Lögberg - 01.02.1917, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. FEBRÚAR 1917
fdgberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Preu, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Mam.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
T. J. VOPNI, Business Manaaer
UtanAskrift til blaðsins:
THE OOLUMBIA PREJI, Ltd., Box 3172, Winnipeg,
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipog, Man-
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS.
*
Avarp.
Síðan fyrstu dagana í ágústmánuði 1914 hafa
hugir og hjörtu canadiskra manna og kvenna svo
að segja látið sig aðeins eitt málefni varða. J?að
er hið hræðilega stríð, sem hleypt var á heiminn
eins og óargadýri.
Eftir fjórtán mánaða baráttu og við byrjun
þessa árs, væri það ekki úr vegi að líta yfir það,
sem gert hefir verið; skoða stríðið frá ýmsum
hliðum, síðan það fyrst hófst, og virða fyrir sér
hvílíkar skyldur það eru, sem vér enn eigum ó-
leystar af hendi.
pegar Bretland svarar hlutleysisópum pýzka-
lands í stríðinu með þeim orðum, að þó stríð sé
voðalegt, þá vilji það heldur stríð, en horfa á það
að eiðar og samningar séu sviksamlega lítilsvirtir
og smáþjóðir fótumtroðnar að óþörfu; og þegar
Bretland af þeim ástæðum þaut út á stríðsvöllinn,
þá var eins og landið og þjóðin yrðu gagntekin af
heitum straumi sjálfsmeðvitundar.
pað var alment samþykt, að Canada yrði að
standa að baki Bretlands og veita því alla þá hjálp,
sem völ væri á.
Eg segi alment; í einu hljóði, væri ef til vill
heppilegra orð. pví þótt fáeinar hjáróma raddir
létu til sín heyra, þá urðu þær færri og færri eftir
því sem málið skýrðist og eftir því sem hryðju-
verk pjóðverja í stríðinu komu betur í ljós. Við
það varð manni ljóst, að vegur pjóðverja yrði
hnekkir menningarinnar, mikill og ef til vill dauð-
legur hnekkir fyrir frelsi þjóðanna.
f þessari almennu hluttöku Canada voru ekki
allir á eitt sáttir að því er tilganginn snerti.
Ástæður sumra fyrir því að fara í stríðið, og
líklega flestra, voru þær, að pjóðverjar höfðu ekki
skeytt samningum með sinni eigin undirskrift; að
þeir höfðu með grimd ráðist inn í Belgíu; ásetn-
ingur pjóðverja að undiroka og mola í sundur
Frakkland og hinn heilagi ásetningur Breta, að
leggja alt í sölumar til þess að koma í veg fyrir
þessi ódæði;—já, þetta voru víst ástæður flestra
fyrir þátttöku þeirra í stríðinu.
Hjá mörgum var það efst í huga, að í stríði
þar sem pjóðverjar héldu, að nýlendur Breta
mundu nota sér hina óþægilegu afstöðu þeirra og
segja skilið við þá, skýldi það sjást, að Canada
væri frammi fyrir öllum heimi reiðubúin að taka
ríflegan þátt í bardaganum, og verða þannig lif-
andi dæmi þess; hversu frelsishugsjónimar mega
sín mikils, þar sem þær séu til.
En ekki er þar með búið. Vér höfum heyrt
menn halda því fram, að Canada hefði átt að
halda sér frá stríðinu fyrir þá sök, að þetta land
væri þar ekki beinlínis hlutaðeigandi og á það
hefði ekki verið ráðist.
petta er sú lítilmannlegasta og eigingjamasta
skoðun, sem hægt er að hugsa sér í sambandi við
stríðið.
Hver er sá vor á meðal, með alla hina brezku
sögulegu viðburði að baki sér, sem hefði viljað
vera kyr og hafast ekki að, þegar ráðist var á
Belgíu og hin tvö norðurhéruð Frakklands urðu
fyrir öllum þeim hormungum, sem raun varð á;
hörmungum, sem eiga sér tæpast dæmi í fortíðar-
sögu menningarelysisins, þegar villi þjóðir réðust
inn í Evrópu; og þegar Bretar fóru tiJ hjálpar út í
hættuna, þaðan sem þeir gátu verið öruggir og ó-
hultir; fóru út í hættuna, til þess að bjarga menn-
ingu heimsins.
Meira að segja, þótt ekki væri beinlínis ráðist
á Canada, þá er það rangt, að stríðið komi oss
ekkert við; hver dagurinn, sem líður, sýnir, að
það er rangt.
Gagnvart þessum ósköpum, sem hroll setja í
allar þjóðir, er sú sannfæring almenn, jafnvel
meðal hlutlausra þjóða, að signr pjóðverja þýddi
eitt af tvennu: annað htfort undirgefni undir
þýzk yfirráð, eða stríð við pýzkaland, eftir að það
hefði orðið enn þá sterkara, en það er nú, og það
innan skamms.
Sannanir eru nægar fyrir því, að pjóðverjar
byrjuðu þetta stríð, þegar þeir héldu, að tími
væri hentugur til árása. Létu þeir það í ljós op-
inberlega og drembilega, að stríðið mundi ekki
endast lengi; það yrði stutt, snarpt og ákveðið.
Svo ákveðið, að þeir yrðu herrar Evrópu og svo
að segja stjórnuðu heiminum.
Canadamenn fylktu sér með þeim er álitu, að
stríð þannig byrjað og með þeim tilgangi, án til-
lits til laga og samninga þjóðanna, yrði að vinnast
nú þegar.
Eftir þrjátíu mánaða stríð horfa hermálin við
eins og hér segir í fám orðum: pýzka hugmynd-
in um stutt og ákveðið stríð er úr sögunni, síðan
orustan við Maren var háð. Síðan hefir það haldið
áfram og ýmsum veitt betur, þangað til nú, að
merki þess sájst í gegn um hin vel athuguðu blöð
pjóðverja, að lífsafl óvinanna er að smá fjara út.
Sátta tilraunir þær, sem þýzka stjórnin nýlega
kom með, virðast vera sönnun þessa atriðis, og
svör bandamanna gefa það greinilega í skyn, að
þeir eru viðbúnir þann dag í dag og hvenær sem
vera vill til þess að semja frið á þeim grundvelli,
sem þeir sjálfir berjast: það er að segja, algerða
virðingu fyrir undirrituðum samningum, öryggi
hlutlausra þjóða, að ekkert land sé lagt undir aðra
þjóð nema með samþýkki fólksins sjálfs, fullar
bætur fyrir alt sem rangt hefir verið gert eins
langt og bætur geta komið til tals (því hryðju-
verk vorU unnin af hemum, sem eru þess eðlis,
að engar bætur geta komið fyrir), og trygging
fyrir því, að ekki komi samskonar fyrir aftur.
Hroka ræða þýzka ráðherrans, þegar hann
skýrði frá friðarskilmálum sínum, gerir það efa-
samt, hvort pjóverjar eru enn reiðubúnir til þess
að semja á nokkrum öðrum grundvelli en þeim,
að hnefarétturinn sé réttur.
Ef svo illa skyldi vera ástatt, að það sé satt,
þá er um ekkert annað að gera fyrir bandamenn,
en að halda áfram hinu blóðuga stríði þangað til
með vopnum og herafli er hægt að ná úr greipum
óvinarins því, sem hann er ekki viljugur að láta
með góðu, samkvæmt kröfu alþjóðaréttar.
Og þetta þýðir það, að vér verðum að leggja oss
enn betur fram. pjóðin hefir þegar gert vel. Ef
það væri sagt, að meira hefði mátt gera, þá liggur
það svar beint við hér, sem annars staðar með
þeim þjóðum, sem um langan aldur hafa búið við
frið, að í fyrstu eru menn seinir til þess að byrja
og komast til verks.
En sagan mun sýna það, og þetta stríð sannar
að eftir að friðelskt fólk, sem er seint til verks,
getur látið sér síga í skap, og þá hættir það ekki
fyr en sigurinn er unninn og takmarkinu náð.
pannig var það og þannig er það með vora
eigin þjóð. Allir flokkar hafa komið fram og
þeir, sem á vígvöllinn hafa komist, hafa sýnt það,
eftir 100 ára frið, að þeim rennur eins heitt blóð
í æðum og bræðrum þeirra, að þeir eru engir ætt-
lerar.
peir, sem heima eru, hafa gefið ríflega og
halda áfram að gefa þannigð að ekki veit hægri
höndin af, þegar hin vinstri gefur.
Konur af öllum stéttum hafa látið til sín taka í
því að hjálpa hinum veiku og þurfandi, særðu og
syrgjandi, og þaér hafa unnið hvíldarlaust að því
að gera hermönnum vorum lífið bærlegra í hinu
voðalega stríði.
pegar litið er yfir alt, sem gert hefir verið
síðustu þrjátíu mánuðina, þá er það enginn þjóð-
legur hégómablástur þótt sagt sé, að Canada-
þjóðin hafi afkastað enn þá meiru en við var búist
í fyrstu. Samt eru öll líkindi til, að enn sé langt
að takmarkinu, og eins lengi og ekki er alt gert,
sem gera þarf, er ekki nóg gert.
pá fyrst er nóg gert, þegar ekkert hefir verið
látið ógert. Iðnaðarstofnanir landsins þurfa að
komast í það horf, að þar verði öll .vinna og fram-
leiðsla að fullum og svikalausum notum til þess
að hjálpa til sigurs. par þarf að reikna út hæfi-
legan ágóða og gæta þess, að ekki sé út fyrir þá
línu farið. pví það ættu allir að bera í huga, að
iðnaður heyrir til þjóðþrifa, ef réttilega er á
haldið.
Ekkert hefir verið sagt sannara, síðan þetta
stríð hófst, en sú setning, að hár ágóði í sam-
bandi við stríðið sé viðbjóðslegur—það er að fita
sjálfan sig í blóði bræðra sinna í dauðastríði þjóð-
arinnar.
peir, sem ungir eru og hraustir, ættu að fara
í herinn; en þeir, sem ekki geta farið í herinn,
ættu að leggja fram krafta sína heima fyrir með
því að starfa á ökrum, í skógum, í námum, í
vinnustofum og á sjónum. Hver einn og einasti
maður þjóðarinnar getur unnið eitthvað; hver
einasta klukkustund, sem unnið er, flýtir fyrir
sigri, og með það fyrir augum ættu menn sérstak-
lega að vinna. öll opinber fyrirtæki, sem mögu-
legt er að komast af án, ættu að vera lögð til hlið-
ar þangað til þetta stríð er úti og peningar verða
auðfengnari.
Allir kraftar ættu að vera lagðir fram til þess
að búa til skotvopn og vistir og koma þeim þang-
að sem þær eiga að fara, sem fyrst og á sem hag-
kvæmastan hátt. Á Englandi og Frakklandi hafa
konur svikalaust tekið sér á herðar byrðina með
mönnunum. pær hafa jafnvel tekið að sér störf,
sem hingað til hafa verið talin þeim ofvaxin, og
sýnt þannig einlægni sína og áhuga fyrir háum
hugsjónum. Allir eiga því og verða að viðahafa
sparnað. Hvort sem um er að ræða opinbert fé
eða einstakra manna, þá er það skylda að spara,
ef sigur á að fást.
pessar ráðleggingar. og uppástungur eru nýj-
ar og hafa aldrei heyrst fyr í þessu landi. Ástæð-
an er sú, að vér, sem nú lifum og þeir, sem lifðu
næst á undan oss, þektu ekk i stríð—en stríði
fylgja fómfæringar.
Canadiskir feður, mæður, bræður, konur og
systur hafa fómað lífi ástvina sinna, þegar þeir
fóru í herklæðin. Margir þeirra hafa þegar
greitt sinn síðasta pening hér í heimi, og sofa nú
í friði um alla eilífð austur á Frakklandi. Vér
hinir skuldum þeim það, að vér einnig fómfærum
einhverju; fómfærum tilfinningum vorum, hlut-
drægni vorri, þægindum vorum og fé. Slíkar
fómfæringar eru þeim samboðnari, er fallið hafa
eða særst, en nokkur minnisvarði úr málmi eða
marmara. Og bezt allra minnismerkja er sú stað-
fasta sannfæring, að líf þeirra og limir hafi
ekki fómfærst til einskis.
pótt vér höldum því fram, og það með réttu,
að vér höfum lagt mikið í sölumar, þá hverfur
það svo að segja, þegar vér bemm það samán við
allar þær ótrúlegu fómfæringar, sem orðið hafa
að hlutkesti Bretlands, Rússlands, Frakklands og
ítalíu.
f pessum löndum hefir verið reynt til þess stöð-
ugt, að gera alt til þess að stríðið mætti verða sig-
ursællega til lykta leitt. petta hefir á Frakklandi
skapað ekki einungis sameining flokka, heldur
einnig sameining sálna. peir sem fyrir stríðið
voru svo að segja óviðráðanlegir, láta ekkert á
sér bera og em nú allir sameinaðir í eina heild
fyrir hinu mikla allsherjarmáli, jafnvel þeir sem
fjarstir voru að skoðunum til.
Látum oss taka þetta oss til fyrirmyndar. Lát-
um oss nú leggja til hliðar alla sundrung, alla ó-
vináttu, og gætum að eins skynseminnar, og um
fram alt, látum oss öllum ant um að Canada leggi
fram sinn fulla skerf til þess að vinna þetta stríð.
Hjarta þjóðarinnar verður að bærast með
einni þrá og einu takmarki. pá, og þá að eins,
getur Canada öðlast þá virðingu, sem hún á að
ávinna sér í þessu máli; þá, og þá fyrst, getur
þjóð vor orðið til hvatningar öðrum í nútíð og
framtíð; þá, og þá fyrst, verðskuldum vér að
heita þjóð með því öllu, sem sannri þjóð tilheyrir.
Hvort sem sigur eða friður er fjær eða nær,
skal staðfesta vor ekki haggast. Vér skulum halda
áfram til þrautar, ákveðnir í því að láta þetta
grimmilega stríð líða hjá með sigri fyrir oss, og
sýna þar ekki að eins staðfestu heldur einnig
stillingu.
Og þá höfum vér bjarta von — von, sem ekki
er að eins bygð á þrá og óskum, heldur á þeirri
virkilegri staðreynd, að sigur flytji oss að því tak-
marki, þar sem stríð verður viðbjóðslegt og að
hvaða þjóð, sem stríð byrjaði yrði að mæta valdi
og saméinuðum kröftum alls hins siðaða heims.
— (Liberal Monthly.) 'J Wilfrid Laúrier.
223. herdeildin.
Eins og frá var skýrt í síðasta blaði hefir 223.
herdeildin skift um herforingja. Hefir Albrecht-
son látið af stjóra en landi vor M. Hannesson tek-
ið við.
Deildinni hafa verið settir kostir, sem henni er
mikið áhugamál að fullnægja. Einn þeirra kosta
er sá að til þess að henni verði ekki sundrað þarf
hún að safna svo mörgum herfærum mönnum inn-
an þriggja mánaða að hún hafi 700 manns.
petta er því aðeins unt að vel sé að liðsafnaði
unnið og menn gefi sig ótrauðlega fram. Er það
áform deildarinnar að halda liðsafnaðarfundi og
senda út menn til þess að hvetja íslendinga og
aðra til þess að ganga í deildina.
pað þætti illa farið ef eigi yrði hægt að fá nógu
marga til þess að deild þessi yrði send austur í
heilu líki undir stjóra sinna eigin manna. í henni
eru margir íslenzkir undirforingjar og má þar á
meðal nefna: Skúla Hanson, Joseph Thorson,
Walter Lindal, G. Axford o. fl.
par sem svona eru margir íslenzkir menn í em-
bættum eða stjóra og yfirforinginn einnig landi,
þá stendur þessi deild oss miklu nær en nokkur
önnur. par eru íolendingar líka fjölmennari en í
nokkurri annari deild.
Tœkifæri í fangelsum.
Er það líklegt að O. Henry hefði “fundið sjálf-
an sig-’ á meðan hann var í fangelsi, ef hann hefði
verið leikinn eins grimmilega og látinn vinna eins
lamandi vinnu og flestir fangar verða að þola, í
stað þess að fara með hann vel og samvizkusam-
lega? Harðstjómin í fangelsunum er það sem
drepur “manninn”, en elur upp “strákinn”.
Er það líklegt að O. Henry hefði komið fram
sem eins stórkostlegur andi og raun varð á, ef
hann hefði verið beittur þeim tökum, sem skýrt
er frá í fangelsissögum þeim, er “9009” kallast?
eða samskonar meðferð, sem finna má í ótöluleg-
um skýrslum áreiðanlegra manna og nefnda?
Vissulega ekki.
pað er mjög sennilegt að Cervantes hafi hugs-
að og jafnvel skrifað fyrsta kaflann af “Don
Qvixode” á meðan hann var í fangelsi.
Mirabeau var talsverðan tíma æfi sinnar í
fangelsi. Dosoyevsky lifði óútmálanlegar kvalir
í fangelsi og skrifaði einhverjar merkilegustu
sögur sem nokkrar bókmentir þekkja.
Margir fleiri stórir andar hafa lifað og starfað
innan veggja fangelsanna. En stórmenni eru
undantekning. .
Hví skyldi ekki fangelsið ávalt og fyrir alla
vera dyr tækifæranna, fyrir þá sem þangað koma ?
pegar svo kallað siðmannað þjóðfélag leggur
hönd á einstaklinginn og tekur hann með valdi —
blátt áfram tekur líf hans og tekur það alveg að
því er stjóm þess snertir úr hans eigin höndum
í sínar, fyrir þá ^stæðu að hann hefir stjómað
því óhyggilega — hví skyldi þjóðfélagið þá ekki
ávalt og reglulega og skynsamlega og mannúðlega
reyna að finna það út til hvers m^ðurinn sé bezt
hæfur og fá honum það starf í hendur sem hann
er vaxinn ?
pví miður er ekki hægt að segja að þjóðfé-
lagið gjöri neina tilraun í slíka átt. Aðalstarf
þess í sambandi við fangann er að setja honum
vissar, fastar, ákveðnar, dauðar bókstafsreglur;
færa hann í viss föt til brennimerkingar og hneysu
og sitja á honum í öllu tilliti, til þess að láta hann
týna sjálfum sér þegar bezt lætur.
pví fer fjarri að þjóðfélagið reyni til þess að
leyta uppi hjá fanganum það bezta sem hann á
í fari sínu og leiða 1 ljós hulda hæfileika, hvort
sem þeir eru til þess að skrifa sögur eða moka
mold.
(The Saturday Evening Post).
Dauðadómar.
Ritstjóri þessa blaðs hefir verið andstæður
dauðadómum frá því hann veitti opinberum mál-
um fyrst eftirtekt.
Hann hefir haldið því fram, og heldur því fram
að lífið sé þess eðlis að sá einn hafi leyfi til að
taka það sem gaf það og enginn einstaklingur hafi
vald til að aflífa annan, nema ef um sjálfsvörn
sé að ræða, þar sem ekki verði hjá því komist.
Hann hefir einnig haldið því fram að eins og
enginn einstaklingur hafi vald á lífi annars, þann-
ig hafi engin sameining einstaklinga það heldur.
pað er ljótt af einum að leggja hendur á annan,
en það er enn þá ljótara af mörgum að leggja
hendur á einn, til þess að svifta hann lífi með
hnefarétti.
petta hefir sumum þótt einkennileg skoðun og
ýmsir jafnvel talið það ósæmilegt að halda slíku
fram. pannig skrifaði einn landi vor frá Baldur
í blaðið Heimsk. og ávítaði ritstjóra Lögbergs fyr-
ir þessa villukenningu. Nú hefir þó svo farið að
þetta mál er komið inn á þing í Ottawa.
Einn af hinum mikilhæfustu mönnum liberal-
flokksins, sem Robert Bickerdike heitir frá St.
Lawrence, flutti frumvarp fyrra þriðjudag um af-
nám dauðadóma í Carlfcda.
Hvort málið nær fram að ganga á þessu þingi
er ekki víst, má vel vera að ýms naut verði til
þess að reka í það homin í fæðingunni. En engu
síður er það víst að því fer eins og bindindis- og
kvenréttindamálínu; fyrst það einu sinni fann leið
inn á löggjafarþing þjóðarinnar í höndum eins
mikilsvirts fulltrúa hennar, þá verður þess ekki
langt að bíða að það verði gert að lögum og þessi
biksvarti skrælingja blettur verði afmáður af
þjóð vorri.
Liberal flokkurinn á stórar þakkir skildar ef
honum auðnast að koma fram þessari mikilvægu
réttarbót, og það er víst að hann hættir ekki fyr
en það er gert.
THE DOMINION BANK
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
t
♦
4
4-
4-
STOFN SETT UR 1871
TJppborgaður höfuðstóll og varasjóður $13.000,000
Allar eignlr - 87,000,000
Bankastörf öll íljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg
áherzla lögS á aö gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin.
Sparisjóðsdeild,
Vextir borgaSir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira.
tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384
Notre Dtune Branch—W. M. HAMII/TON, Manager.
Selkirk Branch—M. 8. BURGKR, M&nager. >
4-
4-4-4-tttt4-tttttttt4-tttttttt>
Vísur eftir Hannes Hafstein.
Lán.
Lífið er dýrt,
dauðinn þess borgun.
Drekkum í kveld,
iðrumst á morgun.
Fyrir próf.
Á litlum lærdómshesti
eg legg í “prófsins” byl,
þótt alt mig annað bresti
eg eitt á samt: eg vil.
pótt lítt sé lærdómsnesti
í litlum vizkumal,
þá er þar bitinn bezti
sá bitinn er: eg skal.
Verra en synd .
Að drepa sjálfan sig
er synd gegn lífsins herra,
Að lifa sjálfan sig
er sjöfalt verra.
Vestan hafs.
rFrfi.).
Hér slkal ekki fleiri oröum fariö
um hina svokölluðu “agenta”. Vér
göngum út frá því sem sjálfsögöu
að fáir séu oss þar samdóma, en
vér höfum sagt skoöun vora á því
máli ékki einungis nú h'ddur oft
áöur og bi'Sjum engan fyrirgefn-
ingar á íhenni.
Þar sem séra Magnús Jónsson
talar um bréf einstakra manna sem
gint hafi íslendinga vestur um haf,
erum vér ekki eins færir til dóms-
úrs'kurðar og í “agenta'’-málinu.
Hann segir, að þrátt fyrir það
þótt menn hafi lifað við sult og
seyru og allskonar hörmungar, þá
hafi Iþeir sarnt skrifað heim skrum-
bréf um landið og gefur í skyn að
sumpart hafi það verið fyrir þá
orsök að þeir hafi ekki viljað kann-
ast við sín eigin “gönuihlaup”.
Þetta atriði getur ef til vill haft
við eitthvað að styðjast, en úlfald-
inn mun þó vera gerður úr mý-
flugunni í þvi efni. . Því ber ekki
að neita að 'hingað fóru menn s'em
sikrifuðu skrum um líðan sina og
annara, þótt þeir hefðu tæpast mál-
ungi matar; en Iþað mun frekar
hafa verið undantekningin en regl-
an.
Látum oss hér talka upp fáeinar
setningar eftir séra Magnús: Hann
segir að íslend'ingar hafi komið
hingað allslausir og fákunnandi.
Þá lýsir hann hinum lélegu híbýl-
um þeirra að ógleymdri veggjalús-
inni, og siðast en ekki sízt staðhæf-
ir hann að orðið “Icelander” eða
íslendingur hafi verið af hérlend-
um mönnum haft sem smánarorð.
Og samt háru menn sig vel og
skrifuðu heim að það gengi ágæt-
lega.
Hver sem vill getur borið á móti
því að þetta sé satt. Vér vitum að
það er bókstaflegur og heilagur
sannleikur. En vér lítum á það
öðrum augun en séra Magnús gjör-
ir. Þó skal það fúslega játað að
fyrstu ár vor hér var útsýnið litlu
eða engu bjartara en það virðist
hafa verið i ihans augum.
Vér minnumst þess 'enn þann dag
í dag, með i þeim sársauka sem
engin orð geta lýst, þegar vér
heyrðum enskutalandi börn benda
háðsfingri á veslings íslenzku böm-
in, sem vildu leika sér við 'þau, og
segja: “Dirty littla Icelander!
Dirty littla Icelander!” )skítugi
litli íslendingur! skítugi litli ís-
lendingur). Og það er víst að hafi
enginn fundið hníf standa í hjarta
sér við þessi orð nema vér, þá
þekkjum vér ekki landann. Óg
þetta var ékki rétt í eitt eða tvö
skifti, ekki rétt af tilviljun; nei,
það var daglegt brauð sem íslenzku
sálirnar voru fæildar á hér á land-
námstímum og lengi fram eftir.
•Já. lengi fram eftir, 'því vér komum
ékki hingað fyr en um aldamótin
og þá var þetta býsna títt.
En iþað að íslendingamir skyldu
j>ola þetta, að það skyídi ekki alveg
steindrepa þá, 'er svo mikillar þaklk-
ar virði að orð fá tæpast lýst.
Þrátt fyrir fátæktina; þrátt fyr-
ir lélegu bjálkalkofana með veggja-
lýsnar; þrátt fyrir vankunnáttu á
máli og vinnu; þrátt fyrir fyrir-
litninguna hafa }>eir sig til þeirrar
hæðar, sem þeir nú standa á.
Þeir lærðu enska tungu, án þess
að leggja niður sitt kæra feðramál.
Þeir breyttu bjálkakofunum í þau
reisulegu hús, er séra Magnús lýsir.
svo vel og réttilega á öðrum stað.
Þéir lærðu hérlenda vinnusiði. Þeir
bi'tu á jaxlinn og ýmist bölvuðu
eða báðu í hljóði með heitstreng-
ing j>es's að börnin j>eirra skyldu
hljóta virðingu í stað háðs og hrak-
yrða, og iþetta hafa j>eir efnt. Hér-
lendir menn ihafa nauðugir viljug-
ir orðið að viðurkenna Islending-
ana jafnoka sína að minsta kosti.
Feðumir og mæðurnar, sem horfðu
með tár í augum og sorg í 'hjarta á
litlu börnin sín fátæku og munað-
arlausu, þegar þau voru svívirt af
lélegri þjóð en þau áttu sjálf, nutu
j>eirrar sælu að sjá j>auwvaxa upp
til manna og kvenna, sem boðið
gátu byrginn þeim er þau höfðu
smánað.
Sem prestur hefði séra Magnús
átt að geta safnað iiógu mörgum
guðspjöllum til að leggja út af alla
s'ína embættistíð, hversu löng sem
hún kann að verða, einmitt í sam-
bandi við j>etta atriði í sorgar- og
baráttu sögu íslendinga hér í álfu.
En j>að er eins og hann sjálfur
keimst að orði að vestra var ýkt og
alt gert til J>ess að ginna fólkið frá
íslandi, en heima var ausið út ó-
sanngjörnum slkömmum til j>ess að
draga úr vesturflutningum. Bæði
þjóðarbrotin vom sek um sundmng
þá sem átti sér stað.
En oss fer alveg eins í j>essai
máli. Séra Magnús ihefir sagt hér
satt og rétt frá einu atriði í land-
námssögu vorri og snortið þar við
sérlega viðkvæmum streng, en gert
j>að óþýðlega og laust við alla sam-
úð.
Vér hér vestra höfutm aftur á
móti hlustað á þennan lesitur eða
fyrirlestur með óvináttu; orðið
reiðir, bæði ef til vill af því að
heyra sannleikann sagðan, en eink-
um af því að heyra hann sagðan á
þennan hluttékningarlausa hátt.
höfiim því Ihreytt illyrðum að höf-
undi.
Þetta er rangt og illa farið á
báðar hliðar og j>að slkal ekfki verða
viljandi gert ef veikt verður bræðra-
lagið milli vor og Jæirra er heima
búa með J>essum linum. Þetta mál
er alvömmeira en nokkuð annað
sem um hefir verið ritað í seinni
tíð. Það verður þannig Ihöndl-
að af Vestur- og Austur-íslending-
um að ilska og ósanngirni eða ís' og
kuldi fylgi hverri hugsun á bak við
sárbeitt orð, J>á verður jæssi fyrir-
lestur tiil stórtjóns; ef samvizku-
samlega éerður með hann farið
getur hann orðið stór gróði.
NORTHERN CROWN BAN K
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI greiddur $1,431,200
VarasjóSu..... $ 715,600
Pormsður - - - - _ - Slr D. H. McMHíIíAN, R.C.M.Ö.
Vara-formaður - -- -- -- -- Capt. WM. RÓBINSON
Slr D. C. CAMERON. K.C.M.G. .T. H. ASHDOWN, W. K. BAWI.F
E. F. HTJTCHINGS, A. McTAVTSH CAMPBEDIj, JOHN STOVEI,
Allskiuar 1>Tu'csitö'-f afgreidd. Vér byrjum reilcninga við einstaklinga eða
félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er
á Islandi. Sértakur gaumur geFinn sparisjóSsinnlögum, sem byrja má meS
einum dollar. Rentur lagðar við á hvsrjum sex mánuðum.
T, E. T-OR'5T51'l'í3a!M, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
**■