Lögberg - 01.08.1918, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.08.1918, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1918 7 Þáttur af Halli af Horni, Snorra presti og Hallvarði Hallsyni. Eftir Gísla Konráðsson. (Framhald). 22. kap. Hallvarður flytur hval Jóns lögmanns. Hallvaröur keyti nálægt þessum tíma aö Ólafi lögréttumanni Jónssyni á Eyri í Seyöisfiröi skip eitt gamalt, er hann haföi haft til hvalveiöa og Gnoö hét. Haföi Ólafur veriö aeriö fengsæll hvalskutlari á fyrri árum sinum, en geröist nú gamlaður mjög. Hafði Hallverður skip þaö oft til sjó- fara sinna, og er sagt, aö mjög bætti hann aö því. Sjálfur var Hallvarður skipasmiður mikill, og höfðu menn trú á, að engum þeim skipum hlekt- ist á, er hann smíðaði. Þaö ætla menn, að nálægt þessum dögum færi hann bygðum í Skjaldabjarnarvík í Strandasýslu, en aö engpi finst þá getið Jóns bróðir hans, og er helzt að sjá, aö hann væri þá andaður eöa frá sjóförum með einhverjum hætti. Taliö er að Hallvarður flytti sig á Gnoö m«Ö Þorgeröi ráöskonu sína í Skjalabjarnarvík, sem hann haföi keypt. Jón, sonur Ólafs lögsagnara og lögréttumanns á Eyri, fékk vísi- lögmannsdæmi og bjó um hríö í Mið- húsum á Reykjanesi. Hann átti Þor- björgu Bjarnadóttur sýslumanns á Þingeyrum Halldórssonar. Nær þess- um tíma var það, að hval rak að Dröngum, að því er talið er. Keypti Jón vísilögmaður þar hval eigi all-lít- inn- En fyrir því að Jóni þótti erfitt aö koma þeim hval að sér, þá falaði hann af Hallvarði aö flytja hvalinn til sín sjóveg. Tók Hallvarður lítiö undir þaö í fyrstu, en tók þó eigi af meö öllu. Maöur hét Þorsteinn og var Böðvarsson, kallaður skenkur, Barð- strendingur einn, óreiöumaöur og þjófur, og varö hann sekur þar um. Var honum lýst á Skálanesþingi og sú lýsing lesin á alþingi; þvi var hann “skenkur” kallaður, aö oft stal hann því á einum bæ, sem hann gaf á hin- um. Hann var lítill vexti heldur, en röskur til sumra hluta, einkum til sláttar og sjófara. Mælt er, að Þor- steinn væri um hríö með Fjalla-Ey- yindi. Stundum hafði og Hallvarður leyft honum skjól meó sér. Sökuin þess að nú var eigi viö kostur Jóns, bróður Hallvarðs, er flestir ætla, að þá væri látinn, þá tók Hallvarður Þorstein með sér aö flytja hvalinn. Eigi voru aðrir hásetar hans. Og er Hallvarður hugði, að sjógæftir mundu haldast um stund, steig hann á Gnoð og þeir Þorsteinn. Mælt cr aö vel byggi Hallvarður sig út i ferö þá. Sótti hann hvalinn aö dröngum og hélt svo vestur fyrir Strandir all- ar. Er svo sagt, að þá er hann fékk eigi segli viðkomið og logn var veð- urs, reri hann jafnan annari hendi á móti Þorsteini. Þá er Hallvaröur sigldi fyrir Axlarfjall, fékk hann með engu móti be'ygt svo djúft fyrir það sem hann vildi, og var svo sem þann veg væri sogað skipið aö sér, og sveif það alt inn undir bjargiö, og það svo nær, að við lá, að brotna mundi. Tók þá Hallvarður aö slangra í bjargið nokkr.um sinnum, en það er haft eft- ir Þorsteini, að þá er Hallvarður varpaði hinum hinsta steini, þá kvað hann um leið visu, er Þorsteinn fékk þó eigi numið, en hann heyröi í bjarg- jnu hljóð mikið og óþekkilegt, og eimdi lengi eftir, en kvað afarhátt við í fyrstu, en engan sá hann. Fékk Hallvarður þá beint til djúps og fengu þeir þá lengi byr góöan, og alt sigldu þeir þá fyrir ísafjaröardjúp og alla leið komst Hallvaröur fyrir Vest firði slysalaust, og tók hvergi land nema að Látrum að Bjarnar bónda. Þaöan byrjaði honum vel og tók hann land að Miöhúsum á Reykjarnesi og skilaöi hvalnum. Þá er sagt að Þor- björg, húsfreyja lögmanns, léti bera Hallvarði þorsk mikinn, tíu merkur smjörs í öskjum og tíu marka skál með skyrhræring og litla mjólk út á, og æti Hallvarður víst þá alla, og mælti, er hann setti frá sér: “Þarna er bollinn og þarna eru holurnar”, og þótti mönnum það likast því, að hon- um þætti sér eigi ofveitt. Þar lét hann Þorstein frá sér fara, og þó að hann væri kallaður knár sjómaður, sagöi Hallvaröur, aö sveinstauli sá Væri helzt til smávika innan um skip og til engrar áreynslu. Þó er þess viðgetið, aö hann gyldi Þorsteini ríf- lega fyrir förina, en skipaði honum sem fyrst að veröa á brott, því aö eigi vildi hann láta gripa hann í sinni fylgd. Lögmaöur galt Hallvarði silf- ur fyrir hvalflutninginn, og er þess eigi getið, að Hallvarður fyndi að því Þar seldi Hallvarður ferju sína Gnoð og er svo að sjá, sem hana keypti Jón prestur að Stað á Reykjanesi Ólafs- son prests Eirrkssonar. Var þaö skip þar síðan lengi á hvolfi, og var mat- ast undir því á engjum. Hall-varður gekk þaðan norður heim. Eru þetta flest frásagnir Ingimundar hrepp- stjóra Grímsonar, er löngu síðar bjó að Miöhúsum. 23. kap. Hallvarður kemur á Klaufa- staði. Jón hét maður Kolbeinsson, er bjó á Klaufastööum í Gufudalssveit. Guð- björg hét kona hans. Hallvarður kom oft á Klaufastaði og gisti þar, því kunnleikur var með þeim Jóni bónda. Þaö var eitthvert sinn, að hann kom seint um kv'eld og settist á pallstokk. Ljós brann í baðstofunni, en skugga bar á, þar er Hallvarður sat. Guöbjörg mælti: “Þaö er dimt þarna, Hallvarður minnl” “Nú!” kvaö Hallvarður. “Mig gildir einu, þó að allir árarnir væru hérna í kring- um mig”. Er því frá þessu sagt, aö sjá megi, hvað einrænulegur hann var og gjarn að ægja mönnum. Það var og öðru sinni, aö Hallvarður kom á Klaufastaði, er Guðbjörg var eigi heima, og beiddist drykkjar. Ingibjörg hét dóttir Guöbjargar. Hún bar Hall- varöi átta marka ask með súra blöndu Hann tók við, rendi af, og rétti meynni aftur askinn og mælti: “Það var klént, stúlka mín I” Bauð hún honum að bæta viö hann, en eigi þá hann þaö. Ingibjörg var móöir Sess- elju, er átti fyrr Níels Sveinsson aö Kleifum í Gilsfirði. Vora börn þeirra Jón, Sveinn prestur, Daði, er kallaði sig hnn gráa, en sumir nefndu hinn fróöa, Karítas og Guörún. Frá þessu hefir Daöi sagt. Sesselja liföi, er þetta var ritað, með Sveini presti syni sínum á Staöarstaö, og var uin nírætt. 24. kap. Frá Hallvarði og Erlendi presti. prest, aö bæöi hefði hann farið stel- andi og ljúgandi á stólnum í dag, því að þrjár tilvitnanir hans hefðu verið rangar og frá öörum teknar. Ekkert >akkaði Hallvarður með jafnmiklum virtum sem prédikan prestum, ef hon- um gast vel að. Þetta er sögn Daða Níelssonar. 25. kap. A When using WILSON'S FLY PADS READ DIPECTIONS \ CAREFULLY AND / FOLLOW THEM/ SV/ EX ACTLY Er miklu betri en gúmi flugnapapplr- lnn. Hreinn i metSferS. Fæst hJ4 lyfsölum og matvörusðlum. Halldór Jakobsson frá Búöum Eir- íkssonar, Steindórssonar haföi nú Strandarsýslu og bjó að Felli í Kolla- firði. Hann átti Ástríði Bjarnadótt ur sýslumanns á Þingeyrum Halldórs sonar. Presti þeim var veitt Árnes /'1760J, er Erlendur Þorsteinsson hét, Þorkelssonar úr Vestmannaeyjum. Það hafði verið eigi allfá ár, áður en Hallbjörn fór vygðum í Skjaldbjarn arvík, að hann gekk eigi til altaris, og prestur sá, er Helgi Einarsson hét, faðir Árna stiptprófasts, er þá hélt Stað i Aðalvík, vandaði um þaö viö Hallvarð. Kom hann þangað þegar eftir Vigfús prest, því aö hann fór jafnskjótt austur aftur til Kálfafells í Hornafirði- En eigi tjáði Helga presti að vanda um slíkt viö Hallvarð og virtist mönnum prestur eigi viö honum hrökkva, þá er í kappræöur sló með þeim. Erlendur prestur fann og að því viö Hallvarð, er hann kom í Skjaldabjarnarvík, og baö hann góð fúslega að hneigsla eigi aðra með slikri framferð. Hallvaröur kallaöi honum það vel fara, því að englnn mætti þröngva öörum til slíks, og af- teknar væri páfalegar bannfæringar er verið hafði smán ein og ranglæti í kristninni, sprottið af fégirnd klerk- legra manna. Var það þá hinn næsta drottinsdags-morgun, að Hallvarður var lentur í Árnesi. Var hann þá svo búinn, að hann var í úlpu sauðsvartri er tók ofan á kné, meö brennivínskút undir hendi sér, er hann gaf presti og vissi hann, að honum mundi það bezt koma. Um messutímann stóð Hallvarður í kórbekkjarhorni í úlp- unni, en lagöi hana af, meðan hann gekk innar í kórinn, og það sagði kona sú, er Guörún Bjarnadóttir hét; vitur og réttorð, að mörgum hefði þótt hlægilegt, hvað Hallur var lang stígur innar eftir kirkjugólfinu, en maðurinn var afar-stórskorinn. og er honum var útdeilt, var sem hann tygði nokkuð við. Kvað Guðrún sér hafa ofboðið hvað kjálkar hans voru stórkostlegir, er hann tugði, þvl að hún kraup niður skamt frá honnm Guðrún þessi varö síðari kona Jóns yngra á Krossanesi Jónssonar, Grims- sonar. Var þeirra son Grímur. Síð ar átti Guðrún Jón að Víðidalsá. Hún varð all-gömul, en var mær ung er hún sá Hallvarð. Hallvarði tafðist eitt sinn í Ár nesi, og ræddi þá margt við Erlend prest. Var það síðan að orðum haft að lítið yrði honum fyrir að hrekja ástæður prests, þá er þeir komust kappræður. Sagði Hallvarður það með mörgu öðru, er kynlegt þótti, að svo væri um djöfulinn sem annað, að gagn mætti af honum hafa, ef menn vildu og kynnu rétt meö aö fara. Bar þá svo við, að kona var nær komin að barnburði. Eigi kvaðst Hallvarður það heyra vilja að konur styndi af slíku, og«væri það gæfa sín, að eigi yrði hann þess valdandi- Eftir lát Erlends prests (1764 fékk Árnes Magnús prestur, sonur Einars Strandasýslumanns Maguússonar. Magnús prestur fékk jafnan rysjugt orð, en kalaður var hann margfróður. Er sagt, að hann hafi breytt brögðum bónda þann, er Jón hét og bjó á Krossanesi, Grimsson. En hvorki prestur né Jón vildu eiga glettur við Hallvarð. Voru þeir Jón og hann heldur til vina. Eitt sinn var Hall- varöur við Árneskirkju, og sat á kirkjudyra-þröskuldi, með skroppinn skinnstakk yfir höfði sér og er honum tók eigi að geðjast ræða prests, sneri hann loks bakinu inn. Eftir prédik- Hallvarður gangi. eyðir drauga- Svo bar við að útlendir veiðamenn skutust á úti fyrir Höfn, og urðu nokkrir menn drepnir, en eigi er ljóst hverjar þjóöir það voru, eða hversu >eir viðskiftum lauk. Þaö var litlu siðar að tvö lík rak í Rekavík. Jón er sá bóndi nefndur, er þar bjó, og fann hann líkin, og tók hann af öðr- um þeirra hring, en hinu nokkuð fé- mætt, og dysjaði þau síðan og gat eigi um. Eftir þetta þóttu þeir menn eigi kyrrir liggja, og komu á glugga á nóttu með buldri miklu og suðu, að >ví er Jón sagði, svo að hvorki fékk hann sofið né kona hans, og aldrei >orðu þau á ferli að vera, er húma tók. Kölluðu menn þetta sjódrauga, og kváðu þá versta og skæðasta, er flæður var sjávar, og það sagði Jón, að jafnan sækti þeir á að draga sig að dysinu- Lá honum nær vitfirringu sökum æðru þeirrar. Fór hann nú að hitta Hallvarð, og kvað hann það sýnt, að miklu mundi Jón umvalla sjálfur og hafa með höndum fé nokk- uð, og færi svo jafnan, er menn rændi lík. Sagði bóndi þá sem var. Fór Hallvarður þá til Rekavíkur með bónda og gisti þar. Var það þá um nóttina að draugarnir konu á glugga að vanda með buldri og ólátum. Hall- varður tók þá hriginn, sem bóndi hafði tekið, og kastaöi út um glugg- Mælt er að hann kv'æði um leið visu á hollenzka tungu, en eigi vitum vér að greina hana. öllu öðru fleygði og Hallvarður út, er bóndi hafði af þeim tekið. Hallvarður gisti þar aft- ur aðra nótt, og komu draugarnir þá eigi heim. En sakir þess að sauðir bónda höfðu komið nærri dysinu um nóttina, lágu þeir þar þrír dauðir um morguninn. Þá kvaö Hallvarður það sýnt, að eigi vildu þeir á Iandi liggja er þeir væru útlendir, fór til og smíð- aði kistu að líkunum, gróf þau upp og kistulagði, en rak áður járnfleina fyrir brjóst og iljar þeim, bar kistuna síðan rangsælis um dysina, flutti á skip og reri síðan á sjó út og sökti henni niður með grjóti. Afreimdist síðan með öllu í Rekavík og þakkaði Jón Hallvarði vel liðveizluna. 26. kap. Viðurcign Hallvarðs og Hall- dórs sýslumanns. Halldór Jakobson hélt nú Stranda- sýslu, sem áður er talið. Galt Hall- varður honum lítt eða ekki skyldur sinar, og kallaði hann lítt hæfan sýslu- mann, er hann gætti þess eins að heimta tekjur sínar, en vanrækti alt annað- Eigi sótti Hallvarður heldur þing. Var þó, sem Halldór vildi litlu við hann skifta, enda þótt Halldór væri af sumum margvís haldinn. Ást- ríður kona Halldurs var hin fégjarn- asta. Hún hvatti því Halldór bónda sinn fast til að ná rétti sínum af Hall- varði. Tjáði Halldóri þá eigi annað fyrir ákafasakir hennar, en ganga að tekjunum. Kom svo um síðir, að hann fékk menn með sér að fara að Hallvarði og hugði að taka gjöld sín út hjá honum. Varð honum þó ilt til liðs, þvi aö flestir voru ófúsir til þess að erta Hallvarð. Þó kom svo að Halldór fór við sjöunda mann til Skjaldabjarnarvíkur. En er þeir lentu, sáu þeir mann ganga heiman að frá bænum til naustanna með öxi reidda, all-mikla. Kendu þeir að þar fór Hallvarður bóndi, og mundi þá eigi dælt við hann að eiga. Þá sýnd- ust þeim og margir menn vopnaðir ganga frá bænum og ofan til sjávar. Svo var að sjá af búnaði þeirra, sem þeir inundu allir vera útlendir. Ætluðu menn sýslumanns, að það væru fiski- skútumenn, er komnir voru til liðs við Hallvarð, því að allir vissu, að hann átti jafnan mikil viðskifti við þjóðir, sem útlendingar eru oft kallaðir vestra. Þótti þeim sýslumanni þá eigi árennilegt og sneru aftur við svo bú- ið, og eigi er þess getið, að sýslu- maður heimti eíðan gjöld af Hallvarði Átti hann síðan í ýmsu málavafstri og var að lvktum dæmdur frá sýsl- uhni. Þess er áður getið, að Þorgerður hét ráðskona Hallvarðs, og kom hún með honum í Skjaldabjarnarvík, en hann hafði keypt þá jörð, sem er 6 lindr. að dýrleik, meö hjáleigu þeirri gögn í Húnaþingi. Mælt er aö hann tæki það upp, eftir að hann kom í Skjaldabjarnarvík. Þótti það mjög fáséð, að eitt sinn sigldi hann inn Miðfjörð með búsgögn, og hafði þá að segli skráplengjur einar samanfest ar, og kallaði hann, að það segl léti síður vindinn. Oft fór hann og á Vatnsnes og svo norður á Skaga- strönd. Var það nú eitt sinn að hann fékk ofviðri mikið á flóanum, svo að hann varð að kasta út miklu af farm- inum. Rak hann þá í haf út fyrir Skaga. En fyrir því að hann hafði hrakið all-langt austur og norður, áður en vindurinn gekk i útnorður, fékk hann eigi náð Hafnarbúum- Stýrði hann þá austur fyrir Skagann í roki miklu, svo eigi sá nema lítil deili til lands, en honum var leið ókunn. Kom þá svo aö hann sigldi til botns upp á Sævarlandsvík (þó segja nokkr- ir að hann bryti skipið á Hafnarbúð- um). Hallvarður fór þá gangandi vestur. Var það þá, að hann kom aö Þóreyjargnúpi á stöðul, þar er konur mjólkuðu ásauð, og virtist þeim þar komið vera tröll fremur en maður. Hann var í svörtum kufli og gyrður ólu. Pundfata full stóð á kvíagarði. Hallvarður varpaöi sér upp á garðinn Urðu þær þá enn hræddari. Hann reis á olboga og bað þær eigi hræðast en gefa sér aö drekka. Þær vísuðu honum þá á pundfötuna. Hann setti hana þegar í munn sér og sutraði í lögg. Síðan þakkaði hann beina við sig og kallaði mikla brjóstbirtu verið hafa. Þaðan gekk hann Línarkardal til Miðfjarðar, þá til Hrútafjarðar, og létti eigi fyr en hann kom heim til Skjaldabjarnarvíkur. 28. kap. Frá sjóferðum HaUvarðs. Maður hét Guömundur og var Halldórsson. Hann bjó á Kirkjubóli" i Steingrímsfirði- Hann var formað- ur og kom norðan af Gjögri úr veri. Sá hann bát fyrir Steingrímsfjarðar- mynni og engan mann á. En að stundu liðinni, þá er þeir Guðmundur tóku róður að bátinum, reis maður upp og tók til ára. Var það Hallvarð ur og hafði sofið. Eigi leið á löngu áður hann komst langt fram um þá Guðmund á sex árar, og það þó þelr tæki aö skerpa róðurinn. Lagðist þá Hallvarður aftur til svefns, til þess er þeir nálguðust hann. Þá tók hann aðra skorpu, unz hann hvarf þeim. — Það var öðru sinni, að skipverjar á hákarlaskipi sáu bát “dymolta” úti á miði og engan mann á. Reru þeir að bátnum og kendu að þar var Hall- varður, og svaf. Festu þeir þá bát inn við sig. Litlu síðar reis Hallvarð ur upp og mælti: “Hafið sælir gjört skörnin ykkar! Síðan greip hann festina óg v'ildi slíta, en fékk eigi Rykti hann síðan á í öðru sinni. Báðu þeir hann þá að slíta ekki festina og höfðu heldur í skimpi. En þá sleit hann togið og tók til ára og skildi þar með þeim. — Sagnir eru um það, er Hallvarður barg Ima. Business and Professional Cards The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt va(n í öllum herbergjum Fœði $2 og $2.50 á dag. Americ- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrlfaður af Royal College of Physiclana, London. Sérfrœðlngur 1 brjóst- tauga- og kven-sjðkdómum. —Skrlfst. 306 Kennedy Bldg, Portage Ave. (4 mótl Baton’s). Tals. M. 814. Helmlll M. 2696. Tlmt ttl vlðtals: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið ai vel færu skrifBtofufólki hér í Winnipeg. — peir sera hafa útakrifaat frá Tho Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS CQLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Brown & McNab Selja t heildsölu og smásölu myndir, myndsramma. Skrifið eftir verði á stækkuðum myndum 14x20 176 Carlton St. Tals. M|ain 1367 JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMADUR Heimllis-Tals.: St. John 1844 Skrtfstofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtakl bseði húsaleiguskuldlr veðskuldir, vlxlaskuldir. Afgreiðir alt sem að lögum lýtur. Room 1 Corbett Blk. — 615 Maln St. J. H. M CARSON Byr til Allskonar lintl fyrir fatlaða menn, einnig kvlðslitsumbúðlr o. fl. Talsími: Sh. 2048. 338 COÞONY ST. — WINNIPEG. 29. kap. Lok Hallvarðs Jón hét maður, er sagður var Árna son. Hann var fóstri Hallvarðs og frændi. Hann kvongaðist suður Reykjanesi. En er Hallvarður var orðinn hniginn og gamall, flutti Jón sig með konu sina í Skjaldabjarnar vík. Mælt er, að eitthvert sinn segð Hallvarður við Jón, að af því mætti sjá, hvað sér væri aftur farið, að nú gæti hann ekki almennilega lokið tveggja fjórðunga kóp. Áður hafði hann látið gera sviðning handa sér úr kópum eigi allsmáum stundum, og haft til matar í senn. Það sagði Jón Árnason, að haustið áður en Hall- varður dó, sæi hann Hallvarð kynda bál upp i á fjalli, og hafa menn ætlað að þá brendi hann skræður sínar og vildi eigi láta aðra menn hafa þær með höndum eftir sig. fÁlment er mælt að víst mætti hann fjölkyngi við hafa engu minni en Hallur faðir hans en svo færi Hallvarður hægt með, að engum manni ynni hann mein með henni, þótt eigi kæmi honum margt á óvart. Enn er í mæli, að Hallvarð- ur vildi grafa peninga sína, en hann sagði það til enskis koma mundu, því að samt mundi Jón Árnason fá fundið þá, er hann væri andaður. Áður en Hallvarður lézt, tók hann saman tölu eina, og bað Jón Iesa hana yfir lík- kistu sinni. Ætla má að nú sé hún týnd. Talið er, að kistuleggja bæði hann Hallgríms-sálma með sér. Hall- varður lá skamma stund. Lík hans skyldi flytja til Árneskirkju. Þá var Jóhann prestur Bergsveinsson kominn Árnes, en hann fékk <það 1780 næst HVAÐ sem þér kynnuS að kaupa af húsbúnaði, þá er haegt að semja rið okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNl. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND H0USE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hotni Alexander Ave. V crkstof u Tals.: Garry 2154 Heim. Tals.: Garry 2949 er Skaufasel hét. Það er eftir Hall- eftir Guðmund prest Bjarnason, en varði haft, að í meira lagi væri sú landeign sín, er hann hefði engan ó- maga- En hann hélt því fram að allir búendur ættu a'ð vera jarðeigendur, því að aliir væru jafnt af jöröu komnir, og væri því óhæfa að selja lönd sín á leigu. Sagt er, að Hall- varður byggi við Þorgerði sem konu sína, en vildi eigi giftast -henni. — Það er sagt, að maður einn bað hann gistingar. Hann sváraði: “Eigi mun eg hús mín meina náttlangt, en eigi verður þér anar beini boðinn en hundakjöt og kræklingasoð”. Aldrei kvaðst sá maður hafa fengið jafnfeitt spað né betri beina en þá hjá Hall- varöi. 27. kap. Hallvarður brýtur skip sitt og annað. Það var oft, aö Hallvaröur sigldi an sagöi Hallvaröur viö Magnús einn yfir Húnaflóa og seldi þá bús- siöan fékk Jóhann prestur Brjáns- Iæk 1793( síöast í Garpsdal 1816, t 1822). Þykja mest líkindi til aÖ Jóhann prestur hafi um skamt haldið Árnes, er hallvarður lézt. En er færa skyldi lík Hallvarös sjóveg til kirkj- unnar, rak á tveim sinnum forráös- veöur mikiö en ófærð var ærin á landi svo að enginn kostur var á aö koma vö æki. Var þá hætt viö þaö og hann grafinn viö túngarö í Skjaldabjarnar- vík, og vat leiðið fjögurra álna langt, Er þaö og almæli vestra eftir þelm mönnum, er sáu, aö Hallgrímur lækn- ir Backmann, er var einn manna mestur og sterkastur, næöi á stígvél um Hallvarði í hnakkagróf, er þeir gengti eitt sinn undir mál, og hafa þeir svo frá sagt, Ingimundur hrepp- stjóri og Daði, svo sem flest annað í frásögnum þessum. Nú er sagt, að túngarðurinn sé mjög hruninn á leiðiÖ G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar rafmagnsáhöld, gvo sem straujám víra, allar tegundir af glösum or afivaka (batterls). VERKSTOffl: 676 HOME STREET The Ideal Flumbing Co. Horrji Hotre Dame og Haryland 8t "Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. Dr. B. J.BRANDSON 701 Lindsay Building Telephonb garhv 880 Omo-Tliui: a—3 Haimili: 778 Victor St. Tilhphoni qahht asi Winnipeg, Man. Dagt&ls. St.J. 474. Neeturt. m.1.: 166. KaJll sint & nótt og degl. DR. B. GBRZABKtt. M.R.C.S. frá Bnglandi, L.R.C.P. trfc London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manltoba. Fyrvemndl aCstoSariæknlr vi6 hospltal 1 Vlnarborg, Prag, o* Berlln og fleiri hospitöl. Skrlfstofa 1 eigin hospltall, 416—41 Pritchard Ave., Wlnnlpeg, Man. Skriístofuttml frfc 9—12 f. h.; 8— og 7'—9 e. h. I>r. B. Geraabeks elgið hospítal 416—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- llnga, sem þjfcst af brjóstveiki, hjart- veikl, magasjúkdómum, lnnýtlavelkl, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. Vér leggjum sérstaka fcherzlu fc aC selja meðöl eftlr forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aö f&, eru notuB elngöngu. pegar þér komlB meC forskriftlna tll vor, megiS þér vera viss um að f& rétt þa8 sem læknlrinn tekur tll. COIiCIiKDGH St CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Glftlngaleyflsbréf geld. Dr. O. RJORNðON 701 Lindsay Building nu.KPvonnaiui 33( Office-timar: a—3 HKIMILU 764 Vlctor ttiMt IktlPSONEi OAIIT Tea WÍHnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Bcyd Building; COR. PORT/VQE ATE. & EDMOjiTOji 8T. Stuadar eingöngu augna, eyma. nef og kverlca sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. eg 2-5 e.h,— Tal.ími: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. Talaimi: Garry 2316. Dr. M.B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aCra lungnasjúkdóma. Er aB finna fc skrlfstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrlf- stofu tals. M. 3088. Helmlli: 46 Alloway Ave. Talsiml: Sher- brook 3168 THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslerukir iógfræPiagar, Skoifstofa:— Room 811 McArthoc Buildfng, Portage Avenus ÁBitun : P. O. Box 1690, Telelónar: 4503 og 4304. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRKSTŒÐI: Homi Toronto og Notre Dams Phoo. 1 Oarry 39M tt.lallis Oarry SOt J. J. Swanson & Co. Verzta meS fasteignir. 9já um leigu á hú.um, Annut lán os •IdkfcbyrgSir o. fL 8*4 Tfle Keu«fug«on,Port.Afimáth A. S. Bardal 84» Sherbrooke St. Selur Ukkistur og annaat um útfarir. Allur útbúna&ur sfc bezti. Enafrem- ur selur kann alskonar minnitvarSa og legsteina. H.imlli. Tal. . Q.rry 2151 Skrifatafu Tala. - Qarry 300, 375 jyf ARKET 11OTEI. VH5 sölulorgiO og City Hall Sl.oe til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, iTANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. «g Donald Streat Tals. main 5302. The Belginm Tailors Gera við loðföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hreinsa, pressa og gera við. Föt sótt heim og afhent. Alt verk ábyrgst. Verð sanngjatnt. 329 William Ave. Tal.. G.2449 WINNIPKG Giftinga og Jarðarfara- blóm með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary 585 MAIN 8T. WINNIPEG Sérstök kjörkaup á myndastækkua Hver sem lætur taka af sér mynd hjfc 088, fær sérstaka mynd gefins. Sá, er lætur stækka mynd fær geflns myndir af sj&lfum sér. Margra ára fslenzk viðsklfti. Vér fcbyrgjumst verklö. Komið fyrst til okkar. CANADA ART GAJjliERY. N. Donner, per M. Malitoaki. i Skjaldabjarnarvík eftir Hallvarö, og þar bjó hann 1807, er þeir Frisak og Scheel mældu Island, og var Jón þá gamall og allfjáður. Þeir gistu hjá Jóni, og var þá með þeim Stein- grímur Ólafsson, er mér hefir frá þessu sagt; hann var síðan kallaður Lautinanta-Steingrímur. Jón Oddsson hét maöur, er síðan bjó í Skjaldabjarnarvik. Guörún Jónsdóttir hét kona hans og var aö sögn frændkona Hallvarös. Hún var mikil fyrir sér og skapstór. Magnús hét son þeirra. Hann tók það ráð að heita á Hallvarð að birta sér í draumi það er sér þætti miklu varða, bæði þá er honum var vant sauða, og svo er hann reri til fiskjar og annara veiða. Lagðist hann þá á leiði hans og vildi vita, hvað sig dreymdi. Honum þótti Hallvarður koma að sér og segja: “Legstu ekki á höfðahlutann”. Síðan svaf Ma^-nús jafnan á fótahlutanum og þóttist þá jafnan verða nokkurs visari. Magnús varð eigi gamall maður, rúmlega tvítugur. Guö- rún móöir hans bjó eftir mann sinn í BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear ogr Dominion Tires ætið fc reiCum höndum: Getum út- vegaB hvaCa tegund sem þér þarfnist. Aðgerðum og “Vulcanizlng” sér- stakur gaumur gefinn. Battery aðgerBir og blfreiBar tli- búnar til reynslu, geymdar og þvegnar. AIJTO TIRE VIJIiCANIZING CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Garry 27S7. OpiB dag og nótt Williams & Lee Vorið er komið og sumarið 1 nánd. lslendingar, sem þurfa aB f& sér reiBhjói, eBa lfcta gera viB gömul, snúi sér til okkar fyrst. Vér höf- um einkasTu & Brantford Bycycles og ieysum af hendi allskonar mótor aBgerBir. Avalt nægar byrgB- ir af “Tires’* og ljómandi barna- kerrum. 764 Sherbrook St. Hopbí lotre DfllM Eitt af mörgnm at- vikum. Mr. F. skrif ar: T. Lapitz, Britt, Iowa, “par sem eg hefi notað Sagt er að Jón Árnason byggi lengi Skjaldabjarnarvík og þau börn þeirra önnur en Magriús. Jón hét annar son þeirra, en dætur Marín og Guöríður, er átti Jóhannes Sigurðsson frá Dröngum Alexíusson. Bjuggu þau að Skjaldbjarnarvík- Anna Jónsdóttir hét kona, er átti þann mann, er Sveinbjörn Jónsson hét. Þau bjuggu í Mýrartungu og í Bæ i Króksfirði, og síöan að Klukku- felli. Önnu dreymdi, aö mikilúðlegur maður kænii aö sér, og kvaöst Hall- varöur heita, og bað hana þess aö láta heita eftir sér. Gat hún og aðrir til þess, að draumamaðurinn hefði verið Hallvarður Hallsson, eftir því sem sem hús lýsti því, aö sér hefði sýnzt hann í sv'efninum. Anna lét fyrsta son sinn heita Hallvarð, því að eigi þótti gjörandi að synja rvafns, ef þess væri vitjað. Sá sveinn varð vitlítill og nær fífl. (Framhald). American Elixir of Bitter Wine í síðastliðin 12 ár, þá get eg ekki mælt fram með betra heimilis- meðali en Triners American Elixir, af >ví við getum ekki ver- ið án þess”. — f þúsundum þús- unda annara heimila hefir Trin- ers American Elixir unnið sitt verk. pað er ekki svaladrykkur, heldur er það meðal sem verður að takast í skömtum og eins og Mr. D. C. Cudshom lyfsali í heil- brigðisnefnd í fylkinu West Virgina saigði 26. nóv. 1915: “pað verður ekki hjá því komist að álíta það meðal í orðsins fylstu merkingu”. Ef þér er hætt við harðlífi, meltingarleysi, # höfuð- verk, vindspenning, taugaóstyrk þá má treysta þessu meðali. Verð $1.50. Triners Liniment er ágætt meðal við gigt, tognun bólgu. Verð 70c.—Joseph Triner Company, 1333—1343 S. Asland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.