Lögberg - 22.12.1921, Side 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYN IÐ Þ AÐ!
TALSlMI: N6617 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St. - Tals A7921
34. ARGANGUR
WiNNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGIN ' 22 DESEMBER 1921
NUMER 31 ^
Lára Bjarnason.
Unnur, djúpúðg, unni friði,
öðrum betur kvendygð treysti.
Kom til fslands kristnum siði
Krossa um sitt landnám reisti;
Bænahald þar bauð. Lét gera
Brögnum skála um götu þvera.
Ellimóð þótt Unnur reyndist,
öndvegið með vegsemd fylti.----
Andleg feigð á Fróni leyndist
Frænda hennar trú er spilti. —
Hnigin var því, hrein af táli,
Heygð — — í íslands flæðarmáli.
Hér var önnur, — Unnar jafni,
íslenzk hetja, landnámskona.
Reisti krossa Krists í nafni,
Kendi hér að trúa, vona.
Trygg við alt, er traust það metur,—
Trúna héldu fáar betur.
Gestaskála um götu þvera
Gera lét á Krossahólum.
Lét þar mest á bænum bera,
Barnsins lofgerð, sem á jólum. —
Móðir okkur íslands sonum,
öðrum fremri landnámskonum.
Kunni sízt í tízku að tolla,
Tala hér sem eyrun klæja.—
Aumstaddir þar áttu holla
Aðstoð, þeirra mein að hægja. —
Flestir muna fyrstu árin
Fægði’ hún þá og græddi sárin.
Ekki skorti Unnar þrekið,
lÆgði hvorki fórn né vandi.
Fáar hafa traustar tekið
Taumahald í nýju landi. —
Fáar betur heims í hildi
Haldið fyrir mann sinn skildi.
Eftir að hún manninn misti
Mest hún þráði eilífðina.—
Sat hér “eftir sár á kvisti”
Sinna meðal beztu vina. —
—Bergþórshvoll er auður aftur,
Ula brunninn mænisraftur.
Þar sem óvíf/ff öflin þrætast;
Ætlin fræðum nueðra gleymir;—
Þar sem flóð og fjara mætast —
Flæðarmálið hana geymir.—
Bendir krossinn, ■— hveður bára :
Kristni héldu Unnur, Lára!
Jónas A. Sigurðsson.
»
Á Jólum.
Enn eru jólin á jörðu að boða til friðar —
Jafnt og þétt árunum fram á leið miðar.—
f fyrra, um jólin, þá syrgði eg soninn minn
dána;
með sóllausan hugann og tárrunna brána.
Eg hélt ekki þá, að mér hlýnaði aftur í sinni,
svo hnugginn eg var út af sorginni miiini.
Eg kveið þá svo sáran, að komandi jólin að ári
myndu’ kvikuna ýfa’ á því ógróna sári.
Nú færa jólin í hjarta mitt hlýleik og blíðu
til hans, sem að lagði’ á mig sorgina stríðu.
Eg get nærri óskað, að aftur eg fengi að reyna
minn ástvin að missa—hinn kærasta og eina.
J?ví sorgin mér kendi, að sárið sem eg varð að
hljóta,
sé sælan hin mesta, en ekki að elska og njóta.
Og að öll lífsins sorg, sem á árunum börnin
þín hendir,
sé áminning blíð um þann, er þú sendir.
Eg vildi að eg gæti í verki það sýnt, að eg
skildi
J?inn vísdóm og náð, þína göfgi og mildi.
Og bræðrunum þjáðu rétt hlýja og hjálpsama
mundu,
sem hann, er þú sendir á þessari stundu.
Hve ömurlegt væri’ ei að ýta frá hérlendum
ströndum,
ef átthaginn fram undan skini’ ei á sólríkum
löndum.
Sú fullkomna vissa, er hjálp hverjum einasta
manni:
að huggun er vís í kærleikans eilífa ranni.
Ber því í hjörtum, þú blíð-engill jólanna kæri,
■þá brennehitu þrá, sem til eilífðar-kærleikans
færi
hvert hjarta, er stynur í húminu jarðneska,
og efar,
að himneskur faðir öll börnin sín leiðir og
sefar.
Alb. C.-Johnson.
Aðfangadagskveld Jóla
1912
Gleð þig, særða sál,
lífsins þrautum þyngd
Flutt er munar-mál.
Inn er helgi hringd.
Minstu komu Krists,
hér er skugga skil.
Fagna komu Krists,
flýt þér tíða til.
Kirkjan ómar öll,
býður hjálp og hlíf.
pessi klukkna köll
boða ljós og líf.
Heyrið málsins mál.
Lofið guð, sem gaf.
Og mín sjúka sál
verður hljóma haf.
Flutt er orðsins orð,
þagna hamars högg.
Yfir stormsins storð
fellur drottins dögg.
Lægir vonzku vind,
slekkur beiskju bál.
Teigar lífsins lind
mannsins særða sál.
Kveikt er ljós við ljós,
burt er sorans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð,
Engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
Guð er eilíf ást,
engu hjarta er hætt.
Ríkir eiiíf ást,
sérhvert böl skal bætt.
Lofið guð, sem gaf,
þakkið hjálp og hlíf.
Tæmt er húmsins haf,
alt er ljós og líf.
Ekkert kyrt né kalt,
öllum frelsi fætt.
Kristur elskar alt,
sem er hrjáð og hrætt.
--------Eg er smærri en smár,
leita þjáður þín.
Lífsins herra hár,
græddu meinin mín.
Eg er ungur enn,
eg er þreyttur þó.
Kveikt er bál, eg brenn,
gef mér frið og fró.
Vann mér tízkan tjón,
rauf hinn æðsta eið.
Glapti sálar sjón,
bar mig langt af leið.
Hvílík fingra-för.
Alt með spotti spilt.
Tungan eitur ör.
Eg fer vega vilt.
Innra brennur bál,
lífsins dagur dvín.
Eg er syndug sál.
Herra, minstu mín.
“Söngvar Förumannsins."
Vestigia.
Eftir Bliss Carman.
í Guðs-leit afturelding frá
Eg ei hann fann. — J>ars braut mín lá
um lækjarbakka, leiti hljóð,—
er lilja brann í sólarglóð,—
Hans spor í mjúkri mold eg sá.
pá barst mér að um óraleið,
sem óvænt boð, — frá húmsins meið,
þar þröstur yzt í auðnarmó
söng einn í kvöldsins helgi-ró,—
Guðs rödd í ljúfum söngvaseið.
Er hrifin dáði hugsun hver,
hve himinn víða brosir þér; —
í blæ sem tæpast bærði grein
við bakkann, þar sem sólin skein,
Guðs hönd strauk mjúkt um höfuð mér.
Er undir húm eg heimveg tróð,
með heilabrot um fundinn sjóð
og alt hið leynda lífi manns,—
ég ljómann sá af kyrtli hans
í sólarlagsins síðstu glóð.
Mér brann í huga heilagt bál,—
mitt hjartans dýpsta, eina mál,
að skapa Fegurð frelsismátt;—
við feginsblik úr himinátt,
minn Guð eg fann í sjálfs míns sál.
Einar P. Jónsson.
Or Enok Arden EFTIR TENNYSON. Jón Runólfsson, þýddi..
Anna giftist Filip.
(Hartnær tólf ár eru liðin frá því er Enok lét í haf me8
skipinu “AuSnan” og aidrei spurst til hans. Anna lifir vi8
skort. Filip aSstoBar hana drengilega. Hann biSur hennar
sér fyrir konu. Anna lofast til að giftast honum eftir árs-
frest, en þá voru liðin tlu ár frá Þvi er Enok sigldi; hann
er löngu álitinn að vera týndur. Anna biður um frest á
frest ofan: ber harm og Þrá I hljóði'— — —. “Er minn
Enok týndur?” spurði bún í sálar angist sinni og sorg.
Hana dreymir loks eina nótt og ræður hún drauminn þann-
ig að hennar sárt Þreyði Enok sé látinn.)
pýðarinn.
-----------— “So these were wed.”
Svo giftust þau*og klukknahljóðið klingdi
og kvað við glatt á heiðursdegi þeirra,
en glatt sló Önnu aldrei negg í hjarta.
Var æ sem heyrði ’ún fóttak sér við síðu,
hún vissi ekki hvað það var né hvaðan;
fanst einhver stöðugt að sér vera að hvísla,
hún vissi ekki hverju. Hjá því vildi ’ún
komast, að vera ein í húsum heima.
Um hug var henni út að ganga einni.
Hvað var það þá, sem olli því að oft
hún hugsi tók með hendi um klinkujárnið,
sem árætt vart hún gæti að ganga inn?
Grunaði Filip brátt hvað bar til þess:
slík hræðslugirni væri kunn um konur,
er fyrir þeim var ástatt eins og henni:
hún fór með bami; en er barnið sitt
hún alið hafði, kom hiin milda móðir
með nýju barai endurskírð, að skipa
öndvegi hjartans. Hennar góði Filip
varð nú í öllu hugkvæmt athvarf hennar,
og huliðsfylgjan hvarf með öllu brott.
Saga Enoks.
En hvar var Enok? Beggjaskauta byrjar
naut skipið “Auðnan” er það leysti’ úr höfn,
en sem hún kom í Spænska flóann fram
þá kembdi af úfnum álandssjóafjöllum
lá við grandi ,þá; samt skreið hún skemdalaust
yfir um þvert og síblítt sumar jarðar.
Loks eftir volk og veltu í kringum Höfðann,
og svipleg brigði Jblíðra veðra og striðna
skilaði ’ún sér með heilu og höldnu aftur
yfir um. síhlítt sumar jarðar, kom þá
staðvindi himins blítt og beindi heim
í ástúð fram hjá gulleyjunum góðu,
unz austur þar hún lagðist heil í höfn.
Keypti þar Enok afar kynlegt margt,
er fágætt var á torgum þeirrar tíðar.
en börnum sinum logagyltan gamm.
Miður gekk heim. í fyrstu dag frá degi,
um margia hafsins skíra sjóndeild sást
stafnmyndin barmhvelfd bærast , vart er
mændi’ún
út yfir gráð, er ýfðist fyrir brjósti;
svo gjörði logn, þá svæsna sviftivinda,
þráviðri hörð og hrakning langa vega.
Loks dreif þá fyrir afli ofsaveðurs
á niðamyrkri nóttu þar til skipið
við neyðarópið “boðar” braut í spón.
Týndust menn allir nema Enok þar,
og auk hans tveir, er helming nætur hengu
á brotnum rám og reiðaslitrum, unz þá
í dögun hrakti upp að ey, sem reis
í regin auðn úr reginsæ — en frjó.
Ei skorti föng til viðurværis þar:
munntömust aldin, kókoshnot, og kjarnrót,
og auk þess fanst þar rádýr margt svo ramvilt,
að tamt það var, því hægur vandi að höndla
ef sannri mannúð sviðið hefði eigi,
að leggja hönd á líf svo varnar vana.
par uppi’ á brún í gjá, sem gein mót hafi,
þeir gjörðu kofa, sem til hálfs var hellir
og h/)fðu í þak hans pálmalim og lauf . . .
Svona bjóst fyrir þremenningur þessi
til setu þarna í Eden gnægta’ og undu
við eilíft sumar illa sínum hlut.
Einn þeirra, er drengur bartnær var og hafði
kostast þá illu ófarnaðar nótt,
veslaðist æ og háði stríð við hel
þrjú döpur ár. peir fengu fæti vart
frá honum vikið. Eftir andlát hans
fundu þeir tveir, sem eftir stóðu, stofn;
tók félagi Enoks hugsanlaust að hola ’ann
með eldi að hætti Indíána, féll
sólbrandi lostinn. Las nú Enok einn
í beggja dauða bending drottins: “þrey.”
Alt upp á gnípu fjallið skógi skrýtt
hann hefjast sá og rjóður þess og rinda
liðast um brattann eins og braut til himins,
beinvaxinn kókos krónum fjaðra drúpa,
skordýr og fugla líða hjá sem leiftur,
vafjurtir langar gullinbjöllum glitra,
vefjast um stofna tigulegra trjáa
og teyg.ja álmur alt að ægi fram
og miðrar jarðar dýrð og geislaglóð;
sem slíkt hann sá, en það, sem helzt ’ann hefði
óskað að sjá, hann aldrei litið fékk:
mannlegrar sálar vinlegt viðurlit,
né þreyða mannsrödd heyrt; en heyrði í stað
þess
flöktandi sæfugls-mergðar glamm og garg,
lágarða báknin drynja dimt við rifið,
vindþytinn svífa í toppi risatrjáa,
er gróðurfrjóvum greinum skotið fá
und sólarbáli í himinhvirfils firð;
ellegar gljúfra fossaföllin steypast
þysmikil niður fjallsins hlíð í hafið
er ranglaði hann með sænum, eða hann sat
í bjargskor sinni, er gagnvart hafi gein,
með farþrá manns, er fley sitt brotið hefir
og bíður komu skips, en dag frá degi
sér enga sigling: að eins þau hin sömu
eldroðin skeyti upprennandi sólar
sundrast við bjargið, sindra um pálmaskóginn;
blossandi sól um hafið alt til austurs;
blossandi sól um eyna, yfir honum;
blossandi sól um hafsins vötn til vesturs;
svo þrúðga nótt með himin stórra stjarna
og hafsins brimgný dimmri æ og — aftur
eldroðin skeyti upprennandi sólar,
En engin sigling----------------------------
‘Thus over Enoch’s early sUvering head”.
Og yfir snemrna silfrað höfuð hans
sóltíð og regntíð ár frá ári liðu.
Hann hafði’ ekki’ örvænt afturkomu sinnar
til vífs og barna að helgum heimaarni,
er skyndilega illri einvist hans
var hrundið. Annað skip (það skorti vatn),
sem hrakist hafði eins og Auðnan forðum
afskeiðis fyrir stormum ýmis-iáttar
, og lag^t í hlé við eyna vilt og velkt;
því stýrimaður skipsins skarpsýnn hafði
í dögun snemma séð í gegn um glufli
á þokuhjúp, sem orpinn var um eyna,
dynlausan foss af flugubjargi steypast.
Var hópur manns á land upp látinn fara,
og bjóst þá hver, sem búinn var að finna
einhverja sytru lækjar, eða lindar
og glumdu svo að ströndin öll tók undir.
Skreyddist þá o’núr skoru fjallsins uppi
með hárið langt og hæruskeggi kafinn
einbúinn trauðla mennskum líkur manni,
af bruna sólar brúnn og skorpinskinna
og gervi búinn fáránlegra flíka,
muldrandi’ eitthvert óskiljanlegt þvaður
með óðafasi, eins og vitfirringur
og benti þeim, þeir vissu’ ei hvað hann vildi;
eins fyrir því á undan þeim hann fór
þangað, sem tærir fjallalækir féllu;
en eftir því sem lengra leið og heyrði ’ann
mennina hjala sín á milli saman,
hans lengi bundna tunga tók að losa,
unz skiljanlegan þeim sig gjört hann gat.
J?egar að fötin voru fylt þeir hurfu
af skynding fram til skips með hann, en sagan,
sem inti ’ann þeim með stirðum tungutökum
—þó trauðla virtist trúanleg í fyrstu,
varð sennilegri síðan æ og vakti
samkend og undrun allra’, er hana heyrðu.
Léðu þeir honum föt og far til reiðu,
en oft með þeim hann vann og varp þá af sér
einangursskapnum. Enginn þeirra var
kominn frá áttarhögum hans, né vissi
nein deili á því, sem fýstist hann að frétta. . . .
Sú för var löng og sóttist seint, því skipið
var trauðla sjófært; sveif þó æ á undan
þeim lötu vindum óðfús hugur heim
þar til eitt sinn, er tungl í skýjum skein,
sem elskhugi gegnum alt sitt blóð hann svalg
engdöggvum ilm í morgungolu,
sem lagði af Englands bleikum bjargaströndum.
Skipverjar allir,æðri bæði og lægri,
intu þann morgun framlög fús af hendi
til glaðnings þessum munarlausa manni;
svo stýrðu þeir til lands og lentu honum
í sömu höfn, er lagði ’ann fyrrum frá.
Við engan mann þar mælti hann, en stefndi
heim—heim—hvert heim? Átti’ann heima
enn —þar?
Bjart var þann afban: svalt en sólskin glatt
unz upp frá gjögrum beggja hafna bólstruð
sjólæðan valt og grátt varð umhorfs alt;
vegarins huldist lengd og lega fjær,
rétt örmjótt svið var séð til hvorrar handar
— hagkvisti visið holt og bleikir akrar.
Rauðbrystingur á nær því nöktu tré
söng angurljóð, sem ekkert bergmál fann,
en dáið vægi dauðra laufa bar þau
í gegnum súldið eins og dauðadrífu. . . .
Og yrjan þéttist, svartar syrti að;
loks sá hann bregða ljósi stóru fyrir
í úrgri móðu. Hann var kominn heim.
NiOurlagíð stytti«t, en stærsti þíittur sögnnnar er “F6rn-
in.” Iíún birtist, ef guð lofar, einhver önnur jól.—pyð.