Lögberg


Lögberg - 20.09.1917, Qupperneq 1

Lögberg - 20.09.1917, Qupperneq 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ Þ Á! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG öijíuro. Þetta auglýsinga-pláss er til sölu Fréttir frá hinum ýmsu stríðslöndum. Rússland. Eins og frá var skýrt i síðasta blaSi var ný uppreist á Rússlanai og borgarastríð. Haíði hershöfðingi er Korniloff heitir fengið heilmikið lið í fylgi með sér og búist til þess að taka höfuðborgina eftir að Kerensky stjórnarformaður hafði neitað að gefa upp völdin og fá honum þau i hendur. , Leit út fyrir að blóðugt stríð inn- anlands mundi Hggja fyrir þjóðinni, þvl báðir flokkarnir voru harðsnúnir og liðmargir. Það einkennilegasta var að báðir þóttust vera að bjarga þjóðinni hvor frá öðrum og brigsluðu hvor öðrum um þýzk áhrif og landráð. Korniloff var yfirhershöfðingi alls Rússahers og hafði því mikil völd og áhrif. Eftir talsvert uppþot og all- miklar skemdir, en lítið sem ekkert mannfall, bauðst Korniloff til þess að gefast upp með vissum skilyrðum, en Kerensky neitaði að semja við hann; krafðist'þess einungis að l.ann gæfist upp með öllu og skilmálalaust. Höfuöstöðvar þeirra uppreistar- manna voru teknar og bálið virtist sloknað svo að segja á svipstundu. Nýir hershöfðingjar voru skipaðir yfir herinn og honum skift í tvær höfuðdeildir, aðra að norðan og hina að vestan. Á fimtudaginft áttu Rússar snarpa orttstu við Þjóðverja og hertóku af þeim bæ er Kronberg heitir í Riga- héraðinu. Síðar um daginn tóku þeir einnig bæina Keitzena og Svisseral, sem þjóðverjar höfðu haldið alllengi. Svo virðist sem þjóðin hafi fengið nýtt líf og vaknað til meðvitundar um þá hættu sem itún var í stödd þeg- ar Korniloffs uppreistinn kom, og lít- ur nú út fyrir að barist v’erði af meira afli en nokkiu sinni áður. Korniloff vildi gefast upp með þvi móti að honum væri heitið griðum, en því var neitað; krafðist Kerensky þess að hann gæfist upp skilyrðislaust Var hann Ioks tekinn fastur og hnept- ur í varðhald, ásamt Lokovsky hers- höfðingja norður hersins, sem ekki vildi taka að sér yfirherstjórnina þeg- ar Korniloff gafst upp. Með Korn- loff voru teknir fastir hershöfðingj- arnir Romanovsky, Pleustchevsky og Plinskben. Nökkrir hershöfðingjar þeirra sem vortt í liði Kornloffs hafa verið myrtir af sinum eigin mönnum; þar á meðal Orawavsky og Stefavov frá Viborg á Einnlandi Kerensky vildi ekkert heyra annað en að lífláta Korniloff; kveðst hann mundu hér eftir stjórna með svö harðri hendi að slíkar uppreistir og landráð sem þessi kæmu ekki fyrir aftur; en þess kvaðst hann viss að ef Korniloff væri hlíft þá gæti það verið þjóðinni hætta og orðið til þess að aðrir risu upp í sama anda. En marg- ir báðu Korniloff griðar og hótuðu hörðu ef hann yrði Hflátinn þrátt fyrir yfirsjón hans. Það var ekki fyr en að menn Korniloffs höfðti yfirgefið hann að þann gafst upp. Þegar hann hafði verið tekinn fastur fór Ker- ensky að reyna að koma á reglu og _ skipulagi í hernum og hjá þjóðinni yfirleitt. Kerensky hafði lengi reynt að mynda samsteypustjórn allra flokka, en það reyndist ómögulegt. Jafflaðarmenn og verkaflokkarnir í félagi við hermannafélögin heimtuðu algert þjóðveldi og var farið að þeirra viíja. Kerensky lýsti því yfir á föstudagskveldið að RússJand væri þjóðveldi og á laugardaginn var mynduð fimm manna stjórn. Eru þessir í henni: Kerensky forsætisráð- herra; M. Ferestcheko utanríkisráð- herra; UekhovskyVershöfðingi, her- málaráðherra; Verdervski flotafor- ingi flotaráðherra, og N. Nixti póstmála- og talsíma ráðherra. Er nú alt t góðu lagi og þjóðin virðist vera að sameinast Þáð skal fúslega játað að ekki eru fréttir glöggar né greinilegar frá Rússlandi og því erfitt hér að átta sig á hvernig högum er háttað; en eftir blöðunum að dæma er svo að sjá, sem Korniloff hafi verið verk- færi í hendi auðvaldsins og harð- stjórnarinnar til þess að reyna að ná tökum aftur. Hafi svo verið er það gleðiefni að uppreist sú er hann stóð fyrir varð bæld niður. Þykir nú engpnn efi á því að keisaravaldið og einveldisstjórnin sé þar dauð og graf- in, þótt vænta megi að ýmislegt ger- ist sögulegt, þangað til alt er komið í ró og næði. Stjórnarbylting í landi þar sem einræðið og hnefarétturinn hefir verið eins alráðandi um marg- ar aldir og verið hefir á Rúss- landi, lilýtur að hafa í för með sér miklar og margar breytingar. Þjóð- in er þar eins og haf sem æst er af öldugángi og stormum úr öllum átt- um og þarf langan tíma til þess að stillast. Þannig var það á Frakk- landi; en tíminn lagði liknarhendi sína á sárin og græddi þau smátt og smátt og alt tapið, hversu afskaplegt sem það var margborgaðist. Kerensky gaf út yfirlýsingu sína á föstudag- inn um það að þjóðveldi væri stofn- að á Rússlandi og er hún þannig: “Uppreist Korniloffs hershöfðingja hefir verið bæld niður; en miklar eru J>ær breytingar sem hún hefir leytt af sér, og stórmikil er sú hætta sem ógnar föðurlandi voru og frelsi þess. Með því að bráðalyrgðastjórn lands- ins telur það lífsnauðsyn þjóðinni að binda enda á ]>á óvissu sem á sér stað innanríkis og með því að stjórnin minnist þeirra góðu undirtekta og þeirrar gleði sem látin var í ljós á fundinum í Moskva af öllum undan- tekningarlaust, þegar minst var á þjóðstjórn, hefir stjórnin ákveðið að lýsa því yfir að þjóðstjórn er sett á í Rússlandi — vér lýsum því yfir að Rússland er lýðveldi.” Kerettsk y forseti og forsætisráðherra, Ýaronchi dómsmálastjóri. ítah'a. Á föstudaginn endaði hörð og snörp orusta sem staðið hafði yfir nálega í þrjár vikur milli Itala og’Austur- ríkismanna. Endaði orustan þannig að ítalir hertóku fjallatindana á San Gabreal. Er það ef til vill mesti sig- ur sem ítalir hafa unnið síðan þeir fóru í stríðið. Rigningar töfðu fyrir því að þeir gætu haldið áfram að svo stöddu eftir að þeir höfðu náð fjallinu; héldu þeir því kyrru fyrir um stund og biðu átekta. Það var 25. ágúst sem ítalir byrj- uðu árásina til þess að ná fjallinu San Gabrielle rétt eftir að þeir höfðu tekið fjallið Santa. Höfðu þeir oft komist ttpp undir tindinn, en verið hraktir til baka af Austurríkismönn- um með talsverðu mannfalli, en tak- markinu náðu þeir nú ejns og sagt hefir verið. Mannfall ítala þegar þeir náðu þessurn stað var mjög mik- ið, eins og vænta mátti. $ Frakkland. Þar eru nýlega orðin stjórnar- skifti. Ribot forsætisráðherra og ráðanevti hans sagði af sér fyrir rúmum hálfum mánuði, vegna ýmis- konar óánægju, en er ]x> í stjórninni. Hann er nú utanríkisráðherra. For- setinn á Frakklandi heitir Paul Pain- leve; er hann hermálaráðherra auk forsetastöðunnar. Dómsmálaráðherra er Raol Perit; innanríkisráðherra Jules Steeg; flotamálaráðherra Char- Ies Chaumet; fjármálaráðherra Louis Lucier Klotz; mentamálaráðherra Daniel Vincent; verkamannaráðherra Andre Renard; verzlunarráðherra Etienne Clementeh; búnaðarráðherra Feruand David. Alls eru um 30 manns í ráðaneytinu, og fjölda mörg ný ráðherra embætti stofnuð; er það bæði vegna þess að stjórnarstörfin eru óvenjulega umfangsmikil nú og eins vegna’hins að á þann hátt var .hægra að hafa þar fulltrúa frá sem flestum flokkum til tryggingar sam- vinnu. : Hinn sameinaði jafnaðarmanna- flokkur hefir þó engan fulltrúa. For- setinn er fulltrúi "Republica”-jafnað- armanna; jafnaðarmenn sem lengst fara hafa þrjá fulltrúa; Vinstri jafn- aðarmanna flokkurinn hefir þrjá; Vinstri “Republicans” einn. Sjö ráð- herrar úr Ribot stjórninni eru enn t ráðanevtinu. Norðurlönd. Danmörk. Sameinaða gufuskipafélagið hefir keypt stórt skip í viðbót við flota sinn. Skipið heitir “Nevada” og er 2,000 smálestir. Það er 300 feta Iangt, 50 feta breitt og 35 feta djúft. Þurkar höfðu gengið afarmiklir í Danmörku í sumar, og leit því illa út með uppskeru, en um mánáðamót ágúst og september komu hellirign- ingar svo fádæmum sætti og verður því uppskeran miklu meiri og betri en búíst var við. Verið er að reyna að koma á al- gerðu áfengisbanni í Danmörku; bannmenn þar hafa tekið þá aðferð að fara með bænarskrá fyrir hvern einasta kjósanda. Er talið óefað að svo mikill meiri hluti verði með banninu að það nái fram að ganga. Miljónafélag er nýlega stofnað i Kaupmannahöfn til þess að vinna brennisteinsnámur á Rússlandi. Er höfuðstóllinn fimm miljónir króna og í félaginu margir leiðandi menn og stórauðugir. Blaðið “Politiken segir frá þvi að danskur maður, sem heitir Jörgen Kruger og er verkfræðingur haft fundið upp kjötþurkunarvél mjög merkilega. Hefir hann verið við til- raunir í þá átt í mörg ár og nú loks- ins hepnast. Fyrst er kjötið pressað svo að það léttist um helming. F.r sagt að Rússastjórn ætli að kaupa þessa uppfyndingu af Kruger og setja á stofn kjötþurkunarstöð í Síberíu þar sem þurkað verði kjöt af 800 gripum á dag. Stofnuninn á að kosta 4,000,000 kr. Sömuleiðis ætla Danlr sjálfir að koma á fót, saniskonar stofnun undir ríkis umsjón. Kaupmannahöfn hefjr tekið 25,000- 000 króna lán til þess að kaupa fyrir vistir og eldivið handa bæjarbúum; eru þá skuldir bæjarins orðnar 244,000,000 kr. Auk þess ætlar bær- inn að láta gera nýtt vatnsverk og nýja rafmagnsstöð. Norcgur Þriðji hluti alls verzlunarflotans norska hefir farist fyrir tundurdufl- um og niðansjávar bátum síðan strið- ið hófst. Hefir engin hlutlaus þjóð msit eins mikið hlutfallslega og lítur mjög ískyggilega út í því efni. Friðþjófur Nansen, heimskautsfar- inn frægi fór nýlega til Bandaríkj- anna og er nú staddur í Philadelphia. Svo niikil áhrif er stríðið farið að hafa á hugi manna í Noregi að ein- stöku menn hafa séð alls konar sýnir í seinni tíð. Þannig var það með mann þar, sem Frögsted heitir, að hann sá allmarga þýzka hermenn í fullum herskrúða koma ofan úr loftinu en það sem merkilegast er var það að sýnina sáu fleiri en hann, og þykir vísindamönnum þetta vera vottur þess hvílik séu hugar áhrifin frá hinu v'oða- lega stríði. Miljónafélag er nýlega stofnað i Noregi til þess að setja á fót stór- kostlegar pappírsverksmiðjur. Félag- ið hefir aðalstöðvar sínar i Krist- janíu. Ætlar það að nota til þess við sem vex i Zulu. Fær félagið i sinar hendur einkarétt sem stjórnin í Suður Afríku hefir veitt manni er K. Walmer heitir til 21 árs frá 1914. Höfuðstóll félagsins er 2,400,000 kr. Helgirúnir hafa fundist í Noregi, sem einkennilegar þykja. Maður sem var að smala fann þær á stað þar sem barnasamkomur hafa verið haldnar árlega og brennur hafðar. Innan um rúnirnar eru skipamyndir, en alt er þetta greypt á klappir; klappir þessar eru á hæð nokkurri ekki alllangt frá sjó og eru flestar rúnirnar og mynd- irnar að sunnanverðu; nokkrar þó að vestan. Fyrir sunnan þessa hæð og klappir er slétta og eru þar margir fornir haugar. Maður hefir verið sendur frá fornmenja deild háskólans til þess að rannsaka þennan fund. Vistaskortur í Noregi er mjög tii- finnanlegur. Hefir ekki tekiát að fá samninga við Bandarikin um vista- flutning þaðan. Mest stafar það af því að Bandarikin hafa sett það í út- flutningar.eglur sinar að þegar þau hafi ákveðið hversu mikið ]>au selji hverju hlutlausu landi fyrir sig þá dragi þeir frá þ-irri upphæð jafn- mikið og því mniur, sem sama land selji Þýzkalandi. 1 þessu tilfelli kem- ur bannið eða rtglan harðast niður á Noregi, þar sem þaðan hefir verið og er seldur mikill fiskur til Þýzka- lands en hlutfallslega yrði dregið af þeim kornmat er Noregur þyrfti frá Bandaríkjunum. Símskeyti frá Nor- egi til “Washington Posten” 14. þ. m. segja að þar séu ekki nema mánaðar vistir í landinu ef engir aðdrættir ná- ist. Ætlar stjórnin að slá hendi sinni áallar vörur og vistir einstakra manna og skamta þær til þess að forða hungurdauða eða vandræðum. Margir Islendíngar kannast við blaðið “Tidens Tegn” I'Tákn tímans) Ritstjóri þess hefir verið ttm langan tíma maður sem O. Tommesen heitir; hann er nú 66 ára gamall og hefir látið af ritstjórn. Ætlar hann að taka sér hvíld og ferðast erlendis; og hætta með öllu ^ð gefa sig við opin- berum málum. Þvkir hinum eldri Norðmönnum það mikill skaði að hann hætti blaðamennsku því hann hefir verið einhver mikilhæfasti rit- stjóri þjóðar sinnar. Tíðin í Noregi hefir verið sérlega óhentug í ár; of blautt og of kalt í jíor, en of þurt ogof heitt í sumar og haust. Hefir verið svo heitt að stað- aldri í Bergen að slíks eru ekki dæmi síðan um miðja átjándu öld. Elzti maður i Vikurdal í Noregi er nýlega látinn. Hann hét Mads Hage og var 103 ára gamall. Mjölmatur allur og margar aðrar lífsnauðsynjar í Noregi hafa hækkað um 400% í verði síðan stríðið hófst, en kaupgjald hefir lækkað hlutfalls- lega. Svíþjóð til þess að skoða skotsár það sem talið er að hafi orðið Karli kon- ungi XII. að bana. 1859 var líkið skoð- að og var þá alllengi undir beru lofti, var þá talið víst að það hefði rotnað svo að það væri óþekkilegt, en það var ekki. Likið var lítið skemt og vel þekkjanlegt. Andlitsdrættir og and- litsfar sást greiniiega; litarhátturinn var vax gulur með dökkgráum blett- um. Á hægra gagnauganu var stór baðmullar umbúð. Á höndunum voru stórir gulir vetlingar; koddar voru alt í kring um höfuðið og undir því. Mikla eftirtekt vakti ]>að hversu viðhafnar- litið og blátt áfram alt hefði verið um þennan þjóðhöfðingja, þar var ekkert skraut, helaur að eins hvít lík- klæði, sem breidd voru yfir hann upp að höku og voru þau óskemd. Var tæplega hægt að trúa því að þessi maður hefði verið kistulagður fyrir tvö hundruð árum. H erskyld udómarar. tsland. Skeyti til “Washington Posten” segir þá frétt að tíð sé óvenjulega hag- stæð á íslandi; heyskapur afarmikill og kartöflur uppskera meiri en nokkru sinni hafi verið áður. Winnipegbær. í vikunni sem leið gerðust þau tíð- indi að sjóðhurð varð uppvís hjá manni í leyfisdeild bæjarstjórnarinn- ar. Maðurinn heitir W. J. B. Hyatt og nemur sjóðþurðin $7,500. Allir sem fyrir bæinn vinna og pen- inga hafa undir höndum eru trygðir hjá ábvrgðarfélagi og verður því bærinn ekki fyrir tapi, heldur félag það sem maðurinn var trygður hjá. Talsvert hefir verið rætt um það að skattar megi ekki hækka í ár á eignum manna; er því haldið fram að slíkt yrði til þess að margir töpuðu því sem þeir hafa eignarhald á. Aftur á móti er ráðgert að innleiða tekjuskatt; er ácctlað að innheimta tekjuskatts muni kosta frá $15,000 til $20,00, en talið er að hann komi rétt- ara niður en nokkur önnur gjöld, og mundi nægja til þess að eignaskattur gæti lækkað til stórra muna. Hjónaband með skevtum. Ef lög þau sem Hughes forsætis- ráðherra í Ástralíu bar upp á þinginu nýlega, verða samþykt, geta hermenn sein staddir eru á Frakklándi, í Belgíu eða Englandi og stúlkur, sem eru í Ástralíu sent hvort öðru skeyti og gengið í heilagt hjónaband á þann hátt. Lögin ákveða að hermenn frá Ástralíu, sem í stríðinu séu, geti kvænst stúlkum, sem eru heima með þar tilgerðum hjónabands reglum. 14. 15. 16. Stóru skipi sökt. 13. þessa mánaðar var sokt flutn- ingaskipinu “Minnihaha” frá Banda- ríkjunum skamt frá ströndum írlands. Var skipið með 10,000 smálestir af skotvopnum. 50 manns fórust. Á skipinu fórst $30,000 veðreiðahestur. Merkur borgari látinn. R. Hill Myers dómari hefir útnefnt 20 menn í Winnipeg til þess að skipa dómnefndir hér í bænum, er úr því skeri hverjum skuli veitt undanþága frá herskyldu og hverjum ekki. Winnipeg hefir 20 slíka dómstóla sem skipaðir eru tveimur mönnum hver, hefir þegar verið útnefndur annar maðurinn ■ í hvern dómstólinn og búist við að hinn verði skipaður mjög bráðlega. Winnipeg mennirnir eru þessir: 1. John Galt bankastjóri. 2 W. R. Bawlf, forseti kornkaup- manna. 3. W. J. Boyd, stórkaupmaður, 4. H. W. Hutchingson, stórkaup- maður, 5. T. R. Deacon, verksmiðjueigandi 6. Frank Peters, byggingameistari, 7. A. N. McPherson, lögmaður, 8. George W. S. Matheson, korn- kaupmaður, 9. A. K. Dysart. lögmaður. 10. A. P. Jóhannsson, fasteigna- maður, 11. John Herbert Creason, kaupm., 12. Robert A. Gillespie, lyfja kaupm. 13. John Walter Harris, virðingar- maður, Fred W. Drewry, verksmiðju- eigandi, Herbert E. Turner, umboðsmaður E. L. Taylor. lögmaður, 17. David E. Adams, kolakaupmaður 18. E. A. Struthers, umboðsmaður, 19. John T. Haig, lögmaður, 20. James H. Turnbull, v’erksmiðju- eigandi. Annarsstaðar í fylkinu hafa þessir verið nefndir: 1. í Beausejottr — John Weston, kaupmaður, 2. í Carman — Hamilton Armstrong bæjarstjóri. í Emerson — Ezra Casselman, lyfja kaupmaður. í Stonewall — W. W. Coleman, lögmaður. í Transcona — Charles Andrew, lögreglustjóri. í Selkirk—Frank Hooker, kaup maður. 7. Á Gimli — Stephan Thorson, lög- reglu dóniari. 8. t Árborg—Sigtryggur Jónasson, bóndi. í Stuartburn — Thomas Stuart l>óndi. t Whitemouth — Charles Pound, ritari. t Kildonan — William James, herforingi. t Headingly — Charles L. Ric- hardson, bóndi. Að því er Winnipeg snertir er það stórkostlega athugavert, að þar sem um þau lög er að f jalla, sem langmest snerta verkamenn, er enginn verka- maður útnefndur; alt lögmenn og aðrir auðmenn. SHkt er ósanngjarnt. SöagHamkoma 3. 4. 6. 9. 10. 11. 12. SviþjóS. Eins og um var getið í síðasta blaði hafði sendiherra Svía í rikinu Argentina orðið sannur að sök um það að hafa veitt Þjóðverjum upp- lýsingar um siglingu skipa og fleira. Var sænsku stjórninni gert aðvart og lýsti Lansing utanrikisritari Banda- ríkjanna því yfir að stjórnin í Svi- þjóð yrði að skýra málið; kalla sendi- herrann heim og biðja fyrirgefningar Þessu neita Svlar; kveðast þeir enga ábyrgð bera á þessum skeytum; hafi þeir verið og séu hlutlaus þjóð með öllu og frjálsir að viðskiftitm jafnt við allar þjóðir. Þótti þetta ótil- hlíðilegt svar, og var því þannig tekið í London að A. Wrangd greifi. send'- herra Svía á Bretlandi fór þaðan og kvaðst mundu verða brott í nokkrar vikur. Alþjóða kvennfundur hafði verið ákveðinn í Stokkhólmi bæði til þess að ræða um frið og fleira, en fund- inum hefir verið frestað þangað til eftir alþjóðafund þann sem jafnaðar- ménn ætla að hahla þar. Á þessum fundi verða konur 1 æði frá stríðs- londunum og þeim nlutlausu; stjórnir sumra striðslandanna hafa hótað því að banna konum á þetta þing á sama hátt og þær hafa bannað verkamönn- um að sækja jafnaðarmanna þingið, en þær kveðast munu taka til þeirra ráða sem dugi ef beita eigf ofbeldi við sig. Nýlega var skipuð nefnd manna L. C Maclntyre, einn af írumbýggj- um Winnipeg bæjar, andaðist á sjúkra húsinu 12. þ. m. eítir þriggja mánaða legu. Hann var elzti forseti ferða- manna félagsins \ Vestur Canada og forstöðumaður brauðgerða félagsins “Paulin Chambers.” Bruni í Swan River. 12. þ. m. kom upp eldur í bænum Swan River og brann þar gistihús, bifreiðaskáli og fasteignasölu hús til kaldra kola. Eldurinn kom upp í kjall- ara gistihússins og veit enginn um orsakir. Skaðinn er metinn á $25,000 Þakklætishátið 8. október. Stjórnin j Ottawa hefir ákveðið að þakklætishátíð í Canada skuli verða mánudaginn 8. október. Áður hafði verið sagt að hátiðin yrði 1. október, en það var misskilningur. Tjón af frosti. Blaðið “Skandinaven” segir frá því 12. þ. m. að afarmikil frost hafi verið i Norðvestur rikjunum og gjört stór- tjón 11. þ. m. Skaðinn er þar talinn alt að $50,000,000 virði í Minnesóta- ríkinu; sérstaklega var það mais sem skemdist. Hafði vatn viða verið lagt um morgfuninn. í Michigan segir blaðið að skað inn hafi orðið $30,000,000 og í Wis- consin afarmikill. Um þetta leyti var einnig frost hér í Canada, þar á meðal 12 gráður i Yorkton og 14 sumstaðar í Saskatchewan. Urðu þar viða skemdir, því vegna vorkuldanna var allur gróður seinn í sumar og akrar því víða grænir þegar frostið kom þótt seint væri hjá því sem stundum hefir átt sér stað. Land með góðum kjörum. Stjórnin í British Columbia hefir lýst því yfir að á næsta þingi verði gerð ákvæði um það að menn geti fengið keypt fyrir lágt verð með góð um skilmálum lönd sem nú séu í eign félaga og einstaklinga, en ekki rækt- uð. Eins og auglýst er hér á öðrum stað blaðinu, verður söngsamkoma hald- in undir umsjón Jóns Sigurðssonar félagsins á sunnudaginn kemur, 23. sept. kl. 8.30 að kveldi, í Lyceum leikhúsinu á portage Ave. Samskot verða tekin og ganga peningarnir sem inn koma til að kaupa jólagjafir handa tslendingum sem farnir eru í striðið. Almenningi er án efa kunnugt um að Jóns Sigurðssonar félagið hefir gjört sér far um að ná til allra íslend- inga sem farnir eru í stríðið. Það eru náttúrlega mörg félög bæði í sam- bandi við kirkjurnar, hjálpardeildir fyrir sérstakar herdeildir o. fl. o. fl., sem senda sumum af þesstim drengj- um bögla og glaðning, en eftir því sem við bezt vitum er Jóns Sigurðssonar félagið eina félagið, sein hefir alla íslendinga á sínum lista án tillits til hvaða herdeild þeir tilheyra eða hvað- an þeir eru. Fyrir aðstoð góðra manna var okk ur mögulegt að senda þessum drengj um böggla bæði fyrir jólin í fyrra og í vor. Nú fer óðum að nálgast sá tími, sem senda þarf bögla svo þeir komist í tæka tíð til hermanna, og er listi okkar nú stærri en nokkru sinni áður. Við efumst ekki um að íslendingar bæði hér í Winnipeg og úti um sveit irnar sýni eins og fyr að þeir eru okkur samhuga og vilja gjöra sitt bezta bæði á einn og annan hátt til áð styðja þetta starf okkar. Við viljum nota þetta tækifæri til að láta í ljósi þakklæti okkar til Mr. Guðmundur Christie, eiganda Macs leikhússins á horninu á Ellice Ave. og Sherbrooke St., fvfir 600 aðgöngu- miða að leikhúsi hans, sem hann hefir gefið Jóns Sigurðssonar félaginu til að selja, og ganga peningarnir. sem inn koma fyrir þá til jólabögglanna. Nú viljum við einnig minna fólk á að senda utanáskriftir, og breyting- ar til Miss Rnny Arnason. 217 Grain Exchange, Wpg eða Mrs. J. Carson, 271 Langside St. Wpcg. Gleymið ekki að gefa númerin og að geta um hvort maðurinn er á Englandi eða Frakklandi, og látið engan verða útundan. Allir íslendingar kannast við nafn- ið Ágúst Bjarnason. Margir hafa Iesið rit hans og dást að þeim. Allir íslenzkir fræðimenn, hvar í heimi sem eru, eiga bækur hans og lesa. Vestur-lslendingum er Ágúst ekki kunnur í sjón nema fáum tiltölulega, því hann hefir aldrei komið hér til lands; mundi honum þó verða vel fagnað, ef hann hæri hér að garði. Vér höfum í seinni tið átt hér mörgum góðum gestum að fagna að heiman og er vonandi að þær heim- sóknir fjölgi í náinni framtíð með tíð- ari samgöngum og sjálfstæðum sigl- ingum fslendinga á milli heimsálf- anna á sinum eigin skipum, sem nú virðist vera að komast á. Bækur gefa Iesendum andlega mynd af höfundunum; en það er eins og þeim sé enn þá meiri gaumur gef- inn og maðurinn verði kunnari, hafi hann sést likamlega líka; jafnvel þótt ekki sé nema mynd hans i blaði, ef ekki er annars kostur. Lögberg flytur i dag mynd af Dr. Ágúst Bjarnasyr.i, þessum unga og hámentaða gáfumanni. Ágúst Bjarnasori er fæddur 20. ágúst 1876 á Bíldudal á Islandi; er hann sonur Hákonar kaupmanns Bjarnasonar og konu hans, en bróðir þeirra Lárusar og Þorleifs háskóla- kennara; Brynjólfs kaupmanns i Reykjavik og Ingibjargar forstöðu- konu kvennaskólans. Ágúst var alllengi á skrifstofu bæj- arfógetans i Reykjavlk, en sigldi síð- an til Kaupmannahafnar og tók þar embættispróf í heimspeki kornungur með afbragðs vitnisburði. Hann var fátækur á námsárum sinum, en naut virðingar og vináttu kennara sinna; er sagt að þegar hinn svokallaða garðstvrk þraut, hafi Hoffding há- skólakennari kostað hann til fram- haldsnáms um einn vetrartima. Ágúst Bjarnason fékk fyrstur manna styrk af sjóði þeim er Hannes Árnason hafði stofnað. Var hann ætlaður ungum og efnilegum mönn- um til fullnaðarnáms í heimspeki, og það gert að skilyrði að þeir héldu fyr- irlestra á íslandi ókeypis að loknu námi. Þetta gerði Ágúst og þóttu fyrir- lestrar hans bæði skerutilegir og eink- ar uppbyggilegir. Hafa þeir verið gefnir út á prenti og fleiri bækur eft- ir hann og þykir mikið til þeirra koma, eins og áður. er sagt. “Saga mannsandans” er eitt hinna allra mestu bókmentarita sem þjóð vor á. Ágúst er ungur maðwr og hefir þeg- ar afkastað miklu; má vænta þess að þjóðin eigi eftir að fá margt fleira frá penna hans, sem ekki standi því á baki sem hann hefir þegar rit- að. Hann er nú ritstjóri “Iðunnar” hinnar nýju, og er það prýðilegt tímarit að öllu leyti. Það er skaði með jafn vel gefinn mann og Ágúst er að hann skuli hafa léð fylgi sitt því máli sem verst er vandræða- og óheillamál á ættjörðu vorri — vínsölumáiinu. Þeir doktor- arnir hann og Guðmundur Finnboga- son, sem báðir eru hinir beztu drengir að öðru leyti, hafa þar vilst út á glapstigu, og er það illa farið í mesta máta. Ágúst Bjarnason er kvæntur Sig- ríði dóttur Jóns Glafssonar ritstjóra, mestu myndar og gáfu konu. Þegar háskólinn á Islandi var stofnaður v'arð hann ]>ar kennari í heimspeki, og eru þeir þar þrír bræð- urnir. En í haust var Ágúst kosinn rektor háskólans fyrir yfirstandandi ár. Fyrsti ísl. flugmaður. 0 Magnús Sigurður Kelly bróðir Mrs. G. Búason, hefir nýlega tekið fulln- aðarpróf í loftskipastjórn á Englandi með bezta vitnisburði. Er hann fyrsti íslendingur sem það próf hefir tekið. Hann hefir gerst meðlimur í loftfaraliði Englendinga, Frakka og Belga. V erkamannaþing. Ef landstjórnin framfylgir herskyldu: manna án þess að lögleiða og fram- fylgja jafnhliða herskyldu auðs og framleiðslu og taka í sínar hendur all- ar opinberar stofnanir, skorar verka- mannaráðið á þing v'erkmannafélag- anna að kalla allsherjar verkfall frá hafi til háfs; og skuli það verkfall halda áfram þangað til stjórn lands- ins verður við krofum vorum. Her- skylda manna er * stríðsnauðsyn herskylda auðs þjóðarnauðsyn” fÞýtt úr "Free Press”J. en “Parcel Shower” fer fram í fyrstu lútefsku kirkjunni fimtudagskveldið 27. þ. m. kl. 8. F.r þetta gert fyrir drengina sem farið hafa í stríðið úr söfnuðinum. Nánar auglýst síðar. í Ottawa stendur nú yfir afarfjöl- ment verkamannaþing. Er búist við að margt muni koma þar til umræðu. Alls er búist við aö um 80 tillögur verði bornar þar upp. Var ein þeirra börin þar upp í gær þess efnis að krefjast þess að stjórnin herskyldaði allan auð landsins og tæki til beinna yfirráöa allar opinberar nytjar og stofnanir og samgöngufæri. Fór til- lagan fram á að ef þessu sé neitað, en menn herskyldaðir, þá skuli allir verkamenn í landinu gera verkfall og^ neita að vinna í námum, á járn- brautum, v'ið síma eða á skipum eða í verkstæðum hjá nokkrum öðrum en stjórninni sjálfri. Þessi tillaga kom frá verkamanna- félaginu í Transcona í Winnipeg; segja þeir að Borden hafi aldrei ráðg- ast um hermálin við aðalstétt þjóð- arinnar — verkamennina — þeir segj- ast hafa verið sviftir rétti sínum að því er málfrelsi snerti og friðsamir fundir þeirra gerðir að áflogasam- kvæmum, þar sem lögreglan hafi ekk- crt gert til þess að stilla til friðar. segja þeir að margir þeirra verka- rnanna sem neitað hafa verið um mál- frelsi séu einmitt að vinna störf i þarfir stríðsins. Niðurlagsorð tillög- unnar eru á þessa leið: “Það er því af hinum göfugustu og þjóðræknislegustu hvötum ('hag fólks- ins) að þetta verkamannaráð telur það nauðsynlegt fyrir verkamanna félögin, aðalstétt landsins að taka al- varlega til sinna ráða til þess að toga úr höndum auðvaldsins þann ágóða sem fólkið á með réttu og er eftir- farandi tillaga bot in upp í því skyni. Norskum skipum sökt. Norska skipinu “Askelad” var sökt í fyrra dag af þýzkum niðansjávar- báti, fórust þar 10 manns. Skipið var 2.823 smálestir, hlaðið vörum á leið til Frakklands. Sömuleiðis var nýlega sökt norska skipinu “Rein” sem var 1,175 smálestir og fórust þar ellefu manns. Edison vel vakandi. Svo segja blöðin í gær að Thomas Edison uppfyndingamaðurinn heims- frægi, hafi fundið upp áhald sem beini skotum frá niðansjávarbátum af stefnu sinni, þannig að þeir geti ekki miðað á skip sem þeir ætli sér að sjóta í kaf. Er sagt að þetta hafi þegar verið reynt og það með góðum árangri. Hannes Lindal og þeir félagar aug- lýsa á öðrum stað í blaðinu. Þeir eru vel ]>ektir meðal landa og óhætt að mæla með þeirn sem áreiðanlegum mönnum; ættu því íslendingar að verzla við þá með korn sitt og nota milligöngu þeirra. Bergþór Johnson námsmaður kom til bæjarins vestan frá Lundar á mánu daginn. Hann útskrifaðist af Jóns Bjarnasonar skólanum í vor og býst við að byrja lögfræðisnám. Bergþór er einn hinna allra efnilegustu ís- lenzkra námsmanna og er það heiður skólanum að útskrifa nemendur sem eins myndarlega leysa af hendi próf sín.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.