Lögberg - 01.08.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1918
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
\
Eftir MRS. HENRY WOOD.
J7RIÐJI KAFLI.
“Hjúkrunarkonan Pepperfly. Eg mætti
henni við girðingarhliðið hérna í gærkveldi,
þegar eg kom heim frá dagverðarhátíðinni. Hún
sagði að það væri komin ókunnug kona með veikt
barn til að búa í Tuppers liúsi, og bað mig að
fara þangað, þegar eg hefði tíma til þess. Ef
þú vilt gera þér það ómak, að fara þangað og
spyrja um þetta, þá kemstu að raun um að eg
segi sannleikann. Drengurinn hefir vatn í
hnénu”.
“Eg hefi verið þar”, svaraði hún þykkju-
lega.
Carlton þaut á fætur æstur af reiði. “Það
er gott, lafði, fyrst þú álítur það rétt, að njósna
um mitt starf hjá mínum sjúklingum, þá gerðu
svo vel. Eg veit ekki hvernig eg get komið í
veg fyrir það. En ef þú heyrir ekkert verra en
en það, sem þessi kona getur sagt þér, þá ert þú
skaðlaus”.
“Hr. Carlton, gerðu svo vel að halda þér
innan takmarka sannleikans. Nær hefi eg
nokkru sinni njósnað um gerðir þínar?”
“Það lítur að minsta kosti þannig út”.
' “Nei eg gekk fram hjá húsinu af tilviljun.
Eg var á ferð með Jönu, og hún átti erindi í
Blister Lane”.
“Hvað hefir þá gefið ástæðu til þessarar
grunsemdar?” sagði Carlton, sem ekki skildi
ganginn í þessu. “Útlit konunnar hefði átt að
geta sýnt þér þessa heimsku. Þú hefir hlotið að
sofna og dreymt þetta ’ ’.
Laura var í miklum vandræðum. Voru
ímyndanir hennar réttar eða rangar? Það leit
helzt út fyrir að hún mundi sjálf verða að brjóta
glas, og hún lækkaði rödd sína um leið og hún
laut að Carlton.
“Ef það er eins og þú segir, hvers vegna
þá barnið að vera þér svo líkt?”
‘ ‘ Barnið líkt mér ? ’ ’ endurtók hann með sjá-
anlegri undrun. “Hann er alls ekki, ekki að
neinu leyti líkur mér. Hvernig getur þú látið
ímyndanir þínar leiða þig út í slíka villu?”
“Eg held eg hafi aldrei séð jafnmikla lík-
ingu”, svaraði Laura. “ATlir andlitsdrættirnir
eru eins, að undanskildum augunum. Það er
ekki alt. Eyrun þín hafa sérstaka lögun, þau
líkjast ekki eyrum annara, sem eg hefi séð
Barnsins eyru eru alveg eins og þín. Jafnvel
hrokkna, 1 jósa hárið ’ ’, bætti hún við, um leið og
liún snerti sitt hár með annari hendinni. ‘ ‘ Það
er alt glögg mynd af þér”.
Carlton hafði ekki tekið eftir því að dreng-
urinn væri líkut- sér; honum kom það ekki til
hugar. Það var þessvegna eðlilegt, að hann ef-
aðist um að þessi líking ætti sér stað, og hann
hélt að kona sín héldi þessu fram af afbrýði
að ástæðulausu.
“Þetta er mjög heimskulegt, Laura. Eg
hélt að þessar ímyndanir væri um garð
gengnar”.
“Hvers vegna ætli hann heiti eins og þu —
Lewis?” sagði Laura.
Hann ber ekki mitt nafn”, svaraði Carlton
með aukinni undrun.
Jú, það gerir hann. Hvaða gagn er að því
að þú neitir sannleikahum?” spurði liún reið.
“Eg spurði í dag um nafn drengsins og
móðir hans sagði mér að hann héti Georg. Ef
hann heitir eitthvað annað, þá er mér ókunnugt
um það. Hún nefndi ekki annað nafn við mig”.
“Eg heyrði konuna kalla hann Lewis.
Drengurinn sagði mér sjálfur við girðingarhlið-
ið að hann héti það”, endurtók Laura. “Þú
gafst honum leikfang”.
“Það veit eg vel. Eg á engin börn sjálfur,
en mér þykir vænt um börn, og eg gef oft litlu
sjúklingunum mínum leikföng. Er það illa gert
af mér?”
Lewis er ekki algengt nafn”, sagði hún á-
kveðin, hún var orðin hrædd um að sannana-
gögn sín væri að verða léleg. “Og svo er lík-
ingin”.
“Eg segi þér satt, Laura, þeta er mjög
heimskulegt. Þó að fólk láti skíra drengi sína
Lewis, þá get eg ekki gert við því. Hvað líking-
una snertir — má eg spyrja, sá lafði Jana þessa
undraverðu líkingu?” spurði hann.
“Það sagði hún ekki”.
“Nei, nei, eg held þú sért ein um ímyndanir
þínar, og að ekkert slíkt eigi sér stað. Eg get
fullvissað þig um það, og það er satt, að eg hefi
alls ekki tekið eftir þessu, sem hefði naumast
dulist mér, ef það hefði átt sér stað. Drengur-
inn var mér ókunnugur þangað til þenna dag”.
Laura svaraði engu. Hún var farin að álíta
að sér hefði skjátlað, og að misgáningur sinn
væri hlægilegur. Carlton stóð upp og gekk til
hennar.
“Skildu mig rétt, Laura”, sagði liann með
alvarlegum áhrifamiklum, en þó vingjarnlegum
og sáttfúsum róm. “Hvort sem líkingin er þar
eða ekki, þá er það jafn þýðingarlaust fyrir þig
og mig. Eg segi þér það, að þangað til nú, hefi
eg ekki vitað um tilveru þessarar persónu; eg
segi þér, að svo miklu leyti sem eg trúi og veit,
þá er konan mér ókunnug. Eg hefi aldrei þekt
hana í neinu tilliti, og eg sver það við það sam-
band, sem á sér stað á milli okkar, að eg tala
sannleika”.
Hann rétti henni hendi sína; hún tók hans
eftir augnabliks baráttu við sjálfa sig — sem
ekki orsakaðist af núverandi ásigkomulagi, því
bún var nú nokkurnveginn sannfærð um, að lík-
ingin og nafnið hlaut að vera af tilviljun, máske
gökum endurminninga um fyrverandi mótlæti,
sem Carlton hafði ekki getað skýrt nógu glögg-
lega. Carlton laut niður að henni og kysti hana
og hún sneri andliti sínu að honum og fór að
gráta.
“Ef eg er grunsöm, þá hefir þú gert mig
það, Lewis; þú hefðir ekki átt að olla mér slíkr-
ar reynzlu”.
“Reynslurnar hefir þú aðallega búið þér til
sjálf”, hvíslaði hann, “en við skulum ekki snúa
okkur að umliðna tímanum. En nú — á eg að
taka þetta barn til að annast það, eða ekki,
Laura? Mér er alveg sama, hvort eg annast
það eða ekki. Ef þú vilt það, getur hr. Grey
annast hann”.
“Rugl”, svaraði Laura.
VIII. KAPITULI.
Frú Smith sækir smyrslin.
Carlton skildi svar Lauru þannig, að hann
mætti annast drenginn. Og samkvæmt því fór
hann síðari hluta dags daginn eftir til húss
Tuppers. Frú Smith sat við borðið með dreng-
inn í keltu sinni, og dátarnir stóðu fyrir framan
hann í fylkingu.
“Eg hefi gleymt helmingnum af erindi
rnínu”, sagði læknirinn, um leið og hann settist
þreytulega á stól, eftir að hafa talað við hana og
drenginn. “Eg er voðalega þreyttur; því eg
hefi staðið og gengið allan daginn; eg hefi þotið
frá einum stað til annars. Er það of mikið að
biðja yður að hlaupa heim til mín og sækja
smyrsli, sem eg hefi gleymt þar? Það er ekki
langt héðan. Eg ætla að líta eftir hnénu hans
á meðan”.
“Er það áríðandi að þér fáið þessi smyrsl,
hr.?”
“ Já, það er. Eg ætla sjálfur að leggja þau
við hné drengsins”.
Frú Smith hikaði, hugsaði sig um og sagði
svo að hún skyldi fara. Carlton sagði henni
hvað hún ætti að biðja um: litla öskju, vafða
inn í hvítan pappír, sem stæði rétt hjá vogar-
skállnum í lyfjastofunni. Þegar hún fór leysti
hann umbúðirnar af hné drengsins, leit fljótlega
á það og lagði þær svo á aftur.
“Hvað heitir þú, litli kunningi?”
“Lewis”, svaraði drengurinn.
“Mér heyrðist móðir þín segja í gær, að þú
hétir Georg?”
“Eg heiti líka Georg. Eg heiti Lewis
Georg. Manna var áður alt af vön að kalla mig
Lewis; en núna, síðan við komum hingað, kallar
hún mig oft Georg. Viljið þér gera svo vel og
leyfa mér að koma til dátanna minna?”
“Já, strax. Er pabbi þinn dáinn?”
“Hann dó, áður en við komum hingað;
hann dó í Skotlandi. Eg er dökkklæddur hans
vegna. Hr. Carlton ætli þessi dáti slái alt af
bumbu ? ’ ’
“Það held eg”, svaraði Carlton. “Georg,
litli kunningi, þú þarft að anda að þér fersku
lofti, eg skal láta þig út í hægindastólinn þinn,
þangað til mamma þín kemur aftur”.
Þetta gerði Carlton líka, og ekki eingöngu
það, hann batt drenginn fastan við stólinn með
þurku, sem hann fann, um leið og hann bar pilt-
inn , stólinn og dátana út og lét þá fast við
vegg hússins.
“Hvers vegna bindur þú mig fastan, hr.?”
“ Svo að þú hlaupir ekki hingað og þangað”
‘ ‘ Eg vil það ekki. Síðan mér varð ilt í fæt-
inum langar mig ekki til að hlaupa”.
Carlton svaraði engu. Hann gekk inn í
húsið, þar sem drengurinn sá hann ekki, og byrj-
aði svo á ýmsum undarlegum fyrirtækjum uppi
og niðri, fyrst uppi; þar gekk hann um kring
og gætti að öllu, stundum í þessum kassa, stund-
um í hinum, stundum í þessari kommóðu, stund-
um í hinum skápnum. Lítil askja gerði honum
vonbrigði, því hún var læst, og hann lét hana
aftur ofan í aðra stærri öskju; því hann gat ekki
opnað hana með valdi, þótt hann reyndi það
með pennahníf sínum. Mvers vegna hóf hann
þessa rannsókn?
Hann lét alt á sama stað aftur, svo ekki
væri mögulegt að sjá að hann hefði snert á
nokkru, og gékk svo ofan í eldhúsið, opnaði þar
þar kommóðu og rannsakaði innihald hennar.
Gamalt umslag greip hann með áfergju mikilli;
í því var að eins minnisblað og ekkert annað; en
það vissi hann ekki. Hann ætlaði að láta blaðið
í umslagið aftur, og varð þess þá var að hann
var ekki einn. Ffú Smith stóð í dyrunum og
horfði á hann stórum augum. Hvað gat hafa
flutt hana heim aftur á svo stuttri stund? hugs-
aði Carlton.
Hann slepti umslaginu fljótlega, reyndi að
að átta sig á kringumstæðunum, og hélt áfram
að liorfa ofan í skúffuna kaldur og rólegur.
Eg er að leyta að tusku”, sagði hann og sneri
sér að henni um leið.
“Tusku!” endurtók frú Smith, sem ekki
sýndist vel ánægð með framkomu hans. “Eg
geymi ekki tuskur í kommóðunni. Mér finst að
þér hefðuð getað beðið þangað til eg kom
heim”.
“Þér voruð svo lengi í burtu”, svaraði
Carlton, ‘ ‘ eg hefi ekki tíma til að vera hér leng-
ur”.
“ Jæja, hr., eg veit þá ekld hvað þér munduð
kalla stutta stund”, svaraði frú Smith. “Eg
hljóp alla leið þangað og hingað aftur”.
Carlton tók við smyrslinu, endurtók beiðni
sína um tuskuna, flutti drenginn inn og fór að
sýsla við hné hans. Hann skoðaði nákvæmlega
andlit drengins aftur og aftur, en gat ekki séð
neitt af þeirri líkingu sem kona hans hafði talað
um. Hann samdi algerðan frið við frú Smith,
áður en hann fór, sagði henni hlæjandi að hún
yrði alt af að hafa nóg af tuskum tilbúnar handa
sér, þá þyrfti hann ekki að líta eftir þeim í
hirzlum hennar.
Það var nú samt ekki algerður sannleiki, að
frú Smith hefði hlaupið alla leiðina heim aftur.
Hún kom raunar ekki beina leið heim, en tók á
sig ofurlítinn krók. Hún liljóp til húss Carltons
fékk smyrslið undir eins, og hljóp af stað heim
á leið aftur. En miðaldra konur hlaupa ekki
langt upp brekku, þótt hún sé ekki brött, og frú
Smith hægði göngu sína. Rétt áður en hún kom
að Blister Lane, náði hún Judith, þernu lafði
Jönu, og varð henni samferða fram hjá Blister
Lane; því Judith varð að flýta sér og mátti ekki
nema staðar til að masa. Frú Smith minti hana
á loforð hennar, að koma og drekka te hjá sór;
en Judith sagðist ekki geta komið í nokkra
daga enn þá; hún ætti annríkt með að laga til
haustfatnað húsmóður sinnar svo vel færi.
“Enn þá er haustveður ekki komið, það er
eins heitt og um hásumar”, sagði frú Smith.
‘ ‘ En enginn veit hve snögglega veður getur
breyzt, og lafðin vill að föt sín séu tilbúin”,
svaraði Judith. “Eg skal koma undir eins og
eg get. Mig langar til að koma. Hvernig líður
litla drengnum?”
“Ó, ekki mjög illa. Eg fékk lir. Carlton til
að gæta hans. Hann er núna heima í mínu húsi;
eg fór heim til hans að sækja þessi smyrsl, sem
hann gleymdi. Heyrðu, lianu er mjög undarleg-
ur maður, finst þér það ekki?”
“Undarlegur?” endurtók Judith, sem ekki
vissi hvernig hún átti að skilja þessa athuga-
semd.
“Undarlegur viðvíkjandi annara ásigkomu-
lagi. Hann hefir spurt mig óteljandi spurninga
hann spurði hvaðan við komum, hvar við hefð-
um verið, og hvar drengurinn væri fæddur. En
eg held hann sé duglegur; hann virðist þekkja
veikina til hlítar. Og hann er viðfeldinn”.
“Hann er álitinn að vera mjög duglegur”,
sagði Judith. Sjúklingum hans líkar vel við
hann”.
Þegar þær komu að girðingarhliðinu hjá
húsi lafði Jönu, sem var dálítið ofar í brekkunni
en Blister Lane og hins vegar við brautina, þá
kvaddi frú Smith og hljóp til baka aftur. Lafði
Jana liafði séð konuna fyrir utan hliðið og
talaði um hana við Judith, þegar hún kom inn
Til þess að segja sannleikann, þá hafði þessi lík-
ing drengsins og Clarice systir hennar, sem
Jana tók eftir daginn áður, ollað henni meira
hugarangurs en hún vildi láta bera á.
“Svo þú þekkir þessa persónu, Judith?”
“Eg þekki hana fremur lítið, lafði. Eg
hefi talað við hana einu sinni eða tvisvar, þegar
eg átti leið fram hjá húsinu þar sem hún býr.
Hún talaði um litla drenginn sinn. Hún hefir
fengið Carlton til að annast hann”.
“Er það hennar eigið bam?” spurði lafði
Jana eftir litla þögn. “Hún sagði mér að hún
ætti það, en eg efast næstum um það. Hún sýn-
ist of gömul til að eiga svo ungt barn”.
“Já, lafði, eg efast líka um það”, sagði
Judith, “en eg veit ekkert með vissu”.
“Drengurinn er svo einkennilega líkur per-
sónu — persónu — sem eg þekki —”
“Lafði, það hefir aldrei sézt svo markverð
líking fyr”, saðgi Judith með nokkrum ákafa.
‘ ‘ Eg sá hana á sama augnabliki og eg sá dreng-
inn”.
“Þú”, sagðir lafði Jana, “þú sást hana!
Hvað þá? Þektir þú hana ? Nær sást þú hana?
Eg tala um systur mína”.
“Eg bið fyrirgefningar, lafði, eg misskildi
yður”.
“Eg átti enn eina systur, sem þú hefir
aldrei heyrt neitt um, Judith. Augu litla drengs-
ins eru alveg eins og hennar, og þau standa á-
valt fyrir hugskotssjónum mínum. Hvað lík-
ingu talar þú um?”
‘ ‘ Lafði það er ekki þess vert að ónáða yður
með því. Það er líklega að eins ímyndun mín,
að andlit drengsins líkist persónu sem eg þekki
ekki kvenmanns andliti”.
“Ekki kvenmanns?”
“Karlmanns andlit, en ekki kvenmanns”.
“Ó, já. Þú getur auðvitað ekki hafa þekt
systur mína. Hún hefir aldrei verið í South
Wennock”.
Judith hikaði, eins og hún hefði eitthvað að
segja, og horfði fast á lafði Jönu; en hún sneri
sér undan án þess að tala. Hún furðaði sig á
því, að hún skyldi aldrei hafa heyrt, að það var
til oin systirin enn þá; en allir í Chesney fjöl-
skyldunni höfðu forðast að nefna nafn hennar
í húsi sínu. Satt að segja, þegar þetta málefni
var orðið að hálfu leyti opinbert með því, að lá-
varðurinn fékk lögregluna til að grenslast eftir
hinni horfnu dóttur sinni, var því samt haldið
svo leyndu að fáir vissu það. En líking drengs-
ins og Clarice, gerði lafði Jönu all-órólega.
Og líkingin — hin líkingin græddi og þrosk-
aði gruninn í huga lafði Lauru. Þrátt fyrir hina
málamyndar fullnægju sem skýring hans virt-
ist veita henni, lifnaði samt aftur hinn beiski
grunur hennar með því afli, er leitt gat til
óhappa. Það er engin ástríða til í heiminum,
sem er eins erfitt að bæla niður og afbrýðina.
IX. KAPITULI.
Dálítil fregn.
Litlir erfingjar eru dýrmætar persónur,
einkum ef þeir af tilviljun eru á höfðingjalista
konungsríkis lávarðanna. Það hefir ef til vill
ekki verið nokkur unglingur í landinu, sem var
metinn jafnmikils af ættingjum sínum og hinn
ungi lávarður Oakburn, og þegar hann eftir dvöl
s<na í Seaford, sýndist fremur fara versnandi
en batnandi, varð móðir hans afar-hrædd um
hann.
Ungi herrann varð innkulsa strax eftir
komu sína til London, alveg eins og aðrir dreng-
ir hafa oft orðið. Fyllilega allsráðandi yfir
Pompey, hafði hann með ásettu ráði vaðið út í
tjörn í öllum fötunum sínum, þrátt fyrir tilraun-
irPompays að aftra honum frá því, og afleið-
ingin varð að honum varð ílt í hálsinum. Það
varð samt nauðsynlegt að gera Sir Stephen boð.
Honum batnaði fljótt aftur, en innkulsið orsak-
aði honum deyfð og f jörleysi, og greifainnan
sagðist verða að fara- eitthvað með hann aftur;
hún vildi fara með hann til eins eða annars stað-
ar á Þýzkalandi, þar sem heilbrigðisbrunnar
væri, máske þaðan til Suður-Frakklands, og
vera erlendis allan veturinn, eða að minsta kosti
nokkurn hluta hans.
Areiðanlegustu Eldspítumar í Keimi
og um leið þær ódýrustu eru
EDDY’S “SILENT 506”
AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að
eldspítan slokknar strax og slökt er á henni.
ÓDÝRA5TAR af því þœr eru betri og fullkomnari en
aðrar eldspítur á markaðinum.
Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka
þín mælir með því að þú kaupir EDDYS
ELDSPÍTUR
H og’: U1‘ LODSKINN
Ef þú óskar eftir fljóbri afgreiðdu og haesta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið
Frank Massin, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum.
| UU, Gœrur og Seneca Rœtur |
Vér kaupum vörur þestar undir eins í •tórum og imáum alumpum. Áfarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax.
R . S. ROBINSON W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE sf y 150-2 PACIFIC AVE. East M AN.
AUGLÝSIÐ I LÖGBERGL
Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín
Beztu Meðmæli.
Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk
mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann-
gjarnt.
Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast
um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra
eru í ólagi.
Dr. C. C. JEFFREY,
„Hinn varfærni tannlæknir"
Cor. Lo^an Ave. oé Main Street, Winnipeé
IOÐSKINN Bændur, Veiðtmennn og Verslunarmenn LiOOSKINN
A. & E. PIERCE & CO.
(Mestn skinnakaupmenn í Canada)
213 PACIFIC AVENtJE.............VPXNNIPEG, MAN.
Hæata verð borgað fyrir Gærur Húðlr, Seneca rætur.
SENDIÐ OSS 8KINNAVÖRC VÐAR.
Frá Alþingi.
í gaer Voru stuttir fundir i báSum
deildum.
í efri deild var innflutnigsbanns-
frumvarp Magnúsar Torfasonar til
3. umr. Var á það bent, aö frum-
varpið mundi vera óþarft, en sam-
þykt var þai5 þó og afgreitt til neðri
deildar. Greiddu ráðherrarnir því
báðir atkvæöi og verður ekki annað
ráðiö af því, en að þeir álíti, að reglu-
geröin, sem stjórnin gaf út á dög-
unum, hafi veriS ólögleg.
Samþykt var tillagan um eftirgjöf
á skuld Fiskifélagsins.
í neðri deild uri5u talsverfiar um-
ræður um frumvarpið um afnám
verölagsnefndarinnar og í sambandi
viC þaö um kostnaðinn við Ameriku-
íör og veru Jóns Sivertsens- Hóf
Pétur Ottesen þær umræíSur og kvaC
eftirlitsleysi stjórnarinnar með slík-
um fjárgreiðslum og reikningum úr
hófi keyrandi. T. d. hefði J. S. gert
kröfu fyrir 54 krónum á dag fyrir
mat og þjórfé meðan hann dvaldi i
Ameríku og Væri “enginn dýrtiðar-
bragur á þvi borðhaldi”. Og 500 kr.
hefði hann fengið fyrir siumarfatnað.
Allur væri kosnaðarreikningur hans
fyrir 10 mánaða dvöl þar helmingi
hærri en allur kostnaður norska rík-
isins af eins og hálfs árs dvöl Frið-
þjófs Nansens þar vestra. Mun það
þó ekki hafa verið meiningin, að
þeir reikningar hefðu átt að koma
undir úrskurð verðlagsnefndarinnar.
Komust þeir Pétur Ottesen og for-
sætisráðherrann í hár satnan út af
þessu, og sagði ráðherrann að Jón
Sivertsen kæmi þessu máli ekkert vitS
en taldi það óviðeigandi að gera slíka
árás á stjórnina óviðbúna!
Frumvarpinu var visað til 2. um-
ræðu.
éVisir 16. júní.)
PANTAGES
“Unequalled Vaudeville”
KALT Á HEITUSTU DÖGUM
FÖLLIS SISTERS
and
NAT LE ROY
Stunning Song and Dance
Marty Brooks presents
FRANK SINCLAIR and
CLIFF DIXON
in
“OLIVES”
with MYRTLE LAWLER and a
Company of Girls
BRITT WOOD
The Fool and his Harmonica
ZENO DUNBAR and JORDON
Octavia
Handworth
in
“TWICE A WEEK”.
Episode 2 of.
“A FIGHT FOR MILLIONS.”
“Flames of Peril.”
Another period of breathless
thrills.
pRJÁR SÝNINGAR Á DAG
kl. 2:30, 7:30, 9:15
DR. O. STEPHENSEN
Telephone Garry 798
Til viðtals frá kl. 1—3 e. h.
heimili:
615 Banatyne Ave., Winnipeg
GOHNE k CO.
Tals. M. S208. — 322-3S2 EUlce Ave.
Horninu & Hargrave.
Verzla með og virða brúkaCa hús-
muni, eldstór og ofna. — Vér kaup-
um, seljum og skiftum & öllu sem «r
•okkurs virBL