Lögberg - 22.12.1921, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.12.1921, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1921 Bl«. 11 Sérstök deild í blaðinu i B flfflniHiinunniininininniniiiiiuinninnnniiniinfflnniiuniiininniunniiiiifliiiiÞ llfliiflHiniHiiiiHnHHniiHiiiiHiiHHiiiiBiHiaiiiiMuiaiiiiHiniBniii SOLSKIN ■fllllC' Fyrir börn og ungli ga 'i'jHiiniinninininniniuiuiiiiiuniiiniut lainilHIIIIHIIIIKIignillHflllBIIIHnilHIIIHiiiBllianilHIIIIBIIIIHIHIBflllHUIiBlffl JOLIN Ekkert oi*S í máli mannanna hljómar eins hlítt og orðið JÓL gjörir í eyrum kristinna manna. Og hví? Hvers vegna eru jólin svo inndæl? Hvers vegna hlakka allir bæði ungir og gamlir, ríkir og fátókir, til jólannaf Af því að þá var oss mönnunum, ungum og gömlum, þér og mér, gefin sú óeigingjarnasta gjöf, sem nokkuru sinni liefir verið gefin— ■jólnbarnið Jesús. Án hans væru jólin einskis virði, án hans væru ]>au köld og vonarlaus, án lians væru þau eins og hver önnur skammdegistíð, sem vefur vængjum sínum um bygðir mannanna og steypir þunga sínum yfir vonleysi þeirra. Og það bezta við þá gjöf er það, að hún var ekki að eins gefin mönnum fyrir löngu síðan, heldur færa hver einustu jól þá sömu gjöf til allra, sem vilja veita henni móttöku. Þegar jólábarnið fæddist í Betlehem, þá var svo þröngt í húsum mannanna, að þar var efckert rúm fyrir móður þess, né það. Fólkið þekti hann okki þá og það er margt af fólkinu, sem þekkir hann ekki þann dag í dag. En sá er munurinn á því og fólkinu í Betlehem forðum, að það getur ekki sagt að það hafi ekki haft tækifæri til þess að þekkja jólalbarnið. Litlum stúlkum og litlum drengjum þykir og hefir æfinlega þótt gaman að sögum, það er að segja fallegum sögum. Og hafið þið nokkurn tíma heyrt fallegri sögu, en söguna um jólabarn- ið Jesú ? Vér teljum það alveg víst, að hún mamma ykkar hafi sagt ykkur þá sögu — sagt ykkur frá því, að Guð hafi elshað mennina svo heitt, að hann sendi son sinn eingetinn í heiminn, til þess að allir drengir og allar stúlkur lærðu að þekkja hann, láta sér þykja vœnt um hann og taka hann sér til fyrirmyndar í lífinu. Sagt ykkur söguna um hann, sem óx upp, naut barnsgleðinnar eins og þið, gjörði skvldu sína í öllu, eins og þið eigið að gjöra, sýndi lítillæti og góðvild öllum, sem til hans leituðu; læknaði þá, sem sjúkir voru, gaf þeim, sem blindir voru, sjónina aftur, og reisti Lazarus og son ekkjunn- ar í Nain upp frá dauðum; var gripinn liöndum fyrir að segja mönnum sannleikann, krossfestur og Mflátinn, svo að við mættum komast í sátt við Guð. Þetta eni aðaldrættirnir í sögu jólabarnsins —sögunni, sem sögð hefir verið nú í meir en 1900 ár; sögunni, sem hvert einasta barn ætti að læra, kunna og muna; sögunni, sem gjörir hverja einustu barnslund blíðari, hverja einustu barns- von bjártari, hvem einasta framtíðardraum fegurri, og hverja einustu mannssál sælli, sem heyrir hana og lætur hana ná hefðarsæti í hjarta sínu. Vér þykjumst vita að þið, börnin góð, séuð l'arin að hugsa til Jólanna, hugsa um jólagjaf- irnar, sem 'þið munuð fá — hugsa um jólagjaf- irnar, sem ykkur langar til að fá. Er jólaharnið ó meðal þeirra? 'Saga er til af ekkju einni fátækri, sem átti dóttur eina barna. í litlu og fátæklegu herbergi bjuggu þær og höfðu naumast nóg til fata og matar. 1 liúsi þar skamt frá bjuggu vel efnuð hjón. Þau áttu þrjú börn, tvær stúlkur og einn dreng, og voru þau á sama reki og dóttir ekkjunnar og kunnug, af því að móðir fátæku stúlkunnar vann •oft þar í húsinu. Það var aðfangadags kvöld jóla og fólkið þaut fram og aftur um götumar með fangið fult af bögglum, út úr einni búðinni og inn í liina, þvældist þar hvað fyrir öðru og reif og ruplaði. Ljósin loguðu glatt á götum bæjarins og leiftruðu í glugguni stórhýsanna. Heima í hús- inu hjá kunningjafólki ekkjunnar, var búið að kveikja. Ilúsið var alt uppljómað, svo hvergi bar á skugga. 1 setustofunni, sem var rúmgóð og falleg, sátu hjónin. Eldur brann glaðlega á arni þar inni. Jólatré fagurt og uppljómað stóð ]>ar á gólfinu. Á því voru nokkrar fallegar gjafir og börnin prúðbúin hlupu í kring um tréð og hrópuðu í sífellu: “Bráðum er'klukkan sjö! Bráðum er klukkan sjö.” En þá átti að útbýta gjöfunum af trénu. Heima í herberginu lijó ekkjunni var ekkert jólatré. Þar var ekki hægt að sjá af neinu, að jólin væru í nánd. Herbergið var hreint og ]>okkalegt. En það var það alt af. Kertaljós logaðr á 'borði, sem stóð á miðju gólfi í herberg- inu. Við borðið sat ekkjan, hafði sett olnbogann á það, studdi hendinni undir kinn sér og horfði áhyggjufull á litlu stúlkuna sína, sem stóð þar á gólfinu mcð kertaljós í hendinni og horfði á það. cins og hún hfði aldrei séð kertaljós áður. Svo leit hún á móður sína og sá tár renna ofan kinn- arnar á henni. Hún hljóp undir eins til henn- ar, og vafði höndunum utan um hálsinn á lienni og mælti: “Mamma, því ertu að gráta?” “Elsku barnið mitt, eg var að hugsa um kjör mannanna, hversu misjöfn þau eru og hve mikið mig langaði til að þú gætir átt eins skemtileg jól og fengið eins margar jólagjafir eins og börn Hávarðssons hjónanna.” “En mamma, eg hefi jólaljósið mitt, og svo verður Jesús hjá okkur í kvöld.” Börnin góð, það er skemtiíegt að fá mikið af jólagjöfum, en aðal atriðið er að Jesús sé hjá ykkur og þið hjá honum á jólunum og alla aðra daga. Hinn iðrandi syndari. Eftir íeo Tolstoy. Og liann sagði: “Jesú, minst þú mín, þegar ])ú kemur í ríki þitt! Og hann sagði við hann: Sannlega segi eg þér: I dag skaltu vera með mér í paradís.” Það var einu sinni maður, sem lifað hafði í heimimum í sjötíu ár, og alt af lifað í synd. Svo veiktist hann, en hann bætti ekki ráð sitt að held- ur. Það var ekki fyr en á síðustu augnablikum lífs hans, þegar hann.sneri sér grátandi til guðs og sagði: “Herra, miskunna þú mér, eins og þú gjörð- ir ræningjanum á krossinum.” Og þegar hann hafði þetta sagt, skildi sál lians við líkamann. Og sál syndarans, snortin af kærleika Guðs og treystandi miskunn hans, drap á dyr himna- ríkis og beiddist inngöngu. Eftir fá augnablik lievrði hann rödd fyrir innan liliðið sem sagði: “Hver er það, sem drepur á dyr Paradísar, og hvaða verk tamdir þú þér í lífinu?” Rödd freistarans svaraði og taldi upp öll ill verk mannsins, en ekki eitt af góðverkum hans. Og röddin fyrir innan Paradísar hliðið sagði: “Svndarar geta ekki komist inn í ríki himn- anna. Far þú héðan.” Þá svaraði maðurinn: “Herra, eg heyri röddu þína, eh eg sé þig ekki, né heldur veit eg hver þú ert.” “Eg er Pétur postuli.” Og syndarinn svaraði: “Miskunna þig yf- ir mig, Pétur postuli Minstu veikleika mann- anna, og miskunnar Guðs. Yarst þú ekki læri- sveinn frelsarans? Heyrðir þú ekki kenningar hans af hans eigin vörum, og hafðir þú ekki fyr- irmvnd hans fyrir augum þér? Minstu þess þá, þegar hann var sorgum hlaðinn og sálarhryggur, að hann bað þig þrisvar sinnum að vaka með sér og biðja, en þú svafst, því augu þín voru haldin og að hann fann þig þrisvar sinnum sofandi. Þannig er það með mig. Minstu þess einnig, að þú sagðist skyldir vera honum trúr til dauðans En samt afneitaðirðu lionum þrisvar, þegar hann var leiddur fram fyrir Kaífas. Þannig var það með mig. Og minstu þess líka, að þegar lianinn hafði galað þrisvar, þá gekstu út og grézt sáran. Þannig er það með mig. Vissulega getur þú ekki neitað mér um inngöngu.” Röddin fyrir innan hliðið þagnaði. Syndar- inn beið litla stund, drap svo aftur á dyrnar og beiddist inngöngu í ríki himnanna. Og hann heyrði aðra rödd fyrir innan hliðið, sem sagði: “Hver er þessi maður, og hvernig breytti hann í lífinu?” Rödd freistarans svaraði aftur og taldi upp öll illverkin, en mintist- ekki á það, sem hann hafði vel gjört. Röddin fyrir inan hliðið svaraði: “Far héð- an, slíkir syndarar geta ekki verið með okkur í Paradís. ’ ’ Þá sagði syndarinn: “Herra, eg heyri rödd þína, en eg hvorki sé þig né heldur veit eg hver þú ert.” Og röddin svaraði: “Eg er Davíð, konung- ur og spámaður.” Syndarinn örvænti ekki og ekki heldur sneri hann í burtu frá hliði Paradísar, en sagði: “Miskunna mér, Davíð konungur! Minstu veikleika mannanna og náðar Guðs. Guð elsk- aði þig og hóf þig til vegs á meðal manna. Þú hafðir alt: konungdóm, virðingu, auðlegð, kpnur og böm, en þú leizt konu Uria, fátæks manns, girndar augum, og tókst hana en lézt Ammonita taka líf hans. . Þú auðmaðurinn, tókst lambið af fátæklingnum og lézt drepa liann. Hið sama hefi eg gjört. Minstu þese og, hvernig þú iðrað- ist og sagðir: Eg viðurkenni misgjörðir mínar, og syndir mínar eru sífelt fvrir augum mér. Hið sama hefi eg gjört. Vissulega getur 'þú ekki neitað mér um inngöngu.” Og röddin fyrir innan hliðið þagnaði. Eftir að syndarinn hafði beðið nokkra stund drap hann cnn á dyrnar og baðst inngöngu í þriðja sinn. Og þriðja röddin lét til sín heyra fyrir inn- an hliðið og sagði: “Hver er maðurinn, og hvernig hefir liann varið Mfi sínu á örðinnif” Og í þriðja sinn svaraði rödd freistarans og taldi upp öll illverkin, sem hann hafði framið, en mintist ekki nieð einu oi’ði á þau góSu. Og röddin fyrir innan Iiliðið svaraði: “Far burtu héðan! Syndarar geta ekki fengið inn- gönguí í ríki himnanna.” Syndarinn svraaði: “Rödd })ína heyri eg, en eg hvorki só þig né veit hvað þú heitir.” Þá svaraði röddin: “Eg er Jóhannes, hinn elskaði lærisveinn Krists.” Þá gladdist syndarinn og sagði: “Nú verður mér vissulega veitt innganga. Pétur og Davíð verða að lileypa mér inn, þvi' þeir þekkja breiskleika mannanna ogGuðs miskunn. og ]>ú leyfir mér inngöngu sökum kærleika þíns. Varst það ekki þú, Jóhannes, sem ritaðir: “Guð er kærleikur”, og að sá sem þekkir ekki kærleik- ann, þekki heldur ekki Guð? Og varst það ekki þú, sem á gamals aldri bauðst mönnum að elska hvorir aðra? Hvernig getur þú þá litið á mig með vanþóknun og vísað mér^á bug? Annað hvort verður þú að afneita þínum eigin kenning- um, eða elskandi mig veita mér inngöngu í Para- dís.” Og hlið himinsins opnuðust og Jóhannes tók hinn iðranda syndara í faðm sér og fór með hann inn í ríki himnanna. Tom Sawyer- Mark Twain. En hann lægi kaldur, stirðnaður og hreyfing- arlaus — þessi vesaling litli píslarvottur, sem var nú loksins leystur frá þjáningum sínum! Þarna sat hann lengi í hominu og sökti sér niður í þessa vökudrauma sína. Honum fundust sorgir sínar alt of helgar til að saurgast a'f utanaðkomandi gleðiáhrifum, og því fór liann strax út, alveg ör- vilnaður, þegar María litla frænka hans kom inn úr dyrunum, dansandi af kæti yfir því að vera nú komin heim eftir heillar viku útivist upp í sveit, þar sem hún hafði verið í kynnisferð. ITann lötraði eitthvað út í bláinn, sneiddi hjá öllum samkomustöðum leikbræðra sinna og leitaði sér fylgsnis, er væri í samræmi við hugarástand hans. Hann var nú kominn ofan að fljótinu; þar sá hann liggja stóran timburfleka, sem honum leizt væn- legur til hælis. Hann steig út á flekann, settist þar niður og starði á skuggalegar fljótsbylgjum> ar, sem hann óskaði að betur vildu svelgja sig, — en þó svo að hann vissi efcki af. Þegar hann' var búinn að sitja þarna lengi, stóð hann loks upp og gekk 'heimleiðis. Á leiðinni heim gekk hann fram hjá húsi Thatc'hers. Þar bjó hún, sem hann hugðist mí unna hugástum. Hann nam staðar stundarkorn og hlustaði, en heyrði efckert, en daufa ljósglætu sá hann í glugga á efra lofti. Skyldi hún nú sofa þarna, elskan, hugsaði hann. Hann klifraði inn yfir garðsgrindurnar, smaug gegnum runnana f garðinum og læddist hljóðlega upp að húsinu og nam staðar undir glugganum, þar sem ljósið sást. Hann mændi ástsjúkum aug- um upp í gluggann, lagðist svo upp í loft niður í grasið, með þrenningarrósina milli fingranna og krosslagði henduranr á brjósinu. Ó, hve það væri indælt að deyja hér undir glugganum hennar — deyja burt úr þessum kaldranalega heimi, sem ekkert afdrep vildi framar veita honum yfir skýl- islaust höfuðið, sem engan vin átti til, er þerra niundi dauðasvitann af enni hans, og enga vin-. gjarnlega manneskju, er hallast nmni yfir hann, er síðasta stundin nálgaðist, svona mundi hún sjá hann um sólheitan morguninn út um gluggann. Já, kanske að hún feldi þá eitt tár niður á andvana líkama hans, en amlvarpaði einu sinni yfir því, að dauðinn skyldi gera svona skjótan og vo- veiflegan enda á æfi þessa unga og efnilega drengs. I þessum svifum var glugginn opnaður og skrækhljóða vinnukonurödd rauf kyrðina alvar- legu, og vatnsgusa heltist niður á líkama píSlar- v ottsins! Hetjan okkar sem hi við köfnun, stökk á fætur hóstandi og skirpandi. Pað heyrðist }>ytur í loftinu, rétt eins og kastað væri vopni, og cinhver blótaði í lágum hljóðum uppi í gluggan- um, svo heyrðist glamra í glerbrotum og lítill skuggi skauzt um leið vfir grindurnar og hvarí út í myrkrið. Nokkrum mínútum síðar var Tom að athugá votu fötin sín við dálitla kertistýru heima í her- berginu sínu. Siddi vaknaði, en fanst það ráð- legast að láta ekkert á- sér bæra, því hann þóttist geta lesið það úr augnaráði Tom, að hann væri til í alt éf i það færi. Þegar Tom gekk til sæng- ur, gleymdi hann því alveg að lesa kvöldbæinirn- ar sínar, en það ætlaði Siddi að reyna að muna. Hin velþekta myndastofa Martel’s Photo Studio 264 PORTAGE AVE. Winnipeg, : : Manitoba PHONE A 7986 Næit við Chocolate Shop DR.B J.BRANDSON 701 Liindsay Kuilding Phone A 7067 Office tímar: 2—3 neimill: 776 Viotor St. Phone: A 7122 Whmipeg, Man. Dr. O. BJORNSON 701 IJntlsay Bullding Office Phone: 706 7 Offfice Itimar: 2—3 Heiiniii: 764 Victor St. Telephone: A 7586 Wlnnipeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Office: A 7067. Viðtaktími: 11—12 og 4.—5.30 10 Thelma Apts., llonte Street. Plione: Slteb. 5839. WINNIPEG, MAN. Dr. J. 0. FOSS, Islenzkur læknir Cavalier, N.-Dak. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building COR. PORT^CI AVE. & IÐMOfflTOfl *T. Stundar eingongu augna, eyvna, nef og kverka sjúUdóma. — Er aS hittn frúkl. 10-12 f. h. eg 2 S e. h.— Talelmi: A 3521. Heimili: 627 McMillan Ave. Tals. F 2691 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Bdmonton Btundar eéretaklíga berklaaykl og abra lungnaaJQkdðma. Br flnna 4 •krtfstofnnni kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrlf- atofu tals. A 3521. Heimili 46 Allowny Ave. Tnlelml: Sher- brook 115* DR. K. J. AUSTMANN 810 Sterling Bank Bldg. Cor. Portage og Smith. Phone A 2737 Viðtalstími 4—6 og 7—9 e.h. Heimili að 469 Simcoe St. Phone Sh. 2758 IV. Morguninn eftir var veður hið fegursta og sólin helti blessunarríkum geislum sínum á þorp- ið. Að loknum morgunlverði las Polly gamla nokkurskonar húslestur. Fyrst las hiín bæn, sem var ekkertannað en tómar tilvitnanir úr bib- líunni, samtengdar með kristilegum spakmælum og útskýrin,gum frá hennar eigin brjósti, og efst frá þeirra andans háreistu byggingu las hún lang- an og str'embimi kapítula úr lögum Móse, rétt eins og hún væri komin upp ú Sinaí. Að loknum lestrinum átti To'm að læra einhverjar fimm greinar úr biblíunni, það mátti einu gilda hvaða greinar })að voru, en fimm greinar varð hann að vera búinn að læra, áður en liann færi í sunnu- dagaskólann; Siddi var búinn að læra sínar grein- ar daginn áður. Tom settist niður með ritn- inguna, og fór að blaða í h'enni til að velja sér greinarnai'. Honum gekk illa að finna nógu stuttar greinar, en loksins ákvað 'hann að læra fimm fyrstu versin af Fjallræðunni, þ\ú hann fann engin s-tyttri í sivipinn. Eftir hálftíma lest- ur var Tom búinn að fá dálitla hugmynd um efn- ið í þesum fimm ritningargreinum, en hann kunni varla eitt einasta orð utan að. Hugurinn flögr- aði víða og hendurnar hóldu sjaldan kyrru fyrir, en þetta hvorttveggja dró áhugann frá greinun- um. Nú tók María frænka hans biflíuna af honum til að hlýða lionum yfir, og hann ásetti sér að láta engan bilbug á sér sjá, en freista hvernig sér gengi að rata yfir þetta villugjarna þokuhaf. Svo byrjaði hann: “Sælir eru—eh—eh” “ Andlega.” “Já, rétt—andlega; sælir eru andlega; eh —eh—” “ Volaðir.” “Já, volaðir; sgplir eru andlega volaðir, því þeir—þeir—eh—” ‘1 Þeirra. ’ ’ “Því þeir — þeirra; sælir eru andlega vol- aðir, því þeirra — þeirra er himnaríki. Sælir eni sorghitnir, því þeir—þeir—eh—eh—” Framh. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somer8et Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Talsfml:. A 8889 J. Johnson & Co. Klicðskurðannaður íyrlr Konur og Karla Margra ára reynsla 482*4 Main Street Rialto Block Tel. A 8484 WTNNIPEG Giftinga og . Jarðarfara- plom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tal*. 720 ST JOHN 2 RING 3 Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bergman Islenxkir lögfræðingar Skrifstofa Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A6849 og 6840 W. J. UNDAIj & co. W. J. Lílndai. J. H. Lindal B. Stefánsson. IiögfrreSingar 1207 Union Trust Bldg. Winnipeg pá er einnlg at5 finna á eftirfylgj- andi tímura og stöBum: Lundar — á hverjum miSvikudegl. Riverton—Fyrsta og þriBja þriSjudag hvers mánatSar Gii íli—Fyrsta og þrlöja miö- vikudag hvers mánatSar Sími: A4153 Isl. Myndas WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjarnason eiffandi Næst við Lyceum leikhúaiC 290 Portage Ave. Winnipeg Arni Anderson, ísl. lögmaöur í félagi við E. P. Garland Skrifstofa: 801 Electric Rail- way Chambers. Telephone A 2197 ARNI G. EGGERTSSON, LL3. Islenzkur lögfræðingur. Hefir rétt til að flytja mál bæði í Manitoba og Saskatohewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phon«: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 689 Notre Dame Avenue Vér leggjum sérstaka áherzlu * a8 selja meööl eftir forskrlftum Itekna. Hln beztu lyf, sem hægt er atS fá. eru notuC eingöngu. Pegaj þér komlB me8 forskriftina til vor, meglB þér vera vlss um fá rétt þaB sem læknlr- Inn tskur tll. COIiCliKCGH & CO Notre Daxne Ave. og Sherbrooke 8t. Phonea N 7659—765* Giftingalyfisbréf seld A. S. Bardal 84S Sherbrookc St. Selut líkkiatui og annast um útfarir. Allur útbúnaður aá bezti. Ennfrem- ur selur hann al.konar minnisvarða og legsteina. Skrlfst. talsfmi N bo08 lleimilis talHÍiiit N 6607 " Vér geymuir. reiðhjél yfir vet- urinn og gerum þau eina og ný, ef þess er óskað. Allar tegund- ir af skautum búnar til sam.. kvæmt pöntun. Áreiðanlegt veric. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ave. JOSEPH TAVLOR LÖOTAKSMAÐUh Ileliuilis-'Psbi.: St. .lotan 184. SkrifwUifu Tais.: Main 7*78 Tekur lögtskt brðl húsalelguskuldii. eðskuldir, vtxlaHkuldtr Afgreiðlr .tt em að lögum lýtur. skrlfntofa. “855 Mrun Street ROBINSON’S BLÓMA-DEILD Ný blóm koma inn dagiega. Gift- ingar og hátiðabióm sértaklega. Útfararblóm búin með stuttum | fyrirvara. Alls konar blóm og frr I á viasum tírna. —Islenzka töluð í * búðinni. — Mrs. Rovatzps ráðskona. — Sunnud. tals. A6286 I J. J. Swanson & Co. Verzla með taiteigmr. S)4 tir lejgu & húsum. Annrst Un o. elasábjrrgSir o. (I. 808 Paris Bulldlng Pbouee A 8849—A «314

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.