Lögberg - 22.12.1921, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.12.1921, Blaðsíða 6
Bls. 14 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1921 Stolna leyndarmálið. Eftir Charles Garvice. “Eg vona a8 yður líki heAergin yðar,” sagði Arol. “Gangið þér nú að glugganum. Þaðan sjáið þér stóru tjörnina í lystigarðinum, ^c-m skín e'ns og gull. Hún er b'oði lör.g og breið, og bnr er bátur iíka, sem þér sjáið. Eg fiska þar stimdum, þegar Georg^ hestasvpinn- inn minn, aef’r tíma til að vera með mér. En hann á oi’tast nær svo annríkt,” irætti hann við og stundi. Máske þér getið stundum komið með mér í stað hans.” “Mér finst að þér ættuð að láta urigfrú Graham vera einsamla núna,” sagði stúlkan vingjarnlega og kurteis. “Já, eg verð líklega að gera það,” svar- aði Arol. “En þér komið bráðum ofan? Viljið þér gefa mér einn koss? En máske þér viljið síður gera það?” öonstance laut niður. Barnið lagði hand- legginn um háls hennar og þrýsti vörum sínum að munni hennar. Eg var aldrei vanur að kyssa ungfrú Brow- john,” sagði hann. “Mig langaði efaki til þess. En það er alt annað með yður. Þér brúkið heldur ekki neftóbak.” Hann hoppaði svo út úr herberginu. Unga stúlkan, sem var kynt Constance sem ‘Rut frænka’, gekk ofan og inn í salinn, þar sem gamla konan sat með bók í hönd. Eg hefi einmitt séð nýju íkenslukonuna,” sagði Ruth og settist við hlið gömlu konunnar. “Já,” sagði greifainnan. “Við höfum eflaust verið mjög hepnar. Hún er svo alúð- Jeg og falleg; og eg er sannfærður um að hún er regluleg hefðarmeyja.” - “Ja—á,” sagði Rutli, “eg athugaði hana ckkert.” og þó íhafði hún litið í andlit Con- stances, og á vöxt hennar og klæðnað. “Já, auðvitað lítur hún út sem hefðar- meyja, en það gera flestar stúlkur nú á dögum, er það ekki?” “Eg veit það ekki,” svaraði greifainnan vingjarlega, “eg er svo lítið úti á meðal manna. Eg er viss um að ungfrú Graham er það, vesal- ings stúlkan.” “Auðvitað, Hún hefir líka nýlega mist föður sinn fyrir nokknim mánuðum síðan. Hann var læknir, vísindamaður, sem yfirgaf England og dvaldi erlendis mörg ár. ’ ’ “Fylgdi þessi unga stúlka honum?” spurði lafði Ruth. “ Já, en þau voru að leggja af stað til Eng- lands aftur, þegar hann veiktist á leiðinni og dó.” “Var það ekki hjá Armsteads, sem þú heyrðir minst á hana?”- “ Jú, þau hittu hana, eða fengu eitthvað að vita um hana erlendis. Og svo kom hún hing- að á-sama skipi og þau.” “Er þetta ait, sem þú veizt um hana? — Humn” “Er þetta ekki nægilegt?” spurði lafði Brakespeare með rólegu brosi. “Þú ert alt af svo — mér þykir leitt að segja, grunsöm, kæra Ruth — eg vil heidur kalla það —• var- kár.” “Mig langar alls ekki til að þekkja heim- inn betur en eg geri,” sagði gamla lafðin. “Og að því er snertir þessa ungu stúlfau, er eg sann- færð um, að það er þarflaust að gruna hana, eða vera varkár gagnvart henni. Lafði Arm- fctead treysti henni óhikað.” Lafði Armstead er altaf ánægð með alla sína skjólstæðinga,” svaraði Ruth. “Hið sama er tilfellið með Aroi,” sagði Jafði Brakespeare brosandi. “Hann hefir undir eins veitt henni hylli sína.” “Arol hefir í fullum mæli erft ístöðuleysi Brakespeare fjölskyldunnar gagnvart fögru andliti,” sagði lafði Ruth. “Og hún er sannarlega fögur,” sagði gamla konan. “Já, of laglegTil þess að hafa ekki orðið fyrir æfintýri á æfi sinni,” sagði Ruth. “Lafði Armstead segir, að þessi vesalings stúlka hafi orðið að þola afarmikið á þessum eyðilega stað, þar sem þau voru, því hún geti einu sinni ekki þolað að tala um þann tíma, sem þau dvöldu þar.” “Einmitt það,” sagði Ruth hörkulega. Mér þætti gaman að heyra um nokkur af æfi- triðum hennar.” Góða Ruth ipín, þú vilt þó líklega ekki olla henm sorgar með því, að spyrja hana um hryggi legustu tímabil æfi hennar?” “Nei, alls ekki,” svaraði lafði Ruth. “En augu hennar sögðu glöggar og greinlegar en orðm. — Það er áreiðanlegt. ” 4. Kapítuli. Constance skifti um kjóla, og athugaði á meðan bæði herbergin mjög greinilega. Þar virtist vera alt það skraut, sem kven maður gat óskað sér. Fallegar myndir á veggjunum, yndislegur legubekkur, þægilegir hægindastólar og mjög snoturt skrifborð, ásamt öllum ritföngum og fleiru. Kvöldsólin sendi geisla sína inn í þecta fagra herbergi. Litlusíðar kom stofustúlkan með te og te- drykkjuáhöld, og lét þetta á stórt borð í miðju herberginu. . “Frúin hélt að þér munduð helzt vilja drekka te hérna og hyíla yður,” sagði hún. ’ Þökk fyrir,’ svaraði Constance, en hugs- aði jafnframt um, hvort ekki hefði verið betra fyrir sig að fara ofan. Meðan hún drakk teið og hugsaði, voru dyrnar opnaðar með hægð og Arol stakk höfð- inu inn um dyrnar. “Má eg koma inn?” spurði hann. Constance hneigði sig samþykkjandi. “Það gleður mig mikið, að þú kemur,” sagði hún. “Viltu ekki smakka á franskbrauð- inu mínu?” “Þökk fyrir, eg er nú raunar búinn að drekka te,” svaraði hann, “en eg vil samt s un áður þiggja eina sneið til að neyta hemiar í fé- lagi við yður. Eg er vanur að drekka te í barnaklefanum; en mér finst í rauninni að eg sé of stór að neyta þar matar nú orðið. Finst yður það ekki líka?” “Jú, það finst mér sannarlega,” svaraði Constance. “Þú getur hér eftir drukkið te hérna með mér, ef þú vilt.” “ó, er þetta alvara yðar? Það verður svo undur skemtilegt. Þér eruð ekkert lík- ar öðrum kenslukonum; þær eru alloftast svo leiðinlegar og hátíðlegar. En nú má eg ekki borða meira hér. Eg ætla nefnilega að að fá leyfi til að neyta eftirmatarins niðri í dag. *Eg er annars ekki vanur að gera það, þegar við höfum gesti; en eg heyrði Ruth frænku segja, að lávarður Elliot kæmi hingað í dag. Og eg neyti ávalt eftirmatar með þeim full- orðnu, þegar hann er hér. Yður mun lítast vel á hann ,” bætti hann við hreinskilnislega. “Hann er svo fallegur og góður. Hann er guðfaðir minn og mikilhæfur maður. Það er eins og hann geti alt: skotið, riðið og synt. Hann er «ú orðið farinn að kenna mér þetta líka. Og hann segir að eg verði með tíman- um jafn fimur og hann sjálfur, en það held eg að eg verði ekki,” sagði hann og stundi. “En hvaða Ijómandi minnispeningur er þetta?” sagði hannskyndilega. Minnisgripir úr svötrum onyx (naglar- steinn) datt nefnilega á þessu augnabliki úr barmi Constance, þar sem hún var vön að geyma hann vandlego. Hún ætlaði að láta hann á sama stað aftur, en forvitnin sem skein i augum drengsins, kom henni til að opna hann og rétta honum. “Ó,” sagði hann með lotningu, “eg veit hver þetta er. Það er faðir yðar.” “ Já, svaraði Constanoe, lágt með tár í aug- um. Hún lokaði minniisgripnum aftur og lét liann þar, sem hún var vön að gayma hann, við hjarta sitt.” “Mér þykir leitt að eg hefi talað til yðar um þetta,” sagði Arol. ,‘Það kom yður til að minnast hans, sem þér mistuð og syrgið. Eg skal nú fylgja yður um húsið, ef þér viljið sjá það,” sagði hann, til að leiða hugsanir hennar að öðru. “Já, það þætti mér skemtilegt.” Þau leiddust og gengu fram í ganginn. Arol hallaði sér út yfir brjóstriðið. “Þetta er anddyrið, það hafið þér séð, og sömuleiðis gestasalinn,” sagði hann. “Bn nú skal eg sýna yður borðstofuna.” “Við skulum fyrst skoða barnaklefann og neyzluherbergið,” sagði Constance. “Þá verðum við að fara þessa leið,” sagði hann og leiddi hana að stólpagöngunum að stóru herbergi í suðurarmi hússins. “Þetta er bamaklefinn og þarna er fóstra mín. “Hér er ungfrú Graham, Turner,” sagði litli lávarðurinn og kynti þær. Roskin kvenmaður með móðurlegt og vin- gjarnlegt andlit, gekk til þeirra og hneigði sig. “Lávarður Lancebrook og eg, emm þegar byrjuð að verða góðir vinir,” sagði Constanoe og rétti henni hendina. “Já, eg sé það ungfrú,” svaraði fóstran og leit brosandi á drenginn. “Hann hefir sagt mér frá yður. Þér munuð finna hann mjög viðráðanlegan,” sagði hún lágt. “Það efast eg ekki um,” svaraði Con- stance. Nú skulum við balda áfram. Hérna er skólastofan,” sagði Arol, um leið og hann ieiddi hana inn í <stórt herbergi við hlið barna- klefans. “Sko þama er rugguhesturinn minn, sem eg lék mér að, þegar eg var minni. Þetta herbergi er við hlið myndastofunnar,” bætti hann við, um leið og hann fór með hana inn í annan gang, sem í fjarlægari endanum hafði tvær þykkar blæjur, er hann ýtti til hliðar með litlu höndunum sínum. Constance var nú stödd í langrí mvnda- stofu, þar sem veggirair vora þaktir myndum og málverkum.” “Eg er vanalegabræddur við að koma hing- að, þegar eg var yngri,” sagði Arol. “Mynd- irnar litu út fyrir að vera lifandi. Sumar þeirra eru líka mjög ljótar — er það ekki satt? Þeissi maður þaraa í herbúnaðinum, sá fyrsti í röðinni, er Guilbert de Brakespeare, stofnandi ættar okkar og heimilis,” sagði hann með barns- lcgu drambi, “og við hlið hans er Norman son- ur hans. Þarna er afi og þarna er amma, og —” hann þagnaði skyndilega, því markgreifa- innan kom inn á milli blæjanna og stóð bak bið þau. “Eg á, að Arol er að sýna yður húsið,” sagði hún. “En eg vona að hann ónáði yður ekki, ungfrú Graham. Hann hefði átt að láta yður njóta hvfldar eftir ferðalagið.” “Eg er ekki hið minsta þreytt,” sagði Con- stance. “Eg var núna að sýna benni myndirnar, amma,” sagði Arol. “Og eg held að hún hafi skemtun af því. Ungfrú Browjohn hafði þvert á móti engan áhuga á slíku. Hún sagð- ist ekki geta liðið myndir eða neitt slíkt.” “Arol dæmir fyrirrennara yðar fremur hörkulega,” sagði lafðin og lagði bönd sína brosandi og alúðlega á höfuð piltsins. “ Já, ” svaraði Constance. ‘ ‘ Og það kem- ur mér til að halda, að honum geðjist heldur ekki að mér. Það er máske erfitt að gera hann ánægðan?” “Eg held þér/þurfið ekki að óttast það,” svaraði gamla konrn brosandi, þegar hún sá drenginn horfa á Constance með athygli og bai-nslega aðdápn. “Og þetta er eg,” ságði Arol, og nam stað- ar fyrir framan mynd af sjálfum sér. “Hún var máluð þegar eg var fremur lítill. Svo hún er væntanlega ekki lík mér nú.” Constance og lafðin skiftust á brosum. Þau gengu áfram, þegar Arol sagði: “ó, amma, þú verður að sýna ungfrú Graham mynd Wolfes f rænda. ’ ’ Sársáukasvip brá fyrir á rólega andlitinu lafðinnar. Hún virtist ekki fús til að verða við beiðni drengsins. “Ekki núna, múske seinna, Arol.” hvísl- aði Constanoe. En lafðin stóð kyr nokkur augnablik og sagði svo: “Eg skal sýna yður hana núna, ung- frú Graham. Eg mundi hvort sem er gera það seinna. Wolfer er elzti sonur minn, hinn núverandi markgreifi, sem Arol mintist á.” Hún gekk að þykkri speldhurð, studdi á leynifjöður, svo hurðin rann til hliðar, og mynd af ungúm manni varð sýnileg. Andlitið var mjög fagurt, ekki ólfkt Arol, en bíræfinn svipur bar vott um æfintýra þrá. Constance skoðaði það nákvæmlega. Hún var viss um, að hún hafði aldrei séð þetta and- lit fyr, en samt fanst henni það svo kunnugt. Lafðin tók eftir áhrifunum, sem myndin hafði á Constance. “Það er mjög fallegt andlit, er það ekki?” sagði hún dálítið skjálfrödduð. “Jú, mjög fagurt,” svaraði Constance næstum hvíslandi. “Eg elskaði hann innilegast, og guð fyr- irgefi mér það,” sagði hún og byrgði augun með hendinni. “Mér hefir ef til vill verið hegnt af því eg mat hann meira en hina. En öllum, sem þektu hann, þótti vænt um hann— já, þrátt fyrir galla hans, og — og þeir voru margir.” “Hvar er hann núna?” spurði Constance blíðlega. “Eg veit það ekki. Seinasta bréfið hans, fyrir þrem mánuðum síðan, var skrifað í Ame- ríku. En það er ekki víst að hann sé þar enn þá. Hann gat aldrei verið lengi í sama stað. Eg skrifaði honum og sagði honum að faðir hans væri dáinn — eg vissi ekki árum saman hvert eg átti að skrifa honum fyr en í þetta skifti — og bað hann innilega um að koma heim. Hann er markgreifi, eigandi allrar Brakespeare eignarinnar, ” sagði hún. “Svaraði hann ekki hréfi yðar?” Gamla konan þurkaði af sér tárin. “Jú, hann sendi mér ástríka kveðju og vingjarnleg orð, sem eg átti að flytja öllum hinum. En hann mintist ekki á nær hann kæmi aftur. Hann getur því komið á hverju augnabliki, sem vera skal — það er honum líkt. En það getur líka verið, að hann komi ekki fyr en eg er hér ekki til að bjóða hann velkominn heim. Lokið þér speldhurðinni, kæra ungfrú Graham; það er mjög auðvelt. Eg þoli ekki að sjá andlit hans horfandi niður á mig, og minnandi á, að eg máske sjái hann nú í síðasta sinni.” Constance lokaði speldhurðinni. Fáum augnablikum síðar sneri lafðin sér að henni brosandi, með tár í augum. “Yður finst eflaust, að eg sé mjög sorg- mædd gömul kona, ungfrú Graham,” sagði hún. “En það er að eins þegar eg tala um son minn, að eg get ekki varist hrygðinni, og eg tala ekki oft um hann. Eg vona, að yður geðjist vel að herbergjum yðar, þau eru í nánd við Arols— sem hann er eflaust búinn að segja yður. Eg kom upp til þess að spyrja yður, hvernig yður liði, þegar eg fann yður hér. Eg á von á nokkr- um vinum okkar, til að neyta dagverðar í- kvöld. Viljið þér koma ofan og ,borða með okkur, eða viljið þér heldur neyta hans í yðar eigin herbergjum? Þér getið gert hvort held- ur þér viljið. Það er ekki neitt veizluhald, að eins fáeinir vinir. Lávarður Elliot, næsti ná- granninn, og presturinn og kona hans.” “Eg er fús til að koma ofan, lafði Brake- speáre,” svaraði Constance blátt áfram. “Það er skemtilegt. Við neytum dagverð- ar kl sjö. Þér heyrið eflaust, þegar bjallan hringir. Þú mátt koma ofan til eftirmatarins í kvöld, Arol.” “Já, auðvitað, amma. Lávarður Elliot kemur,” svaraði litli lávarðurinn. “En nú skulum við ganga út í garðana, ungfrú Gra- ham.” % “Já, en þreyttu ekki ungfrú Graham, fyrsta daginn sem hún er hér,” sagði lafðin og fór. Þau gengu langs með fallega hjallanum og þaðan inn í garðana. Arol sýndi henni blóma- beð, sem hann átti sjálfur. Svo fór hann með liana til hesthúsanna, svo hún gæti séð hestinn hans. Þegar hann var búinn að því, kom baras- fóstran og tók hann með sér. Litlu síðar hringdi bjallan. Um leið og hringingin hætti, kom Arol inn í dyraar. “Mér datt í hug að kynna yður leiðina of- an. Þér eruð máske dálítið uppurðarl ítil í fyrsta skifti,” sagði hann barnalega. Hann var klæddur svörtu flaueli, með breitt hálslín og úlnliðalín. “Þú ert svo yfirburða skrautbúinn, að eg þori naumast að kyssa þig,” sagði Oonstance. “Jji, það verðið þér að gera, ungfrú Gra- ham,” sagðidiann og lyfti andliti sínu upp til hennar. “Eg er auðvitað í beztu fötunum mín- um, af því Elliot er hér. Hann gaf mér þetta úr, það er svo fallegt og gengur svo vel,” sagði liann tók upp úrið. “En þarna kemur hann.” Ilann æpti af gleði, dróg hendi sína úr hendi hennar, og hoppaði af neðstu stigarim- inni í faðminn á maiíni, se'm var að koma inn í forstofuna. Maðurinn greip hann fimlega og lyfti hon- um upp á breiðu axliraar sínar. Svo leit hann á Constance með glaðlegum hlátri, sem þagn- aði strax, þegar hann sá að það var ókunn hefðarstúlka, sem stóð fyrir framan hann. ft»W»ttt»jft»e»«^B?ftBe»»tt^«g»«ra««M«ra»M»ta«ra»i»«qft«»ISi»M»l*»B>»W«t!*»;»»3 G J A F I R SEM ALLIR MENN MSTA eru einkum þær, sem bæði láta menn líta betur út og finna til meiri þæginda. Vér höfum óþrjótandi birgðir af slík- um jólagjöfum. SMOKING JACKET Eru hlutir, sem allir vilja eignast, en enginn ræðst í að kaupa handa sjálfum sér. — Slíka gjöf fá menn aldrei nóg- samlega metið og dást að smekkvísi þeirra, sem gefa. Úr miklu að velja. Verð á ... . $8.00—$15.00 SKYRTUR KOMA SJER ÁVALT VEL Regar skyrtur bera á sér einkenni efnisgæða, munsturs og sniðs, þá eru þær ávalt kærkomnar Jólagjafir. Og núna fyrir þessi jól höfum vér betri og fullkomnari byrgðir af Skyrtum, en nokkru sinni áður. parna eru tegundimar, sem falla öllum í geð. Verðið er nú .................. $1.50 til $12.00 HAN8SKAR—EÐA HVAÐ ? Fáar gjafir eru betur metnar á svölum Jólamorgni, en hlýir Hanskar. Einnig í þeirri grein höfum vér úrval svo mikið, að slíkt hefir eigi áður þekst. Verðið á þeim er frá..............$1.00 til $12.00 ( EÐA EF TIL VILL HÁLSBINDI ? óvinur þinn, ef nokkur er, hættir að draga dár að þér, ef hann sér að þú hefir kosið eitt hálsbindið úr hinu skraut- lega úrvali voru. Og hann verður nauðugur viljugur að viðurkenna, að þú hafir meira vit á að velja en sjálfur hann. Verðið á þeim er....50c til $5.00 EÐA—BATH ROBE Ekki alls fyrir löngu töldu menn slíkar síðtreyjur helberan óþarfa. En nú er komið nokkuð annað hljóð í strokkinn. Nú þykir mönnum vanta illa í fataskápinn, ef þar finst engin slík kápa. — pessar kápur eru dæmalaust notalegar til þess að bregða sér í á hinum svölu vetrarkvöldum. Vér höfum margar tegundir úr að velja, svo hver getur kosið það sem honum geðjast bezt að. Verðið er frá.....................$8.00 til $38.00 Stiles & Humphries Ltd. “Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shops” 261 Portage Avenue 221 Portage Avenue Next to Paris Building. Cor Notre Dame Ave. \T ' • *. I • Jf* timbur, fjalviður af öllum Nyjar VOrubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrír stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð gIaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. —-------------- Limlted-------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPBG Phone A-6275 KO L Drumheller Lethbridge Saunders Creek American Hard Vér beiðumst aðeins að þér reynið oss með eina pöntun og erum vér þá vissir um framhald á verzlun yðar. JAMES REID Phone A-6275 301 Enderton Bldg. Aðal augnamið vort, fyrst og síðaist og alt af er ánægðir skiftavinir. Phone j A-6275 ■■■■■■■ KOLT KOLT vér seljum allar tegundir af KOLUM Hörðum og linum. Beztu tegund af DRUMHELLER K0LUM sem þekkjast á márkaðinum. Pantanir afgreiddar fljótt Thos. Jackson & Sons Skrifstofa 370 Colony St. • Símar: B 62-63 1795

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.