Lögberg - 15.02.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.02.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR 1923. Ljósberar Hlutverk mannanna eru margvísleg; sum eru fögur og þróttmikil, önnur veigalítil og sum blátt áfram ljót. Vér segjum, að verkefni vísindamannanna, sem eru að þreifa sig áfram fet fyrir fet á braut verklegra framkvæínda, sé göfugt. Vér segjum, að köllun stjórnmálamanns- ins, sem veitir málum heillar þjóðar forstöðu, sé háleit, vér segjum það satna um köllun lækn- isins, sem dag hvern er að létta lasleik með- bræðra sinna og þrautir, og um stöðu prestsins, sem tekið hefir að sér að flytja sárþyrstum sál- um mannanna sannleiksorð guðs. — Allar heið- arlegar lífsstöður eru í eðli sínu göfugar. En því er þá svo dimt á vegum mannanna? pað er af því, að vér eigum ekki nógu marga ijósbera — eigum ekki nógu marga menn, sem bera réttlætinu og sannleikanum vitni — eru sjálfir merkisberar hans á hverju sem gengur. Ekkert hlutverk í lífi mannanna er eins göf- ugt og jþað, að vera ljósberi — lýsa mönnum veg að æðra og háleitara marki. Á öllum öldum hafa mennimir átt slíka ljós- bera — menn og konur, sem hafa verið staðföst eins og bjargið, á vegi réttlætis og sannleika og aldrei látið bugast í hinni óeigingjömu þjónustu sinni í þarfir samtíðar sinnar. Sagan bregður upp mörgum slíkum mynd- um, og það er heilsusaimlegt að láta hugann hvíla | við þær við og við á þessari byltinga og brask- tíð. J7að er heilsusamlegt að hugsa um Martein Lúter, þar sem hann stendur frami fyrir ráðinu í Worms, reiðubúinn til þess að fóma sjálfum sér fyrir frelsi meðbræðra sinna og sannleiksvissu málefnis þess, sem hann barðist fyrir. pað er hugljúft að hugsa um mannvininn Abraham Lincoln, berjast fyrir rétti lítilmagn- anna í Suðurríkjunum, sem ekkert gat veitt hon- um annað en óvináttu þeirra, sem óhag höfðu af því að svertingjunum væri veitt frelsi, og svo ró sinnar eigin sálar út af því, að vita að hann hafði gjört það, sem hann áleit rétt að vera eftir þvf sem guð gaf honum náð til að sjá það og skilja. pað er Ijúft að hugsa um Wilham Booth, leita uppi þá, sem í mestu myrkri sátu í stórborg- inni London, til þess að reisa þá á fætur og veita sól og sumri inn í hið kalda og vonlausa líf þeir •• Að hugsa «m Florence Nightingale flytja ljós og yl líknarinnar, inn í hin mjög svo ófull- komnu sjúkrahæli á þeim stöðvum, er hún dvaldi á. Og það er líka hugnæmt, að láta hugann dvelja við baráttu Skúla fógeta Magnússonar fyr- ir verzlunarfrelsi þjóðar sinnar, þegar íslending- ar stóðu uppi vamarlausir fyrir ofríki og yfir- gangi danskra kaupmanna. petta fólk alt, sem nú er nefnt og margt fleira, var ljósberi sinnar samtíðar, þegar það með persónulegum áhrifum náði til samferða- manna sinna. En áhrif slíkra manna og kvenna, enda ekki með burtför jþeirra úr heiminum. pau halda á- fram að vera ljósberar — þau halda áfram að lýsa þúsundum manna í áttina til heimkynna hins óeigingjarna mannkærleika, sem þau áttu heima í. Endurminningin um slíkt fólk og orðstýr þess getur aldrei dáið. pau ganga með ljósið að baki sér, á undan mannfylkingum jarðarinnar, um alla ókomna tíð og eftir því sem árin fjölga og þau færast fjær þeim eftirlifandi, verður ljósið skærara og end- urminningamar áhrifa meiri. Hvernig stendur á þessu? pví lýsir líf sumra manna og kvenna “eins og leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld”. En aftur, minning manna í þúsundavísi, sem hvað mest ber á og mest er talað um, hverfur í gleymskunnar djúp. Pað stendur svo á því, að menn lifa sjálfum sér, í staðinn fyrir herra sínum. Eitt af skáldum fslands segir: “Að drepa sjálfan sig er synd mót lífsins herra. Að lifa sjálfan sig er sjöfalt verra. Enginn maður getur verið Ijósberi annara og “lifa sjálfan sig”, eins og skáldið segir. Ein- kenni þeirra, er að vera staðfastir í kærleika sínum til allra manna, fórnfúsir og óeigingjamir í öllum verkum. Saga ein er sögð frá Japan. Hún er af ungri stúlku af góðum ættum, sem hafði brenn- andi áhuga fyrir því, að lyfta upp hinum undir okuðu systrum sínum þar í landi, Undir það verk var hún vel búin, því hún var bæði gáfuð og mentuð og naut trausts og virðingar systra sinna hvar sem hún fór. En mörg þúsund ára gömlum þjóðarvana, er erfitt að breyta, svo verkið gekk seint og mærin fór að örvænta um, að hún gæti orðið þessu á- hugamáli sínu að verulegu liði, svo hún tók með sér stóran hóp kvenna þangað sem eimlest kom æðandi eftir jámbrautarspori. pegar lestin var nærri komin þangað sem hópurinn stóð mælti hún: — “Eg orka ekki neinu í velferðarmáli vór kvenna imeð því að lifa fyrir það, og því hefi eg ásett mér að deyja fyrir það,” og 'hún kastaði sér í veginn fyrir eimlestina. Nú væta tár þúsunda kvenna legstað þess- arar stúlku, og hver einasta þeirra sver þess dýr- an eið, að helga krafta sína málstað þeim sem hún dó fyrir. petta er ekki sagt hér til þess að menn fari að dæmi þessarar stúlku, það er ekki siður vest- urlandabúa iþó eitthvað bjáti á. En það er sagt til þess, að draga athygli manna að óeigingjamri fórnfýsi. Hljómlist. Mig langar til að minnast á hina dýrðlegu hljómlist; ekki aðeins hljóm, eða hávaða, heldur hljómlist, eða samhljóm. Hljómlistin eins og allar fagrar listir hefir bætandi áhrif á menn, fegrar smekk þeirra og sefar ástríður. Hún segir oss sögu stormsins, %’tur að eyr- um vorum söng fuglanna, nið lækjarins. Yfir höfuð, það sem lífið á fegurst. Hún má rétti- lega kallast það fegursta og fullkomnasta sem mennirnir hafa framleitt. “Húra er samhljómur sálarinnar,” eins og einhver hefir svo vel sagt. Um hljómlistina hef- ir líka verið sagt, að hún væri “ekki fæða sálar- innar, heldur veigar”, því hún tekur á sitt vrld sálir þeirra sem þjakaðir eru og þreyttir, og gef- ur þeim nýjan þrótt. Nafnkunraur maður sagði einu sinni, að han-i vildi miklu fremur yrkja söngljóð fyrir þjóð sína, heldur en að vera löggjafi hennar. Hann auðsjáanlega á við, að Ijóð og hljóm- list nái sterkara haldi á hjörtulm manna og því meira afl ti! siðferðisþroska, en löggjöf stjórn- anná. Áhrif hljómlistar og ljóða má einnig merkja á því, að við lærutm lög og Ijóð í æsku, og er hvorttveggja ibúið að hafa mikíl áhrif á hugsun okkar og líf, áður en við höfum hina niinstu hug- mynd ulm löggjöf landsins. Hljómlistin ein getur stutt fingri sínum á fegurstu hugsjónir skáldanna eins og frá þeim er gengið í bundnu máli og lyft þeim upp í hærra veldi. “Ljóðin auka þrek vort, háttprýði er stoð vor, en hljómlistin kóróna,” sagði Confucius. Hljómlistinn flytur gný þrumunnar til eyrna vorra, hún túlkar friðsælu sólarlagsins, sorg og gleði betur en hægt er að gjöra það í nokkurri annari list mannanna. Hún er huggun þeim sorgmæddu og til gleði hverju mannshjarta sem veitir henni móttöku. pegar John Miíton, skáldið góðkunna, var þreyttur að loknu dagsverki, sneri hann hér til hljómlistarinnar og sagði: “Lap me in soft Lydeara airs”, (vef mig hinum mjúku hljómþíðu tónum). pannig eru áhrif hljómlistarinnar á sálir mannanna. fslendingar! Látum okkur gefa meiri gaum að fjársjóði þeim hinum dýra, sem vér eigum í íslenzkum hljómheimi en vér höfum hingað tfl gert. i Félag söngkennara í Manitoba. Um þetta félag hefir ekki mikið heyrst í blöðum þessarar borgar, en samt er það nú til og starfar að hugsjón sinni, eins og flest félög (og hamingjan veit að þau eru nú orðin nógu mörg) gera. Markmið félags þessa, er fagurt, eins og Uka verður að vera, því það er málsvari þeirrar listar sem fegurst er. Félag þetta eftir því sem oss skilst, var ekki imyndað fyrst og fremst til þess, að koma jafn- aði á og halda uppi kaupi söngkennara fylkisins, heldur til þess, að kokna sönglistirani á hærra stig og meiru samrælmi á, á meðal hinna mörgu og margbreytilegu söngradda sem hér eru að finná. Engum vafa er það undirorpið, að velferð þessarar þjóðar er undir því komin að eining og samræmi komist á, á meðal allra íbúa lands- ins, að lífþráður þjóðarinnar verði á endanum einn — sterkur einlægur þráður, snúinn úr þeim mörgu sem hér eru nú. Eitthvað svipað vakir fyrir söngfélaginu, að því er þann þráð sálarlífs þjóðarinnar, sem það 'lætur sig mestu varða, snertir, og hanft er' þó sannarlega ekki sá þýðingarminsti. f vetur hefir þetta félag haldið uppi stöðug- um fyrirlestrum, og fólki til fróðleiks viljum vér birta starfsskrá félagsins: — Des. 4. — Samtal um kenslu á söng í æðri skólum. Ján. 9. — Samtal uha sama efnl. Febr. 13. — Upphaf sönglistarinnar, prófes- sor J. H. Heinzelman, B. A. Fh. D. Marz. 13. — proskun sönglistarinnar í Evrópu. Framþróun þjóðsöngva og hljómlistar, Russel White. Franskir, þýskir og breskir þjóðsöngvar, Burton L. Kurth. Ukraniskir þjóðsöngvar, R. G. Katsemoff. fslenzkir þjóðsöragvar, M!rs. S. K. Hall. pjóðdansar, Miss Isabel Thomas. pjóðsöngvar og “Art” söngvar, Mrs. Edna Robb. , Apríl 10. — Nútíðar þjóðsöngvar, Leonard D. Heaton. Skóla, kirkju og einsöngvar, W- H. Ander- son. Kirkju og sunnudagaskóla söngvar, J W. Mathews. Maí 16. — Sönglist gagnrýnd af A. A. Ald- rick. l Miss Tumhull, Norman Douglas, Mrs. J. Waterhouse, Hugh C. M. Ross. ) Hvar lendir? i. ) Afleiðingar af tveimur verkföllum í Barada- ríkjunum hafa vakið almenna eftirtekt ulra þvera | og endilanga Ameríku. f apríl 1922, gerðu menn sem unnu í kola- i nájmum i bænum Herrin í Williams county í lllinois verkfall, og bönnuðu með því allan kola- gröft í nálega þrjá mánuði. pá tók einn af , náma eigendunum sig til og réði menn til vinnu, og fékk hóp vopnaðra manna þeim til varnar. Ekki leið á löngu, áður en verkfallsmenn fóru að sýna af sér óþokka í garð hinna nýju verka- manna og tóku að draga að sér vopn og skutu á verkámenn námunnar, þegar þeir voru á ferð til og frá námunni. Dag einn í júnf, voru þrír af verkfalls mönn- um drepnir af varðliði námunnar. pegar svo var komið, fóru gætnari mennim- ir á meðal verkfallsmanna og námaeigenda að at- huga ástandið, og komu sér saman um, að svo búið mætti ekki standa, og sömdu með sér vopna- hlé, sem tilkynt skyldi báðuim hlutaðeigendum að morgni næsta dags. Daginn eftir var friðarfáni dreginn upp og 40 af aðkomumönnum gáfust upp og gengu á náð- ir verkfallsmanna. Verkfallsmenn lögðu undir eins á stað með fangana til Herrin, því námurnar voru nokkuð í burt frá bænum. Á leiðinni var framið hið grimlmasta níðings- verk á þessum föngum. Yfirmaður námunnar, sem með þei|m var, var fyrst skotinn til dauðs, svo voru hinir reknir áfram, unz komið var að landbletti sléttum, sem gyrtur var með gaddavír, var mönnunum þá sagt, að þeir skyldu forða lífi sínu og hlaupa sem hraðast úr augsýn En und- ir eins og mennimir tóku til fótanna, skutu verk- fallstmenn í hópinn. pað þarf ekki að segja hér leiksiok þau, sem þar urðu. Fáeinir komust í skóg, sem þar var skamt í burtu. Sumir voru skotnir og skornir á háls, aðrir barðir og limlest- ir. Alls voru 19 drepnir, en margir særðir, og hafa sumir dáið af sárum síðan. Einn maðurinn sem náðist var tekinn og far- ið með hann til kirkjugarðs, sem þar var ekki all- langt frá og skotinn. iMál var hafið út af þessum ósköputa. Verka- mannafélögin kostuðu málsvörnina fyrir hönd þeirra, sem ofbeldisverkin unnu, en iðnaðarfmenn sóttu. Báðar hliðar fengu hina hæfustu mála- færslumenn, og kviðdómurinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu, að mennirnir hefðu verið réct dræpir, og verkfallsimennimir sem morðið frömdu væru sýkn saka. n. Árið 1921, gerðu Járnbrautarþjónar verkfall í Missouri og Norður-Arkansas í tilefni af því, að jámbrautarfélögin færðu niður verkalaun manna um 25%. Verkfalli þessu hefir haldið áfraim síðan, og heldur enn að því er verkfallsmenn snertir. í janúar s. 1., kom fyrir atvik eitt raunalegt, sem vakið hefir mikla eftirtekt. Hið langvarandi stríð og atvinnuleysi verka- manna var mjög farið að þrengja að þeim, og af hatri til félagsins og tilraun þess, til þess að kúska það til að láta undan, tóku verkamenn að spilla brautinni og brautarstæðinu >— brenna brýr, k>sa teina o. s. frv. ' pegar þetta var búið að ganga nokkum tíma og verkfallið að þrengja að mönnum þar um slóð- ir, þá reis fólk upp á móti verkfallsmönnum og tóku einn þeirra, sem orð lék á, að hefði verið riðinn við að brenna járnbrautarbrú og hengdu hann. Maður þessi var giftur og átti tvö ung BÖm, og svo eru verkfallsmenn orðnir skelkaðif,' að þeir eru farnir að meðganga spillvirki, til þess að vera settin inn, þar sem líf þeirra er ekki í beinni hættu. Ekkja og böm þess sem hengdur var, verða að þola missirinn bótalaust, því lögin ná ekki til þess að koma ábyrgð fram á hendur svo mörg- um, sem þar voru að verki. Vér höfum ekki vakið eftirtekt á þessum ósköpum, sem ganga á þar suðurfrá hjá nágrönn- um vorum, í neinum öðrum tilgangi en þeim, að vekja eftirtekt hugsandi manna á þeim, og spyrja þá svo aftur í allri einlægni: Hvar lendir ef þessu eða öðru verra heldur áfram? Bœkur sendar Lögbergi. Almanak Ólafs Thorgeirssonar, fjrrir árið 1923, er nýkomið út, og hefir ýmsan fróðleik að færa að vanda. í þessu hefti er auk mánaðar- daganna, ritgerð um Northcliffe lávarð, eftir Pál Bjaraason, skýr og vel rituð; Tunglgeislinn, eftir Gunnar Gunnarsson, stutt saga, þýdd af V. J. Eylands; Lýsing af æskustöðvum Jóhönnu frá örk, þýtt af Jóni Runólfssyni; Um Molier skáld- ið franska með myndum, þýtt hefir J. E.; 200 ára minning Tordenskjöld, ,þýtt af V. J. Eylands; Safn ti'l landnámssögu Vestur-ísleradinga, eftir Guðmund1 Ámason, er sá þáttur um landnám íslendinga í Swan River; Heimsfræg sjóhetja, með mynd; 2 smákvæði, eftir Tennyson, þýdd af Jóni Runólfsson; SvefnmeðaT, eftir Dr. Frank Crane; Indíána æfintýri, Hyllingar, smákvæði eft- ir Jón Runólfsson; smávegis, skrítlur og helstu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vestur- heimi. Á þessari efnisskrá sjá menn, hve fjölbreytt að Almanakið er að efni, og hve ómissandi að þáð er fyrir fólk að eignast það. Verðið er aðeins 50 cents, og fæst hjá útgefandanum sjálfum, að 674 Sargent Ave., Winnipeg, M]an. Yðar eigin gleymska. p LDUIR eða þjófnaður geta nær sem vera skal valdíð yður tjóns og orsakað örðuj,'- leika í þvíí að finna eða endumýja verðbréf yðar. Fyrir litla peninga — oft minni en endurnýun verðbréfs kostar, getið þér feng- ið á leigu öryggishólf. THE ROYAL BANK O F CANADA Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra baenda hnegist til Canada 30. Kafli. Yfhhöfuð má segja, að allar hmar algengu korntegundir svo sem hveiti, harfar, bygg, rúgur, baunir og hör, þrífist vel hvar sem er í Alberta fylki. Jarðveg- urinn er þrunginn af gróðrarefn- um og veðráttufarið er hagstætt að jafnaði. í mið- og norðurtyl’i inu, er jarðvegurinn döfckur og þéttur í sér. En í Suður-Alberta, er hann fíngerður og lausari í sér, En hveitiræktin komin þar á hátt stig. Hveiti er þar venju- lega harðgert mjög. Árið 1915 var meðaluppskera vorhveitis í fylkinu, 35.93 mælar af ekru ihverri; vetrarhveiti 39. 37; hafrar 57.66; bygg 34.11; rúg- ur 24.14 og hör 13.57. Mest var hveitiuppskeran í Suður-Alberta. Meðaluppskeran á síðustu tíu ár- um, var sem hér segir: Vothveiti ........... 20.34 Vetrarhveiti ........ 22.61 Hafrar .............. 37.65 Bygg .............. .... 26.81 Rúgur ..... .. ....... 24.48 Hör .................. 8.63 Besta og mesta hveitiuppskera, sem enn hefir þekst í fylkinu er sú af Noble Fountation ökrunum árið 1914. Svæði það, sem er þús- und ekrur að stærð, gaf af sér 54.330 mæla, eða til jafnaðar 54.3 mæla af ekrunni. sú, að Turkey Red hveiti, sem flutt var inn frá Kansas, þyngd- ist um fjögur til fimm pund á mælirinn, eftir að hafa verið rækt- að í fylkinu. Hlaut það sið- an sérstaka flokkun á markaðin- um í Winnipeg. pótt mest sé um hveitiræktina í Suður-Alberta, þá þrífst hveiti þó mætla vel, bæði I Mið- og Norðurfylkinu. Ágæt hveitiuppskera hefir meðal ann- ars fengist í Peace River dalnum, alla leið norður að Fort Vermilion. Hafraræktin í Alberta fylki, er á mjög háu stigi. Af nýplægðu landi, hafa stundum fengist 136 mælar af ekrunni, og 80 mælar, er algeng uppskera. Alberta hafrar og hveiti, er mjög alment notað til útsæðis í Austnr Cana- da og eins S Bandaríkjunum. Fræið er sterkt og heilbrigt og veitir því nær undantekningar- laust góða og mikla uppskeru. Bygg er mikið notað til svínafóð- urs f Alberta og sömuleiðis hafr- ar, þótt tæpast sé að vísu eins góðir til slíkra nota. Yfirleitt «r bygg uppskeran góð og veitir bóndanum góðan arð. Rúgrækt- in er jafnt og þétt að aukast, viðs- vegar um fylkið. Er vetrarúgur einkum mikið notaður til skepnu- fóðurs haust og vor. Baunarækt i fylkinu, er orðin allmikil og hefir álla jafna reynst arðvænleg. Er einkum mikið um þá rækt f áveituhéruðunum I Suður-Alberta. Hörræktin er einnig óðum að útbreiðast og taka framförum. Um það er ærið alment talað manna á meðal, að frost gagn- taki jurtagróðurinn snemma að vorinu til og spilli uppskerunnl, eða eyðileggja hana með öllu. f sumum tilfellum er þetta rétt. En hinu má þó eigi gleyma, að slíkt á sér þvínær undantekning- arlaust stað á löndum þeim sem eru óunnin, eða því sem næst. Á nýjum löndum, sem kallað er, má búast við mestri hættu af frosti. Jarðvegurinn er of þétt- ur, til þess að hið hlýja loft nái að verka á haran. En á vel plægð- um lönduim, þar sem moldin er laus í sér, eiga hitastraumarnir greiðan aðgang og útiloka að heita má frosthættuna. Skemdir af völdum frosts í Alberta, eru sjaldnast veðráttu- farinu að kenna, Iheldur ásigkomu- !agi þrf sem jarðvegurinn er í. Sumstaðar í fylkinu hefir hagl orðið uppskerunni að tjóni. En til þess að bæta upp hallan, er af slíku tapi leiðir, eru haglsáhyrgð- arfélög, er tryggja bændur gegn skaða. Lög um það efni nefn- ast — The Municipal 'Hail Ins- urance Act *— og ræður hvert aveitarfélag því um sig, hvort það vill gangast undir ákvæði nefndra laga, eða ekki. Einstakir menn, búsettir í þeim ihéruðum, þar aem lög þessi eru í gildi, geta fengið frá þeim undanþágu með því, að tilkynna það isveitarféhirði fyrir 16. júní ár hvert. IHeyskaparlönd í Alberta, eru mikil og góð. Alfalfa er mikið ræktað í áveituhéruðunum og þyk- ir eitt hið ákjósanlegasta fóður, sem hugsast getur. Hér og þar um fylkið, er alfalfa einnig ralct- að á svæðum, þar sem engu vatni er veitt á, og aprettur víða vel. 1 Suður-Alberta er allmikiS rækt- að af mais, og er hann mikið not- aður til fóðurs. Hafrarækt er allmikil d mið- og norðurfylkinu. Algengasta maistegundin er North West Dent, og hefir reynet stórarövænleg uppskera. peir lesendur Lögbergs, er æskja kynnu frekari upplýsinga um Canada, geta snúið sér bréflega til ritstjórans, J. J BÍIdfells, Col- imbia Building, William Ave. og iherbrooke St., Winnipeg, Mani- coba. Fiéttabréf Frá Islandi. Austur Húnavatnssýslu 3. 1. 1923 Félags áveitu á engi nokkurra jarða lí pingi, svo nefnt Eylendi, komu bændur þar á stofn í sum- ar, er það talsvert mikið og dýrt fyrirtæki, en líklegt til að gefa góðan árangur. Fyrir vatnsveitunni mældi Val- týr 'Stefánsson vatnsvirkjafræð- ingur, sem er einn af ráðunaut- um Búnaðarfélags íslands. Vatninu var hleypt á um min- aðamótin sept. og október; kom þá í ljós að sumir flóðgarðarnir voru of veikir, svo að skörð brotn- uðu í þá undan vatnsþunganum á nokkrum stððum. Við garð- ana hefir verið gert í vetur, svo að likur eru til þeas, að þeir séu nógu öflugir nú. Veðrátta hefir verið með af- brigðum góð í haust og til ára- móta. Seint i sept. gerði þó 'hret svo litið eitt snjóaði í 1—2 daga, en tók fljótlega upp aftur. Sérstaklega voru óvanaleg ihlý- indi síðari hluta október mán&ðar og frostlaust á nóttum. í nóv. var mjög votviðrasamt og stór- feldar rigningar nokkrum sinnum og einu sinni sást snjór í bygð. Um miðjan des. var jörð klaka- laus, en siðustu daga áreins var nokkurt frost. Sauðfé var ekki hýst á nokkrum bæjum í sýslunni fyr «n eftir jól og í sumum hreppum þá ekkí farið að kenna lömbum át. (Hefur þessi ágæta tíð mikið bætt úr binim rvra heyafla, er hér var alment síðastliðið sumar. iHeilsufar hefir verið fremur gott, en þó nokkur kveflasleiki og væg skarlatssótt stungið sér niður á stöku hæjum. iHinn 1. okt. lét héraðslæknir okkar, Jón Jónsson af emhættí og fluttist til Reykjavíkur, sagt hann ætli að starfa þar að tann- lækningum. Hafði hann tala- vert fengist við þær hér aíðustu árin og þótt takast vel. Héraðslæknir er nú settur hér Kristján Arinbjarnarson, ungur maðut ættaður úr Reykjavík. Var hann aðstoðarlæknir hér um tins í fyrra vetur o.g aflaði sér þá hezta traust8 héraðsbúa. Austur-Húnvetningum er því mikið áhugamál að Kristján fáí þetta hérað,. sem hann heíir sétt um og í trausti þess, að það ver«ir hafa þeir keypt ibúðarhús og aðr- ar fasteignir fyrv. héraðslæknis á Blönduósi. fbúðarhúsið ætla þeir að hafa fyrir læknisbústað og hafa nú lokið við að koma upp- sjúkrahúsi áföstu við það, er tek- ið verður til notkunar einhvern næstu daga. Síðast f október lézt iraerkis- bóndinn Hallgrímur Jónsson á Hnjúki i Vatnsdal liðlega 70 ára gamall. IHallgrímur sál. var einn af efnuðustu bæmdum sýsl- unnar. Hann lifði allan aldur sinn á Hn|júki, ólst þar upp hjé foreldrum sínum Jóni og Engil-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.