Lögberg - 20.09.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.09.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1917 / iCogbcig Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOPNl, Business Manager Ijtanáskrift til blaðsins: THE 001UMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. Mar)- Utanáskrift ritstjórans: E0IT0R LOCBERC, Box 3172 Winnlpeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. ••9» 2 7 Skýjarof. Stjórnmálaskýin hafa verið svo margföld hér í Canada að undanförnu að hvergi hefir sést í heiðan himinn, og því síður til sólar. Afturhaldsliðið hafði skapað sér vígi úr öll- um mögulegum brögðum og blekkingum, sem það gat upp hugsað í skjóli stríðsins og ættjarðarást- arinnar og þjóðrækninnar, til þess að geta skotið þaðan örvum að andstæðingum sínum. Að berjast gegn ærlegum óvinum eða andstæð- ingum er engum drenglyndum manni né flokki vorkunn. Sá er hvorki fær til þess að taka þátt í stjómmálum né öðrum ágreinjngsmálum, sem lætur sér slíkt í augum vaxa. Én þegar óvinimir kasta yfir sig kápu sak- leysis og hreinleika; einlægni og jafnvel vináttu í því skyni að geta vilt andstæðingum sínum sjón- ir; látið þá trúa því; leitt þá í gildm og svikið þá svo; þá er leikurinn farinn að grána. pegar neyð þjóðarinnar er notuð til þess að rýja hana og ræna; þegar nöfn ættjarðarinnar, þjóðarinnar og konungsins eru þannig lögð við hégóma að í skjóli þeirra em unnin verstu skálka- pör. pegar landráðamaðurinn veifar þjóðemis- flagginu; þegar þjófurinn setur upp svip ráð- vendninnar; þegar ræninginn þykist ætla að vemda þann er honum leikur hugur á að féfletta; þegar þessir klækir og ótal margir fleiri eru í frammi hafðir og þegar þeir sem það gera ná völd- unum í einhverjú landi með samsæri við aðra ó- hreina anda, og beita svo hnefarétti og harðstjóra tökum við þá, sem þeir eiga að vemda og trúað hafa þeim fyrir sér og sínu, þá er illa komið. Afturhaldsflokkurinn í Canda komst til valda 1911 með samsæri við þá er allra fjandsamlegastir vom og em Bretum. pannig vildi það til að hann hafði stjómartaumana þegar stríðið skall á. Allir trúðu því að stjómin—hversu lítið traust sem til hennar var borið—mundi reyna að gera sitt bezta; mundi að minsta kosti verða ráðvönd þegar þjóðin hennar svo að segja stóð við dauðans dyr. fess var vænst að allur flokkadráttur yrði lagður niður og beztu menn úr öllum flokkum til þess kvaddir að Ieggja fram krafta sína. pess var vænst að hverjum manni mundi falið á hendur það starf er hann væri bezt til faJlinn og hæfastur til, hvaða pólitíska skoðun sem hann hefði. Menn af andstæðingaflokkum stjómarinnar buðust til þjónustu hver af öðmm, en samvinnu þeirra var hafnað og í stað þess að nota alla krafta þjóðarinnar í hennar sameiginlega vandamáli, vora þeir einir teknir til trúnaðarstarfa og þess sem mikið á reið, er vel og hundspaklega höfðu fylgt öllum brögðum og brellum stjómarinnar, án tillits til þess hvort þeir væru til þess hæfir eða ekki. Af þessu leiddi það að alt lenti í óreiðu. Pólitískir þjófar og stórglæpamenn tóku öll eða flest völd í sínar hendur og tóku hverja miljónina á fætur annari úr vasa fólksins og létu í sinn eiginn. þetta em engar skáldsögur; það eru sannir viðburðir þótt ótrúlegir séu. Já, ótrúlegir í mesta máta. pað er tæplega hægt að trúa því nema fyrir þá sem hafa séð það eða fengið órækar sannanir fyrir að slík ódæði geti átt sér stað eða jafn sam- vizkulausir menn geti verið til. Að ræna deyjandi menn, eða mann í lífsnauð er talið eitthvert versta níðingsverk sem getið er um í ræningja sögum; en að ræna þjóðina sína þegar hún er í lífshættu er þó þúsund sinnum verra og um þann glæp em afturhaldsmenn í Canada sekir. Hvenær sem þeir leyfa óhindraða rannsókn um það mál, eru nægar sannanir fyrir hendi. Svo leið og beið og alt gekk á tréfótum, stjórnin var orðin uppvís að óheyrðum yfirsjón- um; hún var í ráðaleysi í þeim vandamálum sem fyrir lágu. Loks sá stjómin sitt óvænna; hún var loksins orðin sannfærð um að fólkið væri farið að efast um þjóðræknis einlægnina. Hún sá það að eitthváð yrði til bragðs að taka; að skifta um stefnu og stjóma þjóðinni ær- lega og ráðvandlega kom henni ekki til hugar; hitt var eðli hennar nær að halda áfram með blekkingamar, en láta þær koma fram í breýttri mynd. Nú átti að reyna að blekkja þá menn, sem andstæðir höfðu verið stjóminni; þeim var sagt að vegna þess mikla vanda, sem þjóðin væri stödd í, væri stjómin nú orðin sannfærð um að heppi- legt væri að allir flokkar tækju saman höndum. Er þeim nú boðið að velja nokkra menn í em- bætti í stjóm landsins til þess að allir kraftar verði notaðir. Andstæðingum stjóraarinaar kom þetta á óvart, þar sem þeir höfðu haldið því fram að þetta hefði átt að gera frá upphafi. Nú var alt komið í óefni. Áttu þeir nú að taka á sig ábyrgðina jafnt hinum? gat það bjargað þjóðinniþ Um þetta vora þeir að hugsa og bera ráð sín saman, þegar þeim er sagt frá því af stjóminni að hún ætli sér að ráða eftir sem áður; hinir eigi aðeins að vera með til þess að segja já og amen og halelújá við öHum gjörðum hennar, hvemig sem þær séu. Nú sáu hinír vitrari hvemig í öllu lá og vildu ekkert hafa með bræðing að gera. En nokkrir trúgjarnir menn og fáeinir svik- arar vildu enn taka saman við þá höndum, þvert á móti vilja fóksins og án þess að leita ráða hjá því. Og alt var látið heita sem það væri gert í nafni þjóðarinnar á sama tíma sem spornað var á móti því að hún fengi að láta vilja sinn í ljósi. Og þessi Ijóti leikur á bak við tjöldin var til þess gerður að sömu mennimir >sem höfðu haldið hlífiskildi yfir öllum ræningjum og verið í flokki þeirra, gætu haldið völdunum áfram; og þetta athæfi fór fram meðan þjóðin stundi þungan undir óbærilegri skuldabyrði og á meðan synir hennar voru að láta lífið á omstuvellinum. En jafnvel verstu glæpaverk geta orðið til hamingju, þvert á móti því sem til er ætlast, og svo varð hér. Stjórnin var orðin blind í gjörræðisverkum sínum. Henni hafði haldist alt uppi; hún hafði skákað í skjóli stríðs og þjóðrækni og fólkið hafði lengi trúað því; henni hafði tekist að fá suma úr andstæðingaflokknum í lið með sér af óhreinum hvötum og sumura þeirra hafði henni tekist að villa sjónir. Hún hélt því að sér væri óhætt að fylla alla mæla óstjómarinnar og þrælatakanna. Komið var rétt að kosningum og stjórnin vissi vel um dóm þjóðarinnar, hver hann mundi verða; hún vissi að engin ærleg þjóð mundi kjósa aftur jafn óærlega stjórn. En henni kemur ráð í hug. pað er að reikna út hverjir muni verða með og hverjir móti og svifta þá blátt áfram borg- ararétti fram yfir kosningar sem hættast væri við að atkvæði mundu greiða á móti henni. Og skálkurinn hló í þessum óhlutvanda hnefa- réttarflokki þegar hann var að bollaleggja þetta. Nú þóttist stjómin vera viss um vóld. Að geta lögleitt sjálfa sig í valda stólinn aftur, það var fyrirtak, og að geta lögleitt það að allir sem lík- legir væru til að vera með andstæðingum skyldu sviftir atkvæði. Hvílíkur hvalreki á fjörum óstjórnarinnar og hnefaréttarins! En þegar eitthvað keirir úr hófi; þegar harð- stjórnin hefir náð hámarki; þegar hrokinn er kominn upp á hæðsta tindinn; þegar svipuhögginn verða óbærileg. pá rísa þjóðirnar upp og kasta af sér okinu. pá er eins og heilagur þytur hevrist í loftinu og skýjunum sé svift í burtu, en augað eygi heiðskýran himinn. Hér í Canada eru nú slík skýjarof. Fram- sóknarflokkurinn, sem lá lamaður og hálf sundr- aður eftir allar blekkingarnar hefir nú áttað sig og risið á fætur. tlann hefir sannfærst um að sá flokkur, sem jafnmikili harðstjóm beiti og fram kom í hinum nýju kosningarlögum eigi enga samvinnu skilið, honum sé í engu treystandi. pað er nú auðsætt öllum sönnum Canadamönnum, öllum sem ant láta sér um framtíð þessa ipikla og góða lands að þeir verða að sameina sig til þess að losna við þá óald- armenn, sem völdin hafa hrifsað og völdum ætla að halda með því að binda fólkið á höndum og . fótum og banna því málfrelsi, ritfrelsi og tilveru- ' frelsi sem frjálsri þjóð. pað hefir oft verið heilög skylda Canada- manna að bjarga velferð&rmálum með atkvæðum sínum, en aldrei hefir eins mikið riðið á samtökum og nú; aldrei hefir verið meiri þörf á að bjarga landi sínu og þjóð. Allir sannir borgarar þessa lands eru nú að fylkja sér undir merki Sir Wilfrid Lauriers, hins sjálfstæða og samvizkusama þjóðholla öldungs, sem barist hefir með óbilandi þreki gegn hinu mikla ofurefli þess flokks sem verstur hefir verið og þrællyndastur allra óaldarflokka hér í landi. Skýjarofin eru svo greinileg að nú getur eng- um blandast hugur um hvemig afstaðan muni verða við kosningamar. Annars vegar verða öll harðstjóraarvöld þessa lands; allur hugsanlegur hnefaréttur; persónugerfi alls ójafnaðar: aftur- halds flokkurinn I Canada með fáeinum liðhlaup- urum annarstaðar að. pað er flokkurinn sem valdur er að því að hermennimir vom settir upp á halta og eineygða hesta með ónýtar byssur og ónýta sjónauka, með 20 centa skó á fótunum og sendir út í lífshættuna þannig búnir. pað er flokkurinn sem brotið hefir lög á gömlum og góð- um borgumm landsins og svift þá mannréttindum. það er flokkurinn, sem sá það í hendi sér að kvenn- fólkið mundi gæta of mjög samvizku sinnar og þess vegna væri öruggasta ráðið að taka af því atkvæðin; það er flokkurinn, sem traðkað hefir rétti valinkunnra dómara til þess að hylma yfir stór glæpi sinna eigin óbótamanna. pað er flokk- urinn, sem hefir neytt prússnesks hnefaréttar í þingi landsins til þess að banna kosnum fulltrúum þjóðarinnar málfrelsi. pað er flokkurinn, sem hefir hafnað góðum liðsforingjum ef þeir voru ekki hans megin í stjórnmálum og tekið í þeirra stað óhæfa menn og stofnað þannig lífi hermann- anna í stór hættu auk þeirrar hættu sem af svikn- um verjum og vopnum stafar. pað er flokkurinn sem farið hefir svo illa með heimkomna hermenn að þeir lifa við hungur og hörmungar, eftir að þeir hafa lagt líf sitt í sölumar. pað er flokkurinn, sem beitt hefir því framlengingarvaldi, sem hon- um var veitt í fullu trausti, til þess að taka miljón- ir dala úr fjárhirzlu ríkisins og stinga því í vasa tveggja fjárglæfra manna, McKenzie og Mann, sem líkur benda til að séu í sömu afstöðu til Borden stjómarinnar og Thomas Kelly var til Roblin stjómarinnar. pessi flokkur verður annarsvegar við næstu kosningar með reidda svipu yfir öllum þeim, sem eitthvað þora að segja eða skrifa og jefnvel byss- ur og tukthús fyrir þá sem þeir halda að verði hnefaréttinum skæðastir. Hins vegar verða sameinaðir verkamenn þjóð- arinnar eða félög þeirra og frjálslyndi flokkurinn með Sir Wilfrid Laurier í broddj fylkingar. par verða þeir menn sem barist hafa fyrir kvenrétt- indum og afnámi brennivínssölu; þar verða menn- imir sem hafa lagt sig fram í þingihu til þess að andmæla öllum þeim óhæfum sem að framan voru taldar; þar verða í stuttu máli fulltrúar fólksins á móti fulltrúum auðvalds og einveldis. pannig verða kosningamar háðar og menn mega vera við öllum þrælatökum búnir. peir sem ekki veigra sér við að svifta borgara landsins atkvæðisrétti og brjóta stjómarskrána, þeim er til alls trúandi. “Lögberg” hefir aldrei hikað hársbreidd frá þeirri stefnu að Laurier væri eini sjálfsagði leið- toginn og honum ætti að fylgja einhuga. Svo leit út um tíma, sem hin illu öflin mundu verða svo voldug að sú stefna yrði í vonlausum minni hluta, en um það skeyttum vér ekki; vér vissum hvað hollast var og héldum því fram hvað sem það kynni að kosta. Skýjarofin hafa leitt það í Ijós að stefna vor var rétt og heilbrigð og nú eykst henni fylgi dag frá degi. Augu manna eru að opnast. Hinar kölkuðu grafir viðurstygðarinnar í helgidómum afturhaldsins eru orðnar gagnsæjar og alla rétt- láta og sanngjarna menn býour viö því sem þar er inni fyrir. Vér skorum á alla að liggja nú ekki á liði sínu; muna stjórninni það hvernig hún hefir beitt valdi sínu. Vér skorum á alla að sameinast eins og .einn maður gegn þeirri óstjóm sem vér eigum við að búa. Vér skorum á kvennfólkið ekki sízt, sem svift hefir verið atkvæðisrétti að hafa áhrif á alla sína vandamenn, og vér skorum á þær fáu konur, sem atkvæði hafa, að taka þanníg Upp þykkjuna fyrir systur sínar, sem ranglætmu voru beittar og koma þeirri stjóm fyrir kattamef, sem slíka óhæfu framdi. Hverju verður svarað? Á öðrum stað í blaðinu er frá því skýrt að Unitara þing standi yfir í MontreaL Meðal annars er sagt að einum degi verði varið til þess að tala um unítariskt-trúboð í útlöndum og undir þeim lið verði útkljáð mál sem lengi hefir legið í salti. Málið. er það hvort ekki þyki ráðlegt að stofna kennaraembætti í unitariskum fræðum við háskól- ann í Reykjavík á íslandi. petta væri ekkert einkennilegt ef ekki stæði eins á heima á ættjörðu vorri og vitanlegt er. Hér í Ameríku er alfrjáls kirkja, að nafninu til að minsta kosti; hér er enginn lögboðin ríkis- kirkja; engin lögboðin trú, engin kirkja sem nýtur verndar landstjómarinnar fremur en önnur. Hér er sama máli að gegna með prestaskól- ana og guðfræðisdeildimar við flesta háskólana. pað er alt óháð ríkinu og undir stjóm einstakra flokka, sem algerlega ráða þeim. Heima á ísladi er öðru máli að gegna.. par er þjóðkirkja; lög landsins ákveða það — hvort sem slíkt er heppilegt eða ekki — að lútersk trú skuli vera kenning kirkjunnar á íslandi og prest- ar landsins, sem embætti hafa eða era í sambandi við ríkið skuli fylgja þeirri trú og engri annari. Sama er um háskólann, hann er eign þjóðar- innar sem hefir þessi þjóðkirkjulög; hann á að menta presta hennar til þess að prédika þá trú, sem hún í lögum sínum fyrirskipar. Sú spuming hlýtur því eðlilega að vakna hjá flestum hverju háskólaráðið á íslandi muni svara slíku tilboði ef málið verður samþykt á únítara þinginu og það ákveðið að stofna kennaraembætti í únítaratrú við háskólann. Getur skólaráðið eða landstjómin leyft það eða þegið það ? Kemur það ekki í bága við lögin ? anda þeirra, að minsta kosti? Lúterska trúin er kristjátenda trú og þrenn- ingartrú; únítaratrúin er kristneitenda trú og eingyðistrú. pessar stefnur koma því beinlínis í bága hvor við aðra; og eins lengi og önnur er lög- helguð og lögskipuð er að vom áliti ekki hægt að. viðurkenna hina. — Setjum sem svo að þetta kæmist á. Hvernig færi það ? Lúterskur kennari væri við skólann og kendi þar kristjátenda trú. únítariskur kennari væri þar líka og kendi þar kristneitenda trú. Sumir nemendanna mundu hneigjast að kenning- um hins fymefnda og sumir að hinum síðari. Svo útskrifast hvorirtveggja eftir jafnlangt nám og jafn mikinn tilkostnað, en samkvæmt lögum lands- ins getur aðeins annar flokkurinn fengið embætti á landinu í nafni þjóðarinnar; væri þetta ekki ranglátt gagnvart hinum? Svo kemur annað atriði til greina. Ef úní- taranum væri leyfð slík kensla í kirkjudeild há- skólans á fslandi, þá mundu kaþólskir menn innan skamms fara á stúfana líka og heimta sömu rétt- indi. Peir mundu þá tafarlaust stofna kennaraem- bætti við háskólann í kaþólskum fræðum, og með engri sanngimi væri hægt að synja þeim um það. Kristjátenda kirkja gæti ekki viðurkent kristneit- endakirkju á sama tíma sem hún neitaði að viður- kenna aðra kristjátenda kirkju. Um langan tíma hafa ýms trúarfélög haft útbreiðslustöðvar á íslandi. Má þar á meðal telja kaþólska menn, fylgjendur sjöunda dags og endurkomutrúar, innri trúboða og fleiri. En allir þessir flokkar hafa kent og útbreitt stefnur sínar háð og laust við íslenzku ríkisstofnanirnar. pað er sjálfsagt að allar stofnanir, hvort held- ur eru trúarlegs eða veraldlegs efnis hafi fullan útbreiðslurétt á eigin spýtur. Sjálfsagt að allir menn hafi fult málfrelsi, kenningafrelsi og rit- frelsi alstaðar og æfinlega; en lögum verður að fylgja í landi hverju þangað til þeim hefir verið breytt eða þau numin úr gildi. Að únítarar eins og allir aðrir trúflokkar hafi heimild til þess að flytj^ kenningu sína á íslandi er ekki nema sjálfsagt, en hitt að þeir fái stofnað embætti við háskólann á meðan þau lög gilda sem nú em, það finst oss ekki geta komið til nokkurra mála. pegar kirkja og ríki hafa verið aðskilin og söfnuðimir kalla og velja presta sína og greiða þeim laun án þess að ríkið hafi þar að nokkm leyti hönd í bagga. pegar ekki er lengur lögskip- uð nein sérstök trú á fslandi, þá — en ekki fyr en þá — getur stjórain eða háskólaráðið leyft bæði kaþólskan, únítariskan og hvaða kennara sem vera vill. Hitt að halda við þjóðkirkju og lögboðinni þjóðartrú með einkaréttindum og stofna jafnframt þau embætti sem minst hefir verið á, yrði fyrst og fremst ósamjsóðanlegur grautur og gæti að öðru leyti orðið til þess að stofna háskólanum í vanda. /"■ ■l~" ..............., SÓNHÆTTIR (Sonnets). XII. Kólnuð vinátta. Sú kunnleið Tezt, sem huga hálfan bar til húsa þeirra’, er aldrei grættu brár, og geymdu yl og áttu hálfar þrár, er ókunn nú sem töfrahöll í mar. Og þó að húsum lögð sé leíðin þar, hver lítil kvöldstund skilur eftir sár, og drífa fýkur fyrir morgurs-ár og fyllir hvert það spob, sem stigið var.- pað sannleiksmark og samhald — hugarfar og sömu einkamál, vér keniba’ í lár, sem nú er klofin. Rokkur reynslunnar hvors rífur helming til sín. práður smár - . og stór, er spunninn ólíkt. — Er til svar, á instu leiðum — nema þögul tár? p. p. p. THE DOMINION BANK STOFNSETTLIH 1871 Cppborgaður höfuðstóll og varasjóður $13,000,000 Allar elgnlr ... 87,000.000 Beiðni bœnda um lán tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notre Dame Branch—W. M. HAMTLTON, Manager. Selklrk Branch—M. 8. BORGKK, Manager. LVSAJ L.VSA3 LVRAJ þV NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6.000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu... $ 848,554 formaður ......... Capt. WM. ROBINSON Vlce-President - JAS. H. ASHDOWN Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWLF E. F. HCTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STGVKL AUskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlð einstakllnga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanlr seldar tll hvaða staSar sem er & Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparlrjóðslnnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum. T- E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. s?i r^ívK/iNi r?éSi iFávií/íýi rré?, r?#v! i?éSi Tévi i?éSj.ý«ði r/sSi r/iú ifévni • Hermennirnir og Winnipeg-þfngið. Blöðin hafa hátt og segja margö um flokks þing frjálslyndra manna í Winnipeg. Þau halda því fram að það hafi mishepnast og fara alls ko t- ar smánaryrðum um þá sem þar vorn fulltrúar fólksins. Blöðin segja að hermennirnir séu einhuga á móti þvi sem þar var samþykt og hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þetta er v'ísvitandi mishermi; hermennirnir, þegar þeir eru látnir sjálfráðir, eru skiftir í skoðunum á þessu máli eins og vér hinir. Og hvernig gæti það öðru vísi verið? Til þess að sýna þetta þarf ekki annað en að lesa brét sem stundum birtast frá þeim í blöð- unum. 14. ágúst var þetta t. d. i “Tribune” frá heimkomnum hermanni og nafn hans undirritað til ritstjór- ans. “Mótmæli sem send voru gegn gerðum þingsins frá stjórn hermanna félagsins á að vera skoðun 1800 manna íeðri og lægri. Eg sem einn í þessu félagi, með sömu skoðun og margir aðrir, er eindregi'ð á móti skoðun félagsstjórnarinnar í þessu efni. Eng- inn þessara manna var á þinginu, og ef þeir hefðu verið þar, þá hefðu þeir með engu móti getað komist að þessari niðurstöðu nema því að eins að þeir væru flokksblindir eða með því að þeim væru bornar rangar frétt- ir í ósanngjörnum blöðum, sem menn eins og Sifton og Rogers ráða vfir. Eg er viss um að ef einhver af stjórnendum félagsins hefði verið á þinginu þá hefðu þeir komist að ann- ari niðurstöðu, því ákvarðanirnar :sem samþyktar v'oru þar voru frjáls- lyndustu og þjóðstjórnarlegustu laga- fyrirmæli, sem nokkurt félag eða þing hefir samþykt; þær samþyktir sýndu meiri þjóðrækni en nokkrar samþykt- ir sem gerðar hafa verið i Canada. Um stríðsvinninga tillöguna er það að segja að hún er samin af manni sem hafði verið heilt ár við það að hjálpa til að vin.ia striðið en stuðn- ingsmaður tillögunnar var heimkom- inn hermaður, sem verið hafði i fremstu skotgröfunum ; hann var ekki maður sem hafði haft málamyndar embætti á Englandi. Eg sé ekki hvernig nokkur heilvita maður gat misskilið þessa tillögu; hún var sam- in og samþykt á ems alþýðlegu ensku máli og mögulegt var. Auðvitað er } henni eitt atriði sem auðv'aldinu og þeim háu líkar ekki; atriði sem fellur þeim ekki í geð sem mest hafa grætt á stríðinu;. Þess- vegna heyrist nöldur og jafnvel há- vaði á sumum stöðum að talað er um að snert verði v'ið vasa vissra manna”. Þannig er álit sumra hermanna og þeirra ekki fárra. Blöðin og Rogers. “Rogers dýrkun og Nationalista dýrkun voru tvcir verstu ókostir Bordens”, segir blaðið “London Ad- vertiser”. Rogers og Nationalistar voru hans beztu vinir og aðal póli- tísku svipur á sama tíma. Þegar hann nýlega lýsti því yfir að hann hefði snúið bakinu við “Na- tionalistum” sagði hann ekki að hann hefði aldrei verið í félagi við þá. Nú hefir hann loksins einnig snúið bakinu við Rogers og hann getur al- drei borið á móti því svo nokkur trúi að hann hefði ekki treyst “kosn- ingaráðherranum” sínum. Aðalatriðið í opinberri stöðu er það að velja sér góða og trúa sam- verkamenn og félög, sem reynast vel í þarfir þjóðarinnar. Hvorki “Na- tionalistar” sem Borden gekk í félag við 1911 til þess að eyðileggja flota- lög Lauriers, né heldur Robert Rogers sem var tekinn inn í sambandsstjórn- ina fyrir það að hann var orsökin í “frægð” Manítoba, voru til þess treystandi að vinna þjóðinni hag. Hvorirtveggja hafa verið og verða óheilladraugar fyrir Borden, og hann getur ekki losnað við þá á meðan þeir hafa svo mikil áhrif að þeir skipa og velja um ráðherra sætin í stjórninni. “Nationalistar” eru öfgaflokkur, sem frjálslyndir menn í Canada hafa aldrei haft neitt saman við að sælda; flokkur sem afturhaldsmenn eru í bandalagi við þann dag í dag, sökum þess að ekki er auðvelt að losna við þá skipbrotsmenn. Ekki er heldur hætt við því að Robert Rogers, löðrandi í hvítu þvottaleðjunni sem nýlega var sett á hann, verði auðveldlega hrakinn í burtu eða rekinn ,,t í ríki gleymskunn- ar. Hann er eí til vill látinn yfirgefa stjórnina vegna þess að honum þykir herskyldan ganga seint, eftir því sem hann sjálfur segir; en aðallega er hann látinn fara vegna þess að starf hans reyndist um síðir ekki heppilegt fyrir flokkinn. Súlurnar sem hann reisti á ferð sinni yfir hafið með forsætis- ráðherranum hafa orðið til þess að hnekkja hans eigin flokki ög sjálfum honum. Canadiska þjóðin grætur ekki burtför hans; en fólkið vonast eftir að fá síðar að heyra alla söguna, sem orsakaði burtför hans; söguna sem menn hafa þegar getið sér til um að hálfu leyti”. Þrauta ráð. Nú dugar ekki kukl né kák ef kosningin skal vinnast, því teflum enn þá eina skák, sem á er vert að minnast. Já, mörg var stjórnin furðu fræg í fyrri tíðar sögum, sem hafði ráð í hendi næg og hald á fólksins lögum. » En nú skal heimur heyra og sjá að hér er stjórn að völdum sem víkur allri venju frá og verður frægst með öldum. Af útlendingum atkvæðin með “Eiríks” fylgi tökum, þá sýnist von um sigurinn, þó sé ei spurt að rökum. Sin löggjöf Fylkja lítils má, því lengra ráð vor standa, við tökum kjörrétt konum frá, og komumst svo úr vanda, Við eigum lið, er segir sex, því sæt er stjórnar tuggan, og gömlu “Kringlu” kraftur vex á kjól við austurgluggann. Og Tribune, Free Press, Telegram, þau tala okkar máli, en “Bob” og “Sifton” sækja fram með sverðin hert í báli. Hjá C.P.R. við fáuni féð, en fólkið borgar pottinn, til fulls er ekki sagan séð, en seinna ber hún vottinn. Svo þegar alt er komið kring, og kosningin er unnin, við höldum stórt og háleitt þing og helgum okkur brunninn. Þá stjórna landi “Bordens” boð, þó börnin lesi og skrifi, já, það er okkar eina stoð svo afturhaldið lifi. í gegnum stjórnar straumana skal styrkja völd með helsi, og taka þétt í taumana af takmörkuðu frelsi. M. Markússon. Nýju bannlögin. Mig minnir að í blöðunum stæði hérna um daginn, að ekkert þing hefði haft jafnmörg lagafrumvörp á prjón- unum og það sem nú er samankomið að minsta kosti hefðu aldrei komið á neinu þingi, jafnmörg þingmanna frumvörp sem nú. Líklegt væri því að allmörg af málum þingsins væru þess verð, að almenningur gæfi þeim gaum, en svo virðist ekki vera. Þó er það eitt mál, sem almenningur fylgir með áhuga og það jafnt konur sem karlar, og það er vin-aðflutnings- bannsmálið. Þrjú eru frumvörpin sðqi þetta rtiál snerta, komin fram í þinginu. Hér þarf ekki að taka upp inmhald þeirra, þau eru þeg- ar kunn af blöðunum. En þegar eg las ástæður þeirra Péturs Jónssonar og Jóns Jónssonar fyrir sínum nýju bannlögum, komu mér ýmsar spurn- ingar í hug. Eitt meðal annars; sém stendur í ástæðum þingmannanna fyrir áður nefndu frumvarpi er það, að mikill hluti þjóðarinnar virði ('gömluj bann- lögin að vettugi. Skyldu alþingismennirnir hafa mun- að eftir því, þegar þeir komust að þessari niðurstöðu, að nú verða þeir að telja^okkur konurnar með þjóð- inni, að minsta kosti þann hluta okk- ar, sem þegar höfum fengið jafnrétti við þá að lögum? Mér er nær að halda að þeir hafi gleymt þessu og mint, að þjóðin væri að eins karl- mennirnir. En þó svo hefði verið, þá er það mjÖg vafasöm fullyrðing, svo eg ekki segi meira, að mikiíl hluti karlmanna virði bannlögin að ættugi; því þó meiri hluti þeirra

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.