Lögberg - 10.01.1918, Síða 5

Lögberg - 10.01.1918, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1918 6 Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllura tóbakssölum að segja, heilar rímur utan að. Með öðrum orðum: tók meira ástfóstri við rímumar en aiþýð- an gerir við mörg nútíðar skáldr ritin. Rímnaskáldin komast líka vel frá verkinu alloftast, og það þótt “hátturinn” sé vandasamur. — Og satt að segja geta þær hitað um hjartarætumar sumar hverj- ar þó í rímum séu, t. d. vísumar þessar í Hjálmarskviðu eftir Sigurð Bjamason, — pær eru teknar af handahófi: Renna sláttar unda ár, enn fjörs hátta notin. Tvenn mér átta svíða sár, senn er máttur þrotinn. Rimmugígju greiddi’ úr hlekk, grimmar frí við sorgir. Dimman gný við fleina fékk fimm og tíu borgir. Grunur rætast fer nú frá, funa vætu þrúði. Una sætan — meðan má — muna læt hjá brúði. Auðar hrifinn hrundu frá hauður yfir þara, rauða drifinn dögg jeg má dauða klifið fara. Geri þeir betur nú, lærðu skáldin Og svipur er yfir lýsingunni á hesti Tútós í Tútósrímum, eftir Hallgrím lækni Jónsson: Jórinn stranga burði bar; í bjór á vanga Fjörgynjar stóra og langa skurði skar; skór af spangastáli var. Mjög sig teygði mjóstrokinh, makkann sveigði gullbúinn. Grjóti fleygði fótheppinn, fögur beygði munnjáminn. Undan fótum flaug eldur, fróns á hnjótum stál syngur. Orustuhótum alvanur, Otursbótuhi reifaður. Ekki dettur þetta í sundur af efnisleysi, þótt klárinn troði ekki “tunglakrapa” eins og Sleipnir. Tæplega verður meiri þróttur fundinn í hestslýsingu, og missa ekki sjónar á veruleikanum. — En ágæti rímnakveðskapar sjá nú fleiri en alþýðan, og það er eflaust eitthvað mikið í þær spunnið, þegar sum stórskáldin vor dáðst að þeim og vegsama þær. Rímnasmíðin var svo ná- komin sagnahneigð íslendinga, að vét teljum það mjög eðlilegt að hugur fortíðarskáida drægist fastar að því en öðru. — Skam- degiskvöldin íslenzku eru oft dimm og dapurleg. pá er ágæt- ur tími til að láta hugan reika víða” — með persónum sögunn- ar. Og eflaust hafa fleiri hugs- að á svipaða leið og Bólu-Hjálm- ar: Millum hríða hreysi frá heims um víða geima hvarflar tíðum sefi sá, sem að níðist heima. pað verður naumast hrakið með rökum að þessar og þvílíkar al- þýðuvísur fela að einhverju leyti í sér skáldskap og rímfegurð. pær vekja sín áhrif, sem eru samræmi við efnisblæinn. Og margar orða betur gild og góð lífssannindi en langt óbundið mál, t. d. þessi alkunna staka: Dropinn holar harðan stein; hvöss vindgola sveigir grein; ellin þolir ekkert bein: einatt hvolast blæja hrein. Svipuð henni er vísa Nikulásar skálda: Dropinn hægt og harðneskju- laust holar steininn, þannig opnar þankaleynin þrálesningin mentasveininn. En það er meiri speki í henni. — Eftir Níels er og þessi: Varminn breytir vatni’ í loft, vatnið frost til reiðir. Ástin harm, en hatur oft harmur af sér leiðir. Verður ekki annað sagt en að spaklegri samlíking sé hér fyrir komið í stuttu máli. Svona líta þá út myndirnar, sem alþýðustökurnar bregða upp fyrir oss. Efnið er breytilegt og oft tekið “inst af þankanna grunni”. En aðalgildi þeirra felst í því, að einhverstaðar, þó ekki sé nema í einum drætti sjást merki hreinnar listar og fegurð- ar. Og dýpri og hreinni ósk, í látlausum búningi en smekkleg- um, sjáum við ekki að öllum jafn aði, sem þessa: Friðarins andi yðar standi öllum grandi sneiði, alskínandi lífs á land leið án vanda greiði. En höf. þeirrar stöku er vest- firzk kona — Guðrún hét hún. Flest er undirorpið eyðilegg- ingu, annað en góðar vísur: Falla tímans voldug verk, valla falleg baga-------- segir Einar skáld Benediktsson forkunnar vel. pað hefir sann- ast og mun sannast meðan þjóð- in lifir. —óðinn Margeir Jónsson. í Leiðrétting. Red Cross kvittaninni frá Th. Thorsteinson bankastjóra í síðasta blaði, misprentaðist upp- hæðin frá Vestfold, Man. — Upphæðin varð tveimur dollur- um of lág; átti að vera $22.10. dygðaríka kvenfélagi Eyford- bygðar, hjúkrunarkonu hjálpina, þegar eg lá veik í tólf vikur, og gjöf þá, að upphæð $30.00, til að borga með stúlkunni sem hjá mér var. Og nú síðast hina skjótu sendingu $20.00, þegar brunann bar að. f þessu- sam- bandi finst mér skylt að geta þess, að sama félag, sem hefir það markmið að líkna nauðstödd- um, hefir einnig gefið Helgu systur minni (Mrs. Savage) $20.00 í hennar brýnu þörf. Sömuleiðis þakka eg þessum: |Mr. og Mrs. M. Benjaminsson i $5.00, puríði Magnússon $5.00, Mrs. G. Skúlason $1.00 og fleira, Mr. Sigm. Sigmundson $1.50, Björns ólafssonar heimilisfólk, sem hefir reynst mér og syst- kinum mínum eins og beztu for- eldrar, sendi mér bæði peninga og margt fleira. Einnig þakka eg þeim hérlendu mönnum fyrir þá 10 til 20 dali, sem þeir skutu strax saman og færðu mér, þeg- ar eg var borin út úr brunanum. Alt þetta góða fólk bið eg Guð að blessa og drýgja efni ! þess, á þessum hörmunganna I tímum og æfinlega. pess bið eg af öllu hjarta, því það er það | eina sem eg get gjört. Svo óska eg að endingu öllu þessu likn- sama fólki gleðilegs nýárs og alls góðs í framtíðinni. Bjorg Ásgrímson. Hovre, Montana. Við undirrituð þökkum öllum þeim kunningjum og nágrönnum okkar, þá hina miklu velvild og heiður, er þeir auðsýndu oss í sambandi við silfurbrúðkaups- dag okkar, þann 9. des. sl., fyr- ir þá höfðinglegu gjöf, 75 dati í silfri, og öll þau hlýju orð og vinahót, sem oss voru sýnd í sambandi við þennan merkisdag í lífi okkar, mun oss seint gleym- ast. Elfros, Sask., 7. jan. 1918. Tímóteus Guðnason. porbjörg Guðnason. ALLA pESSA VIKU Síðdegisl. miðvikud. og laugard. Hinn bezti dráttlistar gamanleikur “The Katzenjammer Kids” ALLA NÆSTU VIKU Síðdegisleikir á hverjum degi Hin mikla hugmyndasaga eftir Jules Veme “20,000 Leagues under the Sea” Hrífandi viðburðir í djúpi sjávarins pakkarorð. Hovre, Mont., 31. des. 1917 Hér með votta eg undirrituð, fyrverandi nágrönnum mínum og nokkrum sönnum mannvinum í Eyford bygð, N.-Dak., mitt innilegasta þakklæti fyrir alla þá góðu hjálp og umhyggju, sem það líknsama fólk hefir sýnt mér, bæði undanfarin ár, og eins síðan eg flutti til Hovre, Mont., þar sem eg veiktist á ný, og eg varð fyrir því óhappi að kvikn aði í húsinu sem eg var í, og brann mest alt sem eg átti. En mér og litlu stúlkunum mínum varð bjargað, fyrir Guðs og góðra manna hjálp. f fyrsta lagi þakka eg hinu 500 íslentlingar óskast til a6 lœra bifreiSa og gasvéla iðn í Hemphill skóla, sem hefir stj<5rnarleyfi I Winni peg, Regina, Saskatoon og Edmonton. Herskylda er lögleidd í Canada og hundruS þeirra manna er stjórnuSu bifreiiSum og gasvólum ver8a aS hætta þeim starfa og ganga i herinn. Hér er tækifæri fyrir þig aS læra góSa iSn og sem ekki tekur þó nema fáar vikur að læra og taka eina af þessum stöS- um, þar sem kaupið er frá $80 til $200 um mánuSinn. Vér kennum y8ur og höfum áhöldin sem meS Þurfa, bæði aö kénna y8ur( a8 .stjórna vélum og gera vi8 þær. Svo sem þessar: Blf- rei8um, flutningsvögnum, gasvélum og skipsvélum. Aðeins 6 vikur til náms. Áhöld ó keypis. Vinnuveitenda skrifstofa vor hjálpar y8ur til aS fá vinnu eftir aS þér hafið lært. Láti8 ekki dragast a8 byrja. KomiS strax. ökeypis lækningar. Gangið á þá stofnun sem næst ySur er. Hemphills Motor School, 220 Pacific Ave., Winnipeg. 1827 Railway St., Regina. 20th St. East, Sasltatoon, og 101 St., Edmonton. og Calgary, Alta. Byrjar MiSvikudaginn 9. Janúar 1918 að sporvagnar nema staðar til að taka fólk ÁÐUR EN FARIÐ ER YFIR KR0SSGÖTUR En EKKI eftir aíf fariíf er yfir götuna eins og verið hefir. Þetta gildir á eftirfylgjandi stöðum: Sargent og Sherbrooke Portage og Donald Ellice og Donald Notre Dame og Donald William og Donald Logan og Donald Portage og Sherbrooke Notre Dame & Sherbrooke William og Sherbrooke Logan og Sherbrooke William og Arlington NotreDame og Arlington Sargent og Arlington ATHITÍMH Sporvagnar sem renna SUÐUR Don- AinUUlLl—aiaSt. stanza að SUNNANVERÐU á Portage Avenue. Stanzað verður hjá stólpum sem hvítmálaðir eru hvar helzt sem því verður viðkomið. WINNIFEG ELECTRIC RAILWAY COMPANY miiiH)fumiiiiiiiiiniii:niiiniiimi;ímiMiiif;::fi:ir. mHiimiiiittiiiiiiiuHiþimitiiUuuuniiiimi mSmSSammmmi'm l!llllllipi!l !l!ll!!!nlUI Kv iðslit lœknað. Fyrir nokkrum árum sít5an, var eg að lyfta kistu og kvitSslitn^aði. L.æknirinn kvatS uppskurð hið eina nauösynlega. Um- ^útiir komu atS engu haldi. AtS lokum fékk eg þó tangarhald á nokkru, sem læknaði mig aigerlega á ðkömmum f^íma. SítSan eru litSin mörg ár; eg hefi unnið erfiða vinnu, sem trésmiður og aldrei orðið misdægurt. I»að var enginn uppskurðtir, enginn sársauki, ekkert tíma- tap. Eg sel ekki neitt, en eg er reiðubúinn að gefa yður fullnægjandi upplýsingar að þvi er til lækningar kviðslits kemur. Skrifið mér. Utanáskrift mín er Eugene M. Pullen, carpenter, 817 D Marcellus Avenue, Manasquan, N. J. Pér ættuð að klippa úr blaðinu þenna miða og sýna hann þeim, sem þjáðir eru af kviðsliti — þú getur með þvl bjargað lifi þeirra, dregið úr þrautum, sem kvið- sliti eru samfara„ og komið í veg íyrir hugarhrelling 1 sambandi við uppskurð. Hogir.’.U11 LODSKINN Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hsesta verði íyrir ull cg lcðskir n.skrifið Frank Massin, Brandon, Mán. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldonn. 8 NLIKIH Veturinn. — ísinn breiðist yfir lá undir heiði bláu, geymir neyð og frosti frá fiska seyðin smáu. , Norður-loga-ljósin há loft um bogadregin, himins vogum iða á af vindflogum slegin. Gegnum háu himins þá höfin sjáum blika stjörnur smá, þær ljósin ljá um loftið gljá og kvika. Sem gullreimuð blæja blá breidd sé eimi viður, ljósin streyma ofan á okkar heima niður. Margt í huga hvarflar mér um himinbuga setur, en orð ei duga að dást að þér dýrðauðugur vetur! Sigurður Breiðf jörð. SKRÍTLUR. Uppástunga. Sveinn litli lét illa, svo að móðir hans varð byrst við hann og sagði honum að fara í skammar- krókinn og skammast sín þar. Sveinn fór í krók- inn og stóð þar dálitla stund, en af því að hann heyrði til hinna barnanna, sem voru að leika sér, eirði hann þar ekki og kallar til móður sinnar: “Mamma, má eg ekki fara inn til bamanna og skammast mín þar áfram?” Kennarinn: “Hvaða orð er egg ?” Pilturinn: “Nafnorð”. iKennarinn: “Hvers kyns?” Piltur- inn: “Já, það er ekki hægt að ákveða það, fyr en unginn er kominn úr því”. Húsbóndinn: (við dreng, sem er nýkominn á heimilið). “Hefir nú ráðsmaðurinn sagt þér, hvað þú átt að gjöra í dag?” Drengurinn:, “Já, eg á að vekja hann undir eins og sést til þín”. Sennilega. Valdi: “Er það satt, mamma, að mennirnir ^éu úr dufti ?” Móðirin: “Já, bamið mitt!” Valdi: pá þykist eg vita, að negramir séu þá úr kola- dufti”. Með því móti! Magnús: “Hann Gunnar kunningi okkar datt. ofan úr 30 feta húsi í gær, og meiddi sig þó ekkert! Jón: ‘pað er ómögulegt!” Magnús: “Jú, hann datt úr útidyrunum niðri”. Sonurinn: “Pabbi, hví eru myndirnar í um- gjörð?” óli gamli: “Annars sæju málararair ekki hvað þeir ættu að mála langt”. Á hárskerastofu. Gestur: “Hví segið þér alt af þessar voðalegu ræningjasögur, þegar þér klippið?“ Hárskerinn: “pað er miklu auðveldara að klippa menn þegar hárið fer að standa á höfðinu á þeim”. Líku líkt. A. : “pað er afmæli konunnar þinnar á morgun, hvað ætlarðu að gefa henni?” . , B. : “pegar mitt afmæli var, þá gaf hún mér fallega kaffikönnu, nú held eg að eg verði að gefa henni í staðinn langa tóbakspípu”. Fiskimaðurinn. Wessel sá heldri mann vera að dorga með fiskistöng; hann virti fiskimanninn fyrir sér. Hinn varð reiður af því að Wessel skyldi vera að horfa á sig og spurði: “Á hvað gónið þér?” “Eg horfi á fiskistöng yðar”, svaraði Wessel. “Vitið 'þér þá hvað fiskistöng er?” spurði fiskimaðurinn. “Já”, svaraði Wessel, “þáð er prik með ormi á öðrum endanum en iðjuleysingja á hinum”. Sólskinssjóður. Frá bömum Mrs. Thomson, 502 Toronto St. Ágústa Thomson........................ $ .50 Jósef Tomson..........................I .50 Gúðrún Thomson.............................50 Friðrik Bjamason, Wynyard, Sask. ...... .25 Rúna Bjarnason, Wynyard. Sask.............20 Guðrún Murel Goodman,Milton,D. Dakota .. .25 Ragnheiður Goodman, Milton, N. Dakota . . .25 Alls...............$ 2.45 Áður auglýst ... . . $896.75 Nú alls.............$899.20 III. ÁR. WINNIPEG, MAN. 10. JANÚAR 1918 NR. 2 Jólasaga. pað var aðfangadagskvöld jóla. Á prests- setrinu Hlíð voru menn búnir að útiverkum. Gest- ir vom nokkrir komnir, einkum böm, sem pYest- konan hafði boðið til að sjá jólatré og unglings karlmenn og kvennmenn, sem ætluðu fram eftir nóttinni að æfa sig á jólalögunum undir morgun- daginn með organistanum. Presturinn var búinn með jólaræðumar sínar og var að tala við fólkið í baðstofunni, en prest- konan var að hella kaffinu í bollana. Bömin voru öll sezt umhverfis stórt borð og á borðinu vom diskar með lummum, jólabrauði og öðru góðgæti. pá var barið á dyr. Sá er til dyra fór, kom inn aftur og sagði, að Einar í Holti væri kominn og vildi tala við prestinn. Einar í Holti var bláfátækur maður. Hann átti átta böm, og var hið elzta þeirra á tíunda ári, hið yngsta 5 vikna. í Holti höfðu gengið mikil veikindi framan af vetrinum, kíghósti í bömunum og lungnabólga í Einari sjálfum. Sigríður, kona hans, hafði alið barn í fjórðu viku vetrar. Dáð- ust allir að því þoli og þeim kröftum, sem hón hafði til að bera, þar sem hún, nýstaðin af sæng, hafði orðið að vaka yfir bömunum dag og nótt við lítið og óhentugt viðurværi. “pað hefir líklega dáið eitthvert bamið þar”, sögðu sumir; aðrir hugðu annað mundi vera er- indi Einars. “Hann hefði látið það erindi bíða til morguns”, sögðu þeir, “en ekki gjört sér ferð núna í þessu veðri”, því það var kólga og skaf- renningur. “pað vildi eg að hann væri ekki að sækja þig, góði minn”, mælti prestkonan. “Mér þætti lítið koma til skemtunarinnar í kvöld, ef þú værir ekki heima, heldur yrðir að vera á ferð í þessu veðri”. Presturinn gekk fram til Einars, hélt hann á ljósi með sér, og leiddi hann til stofu. Erindi Ein- ars var að sækja prest til að þjónusta konu sína, sem nú var orðin veik, og mjög þungt haldin. Meðan Einari var veittur beini, bjó prestur sig í snatri, og var nú sem öll gleði væri horfin af heimilinu. Bömin kváðust ekkert gaman hafa af jólatrénu eða neinu, fyrst pabbi væri ekki heima, og alt fólkið var hugsandi út af heimilisástæðun-, um í Holti. “Látið þið mig ekki heyra þetta, góðu börn; hugsið til baraanna í Holti, hvað þau eiga bágt, þau fá nú ekkert kerti eins og þið og ekkert gott, þau geta ekki haft ánægju af neinu, þau eru svöng, þeim er kalt, og nú er mamma þeinra líklega að deyja. Getið þið nú ekki verið ánægð, þótt eg sé ekki heima rétt í kvöld, þið sem eigið í alla staði svo gott. pegar eg er farin skulið þið kveikja á jólatrénu ykkar. Nei, þið skulið gera það núna strax, áður en eg fer. Og ef þið fáið eitthvað fallegt af því, þá skulið þið senda börnunum í Holti einhver gull. Verið getur að það gleðji þau í svipinn, að minsta kosti yngri bömin. Gunna litla hefir nú reyndar annað að hugsa, en að leika sér. Hún er á 10. árinu, eins og þú Sigga mín, og verður að vera bæði í fjósinu og eldhúsinu, og svo þess á milli að hjúkra móðir sinni og .sjá til með yngri bömunum, því þar er enginn fullorðin kvenn maður á bænum, nema mamma hennar, sem nú liggur fyrir dauðanum”.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.