Lögberg - 01.02.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.02.1917, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá varzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Infersoll 8t. - Tals. G. 4140 55-59 Poarl St. - Tals. Garry 3885 Foraeti, R. J. BARKER Ráðsmaður, S. D. BROWN 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 1. FEBRÚAR 1917 NÚMER Hin nafnfræga íslenzka söngkona Sevigny kosinn. Mrs. S. K. Hall. Eftir beiöni margra hefir Mrs. S. K. Hall tekiö að sér a« (kenna söng (Voioe culture). Er hún svo vel þekt söngkona aö þaö ættu aö veröa nóg meömæli meö henni til þess aö kenslan yröi vel notuö. Þar sem hún er sú eina, sern þessa fögru list hefir kent hér í bæ meðal Islendinga, þykir sjálfsagt aö allir sem gieta noti sér þetta tækifæri. Kosningamar í Rochester kjör- dæmi fóru þannig á laugardaginn aö A'lbert Sevigny innanríkistoll- málaráðherra var kosinn með 250 atkvæðum fram yfir Cannon liberal atidsækjanda sinn. Sevigny er einn nationalistanna, þó hann sé jxtim andstæður í sumu, en lærisveinn Borassa er hann tal- itin aö ýmísu leyti. Islendingar í kappakstri Tíu hundasleöar lögöu af staö héð&n frá Winnipeg til St. Paul í vikunni sem leið. Eru þaö 522 mílur. Er háum verölaunum heitiö þeim sem fyrstir Veröa. James Hill yngri jámibrautarkonungurinn mikli fór í isérstaikri jámbrautarlest til þes's aö lita eftir ferðinni. Hann kostar hana aö öllu leyti, bæöi aö verðlaunum og ööru. Einn maður var fyrir hverjum sleöa og voru 5 af iþéim Íslendingar. Tveir af þeim gáfust upp svo að segja þegar þeir voru nýlagðir af staö. En þrír landarnir 'eru fremstir enn setm komiö er og lítur út fyrir að þeir ætli aö vinna. Þeir eru þessir: Hjörtur Hanson frá Sellkirk, Gunn- Thomasson frá Mikley og Magnús Kelly frá Selkirk. Á mánudaginn kom það upp að hund- ar Hanssonar uröu veikir og held- ur hann því fram aö þeim hafi ver- ið gefið eitur. Segja þeir Thom- asson og Kélly að þetta muni satt verá. Kveöast þeir hafa tekið eftir ókunnum manni, sem ihafi fylgt þeim eftir og mætt j>eim ööru hvoru. Er ibúist viö því að þetta sé einhver sem mútað hafi veriö til |>ess aö láta hundana gefast upp til þess aö hinir ynnu. Frá íslandi. R Vðherrarnir veröa hér eftir þrír, eins og frá var skýrt síöast. Hafa þeir 8,000 kr. árslaun og ókeypis' f'eröakostiiaö, þegar þeir þurfa að fara til Danmerkur í þarfir þjóö- arinnar. Forsætis ráðherra hefir ejm fremur leigulausan hústað og 2,000 kr. risnufé á ári. Látnir eru í Kaupmannahöfn ]>eir Ólafur Johnson yfirkennari, sonur Hannesar kaupmanns (Steingrims- sonar biskups) 79 ára gamall. Og Einar Thorlacius fyrrum sýslumaö- ur t Noröurmúlasýslu, hátt á sjö- tugsaldri. Jarðskjálftar í Ottawa. Á laugardaginn voru ailsnaq>ir jarðskjálftar í Ottawa og j>ar i grendinni. Voru svo mikil brögö aö þvi aö fþinghúsið hrystist fáein augnablik, kalkiö brotnaði úr veggjum í einu herbergi og hrundi niður og hlutir féllu niöur af hyll- um. I Montreal var kippurinn enn |>á snarpari. $500,000,000 fjárveit- ing til stríðsins Þingið í Ottawa ætlar að veita fimm hundruð miljónir dollara til striðsins, auk þess sem }>egar hefir verið veitt. Herkostnaðurinn er nú kominn upj> í $1,000,000 (miljón dollara) á hverjum dégi eöa yfir fjörutíu þús- und ($40,000) á hverjum klukku- tíma eöa hátt á sjöunda hundraö á hverri mínútu fyfir $666,00). Á þriðju miljón dollara. Strætisvagna félagið í Winnipeg tólk inn $2,075,343.62 árið sem leið; af þeim falla 5% til bæjarins eöa $103,678.00. Þrátt fyrir jæssar af- slkaplegu tekjur er því haldið fram að “aumingja fátæklingamir’' hafi ekki haft ástæöu til j>ess að lengja brautina vestur Sargént Ave. Herskylda talin nauðsynleg. Fjölmennuir fundur var haldinn í Toronto 24. jan., undir umsjón herforingja og annara liermála- manna. Var j>að einhljóða álit þeirra að (herskylda væri orðin ó- hjákvæmileg. Samþykti fundurinn ástkorun til sambandáþingsins um j>aö að setja á herslkyldu tafarlaust og að minsta kosti allir ókvæntir menn milli 18 og 30 ára væm tékn- ir j>egar í stað. Létu menn þá skoðun í ljósi á fundinum að sjálf- boðar fengjust ekki lengur svo telj- andi væri og vrði því að gripa til annara ráöa. Nýtt frumvarp. Dr. Michael Steele þingmaður í Ottawa fyrir South Pearth flytur frumvarp í þinginu sem heimili öll- um brezkum borgurum sem í strið- inu eru atkvæðisrétt, hvort sem þeir séu á kjörskráéða ðkki, aöeins hafi |>eir átt heima í Canada }>egar þeir innrituöust. Úrbygðum íslend- inga. Þorsteinn Þbrkéteson frá Oak Pointí hér á ferð í vikunni sem leið. Kom fyrra mánudag með nefnd þeirri sem var að finna stjórnina og fyr var um getið. • Þbrsteinn kvað tiðina hafa verið fremur góða þar ytra í vetur fram í miðjan desember; þá brá til kulda og frosta. Véiði kvað hann í meðallagi, en verð á fiski afar- hátt. Tafir höfðu orðið við veið arnar vegna isbrots og ísreks og talsverðar skemdir á netum Biðu sumir við það mikinn skaða; flest ir nágrannar hans höfðu þó náð netum sínum. Upp á síðkastið sagði hann, að veiði hefði verið fremur lítil.—Heilsufar þar ytra hefir ekki verið sem bezt; þung in- flúenza J>jáð marga. Sonur Þor- steins, Grímur að nafni, og Soffia kona hans, mistu úr þeirri veiki bam á fyrsta ári, og var það jarð- sungið af séra H. Leo. Skepnuhöld kvað Þorsteinn i bezta lagi og fóður nægilegt hjá öll- um er hann J>ekti. Búnaðarfélagið j>ar í ibygðinni er i fullu fjöri og hefir orðið til þess að bændur vinna mikið saman. Hélt þetta félag fShoal Lake Far- mers’ Institute) ársfund sinn 17. désember og voru jæssir kosnir embættismenn: Þorsteinn Þbrkels son formaður, Stefán Bjömsson v'araformaður, Kristján Stefáns sbn ritari, en meðráðamenn : Guð mundur Jónasson, Ásgrimur Jóns son, Guðmundur Stefánsson, Jón Straumfjörð og Sigurbjörn Kristj ánsson. Eru jætta valdir menn og búist við miklum framkvæmdum félagsins á yfirstandandi ári. Mál vms voru rædd og afgreidd á fund- inum. Sérstaklega voru gerð á- kvæði um að kaupa beztu tegund af kartöflum frá fyrirmyndarbúinu i Brandon og gefa hvérjum meðlim 10 pund, sem keppa skyldi um að fá sem mesta og bezta uppskeru af. Á hver félagsmaður að koma með 10 pund af því, sem Jætta fram- leiðir á fund í nóvember i haust sem sýnishom og var ákveðið að gleifa sjö verðlaun fyrir 'beztu sýnis- hornin. Sömuleiðis - ^r ákveðið. að gefa verðlaun fyrir bezta rófna- rækt og ef til vill fleiri tegundir. Skógargildi ætlar félagið að halda á ári hverju til ]>ess aö efla samvinnu og einingu bvgðarbúa. Samþykt var í einu hljóði að konur skyldu teknár í félagið með öllum sömu réttindum og karlmenn hafa. Ákvleðið var að senda menn á búnaðarskeið í vetur og varð fyr- ir þvi Gr. Jónasson; býðst félagið til að borga kostnað sem af því stafar. Enn fremur var samþykt, að formaður félagsins færi á bún- aðarskeiðið sem erindsreki og höf- um vér hevrt, a« hann ætli sjálfur að standast ]>ann kostnað, sem það hefir í för með sér. Forseti félagsins hefir leitað sér ýmsra upplýsinga til útsæðisfélag- anna, Steeíe, Briggs og fleiri, um það, hvort þau vilji ekki veita verð- íaun fyrir bezt ræktaða ávexti. Hafa félögin tékið því vel. For- seti fór einnig til búnaðarskólastjór- ans hér til þess að fá upplýsingar i ýmsum málum félagsins. Var honum þar vel tekið og félag hans lofað mjög fyrir framtakssemi og áhúa. Kvað skólastjóri stjómina viljuga að leggja fram alla aðstoð, slem hægt væri, og jafnvel gaf hann það í skyn, að félagið mætti vænta aukastyrks eða verðlauna til enn frekari uppörfunar. Þetta virðist vera bráðlifandi fé- lag og er J>að vel farið. Kvenfólik- ið ætti aö taka þar höndum saman við mennina og láta duglega að sér kveða. Benedikt Benjamínsson, bóndi í gUend_ við Árborg, lézt úr hjarta- sjúkdóui að heimili sínu þ. 19. jan. s.l. Benedikt var ættaður frá -Egissíðu í Búnavatnssýslu, sonur Benjamíns, er bjö þar lengi. Jarð- arför hans fór fram frá heimili hans og frá kirkjunni í Árborg þ. 26. Þrjú systkini hans voru }>ar viðstödd: Magnús Benjamínsson, hóndi í Dakota; Guðrún, kona Stef- áns Guðmundssonar í Árborg, og Maria, kona Daniels Danielssonar bónda i grend við Gimli. Margt fólk viðstatt. Benedikt var giftur Eiriku Gunnarsdóttur Guðmunds- sonar, sem bjó á Hlíðarenda rétt austur af Árborg, nú látinn fyrir nokkru. Eiga þau eina dóttur bama slam enn er í æsku. Benedikt var sextugur að aldri, ráðdeildarmaður og reglusamur. Jarðsunginn af séra Jóhanni Bjamasyni. Sigriður Jónsdóttir, ekkja Sigur- steins sál. Halldórssonar á Nýjabæ i Breiðuvík í N. Isl, andaðist að heimili stjúpsonar síns, Alberts Sigursteinssonar á Selsstöðum í Geysisbygð, þ. 20. Jan. s.l. Hún var 81 árs að aldri, dóttir séra Jóns Bergssonar fyrrum prests i Ein- holti á Mýrutn í Austur Skapta- fellssýslu, og systir séra Eiríks Garð-ptófasts' i Höfn. Munu þau systkin hafa verið 15 alls, en með Sigríði eiru j>au nú öll hnigin til moldar, Kristin systir hennar látin tiu dögum áður, eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Sigríð- ur var ágætis kona. Trúkona mik- il, síglöð, dugleg, kjarkmikil, frá- bærlega hjálpfús og góðsöm. Voru J>au hjón, Sigursteinn sál. og hún, ntjög samhent i J>ví er öðrum mátti verða til góðs, J>ví hann var hinn mesti sæmdarmaður og góðsemdar. Sigriðurr stundaði ljósmóðurstörf í mörg ár og lánaðist mætavel. Var hún sérlega vinsæl kona og J>að að verðleikum.—Jarðarför hennar fór f am, að mörgu fólki viðstöddtt, frá kirkju Breiðuvíkursafnaðar þ. . Jan. Var hún grafin við hlið tnanns sins, i grafreit Breiöttvikur- manna. Séra Jóhann Biarnason iarðsöng. Hockey kappleikarnir | Myndar piltnr fallmn ] HORNLEIKARAFLOKKUR 223. HERDEILDARINNAR. Undir stjórn Lieut. W. A. Alberts ,Á mánudaginn var þreyttu Is lendingamir (223rd) við Monarchs i annað sinn; en nú fór þann veg, að þæir töpuðu, höfðu 3 mörk gegn 5. Kappleikur þessi var hinn skemtnlegasti og hélt áhorfendum í spenningi, þvi þeir gerðu mörkin alt af til skiftis, og Jægar ekki voru eftir nema 6 mínútur stóðu þeir jafnir, höfðu sín 3 mörkin hvor; en á Jæssum 6 mínútum gerðu Mon- arihs 2. Þótt }>ann veg færi í þetta sinn, verður hvorki mark-vterði né öðru kent um klaufaskap, því }>eir léku af sinni vanalegu list, enda virtist óhepni var því valdandi, að þeir töpuöu þessum tveim síðustu mörkum. Þessari hockey-samkepni er þann veg hagað, aö fyrst fer fram inn- byrðis samkepni í hvoru fylki, og siöan eru sigurvegarar hvors fylk- is látnir þreyta kapp. Innbyrðis- samkepnin hér í Manitoba fylki er á milli þriggja floklca, Monarchs, Victorias og 223 herdeildarinnar. í þeim flokki eru einungis fs- lendingar, eins og eg gat um í fyrstu greininni er leíg reit um þessa hockey kappleiki. Alls verða kappleikirnir 12 og 6 (æirra eru um garð gengnir og af- staðan er sú, að þeir standa allir jafnir; eru, með sína tvo vinning- ana og tvö töpin hver. Næsti kappleikur vterður i kvöld rfimtudag 1. febr.) á milli land- anna og Victorias. Guðm. Sigurjónsson. Ráðherramálunum frestað. Þegar ráðherramálin áttu a« koma fyrir á þriðjudaginn, var þvi lýst yfir, að Roblin hefði verið veikur; væri að sönnti orðinn al- bata, ten gæti sikeð að ihann veiktist aftur, ef málið kæmi fyrir. V’ar því farið fram á frest í málinu. Þétta veitti dómarinn. Bonner, lögmaður stjómarinnar, krafðist þess þá, að hrnir ráðherrarnir væru teknir fyrir, en dómarinn neitaði því. Málið er þvi saltað þangað til í Júní og er það illa farið. Stjóm- in hefir gert alt sitt til að flýta þeim, ,eit jafnvel henni dugir ekki að deila við dómarann. Goðafoss. r . Samkvæmt beiðm tra ýmsum, t. d. frá Wynyard, Elfros og víðar, um það að lúðraflokkur 223. herdeildarinnar ferðaðist um þá bygð, hefir Uapt. Hannesson, st.iórnandi deildarinnar, akveðið að láta flokkinn fara og ferðast viku tíma þar um slóðir. Byrjar lúðraflokkurinn í Churchbridge 7"Wynyard Þann 8’ °*Kandahar ^ *’ann 10-febrúar- Petri WokHnítTauTcUÚ5CkES8on (vmJST “ W' A' A"bert' <Ten0r,' COrP' E' ,Ón8S°n <Baril°ne)' Vest„vLrðna?°kkUL22?' deÍJ,dínnar hefir ko.mið fram 1 ýmsum bæjum og er viðurkendur að vera einn hinna allra beztu lúðraflokka í hernum í unum hlakkaftil að he'yraþá ^ U"g'r 6n þeir hafa leikið undra vel að undanförnu, og er það efalaust að fólkið í íslenzku bygð- Síðan Capt. H. M. Hannesson tók við stjórn deildarinnar, hefir nýtt líf færst í hana. Hver einasti maður í deildinni lætur sér persónulega ant um liðsofnun þangað til nogu margir hafa fengist, því með því móti hefir deildinni verið lofað því að hún fái að fara austur í einni heild Canada o^S Jf^éraðmu hafa oft lýst því yfir að í lúðraflokki 223. deildarinnar væru beztu menn sem safnað hefði verið í oanada, og að canadiski-skandinaviski luðraflokkurinn sé þjóðinni til sóma. í bréfi til Áma Eggertssonar er ský’rt frá því, að nú sé ekki von- laust um að Goðafoss kunni að nást út í vor þegar veður batni, og að þá verði gert við hann. Eru það gléðifréttir, }>ótt tjónið hljóti að verða óbætanlegt að vissat leyti. Neitað um áheyrn Stór hópur kvenna í London beið fyrir utan skrifstofudyr Lloyd- George forsætisráðtherra í fyrra dag: kváðust þær vilja ná taíi af homun til þess að fá frá honunt yfirlýsingu um afstöðu ltans í kvenrétitndamálinu. En þegar þær höfðu biðið lengi, sendi hann þeim þau orð að hann gæti ekki sint }>eim. Búnaðarskólarann- sóknin. Galt dóntari ltefir gefið bráða- birgðaskýrsilit yfir ]>aö, siem fram hefir kontið við búnaðarskóla rann- sóknina Kom það þar í ljós, að nalega þrjár miljónir dollara ($3,000,000) hafa verið ofborgað- ar \fyrir þær byggingar. Róbert Rogers er þar t þvt neti, sem erfitt er að sjá hvemig hann getur vel komist úr of þar þannig að orði kveðið, að atferli hans hafi verið siðasta úrræði til þess að koniast út úr klípu.. Skýrslan sýnir að Bernier, fyr- verandi mðherra Roblins, vora gefnir $1,120 af einttnt }>eirra manna, sem bygginguna höfðu nteð höndum. Sýnir dómarinn fram á grteinilegt samband milli þessa mtkla fjárdráttar og flokkssjóðs,— Meira síðar. Corp. Jónas Frederickson. Hann var sonur Magnúsar Frede- rickssonar og Helgu Kröyer konu hans að Vidi í ,Nýja íslandi. Hann var fæddur t Westur Selkirk og var 26 ára að aldri. Innritaðist í 61. herdeildina í fyrrahaust og fór austur með henni í marzmánuði í vor. Hann féll á Frakklandi i or- ustunni viö Somme og komu fréttir um lát hans 17. janúar. Frederickson var efnis piltur og vel gefinn; stiltur og gætinn og einkar vinsæll. Hann var sérlega lagjinn og verkíróöur og lét sér ant um aö leysa verlk sin og skyldu- störf vel af ihendi; enda sést það bezt að svo hefir verið á því að hann skyldi iþegar hafa unnið sér þá stööu sem hann hafði. Tilkynning Aðal mánaðarfundur Jóns Sig- ttrðssonar félagsins verðttr haldinn i John M. King skólasalnum á hominu á Agnes St. og Ellice Ave. þriðjudagskv. 6. febr. 1917, kl. 8. Þetta er kosningafundttr og eru allar félagskonur ámintar um að sækja fundinn. BITAR Hvemig ætli þeim lítist nú á, sem ákafast mæla með dauðadóm- um, þegar fulltrúar ]>jóðarinnar í Ottawa ertt orðnir svo óguölegir, að vilja láta hætta að hengja menn? Lað þyrfti að taka ofan i lurginn á þeim piltum. Þú heyrðir á raeðu ins llá- bttndna manns, er hossaði flokkinttm þinum. Þú sagðir: “Eg dáist að djúp- skygni hans'; hann drap þá með rökfærslum stnttm.” Hann losnaði Orösniíd hins ó- bundna manns var andsnúin fíokkinum þínum. Þá sagðirðu: “Fátt var i flap- yrðunt hans, ltann féll þar á rökletöslum sínum. 0r bœnum og grend. Kristín Jónsdóttir, 73 ára gömul, andaðist á Selsstöðum i Geysisbygð í Nýja íslandi 10. Jan. s.l. Hún var dóttir séra Jóns Bergssonar, er prestur var i Einholti á Mýrtim i Austur Skaptafellssýslu. Sonur séra Jóns og bnóöir Kristinar var séra Eiríkur Garð-prófastur í Kaupmananhöfn, látinn fvrir Kaupmannahöfn , sent játinner fyrir nokkrunt árttm. Jarðarför Kristínar fór fram frá kirkju Breiðuvkur safnaðar þ. 16. Jan. Séra Jóhann Bjamason jarösöng. Ráðiherramálttnum er frestaC Junt, af þvt Roblin var einu s vei'kur, þó hann sé nú heill hei ■Etli það verði elkki ákveöið í j að mglinu þafi verið frestað Iengi, að ólöglegt sé að taka fvrir ^egar Mr. Sigurðttr Vilhjálms- s°n yar á ferð í vetur í Nýja ís- landi að selja bók sína, kom hann á um santa lteyti sem að lítil stúlka var send þaðan til næsta bæj- ar eða næsta huss. Konan í þvi húsi segir: “Komdu sæl, góða mín. Var nokkiir koritinn heima hjá þér, til mömniu þinnar?” Já, annað hvort Þýzkalandskeisari sjálfur eða bróðir hans,” sagði litla stúlkan í niesta sakleysi. Svar við athugsemdum Gísla Jonssonar verður að bíða næsta blaÖs. ■■ ’ ■ -3^ ÍS Fjörugt verður á Liberabklúbbfundin- um í kvöld. Þar verð- ur rætt um mismun á flokkum og ástæðu fyrir því að sumir eru liberal og aðrir con- servative.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.