Lögberg - 22.09.1910, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.09.1910, Blaðsíða 7
I^ÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. SEPTEMBKR 1910. 7 Sundrungar andi. [Grcin sú, sem hér fer á eftir, er tekin úr blaöinu “Gimlungur” (25. tölubl.J. Hún er eftir prest- inn á Gimli, séra Rúnólf Marteins- son. Þó aS hún sé eingöngu stíl- uS til Gimlimanna, þá getur hún alstaSar átt viS, og ætti aS geta orSiS mörgum manni þarft um- hugsunare fni.—Ritstj.] GuS hefir sannarlega gefiS oss Gimlimönnum marga glólSa gjöf. Hann hefir meSal annars gefiS oss eitt hiS fegursta bæjarstæSi í þessu fylki, og aS því liggur eitt af stór- vötnum heimsins, hiS fiskisæla, fræga Winnipegvatn. í mörgum atriSum ætti því fólki aS HSa hér vel. 'Þvi ekld? Eg veit, aS til er illur andi i þessu ibygSarlagi, sem segir aS a.lt sé ómögulegt, aS ekkert gott geti hér þrifist, þess vegna sé ekki til neins aS reyna neitt, annaS en aS láta alt drasla í sama farinu. Þessi aiidi hefir skriSiS eins og eiturnaSra um alt Nýja ísland, reynt til aS smeygja sér inn á hvert einasta heimili, viljaS eitra hverja einiustu sál Þessi illi andi segir, aS sjálfsögSu, aS ekkert gott í félagslega átt geti þrifist hér á Gimli, vegna þess hve mannfélagiS sé litiS; en, vinir, er þetta mannfélag of lítiS til [æss aS hér geti þrifist drenglyndi? Er ómögulegt aS í svo litlu mannfélagi geti veriB samtök? Er þaS alveg óhugsandi, aS svona lítill bær geti haft áhuga fyrir velferSarmálum sínum? Er þaS alveg sjálfsagt, aS í litlum bæ þurfi menn aS dansa og drekka frá séh vitiS? Er alveg ómögulegt í litlum bæ, aS menn hafi nóga skynsemi til aS hafa ánægju af góSum bókum og ræSum? Geta menn i smáblæ meS engu: móti haft yndi af sönglist? Hafa menn ekki eins góSan heila, eins gott hjarta, eins gott eyra, eins góSa sjón í smábæjunum eins og þeim stærri? Þetta segi eg til þess, aS slá hin illa anda á munn- inn, sem segir, aS alt sé ómögu- legt. Dæmi af því hvaS litlir bæir geta, þegar áhuginn er á réttum staS, er bærinn Ober-Ammergau i Baiern á SuSur-Þýzkalandi. Þar eru: 1,200 íbúar. SíSan 1634 hafa bæjarmenn á hverjum tiu árum látiS fara fram sjónleik til aS sýna píslir og dauSa Jesú Krists. Til þess aS framkvæma þetta þarf hér um bil 600 manns, og þaS er alt fengiS, sumt börn úr þorpinu og nágrenninu. Þetta er sýnt þrjá daga í hverri viku frá Maí til Septemiber þau árin, sem þaB er sýnt, og fólk úr öllum mentalönd- um heimsins streymir aS til aS sjá þetta. Hinn mentaSi heimur dá- ist aS þessu. Vér, Gimlimenn, gætum, án þess aS vera nokkuS ríkari en vér erum, gert margt til aS efla þaS sem fagurt er. Vér getum vemd- aS lystigarS bæjarins, hreinsaS hann og prýtt; vér getum aukiS fegurSina umhverfis heimili vor, vér getum hlynt aS homleikara- flokki bæjarins, vér getum haft allgóSa söngflokka; getum komiS upp bókasafni og lestrarstofu; vér getum hlynt aS mentastofnun bæjarins, skólanum, og séS um aS hann hafi bærilegt heimili. Þetta alt, og margt fleira, getum vér gert ef vér aS eins, sem heild, vildum. Þetta getum vér, ef léttúSin annars vegar og pen- ingagræSgin á hina hliSina mætt- ust ekki í miSju tmgi eins og Loki og Logi eftir aS hafa etiS alt upp. Vér getum, ef vér viljum, hlynt aS velsæmi og löghlýSni bæjarins, og foreldrarnir á Gimli [xirfa ekki aS bleypa bqmunum sínum eins og kindum á afrétt iSjuleysisins, til þess aS gjöreyBi- leggja hverja einustu góSa taug, sem í þeim kann aS vera. Vér getum veriS göfugt mann- félag, ef vér viljum. Til þess aS vera þaS, þurfum vér aS vera samtaka i áhuga fyrir þvi, sem ibetur má fara. Þótt trúarskoB- anir manna séu mismunandi og jafnvel gagnstæSar, þá er margt eftir, sem góSum mönnum hlýtur aS koma saman um. Því þá ekki aS vinna í sameining aS því, sem oss öllum ætti aS koma saman um? Eg er ekki aS útliúSa þessu mannfélagi eSa segja, aS þaS sé verra en öll önnur mannfélög. fÞ"aS er ein lýgin, sem hér hefir gengiS, og haft þann tilgang, aS slita seinustu taugamar úr öllum framförum. Þetta mannfélag er eins og mörg önnur. ÞaS eru mörg betri og mörg verri. En þaS þurfium vér allir aB skilja, aS þaS er margt, sena þarf aS lagfæra og margt, sem vér getum fært á feetri veg; en ef vér eigum aS gera þaS, má ekki andi sundrungarinn- ar komast aS, þvi hann er skaS- legri en eitraSasti höggormur. iÞví miSur hefir hann skemt mikiS fyrir oss í liSinni tíS. Eg vil nefna skóiamáliS okkar. Þvi getur ekki öllum komiS sam- an um þaS ,aS gera snyrtimann- lega viS skólann sem er, og leggja svo $1,000 á skólahéraSiS nokkur ár, til aS mynda feyggingarsjóS og byggja svo þegar kraftar eru fyrir hendi og ekki verSur hjá þvi komist sökum plássleysis? Heppi- legust úrlausn væri þaS fyrir skólahéraSiS og geSfeld, tel eg víst, mentamáladeildinni. S'iSastliSiS sumar heffir lrerra Arnljótur Olson veriS lögreglu- maSur. Hann er sá langbezti, sem fengist hefir viS þaS starf í þessum bæ. Hlutdrægnislaust og samvizkusamlega gegndi hann skyldu sinni, aS þvi sem eg frek-* ast veit; en fólk lét í kring um hann alveg einsog þaS vildi ekki nota alla skynsemina, fyrir þá einu sök, aS hann reyndi aS láta þaS hlýSa lögunum. Og svo neyS- ist hann til aS segja af sér. Slæmt er þaS, þegar reynt er aS niSa kjark úr öllum þeim, sem vilja vinna aS því sem betur má fara. AS vera samtaka um þaS, aS vemda lögin og hlý-Sa lögunum, þaS er fyrsta sporiS i áttina til sannra framfara í hverju mannfé- Hgi, f sumar stóS nefnd manna fyrir því aS koma á skemtiferS til Sel- kirk. ÞaS þurfti 50 manns til aS ná töluvert niSursettu fari. Á end- anum rættist nokkuB úlr því, svo aS viS vorum ekki ákaflega langt frá takmarkinu; en ef þaS hefSu veriS svolítiS meiri samtök, svo- lítiS meira af þeim anda aS standa hver meS öSrum, svo lítiS minna af þeim anda aS hugsa aS eins um sig, þá hefSi veriS létt aS ná tak- markinu. í sumar hefir komiS hingaS til bæjarins einu sinni í viku ungur maSur, til aS veita tilsögn í söng- fræSi. Um 9 nemendur þóttust ætla aS byrja. En þá kom léttúSin og letin, sem ætíS hafa þurft aS koma til aS skemma allar fram- faratilraunir vorar. Vanalega fékk hann ekki nema svo sem 5 eSa 6 nemendur. Vegna þess fékk hann ekki kostnaSinn viS ferSina borg- aSann, og mátti til aS hætta. Hinn illi andi sundrungarinnar mátti til aS koma til þess aS eySileggja einnig þetta tækifæri til góSs. Þégar eg var suSur í íslenzku bygSinni í Dakota, fór þar um maSur til aS kenna söngfræSi, og hafSi nóg aS gera út um alla landsbygSina. Mátti ekki ætlast til eins mikils af þorpi meS 700 í- búum, ef áihugi og samtök væru rikjandi. “SameinaBir stöndum vér, sundr- aSir föllum vér.” ÞaS er enn þá sannleikur. Ef vér viljum láta eitthvaS af fögrum listum lifa hjá oss á Gimli, verSur vér aS verá samtaka. Ef véir erum hrein- skilnir, hugsandi menn, verSur auSvitaS margt, sem vér ekki verS- um sammála um; en öllum sönnum mönnum hér, á aS koma saman um aS stySja af öllum mætti virS- ingu fyrir lögunum, siSprúiBa hegSun, mentun í veraldlegum efnum, og aS minsta kosti söng- listina meSal hinna fögru lista. Oss ætti öllum aS boma saman um þaS, aS iSjuleysi er einn hinn eitraSasti óivnur góSs barna upp- eldis. AS fótumtroSa landslögin og svívirSa hvíldardaginn ætti oss sannarlega öllum aS sýnast ljótt. AS stySja aS velsæmi mannfé- lagsins getum vér allir, ef vér viljum. Þar þarf enginn sundr- ungarandi aS komast aS. Óvinir símans. Alt af er veriS aS leggja nýja og nýja síma um löndin og höfin og nú er lengd allra síma á jörS vorri orSin átta miljónir kílómetra. Símalagningar hafa samt veriS afarmiklum erfiSleikum bundnar, einkum meSal lítt mentaSra þjóSa, sem reynt hafa aS skemma símann á ýmsan hátt. Ekki eru þaS villi- þjóSirnar einar, sem eru óvinir simans, heldur og ýms dýr og fuglar. Um þetta efni segir svo 1 frönsku blaSi einu: Fílamir á Inldlandi geta ekki séS símastaurana í friSi. ÞaS er eins og þeir hafi sérstaklega á- nægju af aS rífa þá upp meS ran- anum. Hvers vegna gera þeir þaS ? Vegna þess aS þeim er illa viS alt sem óvanalegt er. Vísundarnir eru engu minni óvinir simans. Þeir renna sér á staurana og fella þá oft meS þeim liætti, stundum þó ekki fyr en eftir ítrekaSar tilraunir. I Ameríku liafa nagdýrin gert verfræSingum og rafmagnsfræS- ingum margan grikkinn. Einkum þefdýrin og beltisdýrin. Þau eru vön aS grafa sér híbýli inni undir háum trjám og verSur þá stundum aS grafa sig niSur meS símastaur- unum og verSa þeim þráfáldlega aS falli. í Noregi og á Rúgslandi var hörS barátta milli talsímastjóran|na og skógarbjamanna. Bimimir héldu aS suSan í símunum væri þannig til komin, og býflugnabú væri i staurunum og hunangs- löngunin kom þeim til aS ráSast á staurana. En loks komust þeir þói aB því, aS þetta var þarflaust erf- iSi og létu staurana 1 friSi. í Afríku og Asíu sækja apar mjög á símastaurana og símana sjálfa og flækja þræSina oft og skemma. VerSur þvi oft aS lag- færa símaskemdir sem öpum eru aB kenna. Þá em fuglarnir ekki heldur neinir símavinir. Einkum er spætan alræmd fyrir þaS hvaS mikiS hún skemmi staurana; heggur hún í þá margar holur og djúpar meS nefinu og urSu svo mikil brögS aS því í Ameríku aS fjöldi staura eySi lagSi fugl þessi, einkum í Banda- rikjunum hér fyr meir, svo aB þeir brotnuSu þþegar hvassviSri kom. Kongulær eru1 sólgnar í aS gera vefi sína um simaþræSi og em net- in oft á afarlöngum svæSum. 5 Japan hefir orSiS einkanlega mikiS mein aS því og þaS svo, aS símun hefir orSiS árangurslaus stundum vegna vefa köngulóa, og orSiS aS gera út menn til aS hreinsa sím- ana. Vitaskuld er þaS óvinnanrli verk, þvi aS vefimjir eru lagSir aftur iafnharSan sem þeim •r sópaS burtu. Sæsímarnir eni ekki látnir óá- reittir frekar en landsíminn. Þar er fjyrst aS telja af óvinum simans neSansjávar smáorminn,, sem borar sér inn d símann og inn i teyg- kvcSuhylkiS. Sæsímar em ekki altaf lagSir eftir sjálfum hafbotn- inum, heldur strengdir stundum milli hæSa og hnúka neSansjávar. Þetta þykir hvölum ekki ónýtt og nota símann til aS losa sig viS ýms snýkjudýr, sem á þá setjast. Hval- imir fara þannig aS því aS þeir nudda sér upp viS sirnana þangaS til þeir hafa uriS af sér snýgla og skelfiska og þvílíka snýkjugesti. En þessi hreinsun hvalanna getur bæSi orSiS þeim og símanum tjón- samleg. ÞaS vill sem sé svo til á stundum, aS síminn vefst utan um sporS hvalanna svo aS þeir festast þar og drepast. Hafa menn oft- siunis fundiS hvali viS strendur ír- lands og Brasilíu, sem höfSu fest sig þannig á síma og drepist af því. Bersöglisvísur. —í bólinu 5. Ágúst 1910.-.— Löt er aS aka um landiS mitt ljósdís heilum vagni; héSni vefur um höfuS þitt hula, þmngin magni. Þokudrunjgi práleikinn þrammar líka’ um garSa; úldnar hey viS óþurkinn, allar sálir farSa. Okkar mikla matarstrit mætir þungum hömlum, þcgar sum’riS svikur lit svona aS vana gömlum. Hafa á oklcur hretviSrin höndum sleipum tekiS, húsin eins og himininn hrip-streymandi lekiS. Gjörvöll kjör hins min.sta mann§ mér er opinn skóli, þegar gæfa lýBs og lands leikur á hverfihjóli; REYKIÐ mm því þeir niunu falla í yðar smekk BÓNIR TIL AF The C. L. Marks Co., Limited, WINNIPEG MANITOBA SANDUR og MOL í tígulstein vegglím og steinsteypu Tlie Birds Hill Sand Co. Limited Flytja og selja bezta sand möl og steinmulning. Steinmulningur Allar stærðir í steinsteypu hvort sem er milli bita eða í undirstöðu. Beztu og mestu byrgðir í Vesturlandinu. Greið skifti, selt í yards eða vagnhleðslum. Pantanir mega vera stórar sem smáar. Geymslustaður og skrifstofa Horni Ross og Brant Str. Vice-President and Managing Director D D. WOOD Pa >n» M lin 6158 örant btr. GRflVEL Setjið alla yðar von á eldsábyrgð, og komiB til vor eg fáiB haaa svo að þér getiS treyst því, að þér hafiB örugga eldsábyrgB, Vanrækið aldrei þá mikiísverBu skyldu, að vátryggja hús yðar og innamtokksmuni. Þér hafið als enga afsökun ef þér eruB án vátrygginga, því aB iBgjöldin eru mjög lág. Það er betra að hugleiða þetta nú, meBan tfmi er til aB vá- tryggja, heldur en iðrast þess allaæfi, að hafa ekki gert það. THE Winnipeg Fire InsuranceCo. Banl^ o-F tyanpltori Bld. Umboðsmcnn vantar. Winnipeg, tyan. PHONE Main rí«12 Einnig mesta mannsins líf mig til harma dregur, þess er skyldi þjóBar hlíf þjóSar stjarna’ og vegur. VíSar en hérna á sjóar Sand sorta þarf aB dreifa; ótal mönnum út um land er í snjáldi skeifa. Hærra nær en hrannarljóð , hærra en þrumu tundur óvild sú, er okkar þjóS ætlar aS tæta sundur. HlustaSu nú og heyrSu mér, herra, er pundin léSi: hefirSu nokkuS hugsaS þér hjá þeim tækt — aS veSi? Mér er sjálfuin meint í hné, má því kúra á dýnum, eins og byrgSur eldur sé inni í fæti mínum. Orsökina vel eg veit, vil ei dylja sanninn: eitur-naSra » mig beit, óviSförla manninnt Enginn forBast óvin sinn, þó um sig gyrSi’ í tjóSri^— hún er alveg heimalini hérna í berurjóSri. Ef nú fylgi eg Oddi heim á þá köldu dýnu, læt ég eftir lítinn seim landi’ og fólki minu. ÞaS er engin þjóSarfregn þó aS hnéskel brenni; fáa miundi ganga gegn grátstafur frá henni. Engum gerir eldur sá aSför geigvænlega — engum manni út i frá opiS sár né trega. Fyrir fni til sólar sér, svo eru fengnar bætur, — grátiS ekki yfir mér, íslendinga dætur. ÞjóSarfylgjur, þjóSlífs raun, þaS er efni í tárin, okkar þúsund ára kaun, Bændur Sparisjóðsdeild þessa banka hefir reynst mjög þægileg þúsundum vina vorra meðal bænda og annara, til að spara aflögu fé þeirra. Oss þykir vænt um að geta boðið yður þessi þægindi. Lán era veitt áreiðanlegum möm um gegn sanngjörnura vöxtum. Alskonar banka-starfsemi fer hér fram, Bank of TORONTO Aðal skrifstofa: Toronto, Canada Stofnaður I855 titibú i Langenburg og Churchbridge, G. M. PATON, ráðsmaður Cor. Notre Dame & Nena St. p«Í! F þér heimsækið oss, þá fáið þér að j sjá, hvílík ógrynni af alskouar hús- t gögnum, nýjum og gömlum, vérhöf ---1 um að bjóða. Ef þig vanhagar um eitthvað í stáss- stofuna þína, borðsalinn eða eldhúsið eða hægindi að hvíla þín lúin bein á,þá heim- sækið oss. Það er fásinna að fara lengst ofan f bæ legar þér fáið þetta ódýrara hérna á íominu Notre Dame and Nena St. tals. Sherbr. 1990 öll hin nýju sárin GarSarshólma gæfurán z grát í kinn mér sporar, — þaS er orSin þjóSarsmán, þjark og stefnur vorar. Innar varla áSur hneit evnni af fjanda hálfu, henni, sem má heita’ á sveit — hreppi NorSurálfu. GóSvildir. scm liS oss ljá, lítari og stara hljóSar meSaumkunar augum á aSferS stráka-þjóSar. Hygst aS skima um hæS off ver hverrar réttar álfu, — niSur horfir á nafla «ér, nakin, svona aS hálfu. Okkur skyldi meira í mun mönnum bjarga úr vökum, heldur en auka hark og stun, heldur en stefna sökum. ‘1 he JJew and Second Hand FURNITURE STORE Canadian Renovating Company 612 Ellice Ave. Gerir við, pressar föt og breinsar. Abyrgst að þér verðið ánægðir. 612 Eliice \ver\ue. HALDID ELD IN UM -m- með VIÐI og KOLUAI frá THE Rat Portage Lumber Co LIMITED NORWOOD 2343 - - TALSÍMI • - 2343 Spyrjið um verð hjá oss. Þegar þérbyggið nýja húsiö yðar þá skuluö þéi ekki láta hjálíöa aö setja inn í þat Clark Jewel gasstó. Þaö er mik- ill munur á ,.ranges“ og náttúr ega viljiö þér fá beztu tegund. riark íewel gasstóin hefir margt til síns ágætis seir, hefir gert hana mjög vinsæla og vel þekta. Gasstóa (ieildin, Winnipeg Electric Railway Co., 32? Main St. Talsími 2522. Mnrkei eMjuare. WtnmpcK LSltt af bejitu veltlngahúsuru b»t* lne. M&ltlðlr eeldar fl S5c. f.v», Í 1.50 á dag fyrlr fæBl og gott her bergi. Bllllardstofa og eerlega uB vlnfönK og vlndlar. — ökeyj, •_ keyrsla tll og frá járnbrautastiáBvuu* JOh.V BAIRD. etcaixll MARKET $1-1.50 á <iag. P. O’Connell eigandi. HOTEL á móti markaSnum. 146 Princess St. VVINNIPFAI. -Ingólfur. G. F. Agrip af reglugjörá om heimilisréttarlönd í Canada- Norðvesturlandinu CÉRHVER raanneskja, sem fjölskyldu ^7 hefir fyrir að sjá, og sérhver karimað- ur, sera orBinn er 18 ára, hefir heimilisrétt til fjórBuugs úr ,,section" af óteknustjórn- arlandi í Manitoba, Saskatchewan eða Al- berta. Umsækjandinn verður sjálfur að að koma á landskrifstofu stjóruarinnar eða undirskrifstofu í því héraði. Samkvasmt umbeði og með sérstökum skilyrðum má faðir, móðir, sonur, dóttir. bróðir eða syst- ir umsækjandans, sækja um landið fyrir hans hönd á hvaða skrifstofu sem er Skyldur. — Sex mánaða ábúð á ári og ræktun á landinu í þrjú ár, Landnemi niá þó búa á landi, innan 9 mílna frá heim- ilisréttarlandinu, og ekki er minna en 8c ekrur og er eignar og ábúBarjörð hans eða föður, móður, sonar, dóttur bróður eCa systur haas. f vissum héruðum hefir landneminn. sem fullnægt hefir Landtöku skyldum sínnm, forkaapsrétt (pre-emtion) að sectionarfjórð- ungi áföstum viðland sitt. Verð$3ekraB. Skyldur:—Verður að sitja f mánuði af ári á landinu í 6 ár frá því er heimilisréttar- landið var tekið (að þeim tíma meðtöldnm er tii þess þarf að ná eignarbréfl á heim—ili réttarlandinu, og 50 ekrur verður að yrkjJ aukreitis. Landtökuroaður, sem hefir þegar notað heimilisrétt sinn og getur ekki náð for kaupsrétti (pre-emption) á landi getur keypt heimilisréttarland í sérstökum hér- uðum. Verð Í3.00 ekran. Skyldur: Verður að sitja 6 mánuði á landiuu á ári í þrjú ár og ræk'a 50 ekrur, reisa hús, 6300.00 virði W. W. CORY, Deputy of the Minister of the Interior

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.