Alþýðublaðið - 16.03.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1921, Blaðsíða 3
€rlenð simskeyti. Knöfo, 15. marz. fjóðferjar og baadamenn. Frá Beilín er símað, að búist sé við, að Frakkar setji herlið í Frankfurt. Airíkisstjórnin þýzka hefir við Þjóðasatnbandið mót- mæit gerðum bandamanna. Breaki flotinn. Frá London er sfmað, að af þrjátiu og átta „Dreadnoughts" verði átta nú rifmr, en tveir smíð aðir i staðinn. Á fjárhagsaætlun er nfu miijón steriingspunda lækk- un á því, sem ætlað er til fiotans. Bússlandsfréttir. Frá Varsja er sfmað, að svo virðist sem Rússar viiji nú full* gera friðarsamningana við Pól- veija sem fyrst, og er gert ráð fyrir að þeir verði undirskrifaðir í næstu viku. Jafnframt er sfmað frá Riga, að tuttugu ágætiega bunar herdeildir séu á leið til pólsku landamæranna, en frá Helsingíors er simað, að uppreist sé nú i flestum bæjum og héruð- um Suður Rússiands. [Sennilega er eini sannieikurinn, sem er að hafa úr þessum fregnum, sá, að Pólverjar séu nú ioks reiðubúnir til að setnja fullnaðarfrið við Rússa. E1 uppreist væri í Rúss- landi, mundi tuttugu hersveitum ekki haldið tii iandamæra Pól lands, en senniiega er einnig það ósannindi]. Verkbann? Eg vii biðja yður, hr. rítstjóri, að ljá mér rúm í blaði yðar fyrir eftirfarandi línur: Verkbann kalia eg þessa grein; eða hvað vilja aðrir kalla það, þegar stærsti fiskifloti landsins er fyrirvaralaust stöðvaður á bezta og arðmesta tíma sjávarútvegsins. Eg veit auðvitað að þetta á- stand má kalla svo margt, t. d. vandræði, nauðsyn, og annað því um lfkt. Það stendur itka einhverstaðar skrifað, að nauðsyn brjóti lög. — Mér virðist Ifka, að með þessu eigi að gera tilratm til að ganga ALÞYÐUBLAÐIÐ á gerða samninga — samninga. sem eru svo nýgerðir, að þeir mega kallast í reifunum. Nú, og þó kaup sjómanna væri lækkað samkværnt þeim kröfum, sem þegar eru fram komnar; þá fæ eg ekki séð að það útvegi út- gerðinni rekstursfé, og jafnvel þó kaup allra er vinna við þessi fé- lög lækki, virðist mér a!t bera að sama brunni. Mér virðast útgerðarfélögin að allega stranda á því, að þau vant- ar rekstursfé, en eg get ekki séð að þessi félög fái nokkuð frekar rekstursfé fyrir það, þó kaup sjó- manna og verkamanna lækki — aðeins þurfa þau lftið eitt minna fé tii útgerðarinnar. En af þvf núverandi kaup sjó- manna og verkamanna er af flestum talið sanngjarnt — megi ekki vera lægra — og það af út- gerðarmönnum sjáifum, þá finst mér þurfa að grípa tii einhverra annara ráða. Og eg er sannfærð- ur um að mörg önnur ráð hefði mátt finna, ef útgerðarmenn hefðu áttað sig í tfma, en ekki látið alt reka á reiðanum, þar til í óafni var komið. Er þetta saungirni? Og hver viil þá taka að sér að uppihalda fjöiskyldu hér í Rvík fyrir 2500 kr. yfir árið, og þar að auki að hafa enga tryggingu fyrir þvf að hafa þessa atvinnu yfir árið, og þar af Ieiðandi enga vissu fyrir að fá þessar 2500 kr. Er það ekki ábyrgðarhluti að þurfa að láta konur sjóm. berjast við hættur og örbirgð — máske eina með ijölda af ungum börn- um — meðan fyrirvinnandinn berst við Ægi, og neytir sinna hinstu krafta við hvíldarlitla vinnu. ■— Vitandi, að hvað mikið eða lengi sem hann vinnur, getur hann ekki, með því kaupi sem nú er ætlast til að sjóm. fái, veitt heimilinu brauð. Eftir 6—7 daga kemur svo fyr- úvinnandinn heim, úttaugaður af svefnleysi og þreytu. Það fyrata sem raætir auga hans er mögur, þreytuleg kona, og svo sér hann börnin grátandi af hungri og kulda. Er þetta ekki hressandi?. Sjbmaður. 3 Ritdómarinn í Morgunblaðiuu. Þó Moggi honum múti af málmi fyrir spörð hann verður „andlega úti“ á „ógróinni jörð.u Lesandi. Um ðaginn og veginn. Lánsfó til byggingar Aiþýfln* hússins er veitt móttaka i AK þýðubrauögerðinni á Laugaveg 61, á afgreiðslu Alþýflublaflsins, i brauflasöiunnl á Vesturgötu 29 og á skrifstofu samningsvinnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrkið fyrirtækifl! Ujálparstðð Hjúkrunarfélagsins Lfkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. 11 —12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h, Föstudaga .... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h, Yantraost á Bjarnal Svo- hljóðandi símskeyti frá Búðardíi, dags. ‘3/3, hefir verið iagt fram á lestrarsal Alþingis: „Lýsum megnri óánægju yfir vantraustsyfirlýsingunni á stjórn- ina. Teíjum A'þingi hafa annað nauðsyniegra að gera nú á svo alvarlegúm tímum, en að metast um valdasessinn, enda ekki líkur til, að breytt verði til bóta, Stjórnin lifi. — Dalamenn*. Veslings Bjarni frá Vogil Eru „D«lamena“ nú farnir, að hæðast að þingmensku hans, eða eru „Dalamenn* í raun og veru svona miklir stjórnarsinnar? Lítil var nú virðing Daiamanna áður, en ekki eykst hún nú, er þeir skamma þingmann sinn fyrir það, er hann vel gerir Ker. Kvöldskemtnnin tii ágóða fyrir sjúka kouu er ve) þess verð, að fólk sæki hana. Hún er í kvöid í Góðtemplarehúsinu i. . Málverkasýningu ætiar Ás* grímur Jónsson að opna á sunnu- daginn í Templarahúsinu uppi, Er nú orðið alUangt síðan hann hefir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.