umhverfis garðinn, hefir gengist fyrir þessu ásamt mönnum úr bæjarstjóminni og hefir þetta meir en lítið glætt i- huga unglingánna á garðræktinni. Oss er sagt, að þau hafi verið þama vakin og sofin við í sumar, hvert bam að 'hlúa að sínum reit, bæði sakir ánægju á starfinu og vonar um verðlaun; en foreklr- amir hafa dálítinn arð af þessu, því að þau fá uppskeruna. 1 sýningarsamkepni sem haldin var í sumar milli gróðrarreitanna í Weston og Elm Park, sigru’ðu Westonbúar og eru vel ánægðir. Þeir búast við að fá að halda þessum gróðrarreit þarna sem lengst til yrkingar og jafnvel komið til mála að koma á ítarlegri kenslu í garðrækt, en þegar hefir verið þar, og að einhverju leyti í sambandi viC barnaskólann | þar úti. Ekki verður annaö sagt, en að þetta sé fagurt fyrirtæki og ætti að geta orðið vísir til slíks víöar en hér í Winnipeg. Það væri að minsta kosti mjög æskilegt. Aðal ástæða þess, að vakið hef- ir verið máls á þessu atriði hér er sú, að koma í^lendingum til að hugsa um það. Oss virtist ekki óhugsandi, að það gæti orð- ið þeim til nokkurra nytja, ef þeir vildu eða sæju sér fært að taka sér það til eftirbreytni á ein- hvern hátt. Vildi Lögberg helzt beina þessu til Ný-íslendinga. Líklegasti staðurinn er væntan- lega á Gimli, og annar ef til vill við Lundi skóla norður vi'ð ís-, lendingafljót, því að þar kvað stjómin hafa lagt til land undir bæjarstæði, sectionarfjólrðung, að oss er sagt. Á þessum tveim stöðum ætti að vera viðlit að koma upp ofurlitl- um gróðrarreitum með eitthvaö áþekku sniði og þessum, sem lýst hefir veriö hér á undan í útjörö- um Winnipegbjæar. Bæjar og sveitarstjóm hlutað- eigandi ætti að leggja til blettina, láta girða þá og plægja. Þaö mundi ekki verða sérlega tilfinn- anlegt á svo sem þrem ekrum, eða jafnvel minna svæði í fyrstu, og tilraun ofurlitla væri að vísu gaman að gera þar nyröra. Margt mælir og með þvi, að á Gimli væri einmitt mjög heppi- legur staöur til að koma upp slík- um gróðurreit. Jarðvegurinn þar er ágætur. Þar er gróðurmold dökk og þykk. Áburður er þar gamall og bmnninn til að blanda hana og sandur við vatnið rétt við hendina, til a« gera jarðveg- irtn teefilega gljúpan til rækturu ar, og svo vatnið sem þar er, til að vökva með, miklu betra en brunnvatn það, sem hér er að fá í Winnipeg. Yfir höfuð að tala em á Gimli miklu betri skilyröi af náttúrunnar hendi, fyrir því að gróðurreitur hepnist þar vel held- ur en hér í Winnipeg. Aðfinslur hafa heyrst um það úr ýmsum áttum, að lítið sýndist hafa verið gert í Gimlibæ nú um mörg ár. Á þvi er nú að verða nokkur breyting og er gott til þess að vita. Eitt nýtt spor í fram- fararátt vaeri að koma þar upp gróðurreit. eins og fyr var á vik- ið. Prýði yrði ekki svo lítil að slíkum reit rétt við bæinn. Enn fremur ætti það að verða tilefni til að glæða !hjá unglingunum á- huga fyrir garðrækt og jarðrækt yfirleitt, því að hverju foreldri er í sjálfsvald sett hvað það lætur barnið sitt yrkja í slíkum gróður- reit, og holl og ánægjuleg vinna ætti þetta að vera unglingunum i sumarfríinu, vinna sem drægi hug þeirra frá ónauðjsynlegum ærslum og solli, en laðaði hann að nytsömu verki, sem gæfi foreldr- unum ofurlítinn arð, en hefði holl- ar verkanir á hugi bamanna, yki starfsfýsi hjá þeim, hugsunar- semi, hirðusemi og ánægju á þvt nytsamasta og fegursta líkamlega starfi, sem til er, — því, að rækta jörðina. Framtíð Nýja íslands,, eins og fleiri nýlenda hér um slóðir, er undir því komin, að menn vilji og geti hagnýtt sér landgæðin, að menn geti náð úr jarðveginum gullinu sem þar er fólgið. Hug- myndin um gróðurreit er ofurlítið byrjunaratriði til að nota land- gæðin og benda börnunum á það á ungum aldri. Það er eitt atriði þeirrar viðleitni, að ala þar upp kynslóð er hafi öll fönjg á að götva upp gullið úr hinum frjóva jarðvegi Nýja íslands. Þegar sú kynslóð er risin á legg, sem þess er um megnug, þá verður blóm- leg bygð Nýja íslands. Lögberg hefir vakið máls á rækutnartilhögun þessari, af því að þvi finst þetta nokkurt alvöru- mál, og gæti vel tekið til íslenzku nýlendunnar okkar norður við Winnipegvatn og jafnvel víðar. Lögberg vildi því gjaman heyra álit manna um þetta efni, og ljær fúslega rúm hóflega rituðum greinum um þetta rtíál, og öllum nýjum skýringum, sem að því lúta. jÞað sem sagt hefir verið um þetta efni hér að framan, að þessu sinni ,er náttúrlega ekki nema litilsháttar bendingar, sem mörgu mætti við auka. Stofnun gróður- reitanna virtist oss svo fagurt fyrirtæki, að sjálfsagt væri að benda löndum vorum á það, og sannarlega sýnist það eftirbreytn- isvert þar sem því mætti við koma. Kirkiuklukkur. Margir helgisiðir, sem tíðkasf við guðsþjónustugerð á Islandi, hafa verið lagðir njöur í söfnuð-» um landa vorra héfr í álfiL bæði prestaskrúðinn og fleira. Sumir sakna þess, aðrir telja að því enga eftirsjá. Eitt er það þó, sem margir sakna hér í kirkjum, en það eru klukkuirnjar og thringingamar. Einkum hefir mörgum aðkomu- mönnum þótt undarlegt, að ekki skuli vera klukkur í tumi Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, svo vegleg sem hún er og vel gerð að öðru leyti. (Það hefir og komið til orða stundum, að setja ldukk- ur í turninn ,þó að ekki hafi það enn komist í framkvæmd. Prestur safnaðarinS, Jón doktor Bjamason, vék að því síðastliðinn sunnudag við messugjörð, að hann hefði ekki verið fastheldinn við kirkjulegar siðvenjur^ en þó saknaði hann jafnan eims, og það væri klukknahljómurinn,'. Hann sagði, að sér þætti sá hljpmur fagur, og hann minti sig jafnan á þessi orð Krists: “Komiö til mm allir þér, sem erfiðið og þunga erað hlaðnir, og eg mun veita yður hvild.”— Að vísu kvað hann þjenna hljóm heyrast hér í bæ, en ekki frá tumi Fyrstu lút- ersku kirkju, og var hann því hlyntur, að nú væri ráðin bót á þessu, og klukkur settar í kirkju- tuminn. Vafalaust eru þeir margir, sem líta á þetta mál nákvæmlega eins og doktor Jón, og þó að það hafi nokkum kostnaö i för með sér að kaupa góðar klúkkur, kæmi það enganveginn hart niður, ef safn- aðarfólkið vildi einhuga leggja fram fé til þess. Oss virðist mjög tilhlýðiiegt, að klukkurnar yrðu komnar í kirkju- tuminn um næstu jól. Fávíslegt bréf flytur “Þjóðólfur” fyrir skemstu. Það á að vera héðan að vestan. Ekki óhugsandi að svo sé, þó að mér komi ekki í svipinn i hug sá fáráður í Vesturheimi, sem gæti verið höfundur þess. Bréfið á að vera skammir um Lögberg og Heimskringlu og aðstandendur þeirfa, en er gersamlega máttlaust skvaldur og ósannindi frá upphafi til enda. Eg skal nefna nokkur dæmi þessu til sönnunar. Höf. segir, að Lögberg og Heimskringla sé “gefin út af Can- adastjóm.” Hver sem nennir að líta á eitthvert Lögbergsblað, get- ur séð, að það er gefið út af lög- giltu hlutafélagi: “The Lögberg Printing & Publishing Company”, og eru hjuthafar allir íslenzkir; en um Heimskringlu er það að segja, að hlutafélag gefur hana einnig út, og hvað sem annars má um hana segja, þá hefir enginn iborið henni á brýn, að Laurier væri hluthafi eða útgefandi hennar, o«- mundi mikið hlegið að þeim manni hér, sem segði það. iÞað er meira að segja ákaflega hlægilegt, að til skuli vera sá ritstjóri, sem ljær svona bjánaskap rúm i blaði sínu, eða veit ekki ritstjóri :Þ jóðólfs, að þetta er uppspuni? Hvað mundi hann segja um þekking þess manns, sem skrifaði það hingað vestur, að stjóm íslands gæfi ú)t Þjóðólf. í öðru lagi segir höf. að blöðin hafi “blandað sér töluvert inn í íslenzk stjórnmál, sérstaklega síð- an í bardaganum zhð síðustu ráð- herrakosningar” (II) Eg er að vísu ekjki svo fróður að eg viti, hvenær þessar “síðustu ráðherrakosningar’Y!! !J fóm fnarn:, en ef átt er hér við ráð- herraskifti 1909, þá tekur þetta ekki til Lögbergs, þvi að það hefir afarlítið lagt til Íslandsrríála síðan. Þá er sagt, að blöðunum hafi þótt það mikið í munni, að vera með meiri hlutanum. Höf. hefir alveg gleymt þvi, að Hannes Haf- stein var i meiri hluta þegar um- ræðumar hófust um milliríkja- málið, og létu blöðin það ekki hamla sér frá að láta skoðanir sínar í ljós, og fylgja þáverandi mintii hluta. Qfangreind atriði eru öll í fyrstu tíu línum greinarinnar, en öll er hún talsvert löng, og er höfundi hennar vitanlega gert alt of hátt undir höfði með því að svara mgli hans orði til orðs. Þó má bæta því við|y að höf. segir, að meðan á kosningalbaráttunni stóð hafi blöðin hér ekki sparað neitt vopn heiðarlegt né óheiðarlegt til að gera H. H. og hans flokk sem allra auðvirðilegastan í augum vestur-'tslenzkn þjóðarinnar, og vísar til Heimskringlu og Lög- bergs þessu til sönnunar. í>|ó er það mála sannast, að Lögberg rit- aði allra blaða hógværlegast um það mál, og mun þessi bréfritari aldr- ei geta tilfært eina málsgrein úr Lögbergi frá þeim tíma, máli sínu til stuðnings. Sjálfur er bréfrit- arinn svo kurteis í rithætti, að hann kallar þá “óþverra mannræfla” og “regluleg hundspott”, sem rituðu um sambandsmálið í Hkr. Einn maður er þó undan tekinn, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, sem höf. segir að leitist við að skýra ís- landsmál fyrir V.-lsI. "á hag- kvæmastanÚ!) hátt”, og gefur í skyn að margir muni fallast á skoðanir hans og Ibreyta stefnu sinni. Getur vel verið, þó að skýrslur hafi ekki birzt um það efni enn. Vonandi er að 'Þjóðólfur ljái þessum höfundi ekki oftar rúm til þess að gera ristjóra sinn að flóni og athlægi í augum allra ís- lendinga, austan hafs og vestan. M. R. Hættuleg drykkjarílát. Elestum mun þykja það ólyst- ugt, að brúka drykkjarilát þau á opinberum stöðum, svo sem skól- um, sölubúðum, vögnum og víðar, sem ætluð eru almenningi til af- nota og hver drekkur úr, sem vill, án þess að þau séu hreinauB eða þrifin svo að nokkurt lag sé á, milli þess sem úr þeim er drukkið. En það er annað og verra en að þessi drykkjar-allra- gögn séu ólystileg til bergingar, þau era þar að auki mjög hættu- leg, því að í þeim er að jafnaði mesti fjöldi af sóttkveikjum. Einkum ber mikið á því í skól- um þar sem mörg böm verða að drekka úr sama bollanum. Hag- skýrslur hér í Ameríku skýra svo frá, að hér um bil sextugasti hver maður hafi tæringu, og vitanlega em þá einhver barna þeirra er stóra skóla sækja tæringarsjúk, og þó að lítið kunni að bera á sýk- inni hjá sumum, er eigi að síður getur varla hjá því farið, að þau sýki samt önnur böm sem drekka úr sama íláti. Bandaríkjamenn hafa þegar gert sér ljósa grein fyrir þessari hættu, og nú þegar hafa nokkur ríkjanna bannað með lögum að brúka sama drykkjarílát handa almenningi eða hverjum sem vill að drekka úr. SömuJeiðis hefir járnbrautafélögum verið gert að skyldu að leggja til sérstök ilát handa hverjum farþega til að drekka úr. Sömuleiðis hefir verið leitast við að fá afnumið að brúka sama drykkjarílát handa mörgum skólabörnum, en ekki hefir það hepnast enn sem komið er, enda ekki talið auðgert að koma því alment við. Vanþörf væri þó ekki á, að gera einhverjar breytingar á þessu efni, því að ljót eru sum drykkj- arílátin í skólunum. Nýskeð var t. a. m. á skóla ein- um í Bandaríkjunum skoðaður drykkjarbolli, eftir töluveröa um-, kvörtun. Hann hafði ekki verið þvegin löngum hríðum og var komin innan í hann, móleit skán eins og ekki er dæmalaust að sjá í sumum drykkjarílátum, sem al- menningi eru'ætluð til afnota hér í Winnipeg, t. a. m. Þ egar þessi móleita skán var skoðuð nákvæm- lega og efnafræðingar höfðu rann sakað hana, kom það í ljós, að i henni var leðja úr vatninu, marg- ar drefjar og margar miljónir sóttkveykja. Svo var skán,’ þessi reynd á marsvíni (ekki samt hnýsu) og drapst það tæpum tveim sólarhringum eftir að dælt hafði verið inn í þaö þessu góð- gæti. En er það var krufið kom í ljós að það hafði drepist úr lungnabólgu. Dælt var og inn í annað marsvín af skáiiinni sömu og sýktist það af tæringu, og fjöldi nemenda við skólann þar sem drykkjafílát þetta var brúk- að, reyndist rneir og minna tær- ingarveikir. Yfir höfuð ættu menn að forð- ast tð drekkja úr þessum ílátum sem almenningi eru ætluð, bæði í skólum, sölubúðum og annarsstað- ar. Mikil vatnsdrykkja er nokk- uð vani, og þeir, sem eru mjög þorstlátir og drekka vatn mikið, ættu helzt sem flestir að eiga vasabikara. þeir em mjög ódýr- ir, en margborga sig* því að þeir firra eigandann hættunnar af að sýkjast af óhreinum drykkjar- ílátum og aðra sýkingarhættu af honum, ef bann er veilcur af ein- hverjum næmum sjúkdómi. Nýtt stónrirki. Engin þjóð er stórvirkari en Bandaríkjamenn. Hvert jötun- virkið öðru tröllslegra rekur ann- að hjá þeim. Nýjasta stórvirkið, sem eftir þá liggur, er jámbraut- arstöð Pennsylvania jámbrautar- félagsins í New York. Stöð þessi var fullgerð núna þessa dagana, er talin mesta jámbrautarstöð, sem ‘enn hefir verið gerð um víða veröld. Hún tekur yfir tuttugu og átta ekrur af landi og kostaði ásamt öllum neðanjarðar göngum hundrað fimtíu og niu miljónir dollara. Fyrir sex árum var byrjað að byggja jámbrautarstöð þessa, og gengur það býsnum næst að því verki skuli nú vera lokið, jafn- umfangsmikil og vönduð sem byggingin er. 'Þó eru jámbraut- argöngin enn hrikalegri heldur en byggingin sjálf. Þau eru nokk- urskonar tröllslégax stálrennuil sem meðal annars leggjast yfir Hudsonsfljót og East River inn undir borgina og mætast djúpt niðri í jámbrautarstöðinni. Eins og fyr var á vikið, var The DOHlNiON B4NK SELKIRK UTlBUIt). Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin. TekiP viö inBlögum, frá ti.oo a8 upphæC' og þar yfir Hæsta vextir borgaSir tvisvai sinnum á ári. ViBskiftum bænda og aun- arra sveitamanna sérstakur gaumur geftnL Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Ósk- a8 eftir bréfaviSskiftum. Greiddur höfuBstóll... $ 4,000,000 VarssjóBr og óskiftur gróSi $ 5,400,000 Innlög almennings .......$44,000,000 Allar eignir.............$59,000,00« Innieignar skírteini (letter of credits) selé sem eru grei8anleg um allan heim. J. GRISDALE, bankastjóri. óyrjað á þessu verki fyrir sex ár- um, en þó vora fyrstu steinarnir í bygginguna ekki lagðir fyr en sumarið 1908. Áður en hægt var að byrja á að reisa stöðvarhúsin nýju varð að rífa um 500 bygg- ingar af svæði því sem stöðin skyldi standa á, því að þar var áður þéttbýíi trmkið, og grafia djúpt niður þangað til lcomið var niður að mynnum járnbrautar- ganganna. Sjálf stöðvarbygging- in tekur yfir átta ekrur, en jám- brautargarðarnir ná yfir tuttugu ekrur. Byggingin er með rómversku sniði og gerð úr ljósrauðum mar- mara ,sem fenginn hefir verið frá Milford í Massachusetts ríkinu. Hún er þrílyft og afanhátt undir loft. Neðsta lofthæðin er fjöm- tiu fetum neðar en borgarstrætin, að henni koma og fara j árnbrauta lestirnar. Fyrir utan er og rið niður svo að farþegar þurfa ekki að fara inn í bygginguna frekar en þeim sýnist. Áðal inngangurinn er & miðri byggingunni og veit að sjöunda stræti, og er framblið sú 430 fet, og gerðin hin sama á hinum þrem ur hliðunum, en tvær þeirra miklu breiðari, 740 fet hvor. Þar sem byggingin er hæst, er hún 153 fet, en sjálfir múrveggimir eru ekld nema 60 feta háir, en hjálmihvelf- ing mikil yfir miðri stöðinni og nær yfir biðsalinn allan. Hann er ekkert smáræðis herbergi, 130 fet á breidd en 277 fet á lengd. Er það langstærsti járnbrautar bið- salur 1 heimi því að auk gólfrým- isins, sem jjegar var nefnt, eru umhverfis hann óteljandi breiðir gangar á alla vegu, svo aö salur- inn er að þeim meðtöldum tvöfalt stærri en áður var sagt. Hvass- bogagluggar eru á salnum feikna- miikJir, 67 feta |breiði»r hver um sig að neðan. Þar að auki em minni biösalir í byggingunni, sem ætlaðr eru bæði konum og körlum og ýmiskonar þægindi em þar til handa farþegum. Viö biðsalinn eru farbréfa skrifstofur, farm- greiðslustofur, talsíma og símrit- unar skrifstofur o. fl. ÖIl er j ájrnbrautarstöðin hin vandaðasta og ekkert verið til sparað að gera hana sem álitleg- asta og hagkvæmasta farþegum á allan veg, enda hefir hún kostað of fjár svo sem áður var sagt. —~-------------—> Búnaðarbálkur. > Eldingarvari. HVernig stendur á eldingar- flugi? Það stendur svo á því, að til er tvenskonar rafmagn, sem nefnt er pósitivt og negatívt raf- magn ,og að þetta tvenskonar rafmagn dregst hvort að öðru. Rafmagn er í jörðinni og sömu- leiðis í skýjunum. Jörðin er eins konar segull og á pkaut tvö; í öðru skautinu er pólsitívt rafmagn en negatívt í hinu. Á segulnál- inni era tveir endar. Sá endi nál- arinnar, sem í er pósitivt rafmagn veit á valt að því skautinu, sem negativt rafmagn er í, en nálar- endinn með negatíva rafmagninu að pósitíva skautinu. Þegar þrumuveöur er og í skýjunum er t. a. m. pósitívt raf- magn, en negatívt rafmagn safn- ast fyrir á einhverjum stað á jörðu niðri ,þá er hætt við að eldingum “slái niður”, sem kallað er. Raf- magnið í jörðinni safnast helzt samam á háum stöðum. Þess vegna slær eldingum helzt niður í tré, hús, símastaura o. s. frv. Það, að eldingu slær niður, er ekkert annað en að nægilega mikið af tvenskonar rafmagni tek;ur að dragast hvað aö öðra unz það að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.