Lögberg - 01.02.1917, Side 5

Lögberg - 01.02.1917, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. FEBRÚAR 1917 5 Brunaslysið í Nýja Is- landi. í Lögbergi, s>em út irn 18. jan. þ. á., stendur fréttagr. n um hús- bruna í Geysisbygö í i /ja íslandi. Meö þvi aS sumt í á» instri grein er ekki rétt hermt, og 'mislegt ó- sagt, sem átt heföi af vlgja meö, skal hér reynt aö bæta því. iÞaö var aö morgni þess n. jan. nálægt kl. 5, sem eldurinn kviknaöi. Sjö manns voru í húsinu, Andrew Finnbogason, kona hans og bam þeirra á fyrsta ári, Mrs. H. Thor- láksson, sem lá á sæng og tvö böm hennar, annaö þeirra um tveggja ára en hitt viku gamalt, og enn fremur unglings' stúlka, dóttir Josephs Horwaths útlendings, sem býr þar skamt frá. Finnbogason og kona hans slluppu viö illan leik út úr logandi húsinu með barn sitt, öll mikið brend, sérstaklega Finnbogason. •Til allrar hamingju var næsta hús ekki lengra burtu en sem svarar 600 fet, og þótt vegalengdin væri ekki meiri, voru samt konan og barni'ö nær dauöa en lífi af kulda er þau komust þangaö, þar sem þau voru, aö heita mátti, allsnakin. Fólkiö í húsinu vaknaöi nú viö vondan draum, en er þaö heyrði tíöindin og aö enn þá væri fólk eftir í húsinu, klæddist þaö alt í mesta flýti, og karlmennimir, sem vom þrír, gripu öxi og stiga, sem hvorttveggja var viö hendina, og hlupu sem fætur toguðu áleiöis til hússins, sem var að brenna og stóö þá loginn upp úr þakinu. Er þeir komit þangaö, reistu þeir stigann upp viö framstafn hús'sins, sem enn var óbmnninn, gekk svo einn þeirra upp stigann og mölvaði gluggann, Setm stiginn stóö við, eða það sem eftir var af honum, því konan sem stóð innan við hann, með bömin sín tvö i fanginu, haföi mölvaö eitthvað af rúðunum. Annars hefðu börnin aö likindum ekki verið lifandi, því vindurinn blés inn um gluggann og' sló loganum og reyknum frá þeim. Maðurinn sem í stiganum var tók - uú viö börnunum út um gluggann og lét þau detta niður til hinna, sem gripu þau á lofti og hlupu meö þau yfir að hinu húsinu. Sá í stiganum tók nú á móti konunni sjálfri, en með því aö stiginn var ótraustur og konan þung, tók hann það til bragðs að stökkva með hana í fang- inu úr miðjum stiga. Tókst það svo vel, aö hvorugt meiddist. — Samt sem áöur kom hjálpin, því miöur, of seint fyrir hana, því eft- ir nókkra daga lézt hún af bruna- sárum. Þiegar búið var að koma konunni yfir í hitt húsið, var tafarlaust send- ur maður til að sima eftir læknin- um. Einnig var Finnbogason þá strax spuröur að, hvort ekki heföi fleira fólk verið í húsinu, og játti hann því, kvað hann þar hafa verið unglings stúlku og var í óvissu om hvort hún hefði bjargast eða ekki. Þegar hér var komið stóð húsið í björtu báli, og var því ekki að tala um neina frekari björgun. Sem betur fór haföi stúlkan þó ekki brunnið inni, því eftir nokkra stund fanst hún í fjósinu. Hefir hún að líkindum komist út úr eldinum rétt á eftir Finnbogason og konu hans. Hún var einnig mikið brend. Húsið sem þetta fólk var flutt i, er eign Tom Nickolsons bónda, sem er norskur að ætt og býr í húsinu með Mrs. J. Laxdal, sem er ráðs- kona hans. Gjörðu þau bæði alt Sem i þeirra valdi stóð, til þess að draga úr þjáningum hins' bágstadda fólks, og hjúkruðu þau þeim á allar lundir sem bezt þau kunnu. Læknirinn, Dr. J. P. Pálsson, kom nú von bráðar og gjörði hann einnig alt sem mögulegt var til að lina kvalir sjúklinganna. Sumt af fóLkinu var svo skaðbrent að það var, eftir ráði læknisins, flutt til Winnipeg, á sjúkrahúsið þar. Var þaö þrent, Finnbogason, unglings stúlkan og eldra barn Thorlákssons hjónanna. Ýngra bamið brendist minst af því öllu, aðeins vottur á andliti. Mrs. Thorláksson hefir að líkindum ekki verið álitin ferðafær, annars lrefði hún verið flutt með hinu fólkinu. Hún andaðist að- faranótt þess 13. janúar. Maður hennar, Halldór Thorláksson var ðkki heima þá nótt sem slysið vildi til, og er vart hægt að ímynda sér sorglegri heimkomu. Þcssi hjón komu frá Seyðisfirði á íslandi fyr- ir tveimur árum. Tom Nickolson var einn af þeim þremur sem björguðu Mrs. Thor- láksson og bomum hennar; hinir tveir voru þeir Guðmundur Ó. Gíslason frá Gilsbakka í Geysisbygð og Unvald Ó. Jónasson frá Djúpa- dal í sömu bygð. Var þaðjónas- son sem fór upp stigann. Þessir tveir menn voru þama til heimilis um tima, voru við vinnu þar skamt frá. Að endingu skal þess getið að húsið sem brann ivar eign Gísla kaupmanns Sigmundssonar í Geys- isbvgð. Látinn Kjartan Magnús Halldórsson, bróðir Björns Halldórsonar frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, and- aðist 23. Jan. í Cavalier í Norður- Dakota hjá dóttur sinni, sem er gift enskum lækni þar í bæ. Nán- ara síðar. Viðskiftabálkur. Þieim sem spyr um myndina af Höfn í Hornafirði getum vér eng- ar upplýsingar gefið, því miður; vitum elkíki til að ihún sé nokkurs- staðar til sölu hér vestra. S. Brandson Box 20 Loyalist, Alta, spyr um áritan Eiríks H. Sigurðssonar frá Geysi í Reykj avik. Segir að hann hafi verið á vagna- verkstöð hjá járnbrautarfélagi í Winnipeg þegar hann kom fyrst vestur. Sá stem vita kynni um þenna mann geri svo vel að skrifa annaðhvort Mr. Brandsyni eða rit- stjóra Lögbergs. Maður spyr Lögberg um stærð hluta í Eimskipafélaginu og hvemig lög félagsins séu. 1 ]>essu efni vís- um vér til B. L. Baldwinssonar, ritara félagsins. WINNIPEG. Höfundur leiksins “On Trial'’ gagntók svo hugi manna í New York leikhúsunum í ffrra, að fá dæmi eru til slíks. Þetta leikrit er sýnt í hreffimfndum. Þar er sagt og sýnt atriði úr frá- Þlar er sagt og sýnt atriði úr lífs- sögu manns, sem stóð fyrir rétti og átti að lífláta. Þetta er átakanleg- Nýjust tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Limiiecl Book, and Comm«-rcial Printor* Phona Garrjr^ó P.O.Bo*3172 WPNNIPBG 12. Lagasafn Alþýðu hafa fyrir markmið að koma í veg fyrir hjónaband undir eðlilegum kringumstæðum eru ógildir. pau skilyrði í erfðaskrá t. d. að sá eða sú sem arfinn á að hljóta megi ekki giftast neinum eða neinni eru ógild (nema þegar um eiginmann eða eigin- konu þess er arfleiðir er að ræða). Slík erfðaskrá er gild þannig að erfinginn sem nefndur er tekur arfinn, en er ekki bundin(n) við hitt skilyrðið. Hjónabandshindrun að nokkru leyti, þegar sanngimi mælir með er lögleg í samningi, eins og t. d. þegar bam er arfleitt með því skilyrði að það giftist ekki fyrir einhvem vissan aldur (t. d. 21 eða 25 ára). Slíkir samningar eru löglegir fyrir þá sök að þeir tiltaka aðeins ákveðinn tíma þegar síður væri hætta á að rasað væri út í hjónaband fyrir ráð fram. En ef skilyrðin væru þannig að erfinginn skyldi ekki giftast fyr en 40 eða 50 ára, þá væri það ógilt; erfinginn væri ekki bundinn því skilyrði, fyrir þá sök að það væri álitið ósanngjarnt. Erfðaskrá manns til eiginkonu með þeim skil- yrðum að hún giftist ekki aftur er gild, þótt þar sé um eigingimi að ræða eða ósanngimi, en það er bygt á því að hún hefir verið gift og þess vegna er þetta ekki til þess að hindra persónu frá hjóna- bandi yfir höfuð. Sama máli er að gegna með slíkt skilyrði eiginkonu í erfðaskrá til manns hennar, eða í erfðaskrá til hvaða persónu sem er, sem áður hefir verið gift. (Framh.). Lagasafn Alþýðu 7. ónýtanlegir samningar eru þeir nefndir, sem eru og halda áfram að vera löglegir að öllu leyti nema því aðeins að einhver sem rétt hefir til ónýti þá. Slíkir samningar eru bindandi fyrir báða málsparta, eins lengi og þeir hafa ekki verið ónýttir. Málsaðili sem svikinn er í samningum, getur gert samningana ónýta ef hann getur sannað að svik hafi verið í tafli. Hann getur líka samþykt slíka samninga og haldið hinum að þeim. Samninga sem gerðir eru við ómynduga, án þess að nauðsyn reki til, má ónýta; sömuleiðis samninga við vitskerta menn eða Indiána á heim- ildarlandi þeirra. par með er ekki sagt að slíkir samningar séu ógildir, en þeir eru ónýtanlegir. En hlutaðeigendur ráða því sjálfir hvort þeir vilja halda samningana eða ekki. Sviksamlegir samn- ingar eru einnig ónýtanlegir, en ekki ógildir. 9. ólöglegir samningar eru ógildir með öllu frá upphafi og er ómögulegt að krefjast þess að þeim sé framfylgt. peir hafa ekkert lagagildi annað en það að sá er sekur finst um að hafa gert þá getur sætt hegningu. ólöglegir samningar eru þeir sem ákveða að eitthvað skuli gjört eða eitt- hvað látið ógjört, sem kemur í bága við lögin. pegar um slíka samninga er að ræða er annar málsaðili ekki skildur til þess að fullnægja sínum parti samninganna, þótt hinn málsaðilinn gjöri það eða hafi gjört; og hafi annar málsaðili borgað út fé sem afleiðing slíks samnings, getur hann ur sorgarleikur, ar sem saklaus maður er ekki einungis grunaSur heldurs vo að segja fundinn sann- ur aö sök. Sést þar glögt hversu skeikulir eru dómar mannanna. Er þaö einnig sýnt þar, hversu mann- leg dygð getur komist langt, þegar einn vill leggja líf sitt í sölurnar fyrir annan Dominion. “Lost and Won’’ hefir í sér fólgn kenningaríka söku, sem ekki er daglega veitt eftirtekt. Þar er það sýnt hvemig blaðadrengur hef- ur sig upp til vegs' og virðingar úr fátækt og basli. Er þetta æfilýsing ekki ósvipuö Olivier Twists, þó þa'ð sé enn þá til- kömumeira. “The Golden Fetters” er annaö atriði, sem einnig verður sýnt á Winnipeg leikhúsi síðari part næstu viku. Þétta er leikur sem fer fram í Vesturlandinu og leika þas tveir beztu leikendurnir sem hér eru til. “The Pride of the Clan" verður sýnt þar um miiSsvetrarhátiSimar, og kemur þar fram sú leikkona, er meS réttu er kölluS “The World’s Sweetheart.” “The Canadians in Action and the Advance of the Tanks” verSur einnig sýnt þar. Dánarfregn. ASfaranótt síSastliSinna páska andaSist á sjúkrahúsi í Prince Ruplert, konan JóhannaS. Filipip- usson eftir þriggja vikna sjúk- dómslegu. Hún var fædd 15. Septemb. 1877 á Gjábakka í Vest- mannaeyjiun. Foreldrar hennar voru þau Jón GuSmundsson er þar bjó lengi, og kona hans Veigalín Eirilksdóttir. Jóhanna heitin misti móöur sína ung, ólst hún upp aS mestu leyti hjá föSur sínum. Hún giftist áriS 1899, eftirlifandi ekkjumanni, Jóni Filuppussvni ættuSum úr Vestmannaeyjum. Til Ameríku fóru þau hjón 1902 og settust aS í Selkirk, Man. Þar dvöldu þau í 11 ár. Til Prince Rupert fóru þaú áriS 1913. Voru þau fyrsta fjöl- skyldan er nam þar land sern nú héitir Osland P. O. Átti Jóhanna heitin ásamt manni sínum mikinn þátt í myndun nýlendunnar. Þau hjón eignuSust átta börn; dóu tvö af þeim í æsku en sex eru á lifi og syrgja ásamt föður þeirra. HiS elzta bamanna er drengur 17 ára gamall, stundar hann nám viS lýSháskóla í Prince Rupert; hiS yngsta er drengur sex mánaSa aS aldri. Þrjú af börnunum hafa tek- iS til uppfpsturs systkini hinnar látnu; eru þau til heimilis í Winni- peg og Selkirk. Þjju hjón Gísli Jónsson í Selkirk og kona hans, systir hinnar látnu, tóku stúLkubam. Éirílkur bróöir Jóhönnu heit., sem einnig býr í Selkirk, tók eitt barn- anna. Anna systir hinnar látnu (nú Mrs. H. Duplessa) tók og eitt bam, (hún býr í Winnipeg). En nýfædda bamiS tóku ’þau Mr. og Mrs. J. B. Johnson í Prince Rupert. Einn piltur er hjá föSur sínum í Osland. Jóhanna sál. var dugnaSarkona og þrekmikil. Lét hún sér mjög ant um framtíS bamanna sinna; bar hún mentun þeirra mjög fyrir brjósti, þ& ðkki væri henni lánaS líf til aS ala þau upp. Hennar er sárt saknaS af manni hennar og börnum, systkinum hennar, öldruSum föSur óg öllutn sem hana þektu. BlessuS veri minning hennar í hjörtum hinna, sem eftir lifa. Jón Filippusson, Caspaeko P. O. Skeena River, B.C. Orpheum. Fyrsti dagur miSsvetrarhátíSanna í Winnipeg er á mánudáginn. Þann dag byrja nýir leikir og nýjar sýn- ingar á Orpheum. Lew Dockstader hinn frægi gleSileikari verSur þar fyrst og fremst. Skozkir piltar og stúlkur leika undir umsjón Jack Wyatts i “Kilts and .Tartans”. Fara þar fram hálenzkir söngvar og dansar. Miss Natalie Alt frá Palace leik- húsinu kemur til bœjarins til þess aS leika á Orpheum. George Kelly, bróSir Wiltér Kellys leikur í “Finders-Keepers’ og Miss Natalie Alt í “Little Nemo’ og “Sweet Sixteen” og “Jumping Jupiter”. Walker. sem á leikhús fara. “A Little Bit of Fluff” heitir lítill leikur sem hann hefir fengiS fyrir einkaleyfi í Canada. Þessi leikur hefir veriS leikinn 500 sinnum i síSustu 15 mánuSi í Criterion leikhúsinu í London. “The Private Sécretary” og Charleýs Aunt” verSur þar einnig leikiS. Þessir leikir eru svo al- þektir í Winnipeg aS engra meS- mæla þurfa. Pall MaH blaSiS á Englandi hefir flutt um þá rífandi lof. Þessir leikir verSa á Walker á fimtudag til laugardag aS kveld- inu og siSdegis á laugardag, 8., 9. og 10. febrúar og alla vikuna sem byrjar 12. febr. og síSdegis þá á miSvikud. og laugardag. Albert Brown er nýr á LeiksviSi hér og eru þaS þeim gleSifréttir CANADAX Firtesr THEATSS Alla þessa viku undir umsjón Capt. Donald C. Thompson hin mikla strlósmynd WAR AS IT REALLY IS fimtudaginn 8. febrúar I 9 kv|ld Matinee: iaugardaglnn 10. febrúar, miCvikudaglnn 14. febr. og laugardaginn 17. febr. pessa lands mestu skrlpaleikarar undir stjórn Alberts Brown í leiknum “A Little Bit of Floff” VerS á kveldin $1.50 til 25c VerC á mat. $1.00 til 25c. 8 SÓLSKIN pau börn, sem ganga á skóla, læra þar þessa töflu—hún er 'gerð fyrir hin börnin, sem enn eru ekki farin að ganga á skóla. pegar þið lærið þessa töflu, farið þið svona að því: Fyrst skrifið þið fyrstu röðina niður, sem verður 1 til 12. Svo segið þið tvisvar sinnum einn eru tyeir og skrifið 2 út undan einum til þess að byrja næstu röðina. Svo segið þið tvisvr 2 eru 4 og skrifið 4 hjá 2. Svo segið þið tvisvar 3 eru 6 og skrifið 6 útundan 3 o.sfrv, þangað til þið eruð komin neðst í röðina og segið tvisvar 12 eru 24 og skrifið 24 út undan 12. pá eru komnar tvær raðir niður úr. Nú leggið þið saman tvær tölurnar, sem eru komnar í hverja línu, t.d. svona: 1 og 2 eru 3, skrifið svo 3 út undan 2; þannig byrjar þriðja röð- ina. Svo segið þið: 2 og 4 eru 6 og skrifið 6 út undan 4 o.s.frv., þangað til þið komið neðst og segið: 12 og 24 eru 36 og skrifið 36 út undan 24. Til þess að fá fjórðu röðina leggjum við sam- an tölumar í fyrstu röðinni og þriðju röðinni, t.d.. 1 og 3 eru 4, og skrifum svo 4 út undan 3 og þá byrjar fjórða röðin; 2 og 6 eru 8 og skrifum 8 út- undan 6 o.s.frv. Fimta röðin fæst með því, að leggja tölumar í fyrstu röðinni við tölumar í fjórðu röðinni, t.d.: 1 og 4 eru 5, 2 og 8 eru 10 o.s.frv. Á sama hátt má finna allar hinar raðimar. Konungur skiftir eignum sínum. Einu sinni var voldugur konungur og auðugur, sem lýsti því yfir, að hann ætlaði áð skifta öllum eigum sínum milli fólksins, og skyldi hver fá af þeim það sem hann bæði um. Heldra fólk kom og bað um jarldæmi og hertogadæmi og auðæfi, og þegar það hafði fengið alt, sem það bað um, kom fátæka fólkið og bað um það sama. “pið komið of seint,” sagði konungurinn við fátæka fólkið; “ríka fólkið og heldra fólkið hefir þegar fengið öll mín auðæfi. pað, eina, sem eg á eftir, er vald mitt og stjómarhald. Um það bað mig enginn; þetta skal eg gefa ykkur til þess að þið getið verið dómarar og stjórnendur hinna ríku og voldugu.” pegar ríka fólkið og heldra fólkið heyrði hvað konungur hafði gert, kom það til konungsins og bað hann að taka aftur þessar gjafir frá fátæka fólkinu: “Við getum ekki liðið það, að láta þessa ræfla stjóma okkur!” sögðu þeir. “Eg geri ykkur ekkert rangt til,” sagði kon- ungurinn; “þið fenguð það sem þið báðuð um, og hélduð að þið hefðuð tekið alt, sem tíl var og skil- ið ekícert eftir handa þeim fátæku. Skiftið nú fé yðar á milli hinna fátæku og svo skal eg taka aft- ur vald mitt.” Ríka fólkið sá, að þetta var eina ráðið; ferigu því allir fátækir sinn skerf og voru allir ánægðir og leið vel. Stúlka, sem seldi af sér hárið pegar Napóleon mikli Frakkakeisari var að reyna að leggja undir sig alla Evrópu og hvert ríkið eftir annað gafst upp fyrir honum, þá var það að þýzkt hérað, sem heitr Silesia, reyndi af alefli að verjast hersveitum hans. Allir menn og allar konur í þessu frelsishéraði lögðu fram það, sem þau gátu til þess að frelsa landið sitt á þessu voða ári 1813, og allir gáfu alt sem þeir gátu mögulega mist. Lítil stúlka var í Silesíu svo fátæk, að hún átti ekkert til þess að gefa, en hana langaði til þess að geta gert eitthvað til þess að sýna ætt- jarðarást sína, Einu sinni datt henni það ráð í hug, að hún gæti kannske selt af sér hárið og fengið svolítið af peningum fyrir það. Hún hafði ákaflega sítt og fallegt hár. Hún lagði því af stað til Breslau, sem var höfuðbærinn í Silesiu, fann þar hárkaup- mann og bauð honum að kaupa af sér hárið. Maðurinn varð alveg hissa. Hann gat ekki skilið, hvernig á því stæði, að stúlkan vildrselja svona fallegt hár, og varð hún að segja honum sannleikann. Hann keypti þá af henni hárið, og sagðist ekki geta gefið henni meira fyrir það en $2.00. Kaupin voru gerð; maðurinn tók hárið, en stúlkan fór ánægð heim með tvo dalina. Hárkaupmaðurinn var svo hrifinn af þessari fórnfýsi stúlkunnar, að hann vildi ekki selja hárið á venjulegan hátt, heldur bjó hann til úr því ým- islega skrautmuni, svo sem festar og þess háttar. Sagan um stúlkuna í Silesiu og fómfýsi henn- ar barst fljótt út á meðal fólks. Allir Silesiubúar voru stoltir af þessu og munirnir, sem búnir voru til úr hári stúlkunnar, voru keyptir háu verði. Svo ákafir voru menn að kaupa það, að hárkaup- maðurinn varð stórríkur og gaf afarmikla fjár- upphæð til ríkisins. SÓLSKIN Barnablað Lögbergs. II. ÁR. WINNIPEG, MAN. 1. FEBRÚAR 1917 NR. 18 /----------------------------------------------- “En ef vér sjáum sólskinsblett í heiði, þá setjumst allir þar og gleðjum oss.” Jónas Hallgiímsson. .______________________________________________J Eins og móðirin huggar barn sitt. í Búa-stríðinu í Suður Afríku, varð ungur her- foringi hættulega sár. pegar þessi fregn barst heim til móður hans á Englandi, þá varð hún mjög hrygg og mædd. Hún var hnigin á efra ald- ur, og hafði aldrei á æfi sinni ferðast til annara landa. En hvað er það, sem móðir ekki gerir fyrir barnið sitt? Hún fór til Lundúna, og tók sér þar far með skipi, þessa löngu leið. Nú reið á, að hún kæmi ekki of seint. Hún leitaði uppi sjúkrahúsið, par sem sonur hennar lá, og bað yfirlæknirinn leyfis, að hún fengi að sjá hann. Læknirinn leit á gömlu harm- þrungnu konuna með meðaumkvun, og sagði: “Góða kona, mér er ekki um það, því nú orðið megum við ekki leyfa neinum að heimsækja sjúk- lingana. par að auki er sonur yðar hættulega veikur, og hann gæti dáið af geðshræringu, ef hann sæi yður.” “Sonur minn dauðvona, og eg fæ ekki að sjá hann!” sagði móðirin með skjálfandi röddu, og augu hennar fyltust tárum. Sjálfur átti læknirinn móður heima, og þegar hann mintist hennar, þá sagði hann að lokum: “Eg ætla þá að leyfa yður að sjá son yðar; en þér verðið að lofa mér því, að láta hann ekki sjá yður, og tala ekki við hann. pér verðið að standa fyrir framan hlífina, sem stendur við rúmið hans. Nú fór læknirinn með móðurina inn í sjúkra- herbergið; hún stóð bak við hlífina og horfði á bamið sitt. Af hitasóttinni, sem í honum vár, bylti hann sér á ýmsar hliðar í rúminu. Alt í einu kallaði hann upp: “Mamma, mamma!” Heldur hann, að hann sé nú aftur orðinn barn, sem leikur sér í kjöltu móður sinnar? Móðirin — hún hefði nú raunar ekki átt að gera það, en hún gat ekki látið það vera — rétti nú út hönd sína og lagði það á ennið á veika synin- um sínum. pá opnaði hann alt í einu augun og kallaði: “Mamma, mamma! ert þú komin hingað f ” Hann dó ekki af geðshræringu. f faðmi móð- ur sinnar féll hann í fastan svefn; og upp frá þeirri stundu fór honum dagbatnandi. “Eins og móðirin huggar bam sitt, eins skal eg hugga yður”. (Es.-6ð, 13). peir eru til, sem álíta, að það sé hættulegt að komast í of náið samband við Guð. En það er þvert á móti. pá fyrst, er sálin hvílir í örmum guðs, huggast hún; hjartað, sem er heitt af náð guðs, finnur frið, og þá fer fyrst að batna hagur manns í raun og veru. G. A. þýddi. —Bjarmi. Ekki til einkis. Einu sinni lá lítil stúlka á sjúkrahúsi handa bömum, í Peking, höfuðstaðnum í Kína; hún hafði gengið á trúboðssóla. Trúaður maður á Englandi hafði borgað fyrir hana þar. En það leit út fyrir að þessum peningum væri varið til einskis, því nú lá hún fyrir dauðanum. pá hvíslaði hún að hjúkr- unarkonunni í sundurlausum orðum, þar sem hún sat við rúmið hennar: “Eg — vil — skrifa — bréf”. “Pú ert alt of máttfarin til þess”, sagði hjúkr- unarkonan, “en eg skal skrifa það fyrir þig. Til hvers á það að vera?” pá ljómuðu augu litlu stúlkunnar. “Skrifaðu — velgérðarmanni — mínum, — að

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.