Lögberg - 08.02.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.02.1923, Blaðsíða 4
4 fcla. LÖGBERG FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR 1923. Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia PreM, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talainan >'.6327 og >-6328 Jóm J. BfldfelL, Editor Utan&»krí(t til blaðnint: THE COIUMBIA PRE3S, Ltd., Bo« 3)71. Winnlpag, M»n- Utan&akrift ritatjórans: EDiTOR LOCBERC, Bo* 317J Wlnnipeg, IRan. The " LiiBberr’' I* printed and published by The ■:olumbla Preae. Limtted, ln the Columhia Block, *SS to Sí7 Sherhrooke Btreet. Winnipeg, Manitoba Austur og Vestur Canada. Ein af stærri yfirsjónum vor mannanna er það, að vér ©rum alt af að hugsa um vorn eigin hag — að skara eldi að okkar eigin köku, eins og Gestur heit. Pálsson sagði. En kærum okkur minna um, >ó við skörum eldinn frá köku ná- ungans. En þegar um heilt/ þjóðfélag er að ræða, >á getur sú bygging aldrei orðið varanleg eða trygg. par verða Imenn að vera samtaka um að sjá hag allra Sitéttá borgið án manngreinar- álite. Menn mega ekki láta stundarhag einstakra manna eða félaga standa í vegi fyrir velferð fjöldans, þvl það eykur úlfúð, óánægju og sund- urlyndi. En þjóð, sem er sundurlynd eða sjálfri sér sundurþykk, getur ekki blómgast. Hudsonsflóa brautin hefir verið og er þrösk- uldur í vegi fyrir góðu samkomutlagi á milli imanna í austur og vestur fylkjunum, og hún heldur áfram að vera það, unz búið er að full- gjöra hana og menn Sléttufylkjanna eru annað hvort búnir að sanna, að hugmyndir þeirra ulm þá braut og skipaleiðina í sambandi við hana, séu sannar, eða þá að þeir, sem á móti brautinni mæla, sýna með reynslunni, að leiðin sé ófær, eins og þeir hafa haldið fram og halda enn. Ef til viil finst sumumi það nokkuð dýr reynsla, því verkfræðingur einn hér í Winnipeg, fyrverandi borgarstjóri, T. R. Deacon, ef oss mirinir rétt, heldur því fram, að brautin, hafn- gerð, kornhlöður og alt í sambandi við úthaldið, muni kosta ríkið um sextíu miljónir dollara. Segjum nú að svo væri ,þó að aðrir verkfræð- ingar hafi haldið fram að upphæð sú sefn þyrfti, sé miklu minni, — en segjurn, að það tæki sextiu miijónir dollara. Mundi þá sú reynsla vera of dýrt keypt? Ef fyrirtækið hepnaðist, þá er í augum uppi, að það mundi marg-iborga sig, og það á mjög stuttuSm tíma. fef aftur á hinn bóginn, að það mishepnaðist, þá væri óánægjunni, sem nú er út af því máli, rutt úr vegi, og það út af fyrir sig, væri sextíu piiljón dollara virði. pað er ofur hætt við því, að móitstöðumönn- um þessa fyrirtækis takist aldrei að fæla með- haldsmenn þess frá því, með því að hampa kostn- aðinum, sem það hefir í för með sér, framan í <þá. peir eru orðnir svo vanir að borga—borga einmitt þessum mönmjfm, sem um fram alt vilja koma Hudsousflóa brautinni fyrir kattarnef, að ■þeir mundu ekki tei.ja eftir sér, að bæta þessari upphæð við, ef þeir með því gætu gengið úr skugga um málið. önnur aðal ástæðan gegn því, að byggja þessa braut, hefir verið og er, að sjóleiðin sé ófær; það sé svo mikiH ís á þeirri leið, að ekkert skip geti verið óhult, að ekkert tryggingarfélag muni fást til þess að tryggja skipin og skipsfarmana, og að leiðin sé opin í þrjá mánuði þegar bezt lætur. Aít eru þetta ástæður, ef sannar væru, sem vert væri að gefa gaum að. En nú vill svo til, að reynsla er fengin, og hún ekki ail-lítil, í þessu efni, því menn hafa siglt þessa leið árlega í meir en þrjú hundruð ár. i Fyrsta skipið, sem sögur fara af að siglt hafi inn í Hudsonsflóann, er litla skipið, sem Henry Hudson, sá er flóinn' ber nafn af, var á. pað hét “Discovery” og var 35 smálestir að stærð. Hann sigldi á því inn í flóann í júní 1610 og var á stöðugum siglingum um flóann á því þangað ; til í nóvember það ár,‘ eða fimm mánuði. Ef þessu litla skipi, með þeim útbúnaði, sem >á átti sér stað, var þetta fært, mundi jþá ekki mítíðarskipum, með öllum þeim bætta útbúnaði, sem vér eigum yfir að ráða, vera það líka? Tveimur árum seinna, eða 1612, kom þetta sama sikip, “Discovery”, aftur til Hudsonsflóans, ásamt ensku herskipi, tU þess að leita að Hud- son, sem eins og kunnugt er, hafði verið skilinn eftir ásamt syni sínum og öðrum manni á smá- báti úti á regmhafi flóans, er hásetar hans gerðu uppreisn gegn honum í áðumefndri ferð, og hurfu heimleiðis. Árið 1616 komu skip frá Englandi enn á ný og áinð 1619 komu tvö dönsk skip, annað þeirra eimmastrað, inn í flóann, og lágu við Fort Churchiðl allan veturinn. Árið 1669 var Hudsonsflóa félagið stofnað, og hefir það félag semt skip sín á hverju ári síð- an til flóans og hefir félagið mist að eins tvö skip í meir en tvö hundruð ár, sem það hefir haldið uppi siglingum á milli Englands og stöðva sinna við flóaran, og þolir það vel sa/manburð við hinar ábyggilegustu skipaleiðir, hvaðam sem er frá austurströnd Ameríku. Encyclopedia Britannica telur líklegt, að sjó- leiðin í gegn um flóann sé fær skipum þeim, sem nú gerast, frá júní og til nóvember, án nokkurr- ar aðstoðar. pað eru fimm mánuðir. Með sterk- um ísbrjótum talja beir menn. *em um máiið rita þar, líklegt, að leragur se hægt að halda uppi árlegum siglingum um flóann. En þó það væri dtki, þá er sanvt hægt að flytja út hveiti frá Sléttufylkjum Canada, Norður Dakota og Minn- esota í fuUa tvo mánuði á hverju ári, og væri það ekki lítill vinningur og spamaður hlutaðeig- •endum. En þrátt fyrir þessa reynslu, sem er ómót- mælanleg, halda þessir menn áfram að telja fólki trú um, að skipaleiðin sé ófær og ómöguleg. — Væri ekki mannlegra fyrir þá að koma hreint til dyra og segja, að þeir væru hræddir um að missa stóran spón úr askinum sínum, ef þessi leið yrði opnuð fyrir afurðir bændanna í Vesturfýlkj- unum ? ------o-----— Ný aðferð við kornflutning til hafnstaða í Austur-Canada. pessi öld, sem vér lifum á, er öld samkepn- innar. Hugsanir og aðferðir, sem í dag eru nýtar og mothæfar, eru máske úreltar og einskis virði á morgun. Hraðinn í hugsunum og framkvæmdum er orðinn svo mikill, að menn festa varla sjónar á honum. Ef menn eru ekki sí-vakandi, sí-starf- andi og sí-hugsandi, þá eru menn orðnir aftur úr áður en þeir vita af. Talsíminn, sem fyrir nokkrum árum var í sannleika furðuleg uppgötvun, á nú í vök að verjast fyrir þráðlausu sírnskeyta uppfynding- unni. iHljómvélarnar, sem líka eru merkileg upp- fynding, eru í hættu staddar fyrir radíó tækj- unum. Eimsikipin stóru og öflugu, sem á síðustu mannsöldrunum hafa tekið svo miklum fram- förum, verða þá og þegar að lúta í lægra haldi fyrir loftförunum. Og nú síðast er farið að tala um skæðan keppinaut fyrir jámbrautimar hér í Canada. Mönnum er ljóst, að flutningur á kornvöru Sléttufylkjanna til hafna í Austur-Canada, er ein af tekjulindum félaganna. Mönnum hefir líka verið ljóst, að sá flutn- ingur hefir verið mönnúm óhæfilega dýr, og að það er eitt af brennandi spursmálum Vestur- Canada, að bætt sé úr því. Svo menn hafa farið að hugsa um, hvernig hægt væri að ráða bót á því. Sumir hafa krafist þess, að jámbrautarfé- lögin settu niður flutningsgjaldið, en þau hafa daufheyrst við þeirri kröfu, nema að því leyti, sem þau hafa verið neydd til þess af sambands- stjóminni. Aðrir vilja fá Hudsonsflóa brautina full- gerða, en það gengur seint. En maður einn í Gault, Ontario, R. Fatrick að nafni, hefir nú nýlega komið fram með alveg nýja tillögu til þess að ráða bót á þessú vanda- mnáli. Hann vill senda kornið í gegn um hólk, eða pípu, sem lögð sé frá Winnipeg tiil Montreal, rúmar 1400 mílur. Hólkur þessi á að vera steyptur úr sementi og slétitur að innan eins og spegilgler. Hann talar um að pípan sé um fet að innanmáli og að hún sé grafin í jörð niður, svo ekki sé hætt við að hún verði sketmd eða brotin. pegar píparfer fullgerð, skal hleypa kominu í hana í Winnipeg og þrýsta því með lofti í gegn um hana alt að fjögur hundruð mílur á klukku- stundinni, og yrði þá kornið, sem hleypt væri í pípuna í Winnipeg, komið alla til til Montreal á f jórum iklukkustundum; og isegir þessi maður, að með þessari aðferð verði óslitinn kornstraum- ur á ferðinni alla leið, og að út úr pípunni komi í Montreal 26,400 pund af komi á hverri mínútu, 26,400 mælar á hverri klukkustund, eða 633,000 mælar á dag. Kostnaðurinn við að flytja koraið austur á þennan hátt, segir Mr. Patrick að verði sára lít- ill. pað sé að eins kostnaðurinn við að leggja og búa til þessa pípu og áhöld sem nauðsynleg væru við þennan útbúnað. En eftir að það er einu sinni búið, sé viðhaldskastnaðurinn sama sem enginn. ------o----*— Skuldaskifti Breta og Banda- ríkjanna. Nýlega, eða í síðastliðnwn mánuði, voru þeir Stanley Baldwin, fjármálaráðherra Breta, og Moratague C. Norman, forseti Englandsbankans, á ferð í Bandaríkjunum. Erindi þeirra var, að reyna að komast að samningum með borgun á skuld þeirri, sem Bretar standa í við Bandaríkja- menn síðan á stríðsárunum. Eins og menn muna, þá urðu Bretar að taka feikilega mikið lán hjá Bandraíkjamönnum, á meðan stríðið stóð yfir. Lán það nam alls $7,000,000,000, og hver einasti skildingur gekk til þess að kaupa fyrir vörur í Bandaríkjunum, svo Bandaríkjaþjóðin naut hlunnindanna af öllu þessu fé. Síðan að stríðinu lauk, hafa Bretar borgað $3,000,000,000 af þessari miklu skuld til baka, en fjðrar standa eftir, og það var til þess að semja um borgun á þeim, að þessir menn tóku sér ferð á hendur til Bandaríkjanna. Á fyrsta fundinum, sem hlutaðeigendur áttu út af þessu máli, fórust Stanley Baldwin orð á þessa leið: “Við erum komnir hingað með því fastá- kveðna áformi, að endurborga skuld vora, og það er af hinum raunverulegu erfiðleikum, sem á því em að borga með vöru skiftum, að við erum hér kolmnir til þess að komast að niðurstöðu í þessu máli, sem báðum hlutaðeigendum er sem hag- kvæmast. Við emm saman komnir hér undir hinum sérkennilegustu kringumstæðum. Við höfum mæzt til þess, að komast að niðurstöðu um borgun á þeirri stærstu upphæð, sem tvær vina- þjóðir hafa nokkum tlma í sögu heimsins átt að semja um. Vð höfum komið til að semja um endurborgun á skuld vorri við Bandaríkja- menn.” Ekki fengu Bretar vilja sínum framgengt í þessu málli. peir vildu fá alt að hundrað árum til þess að borga þessa skuld á, og greiða 2 af hundraði í vöxtu. Bandaríkjamenn gengu inn á aðj gefa þeim sextíu ár til þess að greiða hana á með 3 af hundraði í vöxtu í þrjátíu ár, yfir fyrra hehning þess tímabils, en 3y2 af hundraði 1 yfir hinn siðari, og hefir það boð Bandaríkja- manna verið sa/mþykt af brezka þinginu, þótt það þætti nokkuð frekt í farið. í sambandi við skattbyrði Breta, þá gat fjár- málaráðherrann brezki þess, í sambandi við þeitta mál, að hún væri nú þyngri en skattbyrði nokkurrar annarar þjóðar í heimi, því skatta- álögur á Bretlandi næmu nú $100 á hvert manns- barn í landinu, og það væri eins mikið og að þjóðin gæti með nokkru móti þolað. -------o----— Hermannabókin. Eins og getið var um í fyrra blaði, er Her- mannabókin nú tiil sölu og Jóns Sigurðssonar fé- laginu til mikillar ánægju, eru Vestur-íslending- ar þegar famir að senda inn pantanir að bókinni. Munu Um 50 eintök hafa selzt á s.l. viku, og er það innileg ósk félagsins, að pöntunum haldi á- fram að streyima að því, þar tU upplagið er upp- selt. Allar ástæður félagsins krefjast að svo verði. pess vegna tel eg nú viðligandi að Vest- ur-íslendingar séu fræddir um verðleik félagsins til velvilja þeirra og styrktar. f stuttu máli má segja, að félagið myndaðist hér í Winnipeg í marz!mánuði árið 1916, með þeim lofsverða tilgangi mannúðar og kærleika, 1. Að hlynna eftir megni að vomm vestur- íslenzku hermönnum utan Canada og Bandaríkj- anna; 2. að styrkja þær af fjölskyldum fjærverandi íslenzkra hermanna, se<m félagið vissi að vom hjálparþurfar, eftir beztu föngum; 3. að uppbúa á sinn kostnað eina sjúkrastotfú í Tuxedo hermanna spítaJanum hér í borg; 4. að hlynna að og styrkja fjárhagslega ýmsa af 'þeim afturkomnu hermönnuim, sem veikir voru eða félausir; 5. að stofna til og annast uim skemtanir fyrir af.turkomna hermenn og skyldulið þeirra; 6. að styrkja eftir megni I.O.D.E. hermanna sjúkrahúsið á Higgins ave. ihér í borg, sem þær og hafa gert fram að þessu; 7. að leggja fé til ýmissa mannúðar- og styrktarstofnana, sem mynduðust á stríðsámn- um, svo sem “Red Cross”, Belgíu hjálparsjóð- inn, Brezkra sjómanna styrktarsjóðinn, Sjóð til styrktar bömum fjarverandi hermanna og til nokkurra annara stofnana, sem eg nú í svip man ekki nöfn á. 8. Útgáfu þess mikla og söguríka miningar- rits, sem félagið nú biður Vestur-íslendinga að kaupa, jafnt þá, sem búa sunnan Bandaríkjalín- unnar og hia, stjm búa í Canada. Félagið óskar þess getið, að það tileinkar sér engan veginn heiðurinn af þeim framkvæmdum, sem það hefir haft með höndum í síðastliðin sjö ár, síðan það myndaðist. Miklu fremur segir það heiðurinn vera þeirra mörgu kvenna og karla viðsvegar í landi þessu, sem af frjálsum vilja og velvild til fjarlægra hermanna, sendi því stór- gjafir í vörum og peningum, og sem gerðu þeim piögulegt að kccma hugsjón þess og óskum í framkvæmd, og sem, það nú þakkar hérrneð, af hjarta, öUum sem það hafa styrkt á liðnum ár- um. Án hjálpar þeirra hefði félagið ekki getað orkað því, sem það hefir 'gert, og án þeirra hjálp- ar getur það enn ekki fullkomnað starf sitt í til- liti til útgáfu Minningaritsins. Eg má geta þess, að á þeim árum, sem vest- ur-íslenzkir hermenn voru á vígvelli, varði fé- lagið yfir sjö þúsund dollars í peningum í böggla- sendingar til þeirra, og er þó ekki þar með talið margt af þeim munum, sem því voru gefnir til þess að láta í böglana, svo sem sokkar, vetling- ar, treflar, handklæði o. fl. o. fl.; og á sama tírna lagði það að minsta kosti tvö þúsund döllaia til annara líknarstarfa, og enn þá heldur það áfram að hjálpa, þar sem hjálpar er þörf. í viðbót við þann styrk, sem Vestur-fslend1- ingar em beðnir að veita með því að kaupa Her- mannabókina, hefir félagið um 1200 koparmynd- ir af hermönnum þeim, sem getið er í bókinni, sem kosta að jafnaði, þegar ein og ein er keypt af myndgerðahmönnum, ekki minna en þrjá doll- ara hver. pessar myndir viU nú félagið selja og . óskar, að sem flestir hermenn vildu kaupa mynd- ir >ær, sem af þeim hafa verið • gerðar1—eða þá aðsitandendur þeirra. Félagið óskar að fá $1.00 fyrir hverja selda mynd. B. L. Baldwinson, ----1—o----*— Kynblöndun. Aths, petta kvæði á ekki að skiljast bókstaflega, þaS er orkt á líkingamáli fyrir utanað komandi á- 'hrif. Að líkja manninum við sauð er eins gamalt og sögur ná, — mórauði liturinn hefir verið í miklum metum á íslandi. K. N. Eg reikaði aleinn um rennslétta grund og rakst þar á eldgamla vini og raulandi stóð þar og rýndi um stund jú! rollur af íslenzku kyni, en djarflegi svipurinn sýndi það bezt og svo var ein mórauð á litinn og þar voru íslenzku einkennin flest á eyrunum fjöðrin og bitinn. Eins finst um blönduðu landana líkt þeir Iíkjast í ættirnar báðar en herkonga svipurinn hefur þó rfkt, svo hnarreistir djarflegir snáðar, og náttúran ein hefir annast það sjálf á eyrum er fjöðrin og bitinn á lengdina rófan er hér um bii hálf svo hafa þeir mórauða litinn. Er nokkuð hinumegin? Á undan mér hofróðan hraðaði fðr í hálsmálið kjóllinn var fleginn á bakinu öllu er engin spjör, en er nokkuð 'hinumeginn? K. V. Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 29. Kafli. Náttúruauðiegð ALberta fylkis er bæði mikil og margbrotin og af þvS leiðir það, að atvinnuvegirn- ir eru einnig ifjölbreytilegir. Námur eru þar miklar, (beitilönd góð og skilyrðin fyrir gripa og kornrækt, víða hin ákjósanleg- ustu. pótt Hudson’s Bay verzl- unin hefði smá útibú í hinum norðlœgari ihéruðum, þegar á árum um 1778 til 1795, svo sem í Fort iChipewoyon og Fort Edmonton, og j keypti þar grávöru, þá má samt með sanni segja, að suðurhluti fylkisins hefði fyrst bygður verið pg að jarðræktin hafi svo smá- færst þaðan norður á bóginn. peir er fyrstir fluttust til Suður- fylkisins og tóku sér þar varan- lega bólfestu, voru griparæktar- menn frá Bandaríkjunum. Og þaí var ekki fyr en árið 1900, að menn fóru að skygnast um í Suður-hlut- anum af Saskatchewan fylki og norður við Reá Deer ána og nema þar lönd. pótt hinir fyrstu griparæktarbændur væru Banda- ríkjamenn, þá hófst brátt inn- flutningur til fylkisins frá brezku eyjunum og voru rnargir nýbyggj-j ar þaulæfðir í öllu því, er að griparækt laut. Settust þeir að og komu sér upp griparæktarbu-j um í Lethbridge Macleod, Pinc-^ her Creek, High River, Calgary, Bow River og 'í kringum Red Deer. Um 1880' hófst þar fyrst sauðfjárrækt, en fremur gekk út- breiðsla hennar seint. 1 Suður-AIberta gengu gripir að imestu leyti sjálfala, þegar á hinum fyrstu landnemaárum og gera svo víða enn. Mest var iþar um buffalo gras, ibunch gras og blue joint. En þær tegundir eru allar mjög 'bráðþroska. Fyr á árum var það aðalstarf bóndans, að afla fóðurs handa skepnum sín um, en nú skipar kornræktin víða fyrirrúim, þótt á öðrum stöðum sé griparæktin stunduð jöfnum höndum. Áhrifum Chinook vindanna, er það að mestu leyti að þakka, að veðráttan er svo góð, að skepnur geta gengi úti allan ársins hring. Stundum hefir það komið fyrir. að útigangsgripir hafa fallið, en iþó eru þess tiltölulega fá dœmi. Nú má svo heita að hver einasti ir allar skepnur siínar og er úti- gangs'gripum oft gefið á skalla. Hey er yfirleitt kjarngott lí fylk-I inu og beitin ágæt. f Suður- Alberta er að finna suma allraj beztu sláturgripi, sem þekkjast í Canada. Frá árinu 1870 og fram að alda- mótum, var griparæktin vitanlega ekki húin að ná því há- marki, sem nú á sér stað. En um árið 1900, var þó farið að senda ágæta gripi á enskan mark- að frá Calgary, High River, Claresholm, Pinsher Greek, Mac- leod, Lethbridge, Medicine Hat, Bassano og Langdon. Árið 1902 var stofnað The Aiberta Railwayj og Irrigation Company, með höf- uðaðsetur í Lethbridge. Keypti fé-^ lag þetta Iönd allmikil af sam- bandsstjórninni og tók að gera til- raunir með áveitu i Spring Coulee O'g Chin Ooulee 'héruðunum, og sömuleiðis á svæðunum umhverf- is Magrath, Raimond, Stirling, Letihbridge, Coldale og Chin, en þó mest megnis austur af Leth- bridge. Um þær mundir var tekið að girða inn lönd með vlr. Árið 1903 var stofnað The Cana- Bow River. Er swæði það um 40 mílur, frá norðri til suðura, en 65 mílur austur á ibóginn. Ura 223,000 ekrur, eru hæfar tii $- veitu. Hefir meginið af löndum þessum nú verið selt. Suðaust- ur af spildu þessari liggur önnur landeign sama félags, er hefir inni að halda um 1,245,000 ekra. par af hefir vatni verið veitt á 400,000 ekrur. Töluvert er enn ó- selt af landi í fláka þessum. Árið 1908 náði Canadian Pacf- fic félagið ií hendur sínar umráð- um yfir miklu af þeim lendum, er Alberta land Irrigation félag- ið í Lethbridge átti. Svæði það er 499,000 og vatni verið veitt á rúmar 120,000 ekrur. Mest af landi þessu hefir þegar verið selt. Annað áveitu svæði má tilnefna, er liggur í Suffield héraðinu. Er það eign The Canada Land o£ Irrigation félagsins, er áður var kallað Southern Alberta Land Oompany, með aðalskrifstofu í Medecine Hat. Enn eitt áveitu- svæði Iiggur í "Sow Island 'hérað- inu. Samlals nema lendur þess. ar 530,000 ekrum og eru þar af 203,000 hæfar til áveitu í þessu 'héraði hafa lönd aðeins fengist til kaups síðan 1919. í Suður hluta fylkisins, er ávalt verið að gera frekari og frekari tilraunir til áveitu. Var þar stofnað eitt slíkt fólag 1919, er Taber Irrigation Assaociation nefnist, er tekið hefir sér fyrir (hendur að veita vatni á 17,000 ekrur í nánd við Taber. Fleiri fyrirtæki í sömu átt, eru í undir- búningi víðsvegar um fylkið. Hagnaðurinn af áveitunni hefir þegar orðið mikill í Suður-Al'berta. Hafa þar víða risið ripp blómleg 'bygðarlög, þar sem áður voru gróðurlitlir barðbalar. Er þar víða ræktað mikið af alfaalfa og öðrum kjarngóðum fóðurtegund- um. Nokkuð er af auðugum griparæktarbændum í Suðurhluta fylkisins, einkum þó kringum Olds, Magrath, Raymond og Co- utts og norður og suður af Medi- cine Hat. Víðast hvar eru beitl- lönd fyrir gripi girt inn með vír. f Suður Alberta er mikið um sauð- fé, er gengur sjálfala i reglulegri afrétt og smalað er saman á viss- um tímum. Sauðfjárræktin er stöðugt að blómgast, og verður vafalaust mjög arðsöm, er stund- ir Hða. Alifuglaræktin hefir gefið af sér feikna mikinn auð og hefir reynst bændum regluleg féþúfa. Kornræktin er altaf að útbreiðast með hverju árinu er llíður, svo þar sem áður voru tiltölulega léleg beitilönd, blasa nú við'blómlegir akrar. í Suður Alberta aeljast órækt- uð lönd í áveituhéruðum fyrir þetta fimtíu dali ekran en rækt uð áveitulönd frá 75—120 Og fimin ekran. En í hinum þurrari hér- uðum má kaupa ekruna fyrir fimtén til fimmtíu dali. Svæðið frá Cardston tii Pincher Creek og norður á bóginn til Calgary og Macleod og Edimonton jármbraut- arinnar, er einkar vel fallið til 'blandaðs búnaðar, enda fylgist þar að jöfnum höndum gripa og kornrækt. Claresholm liggur í austurjarði þessarar landspildu. Bæir & þessu sviði, eru Nanton, High Ri- ver, Okotoks, Crossfield, Dids- bury, Olds og Innisfail. f hé- ruðunum umhverfis þessa bæi, er mikið um griparækt og fram- leiðslu mjólkurafurða. Heyskap- ur er þar víðast ihvar mikill og góður. dian Pacific Irrigation félagið, er það takmark hafði fyrir augum, að veita vatni yfir svæðin austur af Calgary. Var vatnið tekfð úr Bow River. jPrfð 1907 vífr enn stofnað félag, er Southern Alberta Land Company nefndist, með aðsetur í Medicine Hat, er tókst á hendur áveitu 4 lönd vest* ur af þeim bæ. Landflæmi þau, er nefnd félög eiga, nema til samans því riær þrem miljónum ekra. Skifta má spildu þessari í fjöra megin- hluta. Hinar vestlægari lend- ur Canadian Pacific félagsins, austur af Calgary, en norðan við Blandaður landbúnaður, er koin- inn á ihátt stig í Mið-Alberta. Með lagningu Canadian Pacifie járnbrautarinnar, er kon> tii Cal- gary árið 1885, tók landið um hverfis mjög að byggjast. Varð Calgary þá þegar alimikill verJ- unarbær og hefir verið það jafnan síðan. Landið 'hefir verið að byggjast norður á bóginn jafnt og þétt. Er jarðvegurinn þir næsta auðugui. Fyrsta auka- lína Canadian Pacific félagsin- á þessu 8væði, var lögð í norður* frá Calgary árið 1891. Síðar lagðl' Canadian National járnbrautarfé- lagið 'brautir bæði í norður og suður og er landið með fram þeim eitt hið frjósamasta I ðllu fylk- inu. Staðháttujíi í Mið-Alberta

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.