Lögberg


Lögberg - 20.09.1917, Qupperneq 6

Lögberg - 20.09.1917, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1917 i Ur bygðum íslendinga Akra, N. D. sept. 7. 1917. Þaö er víst óþarfi fyrir mig aíS tala um tíöaríariS hér um slóöir, það er blessað sólskiniö stööugt áfram- haldandi, þó mönnum heföi þótt vænt um að fá fáeina sólskinslausa daga og duglega rigningu, hafa menn oröið aö sætta sig viö þaö aö vera án hennar nema af mjög skornum skamti Mér datt í hug, það sem maður sagði við Björn heitinn Skagfjörð fyrir 16 árum síðan, hann var að bjóða honum kirkjublaðið “Verði ljós,” þá mælti maðurinn: “Ekki kaupi eg þetta blað, en ef þú kemur með blað sem heitir “Verði Rigning” mun eg fúslega kaupa það.” Því þá v'ar Iík tíð og nú, einlægt blessað sól- skin og þerrir daglega. Uppskera hefir orðið rir, en nýting hin bezta. öll þresking búin hér um slóðir að heita má. Þær eru líka orðnar marg- ar vélarnar. Líðan manna má yfir- leitt heita góð. Samkomur voru venju fremur tíðar síðastliðinn vetur og fram á sumar hér á Akra, og fólk hefir skemt sér vel. Og eina söng- samkomu höfðu Mr. og Mrs. Hall frá Winnipeg, og líkaði öllum vel sem þá samkomu sóttu. Af því enginn hefir minst opinber- berlega á komu séra Jónasar A. Sig- urðssonar hingað til Akra verð eg að skrifa fáein orð um það efni, þó aðr- ir hefðu verið betur til þess kjörnir en eg, sem ekki varð svo heppinn að fá að sjá hann né héyra hann tala. Það fréttist seint í júní að hans væri von hingað til ^kra, að sjá fyrver- andi safnaðarfólk sitt og forna vini sína og vildi að sem flestir sæju sig. Þetta þótti fólki skemtilegustu og beztu fréttir, að eiga nú eftir 16 ára dvöl hans vestur á Strönd kosUá að sjá hann og heyra hann tala, því hann var mjög vinsæll prestur þessi 8 ár sem hann þjónaði lúterska söfn- uðunum hér í Dakota. Hann starf- aði vel og dyggilega, og hafði mjög lág laun, en samt var hann ætíð glað- ur og ánægður með það sem honum var goldið og með litla húsið sitt hér á Akra. Að kveldi 15. júlí (sunnu- dags kveld) messaði séra J. A. S. í kirkju Vídalins safnaðar. Kirkjan v'ar troðfull því allir vildu hlusta á ræðusnillinginn og líkaði fólkinu ljómandi vel að hlusta á hann og fanst því engin afturför í hinni andlegu auðlegð hans. Svo var mælst til að hann talaði 17. s. m.. þvi þann dag var ákveðið að hafa “Picnic” fyrir/ sunnudagaskóla börnin og lofaði hann því fúslega og efndi það loförð sitt. Mesti fjöldi sótti þá barna samkomu og óþarfi er að geta þess að ræðan, sem séra J. A. S. flutti var ágæt, skemtileg og viðeigandi það tækifæri Svo talaði líka prestur safnaðarins séra K. K. Ólafsson, sem stýrði sam- komunni. Það er ætíð gott að hlusta á hann, sem er velmetinn og góður prestur. Nú var stofnað til samsætis fyrir hinn kærkomna heiðurs gest séra J. A. Sigursson. Það var kven- félag Vidalíns safnaðar sem stóð fyrir samsætinu, þær heiðurskonur voru fúsar til þess og fórst þeim það sómalega, sem þeirra er von og vísa, ekki er þetta kvennfélag margment um 30 meðlimir og eru þær sómi bygðarinnar. Að kveldi 18. s. m. kl. 9 fór fólkið að streyma til Akra. bifreiðar og aftur bifreiðar fullar af prúðbúnu fólki ungu og gömlu, og Woodmanns Hall varð bráðlega fult af góðum vinum og fyrverandi safn- aðarfólki heiðursgestsins. Alla þekti hann nema unga fólkið og þá sem hann fermdi áður en hann fluttist vestur (1901), sem þá var 15 ára, en nú vel þrítugt að aldri. Nú var sest að snæðingi og kaffi drukkið og urðu allir mettir og ánægðir og glaðir. Siðan voru borð og borðbúnaður bor- in burtu. Þar næst afhenti Árni Árnason (á Grund) heiðursgestinum peningaveski með gröfnu nafninu prestsins J. A. S. á, og mælti: Þetta er gjöf frá vinum þínum og gömlum safnaðarmeðlimum, mun það hafa verið $75.00 virði. Þakkaði hann með ræðu og sagði í byrjun að sig brysti orð til að þakka slík vina hót og sóma, sem sér væri sýndur. En mér datt í hug þegar eg heyrði að hann hefði sagt þetta, þá held eg flesta bresti orð ef oéra Jónas brestur orð, og vel hafði hann talað og skemtilega og mátti með sanni segja að þarna voru “glaðar stundir.” Séra K. K. Ólafsson helt ræðu og Mr. Jóhann Erlendson hélt tölu og næst honum talaði Mr. St. Thorvaldsson, hann er fyndinn vel og getur komið mönnum til að lilægja, hann hafði sagt eitthvað á þá leið í byrjun tölu sinnar: “Eg er nú pkki komin hér upp á pallinn til þess að slá séra Jónasi neima gull- hamra, seinasti tölu maður sló hon- um nóg af þeim.” —En v'iti menn áður en hann endaði tölu sína voru gullhamrar komnir út af vörum hans til séra J. A. S.. Auk ræðu sinnar flutti heiðursgest- urinn ágætt kvæði og skemtilegt. Söngvar voru sungnir og ýmislegt sagt sem hlæja mátti að, eins og gengur, þar sem góðir kunningjar mæta nver öðrum. Gömlu bændurnir töluðu um uppskeruhorfur um sólskin og rigningarlevsi, en unga ógifta fólkið talaði ásta mál með augunum, kveið hvorki elli né féleysi. Hvað gullhamraslættinum viðvíkur, þá voru þei» ekki slegnir séra J. A. S., því þegar hægt er að sanna það sem sagt er um einn eða annan, þá eru það engir gullhamrar. Þetta vissi Mr. Thorvaldson vel þó hann segði þetta rétt að gamni sínu, hann er sjálfur svo leiðis maður að margt og mikið gott og göfugt má hann segja, án þess honum seu slegnir guUhamrar. Eg bað mann að bera fram kvæði, sem eg orti til séra Jónasar, en ekkert varð af þvl; hann hefir steingleymt því. Kl. 12 (um miðnættij voru þess- ar glóðu stundir liðnar. Það var síð- asta og um leið ánægjulegasta sam- koman sem nöfð hefir verið á Akra á þessu ári, < g hafa þær þó verið margar og heiðarlegar og allar vel sóttar. Eg læt hér með fylgja kvæðið sem eg nefndi og ætlaðist til að yrði lesið upp, og vona að það verði birt í “Lögbergi” ásamt þessu bréfi. Sv. Símonsson. Samsœtiskvœði Til séra Jónasar A. Sigurðssonar Scattle, Was. Hér er prúður prestur, prýddur Iista fans, hjá oss góður gestur, glæddi trúna manns á hið göfga og góða, gleymt ei höfum vér, bernsku lýð nam bjóða beztu fvæðslu hér. Ljós í hjörtun leiddi, lifs kröftugast mál, ýmsum skuggum eyddi úr vantrúar sál, flytur enginn fegri fræði um guðdómssól eða yndislegri orð frá ræðustól. Þökk nú innir þióðin þér, sem verðugt er helzt fyrir Hallgrímsljóðin hreina snild sem ber skrauts með skýru letri skráð, sem heiðurs vott, enginn önnur betri orti um skáldið gott. Af hans hrifinn anda enginn fremur var, vel því kunni vanda vers til minningar sálma skáldi skæru, . skaparanum kært, ■ sem til æðstrar æru er í letur fært. Sit þú heill í sessi sæll viö gesta borð vinur hugar hressi helg sem flytur orð. Heim svo ljúfust leiði **■ um land að vestur, strönd og götu þina greiði Guðs eilífa hönd. 18. júlí 1917 Sv. Símonsson. Fáninn. Þingsályktunartillaga um siglinga- fánann var til einnar umræðu þ. 7. ágúst. Framsögumaður sjálfstæðis- nefndar, Bjarni frá Vogi, mælti á þessa leið: “Eg þarf eigi að leiða rök að því hér, að ísland eigi fullan rétt á því, að hafa sinn eiginn fána jafngildan farfánum annara ríkja, og rétt til þess, að sigla undir honum hv'ar sem er um höf heimsins. Eg þarf eigi að leiða rök að þessu fyrir þá sök, að hér er enginn innan vébanda þings- ins, er eigi sé fullkomlega sannfærð- ur um það áður. Eg þarf eigi heldur að leiða rök að því, að réttmætur sé brennandi á- hugi á því, að fá hann þegar, því að eg veit að hér er enginn sá, að hann hafi eigi áður fullráðið við sig að veita þessu rnáli fast fylgi. Mér er engin þörf að telja rök til þess, að nauðsyn sé á íslenzkum farfána, því að hún hefir ætíð verið rík. En nú er nauðsyn að fram gangi málið. Ber þar einkum til nú, að alt er á hverfandi hveli á þessum ófriðartímum og veit engi, hvenær oss verður meinað að sigl^ undir þeim fána, sem vér höfum hingað til haft með samþykki annars ríkis, þess er fánann á, né heldur veit nokkur hvenær tekið verður fyrir alla flutninga af þeirri ástæðu. Nú er sv'o langt að ná til kon- ungs, að eigi yrði bætt úr í svip, ef þetta bæri að höndum, og er því eigi seinna vænna að bera fram þessa alþjóðarkröfi' svo að vér ná- um fullum rétti vorum hér um. Fullveldisnefndin hefir borið fána- málið fram með þessum hætti sakir þess, að hún hefði ástæðu til að vænta greiðari framkvæmda með þvi. Hinsvegar var henni það ljóst, að þingvilji er jafngildur með þessum hætti sem öðrum. Styrkleik hans ber eigi að meta eftir því með hverjum hætti hann kemur í ljós, heldur eftir því atkvæðamagni sem styður málið og atfylgi þings og stjórnar. Sá ótti hefir komið fram, að Al- þingi léti máiið úr höndum sér með þessari tillögu. En hann er þó með öllu ástæðulaus við það niðurlag, sem er á tillögunni. Því aðeins heimilar þingið þessa meðferð, að það telur sig fært um að veita því heimild. Hér er því eigi játning um hið gagnstæða. Og aðferðin, sem er heimiluð, er flutningur á málinu frá löggjafavald- inu til úrskurðarvaldsins. Hvort- tveggja er íslenzkt og hlýtur þinginu því að vera jafnheimilt að flytja mál- ið aftur frá úrskurðarvaldinu til lög- gjafarvaldsins, þótt svo óliklega færi, að til þyrfti að taka. Alþingi treystir því að stjórnin leggi alla alúð v'ið þetta mál og gen sitt itrasta til að fram gangi. Veit eg með vissu að hún hefir þar að baki fult og óskift fylgi þingsins og þing- menn standa þar allir sem ein nmað- ur. En þingmenn hafa að bakhjalli alla kjósendur landsins, er standa svo fast að þessari einróma alþjóðar- kröfu, að þeir munu nú eigi kiljast v'ið málið, fyr en það er leitt til far- sællegra lykta. Eg vænti þess, að menn sanni mál mitt með samhljóða atkvæðum um tillöguna og samþykki hana í fullu trausti þess, að konungur gefi nú þeg- ar út á ábyrgð forsætisráðherra vors og með undirskrift hans úrskurð sinn um að gera islenzka fánann fullkom- inn farfána í samræmi við tillöguna um einróma viljayfirlýsing þings og þjóðar.” Forsætisráðherra: Ráðaneytið veit hve mikils vert málið er og mun því leggja alla sina krafta fram til að koma málinu fram, og það svo fljótt sem verða má. Var síðan gengið til atkvæða, og sögðu allir, að viðhöfðu nafnakalli, já. Ráðherramir greiddu ekki at- kvæði. —Isafold. ‘Miðlunin’ í bannmálinu. Frumvarp, sem tveir þingmenn í neðri deild hara borið fram, og fer í þá átt að breyta bannlögunum í það horf, að heimill sé aðflutningur á þeim vinum, sem ekki teljast sterk vín, hefir “Isafold” talið miðlun í málinu, sem vænleg gæti v'erið til samvinnu milli bannvina og bann- andstæðinga. Eg hygg að hér sé um algerðan misskilning að ræða. Mér finst upp- ástunga þessi vera á rökrangri hugs- un bvgð frá siónarmiði hvors sem a hana er litið, bannmannsins eða bann- andstæðingsins. Bannandstæðingar finna það bann- lögunum aðallega til foráttu, að þau hefti persónufrelsi manna frekar en önnur lög, að þau fari ranga leið til þess að venja menn af hinni skað- vænu vínnautn, er þau vilja svifta menn tækifærum til þess að uppala menn á þann hátt, að þeir sjálfir sjái skaðsemi áfengisins og neyti þess eigi þessvegna. Sú frelsishefting sem í því kann að felast, að mönnum sé bannaður að- flutningur á áfengi er eigi annars eöl- is þótt bannið nái eingöugu til ste.rku drykkjanna. Ef lögin eru óbærileg vegna persónuheftingarinnar, verða þau í eðli sínu engu betri þótt sú heft- ing nái aðeins til sterkra drykkja. Ef mönnum er meinað að ná í sterka drykki, verða þeir ekki með nautn veiku drykkjanna uppaldir til að sjá skaðsemi hinna sterku drykkja og með því vandir af að neyta þeirra. hvort sem bannandstæðingurinn beit- ir frelsisheftingarkenningu sinni eða uppeldiskenningunni er “miðlunar”- uppástungan jafn tjarstæð. Að hinu leytinu v'erður eigi til þess ætlast að bannmenn viðurkenni veik- ari vín skaðiaus, þótt nokkrir menn séu sem neyta þeirra i því hófi, að svo virðist sem lítt beri á skaðsemi þeirra. óhófleg naut þeirra á sér og mikinn stað. Enginn vafi er á því að alt eftirlit verður margfalt erfiðara en nú, hægra að flytja inn sterka drykki undir því yfirskyni að veik vín séu o. s. frv. Auk þess er óréttlátt að lögvemda áfengislöngun þeirra, sem vanir eru að drekka veik vín og telja sig hafa ráð á því, frekar en áfengislöngun hinna. í reyndinni mundi líta svo út sem slik lög v'æru gefin vegna nokk- urs flokks manna, en ekki vegna al- mennings. Um þetta skal ekki frekar fjölyrt. Eg hefi aðeins viljað benda á, að “veiku vína miðlunin” er ekki vænleg til neinna bóta. Eðlilegast er að stefnunni sé haldið hreinni: algert bann eða ekki. Sveinn Björnsson. —ísafold. BANNFYLGID. Eftir þeim röddum að dæma, sem hvaðanæfa heyrast um bannmálið, þá hefir bannlögunum aukist fylgi. — Um höfðatölu með eða móti verður ekki sagt með vissu, enda öll atkvæða- greiðsla á einu gefnu augnabliki ætíð óáreiðanleg. Hitt þarf engum blöðum um að fletta, að það fylgi sem stofnað var með til þessara laga, það er nú orðið margfalt ákveðnara en það var áður. Þetta er í fullu samræmi við reynslu annarsstaðar. Þar sem áfengisbann er að einhverju leyti gagngert; þar má ekki koma nærri, að lina á því. Enda ofur skiljanlegt mál. Hvað skyldi þeim fjölda manna ganga til að óska áfengis aftur, sem hafa gleymt fýsninni eða aldrei haft hana? Og þessi fjöldi fer auðvitað vaxandi. Þar með er síefna málsins fyrirfram ákveðin. Ekkert bendir á að hún gangi í sjálfa sig, en alt á hitt að hún harðni. Vandinn fyrir löggjafarþingið þarf ekki að vera mikill úr því sem komið er. Stefna bannmanna hefir gersigr- að, og þeim ber skömm eða heiður fyrir alt, hverju er fram vindur héðan af, ef þeirra stefna er látin ráða. Þeir eru líka tilbúnir að taka við allri ábyrgð og réttast fyrir þjóðvald- ið að láta þá hafa hána og fá fram gengt þeim kröfum er þeir gera. — Annað mundi illa þakkað næst er Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf. XT'* •• 1 • tímbur, fjalviður af öllum Nyjar VOrubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetfð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------ Limit.d ----- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG kosningar fara fram. Ef til vill er ekki tekið betur eftir neinu nú á þessu þingi, en því sem snertir bannmálið. Það er vegna þess að í því máli fylgjast svo marg- ir með í öllum atriðum. Þess vegna gleymist ekkert orð né atvik. Einskis máls sögu munu eins margir.kunna frá upphafi eins og sögu þessa máls. Það sýnir að ítökin ná niður úr yfiíborðinu. Málið er mál þjóðarinn- ar en ekki þeirra einstöku manna, sem eru verkfæri þess. Andbanningar hafa gert menn út til þess að safna undirskriftum undir áskorun um skerðingu bannlaganna. — Þar sem vitanlegt er hvað mikill . fjöldi manna er reiðubúinn að lána nöfn sín jafnvel á vafasama víxla, þá má fyrirfram gera ráð fyrir mönnum hundruðum saman, sem af greiðvikni skrifa undir hverja svo að segja í- smeygilega orðaða áskorun um að koma einhverju máli “í viðunanlegt horf” — án þess að krefja neins frekari reikningsskapar. — Þessum hóp hafa andbanningar m. a. verið að smala undanfarið. I trássi við fjölda bannmanna, sem álítur undirskriftasmölun bannmálinu á núverandi stigi ósamboðna, v'oru allmörgum bindindismönnum hér í Reykjavík samt sendir áskorunarlist- ar um bætur á bannlögunum og gæslu þeirra, og þeir beðnir að safna undir- skriftum fkauplaustý. Eins og gefur að skilja, eru menn mjög misjafn- lega sporliðugir, og má það því heita góður árangur, að nú eru komnar undirskriftir nær 2000 kjósenda á þennan hátt. Rétt fyrir þingbyrjun sendu 15 prestvígðir menn í Reykjavík áskorun til presta landsins um að láta álit sitt í ljósi um bannlögin. Eru nú þegar komnar áskoranir frá um 60 prestum, um að bæta lögin og herða á gæzlunni Þótt þessar atkvæðasmalanir, eink- um þó bannmanna, nái ekki til heild- arinnar, þá sýna þær þó svo mikið, að. bannmenn munu alls óhræddir þora að stefna málinu til leynilegs þjóðaratkvæðis hvenær sem er. Aftur á móti er lítt skiljanlegt að nokkur óski slíks þjóðaratkvæðis nú, og ef andbanningar gjöra það, þá gæti það ekki skilist öðruvísi en sem ósk um vopnahlé og “gálgafrest”. öll viðleitni þeirra stefnir að því, að streitast gegn vísu ofurefli á móti því að lögin nái tilgangi sínum. Hitt er þeir úrkular vonar um fyrir löngu, að fá þau aniumifl. Þeirri stefnu er haldið fram til málamynda, því hún er frjálsmannlegri útlits en lögbrots- stefnan. /. H... —Visir. Málleysingja skólinn. Thomas H. Johnson ráðherra hefir sérstaklega mikið gefið sig við ýms- um siðbóta- og mentamálum síðan hann kom í stjómina. Hann var á þingi sem um þau mál fjallaði suður i Bandaríkjum í hitteð fyrra, og hann tók mikinn þátt í hinu fjölmenna sið- bóta þingi, sem hér var i|aldið árið sem leið. Meðferð þeirra, sem að einhverju leyti eiga erfitt uppdráttar sökum lík- amlegs- eða andlegshæfileikaskorts hefir verið eitt af því sem hann hefir mjög látið sér ant um. Meðal þeirra sem þeirri ógæfu liafa mætt eru mál- leysingjar; stjórnin hefir gert mikið til þess að fullkomna mentun þeirra og meðferð og vill gera þá svo úr garði að þeir verði færir um að v'inna sér brauð. Málleysingja skól- inn fyrir þetta tímabil er nú nýbyrj- aður; eru á honum 150 manns og hefir hann bráðabyrgðar húsnæði í búnaðarskóla byggingunni. Sá heitir Dr. H. J. McDermid, sem þar er skólastjóri og er haft í hyggju að býggja stóran og mikinn skóla síðar meir fyrir þessa stofnun; ef til vill í sambandi við aðrar stofnanir. 8 6 Jj S K I N og ef til vill aldrei vakrvaS — já, andast i skóginum þar. J&, hver getur sagt, hvaSa þrautir hún leió, e8a hvernig hún Ilfinu sleit? Oft hefir veriS aS því spurt, en enginn maður það veit. ■ IAL8KIN kvæði. pið ættuð sem flest að læra þau. Sólskin birtir í dag kvæði cftir hann, sem gaman væri fyrir ykkur að læra og lesa upp á samkomum. “Segðu mér söguna aftur, söguna þá í gær, um stúlkuna litlu með ljúfu augun og ljósu fléttumar tvær.” þetta fallega erindi er í einu kvæðinu hans. Lærðu það og gleymdu því aldrei. pað getur vel skeð að Magnús Bjamason skrifi einhverntíma aftur sögu eða kvæði í Sólskin því hann er sannur bamavinur. íslenzki sveinninn í sjúkra- húsinu. Aumingja sveinninn — íslenzki sveinninn — í sjúklinga-sal hann lá, svo fyrirtaks fagur — þó fölur og magur — með vonarsvip enninu á. par þekti hann engan, og engan hann skildi; og enginn gat sagt eða sýnt, hvað hann vildi. Hans vit jaði’ ei nokkur, með vinarhönd mjúka, af elsku sem hagræddi höfðinu sjúka. Hann átti’ ekki systur, og ei átti’ hann bróður, fjær vom frændur, og fjörvana móðir; en átakanlegast af öllu var þó: að iðjulaus sat faðirinn í víndrykkju-kró. * * * Feður og mæður, frændur og bræður vitjuðu vina. sem voru þar líðandi, og hughreystu hina, sem hryggvir og kvíðandi, stynjandi, stríðandi störðu á dauðann, og djúpið í dimmunni — á endirinn auðan! Aumingja sveinninn — íslenzka sveininn — ei komu menn til að sjá. En engill hins síðasta svefns — og hins blíðasta — sænginni staðnæmdist hjá. J. M. B. LITLA STÚLKAN. Seg'Su mér söguna aftur — söguna þá I gær — um litlu stúlkuna, me8 ljúfu augun og ljósu flétturnar tvær. Var hún ekki fædd úti’ á íslandi, og alin þar upp á sveit, og send hingaS vestur á sveitarinnar fé — me8 sakna8ar- tárin heit? Hún var þrettán ára, ’eBa þar um bil.—-Jú, þa8 voru þln or8. pú sag8ir, a8 sárt hef8i’ ’ún grát!8, er settu þeir hana um borS; Og þá gusurnar gengu’ yfir skipiS, sem gnötra8i og veltist á hii8, þá ba8 hún svo vel, og þá ba8 hún svo heitt: "æ blPssaSir snúiS þi8 vi8!” Aumingja barn! þa8 var ósköp sárt! En átakanlegra var hi'tt, ” þegar vestur hún kom til Winnipeg, og vildi sjá skyldfólkiB sitt, aS fólki8 hennar var fariS — hún fann þa8 ekki þar. Pú sagSir, a8 þér hefSi runniS til rifja, hve raunaleg hún var I innflytjenda-salnum, er sat hún svo sakleysisleg og hljóS, og reyndi a8 hylja me8 hyrnunni sinni’ ’18 heita táraflóS. Var kyn þó væri’ hún döpur? Oevíst var þa8 nokkuS hart, a8 segja vi8 ’ana: "Hættu aS hrmt! — Hestarnir koma nú snart. — MeS karlinum keyrir8u út á land, og kemst þar I góSa vist. Skældu’ ekki meira! — Skárr’ er þa8! — Eg skal þá verSa bist!” Svo fór hún einhverja langa léi8 út á land. — E8a var ekki svo? Og fremur gott var fólkiS vI8 hana fyrstu dagana tvo. En svo þrutu gæ8in meir og meir; og margsinnis var þaS hún grét, þá kerlingin krepti hnefann, og karlhróiB fólsiega lét. þau böröu’ hana, trúi’ eg, svo bólgin hún var, og blæddi’ undan svipunni þrátt; þau létu’ hana vinna, þó væri hún sjúk — já, vinna alt stórt og smátt. Henni leiddist svo mjög; hana langa8i heim. Já, láttu mig heyra um þaö, þegar hún tók til þess barnslega brag8s, aö búast um nótt af sta8. Hún komst út um gluggann meS kistilinn sinn; — en kol- dimm var nðttin og Iöng — svo hljóp ’hún til skógar, éins hart og ’hún gat. — Hún hræddist ei myrkviSar-göng. Hún þekti’ enga Iei8, eins og vonlegt var. Hún viltist. Hún misti þrótt. Og hver getur sagt, hvert hún lenti, eSa hvaS hún lei8 þá nótt? En líklegast hefir hún lagt sig t'il svefns, þá lúin hún or8in var, ) Æ seg8u mér söguna aftur — söguna þá I gær — um litlu stúlkuna, meö ljúfu augun og ijósu flétturnar tvær. •J. Magnús Bjamason. Smaladrengurinn. pað þyrlast upp úfin skruggu-ský yfir skógarins grænu rönd, og lognaldan kveður syo kaldranaleg í kyrðinni’ út með strönd. En gusturinn þýtur í toppum á trjám, svo titrar hvert lauf á grein; og út úr myrkviðar-fylgsnum flyzt svo fárlegt eimdar-vein. pað heyrist samt ekki til kýr-klukknanna, þó komið sé undir nótt. En verði ekki mjólkað í tæka tíð, þá tautar húsfreyja Ijótt; og fari’ ekki smalinn strax af stað, mun stafa’ af því hrygð og tár; — eða komi hann aftur, en kýrnar ei, þá kemur til vöndurinn sár. Hver hirðir um hamingjulítinn og huglausan smalapilt, tólf vetra gamlan, sem engan á að? — hver ærist, þó hann fari vilt ? Vill nokkur vægja þeim vesaling, þegar veikur og kvíðinn hann er? Er nokkur, sem reynir að ráða bót á þeim raunum, sem hjartað hans ber? Hann má ekki kvarta’, hann er muanðarlaus, og marklaust alt hans hjal; og því, eins og rakki’, er hann rekinn af stað út í rökkrið, í myrkviðar-sal. Svo skellur á veðrið, með skruggu-gný og skaðræðis eldinga-flug, með steypiregn og storm, sem vinnur á sterkustu eikunum bug. * * * Ársólargeislamir gylla ina grænu skógarins rönd, t og sogandi logn-aldan suðar við sandinn inn við strönd; hjá hliðinu glamrar í kýr-klukkunum, og kátt er um skógar-geim; en vesalings smalinn, sem engan á að, er enn ekki kominn heim. J. M. B. Bréf til Sólskinsbarnanna. pað er oft á málverkum og myndabókum að veturinn er málaður eins og fallegur gamall mað- ur, með hreinan svip, en þungbrýnn nokkuð og harðneskjulegur, sem á aö lýsa talsverðri lífs- reynslu og sársauka. Brimhvítt skegg, sem tek- ur honum á bringu er hann látinn hafa, með hendur liggjandi í skauti, eins og eftir aflokið dagsverk. En aftur á móti er sumarkoman eða vorið málað eins og mjög fagurt og elskulegt barn, rjóðleitt og brosandi ofur bhðlega. pað hefir blóm í hárinu, en fíflaleggjakeðju um hálsinn og kranz úr laufum á húfunni sinni. í kveðju skyni hefir það (barnið) tekið ofan húfuna, þar sem það stendur frammi fyrir vetrinum og starir undrandi á þenna undarlega mann með gráa hárið, hvíta skeggið og harðneskjulega svipinn, sem smá hverfur af andlitinu, þangað til loks að hann er alveg horfinn ög gamli maðurinn breiðir út faðminn og brosir svo hlýlega, en bamið fleygir sér áhyggjulaust í faðm hans og grúfir sig svo innilega undir vanga hans. Gamli maðurinn finn- ur svo unaðsfullan yl og ilm um sig allan að hann sofnar þegar værum svefni og er vonum bráðar kominn inn á land draumanna, þar sem alt er svo undarlegt og fallegt. — Og þannig er því landi bezt lýst: að það hefir ekki auga séð, ekki eyra heyrt, og í eínskis huga komið. — Kæru börn, sem kennið ykkur við “Sólskin” og sem hafið svo oft sólskin í huga ykkar innan um litlu skuggana, sem við getum kallað barnslega sorg, — því æskan hefir sínar sorgir og áhyggjur að sínu leyti eins og fullorðinsárin og jafnvel elli- árin, — en skuggarnir eru hverfandi fyrir sól- skininu, sem uppfyllir huga ykkar. pað er eins og segir í vísunni: “Æskan, hún er svo Ijúf og létt, lífið með ró hún tekið getur, hvort henni gert er rangt eða rétt, rótfast hún ei á hjartað setur. Hún grætur þá henni gert er mót, en gleðjast aftur hún er svo fljót.” Já, kæru böm! Við gamla fólkið erum ekki ósvipað vetrinum. pið hafið kastað sólargeislum í fangið á vetrinum, svo karlinn hefir brosað á- nægji lega og strokið mjúklega skeggið. Og þið

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.