Lögberg - 01.08.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.08.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir loegsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 41T * 31. ARGANGUR WINNÍPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN . 1. AGÚST 1918 NUMER 311 r I I ANBVAKA. Kvæði þetta, sem er frumort, er úr gamalli sögu, sem enginn hefir lesið, og er mín eigin. — Höf. Hví má eg ei sofa — sofa — — — sofa unz að skýin rofa? Svefn úr brjósti seiðir harrna, svefninn einn á friðararma. Grúfir myrkur gusti vakið; gnauðar ömurlega’ um þakið; lémagna eg ligg á beði, líf og sál og — alt í veði. Hví er mér um svefninn synjað? Sé eg ei né fæ ]^að skynjað. Hví er lífs mér korfinn styrkur? Hví er þetta dauðans myrkur? Hví sést aldr'ei himinn heiður? Herra ljóss mér víst er reiður. Hversu má eg þreyja — þreyja, þegar vonir lífsins deyja? Heljarmyrkur hugann skyggja, harmar þungt á sál mér liggja-- grimmri nætur-möru marinn, marinn, tættur, farinn — farinn. Sortann eigi sér í gegnum —; sálin vakin kvíða megnum. Gustur nætur gluggann lemur, gestur einn er til mín kemur. Sólveig þreyð! Ó, sál míns anda! Sveif hún burt með Dag til stranda? Svo er víst, —* því síðan eigi sál mín hefir fagnað degi. Lífið alt hún geislum glæddi, grimmar nornir burt hún hræddi, hrein, sem lauguð upp úr ægi Eygló rísi’ að morgunlagi. Kæmi ’ún nú í krafti sínum, krypi o’nað beði mínum, léti á mig augun skína, endurfæddi ’ún sálu mína. Hún á sína hvítu arma, hjarta tendrað ástarvarma-------— En eg þrái’ að sofna-----sofna sorgum frá unz skýin rofna. Mun ei bráðum birta í glugga? bruna ljóss-ör gegn um skugga? ársól þráð úr ægi rísa og í þessi myrkur lýsa ? Steinhljóð. En sem út til stranda unnarkvein við nakta granda heyri’ eg regnslög gustmædd gnauða grátnið lík — í myrkri dauða. Jón Runólfsson. Haustið 1892. BANDARIKIN Upphlaup varð 29. þ. m. íPhila- delphia á milli hvítra manna og negra, einn lögregluþjónn var skotinn til dauðs, og sjö menn særðust, sumir hættulega. 50 manns hafa verið teknir og hneptir í varðhald t StríÍSskostnaSur Bandarikjanna er kominn upp í 1393587700. Þau þurfa nú 50.000.000 á dag til þeirra þarfa, -eða meira en $ 2,000,000 á hverjum •klukkutima* A3 undanförnu hafa Bandarikja- menn ekki tekið neinn þátt i viöureign Itala og Austurríkismanna á suöur- vígstöðvunum, að öðru leyti en því, að þeir hafa tekiö þátt í loftflota- deild Itala, bæði með því að senda æfða menn og eins loftför. Nú segja síðustu fréttir að þeir hafi einnig sent fjölmennan lapdlier, sem um þessar mundir er að taka þátt í sókninni þar. BRETLAND Stórkostlegt verkfall hefir staðið yfir á Englandi undanfarið; hafa það 1 aðallega verið menn þeir, sem vinna að skotfæraframleiðslu, er verkfall þetta hafa gjört, og er sagt að alt að 200,000 manns hafi tekið þátt i verk- fallinu. Sagt er að fjöldi af ungum tnönnum, sem fyltu pláss þeirra nianna, sem í herinn voru kallaðir, hafi látið mikið til sín taka í sambandi við verkfall þetta, og er það gefið í skyn að þeir hafi gripið til þessa ó- yndis úræðis til þess að reyna að gjöra samherjum ómögulegt að halda áfram striðinu, og neyða þá til þess að semja frið, svo að þeir geti losnað við að fara í striðið. Leiðtogar þeirra, sem eru sjálfkjörnir, því þeir hafa neitað að taka nokkurt tillit til vilja verkamannaleðtoganna viður- kendu, hafa og mjög blásið að þessum kolum; farið svo langt, eftir því sem blöðin segja, að krefjast þess að stjórnarformaðurinn á Bretlandi, Lloyd George, yrði rekinn frá völd- um, og heimtað að Bretar legðu nið- ur vopnin. Ef slikar fréttir eru sann- ar, sem maður hefir ekki ástæðu til að efast um, þá þarf maður ekki að vera í neinum efa um það, hvaðan sú alda er runnin. Ennfremur kvað óánægja í sam- bandi v'ið þetta verkfall hafa stafað frá þvi að þessir unglingar, eða ungu menn, sem pláss æfðra manna, sem í stríðið fóru, tóku, unnu upp á akkorð, en ekki upp á daglaun, en urðu brátt fullnuma i iðn sinni, svo að þeir unnu sér inn meiri peninga heldur en þeir sem föst, laun höfðu í þesum skot- færaverksmiðjum; en út úr þvi urðu þeir óánægðir og kröfðust þess að jþeim væri gefin sömu réttindi hvað kaupgjald snerti og öðrum mönnum. Annaðhvort, sögðu þeir, verður að takmarka svo framleiðslu þeirra manna, sem upp á akkorð vinna, að þeir beri ekki meira úr býtum en við, eða að við neitum að vinna með þeim. Sagt er að samkomulag sé komið á að einhverju leyti og margir af verkfallsmönnum farnir að vinna aftur. Sir Eric Geddes, sjóflotaráðherra Breta, sagði nýlega í ræðu, er hann flutti i Lundúnum, að Ameríkumenn ættu nú 250 herskip, sem ynnu í sam- einingu, og væru sem eitt með sjó- Heiðursgestur á Islendingadeginum í W.peg Einar Jónsson a flota samherja, og að sú tala yrði bráðlega aukin að mun, og að viða væri hægt að sjá góða samvinnu og samúð samherja, en hvergi betur en á þv'í svæði. CANADA Verkfall póstmanna heldur enn á- fram, og lítur að engu betur út nú, en það gjörði þegar blað vort kom út síðast. Póstflutningurinn safnast fyrir í pósthúsinu og engin bréf né blöð, sem með pósti eru Send, fara út um bæinn né út úr honum. Stjórnin hefir boðist til þess að bæta kjör sumra póstmannanna að nokkru. En hefir ekki enn gengið inn á aðal-kröfu póstmannanna, sem er að setja gjörðarnefnd í málið, sem athugi allar kringumstæður, og athugi líka ýmislegt í sambandi við vinnu- fyrirkomulag á pósthúsunum. öllum lilýtur að skiljast, hve afar- óþægilegt það er að fá engan póst, og hve mikill skaði það hlýtur að vera fyrir öll verzlunarviðskifti vor á með- al, og ekki gott að sjá að slíkt ástand geti haldist til lengdar. En þó eru ó- þægindin og skaðinn, sem af þessu verkfalli hlýzt fyrir alla aðstandend- ur, ekki það versta, heldur er stór hætta á þvi að kvikni svo í öðrum deildum verkamannafélaganna, að áður en vér vitum af lendi alt í blossa og að ]>au gjöri verkfall líka, til þess að hjálpa þessum félags bræðrum sínum, sem virðast hafa sanngjarnan jnálstað- Verkamanna ráðherrann T. W. Crothers kom frá Ottawa fyrir helgina, hann hefir átt tal við verka- mennina og hefir bent þeim á, að á sið asta þingi hafi The Enquire Act verið breytt á þann hátt, að undir þeim lög- um sé nú hægt .að rannsaka alla mis- klíð, sem upp kemur á \milli rikisins og þeirra sem í þjónustu þess eru, og liggi því þessi rannsókn undir hina standandi ríkisverkamálanefnd ('Civil Service Commissionj. En mennirn- ir krefjast þess að sérstök gjörða- nefnd sé sett í málið, þar sem þeir sjálfir geti haft talsmenn. Þáð sem oss virðist geta valdið tregðu Ottawa stjórnarinnar með að veita verkfallsmönnum þetta, er það, að hún með því að setja gjörðarnefnd i þetta mál er að fá það vald, sem samkvæmt hlutarins eðli að henni einni ber, — úrskurðarvald sinna eig- in mála, öðrum i hendur, því þótt hún geti haft neitunarvald á þeirri gjörð, er ekki líklegt að hún dyrfðist að nota það, sökum afleiðinganna, sem af því rnuhdu að líkindum hljótast. En brátt fyrir þetta atriði finst oss að stjómin mætti vera velsæmd af þvi að leggja mál þetta í hendur góðra manna, og að hún ætti að sjá sóma sinn í því áð- ur en að hún er búinn að koma öllu hér i bál og brand með undandrætti. 12. ágúst næstkomandi gengur í gildi hinn nýji vöruflutningataxti, eða hækkun á flutningsgjaldi með járn- brautum. Eins og menn muna, þá veitti járnbrautamálanefnd ríkisins járnbrautarfélögunum leyfi til þess að hækka flutningsgjöld með járn- brautum í Canada um 15%. Sú sam- þykt fellur úr gildi í vestur hluta landsins, en 25% lögð á i staðinn. 1 austur Canada eru þessi 15% látinn halda sér, og 25% bætt við. Flutn- ingsgjald á korni frá vestur fylkjun- um og til Fort William verður það sama og Bandarikin setja fyrir sams- komar flutning í nærliggjandi héruð- um, en flutningsgjald á korni, sem flut? er innan fylkjanna, en ekki alla leið austur að vötnunum verður hækk- að um 25% frá því sem það var fyr- ir 15. marz síðastl. FRAKKLAND Þar hefir haldist látlaus orusta síðan að blað vort kom út síðast, á svæði því er samherjar gjörðu á- hlaupið á. Afstaða þýzka hersins, þegar að samherjar réðust á hann, á milli Rheims og Soissons var eins og oddmyndaður fleygur, oddurinn var kominn yfir Marne ána á 12 mílna svæði. En Frakkar og Bandaríkja- menn gjörðu áhlaupið á kverkina þar sem breiðari endi fleygsins og aðal- herfylking Þjóðverja komu saman, eða á 25 mílna sv'æði, og var víst hug- mynd bandamanna að komast á bak ýið Þjóðverja eða þann part þýzka hersins, sem var í þessum odda, sem voru um 400,000 menn. En áður en samherjar náðu að komast á bak við ■her Þjóðverja, sem var inn í þessu fleygmyndaða svæði, kom prins Rupbrecht af Bavaria með frænda sínum krónprinsinum til hjálpar, og veittu Þjóðverjar svo sterka mót- stöðu að þeir gátu, eða hafa enn get- að haldið opnu sundi, þar sem að minsta kosti partur af þýzka hernum, sem var í þessari úlfakreppu, hefir komist út, en kostnaðarsamt hefir það orðið fyrir Þjóðverja að draga her sinn til baka, þvi samherjar hafa stöðugt haldið áfram að þrengja að þeim, og látlaus skothríð hefir dunið yfir alt það svæði, sem þessi partur þýzka hersins hefir haldist við á, bæði dag og nótt, og enn er ekki loku fyrir það skotið að samherjar krói inni einhvern part af þýzka hernum á þessu svæði. Herfang hafa samherj- ar tekið geysimikið í þessari viður- eign, bæði menn, vopn og skotfæri. í Fere og Ris skóginum fundu Frakk- ,ar og Bandarikjamenn .,'„■ tfæra kesti er líktust þv'í er eldivíð er hlaðið í margfaldar og háar raðir annars hVað skógurinn og mest af landsvæði þessu hafa verið eitt stórt vopnabúr. Einnig hafa þeir tekið marga bæi, þar á með- al Fere-en-Tardenou. Einnig hafa Ástralíumenn og Bretar unnið á i Flanders, þar sem þeir liafa gjört smá atlögur. ISLAND Prestastefnan 1918. Prestastefnan var haldin hér í bænum dagana 26.—28. júní. Hófst hún með guðsþjónustu í dómkirkjunni miðvikudag 26. kl. 12 á hádegi. Pró- fastur Jón A. Sveinsson, Akrahesi, prédikaði- Kl. 1 y2 hófust fundarhöldin í sal K. F. U. M. Voru þar saman komnir þessir andlegrar séttar menn auk biskups: prófastarnir Árni Björns- son, Görðum, Eggert Pálsson Breiða- bólsstað, Jón A. Sveinson Akranesi, Kjartan Helgason Hruna og Magnús Bjarnarson Prestsbakka; prestarnir Erlendur Þórðarson Odda, Ólafur Finnsson Kálfholti, Þorsteinn Bene- diktsson Krossi, Ólafur V. Briem Stóranúpi, Gísli Skúlason Stóra- Hrauni, Ólafur Magnússon Arnarbæli Friðrik Jónasson Útskálum , Árni Þorsteinsson Kálfatjörn, Brynjólfur Magnússon Grindavík, Magnús Þor- steinsson Mosfelli, Bjarni Jónsson Rvik, Einar Thorlarius Saurbæ, Ei- ríkur Albertsson Hesti, Sigurgeir Sig- urðsson ísafirði, Siguröur Stefáns- son Vigur, Frðrik Friðriksson Rvik, háskólakennararnir Sig. P. Siv'ertsen, og Magnús Jónsson: þeir pastores emeriti Sigurður próf. Gunnarsson, Skúli próf. Skúlason, Þorvaldur próf. Jónsson og Jóhannes L. L. Jóhannes- son og kandidatarnir Sigurb Á. Gísla- son, Halldór Gunnlögsson, Sig. V- Lárusson, svo og nokkrir guðfræði- nemar. Seinna bættist i hópinn: síra Einar Friðgeirsson á Borg. Eftir að sálmur hafði verið sung- inn, flutti biskup bæn, setti siðan fundinn með ávarpi til fundarmanna og bauð þá alla velkomna. Skýrði þvi næst frá því hver mál lægi fyrir prestastefnunni að þessu sinni og hvernig fundarhöldum yrði hagað. Tilnefndi hann fundarskrifara þá prófessor Sig. P. Sivertsen og síra Friðrik Jónasson, Útskálum. Var þá gert fundarhlé til kl. 4)4- Kl. 4)4 var fundur settur að nýju. Gaf biskup ítarlegt yfirlit yfir helztu viðburði umliðins árs, mintist látinna presta hérlendra (síra Rr. E. Þórar- inssonar á Tjörn og síra Gísla Jóns- onar á Mosfelli) og erlends fsíra Friðriks J. Bergmann í Winnipeg) og prestsekkna. Gerði því næst grein breytinga, sem orðið hefðu innan prestastéttarinnar (7 prestar hefðu tekið lausn, 5 nýir bæst við, 2 aðstoð- •arprestar orðið sjálfstæðir sóknar- prestar, 1 embættislaus verið settur í prestsembætti, 2 nýir prófastar skip- aðir), gat nýmæla í lögum snertandi prestastéttina, skýrði frá yfirreið sinni á næstliðnu sumri, útsending hirðisbréfs, feraldarminning siðbótar Lúthers og frjálsri kirkjulegri staf- semi- Þá voru samþyktar tillögur biskups um úthlutun styrktarfjár til uppgjafa- presta og prestaekkna ('samtals 6200 kr.J, skýrt frá hag prestsekknasjóðs ('i árslok 1917: kr. 34476,28) og gjöf- um til hans á árinu fkr. 307,83) og samþykt að úthluta kr. 1300,00 af vöxtum hans næsta ár. Út af áskorun frá safnaðarfundi á ísafirði var samþykt svolátandi yfir- lýsing: Synódus telur fylstu þörf á að núverandi ísafjarðarprestakalli verði skift i tvö sérstök prestaköll fþ. e. Bolungarvíkursókn gerð að sérstöku prestakalli). Kl. 8/ um kvöldið flutti docent Magnús Jónsson fjölsóttan fyrirlestur í dómkirkjunni “Um Jóhannesarguð- spjall”, en sálmur var sunginn fyrir og eftir. Fimtudag 27. júní kl. 9 árd. þófst fundur að nýju. Var sálmur sung- inn og biskup flutti bæn. Þá flutti síra Friðrik Friðriksson erindi: Prestarnir og œskidýðurinn og trrðu út af því langar umræður, er sér í lagi snerúst um fermingar-undirbún- inginn. Þá gaf biskup yfirlit yfir messu- gjörðir og altarisgöngur árið 1917- Flestar messugjöðir í hlutfalli við tölu prestakalla höfðu verið fluttar í Kjalarnesprófastsdæmi, alls 371 í 7 prestaköllum, en fæstar í Stranda- prófastsdæmi, alls 67 i 4 prestaköllum. I 21 prestakalli höfðu verið undir 20 messur ffæstar í Stöðvar (8) og Setbergs ('IO) prestaköllum) en yfir 40 í alls 37 prestaköllum ('flestar í Stokkseyrarprestakalli 63, í Reykja- víkur ftveir prestar) 118, Nesþinga [Ólafsvíkur]59, Akureyrar 59,Grund- arþinga 58). Messur samtals á öllu landinu 3910 [árið 1916 : 3835). Tala altarisgesta á öllu landinu var 4224 [árið 1916 : 4444) af ca. 54500 fermdra. Flestir altarisgestir, í hlut- falli við fólksfjölda i prófastsdæmi, 602 af 4160 fermdum í Ámesprófasts- dæmi, fæstir 12 af 1304 fermdum i Strandaprófastsdæmi. Flesti í hlut- falli við fólksfjölda í prestakalli 83 af 224 í Hrunaprestakalli, flestir að tölu til í Reykjavíkurprestakalli: 725. I 15 prestaköllum höfðu altarisgöng- ur fallið niður sumpart vegna messu- vinsleysis vegna aðflutningsbanns og erfiðra samgangna. Kl. 4)4 síðdegis flutti síra Gisli Skúlason, Stóra-Hrauni, erindi Um altarissakramentið og notkun þess. — Síðan fóru fram umræður um það mál og var þeim ekki lokið er fundi var slitið kl. 7yj. Kl. 8)4 flutti biskup fyrirlestur í dómkirkjunni: Maðurinn Jesús Krist- ur. Þá var aftur gengið til fundarstað- ar og haldið áfram umræðunum um ^altarissakramentið og leiðirnar til að stemma stigu v'ið frekari afrækslu þess í söfnuðunúm. Var fundi slitið hálfri stundu fyrir miðnætti. Föstudag 28. kl. 9 árd. var tundur settur með sama hætti og áður. Skýrði biskup frá málaleitun frá “Komité for Samvirke mellem Nor dens Folkekirker” — sem sett hefði verið á fót næstliðin vetur fyrir for- göngu Dr. N. Söderbloms erkibiskups Svía — um hluttöku íslenzku þjóð- kirkjunnar [sem hinnar fjórðu af þjóðkirkjum Norðurlanda) í norrænu bandalagi til samvinnu á komandi tíð og um tilnefningu sérstakra fulltrúa fyrir ísland í miðstjórn þessa sam- vinnu-bandalags, ef menn óskuðu þess. Kvaðst biskup þegar hafa svarað þeirri málaleitun til bráða- birgða á þá leið, að íslenzka kirkjan svo sem sjálfstæð þjóðkirkja væri með i þeim félagsskap og ætti sína sérstöku fulltrúa » miðktjórninni. Hefði hann tilnefnt þrjá [Sig. P. Si- vertsen próf., síra Gísla Skúlason og sjálfan sig) fulltrúa, en áskilið sér að auka þá tölu, ef synodus fyndi ástæðu til. Var þessu máli vel tekið af prestastefnunni og hvað fulltrúatöl- una snertir látið sitja við það, sem biskup hafði gert í þvi. Enn gerði biskup grein tilrauna, sem í undirbúningi væru, til að koma á fót nánara sambandi milli dönsku og islenzku kirkjunnar og starfs- manna þeirra, fyrir forgöngu prest- anna Þórðar Tómassonar og Arne Möllers, til eflingar safnaðarlífinu og til samúðaranda með þjóðum beggja landanna. Var því máli tek- ið ágæta vel og samþykt nefndarkosn- ing til þess af vorri hálfu að styðja að framgangi þess máls. í nefndina voru kosnir auk biskups þeir Eggert próf. Pálsson, Bjarni Jónsson, Gísli Skúlason og Fr. Friðriksson. Loks var rætt um stofnun islensks prestafclags fyrir land alt, til þess að gæta hagsmuna íslenzku prestastéttar- innar. Reifðu málið þeir sira Gísli Skúlason og docent Magnús Jónsson og urðu um það hinar fjörugustu um- ræður, er allar hnigu að því, að halda fram mikilli nauðsyn slíks allsherjar- félagsskapa presta landsins, en fund- urinn entist ekki til að ljúka því máli og var því umræðum frestað til fund- ar síðdegis. KI. 4)4 flutti prófessor Sig. P. Si- vertsen fyrirlestur: I hvaða merk- ingu og hvers vegna nefndi Jesús sig “ mannssoninn” ? Að fyrirlestrinum loknum var haldið áfram umræðunum um stofn- un prestafélagsins, og lauk þeim svo, að samþykt var nú þegar að setja slíkt félag á stofn, kjósa framkvæmd- arnefnd til bráðabirgða, til þess að greiða fyrir málinu, semja lög o. s. frv. I Þessa framkvæmdarstjórn voru kosnir með biskupi þeir séra Eggert Pálsson. séra Magnús Jónsson, próf. Sig. P. Sivertsen og præp. hon. Skúli Skúlason. Gengu allir viðstaddir fundarmenn þegar í félagið. Enn hreyfði biskup nauðsyn þess, að stemma stigu við sölu prestseturs- jarða í landinu í prestaköllum. sem lögð væru niður eða stæði til að leggja niður með sameiningu, vegna hugsanlegrar endurreisnar slíkra prestakalla á komandi tíð. Var sam- þykt tillaga um að óska þess, að hætt Væri allri slíkri sölu prestsetursjarða. Þá skýrði biskup frá samskotunum til Hallgrímskirkjunnar á liðnu ári, er fengið hefðu beztu undirtektir hér sunnan lands. Skoraði fundurinn á presta landsins að halda áfram þeirri fjársöfnun. Enn fremur var minst á 200 ára dánarminning Jóns bisk. Vída líns á næsta ári og hve vel hefði farið á, að honum hefði þá verið reistur minningarvarði (\ likingu við Hall- grímsvarðann við dómkirkjuna) í því tilefni. Biskup hafði í sínum vörzl- um c- 120 kr., sem gefnar hefðu verið í 'því skyni, en hrykkju skamt nema viðbót fengist. Að síðustu þakkaði biskup fundar- möruium góða fundarsókn og setu og árnaði fundarmönnum heilla og blessunar Drottins. Var þá lesinn kafli úr ritningunni, flutt bæn ("síra Fr. Fr.) og sálmur sunginn — og með því fundi slitið. —Lögrétta. Lögfræðisprófi luku tveir stúdent- ar á háskólanum í gær: Sveinbj. Jónsson I. eink. 127 st. Páll E. Ölason I. eink. 120 st. Starfsmenn landssímans hafa nokkrir sagt upp stöðum sínum, þar á meðal P. Smith, sem er ráðinn simastjóri í Stavanger í Noregi, og Otto Bj. Arnar. Eru það auðvitað launakjörin, sem valda- Jóhanna, dóttir Gísla ísleifssonar fyrv. sýslumanns, andaðist » nótt á Landakotsspítalanum. Banameinið var lungnatæring og hefir sú veiki nú orðið þeim þrem systrum að bana á 15 mánuðum. Túnasláttur er nú að byrja hér í bænum og er það með allra seinasta móti. Fyrsti bletturinn var þó sleg- inn fyrir Jónsmessu. Það var blett- urinn fyrir sunnan Good-Templarhús- ið og er nú búið að slá hann í annað sinn, Yfirleitt eru tún mjög illa sprottin um land alt, enda mun klakt enn vera víða í jörðu. Snori Goði kom úr Englandsför um miðja vikuna. Hafði skipshöfnin öll veikst í Englandi af kvefi eða mjög vægri influensu, en einn skip- verja varð að skilja þar eftir, og hefir hann verið mjög þungt haldinn Ungfrú Áslaug Zoega og Hallgrím- nr Benediktsson heildsali voru gefin saman t hjónaband 6. júlí og fóru samdægurs með Gullfossi áleiðis til New Ýork. Mótekju bæjarins í Kringlumýri er nú lokið að þessu sinni, og hefir verið tekinn upp meiri mór en í fyrra. Til mótekjunnar hafa nú verið feng- in lán að upphæð 70 þús. krónur. Á síðasa bæjarstjórnarfundi var bæjarfullrúunum Ingu L. Lárusdótt- ur og Ólafi Friðrikssyni falið að at- huga, hvort tiltækilegt mundi að koma hér upp almenningseldhúsi fyr-* ir haustð og gefa umsögn um það. Landsverzlunin hefir neitað að borga útsvar það, sem henni hefir verið gert að greiða í bæjarsjóð, nema hún verði dæmd til þess- Vísir. Norðnrlandablöðin nm Island. Khöfn 2. júl't. Blöðin í Stokkhólmi hafa tekið til athugunar símskeyti, sem birt var í dönskum blöðum, með útdrætti úr samtali er “Morgunblaðið’’ hafði átt við ólaf Friðriksson ritstjóra og “Stockholms Dagbladet” flytur grein í því tilefni með fyrirsögninni “Dan- mörk — ísland”. Segþr blaðið þar að íslenzkir jafnaðarmenn hafi án efa skilið rétt þau ummli, er birzt hafa í sænskum blöðum. Bæði frjáls- lynd og ihaldssöm blöð hafi — jafn- framt þv't að láta í ljós rótgróna vel- vild Svía til sögulandsins — af ákveð- inni sannfæringu lagt áherzlu á þá hættu, sem öllum Norðurlöndum stafi af ótímabærum kröfum Islendinga um hreint konungssamband, því að með þvi geri íslendingar í raun og veru tilrraun til þess að slíta öll tengsl við Norðurlönd. Því að þrá?t fyrir það þótt Island fái ef til vill að nafn- inu til sjálfstæði, þá eigi það á hættu “að verða hættulega háð einhverju stórveldi. Þetta veikir samheldni Norðurlanda, sem á þessum ófriðar- tímum er . lífsskilyrði fyrir ajlar Norðurlandaþjóðir”. Khöfn 3. júlí Norsku og sænsku blöðin ræða mikið um samningana milli íslendinga og Dana. “Svenska Dagbladet” segir: Meðal allra flokka hér i landi er það álit manna að bæði Norðurlönd og ísland eigi mikið í hættunni ef sambandsslit v'erði með Dönum og Is- lendingum. Það er mjög erfitt að sjá hvað ísland mundi græða á þvi að slíta þær festar er nú tengja íslenzku þjóðina traustlega við frændþjóðirnar á Norðurlöndum og komast undir vernd einhverrar stórþjóðar- Um afstöðu Norðurlanda er það að segja, að það getur eigi haft neinar afleið- ingar fyrir Svía og auðvitað eigi heldur fyrir Norðmenn þótt ísland brjóti af sér velvild Dana með því að halda fast við það að sigla sinn eigin sjó, án þess að taka tillit til þess hvað þeim hentar bezt sjálfum og eðlilegast er”. “Stockholms Tidningen” segir: “Enginn Svíi mun amast við því að ísland fái framgengt lögpnætum þjóðerniskröfum sínum. En það verð- ur að ráða fslendinngum frá því að fara lengra í þeim kröfum heldur en nauðsyn krefur og heppilegt er. Þrjár Norðurlandaþjóðirnar hafa í þessu stríði lært að nieta hvers virði það er að standa samaneinaðar. Ef ein- hver þessara þjóða yrði Veikt á ein- hvern hátt, þá yrði að telja sem þar með væri höggvið skarð í Norður- landa fjölskylduna om mundi siður en svo verða til þess að vekja ánægju á Norðurlöndum. Það er innileg ósk Svia, að sambandsmálinu verði ráðið til lykta í hróðerni og að íslendingar grípi eigi til þeirra ráða, sem þeir hljóta áreiðanlega að iðrast síðar”. “Dagens Nyheter” segja: “Ef íslendingunt getur skilist það hvaða ábyrgð þeir bera gagnvart öðr- um Norðurlandaþjóðum, þá er það bezta tryggingin fyrir því, að deilan Verði jöfnuð. Ef þessi skilningur getur haft áhrif á samningana frá ís- lendinga hálfu jafnhliða þvi, að Dan- ir gangi til samninga með einlægum vilja til þess að fullnægja lögmætum kröfum íslendinga og koma i veg fyr- ir óþarfa deilur. þá hlýtur það að vera hægt að komast að samningum. er allir mega vel við una”. —Tíminn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.