Lögberg - 24.02.1916, Síða 4

Lögberg - 24.02.1916, Síða 4
4 OGBERG, FIMTUDAGINN 24 FEBRÚAR 1916 lögbevg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JÚL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manaser Utanáskrift til blaðsins: THE CDLUV|3I/V PRES5, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Rl|af|. Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wipnipeg, N|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Vestur-Islendingar og áfengissala i. Fremstir í flokki bindindismanna. pví hefir lengi verið haldið fram að vér, sem þjóðflokkur—ekki síður en einstaklingar—höf- um skarað fram úr í ýmsum efnum hér í landi, og mun það vera rétt á litið, þegar með sann- girni er skoðað. Að því er það snertir að komast áfram efnalega og bjarga sér atvinnulega, höf- um vér sannarlega ekki staðið öðrum þjóðum á baki. íslendingar hafa verið fúsir til þess að snúa sér aö hverju sem var og leggja hönd á plóginn, hversu erfiður sem hann var, þegar hingað kom fyrst; þeir voru þá flestir allslausir og urðu aö lúta óhreinni vinnu og erfiðari, og auk þess látt launaðri. En þeir höfðu margir það á bak við eyrað, að nota þá vinnu eiuungis sem hjálpartröppu upp að einhverjú öðru, sem meira gæfi í aðra hönd, og þeim hefir mörgum hepnast það vel. En það er ekki einungis í því að afla fjár og tryggja sér framtíð efnalega, sem þeir hafa látið til sín taka hér í landi. Allir þekkja dugnað þeirra sem námsmanna og er óþarft á það að minnast hér. En það er eitt, sem þeir hafa einnig fengið fljótari og fyllri skilning á en flest önnur þjóðbrot í Canada, það eru skyldur þeirra, sem borgarar gerast, til þess að taka öflugan og heilhuga þátt í siðferðismálum þjóðarinnar. Af þessu stafar það, að þeir hafa svo að segja verið viðurkendir foringjar bindindismálsins hér í fylki, þar sem þeir eru fjölmennastir. pað er öllum lýðum ljóst, að Good Templara félagið hér í Manitoba hefir haft bæði heila sinn og hjarta frá íslend- ingum. pað voru þeir, sem svo að segja fæddu þá stofnun í þennan heim hér í fylki. pað eru þeir, sem hafa átt og eiga hér ekki einungis öfl- ugustu, heldur líka lang-flestar stúkur allra þjóða, þrátt fyrir fámennið. pað eru þeir, sem einir allra bindindismanna í höfuðbæ vestur- Canada, Winnipeg, hafa bygt sér veglegt heim- kynni á eigin kostnað, þar ^em þeir hafa fundi sína. pað eru þeir, sem ráðið hafa lögum og lofum í stórstúkunni í Manitoba og öllu Norðvestur- landinu um langan aldur. peir hafa lagt þar til duglegasta starfsrtienn og svo að segja alla helztu embættismenn. Og nú á þessum mestu og merkilegustu tímmótum eru það íslendingar, sem flest embætti skipa í framkvæmdarnefnd stór- stúkunnar fyrir tvö stærstu vesturfylkin. Ef skýrslum væri safnað nákvæmlega um bindindismálið í Manitoba og það gert hlutdrægn- islaust, þá yrði íslenzki skerfurinn svo drjúgur, að allar aðrar þjóðir yrðu að bera kinnroða. Ef þeir hafa nokurs staðar skarað fram úr öðrum, þá er það í bindindismálinu. (Skýrsla um stúku- stofnun og starfsemi eftir þjóðerni í Manitoba birtist síðar í blaðinu.) II. Hafna blóðpeningum. pað að hugur hefir fylgt máli og verk kenn- ingum, þegar fslendingar hafa starfað fyrir bindindismálið,, má sjá á því, að þrátt fyrir það þótt einn allra arðsamasti atvinnuvegur lands- ins hafi verið vínasala — ef atvinnuveg skyldi kalla — þá hafa svo að segja engir þeirra litið við henni fremur en hún væri það ódæði, sem ekki væri íslendingi samboðið. Er þetta þeim mun virðingarverðara, þar sem það er vitanlegt, að auður og efnalegt sjálfstæði er sá guð, sem hér er tignaður frekar öllu öðru, og auður er fljót- fengnari við brennivínssöluna en flest anað. Vér vitum til þess að menn, sem kost hafa átt á því að verða fjáðir á vínsölu meðal vor, hafa kosið þann kostinn fremur að bjargast á ærlegri tvegja handa vinnu. Má þar til nefna sem dæmi B. M. Long, o. fl. peir hafa skoðað peninga fyr- ir áfengi vanhelga blóðpeninga, eins og þeir eru. pegar þannig er máli háttað, að mikið er lagt í sölurnar til þess að standa víð stefnu sína og sannfæringu, þá er málum venjulega borgið, sem fyrir er barist. Enda dylst það engum, sem sanngimi vill gæta, að íslendingar haí'a átt drjúgan þátt í því að undirbúa alþýðuhugsunina þannig, að þar falli ekki öll bindindisorð í grýtta jörð. Atkvæðin, sem greidd verða 13. Marz, eru að miklu leyti ávöxtur þessara fáu, en sístarf- andi og sívakandi fslendinga. Með dæmi sínu hafa þeir brent sannindi bindindisins inn í huga Manitoba þjóðarinnar, hvar sem áhrifa þeirra hefir gætt. pótt fslendingar hafi allmargir komist hér í góð efni, þá má óhætt skoða í huga sér framtíðar dóminn, sem sagan leggur á þá í því efni; blóðspor þau, sem liggja að baki allra vínsala, sjást aldrei svo nokkru nemi á brautum fslendingsins—hann er of samvizkusamur maður til þess; hann vill heldur líða, en að nota blóð- peninga. III. Stefna blaðanna. Blöðin eru talin bergmál þjóðanna hvar sem er. Framkoma íslenzku blaðanna, Lögbergs og Heimskringlu í bindindis- og vínsölumálinu upp á síðkastið hefir yfir höfuð verið í sanm anda og fslendinga í heild sinni. Síðan bindindisbaráttan fékk það fasta form hér í fylkinu, að ákveðið var að gera hana, eða réttara sagt að viðurkenna hana pólitískt mál, eins og hún er og hlýtur alt af að verða í eðli sínu, hefir annar flokurinn, sem að stjómmálum starfar, verið á bandi brennivínsliðsins yfir höf- uð til skamms tíma, en hinn tekið þá stefnu, að fólkið ætti að ráða í þessu máli sem öðrum. pað eru tvö ár síðan sú ákveðna stefna var samþykt af Framsóknarflokknum, og má svo segja, að síðan hafi staðið yfir stöðug hríð og snörp í vissum skilningi þessu máli viðvíkjandi. Hefir Lögberg eindregið stutt bindindis- og bann- leiðina í öllum þeim ritstjómargreinum, sem um það hafa birzt, og þær hafa verið allmargar. — pegar atkvæðagreiðslan 1 vetur var samþykt fyr- ir nokkrum mánuðum, tók Lögberg óhikað í strenginn og hefir síðan beitt sér fyrir þetta mál sérstaklega. Bæði hafa þar komið ritstjómar- greinar hvað eftir annað, og auk þess hefir þar verið tekin upp sú regla, sem ef til vill hefir unn- ið meira en nokkuð annað, að flytja heilbrigðis ritgerðir, þar sem það er sýnt og sanna eftir vís- indalegum rannsóknum heimsfrægra manna hví- líkt tjón jafnvel minsta nautn áféngis vinnur heilsu manna. Bréfin, sem Lögbergi hafa borist, lýsa því bezt, hver áhrif þessi aðferð hefir haft og hversu mikla og alvarlega hugsun hún hefir vak- ið hjá mönnum. Flokkur sá, er Lögberg fylgir að málum í stjórnarfari, er merkisberi breytinga og umbóta og hefir öðrum flokkum fremur skilið tákn tímanna, og stigið sporin, þegar að því hefir komið að heill þjóðarinnar krafðist þess. pannig er það með bindindismálið o. fl. Blöð flokksins hafa verið stórkostlegt afl til þess að undirbúa hugi manna, Og þegar því verki hefir verið svo á veg komið að vænlegt þætti, þá hafa sporin verið stigin. Lögberg fagnaði því og mælti með því eindregið, þegar bindindismálið var lagt í vald þjóðarinnar, og það lýsir því enn yfir, eins og svo oft áður, að það veitir bindindishliðinni fullkomið fylgi og skorar á alla, félög og olöð jafnt sem einstaklinga, að gera hið sama. Sem sönnun þess, hversu rótgróið það er með- al íslendinga að sinna bindindismálinu, má geta þess, að einnig blaðið Heimskringla, sem verið hefir málgagn þess stjórnmálaflokks, er bezt hefir stutt brennivínsvaldið, hefir oft að undan- förnu flutt greinar meðmæltar bindindi; þótt eki sé hægt að segja, að hún hafi látið það sig miklu skifta í þetta skifti, enn sem komið er, þangað til í síðasta blaði—þegar hún fékk auglýs- inguna frá bindindismönnum. Blaðinu er þar auðvitað vorkun, eða hefir verið, þar sem flokk- urinn hefir svo gífurlega unnið á móti málinu. Er það þeim mun virðingarverðara af blaðinu, að það litla sem frá því hefir komið, er í rétta átt, og bezta sönnun þess, eins og fyr er sagt, hversu það er íslendingum eðlilegt að styðja það mál. IV. Auglýsingarnar. pað væri ef til vill ekki rétt, að minnast á blöðin, án þess að fara nokkrum orðum um aug- lýsingar, sem þau flytja. öll blöð Canada syo að segja—og þar með talin íslenzku blöðin—hafa haft þá stefnu, að taka auglýsingar frá hvaða flokki sem er. pannig hafa t.d. flokksblöð flutt skjallauglýsingar frá andstæðingum sínum o.s. frv. hvort þessi stefna sé heilbrigð eða ekki, um það hefir verið allmikið rætt; en um það að hún hafi alment ríkt, eru til þegjandi vitni vikulega, sem ekki verður deilt um. Bæði blöðin íslenzku hafa flutt áfengisauglýs- ingar, enda verið það siðferðislega heimilt, eftir því sem á er litið, þar sem eigendur þeirra og út- gefendur eru ekki í Goodtemplara félaginu. Mað- ur, sem á blað eða í því og er í Goodtemplarafé- laginu, má ekki taka brennivínsauglýsingar. pegar byrjað var að berjast um vínsölubann- ið, sem í hönd fer, fóru áfengissalarnir fram á það við blöðin að birta auglýsingar frá sinni hálfu. Blaðið Free Press talaði við Royal Templars, stærsta bindindisfélag fylkisins, og spurði hvemig þeir litu á það mál. Kváðu þeir það ekki spilla málstað bindindismanna, þótt aug- lýst væri frá hinum og hvöttu blaðið til að taka auglýsingarnar. Lögberg gerði sama. En svo var farið svo langt í þeim auglýsingum, sem birt- ast áttu, með hártoganir og sannleikanum svo misboðið, að blöðin rufu samning sinn við vín- salana, nema Telegram. Neituðu þau því að flytja fleiri auglýsingar af þessu tagi, og hafði þá Tribune flutt eina, Free Press fjórar og Lög- berg eina. Telegram heldur stöðugt áfram. Jafnframt þessari einu auglýsingu flutti Lög- berg ritstjórnargreinar til þess að rífa hana nið- ur, og hefir blaðið alls ekki verið myrkt í máli í því efni; um það eru lesendur látnir dæma, og lætur blaðið sér nægja dóm þeirra. Síðan hef- ir engin þessara auglýsinga komið í Lögbergi og kemur ekki. (Framh.) Að gera skyldu sína. pegar hermenn vorir eru að leggja af stað úr átthögunum, áleiðis til orustu svæðisins, til þess þar að mæta fjandmönnum sínum og verja rétt landsins, vandamanna sinna og vina, og allra þeirra sem heima eru, og ekki geta farið, eða ekki fara í stríðið, þá er það ekki sjaldan að menn tali um að þeir séu að gera skyldu sína og það er bent á þá sem fyrirmyndar menn að skyldu- rækni, og er það sjálfsagt réttmætt, því vér vit- um ei hvar skylduræknin er á hærra stigi en hjá hermanninum, þegar hann leggur alt sem hann á, að lífinu meðtöldu, í sölurnar til þess að verja rétt og heiður lands síns. Og það er engin furða þótt hugur vor fylgi þeim á orustuvöllinn. pað er engin furða þótt vér fylgjumst með þeim eftir föngum, í sókn þeirra og vörn, 1 sigrum þeirra og ósigrum, í allri þeirra viðureign við fjand- mennina, því undir leikslokunum er kominn til- veruréttur flests þess sem vér unnum og eigum bezt. En látum oss minnast þess, að það tjáir ekki I að binda huga Ýorn of mjög við hermennina á vígvellinum, því vér getum treyst þeim til að gjöra skyldu sína þar, né heldur megum vér binda huga vom um of við bardagasvæðið, því hvorttvegaja er aðeins partur af stríðinu; stærsti pa^turinn ef til vill, en þó aðeins partur. I Mannafli vbr til þess að mæta óvinunum. En það er ekki hermaðurinn einn, sem hefir skyldum að gæta í sambandi við þetta stríð. pað erum vér sem heima erum, sem höfum skyldur að rækja líka, í sambandi við það. Og það er engu síður nauðsynlegt að oss séu þær skyldur Ijósar og að vér gjörum þær, en að hermennirn- ir skilji og gjöri sínar. pað erum vér sem heima erum, sem eigum að gjöra hermönnum vorum mögulegt að verja fjandmönnunum inngöngu í land vort. pað erum vér sem eigum að sjá þeim fyrir vopnum. pað erum vér, sem eigum að sjá þeim fyrir nógum og góðum skotfærabyrgðum. pað erum vér, sem eigum að sjá þeim fyrir hollri fæðu, og hlýjum klæðum. pað erum vér, sem eiguín að létta af þeim öllum kvíða og áhyggjum, í sambandi við vini þeirra og vandamenn, svo þeir geti heilir og ein- huga notið sín á vígvellinum. pað erum vér sem heima erum, sem erum skyldir til að verða við bón hermannanna, þegar þeir kveðja okkur, hvort sem hún er borin fram í heyranda hljóði eða kyrþey: “Eg skil eftir hjá ykkur konuna mína og börnin mín, hana móð- ur mína og hann föður minn, hana systur mína og hann bróður minn. Látið þau ekki vera svöng, látið þeim ekki vera kalt, látið þið þau ekki líða á meðan eg er í burtu að berjast fyrir þau og ykkur.” pað er sérstaklega þettaatriði, sem vér erum að hugsa um, þær fjölskyldur hermannanna, sem fátækar eru og ekki geta séð sér og sínum far- borða, og líka þá aðra á meðal vor, sem stríðsins vegna eiga við erfiðleika og skort að búa. f september 1914, þegar stríðið hófst, var til- finningin fyrir þessari þörf auðsjáanlega vel vakandi, því hér <í Manitoba og víðast hvar í Canada, var gengist fyrir því að stofnaðir væru þjóðræknissjóðir til þess að bæta úr þessari þörf. Sjóður var stofnaður hér, eins og annarsstaðar, með frjálsum samskotum, eða réttara sagt lof- orðum, sem borganleg voru á vissum tímum. petta gekk vel, menn virtust skilja skyldu sína í þessu sambandi, og vera fúsir að láta af mörk- um, það sem hverjum og einum fanst að hann mætti missa. Og það sem inn kom af peningum, var nægilegt til þess að standa straum af allra brýnustu þörfunum, sem fyrir hendi voru hér hjá oss á fyrsta ári stríðsins; enda voru loforðin talsvert rífleg og nokkuð almenn. pannig komu j frá Winnipeg búum frá fyrsta september 1914 til 31. ágúst 1915, $621,973.69, og frá öðrum i stöðum í Manitoba fylki og víðar, $63,303.11. Alls $685,267.80. Við lok stríðsársins, eða 31. ágúst 1915, var búið að borga út alla þessa pen- inga, nema $47,312.90; sem voru í sjóði. Á þessu tímabili voru það 3898 hermanna fjölskyldur, sem báðu um hjálp, af þeim voru 3436 styrktar. Auk þeirra komu inn 3202 bænarskrár frá familíum og einstaklingum, sem bjargþrota voru sökum stríðsins, af þeim var 2329 veitt hjálp. Vér sögðum áðan að inn hefði komið í loforð- um og samskotum nóg til þess að mæta þessum útgjöldum, og $47,312.90 umfram, og virðist ekki ástæða til að vera óánægður með það, ef slíkt hefði getað haldið áfram, en það hefir ekki gjört það, því kröfumar hafa stórum vaxið og vaxa enn þá meir, en loforðin ekki, að minsta kosti ekkert svipað því sem kröfurnar. Vér setjum hér lista yfir útgjöld þjóðræknis- sjóðsins í Manitoba um fjögra mánaða tímabil á árunum 1914 og 1915: 1914. 1915. Sept. . . . . ..$23,377.35 Sept. . . . , . ..$53,411.27 Okt. . . . . . . 25,443.01 Okt. . . . . . . 53,720.57 Nóv. . . . , . . . 26,588.00 Nóv. .. . . . . 56,173.89 Des. .. . . . . 32,349.70 Des. . . . . . . 60,344.18 pannig voru útgjöldin í þessa fjóra mánuði af árinu 1914 samtals $107,758.06. En fyrir þá sömu mánuði ársins 1915 voru þau $216,476.02. Mismunurinn 108,717.96, eða meira en hundrað per cent hærri fyrir sama tímabil árið 1915, en .þau voru 1914. En aftur erú loforðin, enn sem komið er, lægri heldur en þau voru í fyrra. pann- ig að nú eru loforðin frá Winnipegbúum aðeins $521,043.73, úr fylkinu'og annarsstaðar* að $53,- 185.60. Samtals $574,229.33, eða $111,038.47 minna en þau voru í fyrra. Hér er því auðsjáari- i lega sjóðþurð og vandræði á ferðinni, því ef vér eigum að gjöra skyldu vora í þessu efni, og sjá sóma vorum borgið, og það vitum vér að er vilji vor allra, þá er óhjákvæmilegt að því fyrirkomu- legi, sem nú er, verði breytt á þann hátt, að í stað þess að byggja upp á almenn samskot og lof- orð, þessu máli til stuðnings, þá séu fastar regl- ur settar, þar sem hver og einn gjaldfær maður verður að gjöra skyldu sína í þessu efni. Og fyr en það er gjört, getum vér ekki sagt að mál- inu sé sómi sýndur, né heldur að vér gjörum skyldu vora. petta er þýðingarmikið mál, og þolir enga bið, enda virðist að því sé að nokkru borgið með laga- frumvarpi, sem nú er verið að ræða á fylkisþing- inu, og að sjálfsögðu verður gjört að lögum á þessu þingi. petta frumvarp, sem fylkisstjórnin ber fram, og hefir verið samið eftir ósk og í sambandi við sveitastjómafélag fylkisins, fer fram á (1) að heimilaður verði herskattur í Manitoba, (2) að á allar skattgildar eignir í fylkinu skuli leggja herskatt, sem brúkist til þjóðræknis þarfa, (3) að upphæð sú sem lögð verður á í hverri sveit, skuli ákveðin af hinum opinbera umsjónarmanni sveitafélaga fylkisins, og sá skattur skuli borgast á sama hátt og sama tíma og vanalegur sveita- skattar, (4) að skattpeningar þessir skulu, borg- ast af sveitunum til Municipal Commisioner fylkisins, og af honum til fylkis féhirðis, sem aft- ur borgar þá út samkvæmt fyrirskipunum fylkis- stjóra og fylkisstjórnar. pað. er ákveðið að lögin skuli öðlast gildi undir eins og þau eru samþykt í þinginu, og staðfest af fylkisstjóra. Hvað mikið verður lagt á hvers dollars virði af eignum í fylkinu, er enn þá ekki ráðið að fullu, eftir því er vér bezt vitum. Og gjörir heldur ekki mikið til hvort það verður 1 eða 1 / mill, því um það verður að eins beðið, sem nauðsynlegt er' til þess að mæta brýnustu þörfunum. Vér teljum það sjálfsagt, að ekki einasta verði þessum lögum vel tekið af fylkisbúum, heldur að þeir verði Norrisstjórninni þakklátir fyrir að bjarga þessu máli og afstýra sýnilegum og yfir- vofandi vandræðum, sem þeir hefði óhjákvæmi- lega komist í, ef hún hefði ekki tekið í taumana. m THE DOMINION BANK *UM«ÍTD B. 08I.EB, M P„ Pi« W. D. MATTHJKWð »|T1 p-i. C. A. BOGERT, GenenU Managec. Borgaður höfuðstóll........... Varasjóður og óskiftur áhati $6.000.000 $7.300,000 BTRJA MA SPAIiISJÓÐSBEIKNING ME» $1.00 J>a8 er ekki nauðsynlegt fyrir þig aS bÚSa þangaS til þú átt álitlega upphæS til þesa aS byrja sparisjóSsreikning vlS þennan banka. ViSskifti má byrja meS $1.00 eSa meiru, og eru rentur borgaSar tvisvar á ári. Notre Dame Branch—W. M. HAMIX/l'ON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BURGER, Managcr. Hvert stefnir? (Framh. frá I. bls.) verða hlutlaust í sambandi viS þjóS- erni vort og tungu. Öll áhrifin hérlendu svelgja oss eðlilega í sig, svifta oss ekki einungis túngunni, heldur öllum íslenzkum einkenn- um, láta oss hverfa eins og dropa í sjóinn, ef kirkjufélagið gjörir ekkert til að hlynna að hinni ís- lenzku arfleifð vorri. 'Þetta hlýtur áð vera afleiðing af hlutleysis-stefnunni. Það er létt verk og löðurmannlegt að fyglja hlutleysis-stefnu. Að gjöra ekki neitt er sama sem að horfa upp á það, með hendurnar í vös- unum, að fólk vort sé hrifið burtu frá öllu íslenzku. Hlutleysi í þessu máli er í raun og veru ekki hlutleysi. Hún er beinn fjand- skapur gagnvart þeirri stefnu að vilja viðhalda því, sem er íslenzkt. Allir heilvitá menn hér ættu að vita að áhrifin, sem vilja taka oss burt frá öllu því, sem er islenzkt, eru svo frábærlega sterk, að til þess að hið íslenzka hverfi, þarf ekki að gjöra annað en það að GJÖRA EKKI NEITT. Þeir, sem aðhyll- ast hlutleysis-stefnuna í málinu og takist þeim að fá almenning til þess að fallast á skoðun sína, geta því haft þá ánægju að sjá fólk vort Jara þá leið sem þeir sjálfir vilja, án þess þeir hafi nokkuð þurft fyrir því að hafa. En að það ætti öllum að vera ljóst að enginn getur aðhylst slika stefnu nema sá, sem vill að hin íslenzka arfleifð vor hverfi sem fyrst úr sögunni. Eg finn mig því knúðan til aS mótmæla þessari hlutleysis-stefnu, sem felst í þeirri skoðun, að kirkj- an eigi aðcins að verða “fólkinu samferða, ekki fara á undan, ekki heldur verða á eftir”. Og þetta hefi eg fyrir satt að sé kjarninn í áminstri grein. Hún brýtur bág við tilgang Jóns Bjamasonar skóla, kippir undan honum öðrum aðal- undirstöðusteininum. Hún leggur ^þröskuld á leið Dr. Guðm. Finn- Ixigasonar, ef harfn skyldi afráða að þiggja það boð skólanefndarirm- ar að koma hingað vestur, til að glæða íslenzka þjóðemistilfinning, og fæ eg ekki séð að neitt af þessu sé til góðs. Kirkjan á aldrei að vera hlut- laus í sambandi við þjóðernið. Hún á að hlynna að hverju þjóð- erni þar sem hún hefir fest rætur, j og þar sem stendur eins á og fyrir Islendingum í Ameríku, á hún að hlynna að tveimur þjóöernum. í þessu efni hefir kirkjufélag vort sömu skyldur á herðum eins og einstaklingar þjóðar vorrar hér: að elska tvö lönd. Það á að göfga og bæta líf fólks vors á allan þann hátt. sem kraftar þess framast leyfa, kenna því kærleik, virðingu og skyldurækni gagnvart hinu nýja föðurlandi voru, glæða hjá því, af öllum mætti. ræktarsemi og ást gagnvart ættjörð vorri, firra það, ef unt er, þeirri synd að forsóma gamla arfinn og kenna því að meta og notá alt hið góða, sem í honum felst. Og eðlilega hlýtur hlutfalls- lega miklu meira af starfi kirkju- féagsins að miða að þvi að hlynna að hinu islenzka en að hinu hér- lenda, vegna þess að i fyrra atrið- inu vinnur það verk, sem ensk fé- lög geta ekki unnið. Að hlynna að lífi fólks vors— jiannig, að það verði eins og jurt, er beri hina fegurstu og nytsöm- ustu ávexti fyrir canadiskt þjóðlíf, en að jurtin vaxi sem eðlilegast frá islenzkum rótum, hefir verið stefna kirkjuféalgsins og ætti að vera framvegis. Nó segir einhvei að vel megi PESSA VIKU SEINNI PART l lmtudv, Estud. og Baugard. IjIONEIj BARIíYMORE og IRENE ROWLEY í lciknum —THE YEEIíOW STREAK____ BERT, SHELDON BEWIS í Iciknum —TIEE KING’S gans— Selnnlpart næstu vlku, Fimtudag, Föstudag og I.augardag MME. PETROVA í lieknum iieart of a painted woman “Special Topical Reviews, mynda- sýningar, valin grlnstykkl, Walkers Orchestrat, TJie Assiniboine karla- Quartette, Miss Carrie Hendferson, Soprano. VerS lOc. 15c og 25c. . . Bamasýning hvem laugardag að morgtd, írá kl. 11 f.h. Sætin öll þá að eins I0c. Mjög skemtilegt pro- gram fyrir börnin. varðveita ísienzk einkenni hér án málsins. Því neita eg ekki að það verður mögulegt, þegar þau ein- kenni eru búin að varðveitast hér margar kynslóðir; en það er tóm fásinna að ætla að slíks sé nokkur kostur ef íslenzkan glatást hjá annari eða þriðju kynslóðinni. Á þessu stigi er enginn vegur til þess að varðveita neitt sem nemur af hinu íslenzka, nema með íslénzkri tungu. Enda held eg að reynslan staðfesti þetta atriði, það má víst teljast sterkasta undantekning ef mikið af íslenzkum einkennum hef- ir varðveizt hjá þeim unglingum, sem hér hafa alist upp án þess að nema íslenzku. Auka-atriði er það i greininni, að ekkert hafi reynst íslenzku þjóð- erni hér hættulegra en “öfgakenn- ingar þjóðernisvinanna”. En það virðist samt rétt að benda á það, ekki sízt vegna þess að til er fleira af sáma tagi í greininni. Sann- leikurinn er sá, að þetta eru öfgar og höfundurínn sjálfur segir: “Öfgat skemma jafnvel bezta mál- stað'. Vér Vestur-íslenidngar höfum verið mjög litlir öfgamenn í þessu máli. Vér liöfum miklu fremur syndgað í því að vera svo skelfing fljótir að kasta frá oss hinu íslenzka. í síðara lið ritgjörðarinnar er sýnt fram á, hve ísland hafi van- rækt skyldur sínar við oss hér vestra i kirkjulegu tilliti. TJm það skal ekki fjölyrt. Satt er það að sum þjóðernisbrot í þessu landi liafa hlotið meiri stuðning frá ætt- jörð sinni en vér; en ekki er fyrir það vert að gjöra úlfalda úr mý- flugunni. Sannast sagt stóð öðrn vísi á fyrir landi voru en öðrum löndum. Það var fátækt, fá- meunara, og ’ óvanara trúboðs- starfi en önnur lönd, og þessvegna ekki að húast við eins iniklu af þvi og öðrum löndum. Ef eftir þessu væri mnnað, væri minna um þessa þungu dóma, sem mönnum hættir svo við að kveða upp yfir fóstur- jörðinni. Eitt atriði í þessum lið málsins má til að leiðrétta. Það er í sam- bandi við biblíuþýðinguna. Höf- undur greinarinnar segir að “kirkjufélagið hafi fengið kröfum sínum framgengt” hjá biblíufélag- inu brezka að því er snertir brejd- ingar á nýju þýðingunni, þó aðeins í vasaútgáfunni, en ekki í hinni stærri. “Er þvi naumast hægt að segja”, heldur höfundurinn áfram, “að háðir flokkar hafi sömu biblíu og er ömurlegt”. Gangur málsins er sá. að prestar vorir vildu gjöra margar breytingar, sérstaklega á Nýja Testamentinu. Voru á sín- inmp NORTHERN CROWN BANK ADAI.SKBIFSTOFA I WINNIPEG Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,000,000 Höfuðstóll (greiddur) - - - $2,850.000 SrJÖBNKNDUK : Formaður.........- - - Sir D. H. McMELIjAN, K.C.M.G. Vara-formaður ............. . Capt. WM. ROBTNSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CIIAMPION E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVET. Allskonar bankastörf afifreldd. — Vér byrjum relkntnga vlð cln- H stuklinga eða félög og sanngjamir skllmélar velttir. — Ávísanlr seldar til hvaða staðar sem er á fslandi. — Sérstakur gauxnur geflnn spart- sjéðs lnnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar vlð á hverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEÍNSSOJST, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man. I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.