Lögberg - 24.02.1916, Side 7

Lögberg - 24.02.1916, Side 7
LOGBERG. FIMTUDAGINN 24 FEBRÚAR 1916 f Gunnar á Hlíðarenda [Erindi flutt af Einari J. Skafel á mælskusamkepni islenzka stú- dentafélagsins io. febrúar 1916.] Herra forseti; heiöruðu tilheyr- endur! í huga ætla eg ad biðja yöur í kvöld að fylgja mér til Islands, og nærri þúsund ár aftur í tírnann, og nema svo staöar meö mér um 'stundar sakir á lhíöarenda í Fljóts- hlíð. Þar lítum vér i miöri brekk- unni bæ'—- bæinn sem frægur mún verða á meöan íslenzkt blóö renn- ur í æðum nokkurs manns — bæ- inn þar sem Gunnar býr í vellíðan með móður sinni þá er saga hans hefst — bæinn þar sem Gunnar og Hallgerður bindast trygðaböndum þeim er frekar nokkru öðru leiöa til gæfu eða glötunar — og bæinn þar sem Gunnar að lokum deyr' dauða þeim er fremur nokkrum öðrum myndi hann sjálfum sér kosið hafa. í sögu Gunnars eru tvö andstæð öfl, sem sí og æ togast á um for- lög hans. Annað er hið illa er kemur fram í Hallgerði, hitt er hið góöa og göfuga, sem táknar Rann- veigu móður hans. Hið fyrra hvetur hann til alls ills og orsakar síöar meir dauða hans; með auðmýkt móðurástar- innar varar hið síðara hann ávalt við gildrum og ginningum óvin- anna. En hér fer eins og víðar í bardaga lífsins að hið illa verður yfirsterkara og leiðir aö minsta kosti til veraldlegrar eyðilegging- ar. í mjög nánu sambandi, við Gunnar Hámundarson er Njáll Þorgeirsson. Saga Njáls væri ófullkomin ef sögu Gunnars væri kastað brott, og saga Gunnars er að mörgu leyti saga Njáls. Það er eins og einhver yfirnáttúrlegur khaftur bindi þessar tvær fomald- arhetjur saman svo traustum vina- böndum að dauðinn eingöngu fær slitið þau. Það má undrun sæta að aldrei skyldi kulna vinátta þeirra, eins og þeir voru oftlega í mikilli edlraun staddir út af örlaga straum um er þeir eigi réðu við. Þegar vér heyrum Gunnars fyrst getið býr hann á Hlíðarenda með móður sinni og er að líkind- um á þrítugs aldri. Ytra útliti hans er lýst á þessa leið: “Hann var vænn að yfirliti og Ijóslitaður, nefit rétt og hafit upp i framan vert, bláeygur og snar- eygur og rjóður í kinnum, hárit 'úikit, gult og fór vel”. Af þessu 'ná ráða að Gunnar hefir einkar fríður maður verið, en þótt hinn ytri maður hans væri fagur, var hinn innri margfalt íegurri. m fyrsta ógæfu spor steig Gunnar þá er hann sótti mál Unn- ar frændkonu sinnar. Unnur var kona illa liðin og óráövönd og þótti henni Hrútur hafa féflett sig er þau skildu. Eggjar hún nú Gunnar til að sækja málið. Gunn- ar færðist lengi vel undan, en lét þó að síðustu tilleiðast eftir honum hafði ögrað verið með þvi að Njáll væri vinur hans og þangað gæti hann sótt ráðin. Á næsta þingi vann Gunnar mál þetta, en Hrútur hótar að honum skyldi launuð af- skiftasemin. Illa fór að Gunnar skyldi nokk- uð skifta sér af máli þessu, því þarmeð varð hann verkfæri i höndum eigingjarnrar og auðnu- lausrar konu og festi sig um leið í gildru þeirri er krepti að lionum 32 nieir og meir og olli að siðustu falli hans. Um ]>etta leyti kom Hallvarður hviti, víkverskur maöur, til íslands. Hafði hann vetursetu að Hliðar- enda og hvatti Gunnar rnjög til ut- anferðar. Gitnnar hafði fýst þess °S' eftir að hafa fengið Njáli í hendur stjórn á búinu, fór hann utan ásamt Kolskeggi bróður sín- Um- Um vorið sigldu þeir og komu til Noregs eftir nokkra úti- vist. Fóru þeir fyrst á fund Há- konar jarls og fengti viðtökur hin- ar beztu. ITákoni leizt vel á (iunnar og bauð honum að vera 'neð sér við hirð sina, en Gunnar kaus heldur hildarleik vikinganna °g sigkli í Austurveg með Haraldi og Ölvi, því þar hugðu þeir bezt að herja. Um ferðir þeirra þar er ónauðsynlegt að segja neitt, nema ^igur höfðu þeir við hverja, sem þeir börðust, og svo gott orð fékk Gunnar á sig að Haraldur Dan- merkur konungur leysti hann burt með stórgjöfum og þarmeð bauð honum kvonfang, er Gunnar brast .gæfu til að þiggja. Vetur hinn næsta var Gminar með Hákoni jarli í Þráridheimi og sigldi heim um vorið með vistir óg við er jarl- inngaf honum. flóðar viðtökur fengu þeir bræð- umir, þá er heim kom, og ekki sizt á Bergþórshvoli. Njáll lofaði mjög afreksverk Gunnars' og lýsti því um leið að hann mundi öfund- aður mjög og ofsóttur. “Við alla vildi eg gott eiga”, segir Gunnar. — Drengskaparleg orð og fögur. Þegar þingtími nálgaðist, ríður Gunnar til Lögréttu ásamt vinum sínum og stígur þar einu ógæfu- sporinu lengra. Hann fær Hall- gérðar dóttur Höskuldar Dala- kollssonar. Nj 11 spáir i.lu þá er hann fréttir þetta, en hallmælir vini sínum þó ekki. Það var siðvenja hjá Gunnari og Njáli að þiggja boð hvor af öðrum sinn veturinn hvor. Eitt sinn þá er Gunnar og Hallgerður voru í böði að Bergþórshvoli urðu þær húsfreyjurnar saupsáttar út af smáu atviki og upp úr því hófust mannvíg þau hin hræðilegu er strengdu vinabönd Gunnárs og Njáls, þar til lá við sliti. Hallgerður byrjar með því að láta drepa húskarl Njáls, þá er -mcnn voru á,þingi. Gunnar bætir vígið tafarlaust. Ári síðar lætur Bargþóra vega húskárl Gunnars og verða þá vígin kaups kaups. Gekk þetta svo um stund, þar til er Skarphéðinn sonur Njáls, veg- ur Sigmund frænda Gunnars og urðu þá ekki sættir í þrjú ár. Var þá Gunnar í vanda staddur og leit- ar ráða til Njáls, eins og ekkert hefði í skorist. Njáll veitti ráðin fúslega og urðu þeir nú jafn mikl- ir vinir sem fyr. Þetta má eflaust telja eitt hið fegursta dæmi í sögu Gunnars, þótt fleiri sé'u þau. Vetur nokkurn var hallæri í sveitinni og skorti marga bæði fóð- ur og mat, en Gunanr var vel byrgur og hjálpaði öllum er til hans leituðu — jafnt vinum sem óvinum — þar til hann sjálfur varð uppiskxoppa. Leitaði hann þá hjálpar hjá einum nágranna sínum, er var byrgur vel, en fékk afsvar. Þ.egar Njáll heyrði þetta sendi hann Gunnari hey á fimtán hestum, en mat á fimm — aðallega fyrir tilmæli Bergþóru. “Góðar eru gjafir þínar, segir Gurinar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna”. Sumar eitt er Gunnar var á þingi, lætur Hallgerður þræl sinn stela vistum að Kirkjubæ og brenna þar búrið, í þeirri von að það mundi hylja glæp þann hinn svívirðilega. Þegar menn komu heim af þingi, kennir Gunnar bæði ost og annað, hvers hann átti alls ekki von og grunar þegar undir- ferli Hallgerðár, og í hið eina skifti er menn vita til að Gunnar hafi mist vald á sjálfum sér, lýstur hann Hallgerði kinnhest. Hann kveðst hún launa mundu. Þá er Gunriar fréttir hvaðan þýfið mundi komið vera, fer hann um hæl til Kirkjubæjar og býður fullar skaðabætur, en Otkell bóndi hafnaði boðinu, aðallega fyrir til- mæli Skammketils er varmenni var hið mesta. Á næsta þingi var Hall- gerði stefnt fyrir þjófnað, en Gunn- ari um afnautn, og þótt málstaður- irin væri vondur, vann Gunnar mál- ið með sóma miklum. Gunnar hafði aldreí óeirðar mað- ur verið, og eigi til þessa átt i neinum vigaferlum á íslandi. En skömmu eftir að skaðamálið var útkljáð móðgaði Otkell Gunnar og var veginn fyrir. Þá er Njáll frétti víg þetta tjáði hann Gunnari að þetta mundi upphaf vígaferla hans og mn leið lagði honum það- heilla-ráð, aö vega aldrei nema einu sinni í hinn 'sama knérunn. Gunn- ar kvað auðvelt mundu vera að fylgja ráði þessu, enda var það honum geðfeldast að þurfa aldrei tnann að vega. Sóma mikinn og heiður hlaut Gunnar af máli því er út af vígi Otkells varð, en það gjörði aðeins að æsa andstæðinga' hans því meir. Var nú Gurinar inaður allfræg- ur orðinn og að sama skapi óx hat- ur og öfund andstæðinga hans. Þegar þeir nú höfðu tapað máli þessu, söfnuðu þeir til hesta-ats. Var það skemtan all-fræg í forn- öld, er oft hlaust eitthvað ilt af, og átti nú að. koma Gunnari fyrir katt- _arnef með þessu móti. En ilskuna og grimdina skorti máttinn til þess. Éitt sinn er Gunnar og bræður hans riðu áleiðis til Biskupstungu sátu Starkaðarsynir fyrir þeim, á- samt um þrjátíu manns'. Bræðurn- ir þrír lögðu að velli fjórtán af óvinunum, en ráku hina á flótta, marga allsára. Þótt sigurinn væri frægur, varð liann dýr Gunnari, því hér var Hjörtur bórðir hans veginn. Þótt Gunnar ynni mál það er út af vígunum varð, komu óvinir hans sér saman um að taka ekki sættum. Nokkru síðar er Gunnar og Kolskeggur voru einir á ferð var setið fyrir þeim við Rangá með fjölmennu liði og enn 4>ar Gunnar hærra hlut, þótt nú neyddist hann til að vega í hinn sama knérunn í annað sinn. Áður hafði hann vegið Otkel, en vó nú son hans. Fyrir víg þessi voru Kolskeggur og Gunnar dæmdir í þriggja ára útelgð og færu þeir eigi skyldu þeir dræpir vinum hins látna. Njáll ráðlagði Gunnari að fara utan og halda með því lög lands- ins. Kvað hann þessa fefð hans' eigi mundu ti! minni sóma verða honum en hina fyrri. Skömmu síðar riðu þeir Gunnar og Kolskeggur áleiðis, til skips, og er þeir voru komr.ir spölkorn fram undan bænum, hrasaði hestur Gunnars. Varð Gunnari þá litið upp til hlíðarinnar og segir við Kol’skegg bróður sinn: “Fögur er hlíðin, svá at mér hefir hún aldrei jafn fögur sýnst — bleikir akrar en slegin tún — mun eg ríða heim aftur og hvergi fara”. Og í kvæði sínu hinu alkunna, er ódauðlegan hefir gjört stað þann er forlaga- dísirnar gjörðu út af um örlög Gunnars, leggur skáldið Jónas Hallgrímsson honum þessi orð á tungu: ’ “Sá eg ei fyr svo fagran jarðar- 'gróða, fénaður dreifir sér um græna haga, við bleikan akur rósin blikar rjóð. Hér vil eg una æfi minnar daga alla, sem Guð mér sendir. Farðu vel, bróðir og vinur”. — Undur fögur eru þessi kveðju- orð Gunnars til bróður síns, og er á þeim eins konar hetju blær, sem jafnframt ber vott um brennheita ást og viðkvæman bróðurkærleika, þá er bræðurnir frægu skildu í hinsta sinn. Hallgerður fagnar mjög heim- komu Gunnars, en móðir hans ekki. Hefir hún eflaust skilið hvað af þessu mundi hljótast, en kona hans ekki látið sig það neinu varða. ^ Sóttu nú óvinir Gunnars hann von bráðar heim og voru mann- margir mjög; en ekk( /t fengu þeir að gjört á meðan Gunnar kom lx>ga sínum við — svo hreystilega varðist liann. En loks, eftir marg- ar atrennur og eigi fyr en þeir höfðu undið þakið af skála hans, tókst einum þeirra að höggva í sundur bogastrenginn. Bað Gunn- ar þá Hallgerði, sem var kona hin hárprúðasta, um lokk úr hári henn- ar í annan bogastreng, en fékk af- svar. Kvaðst hún nú mundu muna honum kinnhestinjj. Lengi vel varði Gunnar sig með atgeirnum, en féll þó að lokum af mæði og var þá orðinn talsvert sár, og réðust nú óvinir hans að honum og drápu hann. Þetta i fám orðum er þá saga Gunnars. Fögur er hún mjög og lærdómsrík. Hvergi í fornöld þektist meiri kappi en einmitt hann; hvergi tryggari vinir en Njáll og Gunnar, og hvergi meiri kvenhetjur en Hallgerður og Bergþóra, þótt grimamr væru. Þjóðsögurnar hafa látið Hallgerði iðrast synda sinna eftir dauða Gunnars og fá kristilega greftran, og þótt þetta sé skáldskapur, er hann fagur mjög og tilkomumikill. En hetjuskapur Hergþóru kemur i ljós þá hún kýs heldur að deyja með manni sínum, en ganga út úr brennunni, þegar hún átti þess kost. Um þetta lætur skáldið Grímur Thomsen hána segja þessi förgu orð: “Sæti eg eítir sár á kvisti saknaði hann mín í eilífðinni”. Ekki megum vér með nokkru j móti láta oss koma ti lhugar, að Gunnar hafi gallalaus maður ver- ið. En hetjuskapur hans og dreng- lyndi bera ókostina svo miklu ofur- liði að vér hljótiun að líta á hina betri hlið og segja af heilum hug að Gunnár hafi kappi verið hihn mesti og fyrirmynd í hvívetna. Og vinir sem jafnast á við Gunnar og Njál, eru ekki til í sögu mann- kynsins, nema ef til vill Damon og Pythias, sem eni Gunnar og Njáll Fom-Grikkja. Hátíð á búnaðarskólanum. Á þriðjudaginn í fyrri viku var öllum sem á búnaðarskólann komu veittur ókeypis matur. Bændur úr öllurn pörtum landsins komu þang- að og var þeim sýnt ýmislegt er búnaði tilheyrir, bæði dautt og lif- andi, og þótti mönnum mikils um vert. Fundir, fyirrlestrar og alls konar upplýsingar fóru þar fram, sem allir höfðu gagn af. Kvenréttindi í Saskatchewan. Ýorkton var forustukona nefndar- innar; er hún leiðtogi kvenna í Sask. fyrir réttindum kvenna. bræður á lífi heima i Eyjafirði. Hún misti öður sinn 9 ára gömul og var hún eftir það hjá móður sinni, þar til hún giftist. Þau Jón og Anna bjuggu fyrst nokkur ár á Hrafnsstöðum í Lög- í fyrri viku var opnuð lengsta mannsKlíð, svo á Hálsi í Eyjafirði, Langur talþráður. talþráðalína í heimi; hún er eign “Bell” talþráðafélagsins og er 4227 mílur á lengd — milli Montreal og Vancouver. Miss Jóhanna E. Johnson Þega'r kveld er komið kyrðin alt um vefur, aftan stjama úti inndæl skinið hefir, þá eg mætrar minnist meyjar sem eg þekti hrein sem heiðið bjarta hugann tál ei blekti. Ung Jóhanna átti ást og bjarta lokka bauð hún bljúg i anda beztan yndis þokka. Angaði sæt í æsku ilman hennar dygða við hið göfga, góða gætti snemma trygða. Hjartað ljúft til líkna langaði gott að iðja, Höndin hög til menta heill og þarfir styðja. mærin mörgum hinum mild og þíð i lyndi, framgangs prúð og fögur foreldranna yndi. Lauk hér ungrar æfi — eigin konu og móður, til sín heim tók hana herra lífsins góður. Við þau vel má una vistaskiftin þessi. Hennar heill og sæla harma okkar blessi. Væri gott að geta gjört að hennar dæmi. lífið hér að lifa likt og kristnum sæmi. Hér er fátt til fráma fall i grýttu spori, efi — veldur vansæmd viljann sviftir þori. Bakvið tíð og tíma til er heimur fegri, þar er samvist síðar í sælu eilíflegri. Þér sem gengna grátið guði þakkir segið hennar að um eilífð aftur njóta megið. Seinna — Vekur vorið af vetrar dvala blómin, glóir úti og inni unaðsgeisla Ijóminn. Lífsins sólin sveipar sumar gróðann unga, lof um lífsins höfund ljóðar þá hver tunga. Látum nú á leiðið lilju kransinn hreina, * kærleiks táknið kæra kveðju síðast eina, geymum glöð i anda góðrar vinu minning, sem nú hlotið hefir helga sigur vinning. Kristín D. Johnson. Business and Professional Cards Dr. R. L. HUR3T, Wember of Royal Coll. of Surgeons Eng., útskrlfatiur af Royal College of Physielana. London. Sérfræöingur I orjóst- tauga- og kven-ajflkdómum —Skrlfst 305 Kennedy Bldg., Portagt Ave. <& rriótl Eaton's). Tals. M. 81e i-ieimlli M 2696. Tíml tll vlðtals kl. 2—6 og 7—8 e.h. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & VVilliam Tklephonk GARRY ííSÍO Officb-Tímar: 2—3 Holmill: 776 Victor St. Tkeephone garry 621 Winnipeg, Man. þar til þau fluttu til Ameríku árið 1883. Þau settust að í Nýja ís- landi og bjuggu Vð Húsavík P.O. i 9 ár. Fluttu svo til Pipston bygðar, Antler P.O., og bjuggu þar í 19 ár. Brugðu svo búi og fluttu til Winnipeg. Þeim varð sex barna auðið; lifa tvö, Kristín kona Guðmundar Gíslasonar trésmiðs að 961 Gar- field og Stefán, til heimills hjá systur sinni. Jón, sál. var ávalt glaður og jafnlyndur, greindur og fróður og unni bókmentum. Fylgdist hann vel með tímanum og landsmálum. Trúmaður og sterkur íhaldsmaður hinnar eldri guðfræði. En þar hjá mildur i dómum og trúarskoðun- um. Leitaðist við að ná sern glögg- ustum ‘skilningi á atriðum kristin- dómsins. Anna sál. var greind og stilt, ávalt jafnlynd og dagfarsprúð í framkomu, og bæði höfðu íjjónin heitan áhuga fyrir málefni Rirkju og kristindóms. Einnig fyrir öll- um sönnum og góðum framförum. Gestrisni einkendi þau hjónin. Hús þeirra stóð ávalt opið fyrir alla sem að garði bar. Skemtielgt samtal af beggja hálfu við gestina, gerði stundina sem þeir dvöldu hjá þeim ánægjulega. Að geta hjálp- áð öðrum var. þeim sönn ánægja. j Síðustu mánuðina sem þau lifðu j héldu þau við rúmið og voru oft j sárþjáð. En dauðastríð sitt báru þau með hugprýði og þolinmæði. Trúin og undirgefnin undir guðs vilja styrkti þau í þjáningunum. Blessuð sé minning hinna látnu merkishjóna. Binn af vinum þeirra. Dánarfregn. Þann 5. janúar þessa árs andað- | ist að heimili sínu, tvær milur suð- j ur frá Hallson N.D., konan J<> j hanna Solveig Johnson. Fyrsta desember ól hún bam, og j virtist ná heilsu og kröftum1 aftur, j eins' fljótt og vanalega gjörist í I þeim kringumstæðum, en þann 23. ! sama mánaðar veiktist hún hastar- . lega og leit helzt út að það væri kólera finnvortis kvalir og upp- j sala). Var strax leitað læknis- J hjálpar. Fyrst okkar góða og víða j þekta smáskamta læknis Jóhannes- 'ar Jónassonar. En þar eð batinn j virtist lítill við þá tilraun var ensk- j ur læknir fenginn, sem alþektur er | í þessari bygö, og þykir reynast j betur en flestir aðrir, sem völ. var 1 á hér í grend. Vitjaði hann Jó- j hönnu sálugu f jórum sinnum, en I alt kom fyrir ekki. Einnig hafði j hún lærða hjúkrunarkonu. Svo alt í sýndist vera reynt sem hjálpað gæti. Þrátt fyrir alt fékst enginn ; bati og kraftarnir rénuðu með degi i hverjum, þar til eins og áður var | sagt að hún fékk hvíld 5. jan. s.l. Hún var jarðsungin 9. s.m. í graf- reit Hallson safn af séra K. K. Ól- afson. Jóhanna sál. var fædd að Hall- son 3. júlí 1891. Foreldrar hennar j eru, Sigurður Pálsson og Sesselja Jón Abrahamsson, sem andaðist: Magnúsdóttir kona hans, sem hafa í Winnipeg 24.. september 1914, var; |>úi« í grend við Hallson um all- fæddur í Nesi i Saurbæjarsokn í inörg ár. Fluttist Sigurður með Eyjafirði, 14. janúar 1846. For- y. p. Hallson fóstra sinum frá eldrar hans voru hjónin Abraham Mýja fslandi hingað 1878, og dvaldi 1 lallgrímsson og Friðrika Krist- hjá honum þar til 1895, að hann Dr. O. DJORNSON Office: Cor. Sherbrooke & VVjUiam Telepiioneiqarry :!2h Oífice tímar: i—3 HEIMILI: 764 Victor Street IElepuone, garry ?«3 Winnipeg, Man, J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIK 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Street Suite 313. Tals. main 33112. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir logfrapgingar, Skrifstofa'— Rooro 8n McArthur Buitding, Portage Avenue Áritun: P. O. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræðingur Arltun: CSMF3EU, PITBUOB & COMPINT Farraer Building. • Winnipeg Man. I Phone Mairt 7640 Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Korni Toronto og Notre Dame Phone Qarry 2988 Heinillis Qarry 899 J. J. BILDFELL FASTEIGnASALI Room 520 Union Banr - TEL. 2685 \ Selur hús og lóðir og annast alt þar aðlútandi. PeDÍngalán Dr- J. Stefánsson 401 IIOYI) 111,1X3. Cor. Portage antl Rilmonton Stundar elngöngu augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma. — Br a8 hitta frá kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. — Tnlsíml: Maln 4742. tleimili: 105 OUvia St. Tnlsiiiil: Garry 2315. Mrs. E. Coates-Coleman Sérfræðingur Eyðir hári á andliti, vörtumog fæðingarblettum. styrkir veikar taugar með rafmagni o s. frv. Nuddar andlit og hársvörð. Biðjið um bækling Phone M. 996. 224 Smith St. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 The Kenslngton.Port.&Smith Phone Maln 2597 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, selur likkistnr og annast oro útiarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur faann allskonar minnisvarða og legsteina ra's He mili Gcrrry 2151 „ Office „ 300 og: 375 Tals. G. 2292 * McFarlane & Cairns æfðustu skraddarar í Winnipeg 335 flotre Dame Ave. J dyr fyrir vastan Winnip.g leikhns við fráfall móður sinnar voru öll flutt til ömmu og afa, sem nú ætla að reyna að verða þeim faðir og móðir, þó nokkuð séu við aldur. En góður vilji er sigursæll, og sann- Vér leggjum sérstaka áherzlu á a* selja meðöl eftlr forskrlftum lækna. Hln beztu meltil. sem hægt er aS fá, eru notuð etngöngu. pegar þér kom- 18 me8 forskrlftlna tll vor, meglB þ*r arlega iná telja blessuð litlu böm-; iæk* 11-1^ tekur ‘ui/* réU ÞaB **“ in lánsöm að eiga slíka aðstoð. Flestir hafa þekt eitthvað til þess, hvað sum móðurlaus börn hafa COI.CIÆDGH * CO. Æfiminning. jana Jónsdóttir. Þau bjuggu í Hliðarbaga i Eyjafjarðarsýslu. Systkini hans voru 13; nú á lífi 5, tveir bræður og þrjár systur, öll í Ameríku. flutti með konu sinni og dóttur á þessar stöðvar, og hefir búið hér um 20 ár. Sigurður er ættaður úr Skagafirði, en kona hans úr Mið- dölum í Dalasýslu. Fluttist hing- Jón misti föður sinn ungur, og að frá íslandi 1888, settist þá að í Fíallson sem vinnukona, og þar giftust þan Sigurður Jóhanna sál. ólst upp hjá foreldr- Scott stjórnarformaður i Sask- atchewan lofaði því fyrra mánud., að konur þar í fylki skyldu fá jafnrétti við menn. Var það lof- orð gefið nefnd sem mætti fyrir stjórninni og fór fram á slíka lög- gjöf. Mrs. F. A. Lawton frá var hann eftir það helzta stoð móð- ur sinnar, þar til árið. 1871. Þá giftist bann Önnu Stefánsdóttur. Hún andaðist í Winnipeg 27. októ- j um sínum þar til þann 10. febrúar ber 1915, 13 mánuðum og tveim dögum eftir lát manns síns. Anna sál. var fædd á Ásláiks- stöðum 1 Lögmannshlið, 23. jan. 1845. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson og Anna Soffía Hallgrímsdóttir. Systkini liennar voru 18, af þeim eru tveir 1910. Giftist líún þá eftirlifandi manni sínum Eyði J. Johnson. Dvöldu þau hjá tengdaforeldrum sínum næstu fjögur ár. Þá bvrj- tíðu þau búskap i þessu nágrenni og famaðist mjög vel. Á þessu 6 ára timabili eignuðust þau þrjú börn, tvær dætur og einn son, sem mátt líða, og hvað erfitt það er og vandasamt að ganga þeim í móður j stað. En í þessu tilfelli álít eg að j þeim kröfum verði eins vel full-! nægt og framast er unt, þar sem I þau bæði leggjast á sömu sveifina. verður eitthváð ágengt. Fráfafll Jóhönnu sál. var þeim mjög þungbært. þareð þettta var! eina barnið sem þau áttu. En með j því að hafa litlu börnin hjá sér, finst þeim þau vera að hlynna að sínu eigin afkvæmi, sem alla tíð sýndi þeim viðeigandi bamslega hlýðni og blíöu, fram yfir það sem víða á sér stað á þessum tímum. Hinn eftir lifandi ekkýumaður hefir mikils að sakna að sjá hana tekna frá sér og litlu börnunum, maður mætti segja að morgni lífs- ins, þegar vonirnar era svo marg- ar og bjartar um góða framtíð. Og eins og þau sýndust vera sam- hent í öllu sem var þeirra áhuga- mál, og maður hafði ástæðu til' að ýmynda sér að þau hefðu orðið til stórrar uppbyggingar í mannfélag- inu. Nú hefir hann verið skilinn við þennan trúa förunaut sinn og stendur eins og einnjana í stríði lifsins, nauðbeigður við að skilja einnig við litlu börnin sín, sem hann elskar meira Iieldur en nokkuð annað í þessum heimi, og sem hann síi hana bera svo móðurlega um- önnun fyrir, meðan benni entist aldur. Einnig bann sjálfur naut þessarar blíðu, sem allir hljóta að virða mikils og sakna, sé hún frá )>eim tekin. Þannig kom hún fram við alla sína, og jafnvel alla sem nokkur kynfii höfðu af henni. — En guðs vegir eru órannsakanleg- ir og við verðum að treysta því, ab jietta fráfall hennar hafi stjórnast af þeim vísdómi, sem verður fyr eða síðar þeim til blessunar. sent nú syrgja. Guðs blessun hvíli yfir hinnt látnu. litlu börnunum, ekkjumann- inum og öldruðu hjónunum, sem nú eru að safna sér fjársjóð á himnum, með því að gjöra misk- unarverk á litlu bömunum móður- lausu. Vinur hinnar látnu. Notre D*me Ave. og Sherbrooke SC Phone Garry 2690 og 2691. Glftlngaleyflsbréf oeld. Mikill munur Tveir hlutir geta IitiÖ al- veg eins út hið ytra, þó að mikill sé munur á þeim, Takið t. d. tvenn meðul. Bæði ciga að lækna hægð- aleysi, og bæði máske gera það, annað vinnur vinnur seint og hægt og veldur þrautum og skaða þar sem hitt vinnur tafar- laust með engum verkjum né óþægindum. Annað veiklar líkamann, hitt aft- ur á móti styrkir, þetta er munurinn á öðrum meðöl- um og Triners American Elixir of Bitter Wine, þetta meðal hreinsar ekki ein- ungis líkamann eðlilega og vel, heldur styrkir hann jafnframt og linar alskon- ar maga- og innýfla-þraut- ir, taugaveiklan og upp- dráttarsýki. Verð $ 1.30. Læst í lyfjabúðum. Jos. T r in e r e Manufacturer, 1333-1339 S. Ashland Ave Chicago, Það er þýðingarlaust að líða þegar Triners Lini- ment linar tafarlaust ailar þrautir. Reynið það við gigt, taugaþrautum, bólgu stirðleika sem orsakast af kulda eða kvefi. Verð 70 cts. Póstgjald borgað. Meðöl þau sem að ofan em auglýst —Joseph Trieners Remedies—fást hjá The Gordon Mitchell Drug Co^ Winnipeg. ✓

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.