Lögberg - 25.05.1911, Page 1

Lögberg - 25.05.1911, Page 1
24. AR Steingr. skáld Thorsteinsson áttrœður Steingrímur skálcl Thorsteins- son varð áttræSur föstudaginn 19. þ. m. Hann' er fæddur á Árnar- stapa á Snæfellsnesi 19. Maí 1831. Faðir hans var Bjarni Thorsteins- son amtmaöur. Steingrímur var settur til menta á unga aldri, og þegar hann hafði lokiö stúdents- námi, fór hann til Kaupmanna- hafnar háskóla og lauk þar námi í málfræöi. Stundaöi einkum grísku, latínu og þýzku. Hann dvaldi mörg ár i Kaupmannahöfn og orti þá mörg hin kunnustu kvæöi sin. Þegar hann kom til íslands varö hann kennari í latinuskólanum, síöan yfirkennari og loks rektor áriö 1904. og gegnir hann því starfi enn. Annars er oss meö öllu ó- kunnugt uf æfiferil hans. .-Efi- saga hans hefir ekki veriö rituö, svo aö kunnugt sé. Ritstörf hans ein eru kunn, og hafa fengiö hon- um frægöar og vinsælda meöal þjóöbræöra hans. Eins og ráðgert haföi verið hélt bandalag Fyrsta lút. safnaðar sam komu síöastliöiö fimtudagskvöld í virðingarskyni viö skáldiö, og kom þangað margt manna. Forseti bandalagsins, hr. Baldur Jónsson, setti samkomuna, en Dr. Jón Bjarnason las biblíukafla og var sunginn sálmurinn “Þín miskun, ó guö. er sem himininn há.” Dr. Jón Bjarnason tók fyrstur til máls. Hann las kvæöiö “Snæfells- jökull” og skýröi frá æskustöövum Steingríms, hve hrjóstugar og svip miklar þær heföu verið, hve vel þeim væri lýst í kvæöinu og hvern- ig þær heföu orðið til þess aö skerpa eftirtekt skáldsins og siöar opnað augu hans fyrir sumardýrö- inni í Danmörku, er hann bar hana saman við hraunin og Snæfells- jökul. Hann sýndi, hve Steingrím- ur heföi stutt aö útbreiðslu söngs á íslandi meö því áö yrkja og þýöa íjöldamörg kvæöi við fögur sönglög, og loks sagöi hanri frá rituni hans í óbundnu rnáli, er hann lofaði aö maglegleikum. Nefndi þar til einkum söguna af “Úndinu’ ’og Goöafræði Grikkja. Aö ræöu hans lokinni söng Miss E. Thorvaldson vísurnar “Mitt nafn á hafsins hvíta sand” o. s. frv. Baldur Sveinsson sagði frá nokkrum endurminningum sinum um Steingrím. og talaöi á viö og dreif um kvæöi hans. Þá var sungið kvæöið “Lorelei” og tóku allir undir. Dr. Tón Stefánsson talaöi um ættjaröarást og ættjaröarkvæöi Steingrims og hafði 'liin helztu þeirra yfir. Hr. Alfred Albert söng nokkrar visur úr kvæöinu "Skógarsjónin”. Seinustu ræðuna flutti forseti bándalagsins. hr. Baldur Jónsson B. A., og talaði hann um vorkvæöi Steingrims og fór um þau fögrum oröum og vitnaöi til margra kvæöa skáldsins . Miss Sigríður Olson söng kvæö- ið “Hugsjón”. Samkomunni sleit meö því að sunginn var sálmurinn "Faöir andanna” o. s. frv. og skildust menn aö þvi búnu. Áheyrendur voru mjög ánægðir yfir því sem fram fór, og þökkuöu ræöurnar og sönginn meö lófa- klappi. Miss Theodora Hermann og Miss Kristbjörg Vopni léku á hljóöfærí meðan sungiö var. öllum þótti skylt og sjálfsagt aö minnast þessa afmælis, og vonum vér aö fregnin um þessa samkomu megi vePöa hinu aldur- hnigna þjóðskáldi til fagnaöar, um ieiö og hún er vottur viröingar og vináttu, sem vér íslendingar fjær og nær berum fyrir Steingrími Thorsteinsson. Ný flugsamkepni. 940 mílna hringflug. Verðlaun $88,500. Innan skamms veröur ný flug- samkepni háö í Evrópu og frá- breytt því sem venja er til vegna þess, aö þetta flug verður hring- ferö. Leggja flugmenn af staö frá París, fljúga til Liege, Ut- recht, Brussel, London og síðan til Parísar aftur. Vegalengdm er aö eins 940 milur, en verölaun $88,500, eöa um $95 á hverja mílu. Hitar í Chicago. Óvenjumiklir hitar um þenna tíma árs voru í Ohicago 18. þ.m. Hitinn var 92 stig i skugganum kl. 4 e. h. Er þáö mesti hiti sem þar hefir komiö í borginni sem men nmuna eftir svo snemma á sumri. Fjöldi manns vanmegn- aöist af hitanum og 4 biöu bana. Borgarbruni í Man- chúrío. Mörg þúsund húsviltir. Fjörutíu þúsund manns cru sagðir húsviltir í Kiran í Mar- churiu eftir mikinn bruna, sem nýskeö varö í þeirri borg. Eigtia tjón er metið $20,000,000. Fjög- ur þúsund búöir brunnu, 15 bank- ar og 8,377 byggingar aðrar. 1 búar i Kirin eru um 80,000. Viðskiftafrumvarpið í Brezkajj þinginu. ViöSkiftafrumvarpiö var til’ umræöu i brezka þinginu, í efri deild 18. þ.m. Haldane hermála- ráögjafi talaöi langt erindi og snjalt um þaö mál, og kvað stefnu Dominionstjótnar vera rétta og viðurkvæmilega og sagöi aö al- ríkisstjómin á Bretlandi væri í alla staöi ánægö meö þær ráöstaf- anir s'em Laurier stjórnin væri aö gera í því máli. WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 25. Maí 1911. NR. 21 Óeirðirnar í Marokkó. Mannskæð orusta við Fez. í fréttum írá Tangiers i Mar- okkó er þaö sagt, aö um miðjan þenna mánuð hafi mannskæö or- usta staðið viö höfuðborgina Fez. Hraöboöi frá Tangiers var sendur til Fez en komst ekki nærri borg- inni fyrir óvinaherliöi. Hann heyröi aö hersveitir soldáns heföu gcrt áhlaup á uppreisnarmenn utan við borgina og hvonrtveggju bar- ist af miklum móöi. Mannfalliö meira i liði uppreisnarmanna. Engin fréttasambönd viö Fez og nær orustusvæöiö tíu mílur út fyrir borgina á alla vegu og fær enginn inn i þann hring að kou.- ast ómeiddur eöa á þess að vera höndum tekinn. Líkbrensla. Frumvarp samþykt við 2. umr. í þýzka þinginu. í fréttum fr áBerlín er þess getiö, aö þingið þar hafi samþykt lagafrumvarp um líkbrenslu viö aöra umræðii. Kler|calýö|u!ri«n var mjög andvígur frumvarpi þessu. Stjórnin hefir og hingað til verið mótfallin lögurn um lík- brenslu, þvi að oft hefir frum- varp til laga um hana verið borið upp á Þýzkalandi, en nú hefir stjórnin skift um skoöun i þvi máli og þvkir líklegt að likbrensla veröi lögleidd þar . Samningarnir við Japan. Nýskeö voru hinir væntanlcgu verzlunarsamningar viö Japan til umræðu í sambandsþinginu. Móti þeim mælti einkum Martin Burr- el þingmaöur frá British Colum- bia. Kvaö hann samningana einskis viröi, og andæföi mjög ínnflutningi Japana til British Columbia. Hon W. L. Mackenzie King svaraði ræöu hans og varði samninga frumvarpið og kvað nú árlega fleiri Japana flytjast burt frá C.anada en inn í landið. Kosningar í Portógal. Lýðveldismenn líklegirað vinna Almennar kosningar eiga aö fara fram í Portúgal 28. þ.m. Þá veröur þaö reynt hve mikiö fylgi lýðveldisstjómin nýja hefir hjá þjóöinni. Það er alkunnugt aö konungs flokkurinn er allfjöl- mennur og aö margar tilraunir hefir hann þegar gert til aö koll- varpa lýðveldinu janga, en aö þessu hefir þaö ekki hepnast, og em ráðgjafarnir. sem nú eru vongóöir um aö þeir veröi sigursælir viö þessar kosningar sem nú eru að fara í hönd. Nýlendimálafundurinn. Settur í Lundúnum 23. þ. m. Nýlendumálafundurinn var sett- ur í Lundúnum á þriðjudaginn var. Þann fund eiga meö sér stjómarformenn allra brezku ný- lendnanna ásamt Bretakonungi og ráðaneyti hans, og veröa á fundi þessum rædd hin helztu mál al- ríkisins og gerðar ráöstafanir þeim viövíkjandi. Mun síðar verða gerö grein fyrir málum þeim, sem fundurinn fjallar um og starfi hans yfir höfuö aö talai Slys í Parísarborf. Ráðgjafi býður bana. Þaö slys vildi til 21. þ.m. áö flugvél, sem flugmaöur haföi mist stjórn á kastaðist úr háa lofti og lenti í mikinn hóp manna er safn- ast haföi saman til aö horfa á flugmenn leggja af staö í kapp- flug milli Parísarl og Madrid. Fyrir flugvélinni uröu hermála- ráögjafi Frakka, Berteaux, og beið han nbana af þegaf, en Monis forsætisráðherra, sonu|r hans og þriðji maöur ,meiddust, en margir komust nauölega und- an, þvt að mesta fjölmenni, 200,- 000, er sagt aö hafi safnast sam- an viö þetta tækifæri til aö horfa á brottför flugmanna frá París. Friðarmálið. Frakkar með Bretum og Banda- ríkjamönnum. Áöur hefir verið skýrt fráþeim ráðstöfunum sem Bretar og Banda- ríkjamenn eru ^ð gera til trygg- ingar heimsfriði, aö þeir eru aö semja það meö sér, að leggja öll deilumál sin i gerðardóm. Hingað til hefir ekki verið kunnugt aö fleiri en þessar tvær þjóöir vildu bindast þeini samningum, en nú hefir Kriox ríkisritari Bandarikja nýskeö lýst vfir því að Frakkar vilji vera með i friðarsamningum þessum. Þykja friðarvinum þetta hin gleöilegustu tíðindi, sem von er. Á Þýzkalandi eru undirtektir þessa máls daufar, aö eins eitt blaö þar méðmælt þessum ráöstöfunum. SambandsþÍDgið. Þingblé frá 19. þ>. m. til 18. Júlí Sambandsþinginu var fresíhð 19. þ.m. til 18. Júlí. Hefir þing- íö þá staöiö í 6 mánuöi og á því timabili samþykt 149 lagafrum- vörp. Hin helztu þeirra eru lög um breytingar á núgíldandi járn- brautamálalögum og aö auka dóms vald járnbrautarmála nefndarinn- ar aö ýmsu leyti. Enn fremur lög um sölu á ópíum og öörum slik- urn lyfjum, lög um skógverndun, lög um sölu útsæðistegunda, lög um fiskiveiðar, lög til breytingar átoll-löggjöfinni o.fl. o.fl.. — Þau frumvörp hin helztu sem þingiö á óafgreidd þegar það kemur sam- an næst eru: frumvarp um meö- ferð sprengiefna, kornhlööumála- frumvarpið, frumvarp um lagning Hudsonsflóa brautarinnar, frum- varp um Quebecbrúna og seinast en ekki sizt viöskiftafrumvarpiö. Hversu þvi máli lýkttr er enn eigi auöið aö segja, en það þykir full- vist aö frumvarpiö nái samþykki hér í þinginu seinna i sumar. ef þaö verður samþykt 5 Bandaríkj- unum. Úr bænum og grendinni. Vegna rúmleysis í þessu blaði veröa margar aösendar greinar og kvæði að bíða næsta blaðs. Hr. Sveinn Skaftfell fr áNar- rows er hér staddur um þessar mundir. Söngfólkiö hér í bænum og viöar ætti að líta eftir Doherty auglýsingunni í þessu blaði og nota sér tilboðið um söngbókina. Plr. Arnór Árnason hefir ný- skeð sest aö í Brandon. Mrs. Margrét Benedictson er fyrir skemstu komin vestan frá Kyrrahafi. Hún hefir veriö þar vestra siöan t haust til að vinna að útbreiöslu kvenréttindamálsins. í kveld (TimtudagJ hefir bandalag Fyrsta lút. safnaðar op- inn fund í sd.skólasal kirkjunnar, og í sambandi við hann veröur uppstigningardags guösþjónusta. Fundurinn byrjar kl. 8 og eru hvort þeir eru meðlimir banda- allir að sjálfsögöu velkomnir, lagsins eöa ekki. Mr. og Mrs. Freemann Bjama- son, Keewatin;, Ortt.,urðu fyrir: þeirri sorg aö missa eit^kason sinn 2. þ.m. Hann hét Kristján og var aö eins 10 mánaöa gamall, efnilegt barn og augasteinn for- eldra sinna. Dr. Bland prédikar í Tjaldbúð- inni næstk. sunnudag að kvöldi. Hr. S. Sigurösson kaupmaður frá Árborg og hr. Matúsalerrt Jónsson komu til bæjarins á þriöjudaginn og dvelja hér fram á föstudag. Eldur kom upp í bifreiðabirg- inu Central Garage hér i bænum á miövikudagskvöldið í fyrri viku og brunnu þar um 40 bifreiðir og mikið gasoline. Skaöinn metinn yfir 200,000 Úollara, sem Var vátrygt að miklu leyti. Hr. S. K. Hall hélt söngsam- komu meö nemendum sinum s. 1. fimtudagskvöld, og höfðu menn fjölment þangað að vanda. Margt námsfólk hans er islenzkt og sumt næsta ungt aö aldri og dáöust menn aö finileik þess í hljóðfæra- slætti, sem bæöi bar vott um mikla hæfileika nemendanna 1 og frábærlega góöa tilsögn kennar- ans. Mrs. J. Baldwinsson 'frá Hnausa P.O. og Miss Inga Finn- son frá Icelandic River komu til bæjarins s..l fimtudag og veröa hér fram eftir vikunni. íslendingar i Voncouver hafa ákveðið aö halda minningar-sam- komu um Jón Sigurð'sson 17. Júní og munu íslendingar á Kyrrahafs strönd sækja þángað eftir föng- um. Séra Jónas A. Sigurðsson verður aöal ræðumaður á þeirri samkonni. Fastráöið er og aö halda hátíö viö Narrow, Man. 17. Júní, og hefir hr. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson veriö beðinn aö yrkja kvæði, sem sungiö veröur við þau hátiðahöld. — Hér í bæn- um mun nú einhver undirbúning- ur til hátiðarhalds 17. Júní. Það ætti að veröa almenn hátíöahöld þann dag unt allar Islendinga- bvgöir. Vinniö aö því. góöir Is- lendingar, hver í yðar bygöarlagi. Mánudaginn 22. þ.m. höföu þau Mr. og Mrs. H. S. Bardal veriö 10 ár í hjónabandi. I tilefni af þvi kom hr. A. S. Bardal heim til þeirra hjóna seinni hluta dagsins og bauð þeim aö koma meö sér eitthvað út um bæinn í bifreiö Jeirri, er hann hefir nýlega keypt. Þau héldu síðan út í City Park og bar ekkert til tiöinda, en á heim- leiöinni vildi A. S. Bardal endi- lega koma viö í River Park, þó það væri nokkuð úr leið, og varö svo að vera. En þegar þangaö kom urðu hjónin meira en litið forviöa, því aö nánustu ættingjar þeirra og vinir biöu þar eftir þeim og höföu veitingar á takteinum. Var svo sezt að veitingunum, en Dr. Jón Bjarnason flutti þeim hjónurn hlýja ræöu, og afhenti þeim gjöf frá þeim sem viö- staddir voru. En gjafimar vom tveir rafmagnslampar mjög vand- aöir, sinn Mampinn, handa Ihvom þeirra hjónanna, og nokkuö mis- munandi að gerð. Hr. H. S. Bar- dal talaði nokkur orö og þakkaði þenna sóma, sem kom honum mjög á óvart. Hr. A. S. Bardal talaði einnig nokkur orð. Þegar fólkið haföi skemt sér þama góöa stund, var haldið heim í kvöld- bliðunni. I seinasta blaði Lögbergs birt- ist kvæöi um Harald Sigurösson Gillies, er andaöist 10. Apríl í vor. Blaðinu hefir einnig borist úr- klippa úr ensku blaði, þar sem segir frá andláti hans. Hann beið bana vestur í Seattle, Wash., al rafmagnsstraum, er fór í gegnum hann og kastaöi honum niöur úr hárri byggingu, sem hann var aö vinna viö, og beiö bana samstund is. Blaðið talar mjög hlýlega um hinn framliðna pilt. sem va*- stoð og stytta foreldra sinna og yngri systkina. Hann var dugnaöar- maöur, námfús og skyldurækinn og hjálpaði fólki sinu alt hvað hann gat. Er því ekki aö furða, aö hans sé sárt saknað, eins og skilja mátti af eftirmælunum, sem áöur er minst. I Maínúmeri tímaritsins “Ath- letic World”, sem W. J. Taylor Ltd.. Woodstock, Ont., gefur út, er minst á grein Jóh. Jósefssonar um glímur, sem birtist í “Strand Magazine” og getiö var hér i blaðinu ekki alls fyrir löngu. Blaöið leggur áherzlu á að í- þrótt þessari ýglímunumj hafi ís- lendingar leynt mjög kostgæfilega um margar aldir. Vér íslending- ar erum vanir þvi aö lesa margs- konar hégiljur um sjálfa oss eft- ir illgjama og fávísa feröalanga en út yfir tekur þegar Islending- ar sjálfir gerast þau vesalmenni aö útbreiða tilhæfulausan upp- spuna um þjóð sína. Jóhannes ætti aö leiðrétta þetta fleipur sitt sem fyrst. , Tíðarfar hefir verið hlýtt og gott seinustu dagana . Dr. Jón Stefánsson. Dr. Jón Stefánsson er fæddur aö Sigluvík á Svalbaröströnd við Fyjafjörð 19. Ágúst 1880. For- eldrar hans voru Stefán hrepp- stjóri Pétursson og kona hans Guðrún Jónisdóttir. 'Móföir Jóns' dó er hann var í bernsku. Til Vestufheims flujttistr Ihapn með föður sinum árið 1888. Haustiö 1902 byrjaði hann nám viö Wesley College, tók hann próf undirbúningsdeildarinnar og síöan fyrsta ár háskólanáms. Fór hann svo á læknaskóla fylkisins og Iauk embættisprófi meö lo'i. Fáir ungir menn hafa gert nteira fyrir íslenzkt þjóðemi hér vestra en Dr. Stefánsson. Hann hefir öll sín skólaár veriö bezti og traustasti stuðningsmaður Stú- dentafélagsins íslenzka og á það honum margt gott upp að inna. Námsmaöur er Jpn góöur g drengur bezti á alla lund. Mælsk- ur er hann með afbrigðum. Þaö er spá vor, aö hann veröi ekki 'ein- nngis læknastétt Vestur íslendinga til frama heldur stétt sinni yfir- leitt um land alt. peg. Síöan fluttust þau til Selkirk og þar gekk hartn í bamaskóia, og fékk snemma orö á sig fyrir gáfur og góöa námshæfileika. Frá Selkirk fluttust foreldrar hans til Poplar Park P. O.t Faðir hans er hinn góökunni merkisbóndi Gestur Jóhannsson. Jóhann byrjaði nám viö Wesley College haustið 1906. Hann lauk námi í báðum undirbúningsdeild- unum sama áriö, en hlaut $60.00 verðlaun um vorið. Aö sania skapi hefir honum gengið námiö hin síö- ari árin og nefir hann einkum les- iö stæröfræði, og lauk prófi í henni í vor með I. ágætiseinkunn. Jóhann hefir veriö í miklu áliti hjá stúdentum viö Wesley, sérstak- lega íslendingum, og hefir tekiö allmikinn þátt i félagsmálum þeirra einkum hin síöari árin. Þannig hefir hann haft á hendi ritstjórn skólablaðs íslenzkra stúdenta, sem heitir “Aurora” og þykir honum hafa farist ritstjórnin prýöilega úr hendi. Hann hefir og skrifaö nokkrar ritgerðir í Lögberg. Jóhann hefir víst eigi ráöið til fulls viö sig, hvaö hann tekur fyr- ir eftirleiðis, en haft hefir harin viö orð að lesa lögfræöi. GRIMUR ÞÓRÐARSON f. 16. Júní 1856 d. 23. Apríl 1911. 24. Apríl vom gefin saman i hjónaband Kristbjörg Skaftfell og Haraldur Sigurösson, bæði frá Narrows. Hjónavígslan fór fram i Selkirk og gaf séra N. Steingr. Thorláksson þau saman. Blaðið Free Press hefir selt húseign sína viö pósthúsið og ætl- ar að koma sér upp nýju húsi á horni Carlton og Portage ave. Núverandi húsrúm blaðsins oröiö of lítiö. Útskrifaðir af Wesley College 1911. STEFAN BJARNASON er fæddur í Winnipeg 1886. Þeg- ar hann var 3 ára fluttust for- eldrar hans til Mary Hill P. O., og hafa þau búið þar siöan. Þar gekk Stefán í bamaskóla, en snemma hneigöist hugur’hans aö æðri skólunum og þá helzt aö náttúruvísindanámi, og mun þaö meðal annars hafa stutt aö því, aö hann kyntist mjög vel ýrnsum stú- dentum frá Wesley College, sem létu vel yfir þvi, hve góö kensla væri í þeirri grein við þann skóla. Áriö 1903 hóf hann náín sitt viö Weslev College, en vegna fjár- skorts gat h^nn ekki *sótt námiö að staöaldri, en fyrir rnikla elju og dugnað hefir hann nú lokið fullnaðarprófi við skólann í nátt- úruvísindum. Námið hefir Stefáni gengið vel og hefir lokið prófum sinum meö heiðri. Viö prófiö núna í vor þeg- ar hann útskrifaðist, fékk hann I. einkunn T'xBJ. Mikið orö fór. af Stefáni viö skólann fyrir iþróttir, einkum er hann hlaupamaður mikill og hefir oftar en einu sinni skarað fram úr öllum skólabræörum sinum i þeirri iþrótt. Hann mun hafa í hyggju að halda áfram námi 5 náttúruvisind- um. Óska vinir hans og kunn- ingjar, að það nám verði honum til frægöar og velfamaðar. J6HANN G. JÓHANNSSON er fæddur á íslandi áriö 1886. Foreldrar hans fluttust til Vestur- heims þegar Jóhann var bam aö aldri og settust fyrst að í Winni- BALDUR JÓNSSON er fæddur i Bárðardal í Þingeyj- arsýslu 1887, sonur Jóns Jóns- sonar frá Mýri. Hann fluttist með foreldrum sinum vestur um haf 16 ára gamall, meö þá upp- fræðslu, sem títt er aö unglingar hafi fengið heima á Islandi á því reki, en kunnátta hans í enskri tungu mun hafa veriö mjög lítil eða engin. Fyrst var heimili Bald- urs á bændabýli hér við Winnipeg, en hann var ekki á sinni réttu hillu þar, griparæktin átti ekki viö hann. Hann vildi læra — auöga anda sinn i æðri skólum þessa lands, og svo fór hann aö búa sig undir þaö í kyrþey. Meö frábærri elju tókst honum aö veröa fær um að byrja nám við Wesley College 1906, en kunnáttuskortur i ensku varð honum framan af til töluveröra erfiðleika. En síöari árin þegar hann gat notið sin fylli- lega hefir hann veriö' i fremstu röö skólasveina í sínum bekk, og við prófið í fyrravor fékk hann I. ág.eink. og $150. verðl. fyrir þekking í sagnfræði enskri tungu. Fullnaðarprófinu i vor lauk hann og meö I. ágætiseinkunn. Baldur er gæddur liprum, skýr- unt og fjölhæfum gáfum. Hann er vel máli farinn og hefir æft töluvert að tala opmberlega nú á seinni árum. Nokkrar ræöur hans og ritgerðir hafa birzt í Lögbergi. Hann mun hafa í hyggju aö halda áfram sagnfræðinámi viö æðri skóla. WALTER LINDAL er fæddur á íslandi árið 1887 og kom hingað vestur um haf meö foreldrum sinum tveggja ára gam- all. Gekk hann fyrst í barnaskóla hér í Winnipeg. Hann byrjaði nám viö Wesley College 17 ára gamall. hefir honum sózt námið þar afburða vel. Hann er einn þeirra fáu nemenda, sem hlotiö hefir I. ágætiseinkunn við öll próf sem hann hefir leyst af hendi viö skólann, og hafa honum því aö sjálfsögðu jafnan verið veittir verölaunastyrkir og heiöursviður- kenningar.og stóð mjög nærri aö hann hlyti Rhodesverðlaunin í vettir. Walter hefir tekið atkvæðamik- inn þátt í öllum skólamálum. Hann er vel máli farinn og prýöilega rit- fær einkum á enska tungu og í vetur sem leið fékk hann verö- launapening úr gulíi fyrir ágæt- lega vel skrifaða ritgerö um goða- fræöi. Hann hefir veriö einn helztu styrktarmanna íslenzka stú- dentafélagsins, og var síðastliðið ár forseti þess. Walter Líndal hefir einkum lagf stund á stæröfræði. Oss er ó- kunnugt um hvort hann ætlar aö halda áfram því námi, en hvaö sem hann tekur fyrir mun hann þykja atkvæðamaður. Ivögberg hafði fengiö loforð fyrir myndum af stúdentum þeim sem útskrifuöust frá Wesley Col- lege í vor, og einnlg af Dr. Jóni Stefánssyni; áttu þær aö fylgja þessum litlu æfisögubrotum þeirra, sem birtast nú í blaöinu. En vegna óvæntra forfalla feng- ust myndirnar ekki í tæka tíð.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.