Lögberg - 20.10.1910, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.10.1910, Blaðsíða 4
4 iaKÍKJÍKG. KLMTUDAGINN ao. OKTOBER 1910. Vatnsleiðslan í Winni- peg- Neyzluvatniö hér í Winnipeg er brunnvatn. Brunnvatniö, sem nú er brúkaö um allan bæinn aö heita má, er úr stórum brunnþróm, sem bæjarstjórnin hefir látið gera og varið til ærnu fé, en gömlu smá- brunnarnir, sem áöur voru hingaö og þangað um bæinn, eru nú ýmist orðnir þurrir eöa vatniö í þeim ó- hæft til drykkjar. Brunnvatnið úr bjæarbrunnunum er hins vegar vél síað og yfir höf- uö gott vatn, en gallinn á því er sá aðallega, aö þaö nægir bænum ekki til frambúðar, nema alt af sé verið að grafa nýja brunna, og mundi að líkindum reynast mjög sy.o ónógt, ef mikinn eldsvoða bæri að hönd- um hér i bænum. Yfir höfuð hafa verið mjög skiftar skoðanir um það meðal bæjarmanna, hvort brunnarnir væri æskilegir eða ekki; sumir halda því fram, að bærinn mætti ekki við þvi fyrst um sinn að afla sér vatns með öðru móti en að grafa slíka brunna. Aðrir hafa hins vegar verið þeirr- ar skoðunar, að þessi brunnagröft- ur væri óhyggilegt ráðlag, vegna þess, að þar að kæmi einhvern tíma að Winnipegbær eins og flestar stórborgir heims, yrði að afla sér varanlegrar vatnsuppsprettu, er dugað gæti um aldur og æfi, hvað stór sem bærinn yrði. Það væri óhjákvæmilegt að leiða hingað ár- vatn rennandi. sem aldrei gæti þrotið, og af þvi að það mundi augsýnilega verða óhjákvæmilegt innan fárra ára, ef bærinn yxi eins hratt og hann hefir gert, þá væri þessi brunnagröftur að vissu leyti eiginlega aukakostnaður og hálf- gert kák. Bærinn þyrfti að fá vatn úr varanlegri uppsprettu, og þ.ótti einna tiltækilegast að leiða það úr Winnipeg fljótinu. Sérfræðingar lögðu þetta til fyr- ir einum tveimur árum, og hefir tillögum þeirra lítt verið sint að þessu, fyr en nú, að Mr. McArth- ur bæjarráðsmaður hefir látið þetta mál til sín taka, og mun það vera tilætlunin að aukalög um vatns- leiðslu úr Winnipegá verði borin undir atkvæði bæjarbúa. I skýrslu sérfræðinganna, sem fyr var nefnd, er það lagt til, að leiða vatn úr Winnipegá ofan við “Seven Portage”, sía það og dæla inn í stræti Winnipegbæjar. Aukalögin kvað eiga að sníða eftir þeim tillögum og ætlast til, að leiða daglega úr ánni um 24,- ooo,ocx> gallón til Winnipegbæjar. Kostnaðurinn við að koma upp slíkri vatnsleiðslu með vélum og öllu saman, er talinn um hálfa sjö- undu miljón dollara. Þriggja ára tíma er talið að minst þurfi til að koma upp þessari vatnsleiðslu. Því verður ekki neitað, að hér er um stórvirki að ræða, sem bæj- arbúar þurfa að hugsa vel um og kynna sér sem bezt áður en í það er ráðist. Vitanlega kemur fyr eöa síðar að þvi, að slíka vatns- leiðslu verður að gera hér til Winnipegbæjar. Hitt er annað mál, hvort ekki megi komast af með brunnana nokkur ár enn úr því að þeir eru nú til á annað borð, og enn sem komið er hefir vatnsskortur ekki orðið að meini. Mál þetta verður annars frekara rætt síðar hér í blaðinu. Opið bréf til Vestur- Islendinga. Kæru vinir! Eg vona þér ýsakið mig ekki um. að eg sé of nærgöngull, þótt eg kalli yður “kæru vini”; því af persónulegri viðkynningu þykir mér-, Vestur-Islendingar, vænt um æði marga yðar. Um flestar bygö- ir yðar hefi eg ferðast, — allar stærri bygðimar. Á þeim ferðum hefi eg hitt fjölda manna, sem hafa auðsýnt mér hlýtt vinarþel. I allri vinsemd vildi eg þvi eiga tal við yður um eitt áhugamál mitt. Það málefni er íslenzkan. Eg hlýt að telja hana einmg áhugamálefni yðar, því eg held það sé ekkert, sem þér eruö eins sammála um eins og það, aö íslenzkan sé göfugt mál og bóikmentir hennar þess virði að varðveita þær. Ekkert hafið þér eins mikið lofað eins og tungu og bókmentir þjóðar yðar. Rennið huganum yfir allar ræðumar, sem þér hafið flutt, og allar ritgerð- irnar, sem þér hafið samið til þess að hrósa íslenzkunni. Frábærlega hefir það alt verið þrungið af ætt- jarðarást. Fyrirgefið mér, að eg spyr: Var yður alvara með alt þetta, sem þér hafið sagt um ís- lenzkuna? Ástæðan fyrir því, að eg spyr þannig, er sú, að nú i nokkur ár, hefir íslenzka verið kend við Wesley College í Winni- peg. Þangað hefir safnast all-stór hópur af íslendingum; en af þeim hópi, sem þangaö hefir sótt ment- un sina, hefir ætíð verið stórt brot, sem ekki hefir sint kenslunni í ís- lenzku á nokkurn hátt. Þetta finst mér hvað á móti öðru, og nú vil eg biðja yður að rannsaka þetta mál í huga yðar. Vestur-íslendingar, hvað viljið þér? Viljið þér í hjartans alvöru sanngjarnt viðhald íslenzkunnar 1 þessu landi, eða viljið þér vinna að því, að hún deyi út hér fyrir tím- ann? Enginn er hér að tala um að búa til ísland í Ameríku, enginn að mæla orð í þá átt, að hefta fram- för þjóðar vwrrar hér í álfu í þekk- ing enskra bókmenta. Hér er að eins að ræða um það, hvort oss sé alvara með það sem vér segjum, já, hvort oss sé alvara með dálítið brot af því, sem vér segjum, hvort vér viljum gera það, sem er sann- gjarnt og eðlilegt til að efla hér þekking á því, sem er íslenzkt. Hvað er sanngjarnt, og hvað er ósanngjarnt 1 þessu máli ? Það er ekki sanngjarnt, að neinn maður leggi tíma í íslenzku-lærdóm, ef hann fyrir þá sök verður andlega fátækari en sá, sem ekki leggur tima í það nám. En það er sann- gjarnt, að íslendingar í þessu landi verji tima til að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu eða þá tungu feðra sinna, ef þeir með því námi tapa ekki í andlegum skilningi, ef þeir verða ekki fyrir það mentalega fátækari. Með þetta í huga skulum vér lita á málið eins og það liggur fyrir. Þér sendið sum efnilegustu ungmenni yðar á Wesley College. Til hvers sendið þér þau þangað? Sjálfsagt til að fá mentun. Og hvað er mentun? Eg er alveg viss um að þér eruð mér samdóma þeg- ar eg segi, að skólamentun feli í fsér tventr.i. æfing hinna andlegu hæfileika nemandans; 2. það, að andi hans eignist göfugar hug- sjónir. Þegar námsmaðurinn kemur inn á Wesley College ligg- ur fyrir honum skrá yfir það, sem kent er. Sumt af því eru skyldu- greinar, surnt sem hann getur vaL- ið um. Hvað af þessu á hann að velja? Eða eftir hvaða reglu á hann að fara? Tvær reglur geta komið til greina. Önnur er sú, að velja aðeins það, sem námsmaður- urinn ætlar sér að nota í starfslíf- inu. Hin er það, að velja þá grein, sem hefir mest mentagildi. Segjum nú að hinn íslenzki náms- maður hafi að velja um, hvort hann vill læra þýzku, frönsku eða islenzku, Ef beitt er fyrri regl- unni, ætti námsmaðurinn hiklaust að velja íslenzku, ef hann er ekki áður búinn að læra hana eins vel og hún er kend á skólanum; þvi enginn minsti vafi er á því, að í&- lendingur í þessu landi er líklegur til að hafa margfalt meiri not af islenzku heldúr en þýzku eða frönsku, að þvi einu undanteknu, ef hann ætlar sér að verða kennari í þessum málum. Ef hinni reglunni er beitt, hlýt- ur íslenzkan líka að ^era valin af íslendingnum. Hugsið yður hve hann stendur öðru vísi að vígi gagnvart sínu eigin máli eða al- veg óþektu máli Hugsið yður mismuninn á þvi, að geta þegar i byrjun farið að ná þeim göfugu hugmyndum, sem skráðar eru í bókmentum þjóðarinnar, og hinu að berjast við eintómt orða-stagl 4—6 ár ('samhliða ef til vill öðru t*uingu málanámi), og svo, þegar tíminn er liðinn, er nemandinn tæpast byrjaður að njóta nokkurs þess, sem málið hefir að geyma. Og þá er einmitt líklegast, að hann hætti alveg við og hafi aldrei hin minstu not af því. Er ekki slíkt fánýtur hégómi? Hugs- ið yður, að vera að verja dýrmætu fé og dýrmætum tíma til mentun- ar, sem svo er engin mentun. — “Hví reiðið þér silfur fyrir það, sem ekki er matur? og atvinnu yðar fyrir það, sem ekki er til saðnings?” Er ekki, í öllum skiln- ingi meira á því að græða fyrir Íslendinginn, að komast í skilning um hið göfugasta ,sem hans eigm þjóð hefr af'kastað? Islenzk þjóðrækni, ef hún er nokkur til hjá oss, ætti því að styðja að því að hver einasti Is- lendingur, sem gengur í Wesley College, hagnýtti sér íslenzku- kensluna þ(ar. 0(g skynsemin, þjóöræknislaust, segir oss alveg hið sama, að það sé meira á því að græða fyrir íslendinginn, bæði frá praktísku og mentalegu sjón- armiði, að mentast vel í bókment- um þjóðar sinnar, en verja tíma til að læra mál, sem hann aldrei lærir sér til gagns. Má eg þá vænta stuðnings yðar í þessu? Vinsamlegast, R. Marteinsson, Winnipeg, 17. Okt. 1910. Montreal Witness. hefir sjaldan sett sig úr færi um að hnýta 1 Laurier stjórnina, eins og ollir vita, en í sambandi við þær veglegu viðtökur, sem Sir Wilfrid Laurier hlaut fyrir skemstu í Montreal hefir blaðið ekki getað leitt hjá sér að minnast að nokkru á hina merku og mikilvægu stjóm- málastarfsemi hans, og láta hann þar að nokkru leyti njóta sann- mælis; meðal ananrs segir blaðið: “Oft höfum vér sagt það, cg' erum fúsir á að endurtaka það, að hátt er nú tekið að gnæfa minnis- merki, sem ávalt mun bendá Can- adabúum á að geyma endurminn- ingu Lauriers síunga í brjóstum sínum. Þetta minnismerki er sá sanni canadiski þjóðernisandi, sem hann hefir glætt og átt svo mik- inn þátt í að skapa. Hvað eftir annað hefir hann lagt stjórnmála- líf sitt í hættu til þes^ að draga úr þjóðernis flokkagreining hér í landi þegar, hún hefir ætlað að verða til tjóns og sundrungar. Fyrir því hefir honum verið brigslað um það, að hann hafi svikið þjóðflokk sinn og brugðist trúarbræðrum sínum í Quebec, og i Ontario hefir honum verið brígsl- að um það, að hann hafi svikið konung sinn og brezka ríkið, þó að sannleikurinn sé sá, að hann hefir hverjum öðrum manni í Canada hærri hugmyndir um skyldur og þegnhollustu hinna ýmsu þjóðflokka sem byggja þetta land. Á þeim harmadögum, er Búastríðið stóð yfir, þegar hér var óspart blásið að sundrungarkolun- um, þá ritaði Montrealbúi nokkur stjórnarformanninum, og óskaði honum til hamingju í þvi djarf- ltega: verki hans, iað efla eining Canada. Sir Wilfrid svaraði þannig: “Einlægar þakkir mínar sendi eg yður. Álit yðar á starfi mínu er mér mjög dýrmætt, og með guðs hjálp ætla eg ekki að hverfa frá því starfi.” Það er öllum kunnugt, að Sir Wilfrid hefir ekki horfið frá því starfi, en hefir haldið styrkri hendi um stjórnvölinn marga ískyggilega og hættulega stund. Mjög raunalegt hlýtur það að vera fyrir Sir Wil- frid að einmitt hér í Quebec skuli hafa risið ósönn þjóðernisaldá, þjóðernisalda, sem berst fyrir fylkjapólitík, afturhaldi, sundrung og fyrir því, (sem auðvirðir og veikir landsfólkið. Ekki verður því neitað, að töluvert hefir kveð ið að þessari hreyfing, en enginn, sem þekkir viljaþrek, stjómhygg- indi, dómgreind og áhuga hinnar fransk-canadisku kynslóðar, getur efast um, að þessi alda muni eyð- ast og að öllum muni skiljast hve fávísleg sú stefna er. En það er annað stórum merki- legra atriði en sundrungar hreyf- ing Bourassa, er stjórnimálamenn hafa rætt mikið um þessa síðustu mánuði. Sir Wilfrid Laurier tókst ferð á hendur um Vestur-Canada og lýsti því yfir sjálfur, að ferðin hefði gert hann “betri Canada,- mann”. Tollmáliö, þetta mikla og víðtæka efni, var aðalmálið sem rætt var á hverri samkomu og fundi. Stjórnarformáðurinn var þar í essinu sinu. Hann hefir á- valt verið einbeittur fylgismaðuij þeirrar hagfræði stefnu, sem gert hefir Englendinga allra þjóða auð- ugasta. En það virðist svo samt sem áður, að í Canada hafi toll- 7ærndar átt að gæta að meira eða minna leyti, og þingbundin lands- stjórn getur áldrei gengið stórum skemra en landsfólkið heimtar. Sléttan endalausa hefir bént íbúum þtssa lands til frelsis í ýmsum efn- um, meðal annars 1 verzlunarmál- um, og breytingar á hagfræðis- stefnu hefir verið krafist eftir- minnilega. Til eru þeir menn bæði í Canada og á Englandi, sem hafa ekki kynokað sér við að likja þeiss- um kröfum við drottinsvik, og segja, að þetta væri vottur þess að Canadabúar vildu losna við Eng- lendinga en ganga í samband við Bandaríkjamenn. En þetta er vit- anlega algerlega ósatt og rangt. Hin svonefnda “þjóðernisstefna” hefir hindrað vöxt þjóðarinnar. Fyrir þeirri stefnu hafa hvað mest barist þeir, sem hæst lá rómur um sína einstaklegu þegnhollustu, en manna mest unnu þó að því, í reyndinni, að fjarlægja oss alríkinu brezka. Stjórn Sir Wilfrids Laur- iers veitti tollhlunnindin á brezkum vörum — hann veitti gamla land- inu þau sem gjöf eins og Mr. Le- mieux komst að orði nýskeð. Sir Wilfrid Laurier veitti þau þvert á móti eindregnum vilja íhaldsmanna mótstöðuflokks síns, mannanna, er hæst hrópuðu um ást sína á “fán- anum gamla”, og það að lækkunin hefir ekki orðið meiri, er einkan- lega áhrifum þeirra að kenna.... Japaosmenn og aðrir Asíubúar. Víðförull blaðamaður á Ind- landi, sem heitir Saint Nihal Singh, hefir nýskeð ritað grein 1 “'The Contemporary Review” í Lundúnum, um viðsikifti Japans- búa við Asíuþjóðir. Hann segir að Asíumenn hafi litð til Japans eins og verndara sxns fyrir ágangi Evrópumanna, en nú er svo kom- ið, að þeim þyki nóg um yfirgang Japansmanna. Meðan Japansmenn börðust við Rússa til að frelsa Kínaveldi úr höndum þeirra, þá var búist við, að hinir smávöxnu brúnu herrgenn mundu næst veit- ast að Englendingum til að leysa Indland undan erlendum yfirráð- um. En nú er þetta gjörbreytt. Svo sem Japan lærði listir Evrópu- þjóða í þvi sikyni að sigrast á þeim, svo hafa Asíuþjóðirnar reynt að nema listir Japansmanna til þess að vernda landsréttindi sín óskert fyrir yfirgangi þeirra. Þess vegna hefir Japan orðið menningarstöð Austurálfumanna. Allar Asíu- þjóðir þyrpast þangað á skólana, starfsstofur og verksmiðjur til að læra “hvernig (Japan gefur gert alt þetta”, sem það hefir áunnið. Höfundurinn segir enn fremur: “öll Austurálfan situr við fætur Japans-þjóðarinnar, til þess ,að geta orðið henni jafnsnjöll. Ríki “sólaruppkomunnar” lærði af Vesturlöndunum, hvernig það ætti að ráða niðurlögum Evrópuþjóð- anna, með þeirra eigin vopnum. Asíu virðist nú umhugað um að gera Japan sömu skil. Asíubúum er það full-ljóst, að þeir verða að leita sér sömu mentunar eins og Japansmenn, ef þeir eiga að kom- ast jafnvel áfram eins og þessi eyjarþjoð, og þess vegna senda Asíuþjóðirnar námsmenn sína til ”ár-sólar landsins”, til að nema þær greinir, er,komið hafa Japans mönnum í tölu stórþjóðanna. Frá Indlandi, Kina, Siam, Filippseyj- um og öðrum austlægum löndum hafa stúdentar þyrpst til Japan. 'feir koma þangað með brennandi löngun til að læra þær listir og þá slægð, sem hjálpað hafa Japans- búum til að brjóta af sér ok Vest- urlandanna, því að þeir vænta þéss að það geti komið sér að haldi til þess að brjótast undan yfirráðum vesturþjóðanna og Japansmanna líka. Þessir námsmenn eru mjög sundurleitir. Þeir eiga rika og fá- tæka að, eru af öllum stéttum, úr öllum landshlutum. Sumir eru af léttasta skeiði, aðrir á unga aldri. Flestir þeirra njóta stjórnarstyyks, hver úr sínu landi, eða eru styrkt- ir af einstökum mönnum. Fáir komast af styrklaust. Þeir drag- ast fljótt inn i stúdentahópinn í Tokyo — níu tíundu hlutar að- komustúdenta fara til höfuðborg- ar keisaradæmisins — og áður en sex mánuðir eru liðnjr, eru þeir komnir sæmilega niður í að tala tunguna og hafa not af fyrirlestr- um japanskra kennara í ærði og lægri skólum. Þeir ganga þó ekki allir í skóla; sumir þeirra vinna í Verksmiðjum og verkstofum. til að komast niður í störfum þeim, sem greiði þeim götu til arðvæn- legs iðnaðar.” En Japansmenn eru ekki þau böm, að þeir gangi í gyn þeirn úlfi, sem kemur undir sauðargæru undrunar og kurteisi, og eru þeir nú teknir að óttast þá hættu, er af aðsókn þessari geti leitt. Þeir eru of vitrir til þess að þeim dyljist, að þar er gildra á vegi þeirra, og eru nú teknir að gera aðkomu- stúdentum örðtigt fyrir um skóla- göngu, þó að áður tæki þeir þeim tveim höndum, því að iðn-nemar frá Indlandi og Kína eru að kom- ast yfir leyndarmál þeirra, grafa undan yfirráðum þeirra og kippa fótum undan yfirráðum þeirra í Asíu. S- N. Singh kemst svo að orði: “Japansmenn eru auðsjáanlega orðnir hræddir við aðsókn annara Asíuþjóða, er vilja nema iðnaðar- greinir þeirra, og gera sig líklega til að hindra Asiustúdenta í menta leit þeirra . Skólagjald aðkomu- stúdenta, er vilja nema í háskól- um og mannvirkjaskólum Japans, hefir verið bækkað um helming, og það verður Asíumönnum erfið- ara með degi hverjum að fá að- gang að mylnum og verksmiðjum, í því skyni að komast að leyndar- dómum hverrar iðnaðargreinar um sig.” En straumur útlendinga til Tok- yo vex stöðugt, þrátt fyrir alla mótspyrnuna. “Austurlönd virðast óttast, að Japansmenn muni hafa s’g að féþúfu, en vilja þó ekki láta undir höfuð leggjast að nema af þeim, hvernig þeir eigi að koma^t úr ráns-klóm þeirra-” Hinn gamli hugarburður um að Japansmenn mundu verða í farar- broddi í baráttunni gegn yfirgangs mönnum og ræningjum Evrópu, og styrkja Asíuþjóöirnar í sjálfstæði- viðleitni sinni, er nú hafður að skopi í blöðum Indverja og Kín- verja. Singh lýsir hugarfari manna á meginlandi Asíu á þessa leið: “öll blöð Austurlanda voru á- kaflega hrifin af hreysti japanskra hermanna og herkænsku þeirra for ingja, sem höfðu á hendi yfirstjórn landhers og flota i viðureigninni við Rússa. Feikilegt lof var borið á eyjarskeggja fyrir þá föðurlands ást og sjálfsfómar er þeir hefði sýnt til að hrinda af sér voða þeim er vofði yfir þjóð þeirra og landi. Miklum lofsorðum var farið rnn þær undraverðu framfarir er Jap- ansmenn hefði tekið á örfáum ár- um, er þeir gátu búist svo vel að koma Rússum á kné. “En nú er þetta alt á annan veg. Þar sem Asía var fyrir skemstu á- kaflega vinsamleg í garð Japans, þá er hún nú eindregið tekin að á- fellast yfirgang Japansmanna. Að minsta kosti sjást þess augljós merki, að Asíubúar telja Japans- menn ekki framtíðar leiðtoga sína. Austurlönd hafa hlotið að verða þeirrar skoðunar vegna seinu^tu aðfara Japansmanna í Kóreu, Kína og Manchuria, sem alstaðar eru taldar brjóta bág við setninguna: “Asía handa Asiumönnum.” Japan er alt af vinna sér í hag, segir höf., og keppir fast að því að ná yfirvöldunum sér til handa, en ekki handa öðrum Asíuþjóðum. “Asíumenn”, segir hann að lokum, “hafa haft strangar gætur á Jap- ansmönnum og eru algerlega mót- fallnir takmarki þeirra, sem virð- ist vera: “Asía handa Japansmönn- um.” — Lit. Digest. Fhe DOWNION SiNH SKLKIKK CTIBUIH. Alls konar bankastörf af hendi leysi Sparisjóðsdeildin. TekiP við innlógum, iráji.oo að'upphaf og þar yfir Hæstu vextir borgaOir tvisvai sinnum á ári. Viöskiftum bænda og anu arra sveitamanna sérstakur gaumur getnu. Bréfleg innleggog úttektir afgreiddar. Ós«- aö eftir bréfaviöskiftum. Greiddur höfuöstóll... } 4,000,000 Vo-oajóSr og óskiftur gróöi $ 5,400,000 Innlög almennings ........ $44,000,000 Allar eignir..............$59,000,000 Innieignar skírteini (letter of credits) sel« sem eru greiðanleg um allan heim. !. GRISDALE, bankastjóri. Messinaborg. Nú eru nærri tvö ár liðin síðan jarðskjólftarnir miklu gengu yfir Messínaborg t Desembermánuði 1908, og þó hefir mjög lítið verið gert að því að byggja upp enn það sem þá hrundi af húsum í borginni. Svo er deyfðin mikil, að enn þá liggja rústirnar óhagg- aðar með sömu ummerkjum eins og þegar jarðskjálfCarnir voru af- staðnir. Strætin eru sumstaðar ófær enn þá, svo að ómögulegt er að aka um þau, en gangandi menn klöngr ast yfir rústirnar þar sem þeim er hægast. Stór svæði í borginni eru tómar rústir, þar sem öllu æg- ir saman, og rykmökkur lengst af yfir. Þrátt fyrir það eru allmargir íbúar í Messína, um 10,000 að þvi er sumuth segist frá; en margt af því er flökkulýður sem þyrptist þar að til rána og gripdeilda þeg- ar jarðskjálftinn varð, og hefir verið þar viðurloða síðan. Þorr- inn allur af því fólki sem húsvilt varð í jarðskjálftunum, býr í trjá- viðarskýlum sem reist voru að mestu fyrir fé frá Bretlandi og Bandaríkjum, og greiðir það fólk enga húsaleigu. Margir eru farnir að örvænta um að Messínaborg rísi nokkurn tíma úr rústum.. Sikileyingar eru hátalaðir um það að vísu að marg- ar og fagrar byggingai* eigi að uð verða reistar þar, en á því er htið að byggja. Eyjarskeggjar eru makráðir og óvinnugefnir, og geta átt von á nýjum jarðskjálft- um hve nær sem er. Þeir ku.nna vel við sig í timburskýlunum, sem þeir fá að vera í ókeypis og sitja þar að likindum meðan sætt er. _ London Graphic. Loftför Wellmans. Fyrir skemstu var ítarlega skýrt frá loftfari því, er Walter Well- man hafði í smíðum, og heitir “America”. Það var fullgert í fyrri víku og lagði hann af stað á því við sjötta mann austuir um Atlanz- haf síðastliðinn laugardagsmorgun, frá Atlantic City, N. Jersey. Þoka var á, svo að hann hvarf sýnum innan tveggja minútna, en loft- skeyti sendi hann öðru hverju þann dag, og kvað alt ganga að óskum. Vestanvindur var á, svo að hann lét J>erast fyrir vindinum og frétt- ist siðast til hans seint á laugar- dagskvöld. Bjóst hann bá við aö vera 300 til 800 mílur undan landi. Síðan spurðist ekkert til hans þar til loftskeyti barst á þriðjudaginn frá skipi einu á Atlanzhafi, sem kveðst hafa bjargað þeim félögum, en loftfarið hafi ónýzt. Nánara verður skýrt frá þessu í næsta blaði. Machyengasar. Svo heitir þjóðflokkur nokkur í Suður Ameriku, er heima á í Peru austan til, milli Cordilla-'fjallanna og ánna Ukayali og Urubamba. Er þjóðflokkur þessi afskektur þar og hefir dr. Farabee 1 ameríska fornleifafélaginu lýst þjóðflokki þessum nýskeð og segir um hann meðal annars, að hann hafi lítil sem engin kynni haft af nokkrum' mentaþjóðum og eru Machyengasí- ar því algerlega ómentaðir og heiðnir. , Það sem einkennir þá sérstak- lega frá öðrum þjóðum er það, hve þeir eru gersneyddir því að hafa hinn minst beig af dauðanum eða dauðum mönnum. Aldrei heyrist það þar að nokkur maður kvíði

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.